Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011
20.11.2011 | 23:46
Að loknum Landsfundi
stendur uppúr hjá mér, sem minna en einum þúsundasta af fundinum, að ég er ánægður með það sem að mér snýr. Lítið peð á átakafundi er ánægt með visku landfundar sem birtist í niðurstöðum fundarins sem allir geta lesið á vef flokksins, www.xd.is.
Landsfundur tekur eindregna stöðu með Reykjavíkurflugvelli og þýðingu hans fyrir höfuðborgina á þeim stað sem hann er og í þeirri mynd sem hann er nú. Landsfundur sýndi sig að sýna hlutverki vallarins fullan flugtæknilegan skilning sem varavöllur fyrir alþjóðaflug. Hann áttar sig á því að Reykjavíkurflugvöllur verður þarna áfram sem miðstöð innanlandsflugs og sjúkraflugs. Allt tal um stórsjúkrahús í Reykjavík er samofið tilvist vallarins. Allar aðrar skipulagshugmyndir verða að víkja fyrir skynseminni og talnaturnar sem reistir hafa verið í óraunsæi ýmsra frammámanna í reykvískum stjórnmálum eru hrundir til grunna.
Hanna Birna Kristjánsdóttir áttaði sig á því, að hún kæmist hvergi á Landsfundinum með því að taka undir fjandskap við tilvist Reykjavíkurflugvallar, sem Gísli Marteinn er helstu samnefnari fyrir. Málflutningur Gísla Marteins um að landsfundur væri í mótsögn við sjálfan sig þegar hann blandaði sér í skipulagsmál sveitarfélags með þessum hætti hafði ekki áhrif til þess að lina afstöðu landsfundarfulltrúa.Var ótrúlegt að verða vitni að eindreginni afstðu fundargesta í þessu máli.
Bjarni Benediktsson var kosinn formaður með 55 % atkvæða á móti 44 % atkvæða Hönnu Birnu.Tæplega annar hver landsfundarfulltrúi treystir Hönu Birnu betur en Bjarna Benediktssyni. Hefðu aðeins 76 landsfundarfulltrúa af rúmum þrettánhundruð breytt nafninu á atkvæðaseðlinum hefði Hanna Birna sigrað. Svo knappt var þetta
Þetta lýtur að vera Bjarna mikil aðvörun um að hann verði bæði að vanda sig og leggja sig enn meira fram til að vinna sér inn aukið traust flokksmanna. Sem hann getur hægleg svo vel gerður maður til munns og handa.
Hanna Birna átti auðvitað undir högg að sækja þar sem hún er ekki þingmaður og fundarmenn margir komu ekki auga á það hvernig formaður flokksins gæti verið utan þings svo vel sé. Hönnu verður ekki skotaskuld úr því að breyta þessu í næstu kosningum hvenær sem þær verða. Hún er og verður stærð sem ekki er auðveldlega litið framhjá í pólitík.
En eins og Ólöf Nordal varaformaður orðaði það, þá kom tími Jóhönnu svo sannarlega í íslenskum stjórnmálum. En það sem verst væri, að í huga okkar ætlaði honum bara aldrei að ljúka og engar kosningar væru í augsýn. Ólöf hlaut svo yfirburðar kosningu í embætti varaformanns.
Davíð Oddsson sem ávarpaði fundinn óvænt við mikinn fögnuð sagði einhvernvegin, að norræna velferðin sem stjórnin hefði lofað að færa Íslendingum væri í reynd sú sú að fara með "Norrænu" á vit velferðarinnar á Norðurlöndum. Og fleira sagði Davíð í gamni og alvöru. Hann er og verður fremstur meðal jafningja í Sjálfstæðisflokknum fyrir leiftrandi fjör og persónutöfra sína. Þar sem hann kemur gerist yfirleitt eitthvað.
Sjálfstæðisflokkurinn lýsti sig reiðubúinn að berjast gegn skuldavanda heimilanna með ráðum og dáð. Hann lofaði að aflétta öllum sköttum sem vinstri stjórnin hefði hækkað og fundið upp sem nýja. Hann lofaði að vinna að atvinnusköpun umfram allt, beisla orkulindirnar og NÝTA TÆKIFÆRIN eins og var yfirskrift fundarins. Hann trúir því að aukin atvinna muni færa ríkinu meiri skatta en sem nemur lækkun gjaldanna. Þar liggur munurinn á stjórnlyndi og frjálslyndi.
Það verður nóg af fýlupúkum í Sundlaugunum og öðrum förnum vegum svo og á samanlögðum fjölmiðlum landsins til að rakka allt þetta niður og reyna að gera alla þessa viðleitni landsfundarfulltrúa fyrirlitlega og fábjánalega. Þetta munum við Sjálfstæðismenn sem lögðum á okkur að vinna að tillögum landsfundar,þola og svara fullum hálsi. Fundur okkar snéri að því að reyna að leysa vandamál, -ekki landsfundarfulltrúaanna eða félaga í Sjálfstæðisflokknum sérstaklega, heldur landsmanna allra. Sjálfstæðismenn trúa á þjóðina, landið okkar Ísland, Sjálfstætt Ísland eins og nafn flokksins okkar ber með sér, og teljum hagsmunum þess, nú sem fyrr, betur borgið utan ESB
Sjálfstæðisflokkurinn vill sækja fram og bæta böl. Það eru skilaboðin frá þessari samkomu í Laugardalshöll. Því það er sagt að ætíð sé betra að veifa röngu tré en öngu og má eiga við þá sem láta dæluna ganga og allt vilja rakka niður í forina sem tengist Sjálfstæðisflokknum. Ríkisstjórnin hefur ekkert tré á loft, aðeins njólarætur og þöngulhausa sem ekkert verður á byggt.
Sjálfstæðisflokkurinn er leiður yfir því virðingarleysi sem Ríkisstjórnin sýnir því góða fólki í Evrópubandalaginu með því að halda áfram viðræðum við það eins og allt sé í stakasta lagi. Sjálfstæðismenn þola ekki slíkt og vilja gera hreint borð og segja við viðsemjendurna, að best sé að fresta frekari viðræðum meðan þjóðin gerir upp við sig hvað hún vilji sjálf.Það er þjóðin sem á síðasta orðið.
Kosningar er krafa Sjálfstæðisflokksins. Fyrr fær þjóðin ekki viðnám fyrir krafta sína til að NÝTA TÆKIFÆRIN.
Það er boðskapur Landsfundar Sjálfstæðisflokksins til þjóðarinnar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.11.2011 | 12:26
Góð tillaga hjá Jóni Magnússyni
Jón Magnússon leggur fam eftirfarandi tillögu á Landsfundi:
"Tillaga 3 Úrvinnsla skulda heimilanna
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins telur réttlátt að höfuðstóll verðtryggðra lána verði færður til þeirrar viðmiðunarvísitölu sem var í gildi 1.10.2008. Frá 1.10.2008 hefur íbúðarverð lækkað gríðarlega í verði. Á sama tíma hefur verið samdráttur í þjóðarframleiðslu og veruleg rauntekjulækkun. Taka verður tillit til þessara staðreynda og gæta þess að réttlæti ráði ferðinni við úrvinnslu skuldavanda einstaklinga og fyrirtækja. Þannig verði miðað við almennar aðgerðir til að leysa skuldavandann en ekki sértækar. Með sértækum aðgerðum hefur verið og verður búið til ójafnræði milli borgaranna. Með þeirri niðurfærslu höfuðstóls verðtryggðra lána sem hér er lagt til er ekki lengur um forsendubrest að ræða og tryggt er eðlilegt jafnræði fjármagnseigenda og skuldara."
Þessa leið hefði átt að fara strax í ársbyrjun 2009, svo sjálfsögð skynsemi sem hún er.
Hugmyndir Lilju Mósesdóttur hafa líka ratað inn á Landsfund þar sem tekið er á lyklaskilamálinu fyrir vonlaus heimili sem annars horfa fram á gjaldþrot og eilífa útskúfun.
Styðjum þessar hugmydindir báðar.
19.11.2011 | 10:08
Ekkert Já spjald
var hafið á loft í stóra salnum í Laugardalshöll þegar ég bað viðstadda sem vildu ganga í Evrópusambandið að hefja þau á loft. Mér var bannað af fundarstjóranum að halda áfram og klára málið, ég ætti að spyrja forystumennina en ekki salinn. æEg fékk ekki að klára það sem mig langaði til. Mig langaði nefnilega að að fá að sjá rauðan spjaldaskóg í salnum gegn ESB aðildinni.
Ég verð hinsvegar að sætta mig við hálfsigur því ekkert JÁ spjald var hafið á loft. Forystumenn, Bjarni, Ragnheiður Elín og Ólöf Nordal voru hinsvegar einhuga í því að telja hagsmunum Íslands betur borgið utan ESB. Þar kom ekkert JÁ spjald á loft.
18.11.2011 | 08:00
Innrás ESb sinna
á landsfundinn er hafinn. Í þetta sinn reyna þeir að kljúfa flokkinn með fíngéreruðum skoðanakönnunum.
"Í könnun, sem MMR gerði fyrir Andríki og sagt var frá á mbl.is í gærkvöldi, sögðust 50,5% vilja draga aðildarumsóknina til baka en 35,3% vildu halda umsókninni til streitu. 14,2% voru hvorki fylgjandi því né andvíg að draga umsókn til baka."
Því miður tók Heimssýn ekki ákalli mínu til hjálpar með því að fá þessari ESB "Einsatzgruppe" sparkað út í horn á Landsfundi heldur er henni leyft að eitra andrúmsloftið með lævísi eins og í tilvitnaðri "skoðanakönnun" sem ekki endurspeglar landsfundinn. Jafnvel formaður virðist hræddur við þetta lið. En þeir eru bara draugur sem þarf að kveða niður af meirihlutanum eins og síðast.
Það er best að fá þá á dyr sem fyrst.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.11.2011 | 21:42
Ræða Bjarna
við setningu landsfundar Sjálfstæðisflokksins féll í góðan jarðveg.
Formaður kom víða við og tók á vandamálum þjóðarinnar. Hann rakti hvernig vandi heimilanna hefði vaxið ár frá ári frá hruni en ekki minnkað eins og stjórnarliðar halda fram. Þá eru fjárfestingar á landinu minni en þær hafa verið nokkru sinni frá stofnun lýðveldisins. Hann rifjaði upp hvernig staða flokksins hefði verið þegar hann tók þá ákvörðun að nú væri komið að sinni kynslóð að leggja eitthvað af mörkum þegar hún mætti sinni fyrstu kreppu efir að hafa búið við góð kjör alla sína tíð. Með þetta í huga hefði hann boðið sig fram þó hann hefði vitað að erfið ganga væri framundan. Síðan hann hefði orðið formaður hefði fylgi flokksins aukist úr 23 % í 36 % Hann hefði gefið sig allan í þetta starf og væri reiðubúinn að gera það áfram með ykkur. Bjarni varð oft að gera hlé á ræðu sinni vegna lófataks fundamanna.
Bjarni fór yfir atvinnuleysi 12000 landsmanna og tölur um langtíma atvinnuleysi fólks sem hefur verið án vinnu 6 mánuði eða lengur. Þessi hópur væri því miður að stækka. Í sumum byggðarlögum væri atvinnuleysi 11 % Undirrituðum fannst Bjarni þarna sleppa ríkisstjórninni of billega með því að tala þarna ekki um tölurnar um landflóttann þegar hann ræddi þessar atvinnuleysistölur, sem hefði gert þennan kafla mun ískyggilegri. Þó Bjarni vissulega gerði áhyggjum sínum af landflóttanum skil síðar í ræðunni, þá finnst þessum skrifara betra að að horfa á þetta tvennt í samhengi.
Bjarni fór yfir hlut sinn og þingflokks í Icesave I. Þeir hefðu verið sakaðir um ólýðræðislega vinnubrögð af stjórnarliðum fyrir að vilja ræða málin í stað þess að skrifa undir. Það hefði þó leitt til undirskriftasöfnunar og þjóðaratkvæðis. Hann rakti Icesave ll og III og minnti á að þeir hefðu alltaf tekið fram að þeir teldu að þjóðin ætti að segja síðasta orðið við samninginn þó að þeir hefði samþykkt þann síðasta 12 en 5 verið á móti eða setið hjá og þannig hefði meirihluti þingflokks ekki viljað vera á móti því að reyna að leysa málið eftir að það var orðið 400 milljörðum betra í það minnsta en það sem Steingrímur hefði viljað samþykkja strax í Icesave I.
Bjarni rakti sögu fyrstu pólitísku réttarhaldanna á Íslandi sem ríkisstjórnin hefði hrint af stað sem væri Landsdómsmálshöfðunin yfir Geir Haarde sem hún vildi koma í fangelsi. En Geir hefði beitt sér fyrir setningu neyðarlaganna, sem núverandi stjórnarliðar hefðu margir ekki samþykkt(Steingrímur J Sigfússon var víst einn ! innsk. skrifara) sem líklega hefðu núna bjargað þjóðinni frá því versta af Icesave. Bjarni sagði þessa málshöfðun vera þeim til eilífrar skammar sem að henni hefðu staðið. Þó svo að aðalmálsatvikunum hefði nú verið vísað frá þá léti ríkisstjórnin ekki laust og vildi í það minnsta hafa af Geir Haarde æruna þó hún hún nái líklega ekki öðru. Bjarni fullvissaði Geir um það persónulega að hann stæði órofa þétt að baki hans og eftir ákafar undirtektir fundarmanna gat hann bætt við að Geir gæti heyrt það að svo væri um fleiri. Bjarni fékk skyndilega eitthvað í hálsinn eftir þessa tilfinningasþrungnu stund og fékk sér tvisvar vatn áður en hann hélt áfram eftir stutt hlé og var ekki laust við að undirritaður hefði líka þegið vatnssopa þegar samkenndin með Geir flæddi um salinn.
Bjarni hélt svo áfram af stígandi krafti. Hann lýsti ráðleysi ríkisstjórnarinnar á öllum sviðum. Í bankamálum væri staðan sú að 80 milljarðar rynnu til vogunarsjóðanna sem hefðu fengið bankana en heimilin fengju ekki neitt. Ríkisstjórnin væri heillum horfin, hefði engar lausnir í atvinnumálum og það eina sem Steingrími dytti í hug í ríkisfjármálum, væri að hækka skatta og segði um þau mál:"You aint seen nothing yet!".
Aðildarviðræðurnar við ESB væru ekki sæmandi af okkar hálfu þegar viðsemjendunum væri ljóst að hugur ríkisstjóraninnar fylgdi ekki máli, sérstaklega þegar VG hefði álíka mikinn hug á að ganga í ESB og að ganga úr NATO. Sjálfstæðisflokkurinn hefði viljað þjóðaratkvæði um viðræðurnar.
Bjarna varð tíðrætt um gildi sjálfstæðisstefnunnar fyrir land og þjóð og vitnaði meira til hennar en aðrir formenn hafa gert sem ég minnist. Hann sagði sjálfstæðisstefnuna samofna þjóðinni, hún boðaði einstaklingsfrelsi manna sem virtu lýðræðisreglur, og lagði áherslu á orðin "stétt með stétt" og "gjör rétt þol ei órétt" sem eru líka einkunnaorð flokksins. Hann sagði að hefði tekist að eyðileggja Sjálfstæðisflokkinn hér um árið þegar atsóknin og óeirðirnar stóðu sem hæst, þá hefði flokkurinn verið stofnaður aftur á morgun. Svo mjög þarfnaðist þjóðin sjálfstæðisstefnunnar. Því sjálfstæðisstefnan væri stál sem hert hefði verið í eldi baráttunnar í 80 ár.
Ræðunni lauk svo með þessum orðum :
"Framundan er mikil barátta.
Baráttan fyrir því að koma núverandi vinstristjórn frá völdum og stefnumálum okkar
sjálfstæðismanna til framkvæmda.
Við skulum öll standa saman í þeirri baráttu.
Þessa baráttu vil ég leiða sem formaður Sjálfstæðisflokksins og berjast við hlið ykkar
fyrir hugsjónum okkar allra og fyrir því að leiða Sjálfstæðisflokkinn inn í nýja tíma til
glæstra sigra.
Ég mun hvergi draga af mér. Því heiti ég ykkur.
Við skulum berjast sem einn maður gegn vinstriöflunum sem nú eru við völd í þessu
landi, því þegar við sjálfstæðismenn stöndum saman, stenst enginn stjórnmálaflokkur
á Íslandi okkur snúning.
Við skulum nýta þennan landsfund sem upphaf þeirrar baráttu.
Ég veit að barátta okkar mun leiða íslensku þjóðina út úr erfiðleikunum.
Sjálfstæðisstefnan er verkfærið sem gerir Íslendingum kleift að nýta tækifærin.
Barátta okkar mun skapa nýja framtíð, nýtt upphaf !
Kæru vinir,
Fertugasti landsfundur Sjálfstæðisflokksins er settur. "
Bjarni sagðist í skýrum orðum vilja leiða baráttuna fyrir því að þjóðin nýtti tækifærin og sækti fram til sigurs og að hann sæktist eftir endurkjöri .
Var honum ákaft fagnað í lok ræðunnar og mátti heyra á máli manna í salnum, að þarna hefði foringi Sjálfstæðisflokksins flutt ræðu sem virkilegt bragð væri að.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.11.2011 | 12:20
Svör úr höll Dofrans
við aðfinnslum almannaflugmanna á regulgerðarfylgni Flugmálastjórnar detta manni helst í hug þegar maður les hugleiðingar Flugmálastjóra vegna vinslita stofnunarinnar við grasrót almannaflugs á Íslandi . Um steinasafnið í heild má lesa á www.caa.is
Grípum niður í þessari ritsmíð :
....".til að viðhalda og auka flugöryggi hér á landi en um það snýst einmitt regluverk í flugi og sá agi sem einkennir flugstarfsemi..."
Hver býr til þetta hugtak flugöryggi? Hvað er það?. Hvað er umferðaröryggi? Hver er hættan afa bílunum sem eru alla daga í akstri á móti almannaflugvél sem aðeins hreyfist í minna en 1% af árinu? Af hverju eru viðhaldskröfurnar mörgþúsundprósent meiri?
....Ágreiningur virðist fyrst og fremst snúast um reglugerð nr. 206/2007 .."
Þetta er rangt, ágreiningurinn er mun djúpstæðari.
".....Reglugerðin sem slík er víðtæk og almenn en gagnrýnin virðist snúast fyrst og fremst að kröfum um viðhaldstjórnun enda er um verulega breytingu á útfærslu þar á frá því sem áður var.
Megin breytingin er sú að eftirlit með framkvæmd viðhalds og staðfesting á lofthæfi loftfara er í raun færð frá Flugmálastjórn til einkaaðila. .....
.... samþykktar fyrir flugvélar minni en 2730 kg.
....... Ef um er að ræða flugvélar minni en 1200 kg getur flugvéltæknir með sérstaka heimild frá Flugmálastjórn Íslands (AR-heimild) gert það tvisvar í röð.
.....Það kemur nokkuð á óvart að það skuli gagnrýnt að eftirlit og staðfesting á lofthæfi er færð til einkaaðila og að opnað er fyrir möguleikann á því að eigendur geti annast hluta af viðhaldinu sjálfir. Þó virðist svo vera og talað er um að slíkt sé kostnaðarsamara en áður. .....á 300.000 kr. fyrir loftfar sem hafði verið ágætlega viðhaldið en eitthvað skorti upp á tiltekin gögn. ...
...Það hefur verið stefna íslenskra flugmálayfirvalda síðan í upphafi níunda áratugarins að taka þátt í starfi Flugöryggissamtaka Evrópu (JAA)...... og síðan arftaka þeirra Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) og þar með að taka þátt í þróun reglna og innleiða þær. Þetta hefur verið gert til að efla flugöryggi og ekki síður til að öðlast gagnkvæma viðurkenningu annarra ríkja......
Fram að þeim tíma giltu skírteini flugmanna aðeins á íslensk skráð loftför og skírteini flugvéltækna eingöngu hérlendis.....
.....og var niðurstaða ráðuneyta utanríkis- og innanríkismála að óhjákvæmilegt væri að innleiða reglugerðina.......
.
...Reglugerðin nær eingöngu til loftfara með EASA tegundarskírteini. Fis, söguleg loftför, heimasmíði og nokkur önnur loftför með annars konar tegundarskírteini heyra ekki undir reglugerðina. Þar sem EASA fer með forræðið er ekki að sjá að nein leið sé til að Ísland eitt og sér geti með neinum haldbærum rökum undanskilið EASA-loftför skráð á Íslandi frá reglugerðinni. Loftförum með EASA tegundarskírteini ber að viðhalda samkvæmt reglum EASA. ...
Flugmálastjórn Íslands hefur nýtt alla þá fresti og mögulegar undanþágur sem er að finna í reglugerðum til að gera aðlögun umráðanda þessara loftfara með EASA tegundarskírteini eins hægfara og mögulegt er. Undanþága sem stofnunin veitti síðastliðið vor um að loftför á milli 1000 kg og 1200 kg skyldi meðhöndla eins og loftför undir 1000 kg varð til þess að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) krafði stofnunina skýringa....
....Það er því fráleitt að halda því fram að stofnunin fari offari í túlkun reglugerðarinnar... ....Flugmálastjórn Íslands hefur þá skyldu gagnvart almennum borgurum að tryggja að fylgt sé reglugerðum um viðvarandi lofthæfi og borgarar verða að geta treyst eftirlitsstofnunum sínum.
.....Stofnuninni er kunnugt um að Flugöryggisstofnun Evrópu mun fljótlega gefa út álit um reglugerð þessa vegna almannaflugs eftir töluverða gagnrýni samtaka í einkaflugi. .....
. Ein af ástæðunum er sú að loftför notuð við kennslu og þjálfun tilheyra almannaflugi og ekki eðlilegt að flugmenn framtíðarinnar alist upp og hljóti þjálfun eftir kröfum sem eru í eðli sínu öðruvísi en í atvinnuflugi....
Flugmálastjórn Íslands getur ekki vikist undan því að framfylgja þeim kröfum sem gerðar eru í umræddri reglugerð og hefur engar heimildir til að veita afgerandi undanþágur.....
.....Einfaldast er líklega fyrir þá sem stunda almannaflug að nýta sér kosti reglugerðarinnar og ljúka aðlögun að henni. ....Þegar liggja fyrir 87 samþykktar viðhaldsáætlanir sem líklega var erfiðasti hjallinn. Með
.....Þeir sem síðan vilja fá útrás fyrir sköpunargleði sína geta gert það í samræmi við reglugerð um heimasmíði..... ...."
Farið bara eitthvað annað ef þið vilijið ekki falla fram og tilbiðja okkur!
"......sameiginleg niðurstaða margra ríkja. Flugöryggisstofnun Evrópu er að kanna hvaða breytingar megi gera til að koma til móts við álit ýmissa samtaka í almannaflugi og Flugmálastjórn hefur þegar tekið í gildi vissar tilslakanir í þessu samhengi fyrir loftför á milli 1000 og 1200 kg.
....
....... það verði ekki til þess að draga úr metnaði sem einkennt hefur flugstarfsemi á Íslandi. Hvað varðar kröfur um viðhaldsstjórnun gildir eins og annað að leita þarf skynsamlegra lausna sem tryggja flugöryggi en um leið falli þær að því umhverfi sem við á. Sömu sjónarmið gilda á Íslandi og öðrum ríkjum hvað þetta varðar."
Þarn kemur boðskapurinn úr hömrunum skýrt í ljós. Ekki minnst einu orði á að almannaflug geti flaggað flugvélum sínum út á N-skráningu og flogið þeim hérlendis eins og allstaðar tíðkast í Evrópu, þar sem allir vita að reglur Evrópusambandsinseru komnar út í móa . Hann minnist heldur ekki á það að allir gamlir almannaflugmenn munu missa blindflugsréttindi sín þar sem öflun nýrra réttinda er nánast ókleif vegna kostnaðar og tíma skv. Evrópureglum. Innanlandsflugmenn verða að fara til Evrópu og æfa sig í að fljúga hringi um Himmelbjerget í Danmörku til að fá réttindin aftur.
Það eru engar sættir í sjónmáli grasrótarinnar við jarðsækið pappírsgerðarfólkið í Flugmálastjórn og nýjar reglur. Bandarísk flugfélög fljúga þó ennþá til Evrópu þó ESB reyni að gera öllum utan bandalagsins allt til miska til dæmis með skírteinamál, þar sem það er í eðli sambandsins að vera tollabandalag og útilokunarapparat. Hér á að læsa allt í viðjar ofstjórnar og reglugerða pennaskafta, sem hafa engin tengsli við grunnþáttinn sem er FLUGIÐ sjálft.
Ernir munu aldrei geta búið í höll Dofrans frekar en Pétur Gautur.
17.11.2011 | 11:24
Reykjavíkurflugvöllur og Landsfundur
Sjálfstæðisflokksins munu óhjákvæmilega hittast um helgina.
Það er nokkuð ljóst að landsbyggðin stendur fast með því að Reykjavíkurflugvöllur verði um kyrrt í Vatnsmýrinni og verði ekki skertur frekar en þegar er orðið. Frumvarp Jóns Gunnarssonar, Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, Árna Johnsen, Birkir Jóns Jónssonar, Einars K. Guðfinssonar, Eyrúnar Ingibjargar Sigþórsdóttur, Gunnars Braga Sveinssonar, Illuga Gunnarssonar, Kristjáns þórs Júlíussonar, Tryggva Þórs Herbertssonar, Ólafar Nordal og Vigdísar Hauksdóttur hnígur að því að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í NÚVERANDI mynd í Vatnsmýrinni sem innanlandsflugvöllur og NB sem VARAFLUGVÖLLUR, sem þýðir að hann verði ekki SKERTUR frekar en orðið er.
Það þarf ekki að efa að FRAMBJÓÐENDUR TIL FORMANNS verða að svara þessari spurningu afdráttarlaust:
Styðiið þið þetta frumvarp um REYKJAVÍKURFLUGVÖLL eða styðjið þið það ekki?
Komi svarið ekki öðruvíisi fram skal ég sjálfur sjá um að krefjast svars á fundinum.
ÞAð er kunnara en frá þurfi að segja að í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins hafa verið uppi deildar meiningar um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Nú er tækifærið til að láta skerast í odda með þetta gunvallarmál. Ætlar Reykjavík að verða höfuðborg landsins eða ekki?
Til hvers á að byggja hátæknisjúkrahús í Vatnsmýrinni ef enginn er flugvöllurinn? Er hægt að halda því fram að allar flugsamgöngur innanlands með þyrlum í framtíðinni? Núna?
Reykjavíkurflugvöllur hefur átt traustan vin í Landsfundi Sjálfstæðislfokksins til þessa. Vonandi verður ekki breyting á því.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.11.2011 | 08:10
Upplýsingalög gilda ekki
þegar kemur að Steingrími J. Sigfússyni og athöfnum hans á fjármálasviðinu.
Í dag selur hann BYR til vogunarsjóðanna í Íslandsbanka án þess að skýra hið minnsta um hvaða fjárhæðir sé teflt né við hverja er skipt. Handlangari hans Helgi Hjörvar, formaður efnahagss-og viðskiptanefndar svaraði í viðtali á Bylgjunni með Guðlaugi Þór mest með löngu EEEEEHHHH.... þegar hann varð spurður um tölur. Hann annaðhvort veit ekki neitt eða skilur ekki neitt nema hvorutveggja sé. Hann stígur bara dansinn undir púkablístru særingameistarans alvalda í fjármálaráðuneytinu, sem er hafinn yfir lög og rétt. Guðlaugur Þór lýsti því hvernig engin svör berast honum árum saman þó hann sé að leita eftir upplýsingum hjá þessum aðalsmönnum sem yfir lög eru hafnir.
Ef menn ættu ættu einhverntímann að velta fyrir sér framtíðarverkefnum Landsdóms þá er tíminn núna þegar ljóst er að ekki er hið minnsta skeytt um upplýsingalög landsins.
15.11.2011 | 07:25
Heimssýn til hjálpar !
ef hún stillir sér upp í anddyri Laugardalshallar í byrjun Landsfundar Sjálfstæðisflokksins og selur merki á 100 kall eða bara gefur það þeim sem ekki eiga 100 kall. Merkið bara táknar Ísland utan ESB.Bara ódýrt, til dæmis íslenskt bréfflagg til að næla í barminn sem allir sjái þegar menn hafa sett það upp.
Fari svo að þeir landsfundarfulltrúar sem eru á móti ESB inngöngu séu í miklum meirihluta þá sparast fundinum mikli orka að fást við þá fáu ESB sinna sem eru í hópi Landsfundarfulltrúa. Þeir eru nefnilega mjög fáir en ekki margir eins og þeir reyna að halda fram í fjölmiðlum núna, sbr grein Guðjóns Sigurbjartssonar í Morgunblaðinu í dag. En hún er sýnishorn af því sem koma skal.
Þeir ESB sinnar skipulögðu innrás á Landsfundinn síðast og reyndu að sveigja umræður að sínu höfði. Þegar svo loks svarf til stáls kom í ljós að þeir voru einangrað örbrot af Landsfundi sem enginn sá eftir þegar einn eða tveir löbbuðu út. Þeir ætla örugglega að reyna upphlaup á þessum fundi sem Heimssýn getur afstýrt á einfaldan máta.
Verum afgerandi strax á Landsfundi. Heimssýn til hjálpar!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.11.2011 | 22:59
Krónan sjálf er saklaus.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Allt tal íslenskra hagspekinga um aðra mynt en íslenska krónu er barnaskapur í ljósi þess að Íslendingar eru efnahagslegir örvitar og hafa alltaf verið ef frá er talin þjóðarsáttin.
Sönnun þessa örvitaskapar eru stéttarfélögin sem leika hér lausum hala til hvaða hryðjuverka sem þeim þóknast. Stjórnvöld lyppast alltaf niður fyrir þessum óaldarlýð. Það eru þau sem eru krónumorðingjarnir. Hvernig liti út í Þýzkalandi ef þeir hefðu akki hlustað á Erhard og stillt sig?
Það er lítilmannlegt en skiljanlegt af efnahagslegum örvitum að tala niður til krónunnar. Verðtryggð er hún besta mynt í heimi. Sú besta til að eiga og sú versta til að skulda. Ef við værum skynsamir þá væru útlánavextir mjög lágir og svo til engin verðbólga. Það er hægt, það sýndi þjóðarsáttin á sinni tíð. Aparnir eru bara komnir aftur til valda.
Krónan sjálf er saklaus af öllu.