6.5.2009 | 00:07
Bankakerfið og -pí-lögmál Halldórs.
Á Íslandi eru um 5000 bankastarfsmenn sem veita þjónustu í eitthvað 150 útibúum. Í Bandaríkjunum voru bankastarfsmenn um 1.8 milljón árið 2004 og störfuðu í tæplega 88 þúsund útibúum. Ég geri ráð fyrir að störfum hafi ekki fjölgað og að útibúum hafi frekar fækkað í Bandaríkjunum á síðustu og verstu tímum.
Það er einfalt að margfalda þessar bandarísku tölur með þúsund til þess að sjá að það er eitthvað rotið í Danaveldi eins og Hamlet hefði orðað það. Bankastarfsmenn á Íslandi eru nærri þrisvar sinnum of margir og útibúin eru helmingi of mörg ef maður mætti nota gömlu góðu "miðað við fólksfjölda" regluna .
Miðað við pí-lögmálið mitt þá er það nærri því að gilda um fjölda bankastarfsmanna okkar á móti Bandaríkjunum. En pí-lögmál Halldórs hljóðaði þannig, að allt væri pí-sinnum dýrara á Íslandi en í USA. Nema brennivín sem er hér meira en tvö-pí sinnum dýrara hér en þar. Þetta getur sveiflast til innan skemmri tímabila, þegar mikið gengur á í gengismálum. En til lengri tíma litið þá gildir þetta lögmál nokkuð vel sem viðmiðunarregla við meðalaðstæður.
Íslendingar eru líklega svona miklu meiri fjármálaþrjótar en Kanar að það þurfi pí sinnum meira mannafl til að rukka menn hérlendis en þarlendis. Meðalkaup bankastarfsmanna í USA var 68 þúsund dollarar árið 2006. Þá tóku yfirséníin í Kaupþingi sér tæpa milljón dollara á mánuði í laun og kaupauka, af því þeir voru svo klárir að þeirra jafningjar fundust hvergi á jarðkúlunni. Fimmtán manna makar voru jafnvel óþekktir í Hellismannasögu þar sem fjögramaki var efstur heljarmenna.
Ekki er við að búast að þessar tölur breytist við þá allsherjar ríkisvæðingu bankakerfisins sem nú er hafin undir nýrri ráðstjórn Alþýðulýðveldisins Íslands.
(Það vita allir að pí er nálægt 22/7 er það ekki ?)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Góður pistill hjá þér Halldór eins og alltaf.
Það er eitt annað sem gaman væri að einhver skoðaði. Hvernig er með lánin sem bankarnir lánuðu fólki til íbúðarkaupa og annars. Hverjir eiga þessi lán núna. Voru bankarnir ekki búnir að setja þessi lán sem tryggingar til erlendra banka. Lenda kanski íslenskir íbúðaeigendur í því eftir nokkur ár að erlendir bankar koma og krefja þá um greiðslu á láni sem fólk er þegar búið að borga til gjaldþrota banka.
Sigurjón Jónsson, 6.5.2009 kl. 10:08
Stóru ríkin hafa alltaf stærðarhagkvæmni sem við náum aldrei. Ég held þú gætir tekið nokkurn veginn alla þætti íslensks samfélags, borið þá saman við Bandaríkin og komist að því að á Íslandi ættu að vera 3-4 meðalstórar matvörubúðir, 5 sjoppur, 10 hárgreiðslustofur og einn banki með 2-3 útibúum.
Þú gætir líka skoðað hina hliðina, þ.e. hvað við ættum að vera að gefa út margar bækur eða tónlistardiska á ári miðað við sama hlutfall og annars staðar. Hvað ættu að vera hér margar sinfóníuhljómsveitir o.s.fr.v. Mjög oft erum við úr öllum takti við það sem almennt gerist sem ýmist er gott eða slæmt eftir eðli máls.
Við erum bara svona öfga-action-vertíðarþjóð og það er líklega það sem gerir okkur svolítið skemmtileg en jafnframt svolítið skrítin. Við tókum hæstu uppsveifluna (líklega að Dubai undanskyldu) og tökum líklega dýpstu niðursveifluna. Hér er aldrei lognmolla, hvort sem það er í veðurfarslegu tilliti eða félagslegu.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 6.5.2009 kl. 14:01
Eitthvað nálægt 3,14. Sumir hafa gaman af hafa einkanúmer á bílunum sínum. Flóran orðin nokkuð skrautleg í þeim efnum. Í reglugerðinni er tekið fram að þau megi ekki innihalda neitt dónalegt. Ég heyrði þó um daginn að eitt númerið væri 22/7KA. Þetta er að sjálfsögðu hroðalega dónó og það ætti að taka skráningarmennina og refsa þeir harðlega.
Sigurður Sveinsson, 6.5.2009 kl. 14:45
Ja Sigurjón
Nú er ég ekki klár á köttinn. En ef það fer eins og sumir tala um, að skilja vafapappírana eftir í þrotabúunum þá getur þetta skeð. Við verðum að breyta þessum gjaldþrotalögum okkar strax svo að fólk eigi yfirleitt viðreisnarvon sem lendir í hamförunum.Ég var að andskotast í þessu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og mér fannst tekið undir þetta. En það var vist skakkur flokkur til að röfla í.
Skemmtileg greining hjá þér Sigurður Viktor, við erum um margt sérstakir, En af hverju þurfum við að borga jafnmikið fyrir benzínpottinn og Kaninn fyrir gallónið. Er það ekki líka pí ?
Sigurður, er þetta virkilega satt ? Eitursnjallt hjá viðkomandi ef hann komst í gegnum nálaraugað með þetta.
Halldór Jónsson, 6.5.2009 kl. 17:46
Kannski er það vegna þess að í USA er hægt að skila inn veðinu og vera þarmeð laus allra mála, meðan að hér er hægt að ráða fólk í að elta mann til dauðadags ef lánin vaxa umfram veð og greiðslugetu.
Héðinn Björnsson, 8.5.2009 kl. 00:23
Einmitt Héðinn,
Það er þetta sem verður að breytast hérna.
Það er bí bí og ga ga að fólk sem skuldar segjum 40 milljónir í gengisláni og missir hana í hendur bankans fyrir 10 milljónir því enginn anar býður á uppboðinu.
Þetta fólk skuli til æviloka vera eltt fyrir hinar 30 milljónirnar, þó að þó geri sig gjaldþrota við uppboðið.
Halldór Jónsson, 8.5.2009 kl. 08:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.