Leita í fréttum mbl.is

Hvað segir Hudson ?

 Í Fréttablaðinu 04.04.09 er grein eftir virtan hagfræðing Michael Hudson um stöðu Íslands í fjármálum. Þessi grein á erindi við okkur. Hudson segir eiginlega berum orðum, að Íslendingar séu tæknilega gjaldþrota. Við getum ekki borgað skuldirnar sem útrásarvíkingarnir og glæpamennirnir komu okkur í. 

Bara sú einfalda staðreynd að skuldirnar við kerfið , alla 4 ríkisbankana og Íbúðalánasjóð hækkuð um 14 % meðan fasteignirnar lækkuðu um 21 % segir söguna um þróunina sem snýr að heimilunum í landinu. Við sóum peningum heimilanna okkar í að halda þessum 4 bönkum úti sem sjálfstæðum eingingum eiginlega bara við það að rukka inn verðtrygginguna. Þá má sameina í einn ríkisbanka því þeir verða aldrei bankar almennings eða fyrirtækja.  Þeir eru óþörf náttrröll með of miklu starfsfólki samanlagt.

 

Þessum heimilum ætla ríkisstjórnarflokkarnir að senda 2 % eignaskattsreikning. Sem sagt á ungt fólk að borga eignina sem það kaupir tvisvar sinnum á næstu 50 árum.

 

Eina milljón af 50 milljóna íbúðarhúsi á ári hverju.

 100.000 eignir þýða eitthundraðmilljarða. Til viðbótar kemur hátekjuskattur á tekjur frá 400.000  og hækkun fjármagnstekjuskatts um 40 % til að ganga endanlega frá sparnaðarviljanum.

 Þannig ætlar Steingrímur að stoppa uppí gatið á ríkissjóði. Þessvegna auðvitað  vilja hvorki Jóhanna né  hann ekkert segja um ráðstafanirnar í efnahagsmálum fyrir kosningar.  Sjálfstæðisflokkurinn einn segir alveg skýrt: Enga nýja skatta. Atvinnulíf og heimili eru nátengd. Án atvinnu engar tekjur. Það vantar tuttugu þúsund ný störf. Greinin eftir Michael Hudson  er hér: 

Ísland hefur orðið fyrir árás– ekki hernaðarárás, heldur fjármálaárás.

Afleiðingarnar eru jafnbanvænar þrátt fyrir það. Fleiriverða veikir, lifa í örvæntingu ogdeyja fyrir aldur fram ef þjóðinneitar ekki að greiða til bakamegnið af þeim lánum sem prangað hefur

verið inn á hana á síðustu átta árum.

En leiðin til bjargar er þyrnum stráð. Voldugirskuldunautar á borð við Bandaríkinog Bretland munu siga áróðursmeisturumsínum, sem og Alþjóðagjaldeyrissjóðnumog Alþjóðabankanum, á Íslendingaog krefjast þess að þeir verði hnepptir ískuldafangelsi með því að þvinga þá til aðgreiða skuldir sem þessar þjóðir myndualdrei greiða sjálfar. Til að komast út úr skuldafeninu verðaÍslendingar að átta sig á hvers konarefnahagsástand sjálfseyðingar íslenskirbankamenn hafa skapað. Þrátt fyrir aðhafa eytt nærri hálfri öld í að rannsakaþjóðir í erfiðri skuldastöðu hef ég sjaldaneða aldrei séð neitt í líkingu við ástandið áÍslandi. Hér á landi hafa bankarnir steyptsér í svo gríðarlegar skuldir að verðgildikrónunnar mun rýrna til frambúðar ogleiða af sér verðbólgu næstu áratugina. 

Skuldaleikurinn

 Í gegnum söguna hafa skuldugar þjóðiroftast farið þá leið að losa sig við skuldirnarmeð hjálp verðbólgu, þ.e. borgað

skuldirnar með „ódýrum peningum“.

 Ríkisstjórnir prenta peninga og viðhaldafjárlagahalla til þess að hækka verðlagog þannig er meira fjármagn í boði, envöruframboð óbreytt. Þessi verðbólgaog gengis fall minnka skuldabyrðina svoframarlega sem laun og aðrar tekjurhækka samhliða. Ísland hefur snúið þessari lausn á hvolf.Í stað þess að auðvelda hina hefðbundnuskuldaleiðréttingu hefur verið sköpuðparadís lánardrottna og hinni sígilduflóttaleið skuldsettra þjóða lokað. Þjóðinhefur fundið leið til að steypa sér í skuldirmeð hjálp verðbólgunnar, í stað þess aðvinna sig úr þeim með henni. Með verðtrygginguskulda hefur Ísland komið uppeinstöku kerfi fyrir banka og aðra lánardrottnasem stóreykur tekjur þeirra aflánastarfsemi, á kostnað launa og tekna afraunverulegri atvinnustarfsemi.Það er eðlilegt að fólk greiði lán semtekin hafa verið á heiðarlegan hátt. Venjulegaer gert ráð fyrir að fólk taki lán– og bankar láni – til vænlegra fjárfestinga,sem skili arði sem síðan er hægt aðnýta til að greiða lánið til baka auk vaxta. Þannig hafa bankar starfað um aldaraðirog þannig hefur orðið til ímynd hins varkárabankamanns sem neitar fjölmörgumþeirra sem sækjast eftir lánum frá honum.Þannig var það að minnsta kosti einu

sinni.

 Fáir sáu fyrir sér að aðgangur aðlánsfé yrði svo greiður að þau vanskil

sem við sjáum í dag væru óhjákvæmileg.

Í Bandaríkjunum er þannig þriðjungurþeirra sem tóku húsnæðislán með neikvæðaeiginfjárstöðu. Það þýðir að lánineru orðin hærri en virði eignanna sem þauhvíla á. Lausn nýfrjálshyggjunnar á þessuvandamáli er að selja eignir með gríðarlegumafföllum til alþjóðlegra arðræningjaog brjóta niður félagslegt kerfiþjóða, einmitt þegar þær þurfamest á því að halda. Þetta gildir

þó aðeins um litlu þjóðirnar.

Þær þjóðir sem hæst hrópa á Íslendingaað greiða lán spákaupmannannaeru undanskildar. Þar erufremstar í flokki þær þjóðir semeru skuldsettastar, Bandaríkin ogBretland, undir stjórn manna semdytti aldrei í hug að leggja slíkarbyrðar á eigin þegna. Um leið ogþessar þjóðir lækka skatta og auka á fjarlagahallannreyna þær að kúga peningaút úr smærri og veikburða þjóðum, líkt ogþær stunduðu gagnvart Þriðjaheimsríkjumá 9. og 10. áratug síðustu aldar. Fjármálastríðið Á síðustu árum hefur Ísland orðið fyrirárásum alþjóðlegra lánardrottna. Þeirhafa náð að sannfæra hóp lukkuriddaraum að leiðin til auðs og hagvaxtar væri ískuldsetningu, en ekki ráðdeild. Bankar ogspákaupmenn í innsta hring alþjóðafjármálakerfisinshöfðu það að meginstarfiað selja skuldir og þurftu að búa sig undirþað efnahagslega hrun sem sagan sýnirað fylgi óhjákvæmilega í kjölfar slíkrarofurskuldsetningar. Það gerðu þeir meðþví að sá fræjum hugmyndafræði sem leitá keðjuverkandi skuldsetningu sem góða

hagstjórn.

 Stefna stjórnvalda í Bandaríkjunum erað koma á stöðugleika og forðast kreppumeð því að færa niður skuldir til jafnsvið lækkandi markaðsverð, en ekki síðurað ná greiðslubyrði húsnæðislána niðurá viðráðanlegt stig, þ.e. innan við 32% aftekjum heimilanna. Í öðrum löndum ereinnig verið að færa niður skuldir svo fólkog fyrirtæki geti staðið í skilum. Á Íslandier verðtryggingin hins vegar að belgja útskuldir og steypa húseigendum í neikvæðaeiginfjárstöðu. Það fyrsta sem Íslendingar verða aðgera er að átta sig á að landið hefur orðiðfyrir efnahagslegri árás útlendinga, sem

studdir voru af íslenskum bankamönnum.

 Til að hafa sigur reyndu þessir lánardrottnarað sannfæra þjóðina um aðskuldir væru framleiðsluhvetjandi og aðhagkerfið efldist, þar sem verðmæti þessykist – þ.e. eignir yxu umfram skuldir.Þannig var gert ráð fyrir að verð myndialdrei lækka og við myndum aldrei standaeftir með skuldirnar einar og neikvæðaeiginfjárstöðu. Þeir gerðu sitt besta til aðsannfæra þjóðina um að það væri slys semgerðist aðeins einu sinni á öld eða svo, enekki óhjákvæmileg afleiðing gríðarlegrarskuldsetningar með samsettum vöxtumán tekjuaukningar sem stæði undir vaxtagreiðslum. Þessari hugmyndafræði er nú fylgt eftirmeð því að telja íslenskum almenningi trúum að honum standi ekkert annað til boðaen að borga skuldirnar sem örfáir einstaklingarhafa steypt sér í, skuldir semsafna vöxtum að öðrum kosti. Þjóðin þarfeinfaldlega að gera sér grein fyrir því aðþær skuldir sem krafist er að hún greiði

eru meiri en hún getur ráðið við.

 

Hvernig eiga Íslendingar að borga?

 Íslendingar verða að gera sér grein fyrirþví fyrr en seinna að ekki er hægt aðgreiða þessar skuldir og um leið halda uppisanngjörnu samfélagi. Óhjákvæmilegt erað afskrifa skuldir á einhvern hátt. Hversumikið er ekki hægt að segja til um fyrr envitað er hver skuldar hverjum og hversumikið. En Ísland er sjálfstætt ríki og getursett hver þau efnahagslög sem því hentar,svo framarlega sem þau mismuna ekkifólki eftir þjóðerni. Alþjóðlegir lánardrottnar munu mótmælaharðlega. Markmið þeirra er aðhalda fjármálaheiminum utan alþjóðalagaog gera innheimtu skulda óháða lýðræðislegumreglum. Þannig reyna alþjóðlegarfjármálastofnanir að hindra stjórnvöld íað koma böndum á óhefta lánastarfsemi ogeignaupptöku. Málpípur fjármagnseigendasaka þannig stjórnvöld um að hefta hinnfrjálsa markað, þegar þau eru í raun einaaflið sem getur komið í veg fyrir að heiluþjóðirnar verði hnepptar í skuldafangelsi. Með því að fara fram á greiningu á þvíhver skuldar hverjum hvað getur Íslandkomið boltanum í fang lánardrottnannaog látið þeim eftir að svara því hvernig íósköpunum Íslendingar eigi að fara að þvíað borga og hverjar efnahagslegar afleiðingarþess verði. Hvernig geta Íslendingarborgað á næstu árum án þess að landsmenntapi unnvörpum eignum sínum ogfélagslega kerfið verði lagt í rúst?  Hvernig geta Íslendingar greitt skuldir sínar ánþess að keyra sig í þrot, leggja niður þjóðfélagfélagslegs jafnréttis og koma hér ásamfélagi örfárra ofurríkra lánardrottnaog svo örsnauðs almennings? Það er raunveruleghætta á að hér myndist ný stéttfjármagnseigenda sem stjórna muni landinunæstu öldina eða svo. Íslendingar hafa verið prettaðir. Eigaþeir að líta á það sem skyldu sína að greiðaþjóðum sem hafa ekki í hyggju að greiðanokkurn tíma sínar eigin skuldir? Svo lánardrottnarfái greitt þurfa þeir að sannfæraskuldunauta sína um að þeir geti íraun og veru borgað, þ.e. borgað án þessað leggja samfélagið í rúst, selja auðlindirsínar eða koma á gríðarlegri stéttaskiptingufjármagnseigenda og skuldara. Lánin eða lífið? Íslendingar verða að líta til langs tíma.Hvernig á efnahagskerfið að lifa af ogvaxa til framtíðar? Verðtryggingu lánaverður að afnema. Gjaldeyrislán verður aðfæra yfir í krónur á lágum, óverðtryggðumvöxtum eða afskrifa að hluta eða öllu leyti.Markmiðið á að vera að fella niður skuldirsem valda efnahagslegu tjóni.Leiðarljósið er heilbrigt efnahagskerfií heild sinni. Þeir sem heimta mest eruekki þeir sem skulda mest, heldur þeirsem hafa lánað mest.  Markmið þeirra er að tryggja völd sín í samfélaginu. Umframallt vilja þeir hámarka vald skuldaumfram verðmætasköpun. Þess vegnaer verðtrygging lána notuð til að tryggjaað bankarnir hagnist á hruni efnahagslífsins,en ekki almenningur, sem greiðaþarf jafnt skuldirnar sem og kostnaðinnaf hækkandi verðlagi og hruni krónunnar. Lánadrottnar um allan heim eru í óða önnað færa niður skuldir í takt við lækkandifasteignaverð. Á Íslandi hafa bankarnirhins vegar fengið að hækka skuldabyrðinaum 14% á síðasta ári, á meðan fasteignaverðhefur lækkað um 21%! Því verra semefnahagsástandið er, því sterkari eru lánveitendurnir. Þetta er ávísun á efnahagslegtsjálfsmorð þar sem dýpkandi kreppahneppir æ fleiri í skuldafangelsi.Ísland getur tekið forystu og orðið fyrirmyndannarra þjóða í efnahagslegu jafnrétti.Aldrei hefur verið betra tækifæri tilað taka afstöðu til þess um hvað standa ávörð – óyfirstíganlegar skuldir eða framtíðíslensks samfélags?  Munu stjórnvöld verja þegna sína fyrir afætum fjármálaheimsins,eða munu þau færa þeim íslenskahagkerfið á silfurfati? Það er spurningin

sem íslensk stjórnvöld verða að svara.

(Leturbreytingar eru mínar HJ) Höfundur er sérfræðingur í alþjóðafjármálum,hefur verið ráðgjafi Hvíta hússins,bandaríska innanríkisráðuneytisinsog varnarmálaráðuneytisins og vinnur aðtillögu að nýrri skattalöggjöf fyrir Bandaríkin. Þetta er fyrri greinin af tveimur eftirHudson sem birtast í Fréttablaðinu. Súseinni birtist innan fárra daga. Ég vísa til orða minna um Hjalmar Schacht “Kreppan í aðsigi “ hér á bloggsíðunni. Ég fagna því auðvitað að svo málsmetandi maður sem Michael Hudson hefur velt þessu ástandi fyrir sér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Halldór !

Kem þessarri þörfu hugvekju áfram; meðal spjallvina okkar. Með einfaldri ábendingu, á þína síðu, hvar ég er aftur í Miðöldum, hvað snertir, að kópíera og pasta, að nokkru.

Með beztu kveðjum; sem æfinlega /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 70
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband