Bloggfærslur mánaðarins, október 2009
4.10.2009 | 22:59
Davíð afgreiðir bloggarana!
Davíð Morgunblaðsritstjóri vegur okkur bloggara á pundara sínum í leiðara Moggans í dag. Hann segir (með leyfi hæstvirts ritstjóra):
( Ég endurprenta kafla úr leiðaranum vegna þess mikla fjölda sem sagt hafa Mogganum upp nýlega og þeirra sem ekki lesa blaðið þó að þeir noti bloggþjónustu blaðsins með bestu lyst)
"Umræðan er dálítið þunglyndisleg núna. Þá er ekki verið að fjalla um svo kallaða bloggheima, sem iðulega eru stórundarlegir, þótt innan um og saman við sé þar læsilegt efni eftir skynsama og velmeinandi menn sem geta haldið á penna. Til hafa orðið nýjar upphrópanir sem eiga að merkja að umrót og tilfinningahiti sé í þjóðfélaginu, jafnvel af svo sem öngvu tilefni og sá gusugangur skipti hugsanlega einhverju máli. »Bloggheimarnir loga« heyrast stjórnmálamenn segja og verða þá þeir pastursminnstu í þeim hópi óvissir um stöðu sína og hvaða skoðun sé heppilegast að hafa næsta hálftímann til að teljast með. En sé betur að gáð kemur oftast ekki annað í ljós en að þeir orðljótustu á vefnum hafa þrútnað út örlítið meira en endranær og eru að reyna að yfirbjóða hvur annan með uppspuna og munnsöfnuði. Má þá ekki glöggt sjá hver sigrar. Ekki eru nein dæmi þess að þessar eldglæringar á blogginu hafi skipt neinu máli um nokkurn skapaðan hlut. "
Og enn segir Davíð:
"Hitt er ekki óþekkt að grandvarir menn og fróðir komi að upplýsingum í skrifum sínum, sem ekki hafa ratað inn í venjulega fjölmiðla og af þeim spinnist umræður sem í einstökum tilvikum hafa áhrif á þær ákvarðanir sem teknar eru í þjóðfélaginu eða opni augu manna fyrir nýjum sannindum. Þá er allstór hópur manna, sem heldur úti vefsíðum af miklum myndarskap og hefur með skarplegum athugasemdum heilmikil áhrif á þjóðfélagsumræðuna, sem kórstjórar bloggsóðanna hafa sem betur fer ekki. "
Ég skal alveg vera hreinskilinn með það af hverju ég er hérna á blogginu. Það var í tíð Styrmis ritstjóra að ég varð þess áskynja að Moggi nennti greinilega ekki lengur að birta greinar frá mér. Þær voru saltaðar og stundum birtar og stundum ekki. Í síðasta sinn kvartaði ég eftir þrjá mánuði og þá stofnaði Mogginn bloggsíðu handa mér og færði mér að gjöf. Það lá í orðanna hljóðan að ég mætti leika mér í bloggsandkassanum, en síður Morgunblaðsins væru líklega of verðmætar til þess að eyða þeim í blekbullara eins og mig.Auðvitað varð ég fúll og sagði Mogganum upp og hef ekki keypt hann síðan. Og les hann sárasjaldan líka. Fréttblaðið les ég, mér þó yfirleitt til leiðinda, þar sem það kemur óumbeðið og ókeypis innum lúguna. Það blað boðar einstefnu Evrópubandalagsins, ómengaðan Kratisma, gæsku Baugs og Bónusar og hatur á Sjálfstæðisflokknum og öllu sem honum tengist. Það leiðist mér en les það samt.
Ég reyndi að fá greinar birtar í Fréttablaðinu í tíð Þorsteins en það fór eiginlega á sömu leið, þær hurfu og komu ekki fram fyrr en sumar seint og aðrar aldrei.
Ég hef því ekki í önnur hús að venda en á þessar bloggsíður. Þetta er ekki alvöru fjölmiðill að dómi ritstjórans. Ég hef reynt að halda uppi vörnum fyrir Sjálfstæðisflokkinn á þessum síðum. en auðvitað hefur það ekki minnstu áhrif þar sem þetta er ekki fjölmiðill í þeim skilningi.
Þetta blogg mitt er þó alveg tilgangslaust að mati fyrrum formanns Sjálfstæðisflokksins. Það eru bara lærðar greinar í Mogga sem hafa áhrif. Og Mogginn velur auðvitað sína skríbenta sjálfur. Og ég er ekki í þeim hópi. En ég er nú samt áhangandi flokksins og læt ekki ristjóra Mogganns ráða því fyrir mig.
Hvað um það, ég hef gaman af þessu og verð þá ekki til vandræða annarsstaðar á meðan. Svo finnst mér að á blogginu sé miklu meiri hraði í öllum málum, það þarf ekkert að bíða í þrjátíu daga eftir birtingu um mál sem þá verður orðið úrelt.
Ég var kominn á fremsta hlunn með að gerast áskrifandi að Mogganum aftur þegar Davíð kom sem ritstjóri. En ég held að ég sé hættur við það. Meðan ég er ekki rekinn héðan, þá er ég hér.
Davíð eða ekki Davíð. Bloggið er komið til að vera.
Það er kannski meiri spurning um Morgunblaðið og Davíð.
3.10.2009 | 22:55
Sjálfstæðisflokkurinn er vonin!
Bjarni Benediktsson var á fjölmennum fundi Sjálfstæðismanna í Kópavogi í morgun.
Bjarni fór yfir stöðu mála hjá ríkisstjórninni, sem engin önnur úrræði hefði önnur en að hækka beina skatta og þóknast AGS með því að samþykkja allar kröfur Hollendinga og Breta og beita niðurskurði í ríkisrekstrinum sem myndi leiða til mun meira atvinnuleysis en nú væri framundan.Ríkisstjórnin virðist samstíga um að hindra alla uppbyggingu orkufreks iðnaðar. Alcoa sem hafði boðist til að kaupa alla orku sem landsmenn gætu framleitt á Þeystareykjasvæðinu auk þess að bjóðast til að falla frá kaupum ef ríkisstjórnin hefði aðra kaupendur til annars en álframleiðslu, hefur ríkistjórnin flæmt í burtu. Með þetta að bakhjarli hefðu Íslendingar geta ráðist í virkjanir. Þessu hefði ríkisstjórnin vísað frá.Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðað lausnir á fjárlagahallanum með öðrum leiðum en hækka beina skatta. Á þetta væri ekki hlustað enn sem komið væri. Sjálfstæðisflokkurinn teldi grundvallarforsendu endurreisnar vera þá, að koma hjólum atvinulífsins á stað á nýjan leik. Án þess að efla erlenda fjárfestingu og almennt atvinnulíf í landinu til útrýmingar atvinnuleysinu yrði leiðin útúr kreppunni mun lengri. Bjarni svaraði gagnrýni fundarmanna á það, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki látið nægilega á sér bera að undanförnu. Hann benti á að Sjálfstæðisflokkurinn hefur aukið hlut sinn í skoðanakönnunum úr 25 % í 30 % frá kosningum. Þetta er 20 % fylgisaukning á skömmum tíma. Flokkurinn hefur auðvitað ekki enn náð sinum fyrri styrk. En vöxturinn er jafn og stöðugur og málefnastarfið myndi skila árangri fyrr en varir. Þjóðin mun sjá að þörf er á sjónarmiðum Sjálfstæðisflokksins við úrlausn vandamálanna. Án þeirra verður leiðin í gegnum kreppuna mun lengri en annars.Bjarni var spurður um álits á fregnum Framsóknarmanna um að stórfé gæti verið í boði hjá Norðmönnum til láns fyrir Íslendinga. Hann sagði telja að þetta væri því miður ekki eins raunhæft og sagt hefði verið.
Landsmenn þyrftu líka að spyrja sig að því, hversu mikil lán væri skynsamlegt að taka og til hvers. Röksemdir ríkisstjórnarinnar fyrir risavaxinni lánsfjárþörf væru ekki endilega réttar.Hér væri nú hagstæður viðskiptajöfnuður. Til lengri tíma myndi það skipta öllu máli fyrir stöðu landsins í heiminum hvort Íslendingar væru að framleiða verðmæti í landi sínu, hvort hér væri heilbrigð atvinnustarfsemi eða allt í kaldakoli og hátt atvinnuleysi. Bjarni taldi nauðsynlegt að endurskoða afstöðuna til AGS og spyrja sig hverra hagsmuna stofnunin væri að gæta.Boðaður hefur verið nýr skattur á hvert framleitt kílówatt framleitt í landinu. Þetta er ekki hvetjandi til þess að fá nýja orkukaupendur til landsins. Ekkert væri gert til þess að hleypa nýju erlendu fjármagni inn í landið án þess að læsa það inni í sama búri og gömlu krónubréfin væru í vegna gjaldeyrishaftanna.Bjarni svaraði fjölda fyrirspurna fundarmanna og var gerður góður rómur að.
Af þessum fundi kom ég með þá sannfæringu, að efling Sjálfstæðisflokksins geti leitt landsmenn útúr þeim ógöngum sem þjóðin er nú í. Ljósið í myrkrinu sem nú ríkir yfir þjóðlífinu, En hvernig á að koma þessu liði frá sem nú keyrir Evrópubandalagsbrautina og öllu fórnar fyrir hana, það er önnur saga.Aukin áhrif uppbyggingaraflanna á kostnað marxískrar skattpíningarhagfræði ríkisstjórnarflokkanna er það sem getur bjargar þjóðinni úr þeirri lægð sem hún er í.
Sjálfstæðisflokkurinn er vonin !3.10.2009 | 01:00
Jarðfræði eða hagfræði ?
Ég veit ekki betur en margir hagfræðingar, frá Keynes til Krugman hafi ekki talið það vænlegt á samdráttarskeiðum að draga úr opinberum framkvæmdum, talið það ráð við atvinnuleysi að hækka skatta. Hvað þá að keyra vísvitandi í sömu gildru lausafjárþurrðar og kyrrstöðu eins og Japan hefur upplifað.
Í sósíalistaparadísinni Svíþjóð til dæmis eru menn að lækka skatta til þess að reyna að koma hjólum atvinnulífsins í gang. Hvergi eru skattahækkanir notaðar til að verjast atvinnuleysi. Hvergi virðast hagfræðikenningar styðja slíkar ráðstafanir. Hvernig geta menn stefnt á óðaverðbólgu með skattahækkunum og atvinnuleysi eins og fjárlagafrumvarpið íslenska stefnir að?
Á Íslandi virðist ekki vera stjórnað eftir hagfræði heldur jarðfræði. Hvernig á að jarða þjóðina í fátækt. Keyra þjóðina í þrot til þess að hún falli fram og tilbiðji ESB-skurðgoðið. Hvernig í veröldinni geta skattahækkanir gengið upp við vaxandi atvinnuleysi, framkvæmdahjöðnun og samdrátt í ríkisútgjöldum, uppsagnir á spítölum, stóriðjustoppi vegna takmörkunar útblásturs ? Hvernig í veröldinni halda menn að rándýr Evrópubandalagsumsókn geti leyst þann hrikalega vanda sem Ísland stendur frammi fyrir núna? Sem ekki léttist ef Icesave er hvolft yfir hana ofan á aðra óáran. Allir eiga að spara nema stjórnsýslan og utanríkisráðuneytið með öll sín sendiráð óhreyfð. Meðan að ekki er hægt að borga lögreglunni laun né byggja tugthús uan um erlend Schengenþjófagengi og íslenzka útrásarvíkinga.
AGS er að semja fjárlög fyrir Íslendinga með framlögðum hætti. Hvað er AGS ? Hverra erinda gengur þessi sjóður ? Er hann ekki fyrst og fremst að segja Íslendingum að skuldaniðurgreiðslur gangi fyrir lífi og limum sjúklinga á Landspítalanum, menntun barnanna, hag gamla fólksins, öryrkjanna ? Þurfum við þessi ráð? getum við ekki gert einhver betri fjárlög sjálf ? Til hvers þurfum við þennan sjóð ? Eigum við ekki frekar að leggja byrðarnar á þjóðina með verðbólgu frekar en þessari skattavitleysu ? Er skynsamlegt að drepa allar sparnaðarleiðir niður eins og nú er stefnt að, með afnámi verðbóta á sparifé og skattlagningu verðbólgunnar ?
Eru þetta samantekin ráð Samfylkingarinnar og VG um að jarða þjóðarhag með þessum hætti? Fórna þjóðinni sem skiptimynt á altari ESB? Erum við bara dæmd ? Eða bara venjuleg hagspeki vinstri manna ?
Er þetta ekki bara jarðfræði frekar en hagfræði ?
1.10.2009 | 21:00
Þjóðin kallar á Davíð !
Reykjavík síðdegis spurði 16.þessa mánaðar hver það væri sem fólk treysti til að sameina þjóðina og leiða hana útúr efnahagsþrengingunum.
37 % treysta Davíð Oddssyni best
5 % treysta Jóhönnu Sigurðardóttur
7 % treysta Steingrími J. Sigfússyni
5 % treysta Sigmundi Davíð
Síða var spurt hver væri best til þess fallinn að leiða þjóðina út úr efnahagskreppunni ?
41 % treysta Davíð Best
18 % treysta Jóhönnu best
14 % treysta Sigmundi Davíð best
14 % Steingrími
Það er bara einn galli á þessu. Davíð er ekki í boði. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.
Nema við gætum fengið kosningar og fengið Davíð í framboð aftur.
Hvað segja nú vinstri menn? Vilja þeir fylgja Davíð og hans stefnu í Icesave, borga ekki erlendar skuldir óreiðumanna eða Steingrími J. og Jóhönnu og skrifa undir og borga ?
98 % landsmanna vill líka vísa erlendum glæpamönnum úr landi. 61 % vill ganga úr Schengen samstarfinu. Fleira forvitnilegt er að fylgja á vef Bylgjunnar. En i stuttu máli er höfundur þessa pistils ánægður með að þessi skoðanakönnun fellur mjög að þeim sjónarmiðum sem haldið hefur verið á lofti á þessari síðu.
Líklega hefur ekki fækkað í þeim hópi sem biður um Davíð eftir viðtalið við Fjármálaráðherrann nú í í kvöld.
Þjóðin er greinilega að kalla á Davíð aftur !
1.10.2009 | 08:35
Þorvaldur með þjóðráð !
Þorvaldur Gylfason er enn á ferð með þjóðráð sín til að neyða Ísland inn í ESB. Nú beitir hann hryllingssögum í stað beinna gyllinga. Þorvaldur segir:
"Ríkisstjórnin kaus að leita til AGS um lánsfé til að efla gjaldeyrisforðann og um efnahagsráðgjöf um greiðustu leiðina út úr ógöngunum. Lánsfénu var í upphafi ætlað það eitt að efla gjaldeyrisforðann til að gera Seðlabankanum kleift að verja gengi krónunnar fyrir tímabundnum skakkaföllum, en nauðsynlegt gæti þó reynzt að nota lánsféð til að forða ríkissjóði frá greiðslufalli, ef í harðbakkann slær. Séu skilyrði sjóðsins fyrir láninu ekki virt, verður frekara lánsfé ekki reitt fram. Fjárþörf landsins er svo mikil, að henni verður ekki mætt nema með samstilltu átaki sjóðsins og annarra lánveitenda..."
Hver er fjárþörf ríkisins ? Borga vexti og afborganir vegna Icesave og afborganir erlendra lána ríkisins. Ekki til fjárfestinga eða framkvæmda. En það skulu tekin lán og skattar hækkaðir. Resept AGS og ríkisstjórnarinnar.
Hvað með norræna velferðarkerfið í skattahækkunarferli ríkisstjórnarinnar. Miklu hærri skatta til þess að ríkið geti útdeilt því aftur til uppáhaldskjósenda sinna. "en nauðsynlegt gæti þó reynzt að nota lánsféð til að forða ríkissjóði frá greiðslufalli, ef í harðbakkann slær "
"Gengi krónunnar myndi falla meira en orðið er, þar eð án lánsfjárins frá sjóðnum myndi gjaldeyrisforði Seðlabankans ekki duga til að skapa nægilegt traust til að verja krónuna frekara falli, þegar gjaldeyrishöftunum verður aflétt eða jafnvel fyrr.¨"
Verja gengi krónunnar ?. Á að greiða niður gengi krónunnar með lánsfé ? Velta vanda okkar yfir á afkomendurna ? Gengisfölsun ?
Eru hér ekki gjaldeyrishöft og jákvæður vöruskiptajöfnuður uppá 100 milljarða á ári, sömu upphæð og vaxtagreiðslur ríkissjóðs í fjárlagafrumvarpinu ? Ónýttur fiskur í sjónum ? Er útilokað að krónan geti styrkst ?
Það á ekki endilega að verja gengi krónunnar viðurkennir Þorvaldur líka. Það á að nota lánsféð til eyðslu, að halda áfram á braut norræns velferðarkerfis sem er eyðsla og lántökur, þangað til að í alger þrot er komið og fólkið samþykkir ESB sem einu útleiðina. Þetta fellir krónuna.
Nú er greinilega að losna um framboð á lánsfé fyrir Íslendinga. Norðmenn jákvæðir þó að engin fyrirspurn hafi verið send þeim frekar en Kínverjum.
" Hitt er ljóst, að málsvarar þriðju leiðarinnar eru fúsir að leyfa genginu að falla meira en orðið er og hætta á, að það festist langt undir eðlilegum mörkum "
Hvað eru eðlileg mörk að mati Þorvaldar ? Það eru ekki mörk markaðarins í huga hans fremur en annarra sósíalistahagfræðinga, sem aldrei treysta á frjálsan markað og frelsi einstaklinganna.
Og svo hótunin um að að vera ekki að brúka sig gegn AGS, ríkisstjórninni og ESB sinnum :
"og hætta á, að umheimurinn teldi Ísland stefna í átt að einangrun. Við þurfum ekki á því að halda"
Hvað haldið þið að fólk segi ? Skiptir það svona miklu máli fyrir Íslendinga hvað aðrir segja ? How do you like Iceland ?
Miðstýring, gengisfölsun, millifærslur og ríkisafskipti. Undirbúningur og samhljómur við Evrópuhugsjónina.
Þjóðráð Þorvaldar !
(PS Bravó fyrir Þorvaldi að skrifa Z eins og ég vil gera líka !)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko