Leita í fréttum mbl.is

Samhengi?

Ég hlýddi á Álfheiði Ingadóttur lýsa því hvernig hún ætlaði að láta lífeyrissjóðina kosta byggingu nýs hátæknisjúkrahúss eins og Davíð ætlaði að byggja fyrir símapeningana á sinni tíð.  Þar fengju margir vinnu við að teikna, grafa,smíða og steypa. Allt í rósrauðu hjá Álfheiði.

En til hvers ?

Ögmundur kom skömmu seinna í útvarpið og boðaði mikinn niðurskurð á Landspítalanum næsta ár og þarnæsta líka. Lokun deilda og skurðstofa en ekki eiginlega enga fækkun starfsfólks að sjálfsögðu þar sem það er margt  í hans verkalýðsfélagi. Allt biksvart hjá Ögmundi.

Þarf þá nýjan spítala ? Ef sá gamli stendur tómur, hverjir verða á þeim nýja ? Er ekki bara nóg að fækka þjóðinni sem mest með útflutningi fólksins. Nýr útflutningatvinnuvegur gæti orðið útflutningur ellilífeysiþega á sósíal Norðurlanda. Lífeyrissjóðir landsins gætu keypt íbúðarblokkir fyrir þá í þessum löndum og komið þeim af okkur þannig. Léttum þrýstingnum af heilbrigðiskerfinu.

Get ég komist að einhverri annarri niðurstöðu en þeirri, að jafnvitlausasta lið landsins sé samankomið í ríkisstjórn ? Engin stefna, ekkert samhengi, haltu mér slepptu mér í hverju máli. Atvinnuleysi, fjármálakreppa, fyrirtækjagjaldþrot, ríkisvæðing. Niðurskurður i heilbrigðiskerfinu en vöxtur í öllu öðru. Nýjar spítalaframkvæmdir  fyrir 50 milljarða úr lífeyrissjóðunum. Hvaðan skyldi þá lífeyririnn eiga að koma ?

Allt fyrir Icesave og ESB.

Sjá margir  samhengið ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

En hvað varð annars um Símapeningana... náðist að eyða þeim fyrir "hrunið"...?

Ómar Bjarki Smárason, 8.9.2009 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband