Leita í fréttum mbl.is

Kreppuvíxlar aftur og enn !

Ég hef áður hér á síðunni hvatt til þess að almenningur taki til sinna ráða við að endurvekja viðskiptalífið þar sem pólitíska valdið gerir nákvæmlega ekki neitt til þess.

Ég hef ekki fengið miklar undirtektir við þessari hugmynd en mér finnst samt rétt að halda henni við nú þegar hver ryðst um annan þveran við það að segja að krónan sé ónýt og okkur vanti nýjan gjaldmiðil.

Þessi hugmynd kviknaði eftir greiningu hagfræðingsins á því, að hið eina sem væri horfið af því sem áður var á jörðinni , væri traustið milli manna. Allt annað væri þar til staðar eins og áður. Enginn treysti öðrum og því vildi enginn lána öðrum.  

Mér datt í hug að Kauphöllin til dæmis myndi prenta sérstaka númeraða óútfyllta kreppuvíxla. Engir aðrir slíkir væru gefnir út, frekar en peningaseðlar. 

 Þessavíxla  gætu menn fengið til útfyllingar og selt sjálfir einhverjum vini sínum,  sem ætti pening eða vöru eða þjónustu sem hann vill selja.  Kaupverðið á víxlinum er á milli þeirra.  Víxlarnir mega vera í hvaða mynt sem er og til hvaða tíma sem er.

 

Kauphöllin tekur síðan útfylltan kreppuvíxilinn með samþykkjanda og útgefanda og auglýsir til sölu. Fjárfestir gerir hugsanlega tilboð og það myndast þá gengi á víxlinum og útgefandinn fær peninginn til baka mínus kostnaðinn,  sem dregst þá frá hagnaði hans af viðskiptunum. Hann getur þá lánað aftur eða selt.  Einhverjir víxlar seljast ekki og eigandinn situr þá uppi með hann. Hann tekur sjénsinn í báðum tilfellum.

 

Kauphöllin heldur skrá yfir heildarútgáfu hvers einstaklings og sölumöguleikar hinna skuldugu minnka með lægra gengi þeirra víxla en hinir fá betra gengi.  Þannig fara viðskiptin af stað aftur í einhverjum mæli. Margfeldisáhrifin segja fljótt til sín og fólkið fær von og traust á sjálfu sér og náunganum.

 

Ég get látið mála húsið mitt ef ég þarf ekki að borga víxilinn minn fyrr en næsta ár. Ég og málarinn tökum sjéns hvor á öðrum. Alveg eins og við gerðum hér áður fyrr. Hvort vill málarinn sitja heima á atvinnuleysisbótum eða gera svona tilraun með mér ? Ég mála annars ekki neitt því ég á ekki aur.

 

Seðlabankinn geti svo komið inní dæmið með því að greiða fyrir endurræsingunni á efnahagsvélinni. Endurkeypt svona víxla þegar fram liðu stundir.  

 

 

Pólitíska valdið hefur ekkert gert til að reyna að koma atvinnulífinu í gang. Það bara kjaftar og kjaftar en gerir ekki neitt.Horfiðið bara á sjónvarpið frá þinginu !

  

 

Því verður einkaframtakið að reyna að höggva á hnútinn með þessum hætti.   Þetta er ný peningaútgáfa. Þetta er nauðvörn svikinnar þjóðar. Alveg eins og var eftir stríðið í Þýzkalandi. Þá urðu sígarettur gjaldmiðill sem notaður var í neyðinni þangað til D-markið var gefið út, eftir fyrirmynd frá gamla Hjalmari Schacht sem kunni til verka. 

 

 

Við verðum að gera eitthvað til að endurreisa traustið milli manna. Þegar traustið kemur aftur þá breytist allt í mannheimi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég sé ekki betur en að þetta sé tillaga sem verðskuldi athygli og umfjöllun. Sjálfum finnst mér hugmyndin reyndar eitursnjöll. Þarna fæ ég líka staðfest það sem ég hef lengi haldið fram, að fólkið úti í samfélaginu hafi bæði augu og eyru og sé í mörgum tilfellum í góðu sambandi við hvorttveggja.

Mér hefur alltaf fundist ótrúverðugt að sá sem í gær var bara venjulegur borgari hafi við það eitt að verða kosinn inn á Alþingi orðið færari um að skoða hin pólitísku mál samfélagsins en við hin.

Og ávarpi mig "góði" þegar hann réttir mér höndina.

Frábær hugmynd í mínum augum og gæti leyst margan vanda og án flókins lagaumhverfis.

Árni Gunnarsson, 4.4.2009 kl. 18:16

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir Árni,

Ég helt bara að enginn fattaði hvað ég væri að fara. Ég gleymdi auðvitað að Margeir Pétursson, hugsanlega  eini heiðarlegi bankastjórinn sem er eftir,  gæti gert þetta líka.

Halldór Jónsson, 4.4.2009 kl. 18:25

3 Smámynd: Halldór Jónsson

12 mars sl. skrifaði þetta góða fólk álit á hugmyndinni:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Augnablik... Vakta athugasemdir Þú ert að vakta athugasemdir við þessa færslu. Hætta að vakta
1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Algjör snilld! Þú kannt sannarlega að koma orðum að þessu. Synd að heyra ekki í þessum hagfræðingi.

Innanlandspeningar í formi víxla!! Af hverju ekki?

Ég bý ekki á Íslandi, enn eru þetta kommúnistar sem ráða ríkjum þarna? Þeir kalla sig alla vega eitthvað annað..

Óskar Arnórsson, 12.3.2009 kl. 22:34

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Flott hugmynd af gjaldmiðli.  Spurning hvort það er ekki eins með þessa hugmynd, og það sem hagfræðingurinn sá þegar hann sá jörðina utan utan úr geimnum, að hún á jafn vel við um heim allan. 

Það er hugarfarinu sem fólk verður að breyta, hætta að treysta á stjórnmálamenn og taka til eigin lausna.  Nema að fólk vilji láta leiða sig inn í alheimsvæðingu fasísks kommúnisma eða hvað nafn sem menn kjósa að gefa þrælabúðunum.

Magnús Sigurðsson, 12.3.2009 kl. 22:58

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Góð og skemmtileg grein hjá þér.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 12.3.2009 kl. 23:15

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

..búa til hagkerfi fólksins! Tengja framhjá bönkunum! Þess meira sem ég hugsa um þetta því meiri snilld þykir mér þetta vera...einfalt og skýrt!

Óskar Arnórsson, 13.3.2009 kl. 00:47

5 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Skemmtileg og vel skrifuð grein hjá þér!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 13.3.2009 kl. 09:34

6 Smámynd: Katrín

bregst ekki halldór!  Ég er viss um að værir þú norskur væri Steingrímur löngu búinn að ráða þig til verka, nú eða bara Egill Helga sem er nú ráðingarstjóri ríkisins

Katrín, 13.3.2009 kl. 13:22

7 Smámynd: Björn Finnbogason

Nákvæmlega!  Eitthvað í þessum dúr verður að koma til.  Ekki gera stjórnmálamenn okkar nokkurn skapaðan hlut, til þess eru þeir of hræddir um að þurfa, og bera, ábyrgð á gerðum sínum.

Björn Finnbogason, 13.3.2009 kl. 20:34

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir öllsömul. Mér finnst að við verðum að gera eitthvað sjálf til að endurreisa traustið milli manna. Við megum ekki afskrifa gildi þess þó að einhverjir hafi sýnt sig að vera ekki traustsins verðir.

Halldór Jónsson, 15.3.2009 kl. 20:34

Bæta við athugasemd [Innskráning]

Þú ert innskráð(ur) sem halldorjonsson.

Halldór Jónsson, 4.4.2009 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 11
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 3418448

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband