Leita í fréttum mbl.is

Skipta Skrímslinu ?

 

Nú á ríkið loksins tækifæri á að koma á heilbrigðri samkeppni í nýlenduvöruversluninni. Hagar, sem þeir erkifeðgar Jón Ásgeir og Jóhannes keyptu undan skiptastjóra við Baugsfallíttið, eru komnir á vald ríkisins. En þá er það ekki hægt.

Nú á ríkið tækifærið sem Davíð gekk úr greipum, til að skipta markaðsráðandi fyrirtækinu upp eins og Kanarnir skiptu upp Standard Oil á sínum tíma með auðhringalögunum. Auðvitað urðu partarnir allir stærri en upphaflega félagið í Texas en það er nú bara gangur lífsins. Auðvitað yrði Jóhannes fljótt stærstur aftur fengi hann einn partinn, því auðvitað enginn kann að selja kjötfas betur en Jói gamli. En leikurinn yrði jafnari um stund.

En þá koma auðvitað styrkirnir til Samfylkingarinnar og ESB hugsjónarinnar til álita. Það er ekki hægt að hugsa sér annað en aðrar reglur gildi um Haga en Húsasmiðjuna.  Feðgarnir verða að halda töglum og högldum  í Högum í heild sinni með blessun Mjallhvítar og börðum Rauðgrana. Það er bara spurning um hvernig eigi að gefa þeim eftir skuldirnar.

Þessvegna er ekki hægt að skipta skrímslinu ! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Halldór,

Ruglið heldur bara áfram og brátt verður landið aftur fullt af mönnum sem eiga stór gjaldþrota fyrirtæki og jafnvel gjaldþrota banka með fulla gáma af peningum.  Viðskipti á Íslandi virðast vera alveg komin hringinn og nú eru þeir stærstir og sterkastir sem eru í stærstum gjaldþrotunum.  Af hverju er þessu rugli ekki lokað fyrir fullt og allt og reiturnar hirtar af þessu liði sem kom þjóðinni á hausinn?

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 3.11.2009 kl. 06:41

2 identicon

ég auglýsi eftir viðmiðum og reglum sem á að fara eftir þegar fyrirtæki stefna í þrot....

Karen Elísabet Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 17:26

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Arnór, það er hætt við að snjallir menn komi upp aftur í nýjum gervum, gamalt vín á nýjum belgjum. Þeir sem eru djarfastir skera sig venjulega úr.

Karen,

í Bandaríkjunum fara menn sem geta ekki borgað á hausinn. Bara gerðir upp, veðin tekin af þeim og málið búið. Þú ert frjáls maður og getur byrjað uppá nýtt. En í Evrópu, sem Kratarnir þrá svo heitt að láta gleypast af, þá er  regluverkið og venjurnar allt þyngra.

Gjaldþrota maður er eltur út yfir gröf og dauða og það er hægt að kvelja hann til æviloka ef veðið sem hann setti fyrir láninu sínu dugar ekki lengur fyrir hækkuninni á skuldinni, td. eins og núna þegar gjaldeyrislánið hefur tvöfaldast en eigin lækkað um þriðjung. Hann er brennimerktur og útskúfaður með ónýta kennitölu.

Ég reyndi að ná eyrum landsfundar Sjálfstæðisflokksins með nauðsyn á nýjum gjaldþrotalögum en þau reyndust svo full af "lögfræðingamerg" og lítið komst í gegn.

Halldór Jónsson, 4.11.2009 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband