Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
30.4.2009 | 14:03
Hvað gerði Ásgeir forseti ?
Mér var sögð sú saga að svipað krosstilvik hefði komið upp í forsetatíð herra Ágeirs Ásgeirssonar. Einn góður bóndi mætti á sparifötunum til Bessastaða þar sem hann hafði fengið boðun um að sækja þangað kross. Í ljós kom að alnafna hans hafði verið ætlaður krossinn. Herra Ásgeir var ekkert að tvínóna við að setja kross á bóndann úr því að hann var mættur.
Veldur hver á heldur.
Sumir spyrja hvort þetta hafi verið sviðsett ?
29.4.2009 | 11:45
Forsetaembættið.
Aldrei hefur tilbeiðsla mín á íslenzka forsetaembættinu og þeim manni sem nú gegnir því náð þvílíkur hæðum og núna. Mér finnst nú að margir þvílíkir menn hafi fengið fálkakross að það hefði nú ekki mikið munað um að skella einum á bandarísku frúna úr því hún var hvort eð var mætt á Bessastaði. Hvað er einn kross milli vina ?
þess meira sem ég hugsa um það þeim mun fáránlegra finnst mér það, að kalla það sameiningartákn þjóðarinnar, að sitja með minnihlutakosinn embættismann í tilgangslausu puntuembætti. Peli þjótandi um heiminn eins og hann væri þriggjapela flaska sem tekur pott eða meira, veitandi verðlaun eða fella þjóðþrifafrumvörp löglega kjörins Alþingis. Hlutverk þessa embættis og nytsemi þess fyrir þjóðina er varla nokkuð . Hinsvegar mikil útgjöld og uppspretta rifrildis um persónur, þar sem sitt sýnist jafnan hverjum um samlanda sína.
Í stað stjórnlagaþings vildi ég taka upp bandarísku stjórnarskrána með þeirri viðbót að þjóðkjósa forsetann í tveimur umferðum til meirihluta. Hann yrði svo forsætisráðherra í fjögur ár og sjái um ríkisstjórnina. Kosningaréttur yrði þá stjórnskipulega lögboðinn jafn yfir allt landið, ekki 2.28 kragamenn á móti norðvestlendingi eða 1.68 í næstu kosningum. Hrossakaup með lýðræðið er þetta hvað sem menn segja og er ekki lýðræði heldur flokksræði. Einn maður eitt atkvæði, hvorki meira né minna.
Leggjum þetta prumpembætti niður sem fyrst og hættum að kvelja okkur sjálf með uppákomum eins og þeirri nýjustu,- nóg var nú fyrir.
28.4.2009 | 17:51
Er krónan endilega verst ?
Mér barst skrif frá Gunnlaugi I, sem býr á Costa Blanca ströndinni á Spáni. Lífsreyndur maður með opin augu. Hann skrifar eftirfarandi:
"Ég bý nú hér í ESB sæluríkinu Spáni og hér er allt í þvílíkri hönk. Atvinnuleysi orðið helmingi meira en það er á Íslandi núna og vex hratt. Menn eru jafnvel að tala um að það fari í 30%
Húsnæðisverð hefur fallið um helming og gjaldþrot heimila og fyrirtækja blasir við.
Menn hér kenna mikið hinni ósveigjanlegu EVRU um efnahagsófarirnar og sjá mikið eftir sínum gamla góða gjaldmiðli pesetanum, sem þeir réðu sjálfir yfir. Þeir hafa ekkert yfir peningamálastefnunni að segja lengur.
Og hvað eru ESB nefndirnar og ráðin nú að gera til bjargar Spánverjum !
Svarið er akkúrat ekkert. Þveröfugt þá er EVRAN hér allt að drepa.
Ég segi því það er auðveldara í að komast en úr að fara.
Þannig að Íslendingar flýtið ykkur hægt og lokið ekki dyrum á eftir ykkur í flýti !"
Það væri fróðlegt að fá viðbrögð úr Bifröst, frá Evrópusérfræðingunum þar, sérílagi Eiríki Bergmann, sem lengst af hefur allt vitað um kosti Evrópusambandsaðildar.
Ennfremur auglýsi ég eftir skilgreiningu Benedikts Jóhannessonar og samtakanna SAMÁLA(þó ekki Hallgrími Helgasyni) á spönsku veikinni.
Gott væri fyrir Íslendinga núna, að fá það á hreint, hvernig þessir aðilar myndu lækna spánskt ástand hérlendis eftir að þeir hafa komið okkur í ESB.
Það þýðir auðvitað ekki neitt að ætlast til að stjórnmálamenn Samfylkingarinnar, eða þá Vilhjálmur EGILSSON fyrir hönd Samtaka Atvinnulífsins og endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins, svari svona spurningum. Þeir vita bara uppá hár hvað við eigum að gera nún og helst strax : Sækja um inngöngu í ESB og engar refjar. Non est disputandum.
Hvort er auðveldara stjórnamálega séð, að lækka öll laun um helming í landinu þegar svona er komið og halda evrunni eða lækka gengi krónunnar þegar samtöklaunamanna og atvinnulífsins hafa sett efnahagslífið á hvolf með óraunhæfum kjarasamningum. Vilhjálmur Egilsson ætti alveg að kunna formúluna að því.
Mér finnst bara sjálfsagt að menn noti þann gjaldmiðil sem þeir kæra sig um á Íslandi. Þeir mega gera upp fyrirtækin sín í evrum, þeir mega semja um kaup og kjör í dollurum, eða bara í íslenzkum krónum. Þetta var allt hægt á tímum Davíðs og fyrir hrunið. Þá var frelsi í fjármagnsflutningum og allir gátu keypt og selt gjaldeyri.
Nú er fallið járntjald yfir strendur Íslands og hin dauða hönd kommúnismans með höftum,boðum, bönnum, skattpíningu og þjóðlyga hefur lagst yfir landið. þetta ástand verður við líði í mög misseri. á meðan getum við dundað okkur við að þvæla um aukaatriðin en ekki aðalatriðin.
27.4.2009 | 22:35
Var kosið um ESB ?
Alveg er það makalaust hvernig Fréttablaðið slær því upp að ESB-sinnar hafi unnið sigur í kosningunum. Eiginlega ósvífni í Baugsmiðlinum og hrein fölsun á niðurstöðum kosninganna. Og frammámenn taka undir í einum kór og maður heldur helst að þeir séu bara komnir í Evrópubandalagið. Þeir gleyma því bara að það bannaði þeim enginn að gera uppí evrum eða versla í evrum meðan allt lék hér í lyndi. Nú er eins og þeir komi af fjöllum að hér skuli engar evrur fást.
Samfylkingin tapar í kosningunum, nær ekki þrjátíuprósent. Ekki er það ESB sigur. Það er VG og Núllið sem vinna sigrana. 'haldið tapar þriðjungi þingstyrksins. Ég fullyrði að það tap var ekki vegna ESB heldur af öðrum ástæðum. Enda flokkurinn sagt það skýrt að hann vill að þjóðin velji um það hvort hún vilji reyna inngöngu. Fréttablaðið vill bara afgreiða málið strax á Alþingi. Benedikt Jóhannesson lætur birta mynd af sér með Hallgrími Helgasyni undir merkjunum SAMMÁLA. Þungt fyrir Sjálfstæðismenn að horfa uppá þá niðurlægingu góðs drengs.
Af hverju eyða þessir sammála evrusinnar ekki tíma í að velta fyrir sér ástandinu á Spáni ? Atvinnuleysið 18 % og á hraðri uppleið til áætlaðra 30 prósenta. Sársaukafullt verðhjöðnunarferli hafið sem sagt er að verði að leiða til lækkunar launa og verðlags um helming eigi að vera von til þess að efahagslífið fari í gang aftur. Spánverjar geta ekki fellt gengi evrunnar. Þeir geta bara gengisfellt allt annað, svo sem lífskjörin, eignirnar og svo sjálfsvirðinguna sem fylgir því að vera ekki lengur herrar í eigin landi heldur fjarstýrt útbú frá Þýzkalandi. Aldrei lagðist El Chaudillo svona lágt fyrir veldi Hitlers.
Ég held að krónurógberarnir okkar ættu að skýra muninn á þessu spænska ástandi og okkar aðstæðum fyrir þjóðinni. Vandi Spánverjanna er af svipuðum rótum sprottinn og okkar vandi. Í okkar davíðska góðæri streymdu jöklabréf og erlent framkvæmdafé inn til okkar Íslendinga. Gengið styrktist og hér var gósentíð neytenda. Þjóðin fór á eyðslufyllerí, vandi sig á lúxuslíf og kruðerí uppá hvern dag. Allir kepptust við að taka lán og taka botngíraðar stöður. Svo kom lánsfjárþurrðin og svo heimskreppan þar ofaná. Nú þykjast evruspekingarnir sjá að bakslagið sé allt krónunni að kenna, sem stóðst ekki áhlaup heimskreppunnar. Hér standa þúsundir íbúða óseldar og atvinnuleysið er komið í 9 %.
Á Spáni streymdu inn túristarnir með gjaldeyrir og nóg var til af evrum. Nú koma bara ekki túristarnir og og engar evrur. Milljón íbúðir óseldar og allt í hönk í túristabransanum. Þeir geta bara ekki prentað peninga eins og Steingrímur getur.
Steingrímur ætlar að prenta peninga þegar hann segist ætla að endurfjármagna ríkisbankakerfið sitt. Hann talar ekki um að þetta sé allt með innistæðulausum pappír. Hann segir ekki að þetta felli gengið óhjákvæmilega gagnvart evrunni góðu. Hann segir að þetta séu peningaseðlar samt. Við getum sosum logið því að okkur sjálf fyrir okkar góða Steingrím, að þetta sé bara ágætt hjá honum að endurfjármögnun bankana eins og hann kallar það. Og víst vantar okkur bankastarfsemi í gang. En auðvitað vita allir hvað er að gerst. Þegar það rennur upp fyrir lýðnum verður evruákallið og krónurógurinn væntanlega enn heitari hjá þeim trúuðu. Það er nefnilega skammgóður vermir að ....í skóinn sinn.
Það er hrein þjóðlygi að það hafi verið kosið um ESB aðild. Það er líka hrein þjóðlygi að tala um að ESB aðild geri eitthvað til að leysa vandann sem á þjóðinni brennur. Það var kosið til að taka á vandamálum líðandi stundar. Því miður er ekkert útlit fyrir það að þessi stjórn nái því á næstunni vegna þess hversu upptekin hún er af aukaatriðum. ESB umræðan er eitt af þeim verstu.
26.4.2009 | 11:11
Kæru kommar !
Í gær fyrir lokun kjörstaða skrifaði ég þetta:
"Einhvernvegin finnst mér að íhaldið fari ekki eins illa útúr þessu og kannanirnar hafa sýnt. Mér finnst að margir hafi endurskoðað fyrri afstöðu sína og óttist valdatöku kommanna þrátt fyrir að vilja veita gömlu valdhöfunum ráðningu. Eftir klukkutíma kemur í ljós hvort þetta hugboð mitt er rétt eða ekki.Sé það vitlaust þá sit ég bara uppi með það að vera ekki spámaður í pólitíkk. Og er slétt sama."
Þetta gerðist þegar Jón Gunnarsson datt inn í morgun eftir síðustu tölur úr NA. Ég hef vitneskju um það að tveir forystumenn Sjálfstæðisflokksins sögðu fyrir um þennan atburð áður en hann varð. Mér sjálfum datt ekki annað í hug en Jón væri fallinn. Sumum er greinilega gefin forspárgáfa umfram aðra eins og sagt er frá um Snorra Goða. Mér er þetta ekki gefið en þetta var mér samt varnarsigur.
Nú reynir á ykkur að gera eitthvað í staðinn fyrir bara að tala. Víst verður þetta ekkert skemmtiskokk en auðvitað óska ég ykkur alls hins besta í störfum því framtíðarheill þjóðarinnar veltur talsvert á því að þið gerið þó ekki sé nema eitthvað af viti.
25.4.2009 | 21:39
Jacta est alea !
sagði Júlíus og fór yfir Rubicon. Nú er framtíðin ráðin í kjörklefanum. Hvernig spilast úr stöðunni vitum við ekki .
Einhvernvegin finnst mér að íhaldið fari ekki eins illa útúr þessu og kannanirnar hafa sýnt. Mér finnst að margir hafi endurskoðað fyrri afstöðu sína og óttist valdatöku kommanna þrátt fyrir að vilja veita gömlu valdhöfunum ráðningu. Eftir klukkutíma kemur í ljós hvort þetta hugboð mitt er rétt eða ekki.Sé það vitlaust þá sit ég bara uppi með það að vera ekki spámaður í pólitíkk. Og er slétt sama.
En einhvernvegin fer þetta og maður tekur því sem að höndum ber. Verkefnið framundan í þjóðlífinu er erfitt, hver sem við því tekur. En spennandi er það líka. Ég vona að úr þjóðlífinu greiðist og ég fái minni tíma til að skrifa á þetta blogg en ég hef gert fyrir kosningarnar en meiri tíma til að vinna við eitthvað nytsamlegt, sem hefur verið í litlu framboði hjá teiknistéttinni í langan tíma.
Ég hef nú að vísu haft drjúggaman af að stríða ykkur kommunum á blogginu fyrir kosningarnar en hvað verður um ástæður og tíma eftir kosningarnar sé ég nú ekki fyrir á þessari stundu. Ég þakka samt öllum sem hafa nennt að æsa sig í að skrifa mér. Margir hafa orðið til að opna augu mín fyrir öðru samhengi hlutanna en ég hélt rétt og þann hátt er það þroskandi að dískútéra svona við fjöldann. Og sérstaklega þykir mér vænt um að hafa upplifað það, að á bak við hrjúft yfirborð sumra kommaskríbentanna leynast ágætlega skynugir menn sem eru mér alls ekki ólíkir um alla hluti. Þannig að þessi bloggheimur er alls ekki sá versti af öllum hugsanlegum heimum eins og hann Birtingur hans Voltaires kynni að hafa orðað það.
Kannske sljákkar í okkur öllum þessum bloggspekingum eftir þann stóradóm sem kosningar eru. Og þó, maður getur alltaf "sallað á helvítin" sem skilja ekki að maður veit alltaf betur en þeir-eller hur ?
Eigum við bara ekki láta á það reyna. Jacta est alea !
25.4.2009 | 00:47
Ísland lifi !
Ég held að þessar kosningar séu tapaðar fyrir mig og mitt íhald. Þjóðin vill refsa Sjálfstæðisflokknum ef einhverjum ástæðum fyrir allt sem úrskeiðis hefur farið. Okkar málflutningur kemst ekki að fyrir öskrum í Hallgrími, Sturlu, Herði og öllu þessu batteríi af götuspekingum og pólitískum tækifærissinnum. Evruspekingum og Besserwisserum.
Skynsemin var líka ofurliði borin áður en Aþeningar sáu að Kleón sútari var bara venjulegur asni með vindbelg innan í sér í stað þrýstiloftstanks á bakinu. Lýðræðið varð að skrílræði með hörmulegum afleiðingum.
En það rennur af fólki vígamóðurinn þegar það þarf að horfast i augu við hverdagsleikann. Flotinn er sokkinn og herskararnir horfnir. Hnípin þjóð í vanda. Fólkið er eitt með sjálfu sér. Borga skattana, leita sér að vinnu, horfa á greiðsluvandamálin hrannast upp. Það er margir annarsstaðar sem menn héldu að væru vinir manns. Þá munu einhverjir menn harma liðna daga og óska að þeir hefðu verið framsýnni þá og ráðstafað ýmsu betur.
En þá kemur nýtt fólk til skjalanna, með nýjar leiðir, nýjar hugmyndir.Ungt fólk með ferska sýn á framtíðina. Þeir sem hæst láta núna verða gleymdir og orðnir að sagnfræði. Nýja Ísland rís fegurra en nokkru sinni þó að það verði víst ekki á mánudaginn kemur eða þareftir.
Þá mun Guð blessa Ísland eins og Geir Haarde bað um í myrkrinu þegar öll sund lokuðust fyrir þjóðinni á haustdögunum. Ísland mun lifa okkur öll sem nú þykjumst allt vita.
Þessar kosningar eru bara einar af mörgum í framtíðinni. Þær fara allar á ýmsa vegu. En vonandi snúast þær bara um aðalatriði :
Ísland lifi !
23.4.2009 | 21:35
Evrópudellan.
Þorvaldur Gylfason skrifar eina af áróðursgreinum sínum fyrir Samfylkinguna og ESB í Fréttablaðið í dag. Hann reynir að dulklæða boðskapinn í fræðilega vafninga. en það tekst nú svona misjafnlega að mér finnst.
Ég vildi óska auðvitað að ég gæti skrifað grein í blöð til mótvægis við prófessor dr. Þorvald Gylfason. En ég er víst útlægur úr þessum tveimur dagblöðum sem ég tel standa undir því nafni og verð því að láta mér nægja þessi vesælu bloggskrif mín, sem næsta fáir lesa.
Prófessor Þorvaldur byrjar á því að fella sínar eigin kenningar um nauðsyn Evruupptöku fyrir Íslendinga. Það séu nefnilega ekki sömu aðstæður ríkjandi í öllum löndum sem útiloki þau frá samræmdum efnahagsaðgerðum og komi þannig í veg fyrir eina heimsmynt. En fyrir Íslendinga sé nauðsynlegt að taka upp evru eins og Evrópuþjóðirnar.
Hagvaxtarfasi Íslendinga er gerólíkur Miðevrópuþjóðanna. Þar er viðvarandi atvinnuleysi uppá kannski 12 %. Hér er allt brjálað ef við nálgumst 8 -9 %. Við kunnum ekki á annað en undir 2 % atvinnuleysi.
Evrópuþjóðirnar eru orðnar gamlar. Eftirlaunin eru að sliga þær því það vantar ungt fólk til að borga gamlingjunum. Það eina sem þær geta gert er að flytja inn ungt fólk í þeirri von að þeir vinni fyrir þeim gömlu, Kannski sér prófessorinn þarna góða möguleika í fólksútflutningsiðnaði fyrir hið nýja Ísland, sem hann ætlar að byggja upp með Samfylkingunni, Benedikt Jóhannessyni , Þorsteini Pálssyni og Hallgrími Helgasyni svo einhverjir séu nefndir.
Svo segir Þorvaldur að Bandaríkin verði að láta sér það lynda að dollarinn fljóti og gengi hans sveiflist. Mér dámar við þessi orð.
Í dollaranum eru 100 cent. Hvorki meira né minna. Bandaríkjamönnum er nákvæmlega sama hvað við skiptum dollara fyrir margar evrur eða pund. Hjá þeim er dollarinn 100 cent. Aðrir gjaldmiðlar mega sveiflast eins og þeir vilja um dollarann. Þeirra veröld breytist ekkert við það.
Ef bandaríska efnahagsvélin hnerrar þá fær heimurinn kvef. Niðursveifla á fasteignamarkaðnum í Bandaríkjunum fór um allan heiminn á svipstundu. Þó að Kínverjar eigi gras af dollurum þá er Bandríkjamönum alveg sama. Kína er dvergur miðað við USA, heildar efnahagur Kína jafnast til tveggja fylkja Bandaríkjanna. Það eru nú öll ósköpin.
Mestöll tækni heimsins kemur frá Bandaríkjunum. Þeir eru stærstir og mestir á öllum sviðum Eina heimslögreglan sem við getum byggt á. Evrópa er ómerkileg eftiröpun af stjórnarfari Bandaríkjanna. Íslendingum væri nær að þýða og taka upp stjórnarskrá Bandaríkjanna, sem er örstutt, heldur en að vera að prumpa á Alþingi um stjórnlagaþing til þess að festa íslenzku stjórnlagavitleysuna okkar í sessi til stórskaða fyrir land og þjóð.
Við Íslendingar eigum að nýta okkar yfirburði yfir hinum þröngsýnu og landluktu Evrópuþjóðum sem stjórna Evrópubandalaginu. Við höfum alla burði til þess að standa þeim miklu framar í lífskjörum og menningu allri. Við verðum að trúa á okkur sjálf og landið okkar og hætta þessari Evrópusíbylju.
Já með þjóðaratkvæði sem allra fyrst svo að maður þurfi ekki sífellt að lesa þessar áróðursgreinar hans Þorvaldar og fleiri spekinga um Evrópudelluna !
22.4.2009 | 21:19
Fékk Samfylkingin 100 milljónir niðurfelldar ?
Sú saga gengur staflaust, að Ingibjörg Sólrún og Össur Skarphéðinsson hafi fengið niðurfellingu á 80 milljóna króna ábyrgða sem þau voru í vegna skulda Samfylkingarinnar. Sömuleiðis hafi Össur fengið samskonar niðurfellingu á 10 milljónum hjá SPRON og Björgvin vegna sama hjá einhverrri annari stofnun.
Hvernig væri nú að þetta fólk gæfi okkur yfirlýsingu um það fyrir kosningar að þetta væri hrein íhaldslygi ?
Svo mættu þau kannske bæta við í leiðinni hvernig þau hyggist borga 58 milljóna rekstrarhalla Samfylkingarinnar frá 2007. Svona upphæðir geta staðið í fleirum en íhaldinu.
22.4.2009 | 17:34
Bara Sjálfstæðisflokkurinn spilltur !
Það er greinilegt að kommunum er búið að takast að koma því inn hjá þjóðinni, að Sjálfstæðisflokkurinn sé gerspilltur tilberi auðvaldsins. Fjölmiðlarnir eru samtaka um að hamast á Sjálfstæðisflokknum en sleppa öllu öðru.
Það er ekki einu sinni fréttnæmt að Steinunn Valdís, heilög Jóhanna og Guðni Ágústsson fengu líka styrki frá Baugi og FLGroup eins og Gulli og Sjálfstæðisflokkurinn. Og Samfylkingin getur ekki gefið neinar upplýsingar um styrki fyrr en eftir kosningar. Það er hinsvegar stórfréttaefni í Baugstíðindum, að íhaldið sé ekki búið að skila aurnum frá FLGroup eða Landsbankanum. AHA sjáið þið svikarana. Mér finnst nú líklegra að þeir í Valhöll séu bara búnir með hann og eigi eftir að betla inn fyrir þessu hjá litla flokksmanninum. Hvaðan aurinn kemur fyrir Framsókn til að prenta Tímann uppá margar síður í Fréttablaðinu eða auglýsa allstaðar grimmt varðar auðvitað engan um. Greinlega er allt blánkt í Valhöll því varla sést nokkuð frá Sjálfstæðisflokknum og menn á förnum vegi spyrja um hvar stefnuskrá flokksins sé að finna.
Það er svo hreinlega ósiðlegt að vekja athygli á því Steingrímur sé búinn að fá 15 milljónir útá eftirlaunafrumvarpið hans Davíðs en Davíð ekki neitt. Þetta skal kært og Sjálfstæðisflokknum skal straffað fyrir að standa á bak við þetta. Steingrími er þetta sannarlega ekki ofgott.
Það er bara Sjálfstæðisflokkurinn sem gerspilltur og fíbjakk sem enginn má kjósa á laugardaginn. Allir hinir eru hvítþvegnir englar- eða þannig.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 3419866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko