Leita í fréttum mbl.is

Lán eđa ólán ?

Fyrirferđamikil í samfélaginu er vaxtaumrćđan. Allt bjargast ef hćgt er ađ fá lán á lágum vöxtum. Allt miđast viđ ađ skulda og slá lán. Enginn talar um ađ spara eđa varđveita peninginn sinn.Jón Magnússon hrl. til dćmis er búinn međ heilan stjórnmálaferil sinn í baráttunni gegn verđtryggingu án ţess nokkurntímann ađ svara grundvallarspurningum um lánskjör,vexti og sparnađ.Margir ađrir hamast gegn verđtryggingu Ólafs Jóhannessonar án ţess ađ líta á máliđ í heild.

Hvort vilja menn verđtryggt lán međ lágum vöxtum, bćđi hjá íbúđalánasjóđi eđa myntkörfulán eđa ţá engin lán ?  Á hvađa vöxtum vilt ţú sem lest ţetta lána  lána mér ţína peninga til tuttuguogfimm ára án verđtryggingar ? Tilbođ óskast !

Af hverju má einstaklingurinn og lánveitandinn ekki semja um ţađ sjálfir  hvađa lánsform eru notuđ ? Ţetta, hitt eđa ekki neitt ? Vill enginn rćđa muninn á lánskrónu eđa eigin krónu ?Margir peningar geta orđiđ atvinnulausir og lćkkađ vexti. Fáir peningar skapa eftirspurn og hćrri vexti.

Einn vinur minn hafđi ţetta um vexti ađ segja: Vextir eiga ađ vera svo háir sem til eru fífl ađ borga. Einfalt lögmál frjálsra viđskipta.

 Hver á ađ mynda sparnađinn sem er grundvöllur allra útlána  ef engin trygging er í bođi? Eđa kemur lánsfé af himnum? Lán eru yfirleitt ólán ţess sem fćr ef ćtlunin er ađ borga til baka. Í gamla daga fengu bara útvaldir lán í ríkisbönkunum og borguđu aldrei neitt til baka eins og SÍS. Verđtryggingin fćrđi lánamarkađinn ađ fólkinu og gerđi peningasparnađ mögulegan i fyrsta sinn í sögu lýđveldisins. Án hennar hrynur allt kerfiđ. Ţetta hefur virkađ ágćtlega allt fram ađ hruninu núna.

Núna rukka nýju ríkisbankarnir verđtryggđu lánin inn af hörku og gera fólk gjaldţrota. Og ţetta eru lán sem ţeir stálu úr gömlu bönkunum á jafnvel 10 % af nafnverđi. Viđ hluthafarnir í gömlu bönkunum töpuđum mismuninum. Ţjóđfélagslegt réttlćti Sláum skjaldborg um heimilin sagđi heilög Jóhanna !

Ţađ er gert á einni helgi ađ skipta hér um mynt og taka upp dollar. Viđ höfum áđur skipt um gjaldmiđil á einni helgi. Ég man vel eftir ţví ţegar ţađ var gert. Ekkert mál.  Afnema verđtrygginguna ţar međ. Loka Seđlabankanum og breyta honum í bílastćđahús. Af hverju ekki ?

En hvar á ađ taka peninga fyrir óraunhćfum kjarasamningum framtíđarinnar ? Verđum viđ ekki ađ gefa út ađra mynt samhliđa nýju myntinni. Verkfallakrónur ? Međ frjálsu gengi. Kauphćkkanir umfram hagvöxt verđa greiddar í svoleiđis krónum en ekki dollurum.

Ţađ getur orđiđ lán í óláni eđa öfugt.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Halldór,

Gott innlegg og ţarft.  Ţví miđur er ađkoma ríkisins ađ ţessu bankahruni alveg ótrúleg og gekk út á ađ bjarga ríkiskassanum en láta alla ađra sigla.

Ţađ sem lántakendur á Íslandi áttu ađ gera var ađ taka saman höndum stofna félag og semja beint viđ kröfuhafa gömlu bankanna.  

Hins vegar var ekki hćgt ađ tryggja allar innistćđur hér á landi nema fćra útlánin til ríkisins svo ţađ hefđi eitthvađ til ađ borga međ.

Ţeir sem vilja koma međ fé til ÍSlands í framtíđinni munu ţurfa ađ fara fram á ansi góđar tryggingar annars fara ţeir til Simbabve og fjárfesta.

Andri Geir Arinbjarnarson, 7.9.2009 kl. 11:05

2 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Ég held ađ flestir hafi ekki gert sér grein fyrir ţví ađ viđ erum međ tvo innlenda gjaldmiđla á Íslandi.

Sem sagt krónu og verđtryggingu.

Verđtryggingin er notuđ til fjárfestinga og krónan er eins og matarmiđi.

Ţađ hefur ekkert ađ segja í stjórn peningamála ađ hćkka eđa lćkka vexti á matarmiđanum.

Ţađ verđur ađ leggja annan hvorn gjaldmiđilin af.

Hvor ţađ er skiptir kanski ekki svo miklu. En ađ hafa tvo og láta sem svo ađ ţađ sé bara einn, er dálítiđ kjánalegt.

Sigurjón Jónsson, 9.9.2009 kl. 15:38

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Sigurjón

Ţađ er augljóst ađ viđ verđum ađ hafa eitthvađ til ţess ađ nota  viđ langtímalán til húsnćđismála. Og til ţess ađ geta fjármagnađ ţau ţurfum viđ ađ geta útvegađ fé frá einhverjum sem vill lána okkur ţađ eđa rćna ţví a jonum. Ţađ var svo hér áđur.

Hvađ viltu gera ?

Halldór Jónsson, 11.9.2009 kl. 07:52

4 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Halldór

Ţađ er alveg rétt ađ viđ verđum ađ fá fjármagn til húsnćđismála eins og annara mála. Og viđ verđum ađ greiđa fjárfestum sanngjarna vexti fyrir sitt fé. En ţeir vextir verđa ađ vera sanngjarnir.

Ţađ er nokkuđ ljóst ađ til langs tíma er aldrei hćgt ađ fá meiri ávöxtun en sem nemur raunverulegum hagvexti. Og menn verđa ađ gera sér grein fyrir ţví hvađ er raunverulegur hagvöxtur. Ţađ er t.d. ekki hagvöxtur ţegar Pólverji gengur um stelandi og skapar vinnu í löggćslu og viđ flytja ţarf inn og selja fleiri tölvur í stađinn fyrir ţćr sem hann stal. En ţetta mćlist sem hagvöxtur núna.

Sem sagt ţađ ţarf ađ stilla mćlitćkin.

Nćsta sem ţarf ađ gera er ađ ná stjórn á peningamálunum, sem stjórnast fyrst og fremmst af ríkisfjármálum. Ég er búinn ađ fylgjast međ ríkisfjármálum á Íslandi í yfir 40 ár og ţađ er alltaf sama sagan.

Ríkiđ lćtur gera spá um verđbólgu nćsta árs, svo semja ţeir fjárlög sem hćkka ţeir meira en nemur verđbólguspánni, ári seinna kemur svo ríkisreikningurinn og ţá er hann ennţá hćrri.

Eina lausnin sem ríkinu dettur í hug til ađ redda sér út úr klúđrinu er ađ hćkka vexti og keyra upp verđbólguna.

Á međan viđ erum í ţessum sporum verđur íslenska krónan í frjálsu falli eins og hún er búin ađ vera alla tíđ.

Annađ sem ţarf ađ huga ađ er rekstrarkostnađur bankanna. í fyrsta lagi ţarf ađ banna alla bónusa. Ég hef aldrei heyrt um ađ verkfrćđingur fái risa bónus fyrir ađ mćta í vinnuna og skila sínu verki. Hvernig í andskotanum dettur ţessum tindátum í bönkunum í hug ađ ţeir eigi rétt á bónusgreiđslum.

Svo ţarf ađ fćkka starfsfólki gríđarlega í bönkunum til ţess ađ hćgt sé ađ reka ţá međ hagnađi miđađ viđ sanngjarna álagningu á spariféđ sem ţú leggur inn.

Ţú leggur 1 milljón inn á verđtryggđan reikning og fćrđ 4,8% vexti. Hvađ gerir bankinn ţinn ţá?

Hann lánar 9 milljónir međ 7% vöxtum út á ţessa einu sem ţú lagđir inn. Ţetta ţćtti nokkuđ góđ álagning í venju legum rekstri.

Sem sagt ef viđ stokkum upp allt kerfiđ, ţá getur ţú fengiđ sanngjarna ávöxtun á ţína peninga og lántakandinn getur fengiđ lán á sanngjörnum vöxtum.

En ţađ er ekki hćgt ađ leysa máliđ nema stokka upp allt kerfiđ í einu. Og ég veit ekki um nokkurn stjórnmálamann sem hefur ţroska, vit og ţor til ađ gera ţađ.

Sigurjón Jónsson, 11.9.2009 kl. 10:11

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 67
  • Frá upphafi: 3418299

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 64
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband