1.5.2009 | 18:43
"Það voru mistök að Finnland skyldi taka upp evru"
"Viðskipta- og þróunarráðherra Finnlands, Paavo Väyrynen, segir í viðtali að það hafi verið mistök að Finnland skyldi að ganga í myntbandalag Evrópusambandsins. "Að taka upp evru án þess að Svíþjóð væri með voru mistök."
Sænski skógar- og tréiðnaðurinn hefur varðveitt samkeppnishæfni sína vegna þess að Svíar hafa sænsku krónuna. Hún stillir af samkeppnishæfni iðnaðarins. "Við erum í hinu dýra myntbandalagi og Svíar hlaupa með viðskiptin". Samkvæmt fréttinni hefur verið mikið fall í viðskiptum og tekjum Finnlands af einni stærstu auðlind sinni: skógræktun og skógarhöggi - allt vegna hinnar dýru evru. "
Er ekki upplagt fyrir íslenzka krata og aðra evruspekinga að hugleiða samkeppnishæfni Íslendinga í saltfiski og síld þegar þeir hafa tekið upp evru meðan Norðmenn eru með sína krónu ?
Hvað er að krónunni okkar annað en svívirðileg meðferð okkar sjálfra á henni ?
Verðtryggða krónan okkar sterkasti gjaldmiðill í heimi.
Sá besti til að eiga en sá versti til að skulda. Það er nefnilega betra að eiga en skulda og þannig á það að vera.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Spurt er
Viltu breyta klukkunni?
Hvaða fyrirmenni treystirðu best ?
Athugasemdir
Og það væru mistök fyrir okkur, Halldór, að skipta út krónu fyrir gjaldmiðil sem hagkerfi okkar er ekki í takti við.
Finnar gerðu mistök þegar þeir skiptu út markinu fyrir evru án þess að huga að ákvörðunum helstu viðskiptavinir sinna. Írar eru í mikið til sömu stöðu. Þeir tóku upp evru en helsta viðskiptaland þeirra er Bretland og Bretar halda í sína mynt.
Vel má vera að sá tími komi að það henti okkur að taka upp aðra mynt. En það þarf að vera að vel athuguðu máli og við þurfum að tryggja að hagkerfi okkar sé í takt við það hagkerfi sem við tengjum okkur við.
Ef við hættum ekki þessari "svívirðilegu meðferð okkar á krónunni" eins og þú segir, þá er tómt mál að taka upp annan gjaldmiðil.
Ragnhildur Kolka, 1.5.2009 kl. 20:44
Fróðlegar vangaveltur hjá ykkur. Mér heyrist samt atvinnurekendur uppgefnir á krónunni og við verðum að taka mark á þeim.
Baldur Hermannsson, 1.5.2009 kl. 21:34
Baldur: Ef við ættum að verða við öllu sem atvinnurekendur biðja um þá værum við enn að velta því fyrir okkur hvernig við ættum að geta fengið AGS til landsins og samt lækkað stýrivexti. Öðruvísi hefði ekki verið hægt að verða við kröfu SA.
Stór hluti af málflutningi hagsmunsamtaka er viðbragð við umkvörtunarefnum hverju sinni, væl á Íslensku. Það er ekkert heildstætt og úthugsað hagsmunamat þarna á bakvið. Á meðan að króna er við lýði kvarta menn undan gengissveiflum og öðru sem því fylgir. Ef eitthvað annað kemur í staðin væla þeir jafn hátt og biðja um mótvægisaðgerðir vegna ósveigjanlegs gengis.
Auðvitað á að hlusta á hagsmunasamtök en það verður að skilja að málflutningur þeirra er það sem hann er.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 22:26
Áhugaverð röksemd. Hagsmunasamtök vinna vitaskuld að hagsmunum fárra og hafa engan áhuga á heildarsýn.
Baldur Hermannsson, 1.5.2009 kl. 22:35
Takk fyrir öllsömul, ég er sjaldan sammála öllum ræðumönnum en er það eiginlega núna.
Halldór Jónsson, 2.5.2009 kl. 10:17
Halldór, þínar skoðanir breytast aldrei hvað sem á dynur, eftir 18 ára óstjórn Sjálfstæðisflokksins stendur þú eins og hundur á roði og lofsyngur þennan flokk og alla hans ráðmennsku. Þú vilt halda í ísl. krónuna, hvernig mun okkur farnast með hana í framtíðinni? Þeir sem vita nákvæmlega hvernig okkur muni reiða af eftir inngöngu í ES munu ekki síður geta sagt okkur allt um framtíðina ef við göngum ekki inn og ætlum að búa við krónuna áfram.
Besta ráðið sem ég gef þér er að þú lesir grein Jóns Steinssonar hagfræðings í Morgunblaðiðnu 27. apríl sl.
Með bestu kveðjum.
Sigurður Grétar Guðmundsson, 2.5.2009 kl. 10:46
Afturhöld og íhöld allra landa vilja að gengi gjaldeyris þeirra sveiflist eftir verði á frumatvinnugreinum. Gengi okkar sveiflist eftir markaðsverði á þorski, í Noregi eftir verði á olíu, Finnsland og Svíþjóð eftir verði á timbri.
Spyrjið hinsvegar iðnað og ferðaþjónustu hvort þeir vilji lifa og gera áætlanir í slíku umhverfi. Spyrjið Nokia í Finnlandi hvort það sé ekki auðveldara að markaðsetja síma með stöðugan gjaldmiðil. Það sem að CCP og Marel dreymir um. Mbk, G
Gunnlaugur B Ólafsson, 2.5.2009 kl. 11:02
Gunnlaugur: Í leiðinni má biðja þá finnsku í leiðinni um graf sem sýnir atvinnuleysisþróun hjá þeim síðustu 15 ár.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 12:03
Google Þýðing frá finnsku til ensku
Väyrynen: The euro was a mistake to Finland
30.4.2009 10:22
HELSINGIN SANOMAT
External Trade and Development Minister Paavo Väyrynen (Center), criticizes the Finnish decision to join the 1990s, the European Economic and Monetary Union (EMU). Väyrynen, "says the East-Savo newspaper interview that Finland should have been the Swedish way to keep the monetary union and the euro currency outside.
Väyrynen is opposed in the forest ankealla situation. In Finland, the forest giants make heavy losses, while the Swedish companies have benefited from a favorable rate for the krona.
"I said back then that we should not have to go EMU, at least without the country. Now, the Swedish forestry industry benefits from the expensive euro," Väyrynen said in East Savolle.
Väyrynen admits that it is difficult to assess to what extent the Finnish forest industry's current difficulties are the result of expensive euro. Eron Sweden sees him, however, Stora Enso's position. The forest is a giant, previously told the transfer production to Sweden and Eastern Europe, foreign currency interest.
Slóð: Þýðing frá finnsku til ensku
Einn góður vinur minn vildi vita hvaðan ég hefði þetta.
Halldór Jónsson, 2.5.2009 kl. 12:59
Var nokkuð vandamál að markaðssetja vöru sína í evru eða dollar á davíðstímanum ? Innlendur kostnaður var í krónum, varan eld í stöðugum gjaldmiðli. Enginn þurfti að halda á krónum lengur en hann vildi sjálfur. Þú máttir gera upp í evrum ef þú vildir. Hvað er að öllu þessu fólki að sjá ekki að það er viðskiptafrelsið sem skiptir öllu máli.
Halldór Jónsson, 2.5.2009 kl. 13:02
Hárrétt, Halldór. Það var nákvæmlega ekkert að í þessu landi fyrir bankahrunið. Þá var allt í sóma. Hverfum aftur til Davíðstímans.
Baldur Hermannsson, 2.5.2009 kl. 13:33
Rónarnir koma óorði á brennivínið. Auðrónarnir komu óorði á krónuna. Það komust í sjóðina og bankana menn sem höguðu sér líkt og ráðnir væru Austurstrætisrónar í lagergeymslu ÁTVR.
Frankenstein reis upp. Eftirlit, aðhald og stjórnun peningastefnu var ekki sem skyldi það er ljóst. Skepnan fór á flipp og fyllerí.
En hvort hentar betur smáþjóð. Sveigjanleiki í mynt eða stífni.
Við þurfum sennilega enn meiri sveigjanleika en þó var í góðærinu. Á móti miklu strangara regluverk innan rammanns og strangara fjármálaeftirlit.
Það er ekki tilviljun að smáþjóðir hafa talið hag sínum betur borgið utan þessa klúbbs. Við erum ekkert öðruvísi nema síður sé. Enn frekar með þessar mörgu auðlindir og hátt menntunarstig.
P.Valdimar Guðjónsson, 2.5.2009 kl. 13:57
Auðróni!
Orð dagsins!
Baldur Hermannsson, 2.5.2009 kl. 14:04
Halldór. Ég var að horfa á þátt á sænsku stöðinni um eymdina sem er í ymsum evrulöndum. Hafi ég einhverntíma trúað því að evran reddaði öllu hér núna(sem ég hef reyndar gert í fáfræði minni)geri ég það ekki lengur. það er mikil ábyrgð að gleypa allt hrátt í þessum málum. Landið okkar er ríkt þó það sé það ekki í peningaseðlum. það yrði hlustað meir á þig ef þú værir óflokksbundinn. Mig langar að vita hvað finnst um vatnsauðinn okkar.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.5.2009 kl. 15:35
Þessi Evru umræða er öll á þvílíkum villigötum því það eru engar líkur á að við verðum í stakk búin til að taka upp Evru fyrr en í fyrsta lagi eftir 5 ef ekki 10 ár. Fyrr verður ekki kominn nægur stöðugleiki á íslenskt efnhagslíf eða gengi krónunnar til þess að ESB taki það yfirleitt í mál að leyfa okkur að taka upp þenna gjaldmiðil og kannski verður þá búið að leggja hann af. Höldum okkur því við að leysa þau vandamál sem þarf að leysa með okkar krónu og tökum svo upp þetta Evruhjal aftur eftir svona 4 - 5 ár.
Atvinnurekendur munu alltaf kenna öðrum en sjálfum sér um það að geta ekki rekið fyrirtækin, svona eins og kartöflubændur sem ýmist eru með svo rýra uppskeru að þeir geta varla lifað af greininni eða þá að uppskeran er svo góð að þeir fá nánast ekkert fyrir hvert kíló af kartöflunum. Og þá myndi lítlu skipta hvort þar væru Evrur eða bara gamlar íslenskar krónur.
En þó svo að við höldum okkar krónu, þá getum við alltaf gert samninga um viðskipti í Evrum og svo má svo sem alveg veita fyrirtækjum sem eru í miklum erlendum viðskiptum heimild til að gera upp sína ársreikninga í Evrum eða öðrum gjaldmiðlum.
Ómar Bjarki Smárason, 2.5.2009 kl. 16:44
Takk fyrir öll. Anna, mér finnst svo gráupplagt fyrir Ísland að leita eftir fríverslun til vesturs til viðbótar við EES. Við erum rík þjóð mitt á milli áhrifasvæðanna. Við getum nánast allt. Við eigum vatnið, loftið, fiskinn og kannski olíuna líka. Fámenn þjóð í ríku landi. Við þurfum bara að fara vel með þjóðernið og krónuna. Hvorutveggja er of dýrmætt til að kasta því á glæ. Við þurfum bara að halda aftur af heimskunni sem alltaf hrjáir okkur.
Halldór Jónsson, 2.5.2009 kl. 20:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.