Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Evrópudellan

Það er oft gaman að hlusta á Jón Baldvin Hannibalsson. Á laugardagsmorgun  var hann í útvarpinu ásamt fleirum  í Krossgötum.  Þar lýsti hann því að Reykjavík væri amerísk borg, urban sprawl,með engar almenningssamgöngur og 3 bíla á hvert heimili. En hann vildi ganga í Evrópusambandið og finnst hann vera Evrópumaður, enda var Lenin Rússi og maður gleymir ekki pólitískum uppruna sínum.

 

Mér fannst þetta athyglisvert og leiddi hugann að mörgu sem ég skil í raun ekki.

Það er alltaf verið að tala um að við séum Evrópuþjóð, sem eigi að ganga í Evrópusambandið og taka upp Evru. Við erum líka alltaf að taka upp Evrópustaðla og reglugerðir og lepjum allt upp hrátt sem þaðan kemur. Frjálst flæði innflytjenda og hver veit hvað.

 

Hvað er Evrópusambandið ? Það er tollabandalag gegn Bandaríkjunum sérstaklega og svo öllum utan bandalagsins. Það er innbyrðis hagsmunasamband sem hefur gert margt gott fyrir bandalagsþjóðirnar og haldið friðinn milli Þjóðverja og Frakka-, enn sem komið er.

 

Jón Baldvin kemst hinsvegar að þeirri niðurstöðu að við séum Evrópuþjóð, sem eigi að hanga aftan í Norðurlandaþjóðunum. Við séum hinsvegar varnarlaust rekald, sem er rétt..

 

Er þetta Evróputal ekki þráhyggja sem við erum hætt að efast um ? Erum við ekki miklu bandarískari að allri menningu og lífsstíl heldur en við tökum eftir. Væri okkur ekki hollara að taka meira mið af bandarískum stöðlum og reglugerðum heldur en að hanga svona í Evrópu.

 

Tölvan  og netið eru fædd í Bandaríkjunum. Bandarískir staðlar voru  langt á undan evrópskum stöðlum, sem eru í rauninni oft léleg stæling á bandarískum stöðlum, og auðvitað til muna ógreinilegri og þvælukenndari eftir að þýzkir grillufángarar hafa dritað í þá ótal breytum sem takmarkaða þýðingu hafa. Öll bestu burðarþolsforrit heimsins eru bandarísk og þau nota íslenzkir verkfræðingar . Þar þvælast bara evrópustaðlarnir fyrir þó að forritin verði sífellt betri og geti stillt sig á evrópskar kenjar sum hver. Allt þetta evrópukjaftæði bara stórspillir fyrir á flestum sviðum, til dæmis Rarik og Orkusalan, tveir reikningar fyrir einn og áfram má telja. Tveir einokunaraðilar í eigu sama aðila í stað eins með tvöföldum kostnaði er það sem Íslendingar hafa uppúr þessum eltingaleik við þessa Evrópuhugmynd.. En einkafyrirtækið Frumherji  hefur svo einkaleyfi á öllum orkusölumælum ! Hvaða evrópuformúla skyldi það vera. ?

 

Þetta er ekki bandarísk nálgun að rekstri. Bandaríkin eru svo langt á undan Evrópu tæknilega, að þar skilur himin og haf. En okkur er innrætt að líta niður á þau af því að Bush sé bjáni og þeir eigi ekki neinar fornsögur eins og við. Þessvegna megum við ekki nota hér bandaríska staðla samhliða evrópustöðlum, ekki reikna í þeirra einingum ef við viljum og svo framvegis.

Flugið er líka fætt í Bandaríkjunum og flugeiningar eru bandarískar, fet, hnútar, mílur etc. Samt lepjum við upp allt frá Evróusambandinu, gott eða illt gagnrýnislaust , en blásum á allt bandarískt, bæði próf, menntun osfrv.. Sem eru þó  mesta flugþjóð í heimi.

 

Mér finnst ég ekkert vera neinn sérstakur Evrópumaður. Mér finnst við Íslendingar séum ekki  nein sérstök Evrópuþjóð. Við erum frjáls þ.jóð sem liggur á krossgötum sem getur nýtt það besta úr báðum heimum. Við lifum í amerískum stíl, við hugsum eins og bandarískur kapítalisti þó við séum enn sannfærð um nauðsyn öryggisnets þjóðfélagsins.

 

Við erum bílaþjóð sem vill ekki keyra í strætó, lifa í þröngum miðbæjum með fylleríi og sukki á götunum. Við viljum vinna og græða peninga og  búa í úthverfum. Urban sprawl er það sem við viljum. Við viljum geta ferðast að vild en við viljum  ekki yfirfylla hér allt með gagnkvæmni í innflytjendafjölda.

 

Evrópusambandið getur enga ákvörðun tekið ef kemur að hernaði.Sjáið þið hvað það gat gert í Bosníu . Það var bara Kaninn sem gat leyst það mál þó að það stæði Evrópusambandinu nær.

 

Það er ekkert gagn í norskri orustuþotu, því það er ekkert á bak við hana sem einhver hræðist. Bandaríska flaggið þýðir bisness. Á bak við það er ein þjóð með eina stjórn, vitlausa stjórn eða ekki, það er stjórn sem getur tekið ákvörðun og framfylgt henni. Í Evrópusambandinu er öllu skotið í nefnd, sem auðvitað getur aldrei afgreitt neitt. Því er ekkert gagn í varnarsambandi við Evrópu öðru vísi en hægt væri að gera hernaðarbandalag við einstakt ríki, Frakka eða Þjóðverja. Það er bara ekki hægt. Því verðum við að treysta á Bandaríkin okkur til hjálpar ef til stykkisins kemur auk þess sem við ættum að treysta á okkur sjálf í ríkari mæli.

 

Eigum við ekki að velta þessu Evróputali aðeins betur fyrir okkur? Evrópa hefur aldrei getað leyst sín mál sjálf. Hún hefur alltaf orðið að treysta á Kanann sér til bjargar þegar í harðbakkan slær. Og auðvitað hreytt skít í hann í þakklætisskyni þegar ógnin er afstaðin. Blair reyndi þó að vera vinur vinar síns í Irak og þeir Dabbi og Dóri líka En af því að allt gengur ekki eftir plani, þá stöndum við og görgum gegn Bandaríkjunum. Ekki finnst mér okkur alltaf farast stórmannlega.

  

Góð innrás fyrir Bush og Brown ?

Það er nú meira hvað er búið að hakka á þeim Blair og Bush fyrir innrásina í Irak. Nú er Blair farinn mikið til af frústrasjón yfir þessu öllu og menn bara telja dagana hans Bush. Margir segja að hann fái heldur dapurleg eftirmæli sem forseti Bandaríkjanna miðað við hina fyrri. Honum veitti ekki af andlitslyftingu þessa dagana eða hvað ?

Það er eiginlega skítt að menn minnist aðeins Blair fyrir Irak. Svona álíka eins og menn minnast aðeins Lyndon B. Johnson fyrir Viet Nam. Báðir þessir kallar gerðu margt annað sem var gott fyrir þjóðir sínar. En múgurinn og fjölmiðlarnir öskra bara á þá þessi nöfn.

Nú er Robert Mugabe búinn að leiða þvílíkar hörmungar yfir Rhodesíu, það áður fagra fyrirmyndarland, að alþjóðasamfélagið getur varla setið lengur hjá.Verðbólgan hjá honum er yfir 4000 % , 30 sinnum meiri en þegar okkar mönnum  tókst best upp. Atvinnuleysið er 70 %.

Hvað á þetta að ganga lengi ? Af hverju gerum við ekki innrás og tökum völdin af þessum skálki í þágu almennings í landinu.  Tökum af þeim byssurnar sem þeir nota til að drepa hvern annan með. Komum á röð og reglu og setjum einhvern mann með viti yfir landið. Og öllum almenningi verður vel borgið í þessu landi mjólkur og hunangs þegar heimskan verður gerð útlæg. 

Þarna er góð innrás í boði fyrir þá Bush og Brown sem gæti tekið af þeim hitann af Írak og Afganistan .  


Eru árásir á lögreglumenn léttvægar ?

Ég las að maður var dæmdur í 5 ára fangelsi fyrir að reyna að drepa annan mann með því að stinga hann í bakið með hníf. Þetta var tilraun til manndráps að dómi réttarins.

Ég las líka að lögreglan fór að hassverksmmiðju. Þar tók á móti þeim maður sem sigaði 3 Dóbermann hundum á lögreglumennina. Einn beit lögreglumann í lærið.

Lesandinn ímyndi sér hvernig er að verða fyrir árás þriggja Dóbermann hunda ? Hvað geta þeir gert þér ?

Á lögreglustöðinni er manninum sleppt eftir yfirheyslu. Og hundunum líka, þeir eru bara að hlýða húsbóndanum. Það er ekki einu sinni fréttnæmt hvernig lögreglumönunum reiðir af ?

Ef maðurinn hefði verið vopnaður byssu og skotið á lögreglumennina, hvað hvefði þá verið gert ?

Manninum sleppt með byssunni sinni eftir yfirheyrslu ? Skilorðsbundinn dóm einhverntíman seinna ?

Hvað hefði gerst  ef þetta atvik hefði átt sér stað í Bandaríkjunum ?

iGengur þessi ræfildómur í réttarkerfinu ekki fram af manni ? Það er enginn óhultur hér fyrir ofbeldismönnum sem hika ekki við að kýla og skalla lögreglumenn og komast upp með það.

Skilja menn ekki á Íslandi að lögreglumaður er fulltrúi íslenzka ríkisins hversl laga hann er gæta. Árás á íslenzka ríkið er stríðsaðgerð sem verður að svara með öllu afli sem þjóðin á til.  

Ofbeldismenn á að taka úr umferð og ekki með neinum silkihönskum og láta þá sitja í gæsluvarðhaldi þar til dómur hefur gengið og eiga þeir að hefja afplánun í framhaldi af því.

Það þarf að byggja nægileg fangelsi ti, að anna þessu og sjá til þess að dómskerfið ráði við þetta ofbeldi allt saman. Innbrot og smáþjófnaðir og einhverjir heiðarlegir stútar við stýri skipta miklu minna máli en þetta fólk sem gengur um og drepur eða hálfdrepur hvern sem á vegi þess verður.

Þetta er ekki stór hópur sem við er að fást. Þegar þeir eru komnir af götunum þá kemur margt annað af sjálfu sér.

Annað er ekki ásættanlegt ef þetta land á að teljast friðað og siðmenntað land. 


Hvað eru kólumbískar flóttakonur að flýja ?

Hingaðer von á 30 flóttakonum frá Kólumbíu. Það var verið að lesa upp skilgreiningu á hugtakinu flóttamaður í útvarpinu í dag. Hún skýrir frá því, að flóttamaður sé sá sem mun sæta ofsóknum í heimalandi sínu vegna skoðanan sinna eða trúar og vill ekki una lögsögu heimaríkis síns. Ástandið í Írak og Afganistan  hefur aukið flótamannaframboð um milljónir manna.

En af hverju konur frá Kólumbíu ? Ekki er neitt stríð þar ? Ekki stunda stjórnvöld ofsóknir á hendur þegnunum. Þar er hinsvegar að finna mikla fátækt og örbirgð, sem nóg er af allstaðar í heiminum. Flótti frá slíku er hvergi  viðurkennd ástæða  fyrir flótamannsnafnbót. 

Nei, það er einhver íslenzk kona, sem hefur sérstakan áhuga á auknum tengslum sið Suður Ameríku sem stendur fyrir þessum flutningum. Vonandi hefur hún valið þriflegt og læknisskoðað kvenfólk sem íslenzkir kvenmannslausir kallar  verða fljótir að barna.  Kannske  hittum við þær síðan á íslenzka sósíalnum, sem er áreiðanlega himnaríki miðað við þau lífskjör sem þær koma úr.

Bravó bravó. Gefum Ísland til fátækra um allan heim. Næst fáum við okkur svona 100 flótamenn frá Súdan. Endilega skulum við passa að í hópnum verði aðeins stæðilegar stúlkur á giftingaraldri. Þá kemur kannske einhver varanlegur súkkulaðilitur á landann, sem eyðir þegar stórfé  í brúnkukaup  á hverju ári.

Hvað næst ?

 


Enn atlaga að Reykjavíkurflugvelli

Auglýst hefur verið eftir athugasemdum við nýjar skipulagstillögur við Reykjavíkurflugvöll. Þær miðast eins og fyrri tillögur við þá stefnu, að eyðileggja völlinn með tangarsókn. Þarna eru settar íbúðir ofaní brautirnar  en græn svæði hinumegin við þær og fjær flugvellinum.

Ég skora á alla vallarvini að senda inn mótmæli. Annað hvort í stíl fylgismanna Jóns Sigurðssonar  sem sögðu vér mótmælum allir, eða þá með þeim rökum sem þeir kjósa að tína til.  Textinn sem ég sendi inn er svona :

  

Vísað er til auglýsingar yðar um breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024, dags. 06.06.07., sem birt var í dagblöðum þann sama dag, og fjallar um tillögu Reykjavíkurborgar um aukið byggingamagn á Hlíðarendasvæði í Vatnsmýri.

 

Í tillögunni felst m.a. að enn verður þrengt með skipulögðum hætti að Reykjavíkurflugvelli. Hér er á ferðinni framhald herferðar gegn  flugvellinum sem stefnir að því að þrengja svo að honum að hann verði smátt og smátt óstarfhæfur.

 

Undirritaður mótmælir þessum vinnubrögðum og vísar til þess, að fylgismönnum tilvistar Reykjavíkurflugvallar á sínum stað hefur fjölgað mikið en andstæðingum fækkað.Sýna kannanir ótvírætt þessa þróun. Æ fleiri gera sér ljóst mikilvægi þeirra gífurlegu verðmæta sem flugvöllurinn er og þeirra mannvirkja, starfsemi og þekkingar  sem á honum er. En við Reykjavíkurflugvöll er starfandi stærra þekkingarþorp heldur en er að finna í næsta nágrenni hans.

 

Í minnisblaði borgarstjóra og samgönguráðherra, dags. 11. febrúar 2005, er m.a. birt samkomulag þeirra þess efnis að það sé "sameiginlegur skilningur aðila að núverandi reit á deiliskipulagi, sem hefur verið merktur flugstöð, verði ráðstafað til annarra þarfa eftir nánari samkomulagi aðila".  Jafnframt er í minnisblaðinu staðfest samkomulag þeirra að stefnt verði að byggingu samgöngumiðstöðvar á norðaustursvæði flugvallarins, annað hvort samkvæmt "norðurkosti" eða "hótelkosti".  Þess vegna er nauðsynlegt að sýnd verði eðlileg tenging flugbrauta við flughlað fyrirhugaðrar alhliða samgöngumiðstöðvar á norðausturhluta flugvallarsvæðisins svo og nauðsynlegra umferðarleiða að og frá slíkri miðstöð.

Slíka tengingu er erfitt að sjá fyrir sér að hafi verið undirbúin í sambandi við auglýsta þéttingu byggðar inná flugvallarsvæðið. 

 

Í sama minnisblaði borgarstjóra og samgönguráðherra er hins vegar einnig birt samkomulag þeirra þess efnis að hvor aðili tilnefni tvo fulltrúa í samráðsnefnd til að leggja grunn að úttekt á framtíð flugstarfsemi í Vatnsmýrinni, er taki til flugtæknilegra, rekstrarlegra og skipulagslegra þátta. Þessi nefnd hefur nú lokið störfum án þess að komast að beinni niðurstöðu um hvað gera skuli við Reykjavíkurflugvöll . Mestur hagnaður er að loka honum alfarið. Mesta þjóðhagslega óhagræðið er líka að loka honum. Allir kostir fyrir annan flugvöll eru verri en að hafa hann kyrran. Og þessvegna sé ekki  tímabært að taka neinar ákvarðanir á þessu stigi.

 

Eða eins og segir m.a. í textanum  ( B-kostir eru Burt kostir, A-kostir eru Áframhér-kostir)

 " Með hliðsjón af þeim niðurstöðum sem hérliggja fyrir um mikinn þjóðhagslegan ábataaf B-kostunum verða vart teknar stefnumótandiákvarðanir um Reykjavíkurflugvöllnema að undangenginni nánari skoðun áþeim kostum. Flutningur miðstöðvar innanlandsflugstil Keflavíkur hefur í för með séralvarlegar afleiðingar fyrir innanlandsflugið,eins og fram hefur komið, og því er eðlilegtað skoða fyrst kosti B1a (Hólmsheiði) og B1b(Löngusker). Ekki liggja fyrir veðurmælingará þessum stöðum, og þarf þá fyrst að bæta úrþví. Nú þegar eru hafnar mælingar á vindi,hita og raka á Hólmsheiði og hafa þær staðiðí rúmlega eitt ár. Þessar mælingar þarf að útvíkkaþannig að þær taki einnig til úrkomu,skyggnis og skýjahæðar. Almennt er talið aðveðurmælingar þurfi að standa samfellt í5 ár til að gefa traustar upplýsingar umveðurfarsþætti vegna flugs. Er það í sam-ræmi við vinnureglur Alþjóðaveðurfræði-stofnunarinnar (World Meterological Organization,sbr. WMO 49 Technical Regulations).Reikna verður með þessum tíma fyrir Hólmsheiðina.Þar hófust mælingar í ársbyrjun2006 og þá eðlilegt að reikna frá þeim tíma.Ef til vill mætti komast af með skemmri tímaá Lönguskerjum vegna nálægðar við núverandiflugvöll. Það er skoðun samráðsnefndar-innar að rannsaka beri báða staðina til hlítarmeð tilliti til veðurfars og flugskilyrða endamuni niðurstöður slíkra rannsókna ráðamiklu um stefnumörkun um miðstöð innanlandsflugsí landinu. Þar sem rannsóknartímier langur ætti að skoða báða staðina sam-tímis. Meðan rannsóknir fara fram ber aðforðast allar aðgerðir af opinberri hálfu semgætu þrengt að þessum stöðum eða torveldaðnýtingu þeirra undir flugvöll ef niðurstöðurrannsóknanna sýna að þeir séu hentugir tilþess.Þá er þess að geta að flugvelli fyrir einkaflugog kennsluflug (snertilendingar) verður heldurekki ákveðinn staður fyrr en stefnu-mörkunin liggur fyrir þar sem slíkur flugvölluryrði ekki lagður ef innanlandsflugvöllurverður á Hólmsheiði eða Lönguskerjum.Einnig er rétt að benda á að marga aðra þættiþarf að skoða ítarlega ef til þess kemur aðleggja flugvöll á nýjum stað. Má þar m.a.nefna eignarhald og lögsögu, umhverfismálaf margvíslegu tagi og flugtæknilega þætti,auk hefðbundins undirbúnings fyrir stórarframkvæmdir. Þetta eru umfangsmiklir þættirog nauðsynlegt er fyrir aðila að móta traustsamstarfsform áður en lagt er af stað í vinnuvið þá, samstarfsform sem einnig byði upp áaðkomu annarra hagsmunaaðila, svo semsveitarfélaga sem geta átt hlut að máli.Loks ber að nefna að bygging samgöngu-miðstöðvar er orðin brýn enda núverandi aðstaðaófullnægjandi með öllu. Samráðsnefndtelur vel gerlegt að byggja samgöngumiðstöðþó að óvissu gæti um framtíð Reykjavíkurflugvallar.Sú óvissa kallar hins vegar á mjögvandaðan undirbúning og mikinn sveigjanleikaí byggingunni þannig að laga megi hanaað breytilegri starfsemi.Samkvæmt erindisbréfi nefndarinnar er þaðekki hlutverk hennar að koma með tillöguum ákveðna lausn eða lausnir, heldur að búatil grundvöll sem sé nægilega ítarlegur til aðhann dugi fyrir formlegar viðræður aðila umframtíð flugstarfsemi í Vatnsmýrinni. Þettasetur eðlilega nokkurt mark á niðurstöðurnefndarinnar. " Segja má að eftir skýrsluna séu menn litlu nær hvað varðar framhaldslíf eða endalok Reykjavíkurflugvallar. Niðurstaðan þýðir  tilvistarleysi fyrir flugvöllinn og nýtingu hans. Ekkert má gera fyrir flugið. Bið eftir að eitthvað gerist sem gerist jafnvel ekki  ár eftir ár. Á meðan líður öll starfsfemin og tækifæri glatast sem aldrei koma aftur.  En  nefndin leggur einnig áherzlu á að ekkert verði gert til að eyðileggja fyrir framtíð vallarins, sem sífelldar skipulagsbreytingar stefna þó einboðið að. 

Hinsvegar er það borðliggjandi, að á sama tíma og þessi nefnd starfar, er af hálfu skipulagsyfirvalda Reykjavíkurborgar  unnið markvisst að því að þrengja að flugvellinum á allan hátt, sem mun óhjákvæmilega þrengja mjög allt svigrúm til ákvarðanatöku ef niðurstaðan væri að hafa völlinn kyrran, eða valkost A0.

 

Í þeirri atkvæðagreiðslu, sem Borgarstjórn Reykjavíkur efndi til 17. mars 2001.   ákváðu 62,7% Reykvíkinga á kjörskrá að mæta ekki á kjörstað, 1,0% skiluðu auðu, 17,9% kusu að flugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni eftir árið 2016, og 18,4% kusu að flugvöllurinn fari þaðan eftir árið 2016, - en höfðu þó engar vísbendingar fengið hvert hann ætti að fara.

 

Yrði þessi atkvæðagreiðsla endurtekin í sambandi við borgarstjórnarkosningar myndi kjörsókn verða mun meiri og meira afgerandi. Skora ég á núverandi borgaryfirvöld að láta slíka stkvæðagreiðslu fara fram aftur sem könnun á raunverulegri afstöðu borgarbúa til Flugvallarins. Þessi atkvæðagreiðsla gæti best farið fram um leið og Borgarstjórnarkosningarnar árið 2010.

 

Reykjavíkurflugvöllur er í huga undirritaðs  eitt þýðingarmesta samgöngumannvirki Íslands, og því brýnt að standa vörð um það, að á honum verði ekki unnar skipulagslegar skemmdir til langframa á meðan ekki hefur náðst niðurstaða um framtíð hans. Sé svo ekki gert verður búið að útiloka aðra möguleika en flutning hans.  

 

Reykjavíkurflugvöllur   þjónar bæði sem miðstöð innanlandsflugsins, þ.á m. áætlunarflugsins, en hlutdeild þess í almenningssamgöngum til og frá höfuðborginni er um 75% mælt í farþegakílómetrum og um 50% mælt í farþegafjölda. svo og áætlunar- og leiguflugi til næstu nágrannalanda okkar, Færeyja og Grænlands. Og til viðbótar er einkaþotuumferð mjög vaxandi með bæði innlendum og erlendum þotum, svo sem er meðal annarra þjóða. Fróðir menn hafa reiknað út, að innan 10 ára muni 100 einkaþotur verða í rekstri íslenzkra fyrirtækja, sem auðvitað myndu fyrst kjósa sér samastað á Reykjavíkurflugvelli ef hann væri í boði.

 

Það er undirrituðum í raun óskiljanlegt,  að flugvöllurinn skuli ekki vera notaður meira til utanlandsflugs, t.d. til nágrannalandanna, til hagsbóta fyrir alla landsmenn. Tel ég þessa staðreynd  vera beina afleiðingu af pólitískri sókn  einangrunarsinna úr öllum stjórnmálaflokkum gegn allri ferðavæðingu nútíma almennings. Tel hana vera grundvallaða á skammsýni "nesjamannsins" og úreltri íhaldssemi í besta falli. Nútímaþotur eru svo hljóðlátar orðnar, að menn verða lítt varir við komu þeirra og brottför. Væri hagræðið af slíkri starfsemi reiknað inní arðsemi valkosta flugvallanefndarinnar, gæti útkoman orðið til muna hagstæðari fyrir Reykjavíkurflugvöll andspænis uppsprengdu lóðaverði, sem lóðaskortsstefna fyrri borgarstjórnarmeirihluta skapaði á höfurðborgarsvæðinu. Því má búast við að kostnaðarsamanburðir flugvallavalkosta muni verulega síga saman þegar allt verður reiknað og lóðaverð nær eðilegu kostnaðarverði aftur.

 

Bein andstaða er meðal bæjaryfirvalda í  Hafnarfirði, Keflavík, Mosfellsbæ og Álftanesi gegn hverskyns áformum um að beina innanlandsflugi yfir byggðir sínar svo og að láta lönd undir nýjan flugvöll, svo sem á Hólmsheiði, þar sem flugvöllurinn verður að mestu í landi Mosfellsbæjar, Lönguskerjum, þar sem sveitarfélög deila um eignarhald, eða Álftanesi, þar sem flugvelli hefur verið alfarið hafnað. Ekki er vitað um afstöðu Hafnfirðinga vegna flugvallar í Afstapahrauni. En umhverfi hans er vægast sagt óaðlaðandi fyrir kennslu-og æfingaflug, þar sem úfið hraunið í kring útilokar nokkuð vingjarnlegar nauðlendingar.

 

Tilvist Reykjavíkurflugvallar sem varaflugvallar er sem fyrr afar mikilvæg fyrir millilandaflugið um Keflavíkurflugvöll, bæði með hliðsjón af öryggi þess og hagkvæmni.  Samtök ferðaþjónustunnar (SAF), sem er eitt aðildar-samtaka Samtaka atvinnulífsins (SA), er málsvari yfir 300 fyrirtækja í íslenskri flug- og ferðaþjónustu, og hefur ítrekað ályktað um grundvallarþýðingu Reykjavíkurflugvallar fyrir ferðaþjónustuna og greiðar og áreiðanlegar flugsamgöngur.  

 

Þá gegnir flugvöllurinn "einstöku og afar mikilvægu hlutverki í sjúkraflutningum frá landsbyggðinni til Reykjavíkur, og að ekki sé unnt að sjá fyrir aðra og jafngóða lausn í því efni", eins og segir í sameiginlegu áliti landlæknis og sjúkraflutningaráðs undir fyrirsögninni "Öryggissjónarmið og framtíð Reykjavíkurflugvallar", dags. 30. nóvember 2000.  Nálægð flugvallarins við miðlæg hátæknisjúkrahús höfuðborgarinnar er lykilatriði í öllum sjúkra- og neyðarflutningum, og þar með grunnskipulagi íslenskrar heilbrigðis-þjónustu.  Fyrirhugaður samruni sjúkrastofnana og stórfelld uppbygging á lóð Landspítala-Háskólasjúkrahúss við Hringbraut undirstrikar enn frekar þýðingu flugvallarins í þessu sambandi.  Einnig þarf hér að hafa í huga mikilvægt hlutverk flugvallarins í skipulagi og áætlunum almannavarna, bæði hvað varðar flugflutninga til höfuðborgarinnar sem og frá henni.

  

Ennfremur má nefna hér þá  gjörð  fyrri borgarstjórnarmeirihluta að  gefa  Háskóla Reykjavíkur 11 hektara landsvæði undir starfsemi sína við flugbrautirnar. Þetta mun valda flugvellinum enn meiri skaða en menn gera sér almennt grein fyrir, auka á mikið umferðarvandamál borgarinnar og einnig verða til truflunar fyrir nemendur skólans, sem mun verða tíðlitið útum gluggana.  Það er því brýn nauðsyn á  að útvega Háskóla Reykjavíkur annað landsvæði undir starfsemi sína, sem hefði betra aðgengi og meira rými til framtíðarþróunar.Skorar undirritaður á núverandi borgarstjórnarmeirihluta  meirihluta að endurskoða þessa gjörð.

 

Þá er ótalin sú mikla röskun á lífríki og vatnsbúskap sem yrði við þéttingu byggðar skv. deiliskipulaginu. Umhverfis Reykjavíkurflugvöll er að finna einstæða náttúrufegurð. Við völlinn ríkir tignarleg þögn sem veitir borgarbúum og fuglum himinsins hvíld og griðland hraða borgarlífsins. Grænn trefill nær frá Reykjavíkurtjörn og teygir sig þó með með einhverjum slitrum sé til fjalla.

Það eer með ólíkindum að fólk skuli almennt ekki ekki skynja þetta til dæmis þegar það á erindi í kirkjugarðinn, þangað sem allra leiðir liggja einhverntíman..  Allar fyrirhugaðar byggingaframkvæmdir við Reykjavíkurflugvöll beinast því að því að fækka grænum svæðum og að herjað verði á lífríkið og náttúruna með steinsteypu og stóraukinni  bílaumferð.

 

Fyrirhugaðar breytingar á Aðal-og deiliskipulagi Reykjavíkur hniga allar að sama ósi: Þær myndu skerða og þrengja að athafnasvæði Reykjavíkurflugvallar og yrðu til varanlegs tjóns fyrir framtíð flugs í Reykjavík. Það skín útúr þessum tillögum öllum að tilgangurinn er mun fremur að eyðileggja Reykjavíkurflugvöll heldur en umhyggja fyrir því, að borgurunum vanti byggingaland. Af því er yfrið nóg annarsstaðar eins og núverandi borgarstjóri hefur bent á..

 

Í skipulaginu er væntanlegri byggð  þjappað að flugbrautunum,  en græn svæði skipulögð og skilin eftir hinumegin við nýju byggðina í átt að Öskjuhlíð samkvæmt uppdrættinum sem fylgir með auglýsingunni.  Þessu hefði auðvitað verið raðað hinsegin ef tilgangurinn hefði verið skynsamlegt sambýli flugvallar og byggðar.

Í skýrslu nefndarinnar sem áður er vitnað til, er auðvitað reiknanlegt mikið verðmæti byggingarlands undir flugvellinum, þó svo að lóðaverðið sé alltof hátt í ljósi framansagðs.. Mestur er hagnaðurinn meða því að loka flugvellinum og leggja hann niður. Hafa Keflavíkurflugvöll einan með varavelli til dæmis á Bakka,  Selfossi eða Egilsstöðum. Undirritaður vill þó benda á þann veikleika í arðsútreikningum nefndarinnar, að meigamiklir þættir byggjast á því að allir sæki vinnu eða eigi erindi inn að miðpunkti höfuðborgarsvæðisins. Þetta er ekki rétt þar sem bæjarfélögin í kring eru sjálfum sér nóg um flesta hluti og munu veita nærliggjandi þjónustu. Atvinnusvæði framtíðarinnar munu tæplega  verða þar að finna í þessarri miðju og því eru hagnaðarþættir umferðar líklega ofmetnir en umferðarvandamál vanmetin.   

 

Af viðtölum við fjölda íbúa við Reykjavíkurflugvöll ásamt með lestri ýmissa kannan á undanförnum árum, hefur undirritaður komist á þá skoðun, að þeir séu ekki mest truflaðir af kennsluflugi eða snertilendingum á Reykjavíkurflugvelli sem næst honum búa.. Þyrluflug er hinsvegar í öðrum flokki  vegna mikils og langvinns hávaða.

 

Það er því furðulegt, hversu nefndin hefur gefið sér,  að allt slíkt flug skuli hverfa frá Reykjavíkurflugvelli, eins og að brýna nauðsyn beri til. Talað er léttilega um eins milljarðs nýjan kennslu flugvöll í því sambandi í Afstapahrauni verði Reykjavíkurflugvöllur kyrr.   Á Hólmsheiði og á Lönguskerjum er gert ráð fyrir að  slíkt flugverði  þar án nýs sérstaks flugvallar.  Hafa menn ekki skotið yfir markið hér ? Eru Reykvíkingar almennt  á móti umferð grasrótarflugsins og kennsluflugsins eða er hér um kærkomið tækifæri til vinnuléttingar flugumferðarstjóra að ræða, sem hafa gripið tækifærið vegna villandi umræðu  í þjóðfélaginu ?

 

Þurfi að flytja kennsluflugið frá Reykjavík væri nærtækara að endurreisa Patterson-flugvöll við Keflavík fyrir slíkt flug. Kostnaður við það yrði aðeins brot af Afstapahraunsvelli. Á þeim velli eru mikla  möguleika að finna fyrir kennsluflug og annað einkaflug í fyllingu tímans. Taka  mætti þenna flugvöll í notkun með skömmum fyrirvara og  gæti þetta atriði haft áhrif á allar kostnaðargreiningar. 

 

Þá er einnig ærin ástæða til að mótmæla eftirfarandi yfirlýsingu í lok auglýsingar yðar 12. f.m.: "Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja til-löguna".  Einhliða yfirlýsing af þessu tagi er í besta falli hrein markleysa og getur ekki sagt neitt um afstöðu hins þögla meirihluta, sem ekki tekur þátt í eltingaleik sem þessum., sbr. þáttöku í svokallaðri bindandi  atkvæðagreiðslu um framtíð flugvallar í Vatnsmýrinni, sem fyrri borgarstjórnarmeirihluti efndi til.

 

Öllum þessum áformum mótmælir undirritaður í nafni heilbrigðrar skynsemi, kærleika til fæðingarborgar sinnar, flugsins  og föðurlandsins alls.  Það er hans staðfasta trú, að fólkið muni velja það að Reykjavíkurflugvöllur muni verða þar sem hann er um langan aldur. Mikilvægt er því að taka engar þær ákvarðanir í skipulagsmálum sem geta bundið hendur framtíðarinnar.

 

Halldór Jónsson

031137-2769

 


Are all men created equal ?

"Hrun blasir við Simbabve

Hrun blasir við í Simbabve innan hálfs árs. Þetta segir í skýrslu sérfræðinga um ástandið í landinu og send hefur verið Sameinuðu þjóðunum og hjálparstofnunum sem starfa í Simbabve. Þar segir að neyðarástand kunni að skapast í landinu. Verðbólga verði það mikil að öll þjónusta verði lögð niður og verslunum lokað, þannig að fólk þurfi að hefja vöruskipti til að framfleyta sér og fjölskyldum sínum.

Þegar séu dæmi um að fyrirtæki séu farin að greiða launþegum með matvælum í stað peninga. Verðbólgan í Simbabve er nú rúmlega 3.700% og hvergi hærri í heiminum. Í skýrslunni er því spáð að verðbólgan tvöfaldist á hverjum mánuði næstu mánuðina." Þetta las ég á Vísi.

Þegar landið hét Rhodesía og forsætisráðherran Ian Smith, var Rodesía matarkista Afríku. Svo kom Mugabe og fór að ofsækja hvíta bændur og hrekja þá af jörðunum.

Þegar ég fór um sveitir í Tékkóslóvakíu, þá vakti það undrun mína hversu allt var ömurlegt og niðurnýtt. Allur landbúnaður í kaldakoli. Ég spurði hversvegna sveitirnar væru svo mikið öðruvísi en í Þýzkalandi. Jú, sjáðu til. Þegar kommúnisminn féll var kommisarinn flæmdur í burt . Þeir sem eftir voru höfðu glatað niður allri þekkingu forfeðra sinna eftir 2 kynslóðir kommúnitastjórnar. Það vissi enginn hverju skyldi sá, hvað skyldi bera á, hvernig átti að uppskera eða hvenær, hvernig átti að verjast illgresinu. Kommisarinn var sá eini sem vissi eitthvað. Og það var búið að flæma hann í burtut. Afleiðingin var algert hrun landbúnaðarins.

Í Rhodesíu ætlaði Afríkumaðurinn að búa sjálfstætt án þess hvíta menn yfir sér. Hann getur það ekki vegna þess að hann er á svo lágu menningarstigi og á svo margt eftir ólært. Ég er nokkuð viss um að egill Skallagrímsson myndi ekki geta rekið Kaupþing til dæmis, svo að menn haldi ekki að að liturinn skipti öllu máli.

Svona fór það um alla Afríku. Nýlendurnar steyptust úr bjargálnum í örbirgð.  Ég las í Paris Match grein eftir franskan stjórnmálamann sérfróðan í málefnum Afríku, sem sagði hreint út eftir að hafa farið yfir málin,  að eina leiðin til að aflétta hörmungum Afríkumanna væri að endurreisa nýlenduveldin. " Il faut recolonisier " skrifaði hann . Fólkið hefur ekki menningu til að geta ráðið sér sjálft. Liberte, fraternite, egalite. Þetta er afstætt og á ekki allstaðar við.

Þessir blessuðu Guðsgeldingar sem héldu því fram á sínum tíma, að Mr. Independence myndi frelsa Afríku hafa af litlu að státa í dag.  Afríka brauðfæðir sig ekki en flutti áður út matvæli. Þrátt fyrir að vera af náttúrunni mesta gósenland. Og það er nokkuð merkilegt að flestir  blámannahöfðingjarnir verja því litla sem þeir hafa helst til að kaupa sér byssur og skot.


Eru gróðurhúsaáhrif raunverulega af mannavöldum?

 Ég hef áður hvatt til þess á þessari síðu, að menn taki ekki allt hrátt sem birtist um hlýnun jarðar of mannavöldum. Vissulega er útblástur og bruni að stóraukast, sérstaklega eftir að Kínverjar koma inn af fullum þunga.

Það er almennt gefinn of lítill gaumur að því sem ýmsir mætir vísindamenn segja um þetta atriði. Þeir segja að sólin sjálf kunni að ráða mun meira um hitastig á jörðinni heldur en menn vilja muna eftir daglega. Enda eru allskyns fyrirtæki búinn að krækja sér í feita bita við allskyns skringilegheit í kringum þessi mál. BBC gerði  dýrar  tilraunir við það að dæla kolsýru ofan í hafið til að binda hana undir forystu  Dr. Baldurs Elíassonar. 

Eitt er víst að sólin orsakaði snögga kólnun jarðar eftir Sturlungaöld og stóð þessi litla ísöld  mörghundruð ár, með tilheyrandi hörmungum fyrir okkur ÍSlendinga sem aðra. Það eru  ekki 50 ár síðan að hafísinn lá hér við land mörg sumur og túnin grænkuðu varla svo kalin sem þau voru. Nú hefur staðið yfir hlýskeið sem betur fer fyrir þjóðlífið og stendur enn. Við skulum rétt vona að það taki ekki snöggan enda þrátt fyrir vilja nýja umhverfisráðherrans. Kolsýrustig andrúmsloftsins hefur á fyrri tímum jarðsögunnar verið miklu hærra en það er nú. Hverju reiddust goðin ... ?

Frændi minn Ágúst H. Bjarnason rafmagnsverkfræðingur hefur verið óhemju duglegur að miðla okkur efni um þessi mál. Á heimasíðu og bloggi sínu hefur hann hina áhugaverðustu hluti fyrir þá sem ekki vilja láta segja sér hverju þeir eigi að trúa. Ég læt fylgja hér smásýnishorn sem ég stel án leyfs af síðunni hans, bara í auglýsingaskyni og vona að hann fyrirgefi mér. En þessi mál eru brýn og mikilvægt að fólk sem vill hugsa kynni sér málin en láti ekki renna Kyoto vellingnum ofan í sig án þess að vita hvort hann sé kannske sangur eins og það var kallað í gamla daga.

 

 

Næsta mynd er gerð af kanadískum félagskap sem kallast Friends of Science eða Vísindavinir.  Sjá vefsíðu þeirra http://www.friendsofscience.org .   Umfjöllun um myndina er hér hjá NewsBusters

 

Climate Catastrophe Cancelled

 

Kynning á myndinni af vefsíðu Vísindavina:

http://www.friendsofscience.org  

 

 

Climate Catastrophe Cancelled: What you're not being told about the science of climate change

At a news conference held in Ottawa, some of North America’s foremost climate experts provided evidence demonstrating that the science underlying the Kyoto Protocol is seriously flawed; a problem that continues to be ignored by the Canadian government. Scientists called on the Canadian government to delay implementation of the Kyoto Protocol until a thorough, public review of the current state of climate science has been conducted by climate experts. Such an analysis has never been organized in Canada despite repeated requests from independent, non-governmental climate scientists.

Carleton University Professor Tim Patterson (Paleoclimatologist) explains the crucial importance of properly evaluating the merit of Canada's climate change plans: “It is no exaggeration to say that in the eight years since the Kyoto Protocol was introduced there has been a revolution in climate science. If, back in the mid-nineties, we knew what we know today about climate, Kyoto would not exist because we would have concluded it was not necessary.”

Contrary to claims that the science of climate change has been settled, the causes of the past century’s modest warming is highly contested in the climate science community. The climate experts presenting in the video demonstrate that science is quickly diverging away from the hypothesis that the human release of greenhouse gases, specifically carbon dioxide, is having a significant impact on global climate. “There is absolutely no convincing scientific evidence that human-produced greenhouse gases are driving global climate change”, stated climatologist, Dr. Tim Ball. He added that the Canadian government’s plan to designate carbon dioxide as a “toxic” under CEPA is irresponsible and without scientific merit. “Carbon dioxide is a staff of life, plain and simple. It makes up less than 4% of greenhouse gases and it is not a toxic.”

IPCC assertions about the unprecedented nature of the past century's warming, or the widespread beliefs that we are experiencing an increase in extreme weather, accelerated sea level rise and unusual warming in polar regions are also shown in the video to be wholly without merit.

The idea for the video was initiated by the Friends of Science Society, a registered not-for-profit group of geologists, environmental scientists and concerned citizens, “in an effort to make the science of climate change available and understandable to the general public”, stated Dr. Doug Leahey, President of Friends of Science Society.

 

Myndin er skoðuð með myndskoðara sem er væntanlega í tölvunni þinni.   Það getur verið ráð að vista skrárnar á diskinn í tölvunni, ef internettengingin er hæg. Prófið þó fyrst að skoða myndirnar í rauntíma með því einfaldlega að smella á viðeigandi krækju.

 

"Climate Catastrophe Cancelled: What You're Not Being Told About the Science of Climate Change"

Part 1 (4:20 minutes)
Windows Media (4.76MB)   |   Quicktime (9.52MB)

Part 2 (6:21 minutes)
Windows Media (16.3MB)   |   Quicktime (14.2MB)

Part 3 (3:26 minutes)
Windows Media (7.82MB)   |   Quicktime (7.59MB)

Part 4 (5:10 minutes)
Windows Media (12.4MB)   |   Quicktime (11.4MB)

Part 5 (5:02 minutes)
Windows Media (5.45MB)   |   Quicktime (11MB)

 

 

 

 

 *** *** ***

Það er mikilvægt að skoða málið frá öllum hliðum og loka ekki augum, eyrum og munni eins og apakettirnir hér fyrir neðan.  Hugsandi fólk hlýtur að vilja skoða allar hliðar hnatthlýnunarkenningarinnar og hlusta á vísindamenn sem hafa aðra skoðun en yfirleitt er matreidd fyrir okkur af fjölmiðlum. Hvaðan þeir fá uppskriftina er svo annað mál. 

Skoðið, hlustið og ræðið málin!

 

 

Þakka þér fyrir komuna, og fyrir að hafa kynnt þér efni vefsíðunnar. Þú ert ekki einn þeirra sem ekkert vilja fræðast um málið. Vonandi hefur þú haft nokkurt gagn af lestrinum.

 

"Svo gengur það til í heiminum, að sumir hjálpa erroribus á gang,
og aðrir leitast síðan við að útryðja aftur þeim sömu erroribus.
Hafa svo hvorirtveggju nokkuð að iðja"

Árni Magnússon handritasafnari 



Hvernig er hægt að stöðva Háskólann í Reykjavík ?

Byggingaráform fyrirtækis sem Háskólinn í Reykjavík gaf 11 hektarana sína úr Vatnsmýrinni dýru , sem hann hafði áður fengið gefna af R-listanum og núverandi meirihluti telur sig skuldbundinn af , munu vinna óbætanlegt tjón á Reykjavíkurflugvelli.

Örn Sigurðsson arkitekt, sem skrifar undir nafninu "Samtök um betri byggð", kemur öðru hverju með útreikninga um að flugvöllurinn tapi 3.5 milljörðum af fé Reykvíkinga á ári sem líður án þess að hann fari. Það nennir sem betur fer enginn að elta ólar við alla þessa vitleysu, þar sem fylgi við áframhaldandi veru Reykjavíkurflugvallar á sínum stað fer dagvaxandi.

Enda sér hver maður að Örn getur fyrst byggt í Tjörninni, sem hverfur með byggðinni í Vatnsmýri með fuglunum og svo í Hljómskálanum. Svo gæti hann reiknað út hversu arðgæfar byggingar eins og Háskólinn og Norrænahúsið eru miðað við blokkarúthlutanir.

En burt með þennan Háskóla Reykjavíkur úr Vatnsmýri. Hann á þar ekkert erindi ofan í sprugið umferðarkerfi.  Af hverju fer hann bara ekki til Keflavíkur. Þar þarf ekkert að byggja, þar er þegar allt sem hann þarf ! Og gott væri ef Örn yrði gerður prófessor í arkitektúr þar svo hann fái um eitthvað annað að hugsa en þessa Vatnsmýrarþráhyggju.


Hverjar eru hugsjónir Framsóknarflokksins ?

Þegar Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður 1926 var stefnu hans lýst í tveimur atriðum

1. Að vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu, byggðri á einstaklingsfrelsi og atvinnufrelsi, með hagsmuni allra stétta fyrir augum.

2. Nafn flokksins skýrir hitt áhersluatriðið.

Það er þessi grunnþáttur sem hefur fengið meira en þriðjung þjóðarinnar til að fylgja þessum flokki fremur en öðrum. Sagna hefur svo sem ekki verið dans á rósum. Í innbyrðis átökum milli manna sem eftir forystu sækjast, hafa menn sakað hvern annan um svik við málstaðinn og eiginhagsmunapot.

Flokkurinn hefur líka iðullega raðað sínum uppgjafamönnum á jöturnar þannig að ímynd flokksin hefur beðið skaða af útávið. Gefið utanflokksmönnum tilefni að segja, þið eruð ekkert betri en aðrir þegar kemur að bitlingunum. Þeim sem aldrei hafa étið flokksbrauð, (kannske bara af því að þeim bauðst það aldrei), oft kölluð grasrótin,  sárnar þetta . Þeir vilja að flokkurinn sé hreinn og silfurtær eins og lindin, og trúr hugsjónum sínum í gegnum þykkt og þunnt.

Auðvitað er alltaf vandamál með þá menn sem eytt hafa ævinni í lítt arðgæf stjórnmál og reynt þannig að hjálpa öðrum fyrr en sjálfum sér. Það hefur verið svo á Íslandi, að ekki bara ríkir menn hafa farið í pólitík, sem betur fer. En þetta er ótryggur atvinnuvegur.  Þegar kjörfylginu linnir er að fáu að hverfa fyrir þessa menn, eins og allir vita sem hafa vit á því hvenær kennitölur verða eitraðar. Það er sjálfsagt að reyna að hjálpa þessu fólki. En það má helst ekki ganga fram af grasrótinni með ofeldi.

Nú er flokksþing Framsóknar búið að hlusta á formanninn Guðna lýsa því, hvernig flokksmenn hafi brugðist innanfrá. Þessu  verði að linna og flokkurinn verði að stefna hátt.

Þá er það spurningin sem ég velti fyrir mér. Hvernig hljóðar grunnheimspeki Framsóknarflokksins ?

Í hugum margra  hljóðar hún einfaldlega ; ég um mig frá mér til mín. Flokkurinn hefur verið mjög þekktur fyrir sérgæsku á ýmsum sviðum . Haft hagsmuni flokksmanna ofar en annrara. Það er erfitt að mótmæla þessu sannfærandi. Þessvegna er það rétt hjá Guðna, að flokkurinn verður að reyna að brjótast út úr þessu nú þegar aðeins eyðimörkin blasir við og öngvir kjötkatlar sjánlegir til að beita á.

Og það er ekki bara Framsóknarflokkurinn sem þarf að huga að grasrótinni og velsæmismörkum hennar. Spyrja fyrst hvað menn  geti gert fyrir land sitt áður en þeir spyrja hvað landið geti gert fyrir þá. 


Lausn á kvótamálinu ?

Það er mikið notað sem röksemd fyrir kvótakerfinu að nú eigi kvótann menn sem hafa keypt hann á markaði. Það eruðvitað rétt. Nú þegar blasir við að þarf að minnka kvótann verulega, þá hefur heildarverðið rýrnað og hlutur hvers og eins.

Ef ráðherra tæki nú þessa stofnun sína Hafró einu sinni hátíðlega og gerði nú einu sinni eitthvað raunhæft fyrir þorskinn, léti hann njóta vafans og skæri kvótann niður í 60000 tonn eða minna. Þá kæmi nú hljóð úr horni, þetta væri hætt að borga sig osfrv.  menn yrðu að komast útúr kerfinu , byggðirnar væru að farast.

Verð á kvótanum myndi trúlega lækka þar sem þorskveiðar á stórskipum myndu minnka verulega. Gætu menn þá ekki boðið Seðlabankanum að innleysa kvótann fyrir sanngjarnt verð .

Þanig kæmist kvótinn aftur í eigu ríkisins eins og margir vilja. Ríkið gæti þá sent byggðakvóta til Bolungavíkur og Flateyrar.  Þannig er hægt að komast útúr þessu kvótakerfi aftur á ódýran hátt, fá þjóðina kaupa eign sína marglofuðu til baka og borga kvótagreifunum með pappír eftir nánari úrfærslu. Eða hvað ?


Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband