Leita í fréttum mbl.is

Landið er fagurt og frítt, en fólkið....

Munið þið sem eldri eruð eftir þessum kviðlingi ? Kannski var hann meira tengdur pólitísku sálarástandi en raunverulegum skoðunum skáldsins. Því við erum jú öll skyld í Jóni Arasyni í það minnsta. 

Núna stendur þjóðarblómið mitt í blóma. Bláar breiður Alaskalúpínunnar, sem eldhuginn hann Hákon Bjarnason, gamli skógræktarstjórinn okkar,  kom upphaflega með í vestisvasanum frá Alaska 1945, þekja áður örfoka holtin í kringum höfuðborgina.  Er það ekki dæmigert að Ingibjörg Sólrún og fleiri "náttúrufriðunarsinnar og niðurrifsöfl  " skyldu vilja láta rífa hana upp með rótum og eyða henni.  Hún var ekki þjóðleg jurt frekar en barrtrén á Þingvöllum.  Þar komu í ljós hver voru hin raunverulegu viðhorf vinstra fólksins  til innflytjenda. Þvert á hástemmdar yfirlýsingar um annað ef aðrir kynstofnar en íslenzkir áttu í hlut. Annar innflytjandi á snærum Hákonar var Sitka-grenið. Það bjóðast ekki einu sinni vinstrimenn til þess að rífa það upp úr hátign sinni þar sem það gnæfir uppúr görðum höfuðborgarsvæðisins og raunar svo víða um allar sveitir landsins. Nema á Þingvöllum reyna stöku þjóðernissinnar að granda þeim enn þann dag í dag.      

Engin jurt hefur samt gert meira kraftaverk í íslenskri  náttúru en þessi innflytjandi,-Alaskalúpínan.Hún hefur bundið eyðisanda  sem áður eirðu engu og breytt þeim í gróðurlendi. Hún bylgjast í bláum breiðum landið og bætir mannlífið hvar sem hún kemur. Í skjóli hennar vaxa upp nýir skógar eins og skáldin sáu fyrir sér fyrir meira en hundrað árum. Hún á skilið fremur en nokkur önnur lilja valarins að bera sæmdarheitið þjóðarblóm Íslands.  Landið batnar fyrir hennar fulltingi og fólkið ætti að verða hamingjusamara af hennar völdum. 

Í ljósi þess hversu landið okkar er að verða frítt í þessum sumarskrúða , þá spyr maður sig hvort fólkið fylgi með ?    Eða hvort gamli kviðlingurinn eigi enn við ?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband