11.7.2009 | 22:21
Mig vantar leiðtoga !
Mig vantar leiðtoga !
Mig vantar leiðtoga, sem segir við heiminn hingað og ekki lengra !
Þjóð okkar er í nauðum. Fjármálakerfi hennar er hrunið. Við verðum að grípa til örþrifaráða varðandi fjármálaviðskipti við umheiminn. Þeir sem ekki eru vinir okkar eru óvinir okkar. Við verðum að komast af án þeirra.
Við munum ekkert greiða af erlendum skuldum landsins nema það sem við getum og teljum nauðsynlegt hverju sinni. Við getum ekki greitt erlendar skuldir óreiðumanna, til þess skortir okkur afl. Við getum ekki og viljum ekki veðsetja framtíð hins óborna jóðs.
Í hundrað áratugi þraukaði þetta fólk sem nú er hnípið við hið yzta haf. Stundum lá við að náttúruhamfarir, drepsóttir eða hörmungar af mannavöldum myndi slökkva hin síðasta lífsneista á landinu. Kjarkur þjóðarinnar og lífsvilji lá í dvala um dimmar aldir. En hún braust þó áfram í þeirri trú að á morgni nýrrar aldar myndi hún aftur upp rísa og menningin vaxa í lundi nýrra skóga.
Skógarnir hafa margfaldast og innviðir þjóðarinnar hafa styrkst. En þjóðin hefur sundrast og misréttið hefur margfaldast. Fáir menn hafa leikið hina mörgu grátt. Þeir hafa tekið eyri ekkjunnar til sín og sóað honum í fjárhættuspilum um víða veröld. Þeir hafa lagt það land sem við köllum ættjörð okkar undir og tapað. Nú segjast þeir hafa haft til þess fullt umboð og krefja okkar þjóð um að hún standi upp af staðfestum sínum. Leggi aleigu sína og óborinna kynslóða á spilaborð manna sem fæst okkar þekkja. Þjóð sem ekki vissi hvað undir var lagt eða hvað spilað var um. Engum einum þegni þjóðar getur verið heimilt að leggja ættjörð sína undir í eiginhagsmunaskyni. Hvorki hjá okkar þjóð né með öðrum þjóðum. Sá tími er liðinn að einstakir menn geti selt þjóðir og lönd í þrældóm.
Tími er því kominn til þess að við rísum upp og segjum nei. Forfeður okkar komu til þessara stranda í leit að betra lífi og frelsi frá skuldheimtumönnum erlendra ríkismanna. Til lítils höfum við þá farið um aldir ef þau eiga að verða okkar örlög, að glata landinu okkar og ættarjörð í fánýtum fjárhættuspilum hinna fáu. Þeir skulu svara til saka fyrir okkar æðsta dómstól vegna gjörða sinna, sem eru svik við ættjörðina og þjóð sína um leið og þær eru herfileg svik við ykkur sem þeir hafa skaðað í ranglega okkar nafni.
Við þá erlendu ríkismenn, sem nú að okkur sækja segjum við :
Í fyllingu tímans skulum við reyna að bæta ykkur á einhvern hátt þær sakir sem þér nú teljið til skuldar hjá okkar þjóð. En börnin okkar og framtíð þeirra ganga fyrir því að við látum af hendi lífsbjargir þeirra til ykkar hér og nú. Við getum það hvorki né megum. Meira getum við ekki gert á þessari stundu fyrir ykkur sem við biðjum ykkur að virða.
Þjóð okkar er ung og starfsfús. Hendur hennar munu skapa auð á ný sem mun verða okkur öllum til gagns. Hrindið ekki okkur hrasandi til falls þér göfugu herrar. Reynist okkur heldur vel í raunum okkar og við heitum ykkur vináttu í staðinn. Því að vinátta okkar sem kúgaðrar og sigraðrar þjóðar myndi heldur ekki reynast ykkur annað en stundarfró sem fyrr en varði hefði getað snúist í andhverfu sína..
Íslenzk þjóð mun lifa áfram við hið yzta haf. Hún er frjáls og á ein sitt stríð og sín opnu sund. Fyrr en varir mun henni aftur skína sól úr skýjum, þó svo að þið teljið hana á þessari stundu ekki tæka í samfélag ykkar.
Það sólskin mun einnig ná til ykkar í fyllingu tímans. Og þá munuð þið fagna með okkur, að lengra var ekki gengið á þessum tíma í að beygja okku hina sigruðu í svaðið.
Hver þjóð verður að fá tækifæri til þess að sjá fyrir sér og börnum sínum fyrst áður en hún getur hugað að hag annara.
Því miður miklu herrar, við getum ekki annað !
Mig vantar leiðtoga !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Hvort er betra að flytja til U.S.A. eða klóna Obama?
cindy, 11.7.2009 kl. 22:32
Er nú ekki rétt að fara að reyna að koma Norðurljósunum í verð, Halldór. Hafa hlutafjárútboð, eða fá fólk til að leggja fram stofnfé. Svo finnst mér alveg athugandi hvort við getum ekki selt olíuna á Drekasvæðinu strax. Þá fer bráðlega að vanta olíu furstana á Arabíuskaganum og þeir eiga enn eitthvað af peningum og eru með sölukerfi fyrir olíuna. Nú við getum selt þeim eitthvað af vatni líka, svona í leiðinni, og hugsanlega samið um ófallna rigningu.
En þetta með leiðtoga. Það er ekki í tísku hér að vera með leiðtoga. Við þurfum að fara sænsku leiðina og hafa alla jafna. Og svo felldum við í burtu mælistikur sem sýna kannski hverjir skara fram úr. Auðvitað er ekki hægt að vera með samræmd próf. Allof mikið álag á blessuð börnin og svo maður tali nú ekki um foreldrana.
Það á nú alveg eftir að koma reynsla á það hvað Obama er mikill leiðtogi, þannig að ég held að það sé öruggara fyrir Cindy að halda sig bara á Klakanum.
En svo ég haldi áfram með leiðtogahugleiðingar, fer þá ekki tími Péturs Blöndal að koma. Er ekki tími til kominn að hann standi upp og segi eins og Jóhanna gerði forðum, nema hvað hann gæti einfaldlega sagt: "minn tími er kominn".... Ættarveldi og ægiveldi Flokksins verður ekki í tísku mikið lengur og ég sé ekki að núverandi stjórn Flokksins verði langlíf. Það er kominn tími til að meðaljónarnir fái að velga sér og þér leiðtoga.
Ómar Bjarki Smárason, 11.7.2009 kl. 23:17
Ómar Bjarki
Napoleon reið inn í þinghúsið með brugðnu sverði og rak duglausa þingmenn út. Stórveldishörmunagatíð fór í hönd.
Ég efast um að Obama sé einhver Napoleon. Hvað þá Steingrímur J. eða félagi Svavar. þAðanafsíðurer Jóhanna eitthvað lík nöfnu sinni af Örk.
Halldór Jónsson, 11.7.2009 kl. 23:52
...enda stakk ég upp á Pétri Blöndal, en hvorki Obama né Jóhönnu...! Reyndar er ekki ólíklegt að það þurfi að bregða sverðinu á loft með haustinu. Spurning hvort Vilhjálmur Bjarnason fer ekki fyrir liðinu þá....?
Ómar Bjarki Smárason, 12.7.2009 kl. 00:41
Halldór, ég er sammála þér. Hvernig á að vera hægt að hafa leiðtoga í landi þar sem allir styðja spillingu, eiginhagsmuni og svik?
það er ervitt en það er hægt að breita spillingarkerfinu. Við þurfum bara öll að læra að standa saman. það er ekki sjálfsagt að hafa skoðana og tjáningafrelsi eins og Ísland hefur.
Metum það sem við höfum og ekki síst notum það og trúum á okkar sannfæringu og heiðarlegu skoðanir. Ekki er hægt að tjá sig á þann hátt sem gert er á blogginu, hvar sem er í heiminum.
Töpum ekki því sem við höfum í þeim efnum. Betra er að missa peninga en sjálfstætt skoðana og tjáningarfrelsi. Leiðtogar eru til staðar ef við styðjum þá. þurfum bara að vanda valið.
Heiðarlegar skoðanir hjá góðu fólki er lykillinn að lausnum.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.7.2009 kl. 01:25
Cindy, Anna og Ómar,
Ef til vill er komið að því að ráða okkur einhvern talsmann útávið ? Oama er upptekinn og klónunin er seinleg.Og við treystum ekki Svavari Gestssyni, hvað þá Ólafi Ragnari.
En hugsanlega fengist Bill Clinton til að miðla málum fyrir okkur. En hann er óumdeildur meistari í að beita orðsins brandi.Honum myndi fólk hugsanlega treysta til að færa fram okkar rök á alþjóða vettvangi. Við gætum skipað hann sérstakan seðlabankastjóra á meðan og hann fengi að vera í reikning á bæjarins beztu.
Halldór Jónsson, 12.7.2009 kl. 09:02
Hjartanlega sammála Halldór en ég er farinn að hallast að því að okkur vanti flokk líka flokk sem er einarður í að verja landið og fólkið en hleypur ekki út undan sér eins og fælinn klár.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 12.7.2009 kl. 11:54
Vel skrifað og beint frá hjartanu. En þurfum við leiðtoga? Vantar okkur ekki frekar hóp einlægra manna og kvenna sem hafa mennskuna að leiðarljósi til að leiða okkur úr þessum ógöngum fremur en einn leiðtoga? Reynsla okkar af leiðtogastjórnmálum er ömurleg. Bara pæling. Annars einlægur og fallegur pistill. Takk.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 12.7.2009 kl. 12:24
Góður punktur með Clinton, Halldór. Í kjölfarið skapaðist e.t.v. líka grundvöllur fyrir útflutning á einhverri bestu vöru sem framleidd er á Íslandi, nefnilega SS pylsunum.....
Clinton gæti verið góð viðbót við Evu Joly, þó reyndar sé ekki fullreyt hvort hún reynist okkur hvalreki eður ei.....
Ómar Bjarki Smárason, 12.7.2009 kl. 13:59
Halldór
Eins og talað úr mínu hjarta.
Frábær pistill
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 12.7.2009 kl. 14:39
Einhverja von verður þjóðin að hafa. Góð hugmynd með Clinton, veit ekki hvort hann nenni að koma til Íslands að moka flór.
cindy, 12.7.2009 kl. 15:32
Sæll Halldór,
Takk fyrir þennan pistil. Við erum búin að vera í sárri leiðtogaþröng í langan tíma.
Þeir sem nú sitja við stjórnvölinn, eru ekki þar vegna leiðtogahæfileika, miklu fremur vegna þess að þau eru talinn "minnst spillt" af stjórnmálaspillingaflórunni, og þá er ég að tala um einstaklingana, ekki flokkana.
Nú virðist sem þau bæði hafi gefist upp, fyrir hönd íslensku þjóðarinnar.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 12.7.2009 kl. 15:33
Halldór Jónsson hittir naglann á höfuðið .
Takk fyrir góðan pistil, þetta er það sem við þurfum, leiðtoga sem getur sameinað þjóðina á bak við sig en er ekki með pukur og svikráð og setur markið ekki hærra en að ná naumum meirihluta á þingi fyrir afdrifarík mál gegn vilja meginþorra þjóðarinnar. Mál sem krefst þjóðarsamstöðu ef viðunandi lausn á að fást fyrir Ísland.
Sigurður Þórðarson, 12.7.2009 kl. 17:12
Fólk í miklum vanda er ólíklegra til að taka rökréttar ákvarðanir og getur flúið í skjól hillinganna. Er Samfylkingin svo ábyrgðarlaus að hún sé, vonandi óviljandi, að koma þjóðinni í enn meiri vanda með Icesave þannig að einhverjir fari að sjá sýnir?
Sigurður Þórðarson, 12.7.2009 kl. 17:14
Góður pistill hjá þér að vanda frændi. Mjög góður !
Ágúst H Bjarnason, 12.7.2009 kl. 20:29
Mjög flottur pistill Halldór. Meira svona.
kveðja Sigmar VG Kóp.
Sigmar Þormar, 12.7.2009 kl. 23:01
Heill og sæll; Halldór - sem þið önnur, hver geymið hans síðu, og brúkið !
Hvet öll þjóðleg öfl; hver vilja forða landi og fólki og fénaði, frá öllu grandi, að safna saman vopnum, hver tiltæk mættu verða, til varnar Íslandi, og hagsmunum þess.
Þau illu hjú; Jóhanna og Steingrímur, eru verndarar fjárglæfra manna þeirra, hverjir komu okkur á kné - og; slíkum á að svara, á viðeigandi hátt, gott fólk.
Með; bróðurlegri kveðju, í minningu og anda A.V. Kolchaks aðmíráls /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 23:09
Góður pistill hjá þér Halldór.
Það er hverju orði sannara að okkur - Íslendinga - vantar leiðtoga sem fyrst og síðast og allt þar á milli hugsar um hag Íslands og Íslendinga. Leiðtoga sem ekki einblínir á afsal þjóðarinnar (já ég skrifaði afsal þjóðarinnar) í hendur sameinaðrar Evrópu. Leiðtoga sem þorir, getur og vill!
Vandinn er þó sennilega stærri og meiri en svo að okkur vanti leiðtoga! Okkur vantar að öllum líkindum SAMEINAÐA þjóð Íslendinga sem styddi við bak þess leiðtoga sem okkur vantar! Hvar er samtakamátturinn í öllum þeim hörmungum sem yfir okkur dynja núna? Hvar eru "Raddir fólksins"? Af hverju hafa ekki t.d. allir Íslendingar skráð sig til þátttöku í Hagsmunasamtökum heimilanna? Af hverju látum við það yfir okkur ganga að eignir okkar, húsin, framfærsla o.fl. er tekið frá okkur harðri hendi á meðan glæpahyskið lifir í vellystingum í útlöndum? Af hverju.....? Og svona mætti lengi halda áfram enn!
Okkur vantar fyrst, fremst og síðast SAMSTÖÐU hvert með öðru, samstöðu með fólkinu í landinu, samstöðu með heimilunum, samstöðu með börnunum okkar, samstöðu fyrir framtíð okkar sem þjóðar, samstöðu gegn spillingu, samstöðu gegn græðgi, samstöðu gegn glæpahyski sem komið hefur okkur á kaldann klaka. Skortur á samstöðu er svarið við öllum þeim "Af hverju" spurningum sem vaknað hafa og geta í því ástandi sem við erum að glíma við. Okkur vantar fyrst og fremst SAMSTÖÐU!
En okkur vantar líka LEIÐTOGA!!!
Snorri Magnússon, 12.7.2009 kl. 23:36
Eins og þú segir í þínum ágæta pistli, Halldór, þá mun "Íslenzk þjóð mun lifa áfram við hið yzta haf." Þess vegna eigum við að standa að Samtökum Ystahafsþjóða (SYÞ) með Norðmönnum, Færeyingum, Grænlendingum og Kandabúum og nýta okkur þá sérstöðu sem við höfum og standa sameiginlega vörð um hagsmuni Norðurhafa. Kannski spurning um að bjóða Rússum aðild að þessum samtökum líka? Þar eru stórir markaðir og þeir eiga olíu og gas eins og Norðmenn. Þessar þjóðir gætu síðan gert viðskiptasamninga við ESB, Bandaríkin og fleiri þjóðir sem þurfa fisk o.fl. frá okkur. Já og kannski olíu líka, þegar hún fer að flæða úr Drekasvæðinu.
Ómar Bjarki Smárason, 13.7.2009 kl. 11:00
Það er alkunna, að þekki tjóar að setja stjórnartauma í höngdurnar á þeim sem hafa verið no 2 eða neðar lengi.
Það sannaðist vel á honum Geir okkar, svo ágætur hann annars er sem wing en ómögulegur sem center.
Okkar ógæfa var að ganga í EES og treysta Jóni baldna.
Bretar og Hollendingar eru ekkert annað en óuppdregnir þrælahaldarar sem kúguðu sínar nýlendur og hyggja á aframhaldandi kúgun og þjófnaði á auðlindum annarra.
Foringja er oss vant.
Mikið væri gott að Einar minn Oddur væri enn kvikur.
Förum suður í Skerjafjörð og innum eftir því, hvort ekki megi enn fá liðveislu þar.
Að öðru:
Er það ekki alveg í takt við annað, að SÖMU MENN sem fyrstir hófu sönginn um að ,,útlendir kröfuhafar þyrftu að eignast bankana" til þess að ,,við eignumst VINI ytra" (vinir hér er auðvitað húsbændur) SÖMU menn og eru nú undir áföllum vegna að hafa puttalengst í sjóði sem áttu að vera traustuir í TRYGGINGAFÉLÖGUM.
Sorglegt að horfa á hvernig lyddur sem maður eitt sinn bjóst við að væru með bakstykki, leggjast nú kylliflatir og vilja þóknast örgustu kvölurum okkar. Hvar veiktist vinur vor Villi Egils?
Ekki nema von, að Davíð teldi furðulegt ráðslag, að setja hann yfir nýsköpunarnefndina á Landsfundinum.
Skelfing og sorg mikil
Miðbæjaríhaldið
vill djarfa menn við stýri nú því sótt er að okkur, bæði af óvinum utan og INNAN fylkinga okkar.
Bjarni Kjartansson, 13.7.2009 kl. 15:08
Kanski að eitthvað fari að ganga hér ef við leggjum flokksríg til hliðar. Clinton er vonandi ekki of vannt við látin. Alþýðlegur persónuleiki með útgeislun af hugsjón.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.7.2009 kl. 19:03
Skrifað af ást og einlægri umhyggju fyrir framtíð okkar allra.....Vildi gjarnan sjá einhvern sem stýra á okkur úr þessari kreppu tala af jafn mikilli föðurlandsást. bravó....senda þetta inn á borð þeirra sem sitja á Alþingi og minna þau á skyldur þeirra við komandi kynslóðir.
Karen Elísabet Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 23:00
Leiðtoginn er til staðar, Davíð Oddsson. Tilbúinn að rétta við skútuna. Styðjum hann.
Björn Emilsson, 14.7.2009 kl. 02:33
Þetta er farið að minna mig á fréttina um gríska skipstjórann sem strandaði og yfirgaf skipið sitt á undan farþegunum á þeirri forsendu að betra væri að stjórna björgunaraðgerðum frá landi!
Andri Geir Arinbjarnarson, 14.7.2009 kl. 22:30
Mig langar til að þakka þér kærlega fyrir þennan pistill, hann er hverju orði sannara. Ég er sem dæmi niðurbrotinn á sálinni, kvíði því að vakna upp á hverjum morgni og lesa hvaða afglöp ráðamenn þjóðarinnar gera af sér dag frá degi, ég hef unnið fyrir sjálfum mér frá 10 ára aldri, byrjaði sem kúasmali og síðan var ég vinnumaður í sveitum þessa lands til 20 ára aldurs en fór þá á sjóinn og var sjómaður í 10 ár og fór þaðan að vinna í tæknigeiranum en var sagt upp í apríl í fyrra vegna samdráttar. Ég verslaði mér bíl í gegnum Avant í apríl 2007 og mér ráðlagt að taka hann á myntkörfuláni. Lánið hljómaði upp á 1900 þús og hálfu ári seinna var það komið í 1450 þús og lífið og lífsgleðin var með besta móti. Í dag er þetta lán í 3.2 milljónum og bílinn óseljanlegur með öllu og afborganirnar fóru úr 34 þús í 90 þús eða 35% af mínum ráðstöfunartekjum og þá á ég eftir að greiða af húsnæðisláninu og fæða og klæða börnin mín.
Fyrir mér stefnir ekkert annað en gjaldþrot og það er sárt og ég verð alltaf reiðari og reiðari þegar ég les hvernig 20 - 30 einstaklingar bjuggu til sýndarpening með því að kaupa hlutabréf sín á milli til að hækka gengið og sýna fram á hagnað og rífa út arðgreiðslur og risabónusa þegar almenningi blæðir úr hægt og rólega og okkur er boðið að lengja í hengingarólinni með greiðslujöfnun á meðan ríkið dælir inn milljarða tugum í gjaldþrota fyrirtæki sem þessir gaurar arðrændu.
Sævar Einarsson, 14.7.2009 kl. 22:40
Ég sendi Sævarnum samúðarkveðjur, ég þekki erlend lán ágætlega sjálfur. Þau hafa ekkert hækkað, það eru bófarnir sem hafa stolið lunganum af krónunni.
Þegar fíflin sem stjórna hér núna hypja sig úr stjórninni , búið er að fella bæði Icesave og EBE, krónan er búin að fara á flot, þá lagast þetta smátt og smátt og jafnvægi næst.
Það þarf bara að gera tilskipanir um að menn fái öll þessi myntlán framlengd og borgi bara þá vexti ssem upphaflega giltu. Enda skulda lánveitendrnir ekkert í erlendum gjaldeyri á móti hverju einstöku láni, þeir tóku ekki lán á móti láni. Þessvegna eru þetta bara yfirleitt lán með afbrigði af vístölu og sérstökum skilmálum.
Skuldin þín hefur ekkert breyst, það er krónan sem breyttist tímabundið. Gangi þér vel og reyndu að þrauka Sævarinn.
Halldór Jónsson, 15.7.2009 kl. 14:05
´Björn Emilsson,
Kveðjur um höf. er ekki allt í lagi þarna vestra ?
Já, Davíð gæti tekið á málunum.
Það er bara hvort málin færu ekki of illa með heilsu Davíðs, það er eiginlega búið að fara svo illa með þennan mann að það hálfa væri nóg.
Sjáið hvernig JJóhann fór að við hann, þennan fyrrum vin sinn sem var alltaf sérstaklega góður við þetta kellingarskass. Þá skynjaði maður stærð Davíð fyrst hvernig þessar búrtíkur allar sem nú eru í ríkisstjórn landsins og fylgihyski þeirra gátu gjammað og glefsað í hælunum á honum Davíð. Og þjóðin skammaðist sín ekki til að bera af honum höggin fyrir góðu árin sem hún átti með honum.
Halldór Jónsson, 15.7.2009 kl. 14:11
Þakka þér fyrir Halldór Jónsson, þetta er ömurlegt ástand og persónulega vill ég meina að ég eigi erlendu myntina sem ég tók að láni en fékk hana greidda út í íslenskum krónum. Ég tók ekki lán í íslenskum krónum heldur erlendri mynt, skiptingin var 25% evrur, 25% svissneskir frankar og 25% USD og ég vill enn og aftur undirstrika það að það eru þeir peningar sem ég á svo ég ætti að geta gert kröfu um að fá þær og selt þær til að borga upp þetta svínarí. Ef ég man rétt þá er talað um það af sprenglærðum lögfræðingum að bankar hefðu brotið lög með þessum myntkörfulánum og ekki hef ég séð neitt um þetta rætt á vefmiðlum annað en að greiðslujafna þetta ... kemur ekki til greina frá mínum bæjardyrum séð, ég er ekki haldið sjálfseyðingarhvöt og lengja í hengingarólinni, ég heimta að fá þessa erlendu mynt sem ég fékk lánaða greidda til mín.
Sævar Einarsson, 15.7.2009 kl. 15:01
Blessaður Halldór. Jú , jú, hér gengur allt uppávið. Verið var að taka í notkun hraðlest í Seattle og áfram er haldið. Strætisvagnar endurnýjaðir, hundruð af þeim . Mikil umræða um tafir á að Draumalandið þeirra hja Boeing The Dreamliner B787 komist í loftið. Boeing hótar að flyta verksmiðjurnar frá Evrett, ef þeir fái ekki starfsfrið í amk 4 ár. Langvarandi verkföll hafa lamað Boeing. Athyglisvert er það sem Bill Gates , Microsoft sagði um Boeing.. Mig undrar hvernig hægt er að reka fyrirtæki a´þennan hátt. Það hafa aldrei verið verkföll hjá Microsoft.
Ég sé framá að Microsoft finni sig á Islandi. Eru að leggja pening í orkuveitur og banka!! Tökum vel á móti þeim. Líður kannske ekki á löngu, að USA komi aftur á KEF. Þeir þurfa jú að gæta eigna sinna. Liggur beint fyrir að taka upp $$ og fara lifa eins og menn. Ekkert ESB rugl.
Björn Emilsson, 15.7.2009 kl. 23:59
Halldór, Það er ekki nauðsynlegt að ´utnýta´Davið okkar. Hann er leiðtoginn. Við munum standa með honum. Eins og maður getur sagt, koma kallinum í brúna aftur. Við verðum að standa sterkir saman á móti þeim landráðamönnum, sem nú hafa sig í frammi. Gjörsamlega óhæft fólk, sem kann ekkert til verka. Það verður að gera kröfur til fólks og meta hæfni þeirra sem bjóða sig fram til Alþingis og Ríkisstjórnar Islands.
Af hverju, ég held uppá Davíð. Ég var á aðalfundi SUS haldinn á Blönduósi, þeim góða stað, sennilega 1968. Þar kusum við Davíð sem framtíðar leiðtoga Islands.
Björn Emilsson, 16.7.2009 kl. 00:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.