Leita í fréttum mbl.is

Verjum Ísland !

Ef við reynum að skyggnast í gegnum moldviðrið í kringum Icesave vekja nokkur atriði athygli.

Ríkisstjórnin er að skrifa undir ríkisábyrgð vegna innistæðutrygginga í Englandi og Hollandi. Viðurkennir þær sem núverandi skuld Íslands, sem eigi að bera 250 milljarða í vexti til 2016 og greiðast að fullu. Til þess ætlar ríkisstjórnin að undirgangast skuldbindingar Íslands í erlendum gjaldmiðlum með  um 5.5 %  gengistryggðum vöxtum.

Ríkisstjórnin ber því við, að ríkisstjórn Geirs Haarde hafi lýst því yfir að Íslendingar  bæru ábyrgð á þessum skuldbindingum. Þær yfirlýsingar séu forsendan fyrir þeim samningum sem nú liggja fyrir Alþingi. Þetta sé því arfur ríkissjórnar Sjálfstæðisflokksins, og sá flokkur beri því alla ábyrgð á því hvernig komið sé.

En er þetta allt svona ?

Í fyrsta lagi er ekki við því að búast, að neinn forystumaður þjóðar  sem liggur á hnjánum og leitar eftir aðstoð heimsins til þjóðar í nauðum, sendi frá sér annað en auðmjúkar yfirlýsingar um góðan vilja þjóðarinnar að gera gott úr málinu. En núna, ári seinna, verðum við að átta okkur á því Íslendingar, að þessar yfirlýsingar hnigu að því að Íslendingar myndu gera sitt besta við að leita að viðunandi niðurstöðu í málinu. Þær skuldbundu ekki Alþingi sem eitt hefur fjárveitingavaldið.  Þetta varð  að gera þá til þess að reyna að slæva þá elda sem loguðu um allan heim. 

Þetta höfum við Íslendingar reynt að gera allar götur síðan.  Við höfum leitað samninga á samninga ofan en ekki haft árangur sem erfiði. Okkur eru aðeins boðnir afarkostir og engir aðrir. Því miður hafa samningamenn okkar verið teygðir alltof langt af viðsemjendunum í að játa sakir á okkur umfram það sem efni standa til. Síðasta útgáfa samninganna er óásættanleg vegna þess að mögulegar dómsniðurstöður, útlendra dómstóla, eiga ekki að hafa áhrif á greiðslurskyldu landsins.Þetta er óásættanlegt fyrir Íslands hönd.

Íslensk stjórnvöld lýstu því yfir við hrunið, að innlendar innistæður Íslendinga í íslenskum bönkum væru tryggðar. Þetta varð að gera til að forða áhlaupi á bankana innanlands. Það tókst og ríkið þurfti ekki að greiða miklar fjárhæðir vegna þessa.

Á grundvelli jafnræðisreglu krefjast útlendingarnir sama fyrir sitt fólk vegna Icesave innistæðna í sínum löndum. Slík tilvik eru hinsvegar samkvæmt tilskipun EES afgreidd með stofnun sérstaks tryggingasjóðs innistæðna á Íslandi. Þessi sjóður starfar samkvæmt íslenzkum lögum og er í íslenzkum krónum. Það er beinlínis bannað skv. Evrópuréttinum að þessi sjóður sé með ríkisábyrgð og því er ríkisábyrgð á skuldum hans utan þess sem hægt er að krefjast. Allur ríkisábyrgðarkafli Icesave samninganna er því í frjálsu boði íslenzka ríkisins. Greiðslur úr tómum sjóði verða það líka.

Neiti Íslendingar núna, að fullgilda Icesave samningana, myndu kröfuríkin væntanlega höfða innheimtumál ef ekkert annað væri í boði. Íslendingar myndu í versta falli væru þeir lögsóttir fyrir brot á jafnræðisreglum, þurfa að greiða lágmarksinnistæðutryggingar úr þessum sjóði til einstaklinga sem áttu inneignir í Icesave. Þeir þyrftu engar bætur að greiða til félaga sem ættu slíkar innistæður í Icesave, þar sem um slíkar innistæður gilda reglurnar ekki. Málssókn gegn sjóðnum myndi fara fram á Íslandi. Allar bætur úr sjóðnum yrðu greiddar í íslenzkum krónum í íslenzkum bankaseðlum.

Engir vextir yrðu greiddir ofaná tryggingargreiðsluna þar sem vátrygging bætir aðeins tjón en ekki afleitt tjón svo sem vaxtatap. Engar vaxtagreiðslur eiga því að koma til.

Það er því höfuðatriði fyrir framtíð þessarar þjóðar, að Alþingi felli Icesave samninginn sem þar liggur fyrir og tilkynni Bretum og Hollendingum að Íslendingar muni aðeins greiða samkvæmt framansagðri skyldu úr tryggingasjóði innistæðna.

Væntanlega þýða þær málalyktir, að engin Evrópuþjóð né heldur Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn muni veita nein lán til Íslands. Við þessu verður að búast og leita annarra leiða til fjármögnunar. Engin ástæða er til að örvænta um að slíkar lausnir finnist ekki. Hættan af þeim Icesave-samningi sem nú liggur fyrir er hinsvegar mun meiri fyrir alla framtíð þjóðarinnar og næstu kynslóðir Íslendinga.

Þjóðin á því allt sitt undir því að Alþingi haldi sameinað á málstað Íslands í þessu stærsta hagsmunamáli í Íslandssögunni. Máli sem á sér ekkert fordæmi hvað stærð og afleiðingar fyrir eina þjóð snertir síðan Versalasamningunum var neytt upp á hina sigruðu þýsku þjóð 1918.  Slíka nauðung má aldrei endurtaka gagnvart neinni þjóð.

Gefumst því ekki upp fyrir Íslands hönd ! Allir Alþingismenn eru þingmenn Íslands en ekki annarrra ríkja !

Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér !

Verjum Ísland !

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

HEYR!

Helga Kristjánsdóttir, 22.10.2009 kl. 18:17

2 identicon

heyr heyr...........þessa ræðu verður að þruma yfir steinhönnu.....

Karen Elísabet Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 21:55

3 Smámynd: Elle_

Sorglegt hvað Steingrímur Joð er fastur í vasa einvalds-fylkingarinnar, leppa Evrópuríkjanna.  Hreint sorglegt.   Þau fara í einu og öllu eftir kröfum AGS-tortímingarvaldsins, handrukkara Breta og Hollendinga.   Og kenna svo gamla Sjálfstæðisflokknum um þeirra núverandi afglöp.  Og endalaust er ég mest hissa á Steingrími að ætla að koma með svona rökleysu, að það jafngildi ábyrgð á Icesave að hafa undir ógn skrifað undir vilja-yfirlýsingu (Memorandum of Understanding) um ÁBYRGÐ SAMKVÆMT LÖGUM.  Það er himinn og haf þar í milli. 

Elle_, 22.10.2009 kl. 23:29

4 Smámynd: Elle_

Átti að vera leppi Evrópuríkjanna. 

Elle_, 22.10.2009 kl. 23:35

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta. Hugsið ykkur hvað fólk er  orðið dofið af Icesave, það er eins og allir nema þið séuð búnir að gefa þetta frá sér.

ElleE , þetta er einmitt sá punktur sem Steingrímur vill alls ekki skilja. Hann er fastur í því að Sjálafstæðisflokkurinn sé sá sem lofaði að borga allt Icesave og hann sé blásaklaus að ganga frá málinu eftir þann flokk ! 

Halldór Jónsson, 23.10.2009 kl. 07:54

6 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Heyr, heyr, heyr ! ! !   Góð færsla Halldór, þyrfti að hljóma á Alþingi, Austurvelli, Dawning Stræti og víðar.

Tómas Ibsen Halldórsson, 23.10.2009 kl. 10:34

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Því miður er þetta einskis nýtt og fortíðarstýring. Við hefðum getað farið þessa leið en hún er ekki opin lengur. Mér er sagt af lögfróðum manni að ríisábyrgðin með fyrirvörunum frá í sumar sé í gildi hvað sem verður um afgreiðslu Alþingis núna.

Alþingi er komið í sitt gamla hlutverk að vera stimpilpúði framkvæmdavaldsins með strengjabrúður sem rétta upp hendur eins og sprellikarlar þegar Jóhann togar í spottann sem lafir niðurúr þeim. Restin er bara leiksýning. Það er búið að tortíma fjárhagslegri framtíð landsins. Heill forseta vorum og fósturjörð. Evrópusambandið lifi!

Samningurinn sem landráðaríkisstjórnin er búin að undirrita sé þjóðréttarlega í gildi. Engu máli skipti hvort Alþingi stimpli samninginn eða ekki. Þetta er búið spil. Ísland borgar, Ísland er glatað.

Aðeins ný ríkisstjórn getur sagt upp samningnum og tilkynnt um að ekki verði borgað vegna greiðsluþrots eins og Argentína gerði.

Þetta Icesave er búið spil. Hættum að tala um þetta og einbeitum okkur að hrekja landráða-og landssöluöflin frá  völdum.

Halldór Jónsson, 23.10.2009 kl. 12:09

8 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þessi pistil þinn Halldór er góður, en síðasta athugasemd þín er það ekki og líklega gerð í fljótræði.

 

Við skulum halda til haga, að dagsetningin 23.október hefur enga merkingu, eins og menn höfðu þó verið að halda fram og ég trúði. Við skoðun,  komst ég að þessari niðurstöðu fyrir nokkrum dögum.

 

Vissulega skiptir máli hvernig ábyrgð á Icesave-samningi II verður afgreidd af Alþingi. Ef ábyrgðinni er hafnað gildir áfram ábyrgð á Icesave-samningi I. Ef hún er samþykkt og hlýtur uppáskrift forsetans, tekur hún gildi, en sú eldri fellur úr gildi.

 

Þessi samningur, sem undirritaður hefur verið af Icesave-stjórninni, hefur ekki þjóðréttarlegt gildi (greiðslu-gildi) fyrr en Alþingi hefur samþykkt hann. Aðeins Alþingi getur fellt núgildandi ábyrgðarlög úr gildi og auðsjáanlega ekki nýj eða gömul ríkisstjórn. Enginn nema Alþingi, með samþykki forsetans,  getur lögfest fjárskuldbindingar ríkisins og þar með þjóðarinnar.

 

Ég tek undir það sem þú segir Halldór:

 

Það er því höfuðatriði fyrir framtíð þessarar þjóðar, að Alþingi felli Icesave samninginn sem þar liggur fyrir og tilkynni Bretum og Hollendingum að Íslendingar muni aðeins greiða.........úr tryggingasjóði innistæðna.

 

Nú er mikilvægast að fella ábyrgðarlögin úr gildi og hafna það með Icesave-samningnum. Þetta hefur allan tímann verið það sem Alþingi átti að gera. Þrátt fyrir allt, þá er staða okkar sterk sem fullvalda þjóðar og núverandi kynslóð verður að taka þann slag sem framundan er. Ekki er sæmandi að fresta málinu og láta kynslóðir framtíðar glíma við þær aðstæður sem við höfum skapað okkur.

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 23.10.2009 kl. 15:19

9 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Voðalegt bull í þer Halldór. Þið sjálfstæðismenn komist ekki i Himnariki nema hætta svona bulli. Þið sjálfstæðismenn stofnuðu til icesave skuldarinnar þið ættuð bara sjálfir að borga þetta en ekki þjóðin.Kveðja Árni Björn micasa@simnet.is

Árni Björn Guðjónsson, 23.10.2009 kl. 16:01

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Herr Kollege Loftur

Lögmaður minn tjáði mér, að felldi Alþingi þennan samning nr.lll þá væri nr.ll í gildi með þeim fyrirvörum sem í honum væru. Undirskrift ríkisstjórnarinnar, sem er komin, hefur þjóðréttarlegt gildi. Ríkisstjórn sem skrifar undir er lögleg ríkisstjórn og á að styðjast við þingmeirihluta. Bretar og Hollendingar líta svo á að þeir séu með gildan samning. Alþingi er að spá í hvort það eigi að veita ríkisábyrgð á greiðslur úr tryggingasjóðnum. Ríkisstjórnin fyrirskipar Seðlabanka að greiða samkvæmt samningnum, Alþingi kemur þar ekki nærri.

Þetta verður þá yfirdráttur ríkissjóðs og Alþingi samþykkir fjáraukalög eftirá.

Er þetta ekki svona ? Ég vona að þú sýnir mér fram á þetta sé ekki fljótræðislega ályktun. 

Árni minn guðsmaður, þú veist að himnaríki er hjartahreinna. Og það erum við Sjálfstæðismenn eins og þú veist. Flokkurinn okkar stofnaði ekki Icesave. Hann skipulagði ekki fall Lehmans bræðra né alþjóðlegu lánsfjárkreppuna. Það stendur ekkert um þetta í sjálfstæðistefnunni þannig að þú heldur fram rangindum og lasti. Og þú veist alveg hvaða ráðningu óguðlegir fá í hreinsunareldinum.

Halldór Jónsson, 23.10.2009 kl. 16:46

11 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Sæll Halldór.

 

Ég hef nokkrar athugasemdir við það sem þú skrifar, þótt ég hafi ekki lögmann mér við hlið, til að staðfesta mál mitt. Fyrir það fyrsta, þá hefur Alþingi sett ein ábyrgðarlög (I) við fyrri Icesave-samning ríkisstjórnarinnar. Til umræðu er setning ábyrgðarlaga númer tvö (II). Ef lög II eru samþykkt þá falla lög I eðlilega úr gildi.

 

Um þjóðréttarlegt gildi samninga má deila, en ef þeir fjalla um fjármál og samþykki þjóðþings þarf til að samningurinn öðlist gildi, þá virðist mér augljóst að þjóðréttarlegt gildi samningsins sé ekkert, þar til þjóðþingið hefur veitt það.

 

Engin lög kveða svo á, að ríkisstjórn þurfi að styðjast við þingmeirihluta. Það er forsetinn sem skipar ríkisstjórnir og hann getur afturkallað það umboð. Ríkisstjórn í okkar stjórnkerfi er bara framkvæmda-aðili og hefur ekkert sjálfstætt vald.

 

Ríkisstjórnin getur ekki fyrirskipað Seðlabankanum að greiða Icesave-reikninga. Þetta mál er á engan hátt tengt Seðlabankanum, heldur Tryggingasjóðnum eins og þú nefnir. Alþingi er að fjalla um ábyrgð á Icesave-samningnum vegna þess að án þeirrar ábyrgðar hefur Icesave-samningurinn ekkert þjóðréttarlegt gildi.

 

Alþingi er ekki skyldugt til að samþykkja fjáraukalög. Yfirdráttur ríkissjóðs er formlega séð ekki löglegur og Alþingi gæti gert ríkisstjórnina ábyrga fyrir öllum yfirdrætti. Þú ættir minn kæri Halldór að ræða málið betur við lögmanninn. Ég bíð fregna, með eftirvæntingu.

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 23.10.2009 kl. 18:20

12 identicon

sæll Halldór og aðrir bloggarar

Mér þykir vænt að heyra loks menn ræða um að sameinast um eina afstöðu í þessu máli sem og örðum sem snúa að hag okkar. Við þurfum sem þjóð að draga okkur upp úr fari eigin hagmuna pots og standa saman að lausnum í okkar málum. Þingheimur náði á síðasta sumri að sameina krafta sína um lausn máls sem er okkur fjötur um fót.

En það bíða okkar engu minni verkefni og þeim mun lengur sem við eyðum tíma okkar í innan hús deilur þeim mun minna munum við áorka sem þjóð.

Það vita allir að allir hafa gert mistök í þessu máli og engin öðrum minna sekur.

tökum höndum saman um að vinna bug á þeirri stöðnun sem hér á landi ríkir og vinnum sigra. það er miklu meira sem sameinar en það sem sundrar.

góðar sundir

Dofri Þórðarson

Dofri Þórðarson (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 18:22

13 Smámynd: Elle_

Ef undirskrift ríkisstjórnar dygði, þyrftum við ekki Alþingi við.   Og Evrópu - og Icesave - sinnar gætu gert ríkissjóð ábyrgan fyrir öllu sem þeim dytti í hug.   Og ég skil ekki lögmanninn.

Og Bretar og Hollendingar geta haldið það sem þeir vilja, enda væri það ekkert nýtt.   

Ríkisstjórn finnst mér líka vera rangnefni því þau misnota orðið og vaða of oft yfir Alþingi.  Alþingi fer með æðsta valdið og vinnur ekki undir ríkisstjórninni.   

Elle_, 23.10.2009 kl. 21:02

14 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Þið sjálfstæðismenn kunnið ekki að iðrast. Þvi miður afþ´vi er þetta svona rugl.

Árni Björn Guðjónsson, 23.10.2009 kl. 22:40

15 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég var á fundi með Birni Bjarnasyni áðam og spurði hann útí Icesave málið. Hann sagði að samningurinn tæki ekki gildi nema Alþingi samþykkti hann. Annars væri ekki verið að leggja hann fyrir Alþingi.

Þannig er enn rými til að fella hann í heild sinni, spara tvöhundruðmilljarða í vaxtagreiðslur og borga innistæðutryggingu í íslenzkum krónum.

En landsöluflokkunum liggur svo mikið á að komast í ESB að þeir kaupa það hvaða verði sem er.

Halldór Jónsson, 24.10.2009 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 84
  • Sl. viku: 127
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 77
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband