Leita í fréttum mbl.is

Hagfræðingur hryllir sig !

Ég greip inní samtal við Ólaf Ísleifsson á Útvarpi Sögu. Hagfræðingurinn sá allt svo svart að ég held að fyrir hann sé ekki annað að gera en að panta sér fargjald beint til útlanda, aðra leiðina. Mig hryllir við því að svona menn gangi lausir og geri okkar auma lýð hræddan við að vakna á morgun!

Hann sagði okkur engra kosta völ annað en að fara að forskrift AGS um að keyra saman ríkisútgjöldin, stórhækka skatta og vera svo bjartsýn og þrauka. Þeir sem nenna væntanlega. Halda í krónuna sem má fella til að skerða lífskjör eftir því sem þurfa þykir. Keyra allt niður til andskotans og lengra ef það kemst. Þvílíkan talsmann ríkisstjórnarinnar hef ég ekki fyrr heyrt, mikið ef hann slær ekki Steingrím sjálfan út.

Þetta er hagfræði andskotans sem ekki gengur upp ef þjóðin á að lifa af. Það eina sem hægt er að gera til þess að þessi áætlun hagfræðingsins og ríkisstjórnarinnar gangi upp er að fækka fókinu í landinu. Ganga úr EES, reka alla útlendinga úr landi fyrst og styrkja alla Íslendinga sem vilja flytja úr landi til þess líka. Kótagreifarnir afla þá meir gjaldeyris fyrir hræðurnar sem eftir eru. Enga fleiri skóla þarf að byggja, engin fleiri hús, enga fleiri vegi. það er nóg af öllu. Lokum Vegamálaskrifstofunni í núverandi mynd, engin fleiri jarðgöng, engar lóðir, næg sjúkrarými á öllum spítölum. Og lokum  líka þeim Háskóla sem Ólafur Ísleifsson hefur sitt lifibrauð af. Þessi þjóð hefur ekki þörf fyrir bókvit heldur strit á ökrunum, einskonar kambódiskt módel þar sem menntun er óvinur fólksins sem skal una sinni þrælkun.

Annar kostur er að fá erlenda fjárfestingu til landsins og reyna eftir föngum að efla atvinnu með öllum þeim ráðum sem því tengjast.  Það þarf að loka Samkeppniseftirlitinu tafarlaust, þær kárínur sem við erum búnir að fá af starfsemi þeirrar stofnunar eru endalausar . Stofnun sem leyfði samruna Hagkaups og Bónusar og gerði útrás Baugs og fjárglæfra Jóns Ásgeirs að veruleika,  er búin að fyrirgera sjálfri sér og óþarfi að láta hana leggja landið í rúst með því að hindra samruna Orkuveitunnar og Hitaveitu Suðurnesja, bæði opinber fyrirtæki í hagræðingarferli. Koma þá dreissugir embættismenn hjá þessari stofnun og eru með kjaft og eyðileggja nauðsynlega hagræðingu. Leggjum þá niður snarlega og finnum þeim önnur störf enda gersamlega óhæfir og óþarfir með öllu.

Mig hryllir við þegar hagfræðingurinn hryllir sig með þessum hætti. Það er ekkert nema hryllingur framundan ef þessi öfl sem Ólafur og Steingrímur J standa fyrir . Fái þeir að ráða ferðinni þá er greiðsluþrot ríkisins framundan og  óhjákvæmileg  ef þessi hagfræðistefna fær að ráða hér til frambúðar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Heyr!

Ágúst H Bjarnason, 4.9.2009 kl. 20:39

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Fyrst voru það bankamenn fyrir hrun og nú hagfræðingar sem vaða alls staðar upp og vita allt best.  

Vandamálið við bæði bankamenn og hagfræðinga er að hvorugur hefur reynslu af atvinnurekstri.  

Það eru allir að reyna að kenna okkur eitthvað en eins og sagt er stundum í Bandaríkjunum.

"Those who can't do, teach; and those who can't teach, teach teachers!"

Andri Geir Arinbjarnarson, 4.9.2009 kl. 21:01

3 Smámynd: Björn Birgisson

"Those who can't do, teach; and those who can't teach, teach teachers!"

Frábær setning og því miður allt of raunsönn. Eftir að hafa rifjað upp nokkra áratugi aftur í tímann og hugleitt það atvinnulíf sem ég og mín kynslóð ólst upp með, hef ég komist að einhverskonar niðurstöðu. Í þessa veru:

Því meiri menntun sem einstaklingur öðlaðist, þeim mun minni líkur á að sá hinn sami hellti sér út í atvinnulífið sem atvinnurekandi og legði allt sitt undir. Hallaði sér heldur að ríkinu. Að örygginu. Skreið upp í jötuna og hreiðraði þar notalega um sig.

Hér á árum áður byggðist allt á veiðum og vinnslu sjávarafurða. Ekki ráku viðskiptafræðingar, hagfræðingar eða aðrir slíkir þau fyrirtæki. Bara klárir karlar, aldir upp á sjónum, sem vildu taka áhættu. Skapa sér og sínum afkomu og fjölda annarra í leiðinni. Þessir menn fóru flestir gætilega. Áttu ekki kvóta. Gátu fátt veðsett annað en sitt eigið, heimili, skip.

Nú skuldar útgerðin meira en nokkru sinni í sögunni. Ríkið á í raun mestallan kvótann að nýju. Af hverju er það?

Björn Birgisson, 5.9.2009 kl. 17:45

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Björn,

þú kemur mér aftur á óvart. Þetta er nefnilega svo satt. Það er eins og einhver skólastíkk hafi yfritekið heilbrigða hugsun, það þorir enginn að segja: "Keisarinn er ekki í neinu " af því að sá sami veit að hann hefur ekki sömu prófgráðu og verfararinir sem öllu ráða frá Alþingi og fílabeinsturnum kerfisins.

Ég sakna Trygga Óffeigssonar sem ég talaði stundum við í gamla daga. Það voru svona kallar sem byggðu upp það Ísland sem þvið þekkjum í dag.

Tryggvi sagði við Ásgeir Pétursson eitt sinn eftir að hafa kallað hann sterkum rómi yfir þvera götu:

"Ásgeir nú ætla ég að segja þér eitt sem þú skalt muna  alla ævi." 

"Kratar eru verstir "

Hálfvelgju eða gervimennsku þoldi ekki Tryggvi Ófeigsson og hans líkar sem höfðu barist fyrir sínu.   

Halldór Jónsson, 5.9.2009 kl. 20:27

5 Smámynd: Björn Birgisson

Sæll Halldór minn, ég verð að hætta að koma þér á óvart. Þér gæti farið að þykja vænt um mig. Við látum það ekki henda!  Ég er uppalinn á Ísafirði. Allir kóngarnir í atvinnulífinu þar, á þeim tíma, voru sjávarins hetjur, menntaðir menn í hörðum skóla lífsins. Ísafjörður var bær mennta og lista og er enn. Frumþrá unga fólksins beindist einkum að tvennu. Að halda til sjávar í von um góðan afla, eða að storma á mölina, þó einkum til Akureyrar til að mennta sig. Ekki þarf að fjölyrða um hetjur hafsins, en ótrúlega margir hinna þiggja nú laun af skattfé okkar hinna. Ég er ekki að draga úr mikilvægi góðrar menntunar. Alls ekki. Bara að benda á ákveðna staðreynd, með tilliti til forustuhlutverka í atvinnulífi þjóðarinnar. Mýs og menn. Hvað sagði ekki Steinbeck?

Halldór! Þú nefnir til sögunnar höfðingjann Tryggva Ófeigsson, sem sýnir best hvað þú ert að verða andskoti gamall!

Ég flutti til Grindavíkur árið 1975, þá kornungur maður. Þá voru hér aldeilis höfðingjar, sem skópu bæjarbúum lífsviðurværi, með sínum dugnaði og áræðni. Menntaðir í skóla lífsins. Með salt í blóðinu. Nefni Guðmund  Þorsteinsson í Hópi, Dagbjart Einarsson, Willard Ólason, Kristján Finnbogason í Fiskanesi. Svavar Árnason í Hafrenningi,  Eðvarð Júlíusson og félaga hans í Hópsnesi, Tómas Þorvaldsson í Þorbirni, Einar Símonarson í Hælsvík  og Guðmund í Gjögri og allt hans fólk.  Margir eru þó ónefndir. Frábærir menn, allir menntaðir í skóla lífsins. Allir með saltmettað blóð í æðum. Með íslensku miðin í genunum og æðunum.

En menntun er góð og nauðsynleg. Er það  ekki Óumdeilt? Gott dæmi um verkfræðilega snilld er hafnargarðurinn sem hvarf í hyldýpið djúpa við Grímsey hérna um árið. Við nettan aðhlátur heimamanna, sem höfðu skoðanir á byggingu garðsins, en fundu engin eyru til að hlusta!

Svo var bankamannaliðið okkar víst gífurlega vel menntað.

Björn Birgisson, 5.9.2009 kl. 21:43

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ef þetta gengur eftir  verðum við Pólland norðursins og unga fólkið fer úr landi. Þá getur Evrópusambandið hirt hér allt laust og fast upp í skuldir Spánverjum og öðrum til ánægju.  Hin leiðin er að gera fríverslunarsamning við Kína og gera Jón fisk að sjávarútvegsráðherra. Þá verðum við snögg að vinna okkur út úr þessu.

 Annars er ekki einleikið hvað við eigum mikla snillinga á alþingi: Í "góðærinu"  voru skattar lækkaðir þegar til að kynda undir þenslunni og dýpka fyrirsjáalega kreppu. Þegar kreppan kom loksins er reynt að kæla hagkerfið með háum stýrivöxtum og skattahækkunum. 

Sigurður Þórðarson, 6.9.2009 kl. 00:47

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Jæja Björn, þú ert nú að verða andskoti gamall líka að muna þessa kalla alla, hverja ég man nokkra líka. En við erum nú nokk sammála um að oftrú á bókvísi getir verið hættleg ef menn hafa enga skynsemi og brjóstvit með til að byggja á. Sjáðu kónana í Kaupþing Banka, þeir kunnu áreiðanlega alla teóríurnar en fóru ekki eftir þeim af einhverjum ástæðum. Sjáðu Hafró hvernig þeir berja hausnum við steininn og halda að þeir geti geymt fiskjinn í sjónum sem tryggt veð fyrir Landsbankann.

Já Siiggi vinur, það væri betur að Jón fiskur yrði sjávarútvegsráðherra við þessar aðstæður. Hóla-Jóni dettur sjálfsagt ekki í hug að tala við hann. Kannske vitkast hann eitthað af Atta Kitta Gauju. En Bjarni Ben gamli sagði að frekar ættu menn að drepa fiskinn en fólkið þegar illa áraði.

Hafró lofaði landsmönnum jafnstöðuafla 400.000 tonnum af þorski árið 1984. Nú erum við búnir að fylgja þeirra stefnu síðan þá.Þó að fiskur sé um allan sjó þá eru þeir enn að geyma fiskinn í hafinu fyrir Landsbankann og tutla út úr einhverju módeli sem allir sjá að hefur engu skilað í aldarfjórðung nema meiri skorti.

Halldór Jónsson, 6.9.2009 kl. 09:03

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Er ekki Addi hafður þarna upp á punkt?

en neyðin kennir nakinni konu að spinna. Þegar kreppan fer að svefa að og við verðum búin að tæma alla lánamöguleika munu menn vonandi átta sig á að við erum með stóra vannýtta matarkistu, fiskimiðin. (þ.e. ef við verðum ekki komnir í umsjá Brussel áður)

Sigurður Þórðarson, 6.9.2009 kl. 11:00

9 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Betra er gott próf úr Skóla lífsins en lélegt úr "æðri menntastofnunum". Þetta hafa bankamennirnir sýnt okkur glögglega fram á. Ekki nóg með að viðskipta- og hagfræðingar hafi náð að gengisfella menntun sína heldur fór nú fyrst verulega að halla undan fæti hjá fjármálafyrirtækjunum þegar þau fóru að ráða til sín verkfræðinga..... hver svo sem skýringin kann nú að vera á því.... Og ég held að hafnargarðurinn (sem reyndar aldrei varð) hafi nú kannski ekki mikið með þetta allt að gera, Björn.....

Ómar Bjarki Smárason, 7.9.2009 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 68
  • Frá upphafi: 3418293

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband