Leita í fréttum mbl.is

Er sama hvernig er spurt ?

Eðalkratinn vinur minn var hróðugur í sundlaugunum í morgun. Þarna sérðu, meirihlutinn vill fara í aðildarviðræður. Til hvers spurði ég ? Til þess að vita hvað er í boði  sagði hann. Já en liggur það ekki fyrir spurði ég. Nei sagði hann.

Ef spurt væri:

1. Viltu fara í aðildarviðræður í þeim einlæga tilgangi að ganga inní Evrópusambandið með þeim kostum og göllum sem bjóðast ?

 en ekki

2 Viltu fara í aðildarviðræður við Evrópusambandið ?

Þá held ég að svarhlutfallið yrði ekki það sama og nú var um spurt.

Ef spurt væri :

3. Viltu fara í Evrópusamabandið og taka upp evru ?

4. Viltu fara í Evrópusambandið og hafa krónuna ?

5. Viltu ekki fara í Evrópusambandið en taka upp Evru ?

6. Viltu ekki fara í  Evrópusambandið  og hafa krónuna ?

7. Viltu ekki fara í Evrópusambandið en taka upp dollar ? 

Hvernig myndi fólk svara ?

Ég held að margt fólk sé svo langþreytt á getuleysi íslenzkra stjórnmálamanna að það taki hvert hálmstrá  sem býðst til þess að fá aðra stjórnendur að borðinu. Það skýrir afstöðu margra.

Aðrir vilja fara í  viðræður eins og eðalkratinn minn til þess að sjá hvað er í boði.

Enn aðrir segja að heyra megi maður erkibiskups boðskap og eru ákveðnir að hafa hann að engu ef svo beri undir. Fara í viðræður í ábyrgðarlausum hálfkæringi að því er mér finnst.

Svo eru hinir sannfærðu og ákveðnu.

Verðum við ekki að byrja á því að vera heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og Evrópubandalaginu ?

Enn er spurt.

1. Viltu afnema kvótann ?

Margir segja nei.

2. Viltu innkalla kvótann í áföngum ?

Færri segja nei.

Útgerðarmenn segjast fara á hausinn ef þeir missa 5 % árlega af kvótanum. Líklega reikna þeir þá með því að þurfa að borga ríkinu fullt leiguverð fyrir hver 5 %.

En ef þeir þurfa ekki að borga neitt fyrir leiguna á fyriningartímanum og mega veiða sama hlutfall og þeir höfðu  í 20 ár. ? Er þá ekki jafnstaða fyrir þá og var þegar kvótakerfið var sett á ? Þjóðin á fiskinn og þeir veiða.

Hver hefur tapað ? Bankarnir hafa tapað veðunum sínum í þorskinum sem syndir í sjónum. Þorskurinn verður frjáls þorskur og veðbandalaus.

Bankarnir hafa þá 20 ár til að rukka inn skuldir útgerðarinnar. Skyldi það verða hægt ?

Ef ég spyrði Reynir Traustason ritstjóra : Reynir , ertu hættur að smygla kókaíni ? Svaraðu já eða nei.

Ertu hættur að berja konuna þína ? Svaraðu já eða nei.

Það er eki sama hvernig er spurt ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Vonandi hafið þið félagarnir farið sáttir úr heita pottinum. Hárrétt mat hjá þér að það er ekki sama epli og appelsína. Þessa vegna skiptir öllu hvernig spurningin er orðuð þegar kemur að því að þjóðin segi álit sitt eða þingið.  

Jón Baldur Lorange, 7.5.2009 kl. 20:29

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hversu margir þeirra 64% sem sögðust styðja aðildarviðræður vita að til þess að hefja þær viðræður þarf fyrst að vera búið að sækja um aðild?

Árni Gunnarsson, 7.5.2009 kl. 22:03

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Jón Baldur, ég vissi ekki það sem Árni Gunnarsson segir að maður sæki um aðildina fyrst.  Ég held að það hljóti að vera margir jafnvitlausir og ég. Ég hélt að maður væri að biðja um að fara inn í leikhúsið sem áhorfandi með viðræðum, ekki að kaupa miða.

Ég segi nú fyrir mig, að laglega hef ég misskilið þetta með aðildarviðræðurnar. Er þetta örugglega rétt Árni ?

Halldór Jónsson, 7.5.2009 kl. 22:11

4 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Það er alveg ljóst að til þess að hefja aðildarviðræður við ESB þá þarf að leggja inn umsókn um aðild að sambandinu. Það er þetta ,,blað" sem Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur og helsti sérfræðingur fjölmiðla um ESB, sagði að sendiherra okkar í Brussel gæti skotist með yfir torgið í Brussel og afhent framkvæmdastjórn ESB.

Þetta er ástæðan fyrir því að Heimsýn hefur lagt til að hafnar verði fyrst könnunarviðræður við ESB áður en lögð er inn umsókn um formleg aðild að ESB. Það virðast nefnilega ekki allir átta sig á að þessu atriði þ.e.a.s. að það er ábyrgðarhlutur að sækja um aðild að ESB sem er sem sagt við leggja inn aðildarumsókn frá ríkisstjórn Íslands. Þá fyrst getur framkvæmdastjórnin hafið viðræður við fulltrúa íslenskra stjórnvalda að því gefnu að við uppfyllum Kaupmannarhafnarskilyrðin svokölluðu.

Jón Baldur Lorange, 7.5.2009 kl. 23:05

5 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki þessa áráttu fjölmiðla og Samfylkingar, að sannfæra okkur um að við verðum að ganga í ESB. Það vita allir að við höfum alla kosti ESB með EES samningnum, nema stöðugan gjaldeyri, og þar með lægri vexti. Þetta er kjarni málsinns og því ætti að spyrja í skoðanakönnunum. "Hvort viltu ganga í ESB og taka upp evru eða halda EES samningnum og taka upp stöðugan gjaldeyri" Mig grunar að flestir velji seinni kostinn.

Sigurjón Jónsson, 8.5.2009 kl. 09:59

6 Smámynd: Björn Emilsson

Er ekki svolítið skondið að á sama tíma og þetta ESB rugl á sér stað, er Island að undirrita viðskiptasamband við Kanada sem EFTA land. Getur það verið byrjun á aðild EFTA að NAFTA, eða upptöku dollars?

Ég bið vísa menn að ræða málið og upplýsa fólk hvað hér er á ferð.Hvet menn til umræðna.

Norður Atlantshafið og norður slóðir eru tvímælalaust verðmætasta landssvæði í heiminum. Þegar komið fram að er það svæði sem hrakað mannkyn kemur til með að lifa af breytingar sem eru að eiga sér stað. Ekki að furða að hnignandi ESB veldi líti með ágirndaraugum í norðurátt.

Björn Emilsson, 8.5.2009 kl. 13:37

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Sælir Jón Baldur, Sigurbjörn og  Björn Emilsson

Ég vil elska mitt land sungu þeir í gamla daga. Ég held að Íslandi sé best borgið sem frjálsu og fullvalda ríki eins og Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður til. Þannig hef ég skilð þann flokk og þannig kom hann mér fyrir sjónir á síðasta landsfundi. Benedikt Jóhannesson sætti sig ekki við það að verða undir og er genginn í lið með Hallgrími Helgasyni í Sammála.is.

Stöðugur gjaldmiðill er hugarástand og sjálfsagi. Það eru tilræði innlendra  spellvirkjahópa sem hafa farið svona með krónuna okkar. Við hinir gefum alltaf eftir.  Héldu þeir uppteknum hætti í evrusamfélagi yrði afleiðingin evrópskar atvinnuleysistölur, 10-20 %- VIÐVARANDI.

Við Íslendingar stöndum Evrópubúum miklu framar. Við erum miklu dýnamiskari, framfarasinnaðri og fríþenkjandi en evrópskir bjór-og vínþambarar. Sjáið bara hversu miklu  fljótari við vorum  að tileinka okkur nýja tækni eins og gsm,tölvur og netið. Það var ekki til ein jarðýta í Danmörku 1945 að ég hef best frétt. Við erum miklu líkari Ameríkönum en Evrópubúum, þá meina ég ekki þann hluta sem Jay-walking sýnir okkur. 

Evrópubúinn er upp til hópa hunduþúfulið, sem rennur aldrei saman í eitt þjóðríki. Látum þá eiga sig. Við erum miklu betur settir án þeirra.

Halldór Jónsson, 8.5.2009 kl. 21:09

8 Smámynd: Björn Emilsson

Blessaður Halldór,

Sammála. Það er kerfið í Evrópu sem dregur allt niður. Eg hef búið beggja megin Atlantsála mest allt mitt líf. Get því

gert samanburð. Það er eins og íslendingar haldi að þeirra bíði eilíft sæluríki í ESB, þar sem menn sitja bara á gangstéttar veitingahúsum og njóta góðra veiga áhyggjulausir, ´kerfið borgar fyrir mig.´

Bandaríkin eru öðruvísi. Ef þú stendur þig, kemstu þangað sem þú vilt. Íslendingar hafa sýnt það í verki hverjir þeir eru, að byggja upp velferðarríki á örfáum árum, með öllum stofnunum tilheyrandi, meir að segja sinfóníuhljómsveit. Það hefur engin þjóð gert betur.

Auðvitað með Sjálfstæðiðsflokkinn í broddi fylkingar.

Björn Emilsson, 8.5.2009 kl. 23:28

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir Björn, það er hressandi að hitta mann sem ekki skammast sín fyrir flokkinn sinn. Sendu mér póst á halldorj@vortex.is og segðu mér deili á þér, ég þekki nefnilega alnafna þinn og ég held að þú sért ekki hann eða hvað ? 

Halldór Jónsson, 8.5.2009 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 68
  • Frá upphafi: 3418293

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband