Leita í fréttum mbl.is

Ólíkar aðferðir.

 Vinstri stjórnin á Íslandi trúir því að skattahækkanir séu best til þess fallnar að leiða Ísland útúr kreppunni. Besta leiðin til að fá örmagna hest til að standa á fætur sé að berja hann duglega. Erlenda fjárfestingu beri að hindra með öllum ráðum í reynd, hvað sem talað er um annað, sbr hvernig Steingrímur týndi japanska erindinu. Evrópubandalagið geti eitt leyst kreppuna hjá Íslendingum. Til þess að láta okkur samþykkja inngönguna verði fyrst að beygja okkur nógu djúpt í forina. Þannig hljóðar langtíma hernaðaráætlun Evrókratanna.

Í ljósi álits finnska prestsins sem segir að kreppan sé ekki hafin ennþá hjá Íslendingum, hún sé í aðsigi og miklu verri en okkur detti í hug núna,  þá er fróðlegt að skoða viðbrögð Svía við sinni kreppu sem er ef til vill meiri en maður hafði áttað sig á.

Reinfeldt forsætisráðherra Svía er að  lækka tekjuskatt lág- og meðaltekjufólks. Hann vill dreifa byrðunum milli atvinnulífs og einstaklinga. Hlúa verði að atvinnulífinu  þar sem fimmti hver Svíi megi ekki vera án atvinnu. Hann vill lækka skatta á almenningi en ekki hækka þá eins og íslenskir kratar og kommar vilja. Þetta er munurinn á boðskap frjálshyggjunnar annarsvegar og Marxismans hinsvegar. Skattleggja og eyða eftir pólitík á móti því að láta einstaklingana halda fé sínu og eyða því sjálfir. Það er trúin á frjálslynda og þjóðlega umbótastefnu, á grundvelli  einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum sem er valkosturinn  andspænis ríkisvæðingu, umræðustjórnmála, Evrópubandalagsþjónkun og ráðaleysis núverandi ríkisstjórnar.

Kreppan dýpkar, vandinn vex. Aðeins nýjar kosningar og aðkoma Sjálfstæðisflokksins að stjórn landsins geta leyst vandann. Hvenær þjóðin skilur þetta er svo annað mál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 42
  • Sl. sólarhring: 42
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 3419912

Annað

  • Innlit í dag: 40
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 40
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband