Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010
4.8.2010 | 13:48
"Sjálfstæðisflokkur geri upp?"
Svavar Gestsson, sérlegur samningamaður í Icesave og sendiherra, skrifar lærða grein um hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins í Baugstíðindi dagsins. Hann leggur út frá Hrafnaþingsþáttum Ingva Hrafns á ÍNN, sem þýðir Íslands Nýjasta Nýtt, sem Svavar horfir helst aldrei á.
En Svavar veit þó nóg til að skrifa þetta um Ingva Hrafn:
"Eitt af því eru samansúrraðir blótpistlar um allt milli himins og jarðar nema Sjálfstæðisflokkinn; hverju guð forði. Stundum hefur hann í kringum sig menn sem hneigja sig og brosa við honum í annars fátæklegri upptökunni. Undirritaður viðurkennir að hann horfir næstum aldrei á þessa þætti; tekur annað fram yfir á sólardögunum við Breiðafjörð um þessar mundir.
Undirritaður sá hins vegar í þátt sem Ingvi stjórnaði á dögunum þar sem þrír svartklæddir menn sátu og dáðust að honum. Í þættinum veittist Ingvi harkalega að ríkisstjórninni, einkum vinstri grænum, og tókst meira að segja í leiðinni að ávarpa vesaling minn. Átta ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa verið í Alþýðubandalaginu! Úff. Ég hef reyndar lengi haldið því fram að Alþýðubandalagið hafi verið besti flokkur síðustu aldar og staðfestist það með þessu mannvali á ráðherrastólum eins og kunnugt er. En tilefni þessara skrifa er ekki þetta heldur hitt að aftur og aftur kölluðu þeir sem komu fram í þættinum sig frjálshyggjumenn. Ég hélt satt að segja að það væri skammaryrði nú til dags. Og það er reyndar tilefni þessa pistils: Er frjálshyggja ekki skammaryrði á Íslandi? "
Síðan segir Svavar:
Er í lagi að styðja frjálshyggjuna sem lagði Ísland í rúst fyrir aðeins örfáum misserum? Eins þarf Sjálfstæðisflokkurinn að gera upp við frjálshyggjuna. Í nefndum hrafnaþætti voru tveir alþingismenn; þeir mótmæltu því ekki að Sjálfstæðisflokkurinn byggði enn á frjálshyggjunni. Það leiðir hugann að nauðsyn þess að flokkurinn geri upp við frjálshyggjuna.... "
Restina af greininni er svo pólitísk æfing í gömlum Þjóðviljastíl Svavars og ekki tekur að elta ólar við það. Mikið lifandis reynir það samt á þolinmæðina að lesa svona innantómar fullyrðingar og blaður eftir fulltíða mann með þvílíka fortíð og Svavar Gestsson.
Í tilefni þessa dags þá verð ég að rifja það upp enn einu sinni hver er stefna Sjálfstæðisflokksins frá 1929:
Fyrri hluti stefnunnar er sá, að flokkurinn ætlar að standa vörð um sjálfstæði landsins. Það fer varla saman í þjónkun Svavars og VG við Evrópusambandsaðildina eða hafið umsóknarferli undir handarjaðri þessara sömu átta ráherra úr Alþýðubandalaginu hans Svavars.Sjálfstæðismenn ílendast flestir í flokknum eða koma heim aftur eftir sín gönuhlaup. Enn vantar þó nokkra eins og til dæmis Sverri Hermannsson en það er önnur saga.
Seinni hlutinn hljóða svo, að flokkurinn ætli í innanlandsmálum "að vinna að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu, á grundvelli atvinnufrelsis og einstaklingsfrelsis, með hagsmuni allra stétta fyrir augum."
Pólitísk kamlelljón eins og Svavar Gestsson, sem hafa langa reynslu í að mála yfir nafn og númer flokksins síns að hætti þeirra sem fiska í gruggugu vatni, eiga sjálfsagt erfitt með að skilja hvernig flokkur getur haft sömu stefnuna svona lengi án þess að breyta henni. Svarið er líklega allt of einfalt til þess að Svavar geti skilið það. Þetta er nefnilega frjálshyggjan í allri sinni dýrð.
AlCapone, var einstaklingshyggjumaður en ekki frjálshyggjumaður þó hann væri mikill áhugamaður um pólitík í sínum heimabæ Chicago. Hann var ekki félagi í Sjálfstæðisflokknum svo vitað sé.
Jón Ásgeir, Pálmi Haraldsson, Sigurður Einarsson, Hreiðar Már, Lárus Welding, Wernersbræður og Finnur Ingólfsson , eru hvorki taldir vera frjálshyggjumenn né hafa þeir verið áberandi í Sjálfstæðisflokknum svo mér sé kunnugt um.
Einstaklingsfrelsi og atvinnufrelsi sem grunnhugsjón lýðræðis á ekkert skylt við glæpastarfsemi frekar en frjálshyggjan sjálf. Frjálshyggjumaður veit að hans réttur nær aðeins að sama rétti næsta manns. Þar skilur á milli lýðræðis og einræðis, glæpamanns og heiðarlegs manns. Það er trúlegt að Svavar geti tæplega skilið þetta með sína fortíð og almennan hugsanagang.
Sjálfstæðisflokkurinn þarf ekkert að gera upp nema Bjarni vilji skila styrkjunum sem flokkurinn þáði af þeim sem þá töldust flott fyrirtæki og landstólpar en breyttust skyndilega við rannsóknir eftir hrunið. En Samfylkingin ætla ekki að skila neinu af því sem hún fékk frá sömu aðilum. Einstakir menn skipta aldrei löngu máli fyrir slíka stofnun sem Sjálfstæðisflokkurinn er. Hann er eins og jurt sem sífellt skrýðist nýju laufi á sterkum stofni en fellir gömlu blöðin þegar þeirra tími er kominn. Mig minnir nú að Svavar hafi verið skipaður sendiherra af íhaldinu þegar hann féll af sinni kommagrein og fúlsaði ekki við því, enda varla klígjugjarn í pólitík eftir ævistarfið þar.
Sjálfstæðisflokkurinn og frjálshyggja hans mun leiða þjóðina út úr þessu myrkri sem nú grúfir yfir.Öll él birtir upp um síðir og núverandi ríkisstjórn mun hverfa eins og önnur ólykt.
Sjálfstæðisflokkurinn þarf ekkert að gera upp. Hann stendur fyrir sínu og þess sem hann var stofnaður til.
4.8.2010 | 08:34
Við viljum verðbólgu !
Innanfótar í Baugstíðindum í dag er tilkynning um samræmdar aðgerðir orkufyrirtækjanna um verðhækkanir. Á miðopnu skrifar Franz Árnason hugleiðingar um hvernig eigi að halda á Magmamálinu. Allir eru minna skynsamir en hann sem talsmaður Samorku.
Hvað er Samorka? Það er samtök orkufyrirtækja, þeirra sömu og nú eru að hækka rafmagnið samræmt um nær 10 %. Landsvirkjun fyrst og hinir á eftir. Samtaka nú, sameiginleg orka, samorka. Man einhver eftir samtarfsnefnd olíufélaga? Samtökum fjármálafyrirtækja? Kennarasambandi Íslands? Félagi eldri borgara og Öryrkjabandalaginu?
Skyldi almenningi nokkuð koma þetta við? Á hann einhverja kirkjusókn upp í kjaftinn á þessum samtökum eins og Samorku? Skyldu orkuhækkanirnar nokkuð valda heimilunum útgjaldaaukningu? Geta þau ekki bara hækkað hjá sér tekjurnar eins og Flugumferðarstjórar og slökkviliðsmenn?
Þegar ég skrifaði pistil um nauðsyn þess að orkufyrirtækin hagræði frekar en að hækka, þá hefur ekki nokkur maður áhuga á því. Nema einn sem segir að ég sé með gamaldags Framsóknarhugmyndir. Já, já ég man algera verðstöðvun hjá Óla Jóh, herta verðstöðvun og þar fram eftir götunum. Ég man líka eftir þjóðarsáttinni.
Ekkert heyrist frá ríkisstjórninni um þessi mál. Steingrímur steinþegir enda hugsar hann líklega bara um hvað hann sé búinn að spara í vöxtum fyrir að hafa ekki fengið að skrifa undir Icesave. Það má nú gera eitthvað fyrir 60 milljarða. Og Svavar getur þá sallað á Sjálfstæðisflokkinn fyrir að gera ekki upp við frjálshyggjuna? Það má gera stáss að ýmsu.
Ég hlýt að draga þá ályktun að fólkið sé orðið leitt á kyrrstöðunni, vilji verkföll og verðbólgu. Þá kemur líka fjör í athafnalífið.
Við viljum verðbólgu !2.8.2010 | 20:37
Frystum verð og laun
Orkufyrirtækin tilkynna að þau ætli bara að hækka einokunartaxta sína um svona 10 %. Þetta er brjálæði við þær aðstæður sem nú ríkja og ekkert annað en samsæri gegn almenningi. Það ætti í raun og væri mátulegt að handtaka forstjórana og setja þá inn. Ekkert nema frysting launa og verðlags á við við þær aðstæður sem nú ríkja.
Ríkistjórnin sýndi af sér snöfurleika þegar hún setti lög á Flugumferðarstjórana. Nú á að taka slökkviliðsmennina og alla þá sem voga sér að hreyfa sig. Lög á þá alla.
Það skiptir meginmáli að ná verðbólgunni niður til þess að ná genginu til baka. Með því björgum við líka bönkunum frekar en að fikta við einhverja vexti eins og einhverjum datt í hug.
Orkufyrirtækin geta bara hagrætt hjá sér eins og spítalarnir. Þau hafa ekki einu sinni reynt það heldur lifa í sús og dús og senda almenningi bara reikninginn.
Þetta væri þá eitthvað fyrir þessa ríkisstjórn til að vinna sér til frægðar nokkuð, ekki veitir henni af.
Lög á þetta allt saman. Frystum öll laun og opinber verð ekki seinna en strax.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 6
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 3420587
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko