Leita í fréttum mbl.is

"Nennti ekki að liggja yfir þessu lengur. "

var haft eftir Svavari Gestsyni varðandi lok samningsin um Icesave.

Elvira Mendes Pinedo er doktor í Evrópurétti. Hún nefnir nokkur atriði sem vert er fyrir Svavar að skoða, -ef hann þá nennir.

7. Samningarnir sem nú hafa verið kynntir við Bretland og Holland eru alþjóðlegir viðskiptasamningar sem eru mjög í hag lánveitenda og endurspegla vantraust gagnvart Íslandi (löggjafar-, framkvæmdar- og dómsvaldi). Frá sjónarhóli ESB/EES réttar eru þessir samningar mjög umdeilanlegir.

8. Þar sem ESB veitir fjárhagsaðstoð til ríkja sem eiga í erfiðleikum (bæði aðildarríkja og ríkja utan sambandsins) á höfundur þessarrar skýrslu erfitt með að skilja hvers vegna Ísland á ekki í samningaviðræðum við ESB um lausn málsins. Alþingi ætti að óska eftir lögfræðilegum og stjórnmálalegum skýringum frá ríkisstjórninni.

9. ESB hefur veitt þriðju ríkjunum alþjóðlega fjárhagsaðstoð þegar um er að ræða verulegan halla á greiðslujöfnuði. Þá hefur ESB ennfremur stofnað sjóð sem nefnist Guarantee Fund for External Actions sem tekur að sér að axla ábyrgð er ríki lenda í vanskilum eftir að hafa fengið lán frá ESB og sjá sér ekki fært að verða að fullu við skuldbindingum sínum. Ísland ætti að óska eftir áþekkri meðferð frá ESB.

10. Ákvæði í samningnum sem kynntur hefur verið eru mjög gagnrýniverð. Þau staðfesta valdsvið dómstóla Bretlands til að fjalla um deilur varðandi samninginn og til að framfylgja ákvæðum samningsins ef um vanrækslu verður að ræða. Í honum er fallið frá friðhelgi á grundvelli fullveldis varðandi íslenskar eignir. Þessi ákvæði samræmast ekki þeim stöðlum sem tíðkast í Evrópurétti (t.d. lán þau sem ESB hefur boðið Lettlandi og Ungverjalandi). Ef Íslandi reynist ókleyft að standa undir skuldum samkvæmt samningum ættu að vera fyrir hendi áform um aðstoð og um nýjar samningaviðræður eða frest. Allur ágreiningur varðandi  framkvæmd samningsins ætti að vera borinn undir Evrópudómstólinn skv. ESB/EES rétti. Afsal friðhelgis á grundvelli fullveldis varðandi eignir er ekki til staðar í öðrum ESB samningum.

Auðvitað er leiðinlegt fyrir upptekna menn að liggja yfir svona smáatriðum þegar menn eru búnir að boða "glæsilega niðurstöðu."

Nennum við nokkuð að liggja yfir þessu lengur ?  Skrifum bara undir svo við getum sótt um inngöngu í ESB.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Sumir eru vanir því að aðrir borgi reikninga  fyrir þá frá fæðingu. Of góð langtíma lánskjör vinna gegn sjálfbjargar viðleitni. Engin veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. En jöfn tækifæri einstaklinganna hafa verið á undanhaldi síðustu áratugi og sjálfstæðum rekstraaðilum hefur fækkað í nafni hagstjórnar fárra. 

Er forræðishyggjan og yfirbygging á Íslandi ekki nógu stór þó Miðstýringunni í Brussel sé bætt 100% ofná. Ekkert fæst ókeypis. Hafa menn kynnt sér hefðbundna forgangsröðun á meginlandi Evrópu og halda þeir að hún hafi mikið breyst í tímans rás?

Út á hvað gengur samkeppni elítanna í EU? Svarar kannski öllu því sem skiptir máli í heimi skrifræðis og ofurstéttaskiptingar með hefðbundnum stöðuleika markmiðum eftir að fullkomnun er náð?   

Júlíus Björnsson, 7.7.2009 kl. 18:15

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Svo er nú eitt í þessu, Halldór. Svavar hefur verið sendiherra á Norðurlöndunum, en ekki í enskumælandi landi. Því er spurning hvort hann misskildi ekki hlutverk sitt og fór í þetta með hugarfarinu "I save" Iceland...!!! Við eigum nefnilega að semja við útlendinga á íslensku til að fyrirbyggja allan svona misskilning. Þeir geta ráðið sér túlka og þýðendur til að snúa textanum á það mál sem þeir skilja. Annars verður alltaf hætta á því að við misskiljum viðsemjendur okkar og það er miklu betra að misskilningurinn liggi þeirra megin. Þetta er bara hluti af samningatækni sem við eigum að temja okkur. Og þó Indriði Þ. hafi stundað það í áratugi að fara með samningsumboð ríkisins gagnvart launþegum þess, þá er ekki sjálfsagt að sú samningatækni sem notuð er þar gildi í alþjóðlegum samningum.

Ómar Bjarki Smárason, 7.7.2009 kl. 22:06

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þar tekur örugglega mörg ár að sanka að sér sérstökum lagmerkingum Bresks orðaforða. Enda tryggir hann bresku lögfræðingum tekjur.

Menntaskólanemar Í Frakklandi þurfa að hafa grunn í textarýni. Rökin með og rökin á móti gefa niðurstöðuna. Horfa framhjá hlutum sem koma megin málinu ekki við  til að draga réttar ályktanir. Svo eru til skilgreiningar á hlutlausum úrdrætti og samtekt.

Ísland kappræðnanna er ekki siðmenntað að þessu leyti upp í topp. 

Júlíus Björnsson, 7.7.2009 kl. 22:21

4 Smámynd: Elle_

Alþingi ætti að krefjast lögfræðilegra og stjórnmálalegra skýringa af ríkisstjórninni.  Alþingi ætti líka að krefjast þess að unnið sé af afli bæði erlendis og innanlands fyrir Ísland.  Kannski svipað og Hollensk yfirvöld gerðu fyrir Holland:http://andrigeir.blog.is/blog/andrigeir/entry/884007/
Íslenska ríkisstjórnin lætur kúga okkur með Icesave og hljóta að vera með óhæft og óvant fólk vinnandi gegn okkur en ekki fyrir. 

Elle_, 9.7.2009 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 3420152

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband