Leita í fréttum mbl.is

Það sker í hjartað !

að horfa á fjölskylduföður með stóran barnahóp, sem er búinn að missa vinnuna og getur rétt aðeins brauðfætt fjölskylduna. Hann getur ekki borgað af lánunum sínum. Hann er á leiðinni á götuna í haust.

Þúsundir fjölskyldna eiga ekkert til að borga skuldir bankabófanna, sem skildu okkur eftir í  föllnu gengi, brjálaðri vísitölu og hækkun lánanna. Það eru bara lántakendurnir sem eiga að borga. Ekki bófarnir. 

Ríkisstjórnin ætlar að taka lánin úr gömlu bönkunum og leggja þær inní nýju ríkisbankana sem eigið fé svo þeir verði stórir og feitir bankar.  Þeir eiga svo að láta kné fylgja kviði við þennan mann, sem er þrotinn að úrræðum. Fyrst hirða þeir af honum íbúðina á slikk á uppboði. Svo ofsækja þeir hann útyfir gröf og dauða með mismuninn á því sem þeir hirtu íbúðina fyrir og verðbættum höfuðstól skuldanna ásamt vöxtum og dráttarvöxtum og vaxtavöxtum ofan á það. 

 Þessi maður rís aldrei á fætur aftur því lögin segja að hann sé skuldarinn, það sé hann sem er veðandlagið, ekki íbúðin sem hann missir í hendur veðhafans.  Í USA tekur lánveitandinn húsið og þarmeð lýkur málinu. Hér skaltu gjaldþrota eltur til enda veraldar og lengra af blóðhundum innheimtukerfisins. Veðsetningin var bara byrjunin, það ert þú sem skalt verða drepinn ef þú borgar ekki skuldir bófanna.

 Og hann er ekki einn þessi maður.  Þessi örlög bíða þúsundanna.  Efnahagsleg borgarastyrjöld framundan sagði maðurinn frá hagsmunasamtökum heimilanna.  Það voru bankaglæpamennirnir sem tóku stöður gegn krónunni, felldur gengið, og gerðu gjaldþrotið sem hleypti öllu í bál og brand. Arfleifð þeirra ætlar ríkisstjórn nýja Íslands að færa borgurum landsins í morgungjöf sem stofnfé nýrra ríkisbanka. Sem flesta og mesta að hætti sósíalista , ekki færri og smærri.

Í stað þess að taka aðeins lán þeirra sem geta borgað sem eignir inní nýju bankana og skilja erlendu lánveitendurna eftir með það sem er tapað eins og skuldin á þennan mann, þá er farin þessi versta leið.  Það á að gera Ísland óbyggilegt með skuldafjötrum á komandi kynslóðir. Rísum heldur upp og segjum sem satt er:  Við þessar fáu hræður getum ekki borgað gjaldþrot glæpamannanna sem voru á heimsskala. Það er ekki hægt að gera Versalasamninga við sigraða þjóð.   Ágætu erlendu lánadrottnar; Þið getið fengið bófana framselda og þið megið eiga flökin af gömlu bönkunum. Annað ekki.

Viðskiptaráðherrann þrumdi aumkunarverður og orðlaus undir ræðum Björns Þorra og Þórðar formanns. Þetta er ólíkt hans gamla og verndaða vinnustað. Þetta er veruleikinn kaldur og grár. 

Svo halda fjölmiðlar að við bíðum einungis eftir fréttum af stjórnarmyndunarviðræðunum, hvað Jóhanna segir og hvað Steingrímur segir um gang viðræðnanna um Evrópubandalagið.

 Málið snýst bara ekkert um það heldur ástandið í landinu sem fer dagversnandi. Umhyggjan var því miður aðeins orðagjálfur um ekki neitt. Það er ekkert til að bjarga með.

Þetta sker í hjartað. Hvað er til ráða ?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Já það sker í hjartað að horfa upp á þetta ráðaleysi

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 4.5.2009 kl. 23:38

2 Smámynd: Sturla Snorrason

Hvað er til ráða Halldór!

Það verður að jafna skuldinni á alla þjóðina, það gerum við með því að hleypa gamla góða verðbólgudraugnum út.

Við frystum eða afnemum verðtrygginguna og látum svo verðbólguna éta upp lánin og sparifé landsmanna.

Þannig mun okkar gamla góða Íslenska króna og verðbólga bjarga okkur og  fjármagnseigundur taka líka á sig skellinn.

100% verðbólga myndi deila þessu nokkuð jafnt. 

Sturla Snorrason, 4.5.2009 kl. 23:41

3 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Góður að vanda Halldór. Ég gat ekki annað en bloggað eins og þú eftir að hafa hlustað á Kastljósþáttinn. Og þetta er útkoman. Við sjálfstæðismennirnir verðum róttækari með hverjum deginum.

Jón Baldur Lorange, 5.5.2009 kl. 00:02

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Það segirðu satt Jón Baldur. þú kemur vel að þessu orðum á þínu bloggi. Þessi orð drottningar áttu vel við ráðherrann þinglausa.

Og Sturla,

Ég sé nú ekki til enda hvernig hér liti út ef við værum ekki með krónuna sem bakhjarl. Draugurinn verður bandamaðurinn í okkar" new deal," það verður einhvernveginn þannig svo hroðalegt sem það er. En okkar þjóðfélag eins og við þekktum það er að hrynja og eins og vor ástsæli forseti orðaði það, -"you aint seen nuthin yet."-því miður.

Halldór Jónsson, 5.5.2009 kl. 07:48

5 Smámynd: Þórir Kjartansson

Ja hérna.  Ef ég væri enn þá sjálfstæðismaður léti ég  lítið fyrir mér fara, forsögunnar vegna.    En kannski er það misskilningur. Þeir sem eyðileggja, vita kannski best hvernig á að laga hlutina aftur.

Þórir Kjartansson, 5.5.2009 kl. 08:42

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þórir, þú ert harður dómari og ranglátur. Sjálfstæðisflokkurinn lagði ekki bankakerfið í rúst. Hans ábyrgð er ekki lítil en þú getur ekki skellt skuldinni á hann.

Baldur Hermannsson, 5.5.2009 kl. 08:49

7 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Þið Halldór og Baldur getið aldrei þvegið það af ykkur að það var ykkar flokkur Sjálfstæðisflokkurinn sem skilur eftir sviðna jörð á Íslandi eftir ráðsmennsku sína í 18 ár, lengst af með hjálp Framsóknar. Versti glæpurinn var þegar bankarnir voru réttir á silfurfati til fjárglæframanna sem höfðu enga reynslu af bankamálum. Hvað munduð þið segja yfir ástandinu í dag ef Samfylkingin væri búin að stýra þjóðarskútunni sl. 18 ár? En nú verða vinstri flokkarnir að mynda öfluga ríkisstjórn til að hreinsa flórinn eftir fjármálsóðana sem nutu sérstakrar velvildar Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar. Það verður bæði erfitt og sáraukafullt fyrir okkur öll en það er kominn tími til að þið Halldór og Baldur farið að læra að skammast ykkar og sýna ögn af auðmýkt og viðurkenna hverjir bera ábyrgðina á hruninu.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 5.5.2009 kl. 09:30

8 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Lánabólur eins og Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn ýttu undir enda alltaf með kreppu, fátækt, misskiptingu auðs, eignaupptöku, eignatilfærslum og jafnvel einnig hruni gjaldmiðils.

Þetta er það sem er að gerast núna!!!  Staðan í þjóðfélaginu í dag er í boði Sjálfstæðismanna.

Það eru ekki til nein hagstjórnartæki sem geta 'núllað' lélega hagstjórn!!

Nú eru heiðarlegir stjórnmálamenn að gera sitt best til að laga hagkerfi sem er nánast stopp.

Það er nauðsynlegt að allir sem eru í vandræðum eða halda að þeir geti lent í vandræðum leiti sér hjálpar strax!  Það eru til úrræði!

Lúðvík Júlíusson, 5.5.2009 kl. 11:36

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sigurður og Lúðvík, umrædd lánabóla (vilji menn kalla fyrirbærið því nafni) er EKKI verk íslenskra stjórnmálaflokka, heldur fyrirbæri í vestrænu fjármálalífi og ég efast um að nokkurt vestrænt samfélag hafi sloppið. Það er þvílík sveitamennska að kenna íhaldi eða framsókn um þetta að maður situr orðlaus andspænis slíkri fáfræði. Þið eruð greinilega báðir vel skrifandi og ættuð þar af leiðandi að kunna að lesa líka. Í guðanna bænum lesið ykkur til áður en þið látið annan eins þvætting út úr ykkur.

Baldur Hermannsson, 5.5.2009 kl. 11:50

10 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Baldur minn, sú skuldsetning heimila og fyrirtækja sem varð hér á landi ýtti undir verðbólgu og eignabólu.  Alveg óháð því hvað gerðist erlendis!!  Ríkisstjórnin heimilaði þetta háa veðhæfi eigna og ýtti þar með undir verðbólgu.  Verðbólga gerir það að verkum að fyrst halda menn að allt sé frábært en svo kemur í ljós að fjármagni hefur verið sóað og hagnaður fyrri ára var í raun aðeins loft.

Ríkisstjórnin ýtti undir gríðarlega erlenda skuldsetningu með peningastefnunni.  Stýrivextir áttu að vera eina vopn Seðlabankans og gengi íslensku krónunnar.  Til þess að draga úr verðbólgunni þá voru stýrivextir hækkaðir.  Við það hækkaði gengi krónunnar þegar erlent lánsfjármagn streymdi inn í landið og um leið streymdu hér inn erlendar neysluvörur.

Menn gáðu ekki að því að hátt gengi dregur ekki úr verðbólgu, það aðeins frestar henni!  Þegar gengið loks féll þá fengum við uppsafnaða verðbólgu í fangið.

Þetta er innlendi hluti kreppunnar.

Það sem gerir okkur erfitt fyrir að koma atvinnulífinu af stað er að nú er kreppa erlendis einnig því þar voru gerð sömu mistök.

(þetta hef ég úr bókum hægri sinnaðra hagfræðinga, og ætti því að vera vel lesinn að þínu mati)

Lúðvík Júlíusson, 5.5.2009 kl. 12:17

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gott Júlíus, ég sé á öllu sem þú lætur frá þér fara að þú ert vel upplýstur maður og rökfastur - og þegar ég hvet þig til að lesa þér til þá er það bara svonefnd hýperbóla af minni hálfu (sbr lánabóla!). En það bara gengur ekki að gera Sjálfstæðisflokkinn íslenska ábyrgan fyrir heimskreppunni. Eftir á að hyggja sjá menn vel hvað þeir hefðu betur gert, en þannig er það alltaf. Það myndi fátt gerast í veröldinni ef menn sæju fyrir afleiðingar gerða sinna.

Mér finnst mestu varða núna að einhenda sér að vandamálum dagsins.

Baldur Hermannsson, 5.5.2009 kl. 12:28

12 Smámynd: Halldór Jónsson

Þórir og Sigurður Grétar,

Þið eruð enn í fortíðarstýringunni. Hver sé sekur með þeim Geir og  Jóhönnu sem voru í gömlu stjórninni sem þið eignið Sjálfstæðisflokknum alfarið af því að Ingibjörg Sólrún segist hafa verið stikkfrí.

Sjá ekki allir hvernig var farið að þessu og hvað gerðist ? Það hefði þurft að bremsa duglega fyrir mörgum árum ef komast hefði át hjá krassinu. En það var bara ekki gert því það gekk svo vel og allir höfðu það gott, líka þið. 

  Ég held að það verði að tala um stöðuna í dag. Mér finnst líklegt að Sigurður Grétar hafi trú á því að Jóhanna og sérdeilis Steingrímur muni draga kanínur úr hatti fljótlega. Ég er hinsvegar ekki viss um að það sé nein kanína í hattinum því það sé hörgull á kanínum. kannski veit Þórir af einhverjum sem hægt er að góma.

En þið vísu menn Baldur og Lúðvík. Hvað finnst ykkur mest aðkallandi að gera ?

Hvernig eigum við að höndla bankakerfið? Eigum við að hafa svona marga ríkisbanka , sem ég kalla nú blanka ? Er ekki alger yfirstærð á fjölda bankamanna á Íslandi ? Margfaldið þá með þúsund og berið saman við Bandaríkin.

Hvað finnst ykkur um nýja neyðarmynt almennings, sem ég kalla kreppuvíxla,  til að koma einhverju smáatvinnulífi  af  stað  í byggingariðnaði sérstaklega ?

Eða eigum við bara að horfa uppí r....... á ríkinu og bíða eftir að það s....  

Halldór Jónsson, 5.5.2009 kl. 13:05

13 Smámynd: Einar H. Björnsson

Halldór- ég tek undir með þér, að það var átakanlegt að horfa á viðtalið við manninn í Kastljósinu í gærkvöldi. Hann var í rauninni að lýsa óstjórn og aðgerðarleysi fyrri ríkisstjórna, sem gerðu fátt annað en að skvetta olíu á eldinn og nú standa menn yfir brunarústunum einum.

Það er allt að því að maður dáist að hugrekki ykkar sjálfstæðismanna að koma fram með þessum hætti - "Efnahagsundrið" var lengst af í boði Sjálfstæðis- og Framsókanarflokks með aðstoð Samfylkingar lokaspölinn á vegferðinni til helvítis.  Þið ættuð auðvitað að hafa vit á því að skammast ykkar og fara með veggjum í stað þess að rífa allt niður sem núverandi stjórn er að gera.

Og hvað gerði fyrrverandi ríkisstjórn til þess að sporna við athöfnum bankabófanna?  Ekki neitt.  Ákvað bara að halda sér fast og gera ekki nokkurn skapaðan hlut - þetta hlyti að reddast eins og venjulega!  Lögðust svo í víking til þess að verja bófana á erlendum vettvangi.

Er ekki kominn tími til þess að þið sjálfstæðismenn farið í naflaskoðun og sýnið svona smá auðmýkt í stað þess hofmóðs sem fram kemur í skrifum ykkar margra?

Einar H. Björnsson, 5.5.2009 kl. 13:08

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

Lúðvík, afsakaðu að ég kallaði þig Júlíus áðan! Hérna er bútur úr frægri ræðu - það er ekki formaður Sjálfstæðisflokksins sem talar heldur formaður breska Verkamannaflokksins. Þú hefur trúlega séð þetta áður - ég birti þennan stúf bara til að hnykkja á þeirri staðreynd sem þú og fleiri vilja ekki horfast í augu við: heimsbyggðin var öllsömun á vegferð sem allir héldu að færi stórfengleg en við sjáum nú að var háskasamleg.

"The better, and in my opinion the correct, modern model of regulation
– the risk based approach - is based on trust in the responsible
company, the engaged employee and the educated consumer, leading
government to focus its attention where it should: no inspection
without justification, no form filling without justification, and no
information requirements without justification, not just a light touch
but a limited touch.
The new model of regulation can be applied not just to regulation of
environment, health and safety and social standards but is being
applied to other areas vital to the success of British business: to
the regulation of financial services and indeed to the administration
of tax. And more than that, we should not only apply the concept of
risk to the enforcement of regulation, but also to the design and
indeed to the decision as to whether to regulate at all."
Speech by the Rt. Hon. Gordon Brown MP, Chancellor of the Exchequer,
at the CBI Annual Conference in London, 28 November 2005

Baldur Hermannsson, 5.5.2009 kl. 15:18

15 Smámynd: Halldór Jónsson

Einar minn Björnsson

Hafðirðu það slæmt á þessum árum ? Dansaðirðu ekki með eða horfðirðu bara aðgerðalaus á Kárahnjúkvirkjun rísa og  þuldir í síbylju: Þetta fer allt til andskotans ? Eða gerðirðu eins og maðurinn og tókst öll lán sem buðust ?

Þú heldur lílklega að heimskreppan sé Sjálfstæðisflokknumað kenna. Hefði hún ekki komið hefði margt orðið öðruvísi.

En verra held ég að það verði þegar þið kommarnir ætlið að fara bjarga einhverju með ráðstjórn. Það hefur aldrei lukkast .

Halldór Jónsson, 5.5.2009 kl. 17:23

16 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Baldur,

að segja að það sé í lagi að gera mistök hér vegna þess að þau voru einnig gerð erlendis er ekki nógu gott.  Þar get ég ekki verið sammála þér.

Ég geri mér alveg grein fyrir því að mistök voru gerð í peningamálum erlendis, en það afsakar ekki öll þau mistök sem voru gerð hér.

Það er aldrei í lagi að vanda sig ekki!

Lúðvík Júlíusson, 5.5.2009 kl. 20:04

17 Smámynd: Þórdís Bachmann

Hvað það er dæmigert að svona fínn og sannur pistill leysist upp (sé leystur upp?) í þrasi um það sem er liðið.

Þú segir: ,,Við þessar fáu hræður getum ekki borgað gjaldþrot glæpamannanna. Það er ekki hægt að gera Versalasamninga við sigraða þjóð. Ágætu erlendu lánadrottnar; Þið getið fengið bófana framselda og þið megið eiga flökin af gömlu bönkunum. Annað ekki."

Gott og vel - nema það að "við" höfum enga rödd - aðra en rödd Gylfa Magg sem fer í lygaferð til New York og rödd Jóhönnu, sem er búin að gera um það díl við bankana að þeir fái að halda húsnæðislánum í 100%. Nema í mínu tilviki eru það um 250%, en hver er að fást um smámuni.

Allir sem vilja, sjá að það er mikið hamast núna, á þeim sem vilja fá leiðréttingu á ráninu, sem á að bæta með blóði undan mínum nöglum. Valinkunnt Samfófólk geysist fram á Eyjarblogginu sínu, með siðferðislega yfirburði og nettar hótanir. Það ætlar sko að borga SÍNAR skuldir og það ætlar sko að sitja við árar galeiðunnar áfram, því þegar við verðum aftur Draumalandið og hættum að vera Þrælaeyjan, þá fá þeir sko ekki að vera með sem stungu af.

Það eru 180.000 manns sem halda þessum pakka hérna gangandi. Hvernig væri að fatta að hver og einn þeirra skiptir máli fyrir "endurreisnina". Fyrir hvern sem fer, eða gefst upp, tapast tvö afleidd störf. Þá er ekkert spurt hvern þessi aðili sem fór - eða gafst upp - studdi í kosningum. Segi ég, þótt ég skilji ekki að nokkur maður hafi látið sér detta í hug að kjósa sama fólkið og búið var að segja FYRIR kosningar, að það yrði ekkert gert fyrir heimilin - því ÞÁ færi efnahagslífið hérna á hliðina. Ekki vegna þess að þjófum var afhentur lykillinn að forðabúrinu. Ekki vegna þess að þetta sama fólk og hefur yfirburði á þingi núna, lét kaupa sig til þess að sitja þegjandi hjá og kom þar að auki í veg fyrir - kemur enn í veg fyrir - að þeir ábyrgu verði látnir gjalda. Nei, pöbullinn er alltaf skemmtilegasta fórnardýrið - þessi ómálga, vanmáttugi pöbull, sem í mesta lagi getur steytt hnefann og þóst ætla að hætta að borga. Hvílík skelfing! Hvílík hneisa! Hvílík ofboðsleg sorg.

Þórdís Bachmann, 5.5.2009 kl. 22:34

18 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég ætla ekki að lýsa yfir meiri áróðri á fyrri ríkisstjórn. það er niðurdrepandi og neikvætt og hjálpar ekki í stöðunni. Nú væri gott að stjórnin hlustaði á fólkið í landinu og notaði vald sitt til að setja á einhverskonar neyðarlög til að bjarga því sem bjargað verður og þar skipta börnin, gamalmenni og sjúklingar sem enga björg sér geta veitt  í stöðunni. Verða bara að taka því sem að þeim er rétt. þetta fólk getur ekki einu sinni komið sér til fjölskylduhjálparinnar eftir mat einu sinni í viku. Svo er það þeir sem sitja uppi með okurlánin. þeir verða bara að fá frest sem ekki geta borgað. Get ekki hugsað til þess að ofan á alla neyðina sem fyrir er að fjölskyldum verði tvístrað. það er það alvarlegasta sem hægt er að hugsa sér.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.5.2009 kl. 07:09

19 Smámynd: Halldór Jónsson

Það kom nú einn með þá spurnigu:

Hvar var konan og móðir barnanna ?

Hvað gerir hún ?

Keyrir hún ekki hinn bílinn ?

Var hún hálaunamanneskja ?

Halldór Jónsson, 6.5.2009 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband