Leita í fréttum mbl.is

Kosningar ?

Ég bað ekki um kosningar í vor. Þær voru barðar yfir mig og þjóðina af  Austurvallarindjánunum.  Hvað fengum við útúr þeim ? Gersamlega óstarfhæft Alþingi, þar sem ringulreiðin ein ríkir.

Nú er þjóðin búin að fá að sjá til hvers þessar vetrarkosningar leiddu. Mest til umræðustjórnmála um aukaatriði eins og ESB og Icesave  meðan þjóðin sökk dýpra í vandann.

Er ekki rétt að Alþingi myndi núna einhverja bráðabirgðastjórn?  Þessi stjórn geri fyrstu ráðstafanir til kreppulausna, meðan búist er til kosninga við fyrsta tækifæri ?

Er ekki rétt að setja Icesave á Ice? Hætta að ræða það í bili ? Hætta samningaumleitunum í bili ?

Þarf nokkuð að þýða 2500 spurningakverið frá ESB ? Liggur eitthvað á að svara þeim ? Má ekki fresta aðildarviðræðunum til að spara peninga ?

Er ekki rétt að reyna að efla atvinnulífið ?

Er nokkuð frekar að tala um við AGS? Getur sjálfstæð þjóð í eigin landi ekki samið sín fjárlög sjálf?  Þarf einhverja útlendinga til þess? 

Er ekki rétt að kjósa strax og hægt er?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Kosningar áttu að fara fram nú í nóvember þegar búið var að leggja fram

1. fjárlagafrumvarp 2010

2. rannsóknarskýrslu um hrunið

3. lokaútgáfu af Icesavesamningi

4. endurskoðun AGS

5. endurreisnaráætlun alla flokka í smáatriðum

Andri Geir Arinbjarnarson, 30.9.2009 kl. 20:25

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Auðvitað eigum við að setja Icesave á ís.... og þiggja svo þessa aura sem Norðmenn eru tilbúnir að lána okkur í gegnum framsóknarflokkinn.

En ætli þessir peningar sem Norðmenn eru að bjóða séu ekki afgangarnir af því sem Bjarni Ármanns og e.t.v fleiri skildu eftir í Noregi.  Líklega eru þetta bara peningar sem við eigum hvort eð er....

Ég hef reyndar viljað halda því fram að við eigum tilkall til olíuauðs Norðmanna. Þó við höfum brugðið okkur af bæ í nokkur ár, þá er þessi olía úti fyrir vesturstönd Noregs náttúrulega sameiginleg auðlind okkar og þeirra. Og svo vita þeir vel að við erum ekki á vonarvöl til lengri tíma litið, því þeir vita af olíunni sem þjóðirnar eiga sameiginlega á Drekasvæðinu. Við getum alveg leyft okkur að byrja á að taka eitthvað af þessu, núna þegar við þurfum á þessu að halda svo stjórnmálamenn okkar geti hætt að væla um niðurskurð.....

Ómar Bjarki Smárason, 30.9.2009 kl. 23:03

3 identicon

Gamli sáttmáli í notkun á ný.. :)

Pétur Halldórsson (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 08:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 3418210

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband