Leita í fréttum mbl.is

2x10 ráðherravit !

Ég sagði um daginn að Margrét Þorbjörg kona Thors Jensen hefði haft tíu ráðherravit af þeirri tegund sem nú væra í boði. Hún kunni nefnilega að bíða. Þetta var eftir að ég hlustaði á Árna Pál í sjónvarpinu lýsa því sem hann vildi gera til að létta vanda heimilanna.

Í kvöld varð ég vitni að viðtali við Katrínu Júlíusdóttir iðnaðarráðherra.  

Hún var spurð hvort hún ætlaði að virkja neðri Þjórsá. Hún svaraði að hún ætlaði ekki að virkja þar fyrir álver. Hvort hún ætlaði að virkja þar yfirleitt?  Nei hún var ekki reiðubúin að svara því þar sem hún væri í viðræðum við heimamenn fyrir norðaustan hvernig ætti að nota orku þar til atvinnuuppbyggingar í heimabyggð.  Öll orka sem þar væri skyldi fara til framkvæmda í heimabyggð. Atvinnuuppbygging í heimabyggð gæti til dæmis verið  efnalaug sem yrði orkukaupandi  sem hún getur hugsað sér sem orkukaupendur og væntanlega styður Steingrímur það form iðnaðar úr því hann vill ekki álver. 

En orka úr Þjórsá færi ekki í álver, ef hún yrði virkjuð. Katrín vildi ekki svara hvort Þjórsá yrði þá yfirleitt virkjuð. En það væri einhugur í ríkisstjórninni varðandi virkjanir. Hvort hún styddi  álver á Bakka sem Steingrímur er á móti ? Það  fékkst ekki svar við því en það er einhugur í ríkisstjórninni.

En hinsvegar var það upplýst að hún ætlar að taka þátt í markaði ESB árið 2012 með losunarkvóta O2 og það væri ekkert vitað um hvað við þyrftum að kaupa af kvóta ef við ætluðum að byggja álver.

Ég dreg ályktanir fyrir mig varðandi álver á Bakka og virkjanir í neðri Þjórsá:

Steingrímur er á móti álveri á Bakka og það er einhugur í ríkisstjórninni= Katrín Júlíusdóttir er þá líka á móti álveri á Bakka. Það er einhugur í ríkisstjórninni og því gildir sama  með Jóhönnu. Árna Pál, Katrínu hina, og Hóla-Jón og hvað þeir nú heita sem hér eru ótaldir ráðherrar.= ríkisstjórnin er á móti álveri á Bakka. 

Katrín er á móti því að virkja í Neðri Þjórsá fyrir álver. Það er einhugur í ríkisstjórninni= Ríkisstjórnin er á móti því að virkja í neðri Þjórsá fyrir álver=Ríkisstjórnin er á móti álverum.

Og þá er spurningin hvernig verður með rafmagn fyrir  álver í Helguvík og stækkun í Straumsvík?Ríkisstjórn Íslands ætlar ekki að virkja fyrir álver. En hún er í viðræðum og ferli með það mál allt.

Er þetta ekki akkúrat vinstristjórn eins og við hinir eldri munum þær best? Veit nokkur  hvert þær eru að fara?

Ég hugsa til hans Tryggva Ófeigssonar sem sagði: "Kratar eru verstir"

Við erum komin á losunarkvótamarkað ESB án þess að ég  hafi heyrt á það minnst fyrr. Við töpuðum milljarði á kratabröltinu í framboðinu til öryggisráðsins. Utanríkisráuneytiskostnaðurinn hefur nær  tvöfaldast á skömmum tíma undir stjórn krata.  Verðum við ekki komin inn í ESB án þess að vita af því ? Undir stjórn krata.

Stiglitz spyr hvort við þurfum lánin sem Steingrímur krefst af AGS. Mér fannst hann draga það í efa og að krónan okkar væri bara besta skinn.  Ég spyr er ekki líka best að  ganga úr EES og stjórna ferðinni í innflytjendamálum til þess að hefta aðsókn A-Evrópubúa í yfirfulla spítalana okkar? Ögmundur ætlar í stórfelldan niðurskurð þar á næsta ári og þarnæsta. Og það er einhugur í ríkisstjórninni. Er ekki nærtæk sparnaðaraðgerð að fækka sjúklingunum ? Létta á aðsókninni ? Þarf þá ekki að hækka skatta minna?

Þurfum við nokkuð á AGS að halda ?

Vantar okkur ekki aðkallandi svona 2x10 ráðherravit?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Svandís hafnaði að endunýja íslenska ákvæðið, sem þýðir að við erum undir sama hatti með okkar álver og ríki sem brenna kolum til álframleiðslu.

Stuttu seinna splæsti Svavar (fyrir hönd ríkisins) kapmavíni  á erlenda og innlenda samninganefndarmenn, til að skála fyrir Æsseif samningnum sem hann var nýbúinn að skrifa undir.

Sigurður Þórðarson, 8.9.2009 kl. 10:40

2 identicon

Sá eimitt þetta viðtal við Katríunu. Varð fyrir miklum vonbrigðum með hana líkt og með Árna Pál. Kratar virðast allir vera sammála um að koma stjórn landsins í hendurnar á einhverjum öðrum en sjálfum sér.....þeir þekkja ekki aðra leið en að sigla í faðminn á ESB....''ignorance is bliss'' sagði einhver. Þau virðast alla vega vera voða ánægð með að þurfa ekki að taka ákvarðanir af neinu tagi.

Karen Elísabet Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 19:29

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sæll Halldór. þegar verið er að velta fyrir sér gróða af álútflutningi velti ég því fyrir mér hvort talað er bara um hvað við fáum fyrir útflutninginn, án tillits til tilkostnaðar.

Fyrst þarf að flytja allt álið hingað og vinna úr því. Ég er ekki á móti álbræðslu hér á landi en velti því stundum fyrir mér hver sé nettó gróðinn af þessu brambolti í hreinasta og ómengaðasta landi í veröldinni. En þróaðasta álbræðslan er í Straumsvík og kaus ég með stækkun þar. (Held ég sé ekki að fara með rangt mál í því að það sé þróaðast).

Eru ekki auðæfi landsins einmitt fólgin í þeim ómetanlega hreinleika sem Ísland hefur? Væri það ekki hagur veraldarinnar og okkar, að vernda það sem er hreint og ómengað?

Fólk hefur misst heilsuna nálægt Mongtad oljeraffeneri (olíuhrinsunarstöð) í Noregi þar sem eru úrgangstankar, vegna hættulegs úrgangs sem var landað þar í úrgangstanka í óleyfi af erlendu skipi sem laug um hvað þeir losuðu.

það komst upp vegna bilunar á tankinum, sem var ekki til þess gerður að taka á móti svona hættulegum og mengandi úrgangi, sem lak út í andrúmsloftið við bilunina.

Við höfum í raun svo litla hugmynd um hvað mengun heimsins er orðin tortímandi og alvarleg. Margir eru öryrkjar í byggðinni þarna út af þessu mengunarslysi. Það eru ekki mörg ár síðan þetta gerðist. þetta hefur hvorki með krata né aðra flokka Íslands að gera heldur hættulegu alheims pólitíkina. Kv. Anna.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.9.2009 kl. 00:49

4 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Það er hætt við því, Halldór, að við verðum komin inn í ESB áður en við og Vg vitum af því.

Fyrsta spurningin á lista stækkunarstjórans hefði átt að lúta að því hvort við hefðum mannskap til að sinna því sem þarf að sinna í regluverki ESB.

Svarið við þeirri spurningu er NEI. Og þá væri hægt að spara sér að svara hinum 2499 spurningunum......

Ég kom aðeins nálægt nefndarstarfi þar sem verið er að fjalla um jafn einfalt mál og staðla fyrir grjót í brimvarnir. Þessi nefnd hefur verið að störfum a.m.k. í 6 ár og maður fær senda pappíra mánaðarlega eða svo og svo eru haldnir fundir líklega 3svar á ári eða jafnvel oftar. Ef tekið er á öllum málum innan ESB með þessum hætti, þá er morgunljóst að við höfum ekki mannskap til að sinna nema broti af því sem þarf að sinna í samskiptunum við ESB. Við getum heldur ekki sinnt því sem þarf að sinna í regluverki EES og það er væntanlega hluti af því sem leiddi okkur í þann vanda sem við erum í nú. Við þekktum ekki reglurnar og höfðum heldur ekki tíma til að kynna okkur okkar eigin lög, t.d. varðandi lögmæti myntkörfulána.

Ómar Bjarki Smárason, 10.9.2009 kl. 12:19

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Ómar

Kratarnir eru þegar farnir að sækja ráðstefnur og heimboð í ESB um alla Evrópu.  Gaman gaman.

Þetta er rétt hjá þér, það fer öll orkan í kraterí og pappír.

Anna mín,

Hvað hefur sveltandi fólk að gera við hreint grjót í Kringilsárrima ?

Verðum við ekki að reyna að virkja og  bjarga þjóðinni em er í neyð?

Sigurður: Svandís afsalaði sér íslenzka ákvæðinu. Mætti eg fá meira að heyra.?

Halldór Jónsson, 10.9.2009 kl. 13:59

6 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Hafi Svandís afsalað sér-íslenska ákvæðinu getur hún tæpast verið að vinna fyrir þjóðina. Það á ekki að líðast að ráðherrar reki þau ráðuneyti sem þeir stýra sem einhver einkafyrirtæki og séu í eigin sérhagsmunagæslu fyrir sjálfa sig.....

Ómar Bjarki Smárason, 10.9.2009 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 68
  • Frá upphafi: 3418300

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband