Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010
17.8.2010 | 08:12
Reka Björgvin?
Þá er vinstri elítan búin að finna sér enn eitt umræðuefnið til að draga athyglina frá hinum raunverulegu vandamálum sem er vandamál heimilanna. Nú er það orðið hræðilegast að Björgvin Björgvinsson hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar bendir hógværlega á að fólk beri einhverja ábyrgð á sjálfu sér.
Fólk geti haft áhrif á það í hvaða hættu það leggur sig. Svona svipað og maður sem á peningabúnt og leggur það til geymslu á miðju hátíðarsvæðinu í Herjólfsdal. Það er bannað að stela peningum segir þetta fólk. Það er við þjófinn að sakast ef búntið hverfur. Sá sem lagði það þarna ber því enga ábyrgð. Nauðsyn ber því til að setja hertar reglur um stuld á peningum, ekki geymslu þeirra.
Það væri skelfilegt ef Björgvin verður látinn axla ábyrgð á ummælum sínum og verður þvingaður úr embætti. Í mínum augum nýtur hann meira trausts en til dæmis ýmsir ráðherrar.
Síðan er uppi fótur og fit útaf áætlunum um að fá lögreglu forvirkar rannsóknarheimildir. Þetta sama lið talar þá mest um persónuvernd og alls kyns aukaatriði. Yfirvöld tala þá um Hells Angels til varnar sér. Ef þau hefðu nefnt Múslíma, sem tengjast flestum hryðjuverkum heims, þá hefði orðið skrækur. Rasistar, fasistar og þaðan af verra.
Ég veit ekki með ykkur en ég segi fyrir mig að aldrei verð ég var við áreiti lögreglu nema í gegnum radarinn. Og þá er það ég sem leita eftir vandræðunum. Lögreglan hefur yfirleitt ekki afskipti af venjulegu fólki sem hegðar sér þannig að það er ekki að angra meðborgarana. Sem betur fer. Þeir koma hinsvegar til hjálpar ef eftir því er leitað. Við treystum þeim og virðum þá. Það er því af góðum hug þegar Björgvin segir stúlkum að gæta sín þar sem hætta getur verið á ferðum. Reyna að hugsa sjálfar um sjálfa sig. Þetta hefur akkúrat ekkert að gera með alvarleika nauðgana.
Ekki reka Björgvin heldur styðja hann !
16.8.2010 | 08:25
Stöðvum kratavitleysuna !
Nú er allt kratarnir vitlausir út af því hversu hægt uppskipting orkufyrirtækjanna HS Orku og HS Veitu gengur. Þar á bæ vilja menn þráast við af tillitssemi við almenning sem á að bera kostnaðinn.En kratarnir vilja auðvitað sífellt fleiri opinberar stöður fyrir sig og sína og þessvegna láta þeir öllum illum látum
Þetta er allt byggt á einhverjum reglum frá Evrópusambandinu sem Íslendingum bar engin nauðsyn á að taka upp frekar en okkur passaði. Við skiptum á þessum grundvelli RARIK upp í Orkusöluna og gamla RARIK. Þarna urðu auðvitað til tveir forstjórar, tveir jeppar, tvö fótboltafélög að styrkja,tvær skrifstofur og auðvitað lagðist kostnaðurinn í formi tveggja gíróseðla ofan á mig, sem kaupi rafmagnið.
Svo ættum við að hætta að hlusta á þetta Samkeppnisráð, sem til afskaplega takmarkaðs gagns fyrir almenning. Við eigum að leyfa OR að eiga hlutinn í HS Orku sem hún vildi. Orkufyrirtækin eiga að vera í eign fjöldans í gegnum opinber fyrirtæki.
Sameinum RARIK og Orkusöluna aftur og spörum þær stöður sem þar urðu til. RARIK var fínt fyrirtæki og vel rekið áður en þessi kratavitleysa kom til.
Leggjum niður þetta Samkeppniseftirlit og spörum það. Dómskerfið og almenningur getur alveg séð til þess að skera úr samkeppnismálum á grundvelli laga. Það þarf engin opinber apparöt til að leita uppi samkeppnislögbrot eins og málefni Múrbúðarinnar og Húsasmiðjunnar til dæmis.
Samkeppniseftirlitið hleypti Baugsskrímslinu út á sínum tíma á almenning með sameiningu Bónusar og Hagkaups. Við glímum enn við uppvakninginn Haga og svo allt ríkisapparatið í formi reksturs Mest, BM Vallá, Pennans,Eymundsen, Húsamiðjunnar, Blómavals, N1, Landsbankans, BYR,Íslandsbanka, Nýsis,N1,Skeljungs, Fréttablaðsins, 365 Miðla, Vodafone, já listinn er miklu lengri en ég kann að rekja því ég er orðinn algerlega dofinn í hausnum af þeim framgangi kommúnismans sem ég verð vitni að á Íslandi á þessum tímum.
Stöðvum kratavitleysuna meðan þess er nokkur kostur.
16.8.2010 | 07:59
Fulltrúa fólksins í skilanefndirnar!
Það blasir nokkuð við að skilanefndir bankanna eru orðnar ríki í ríkinu og eru sjálfnærandi í eðli sínu. Sjálftaka nefndarmanna á fjármunum gengur verulega fram af horaðri alþýðu. Nefndarmennirnir tilheyra hinni "Nýju Stétt", Nomenclatura sem fer sínar eigin leiðir.
Til þess að vinna að eðlilegum lyktum mála, þá legg ég til að fjölgað verði í öllum skilanefndunum um einn Alþingismann frá hverjum stjórnmálaflokki. Þessir fulltrúar mættu fá kaup í öfugu hlutfalli við kostnaðinn við störf nefndanna.
Þetta ætti að duga til að almenningur hætti að vantreysta þessum nefndum og pukrinu sem umlykur störf þeirra. Þarna myndi líka möguleiki opnast til að ljúka þeirri martröð spillingargruns sem þarna er til staðar. En boðað er að sjálftökuveisla skilanefndanna haldi áfram næsta áratug eða svo. Fólkið er ekki sátt við þau vinnubrögð sem þarna viðgangast og nauðsyn á að endurreisa traustið.
Fulltrúa fólksins í skilanefndirnar!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2010 | 15:05
Tilgangur spítala?
Ég hitti mann á miðjum aldri í gær. Hann þekkir til á Landspítalanum. Hann sagði að þar væri enn vinnandi fólk, sem hefði starfað þar í tíð Georgs Lúðvíkssonar sem var forstjóri. Georg hafði með sér ritara og launafulltrúa á skrifstofunn sagði maðurinni. Öll laun voru greidd a réttum tíma, öll innkaup gerð og allt stemmdi hjá þessu fólki. Launafulltrúinn er ennþá lifandi sagði hann, þannig að það er enn hægt að ná tali af henni.
Þjóðinni hefur auðvitað fjölgað eitthvað frá dögum Georgs sagði þessi maður, en það er langt frá því að hún hafi tvöfaldast. Nú er allt tölvukeyrt og bráðum á að byggja nýtt sjúkrahús af því að gamla húsið er ónýtt. En samt á að tengja það við það nýja. Núna vinna einir þrjátíu bara í launadeildinni og um fimmhundruð alls við skrifstofustörf og stjórnun á Landspítalanum sagði maðurinn.
Tækninni hefur fleygt fram og þjóðin er árlega að sligast undir byrðunum af heilbrigðiskerfinu. Það er heimtað að hagræða fyrri árs hagræðingunni sem hagræddi þá árinu þar á undan. Allt var vitleysa sem gert var í tíð fyrri ráðherra. Núna ætlar nýi ráðherrann, sem er auðvitað úr miklu betri flokki en sá gamli að sýna listir sínar. Stunur hinna sjúku munu þó ekkert hafa breyst frá því sem áður var.
Rekstur spítala er núna orðinn að hávísindum og ekki á færi neinna venjulegra manna. Til slíks þarf rétt flokksskírteini og réttu samböndin. Hjúkrunarkonur á háskólastigi eru sagðar skrifa frekar júrnala heldur en að snerta sjúklingana. Til þess eru gjarnan fengnir útlendingar ómæltir á íslensku. Í sífelldum bráðavanda og fjárskorti verður að loka deildum og senda sjúklinga heim.
Hvað skyldi annars valda því að að allt lífið er orðið svona miklu erfiðara en það var? Er tæknin orðin vandamál í sjálfu sér? Fimmhundruð manns þarf til að vinna störf sem jafnvel fimm sinntu áður en tölvan kom? Það eru fimm ársverk í því bara að tína hluti, svo sem gsm síma og giftingarhringi, úr vösum sloppanna áður en þeir fara í þvottinn. Auðvitað hefur árangur í meðferð sjúkdóma stórbatnað og margt er núna auðlæknanlegt sem áður var ólæknandi. Árangur læknavísindanna er stórfenglegur. En hann dugar ekki til vegna stjórnlausrar fjölgunar mannkyns.
Snýst rekstur spítala nú orðið fremur um vísindi og úrvinnslu gagna og einstök læknisfræðileg stórafrek heldur en að líkna sjúkri alþýðu?
Þegar maður heyrir svona sögur af hetjum hversdagslífsins frá því í gamla daga þá setur mann hljóðan. Hvert er veröldin eiginlega að fara? Stjórnar tæknin sér orðið sjálf? Erum við bara farþegar í tæknihraðlestinni?
Hver var annars upphaflegur tilgangur spítala?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
14.8.2010 | 08:53
Lög á slökkviliðsmenn
Eftir hverju er ríkisstjórn hinna vinnandi stétta að bíða? Af hverju ekki að sýna sama röskleikann við slökkviliðsmenn og flugumferðarstjóra?
Það verður að hafa vit fyrir óvitum sem halda það að þeir geti bætt eigin hag með því að eyðileggja efnahagskerfið sem þeir búa í.
Lög á slökkviliðsmenn strax áður en þeir drepa einhvern.
13.8.2010 | 15:07
Furðufrétt Fréttablaðsins
Í dag er frásögn þess af tímaröð Gylfaginningar. Þar má lesa atburðarásina í tímaröð eins og hún hefði öll gerst 2010. Eftir þessari frétt er ekkert athugavert við frásagnir af vitsmunum Gylfa og véfréttum, hann er bara að skýra Alþingi frá því sem Hæstiréttur er búinn að dæma!
Það er ekki ofsögum sagt af fylgisspekt blaðsins við ríkisstjórnina. Og svo á síðunni á móti er það tíundað að blaðið hafi helmingi meiri lestur en Moggi. Sem sagt meirihluti þjóðarinnar er handhafi upplýsinga Fréttablaðsins, sem gerir sér ekki rellu útaf smáatriðum eins og ártölum og birtir furðufréttir til styrktar sínum málstað.
12.8.2010 | 22:44
Ísland íslamskt ríki?
Íman einn birtist á skjánum og var hampað mjög í tilefni þess að Ramadam gengur í garð á Íslandi eins og annarsstaðar. Þessir farandklerkar Múhameðsmanna eru sumstaðar taldir víðsjárgripir þar sem oftlega eru þeir uppvísir að því að vera ekki friðflytjendur. Enda var svipur mannsins ekki par blíðlegur og vildi ég ekki eiga nótt undir exi hans að óséðu. Enginn innfæddur Íslendingur hefur hugmynd um hvað þessir menn eru að prédika eða hvað af því mun leiða. Víst er að ekki er Sturlunga lesin í þeirra skólum eða lofsunginn Jón Sigurðsson frá Hrafnseyri við Dýrafjörð eða hvaða annan fjörð. Er þeim þetta enda mátulegt fyrir að banna allar umræður um innflytjendamál, kynþáttavandamál og það sem af þeim leiðir.
Það sem ég hnaut um er að Múhameðsmenn teljast nú orðnir 1200 talsins á Íslandi. Fyrir örskömmu síðan voru þeir taldir um 200. Miðað við það, að hver Múhameðskona elur 8.3 börn að meðaltali meðan íslensk kona elur 2.3 börn, þá hlýtur sá dagur að vera útreiknanlegur þegar þeim hefur vaxið nægur fiskur um hrygg til að lýsa yfir íslömsku ríki á Íslandi.
Fylgja þá Íslendingar fordæmi forystuþjóðanna í Evrópusambandinu, sem eru Bretar, Frakkar og Þjóðverjar. En þessi ríki munu óhjákvæmilega gjalda sofandaháttar síns í innflytjendamálum og verða múslímaríki á þessari öld. Evrópusambandið verður þannig bandalag múslímaríkja fyrr en varir.
Ísland veður íslamskt ríki meðal jafningja.
8.8.2010 | 10:15
Í krafti kæruleysis
Sterk öfl, með tilstyrk gríðarlegs fjármagns erlendis frá, eru að hefja atlögu að okkur til. Þeir vilja telja okkur trú um að það sé í okkar þágu að slaka til með fyrstu setninguna, af því að það sé ekki í tísku lengur að einangra sig úti í hafi og taka ekki þátt í samfélagi þjóða eins og það heitir.
Önnur setningin um tunguna og menninguna kemur þá væntanlega af sjálfu sér, eins og hjá stærstu sambandsþjóðunum, sem stefna í að verða íslömsk ríki á þessari öld. Öll varnarviðleitni er hrópuð niður með slagorðum.
Þriðja setningin sé auðvitað sjálfsögð, en að vísu þó með einhverjum skilyrðum um samvinnu við sambandið, sem það getur fallist á.Íslendingar eru nú aðilar að Schengen. Því fylgir að hver sem er af sambandssvæðinu getur komið hingað og sest hér að. Hverrar trúar sem hann er, af hvaða kynstofni sem hann er, hvaða sjúkdóma sem hann ber með sér. Við höfum ekkert eftirlit með því hver kemur hingað af svæðinu, eða hversu lengi hann dvelur.
Hversvegna eru Bretar ekki aðilar að Schengen? Hversvegna er vegabréfaskylda inn í Bretland fremur en Ísland? Hversvegna vilja Bandaríkjamenn stjórna aðgengi lands síns og taka fingraför og ljósmyndir af gestum?Af hverju eru Íslendingar svo sérstakir að hér þurfi ekkert eftirlit né stjórnun?
Er það nóg í sjálfu sér að meirihlutinn vilji í orði kveðnu stefna að þeim markmiðum sem felast í hinum þremur setningum Styrmis en minnihlutinn umgangist þau eins og honum sýnist í krafti kæruleysis almennings?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
6.8.2010 | 08:35
Virkið í norðri
Ég veit ekki hvað er að mér, en ég verð stundum að klípa mig í handlegginn þegar ég gríp mig oft í því að vera sammála Ögmundi Jónassyni. Og það hvað eftir annað.Ögmundur skrifar greini í Mogga í dag, "Virkisturn í norðri" á bls. 20, sem ég verð að undirstrika.
Svo segir Ögmundur m.a.:
"Ef Ísland sameinast Evrópusambandinu fjölgar íbúum um 0,07prósent. Yfirráðasvæðisambandsins stækkar um tæp 10 prósent og áhrifasvæði (eftirlitsogbjörgunarsvæði) um 20 prósent. Það er ekki að undra að herskáirEvrópusinnar líti hýruauga til Festung Island, Virkisins í norðri. Áhrifasvæðið færi úr ca 10 milljónum ferkílómetraí 12 milljónir ferkílómeta. Koma aðrir jafn færandi hendi? Halda menn að þessum 0,07 prósentum muniverða treyst fyrir stjórn og eftirliti á20% Evrópu?
Að sjálfsögðu ekki. En ekki mun standa á styrkveitingum svona rétt á meðan verið er að tala okkur til."
Enn segir Ögmundur :
" Við erum þegar fimm hundruð milljónir,segir Van Rompuy stoltur, og náum yfir Evrópu frá Finnlandi til Portúgals og Írlandi til Rúmeníu. Við deilum stærsta markaði heims og mikilvægri löggjöf, flest okkar hafa sameiginlega mynt, við deilum landamærum og pólitískum stofnunum; við deilum fortíð og framtíð. Þið leggið nú hart að ykkur að ganga í lið með okkur.
Það er nefnilega það. Ganga í lið með okkur og þá væntanlega gegn hinum? Svo er að skilja á forseta framkvæmdastjórnar ESB: Leyfið mér að minna ykkur á hvað við erum að verja. +
Evrópubúar njóta forréttinda í heiminum. Við erum mesta viðskiptaveldi heims. Þetta er árangur sem vert er að vera stoltur af. Hann sýnir einstaka getu okkar til að þróast og tryggja um leið arfleifð okkar. Við höfum enn getuna til þess. Í breytilegum heimi eru hins vegar önnur svæði tilbúin að gera betur en við efnahagslega. Störf okkar og áhrif eru í húfi.
Sem sagt, standið með okkur gegn hinum: Í dag bið ég ykkur aðeins um eitt, segir talsmaður ESB, að staldra við og átta ykkur á því að við Evrópubúar erum í þessu saman. "Það er þetta með styrkveitingarnar. Lestur Baugstíðinda undanfarna daga hefur fengið mig til að velta fyrir mér í hvaða mæli fimmtaherdeild Evrópusambandsins sé farin að starfa hér á landi. Blaðið er einn massívur ES -áróður. Rafiðnaðarsambandið, Samtök atvinnulífsins kirja svo undir.
Hverjir eru þegar komnir á kaup við að reka áróðurinn fyrir ES. Morgunblaðið er með 25 % lestur á móti 75 % hjá Baugsmiðlinum. Er það svona sem stríðið er háð?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.8.2010 | 11:52
Jafn atkvæðisréttur er allt sem þarf
Ég hlustaði á umræðuþátt á Útvarpi Sögu í gær. Þar var mikil gleði yfir því að einhver skátahöfðingi sem ég man ekki nafnið á hefði tekið að að sér að stýra undirbúningi þjóðfundar og svo stjórnlagaþings sem ætti að vinna úr þeim línum sem þjóðfundurinn myndi leggja varðandi stjórnarskrá Íslands. Þjóðfundurinn yrði valinn með einhverskonar slembiúrtaki úr þjóðskrá en á stjórnlagaþingið yrðu menn kosnir eftir einhverri formúlu sem ég náði ekki hver væri.
Síðan á að leggja það sem stjórnlagaþingið framleiðir eftir línunum sem þjóðfundurinn lagði (sic!)fyrir Alþingi. Þetta sama Alþingi, sem vegna lýðræðishalla síns, hefur sýnt sig að vera gersamlega óhæft í því að fjalla um stjórnarskrármál. Þetta sama Alþingi, óskammfeilið yfir því að bregðast skyldum sínum, hefur í fyrsta lagi stýrt þessum málum í þetta furðulega form sem skátinn virtist sannfærður um að myndi gerbreyta stjórnarháttum landsins. Og svo í öðru lagi ætlar það að samþykkja eða fella tillögurnar eftir sama geðþótta og það hefur í dag. Geðþótta sem byggir á því að ég sem íbúi í Kraganum hef svona fjórðung úr atkvæði á við Vestfirðing.
Finnst mönnum þetta virkilega vera stjórnviska? Sjá menn ekki að það er verið að brenna upp milljörðum fyrir fjárvana þjóðinni í svona blekkingarleik? Það á að leggja til að lagfæra Alþingi með lýðræðishalla með þessum ráðstöfunum öllum til þess að láta þetta sama Alþingi halda áfram að gera sem það gerir. Hver lætur völd með góðu sem hann hefur ranglega fengið?
Hver samþykkti þetta allt ? Hvaðan kemur þessi skátahöfðingi? Ekki vorum við almennir Sjálfstæðismenn spurðir álits af þingmönnum okkar þegar allt þetta var sett á af Alþingi. Af hverju á ég að trúa á þessa stjórnarbyltingu, sem mér sýnist svo vera til viðbótar runnin undan rifjum vinstriaflanna sem ætla að breyta stjórnarskrá lýðveldisins Íslands sér í hag. Og ég held áreiðanlega að það verði ekki mér í hag. Mér finnst þetta allt lykta allt af búsáhöldum, leikstjórum,rithöfundum, lúðurþeyturum, Háskólabíósfundum og Indjánadansi í kringum eldana á Austurvelli.
Mér finnst ekkert annað þurfa til þessa verks, ef mönnum er alvara með að setja þjóðinni nýja stjórnarskrá, en að sérstakt Alþingi sem kosið yrði til eins stjórnlagaverkefnis þar sem þingmannafjöldi yrði eftir jöfnum atkvæðisrétti. Þetta Alþingi væri þjóðfundur sem myndi setja landinu stjórnarskrá og ekkert annað. Gamla lýðræðisskerta Alþingið gæti starfað við hliðina á þessu meðan á starfi hins stæði. Síðan yrði kosið eftir nýjum stjórnlögum hins sérstaka Alþingis.
En að fara að smala saman allskyns liði eftir einhverju slembiúrtaki, þar sem auðveldlega getur raðast inn misyndisfólk og minna greint og fela því að gera bindandi tillögur sem eitthvað apparat á svo að að færa í búning til þess að leyfa Alþingi að fella paragröffin, finnst mér ekki vera mikið skylt verksviti.
Hversvegna veljast menn til forystu ? Ég hef haldið að það væri vegna þess að aðrir vilja fela þeim forsjá mála. Þeir bjóða sig fram og fólkið metur hæfileika þeirra. Fulltrúalýðræði verður að koma til þess að stjórna ríkjum. Múgstefna hefur sýnt sig að vera skrílræði sem engu fær áorkað. Menn skoði söguna áður en þeir fara að endurtaka hana.
Mér finnast þessi áform um þjóðfund og ráðgefandi stjórnlagaþing vera illa ígrunduð og mjög ólíklegt að til heilla verði. Flumbrugangur sem engu muni skila nema fjártjóni hjá fátækri þjóð sem ekki getur staðið undir velferð sinni. Þetta fé verður ekki notað til annars.
Ég held að það Það vanti aðeins jafnan atkvæðisrétt í lýðræðisríkinu Íslandi.Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko