Leita í fréttum mbl.is

Ég vil ekki borga þetta !

Íslenska ríkið þarf ekki að byrja að greiða af höfuðstól láns sem Bretar veita vegna Icesave deilurnar fyrr en eftir sjö ár. Á þeim tíma þarf þó að greiða vexti af skuldabréfi. Heildarskuldbindingar Íslands vegna Icesave verða 650 milljarðar króna og vextirnir 5,5% á ári, samkvæmt heimildum mbl.is.

Þetta er það sem fjármálasnillingurinn Svavar Gestsson er bíunn að semja um í Bretlandi fyrir mína hönd. Hvað er svo næst ? Hollan, Þýzkaland ?

Segjum Bretum og Gordon Brown, sem er enn með okkur á hryðjuverkalista, að f...off Við sem þjóð borgum ekki af því að við getum það ekki. Það er svo einfalt.Rukki þeir glæpamennina sem gerðu þetta. Þeir ættu að eiga nægar leyniþjónustur til að senda 007 á eftir þeim og "snatcha"  þá  og rukka.

Ég vil ekki borga þetta ! Og heldur ekki framhaldið, 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Eru ekki 5,5% vextir af 650 milljörðum 36 milljarðar? Þurfum við að greiða 36 milljarða á ári næstu sjö árin í vexti, eða samtals 250 milljarða næstu sjö árin í vexti áður en við byrjum að greiða niður höfuðstólinn ???

Ágúst H Bjarnason, 5.6.2009 kl. 14:51

2 identicon

Einmitt á meðan vextir eru 0% í Evrópu þá fáum við 5,5%!!!! hvernig í ósköpunum getur þetta talist farsæl lending.....Fyrir 36 milljarða er hægt að reka LSH.....eigum ekki og getum ekki greitt skuldir útrásarníðinga.

Karen Elísabet Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 17:40

3 identicon

Þetta er fáránlegt, vildi frekar leyfa Ríkilögreglustjóra fá sem næmi 1 árs vaxtabyrði til hundelta þessa drullusokka sem SKULDA þetta.

Líka hvaða þvílíka vitleysa er þetta að vera með í að semja  fyrir okkur, Svavar Gestsson kommatitt sem aldrei hefur difið hendi kalt vatn, verið á opinberu framfæri alla sína kommúnista ævi. Það ætti að rannsaka þann mann og gera upp hans fortíð í AUSTUR Þýskalandi.

Nei við eigum ekki að borga, vegna þess að við getum ekki borgað.

Hver man eftir því að hafa skrifað upp á rikisábyrgð fyrir útrásarvíkingana???

Gerði það einhver??

Pétur Halldórsson (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 18:17

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Maður sem ég þekki vel er nýbúinn að taka óverðtryggt langtímalán í Englandi.  Vextir eru 2,2%, eða 1,7% yfir stýrivöxtum sem eru 0,5%.

Þetta eru meira en helmingi betri kjör en íslenska ríkið fær. Munar svona hér um bil 22 milljörðum á ári. Þessi maður hefur vissulega miklu meira fjármálavit en ríkisstjórn íslands.

Ágúst H Bjarnason, 5.6.2009 kl. 20:52

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Sæll frændi Ágúst

Ég hélt að Svavar Gestsson hefði verið valinn til formennsku í samninganefndinni vegna rómaðrar þekkingar  í fjármálaviðskiptum. Hann hefur bara ekki fengið að vita um þetta fyrr en eftir hann skrifaði undir. Enda hvaða reisn er í því að skrifa undir einhverja lítilmótlega vexti þegar býður þjóðarsómi og Skallagrímur.

Enda er ódámurinn Brown áreiðanlega hinn mesti ugluspegill og hefur logið Svavar okkar fullan. En allir vita að Svavar er hrekklaus maður á alþjóðasviðinu og umtalsfrómur. Til dæmis trúði hann aldrei þessum ljótu sögum sem íhaldið var að dreifa um Djúgasvíli og Ulbricht. Ekki uppnæmur fyrir smámunum hann Svavar okkar og stefnufastur svo af ber.

Halldór Jónsson, 5.6.2009 kl. 22:50

6 Smámynd: Halldór Jónsson

En Karen, hvað eru ein ársútgjöld Landspítalans miðað við það að gera Gordon Brown ánægðan með að sleppa við Icesave. Stórdiplómatí hins margreynda fjármálamanns Svavars Gestssonar.

Pétur minn, þetta var allt í plati hjá Bjöggunum og Sigga Einars, Þeir búa jú í London og hafa það fínt. Þeir vissu allan tíman að þeir myndu ekki borga heldur við. Betra fyrir okkur að fara ekki til London sem Íslendingar

Halldór Jónsson, 5.6.2009 kl. 22:54

7 identicon

Þetta kusu íslendingar yfir sig.

Oddur Eysteinn Friðriksson (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 23:38

8 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Það er ekki fyndið að lesa hvernig menn blogga um þessi mál. Einsog menn viti ekki að samningsaðstaða okkar er lík núll. Það myndi ekki verða uppi fótur og fit í henni veröld ef að bretar lokuðu þessari sjoppu með einu pennastriki, Í alvöru talað við erum með allt niður um okkur. Við verðum að byrja frá grunni.

Mér finnst auðvitað ekkert gott að þurfa að borga þessar skuldbindingar, en við eigum ekkert annað úrræði. Þeir sem hafa ekkert lánstraust fá háa vaxtarbyrði. Til viðbótar notum við mynt sem ekki getur staðið undir erlendum greiðlsum. Það er okkur sjálfum bara að kenna.

íslendingar eru engin undantekning og eiga ekki að skilið að fá samninga sem fjármálaumhverfið skilur sem afslátt. Ég bað ekki um að íslendingar bökkuðu upp þessa fjárglæfrabjálfa sem þeir svo sannarlega gerðu. Að sama þjóð verði að greiða fyrir heimsku sína er bara alveg eins og það á að vera í réttlátum heimi.

Hættið að leika fórnarlömbin sem við erum ekki. Við létum reka okkur alla leið fram af hengifluginu einso tryllt stóð í þokuvillu. Reynið að standa uppi einsog hugsandi fólk og læra eitthvað af þessum hrikalegu óförum. Það er það eina sem er gagnlegt í stöðunni. Það er alveg sama hvaða ríkisstjórn hefði átt í hlut. Eitthvað mjög nálægt þessu eru þeir samningar sem bjóðast.

Gísli Ingvarsson, 6.6.2009 kl. 00:02

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Samfylkingin hedur að þetta hjálpi henni að komast í ESB.

Þessi óbilgirni Breta sýnir enn og aftur hvað bíður okkar  ef við færum  þarna inn 

Sigurður Þórðarson, 6.6.2009 kl. 01:34

10 identicon

Gísli: Þetta er rangt hjá þér með samningsstöðuna.

Úr því að menn ætla á annað borð að borga þetta þá er samningstaðan mjög góð. Það er Bretum og ESB nauðsynlegt að ekki sé óvissa um gildi innistæðutrygginga og þar sem Íslendingar eiga þann möguleika í bakhöndinni að fara fyrir dómstóla þá hefðu menn átt að geta náð mjög hagstæðum samningum.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 02:10

11 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Hans: Ef samningsaðstaða okkar er góð þá væri þetta ekkert mál. Ég skil ekki hvernig menn geta sagt þetta. Að hnýta saman Bretum og ESB sem sambærilegra málsaðila er líka rangt. ESB er ekki aðili að þessum samningum. Hinsvegar verður að taka tillit til regla ESB þegar samið er. Bretar og Hollendingar eru samningsaðilar og það vill til að þeir eru í ESB og við eiginlega líka að nokkru leyti. Þetta eru semsagt millríkjasamningar en ekki samningar við yfirþjóðlegt samband. Hafa þetta á hreinu. Íslendingar eru gjaldþrota einsog hægt er að tala um gjalþrot þjóða sem ekki eru gerðar upp eða herteknar. Ef við hefðum dregið fram á haustið að semja þá hefði ríkisstjórnin ekki geta lagt fram nein marktæk plön um endurskipulagningu ríkisfjármála. Við erum í tímahraki frekar en Bretar og Hollendingar. Ef við semjum ekki þá verður viðskiptaþvinganaskrúfan hert og á því höfum við ekki efni.

Gísli Ingvarsson, 6.6.2009 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband