Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011

Er þjóðin að átta sig?

á því að framhald vinstri stjórnarinnar boðar henni engan fögnuð hvað þá að henni sé frelsari fæddur í Steingrími Jóhanni,  í jötu heilagrar Jóhönnu undir verndarvængjum vitringanna og fjárhirðanna í skilanefndunum eilífu?

Reykjavík síðdegis gerði könnun 9.nóvember s.l.. og spurði hvaða flokk menn myndu kjósa það augnablikið. 20 %  svarenda nefndu Lilju Mósesdóttur og hennar óborna flokk, 6 % Guðmund Steingrímsson og Besta flokkinn hans.  En aðeins 9 % nefna nú Samfylkinguna og 4 % Vinstri Græna. Fylgi ríkisstjórnarflokkanna í prósentum er því komið samanlagt niður í sæmilegan kampavínsstyrkleika eða 13%

Þrátt fyrir hraustlegan áróður á Sögustöðinni og samanlagðra Baugsmiðlanna gegn gömlu flokkunum þá nefna nú 42% Sjálfstæðisflokkinn og 16 % Framsóknarflokkinn.  Og sannast þá enn að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.

Samkvæmt hefðinni tolla félagshyggjumenn ekki saman til lengdar fremur en sletta af kvikasilfri. Því félagshyggjumenn  eru svo miklir einstaklingshyggjumenn að þeir eru óðar komnir í hár saman við minnsta andblæ.  Þeir  renna til og frá og enginn getur staðsett þá nákvæmlega. Að því leyti svipar þeim til elektrónunnar sem margir segja af miklar sögur þó þeir hafi aldrei séð hana sjálfir.  En hún bara er þarna auðvitað eða öllu heldur var þarna, rétt eins  eins og VG var á Akureyri án þess að nokkur viti í rauninni hvað gerðist þar.   

Vinstri menn núna virðast reiðubúnir að flykkja sér um Lilju Mósesdóttur sem er væntanlega eitthvað annað en eitthvað annaðið hjá Steingrími Jóhanni á Bakka. Og svo virðist vaxandi fjöldi treysta Guðmundi Steingrímssyni betur til afreka í Evrópumálunum heldur en Jóhönnu sjálfri og Össuri.

Táknar þetta að þjóðin sé að átta sig á því að hún elti mýrarljós skattahækkana og niðurskurðar í velferðarkerfinu út í ófærur?  Valdi ráðleysi í stað ráðdeildar? Valdi kyrrstöðu í stað kraftaverka?

Er  þjóðin að átta sig á þessu ?

 

 

 


Steypubílar á laugardegi!

á fullri ferð. Ég hélt ég væri orðinn vitlaus, því þetta hef ég eki séð síðan fyrir hrun.

En Ágúst  Friðgeirsson er að byrja á að steypa aðra blokkina í Kópavogi eftir hrun. Hin fyrri er uppsteypt og víst að mestu seld. Ef eitthvað gerist til að hrinda af okkur kreppunni þá gerist það í Kópavogi því það er gott að búa í Kópavogi eins og maðurinn sagði.

Bravó fyrir Gústa og steypubílum á laugardegi í Kópavogi.


Guðlaugur Þór góður

á fjölmennum fundi í Kópavogi þar sem hann skýrði tillögur Framtíðarnefndar Sjálfstæðisflokksins. En þær tillögur hefur formaður Framtíðarnefndar Kristján Þór Júlíusson og margir góðir menn með honum unnið mikið starf og óeigingjarnt við að semja og kynna fyrir flokksmönnum um allt land. 

Þetta eru viðamestu skipulagsbreytingar sem nokkru sinni hafa verið settar fram fyrir Landsfund. Í stuttu máli miða þær allar að því að auka gagnsæi í flokksstarfinu og virkja fleira fólk til starfa en áður hefur verið. Dreifing ákvarðanatöku er aukin, embætti tveggja varaformanna er skilgreint og þeim settar starfsreglur og verkefni.  Kjöri til miðstjórnar er gjörbreytt og kjördæmisráð fá aukið vægi. Sumar tillögurnar voru taldar glannalegar eins og að opna fyrir setu á Landsfundi sem gæti leitt til innrásar þröngra hagsmunahópa og töldu menn að fara þyrfti gætilega í því. Meginstef er það að til þess að taka þátt í starfi flokksin verði menn að vera greiðandi félagsmenn og þar með alvöru félagar en ekki allskyns hlaupalið í prófkjörum flokksins.

Guðlaugur svaraði svo fyrirspurnum fundargesta og voru þær af ýmsum toga og hjó Guðlaugur hvert spjót af skafti sem á hann var skotið. Því aldrei er lognmolla eða hallelúja söngur á þessum fundum Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Athygli  vakti þegar Guðlaugur skýrði frá athöfnum Árna Páls Árnasonar sem skærrar vonarstjörnu Framsóknarflokksins. En hann þáði þá sem Framsóknarmaður milljónatugi fyrir ráðgjöf til Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra sem Samfylkingin núna taldi höfuðsök í máli Páls Magnússonar til að geta ekki orðið forstöðumaður í Bankasýslu Ríkisins. 

Guðlaugur ræddi gengistryggðu lánin og benti á hvílik fjarstæða væri í því fólgin að þeir sem frömdu glæpinn, bankarnir sem veittu fjölskydlum og fyrirtækjum ólöglegu gengislánin, ættu núna að ákvarða refsinguna sem lántakendurnir ættu að hljóta samkvæmt hinum vitlausu lögum Árna Páls. Dómar Hæstaréttar væru skýrir þó ýmsir væru að reyna að skjóta sér undan þeim.

 Sturla Jónsson bílstjóri gerði harða hríð að Guðlaugi vegna þess hve lítið miðaði í lánaleiðréttingum og hampaði lærðum ritgerðum sem einhverjir góðir menn höfðu skrifað um málin og farið með niður á þing til að kynna málin.  En Guðlaugur skaut til baka og sagði ekki skrítið að þeir hefðu komið þangað því hann hefði fengið' þá til þess sjálfur að koma sem sýndi að það væri ómaklegt af Sturlu að ásaka sig um að gera ekkert í málum skuldara og heimila.  Benti hann líka á lánareiknir sinn á heimasíðu sinni til áréttingar um að hann væri virkilega að leggja sig fram í þessum málaflokki og bað Sturlu um að sjá sig um hönd.  Skipaðist Sturla allvel við þær upplýsingar Guðlaugs og tók hann í sátt, allavega í bili, því Sturla er sókndjarfur og vel lesinn.

Þessir laugardagsfundir Sjálfstæðismanna eru orðnir fastur liður í starfsemi flokksins og eru fjölsóttir. Flokkurinn er að ná til fólksins og þingmenn eins og Guðlaugur Þór leggja á sig erfiði til að vinna flokknum það gagn sem þeir  mega.

Sjálfstæðisflokkurinn er í mikilli sókn og félagar eru búnir að vinna þrekvirki í að hreinsa loftið og skýra fyrir fólki fyrir hvað hann stendur. En flokkurinn hefur aldrei þurft að breyta grundvallaratriðum í stefnu sinni frá stofnun sinni 1929. En fyrrihluti sjálfstæðisstefnunnar er  "að vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og frjálslyndri umbótastefnu, á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis, með hagsmuni allra stétta fyrir augum." Seinni hlutinn felst í nafni flokksins. Þessi flokkur þolir samkeppni við hvern flokk eða flokksbrot sem er.

Guðlaugur Þór og allt okkar lið í Sjálfstæðisflokknum er tilbúið til baráttu fyrir betra Íslandi! Ekki veitir af.

 


Hvað kostar Svíinn á Sólheimajökli?

þegar allar björgunarsveitir eru á fullu að leita hans? Hver borgar svona ævintýri útlendra ferðamanna?

Er það sjálfgefið að menn geti farið til fjalla og á jökla á eigin vegum eins útbúnir og þeim dettur í hug. Geti svo týnst á kostnað þjóðarinnar? Þarf ekki að kyrrsetja þennan Svía ef hann þá finnst eins og skipið Ölmu og krefjast björgunarlauna af sænska ríkinu sem á þennan skattþegn?

Er ekki góð byrjun að skylda alla fjallamenn að kaupa sér ELT-senditæki sem sýnir staðsetningu þeirra í neyð?

Jöklaráp er ekkert einkamál asna.


Kaninn hnerrar,Kínverjinn fær kvef

um leið og afturkippur kemur í USA. Nú þarf Kínverjinn að flytja inn svínakjöt frá Bandaríkjunum og annarsstaðar frá til að róa markaðinn. Því matarverðið í Kína hefur rokið upp um 14 % það sem af er árinu og verðbólga heldur innreið sína í því ríki.Samt er þetta villmannlegt einræðisríki sem drepur hvern þann sem rífur kjaft enda verkföll þar óþekkt svo ekki er því um að kenna. Mannfjölgunin í Kína er víst að stöðvast við 1.4 milljarð. Indverjar hafa 60 % hærri fæðingartíðni en Kínverjar og verða fjölmennastir þjóða um miðja öldina. Íslendingum og Þjóðverjum fækkar heldur og svo er um flestar upplýstari þjóðir. Þeim fjölgar mest sem ekki geta fætt börnin sín né klætt, lesið né skrifað.

Hvaða áhrif hefur það á efnahag heimsins ef þróuðu fólki myndi hætta að fjölga? Að því hlýtur þó að koma af hvaða ástæðum sem það verður. Mannkynið er orðið 7 milljarðar en var um 2 í stríðslok 1945. Kenning Malthusar fer að byrja að bíta eins og fréttir er farnar að berast um. Og einhverstaðar verður barist um brauðið ef þessu heldur áfram. Það væri því mikilvægt verkefni Vesturlanda, að taka sjálfstæðið af Afríkuþjóðum eins og tl dæmis Sómalíu. Stilla þar til friðar með hörku og láta þá fara að yrkja jörðina við Pax Cultura.

Matvælaverð hækkar nú um allan heim og þar auðvitað mest sem minnst er framleitt. Íslendingar ættu því að hætta að flytja út lambakjöt sem er ekki annað en upplástur landgæða.Búa að sínu í hæfilegu magni en ekkert umfram það. Matvæli eru okkar innlenda aðalframleiðsla þannig að okkar horfur ættu ekki að vera sem verstar efnahagslega.

En mannfjöldinn er þvílíkur í Austurlöndum að éti 1 % Kínverja meiri baunir ,þá hækkar verðið á baunum í miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Og ef 1 % Kínverja kaupir sér Bjúikk þá hefur Detroit ekki undan.

Bilið milli ríkra og fátækra breikkar í heiminum. Sem betur fer fyrir Íslendinga þannig að takist okkur að halda mannfjöldanum okkar í skefjum kemur meira í hver hlut eftir því sem tímarnir líða.Vð þurfum því að fara varlega í að selja Kínverjum landið eða taka að okkur að sjá fyrir beiningalýð úr Evrópu eins og við erum að gera. Íslendingar geta átt bjarta framtíð ef þeir gætu lært að nota skynsemina meira.En það hafa þeir lítt getað til þessa.

Það er eitthvað að gerast i fjármálum heimsins sem við sjáum ekki fyrir endann á. Líklega erum við búin að ganga bréfagöturnar á enda og förum að læra að bréfakaplar með óefnislegar eignir að baki koma aldrei í stað framleiðslu áþreifanlegra gæða. Bréfaguttar heimsins munu þurfa að færa sig útá akrana og í verksmiðjurnar og fara að vinna arðbær framleiðslustörf eins og í styrjöldum. Mannkynið gengur ekki á lyginni mikið lengur. Það verður bráðum spurt hvað er á bak við bréfsnuddurnar.

Kanarnir eru farnir að hnerra og það þýðir kvef fyrir Kínverja og fleiri.


Þjóðnýtum bankana!

Íslands-og Arion-banka.

Það ber brýna nauðsyn til þess að taka til baka það fullveldisframsal sem Steingrímur J. Sigfússon framdi með því að afhenda "erlendum kröfuhöfum" þessa banka, Í hópi hluthafanna eru vogunarsjóðir og íslenskir útrásarvíkingar sem hafa keypt kröfur annarra á hrakvirði og hafa þau sjónarmið helst að blóðmjólka íslensk heimili og fyrirtæki.

Eigendur þessara banka hafa skiljanlega sáralitlar hugsjónir um að stunda hér bankastarfsemi eins og þjóðin þarfnast heldur að komast úr landi með eins mikið fé og þeir geta náð.

Alþingi þarf að taka hér myndarlega á málum. Þjóðin þarf bankakerfi sem ætlar að vera þáttakandi í uppbyggingu landsins en ekki erlend rukkunarfyrirtæki í þágu misjafnra sauða sem margir hverjir eiga óuppgerðar sakir við okkur sjálf.

Þjóðnýtum Íslands-og Aríon-banka!


Krankleiki Kapítalismans

er mikið til umræðu hérlendis sem erlendis.  Kommar kætast mjög yfir þessu  og segja að nú sjáist loksins að kapítalisminn gangi ekki upp. Allt fjármálakerfi og lánakerfi riði til falls. Það sé búið að lána alltof mikið til þeirra sem aldrei gátu borgað hvort sem var.  Frjálshyggjan sem sögð er hafa stýrt þessu ef ekki nýfrjálshyggjan. Frelsið hafi  þar með dæmt sig úr leik og forræðishyggjan hljóti að taka við.

Sannur kapítalisti  telur jafnvel almenningsklósett vera sósíalisma. Hann er sannfærður um að það sé enginn ókeypis hádegisverður til í heiminum.  Einhver verði að borga að lokum. Kommarnir eru hinsvegar löngu búnir að finna út að allt sé ókeypis sem þeir þurfi ekki að borga sjálfir. Og allt sem þeir fái lánað eigi auðvitað ekki að borgast til baka því peningarnir sem þeir fengu lánaða voru illa fengnir peningar sem þjófar og raæningjar áttu. Ber því  ekki brýna nauðsyn til að afleggja verðtryggingu fjárskuldbindinga?  Bæði innlána og útlána?

Og hvað eru peningar? Ekki smjör og ostur, ekki mjólk eða steypa? Ekki sparisjóðsbók?  Peningur er lán sem maður fær til að kaupa þessa hluti fyrir. Auðvitað á ekki að borga lán til baka af því að mann vantar tekjur til þess. Og af hverju vantar tekjur? Það er búið að hreinsa allt af manni í skatta. Og afhverju er maður að borga skatta? Jú það er til þess að borga velferðina, skólana, ellilífeyri og   almenningsklósett. Framleiðslan stendur ekki lengur undir lífsgæðunum.  Frumorsök ófarnaðarins í heiminum hlýtur þá að vera kapítalisminn? Sú stefna að vera sjálfum sér nógur er hinn mikli misskilningur? Apinn sem tekur af þér oststykki í nafni kærleikans og segist muni skipta milli fátækra bítur í það sjálfur í hvert sinn. Þar er fyrsti kratinn fæddur. Fyrsta sýking kapítalismans.

Það er sósíalisminn sem er undirrót alls ills. Upptaka eignarréttarins hjá einstaklingnum. Ríkisstýrð velferð í stað sjálfviljugrar. Það er krankleiki kapítalismans.


Að missa Menntaskólann í Reykjavík

í eldsvoða er talið meiri háttar áfall og áhættumat.

Af hverju viljum við ekki missa Menntaskólann? Er hann ekki brunatryggður fyrir milljónir í iðgjald? Hann er svo verðmætur að iðgjaldið verður rosahátt.

En að láta hann bara ekki geta brunnið? Það er lafhægt.Og lækka iðgjaldið niður í varla neitt.

Ef við settum sprinkerkerfi í kofann, þá brennur hann ekki.Það er svo einfalt. Og sam með Dómkirkjuna og fleiri verðmæt hús.

Við þurfum ekki að missa Menntaskólann í Reykjavík í eldi.


Komið ykkur af stað!

Steingrímur J og Ögmundur ! Hættið þessu þrasi um arðsemi Vaðlaheiðarganganna. Þið kunnið hvorugur neitt í að reikna. Allt sem þið gerið í efnahagsmálum er vitleysa því þið eruð kommar sem getið aldrei neitt nema hækka skatta og vera á móti framkvæmdum af því að þær séu ekki tímabærar, eigi eftir að meta umhverfisáhrif til fulls, eitthvað hljóti að liggja að baki og bla,bla. Þið eruð þroskaheftir en þið getið reynt að gera gott úr því.

Þjóðin er desperat að fá vinnu og framkvæmdir af stað. Börnin eru að flýja land með foreldrum sínum. Landinu er að blæða út vegna þess hversu vitlausir þið eruð og blindir á raunverulegar afleiðingar vitleysunnar í ykkur. Þjóðin þarf helst að losna við ykkur sem fyrst og best væri ef þið færuð báðir til Noregs og væruð þar helst lengi. En meðan þið eruð þarna enn, reynið að gera eitthvað af því sem betri menn ráðleggja ykkur.

Byrjið á Vaðlaheiðargöngum strax. Eftir svona tuttugu ár verða munu allir minnast ykkar í bænum sínum þegar þeir þurfa ekki að keyra Víkurskarð. Þá man enginn eftir einhverjum arðsemisútreikningum sem hafi verið misvitlausir, hvað sem menn þá segja. Aðalatriðið þá er að göngin eru þarna. Ég man eftir að forfeður ykkar í kommeríiunu sögðu að það væri engin arðsemisglóra í Búrfellsvirkjun eða selja rafmagn til Straumsvíkur á þessu skítaverði. Það skiptir engu máli þó jafnvel þið teljið núna að þetta hafi betur verið gert en ógert. Þetta var geert sem betur fer.

Svo hættið að leika einhverja spekinga sem þið eruð ekki og verðið aldrei.
En þið getið byrjað á göngunum og það strax. Svo skuluð þið strax stofna félag um Seyðisfjarðargöng og láta byrja á þeim líka á sömu forsendum. Það er hægt að leigja sér verkfræðinga og hagfræðinga til að fá hvaða útkomu sem er ef ykkur líður eitthvað betur. En aðalatriðið er að mjaka sér úr sporunum og gera eitthvað. Reynið einu sinni að skilja þetta. Steingrímur, þú hlýtur að muna það frá æskudögum á Gunnarsstöðum hjá bróður þínum, hver er munur á kyrrstæðum vörubíl og vörubíl keyrandi með hlassi á. Reyndu greyið mitt að vera eins og maður einu sinni og taktu Ögga með þér.

Komið ykkur af stað!


Audi et alteram partem!

sr. Ólafur Skúlason biskup þarf löngu látinn enn að þola umræður um sekt eða sakleysi um barnaníð í eigin fjölskyldu og víðar. Orð standa gegn orði. Nú hefur fjölgað þeim orðum fleira fólks sem standa fremur til sýknu en sektar.

Engin réttartæk sönnun hefur komið fram saknæmt eða ósiðlegt atferli sr. Ólafs. Aðeins munnlegar frásagnir einstaklinga sem segjast tala í nafni sannleikans og nauðsyn þess að fá að létta af sér sálarlegum byrðum vegna einhvers sem Ólafur átti að hafa gert þeim í fyrndinni. Ekkert þessa fólks hefur borið um ákveðna líkamlega valdbeitingu sr. Ólafs gagnvart því. Sem væri þó nærtækt þar sem sr. Ólafur var mikill maður vexti og áreiðanlega heljarmenni til burða. Eru sögur af því að þessu afli hafi verið beitt gegn lítilmögnum?

Við sem umgengumst þennan ljúfa mann í Sundlaugunum höfðum ekki af honum ótta vegna greinilegs líkamlegs afls hans og karlmannlegrar byggingar. Við höfum ávallt haft mikla fyrirvara gegn því fári sem á þessum félaga okkar dundi lífs og liðnum. Okkur hefur fundist að allan vafa eigi að túlka honum sem öðrum sakborningum í vil. Maður sé saklaus þar til sekt hans er sönnuð. Engin sekt hefur verið sönnuð heldur er aðeins um framburð og áburð að ræða um löngu liðna og ósannanlega atburði, sem áttu að hafa átt sér stað áratug fyrr eða meira.

Ég sjálfur ber ekki kala til öfuguggans sem leitaði á okkur jafnaldrana ítrekað í gamla daga á slökkvistöðinni niður við Tjörn. Við sluppum frá honum flestir án varanlegs skaða, Til hvers ættum við að berja okkur á brjóst í fjölmiðlum í dag? Þessi maður var greinilega fatlaður einstaklingur og afbrigðilegur. Ég held að hann hafi aldrei verið kærður einu sinni. Ég hef ekki heyrt að neinn okkar hafi þurft áfallahjálp síðar á ævinni vegna þessa. Enda var víst ekki búið að finna hana upp þá.

Ég trúi engu misjöfnu um sr. Ólaf Skúlason fyrr en beinar sannanir eða yfirgnæfandi líkur væri að því leiddar sem ekki verður. Látum þennan látna mann í friði. Minnumst þess nú hvað hann gerði vel. Er ekki hugsanlegt að einhverjir sem hann hjálpaði í lífinu og var góður vilji segja af því sannar sögur?

Audi et alteram partem!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 3418280

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband