Bloggfærslur mánaðarins, desember 2011
7.12.2011 | 08:43
Hagsmunagæsla
er áreiðanlega ríkjandi þáttur í þjóðlífi Íslendinga. Menn skipa sér í fylkingar í stjórnmálum að einhverju leyti vegna þess hvar þeim sýnast mest líkindi til að þeirra eigin hagsmunum sé best borgið. Það var oft talað um helmingaskiptaregluna sem vinstir menn sögðu gilda milli Framsóknar -og Sjálfstæðisflokks. En þá gleymdist það alltaf að vinstri menn í gerfi Alþýðuflokksins gamla undirokaði eitt sviðið, sem var opinberi geirinn. Alikratar voru þeir gjarnan nefndir sem röðu sér í efstu lög opinbera geirans. Þeir voru ráðuneytismenn, sendiherrar osfrv. Það voru helst bolsarnir blóðrauðu sem áttu erfitt updráttar með að ná sér í ríkisbrauð. En þá var gert uppvið þá á annan hátt, kannski samið við þá til að afstýra öðru verra.
Alveg er hugsanlegt að Ólafur Tors hafi verið sendur í stjórnmálin eftir fjölskyldufund því það þyrfti að gæta hagsmuna Kveldúlfs á öllum vígsstöðvum. Þetta var það stórt fyrirtæki þá að SÍS komst næst því að stærð síðar. Og allir muna að það fyrirtæki þurfti stjórnmáladeild alveg eins og véladeild, búvörudeild osfrv. og kallaðist þá Framsóknarflokkur. Ef menn fara á fund í sjávarútvegsnefnd landsfundar Sjálfstæðisflokksins þá skilur maður auðvitað hvernig hagsmunagæsla LÍÚ vinnur. Enda mikið í húfi að landkrabbar eins og Ólína Þorvarðardóttir og aðrir minni spámenn komist ekki í að eyðileggja velskipulagða hluti sem hún hefur auðvitað ekki hundsvit á. Halldór Ásgrímsson hefur kannski farið í stjórnmálin af því að honum hefur ekki hentað að vinna til sjávarins á vegum fjölskyldufyrirtæksisns Skinneyjar-þinganess, verið sjóveikur eða eitthvað? Einar K. Guðfinnsson hefur hugsanlega líka verið sjóveikur og þessvegna farið í pólitík. Björn Valur, Atti Kitta Gauju og Kristján Júlíusson gætu hafa farið í land af einhverju öðru?
Minn góði kennari og vinur Gylfi Þ. Gíslason og afkomendur hans hafa skiljanlega haslað sér völl í stjórnsýslunni og opinbera geiranum þar sem þeir áttu ekki til atvinnurekenda að telja. Slíkt leggst oft í ættir. Svo er allskyns þurrabúðarfólk eins og ég sem svo er einnig ástatt um sem baslar á landinu og flykkir sér um Sjálfstæðisflokkinn af einhverjum hugsjónalegum ástæðum þó það kannski viti að það ætti miklu meiri sjans í bitlingum í minni flokkunum. Svo er fólkið eins og flóran í Samfylkingunni er flest, sem fer í stjórnmál í hreinu atvinnuskyni og leggur á þá braut fyrir sig sem starfsgrein.
Það eru kannski allir víðsýnir markaðsmenn að upplagi. Alveg þangað til að kemur að þeirra eigin litla basli. Þá verður að passa að aðrir komist ekki í það. Þannig er okkar þjóðfélag þéttriðið net einkahagsmuna.
Þar byrjar hagsmunagæslan.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.12.2011 | 08:39
Stríð, heilagt stríð!
Jihad í kjaramálum ! Ríkisstjórnin gerir þetta ójákvæmilegt segir forsetinn Gylfi Arnbjörnsson. Verkföll skulu bylja á ykkur hinum til að laga þetta og láta mitt fólk fá milljón eða meira. Sá er aldeilis að vinna fyrir kaupinu sínu ! Rífur stólpakjaft við hátignirnar í ríkisstjórninni sem hann þó styður pólitískt með Evrunni og Evrópubandalaginu því hann er hagfræðingur og getur búið til gróða með tölum.
Það er gott að kjarabætur skuli verða sóttar til þeirra sem luma á þeim en vilja ekki láta þær af hendi af kvikindisskap einum. Við verðum líka að mennta börnin okkar svo þau geti sest að erlendis og borgað af námlánunum þaðan.
Stríð, STRÍÐ ! Heilagt kjarastríð !
6.12.2011 | 08:29
Eftirlit EFTIRLIT!
er það sem verður að auka og efla. Allir sem starfa í fjármálastarfsemi eru líklega hreinir glæpamenn sem svindla og svíkja hvenær sem þeir geta. Þeir verða því sjálfir að greiða fyrir stöðugt eftirlit með sjálfum sér. Bankastjóri ber væntanlega enga siðferðislega ábyrgð sjálfur því hann er búinn að borga fyrir eftirlit með sér og hlýtur því að vera alveg ábyrgðarlaus þó stolið sé í sjóði 9 eða svindlað í sjóði 5. Fjármálaeftirlitið ber alla ábyrgðinu og þessvegna þurfti Gylfi, sem var blómaskreyting í ríkisstjórn að sögn Ingva Hrafns, að hækka kaupið hjá því um 77 % væntanlega vegna vaxandi glæpanáttúru endurreista bankakerfisins. Það verður að hafa öflugt eftirlit með þessu liði sem bíður eftir hverju tækifæri til að rupla og ræna.
Af hverju er ekki stofnað eftirlit með mér eða þér sem við erum látnir borga? Atvinnuskapandi verkefni. Hver maður borgi eftirlit með sjálfum sér og er þá ekki atvinnuleysið horfið? Af hverju er ekki stofnað Lögfræðingaeftirlit Ríkisins til þess að hafa eftirlit með skilanefndunum? Af hverju er sérstakt fjármálaeftirlit ekki með augun á Steingrími J. vegna framferðis hans í málefnum Byr og SpKef og Sjóvá.? Eru bara til fjármálaleg fantabrögð utan opinbera kerfisins? Þarf ekki að skoða lögmæti ráðstafana hans Steingríms alveg eins og Geirs Haarde?
EFTITLIT, EFTIRLIT ! Er það ekki krafa dagsins af því að annars morar allt í spillingu hjá þessari glæpahneigðu þjóð þar sem allir stela ef þeir geta? Alveg eins og í Rússlandi þar sem Pútín er sagður vera langt kominn að stela olíu og gaslindunum fyrir sjálfan sig og sína. Á Íslandi eru kvótinn og allskyns forréttindi horfin til nafntogaðra stjórnmálamanna og þykir engum mikið. Svo það veitir ekki af eftirliti á hina sem eru að rífa kjaft og koma öllum "Kodorkovskyíum" helst í tugthús ef ekki til búsetu erlendis.
Þarf ekki að stofna sérstakt eftirlit með útrásarvíkingunum og láta þá borga það sjálfa? ÞAð verður að fara að góma þá sagði Eva Jóly í framhjáhlaupi við hann Egil þegar hann heimsótti hana á okkar kostnað til að ræða frönsk stjórnmál ? Fer þetta ekki allt að fyrnast hvort sem er?
EFTIRLIT, OPINBERT EFTIRLIT ! Er það ekki það sem þessi íslenska glæpamannaþjóð þarfnast mest?
4.12.2011 | 23:51
Betra en ekki neitt ?
eru síðustu skeytasendingar Katrínar og Ögmundar til hvors annars? Þetta hefði þótt tíðindum sæta einhvern tímann. Ekki voru samskiptin með þessum hætti þegar Jóhanna sat í hrunstjórninni.
Er þetta ef til vill með stjórnviskuráðum gert til að draga athyglina frá miklum önnum samhentrar ríkisstjórnar við að leysa vandamál líðandi stundar? Atvinnumálin, skuldavanda heimilanna, orkuframkvæmdir ? Sjónvarpið fái að minnsta kosti einhverjar fréttir að segja frá ríkisstjórninni?
Flugeldasýningar fangi athygli fjölmiðla? Betra sé illt umtal en ekki neitt?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.12.2011 | 20:41
Auf die Mark kommt es an !
var máltæki fólks þegar ég fyrst kynntist Þjóðverjum 1957 sem áttu eftir að fóstra mig næstu fimm árin og kenna mér byrjun á nýrri hugsun sem ég kann þó ekki enn. Ég var heimskur spraðibassi, gæji, af Íslandi sem hafði aldrei þurft að líða skort né hugsað um að fara vel með það sem ég hafði.Ég hafði aldrei séð stríð og allsleysi.
Ég var þó alinn upp við að vinna og eyða aflanum jafnharðan. Það þýddi ekki að geyma aura á Íslandi, það var ég búinn að læra af áletruninni á sparibyssunni minni gömlu sem mér hafði verið gefin af Landsbankanum. "Græddur er geymdur eyrir" stóð utan á henni gylltum stöfum. Ég lærði fljótt að stinga hana upp með borðhníf og setja innihaldið í klósettið eins og pabbi sagði mig náttúraðan fyrir via Freyju og Vífilfell og fleiri freistingasmiði þess tíma.
Ég er víst eitthvað svona innréttaður ennþá.Hallur undir heimsins gæði og hið ljúfa líf. Sést á mittismálinu. Peningur er til þess að kaupa fyrir en ekki að strúka honum og kjassa. Ég hafði líka átt sparibók með sparibyssunni með einhverri upphæð í 10 ár og hann dugði bara fyrir einum ís þegar ég varð stúdent en hafði dugað fyrir hjóli 6 árum fyrr. Síðan þá finnst mér eiginlega vafasamt að ljúga að börnum um jólasveininn sem komi með gjafirnar og setji í skóinn nema að hlæja hæfilega með tunguna í kinninni.
Hinir nýju uppalendur mínir hugsuðu allt öðruvísi. Hjá þeim byggðist allt á að halda í markið og láta það ekki af hendi fyrr en í síðustu lög. Eftir önnur 5 ár frá því að við lukum náminu sagði minn besti vinur í Þýskalandi þegar ég spurði hann af hverju hann ekki byggði hús fyrir lán frá bankanum? Þessir skítir(hann er svakalega orðljótuir eins og ég) hugsa ekki um neitt nema að stela af þér vöxtum. Maður á að spara og leggja fyrir en ekki taka helvítis lán sem bara kosta vexti. Hann byggði seinna en ég og veit ekki aura sinna tal í dag og á það sannarlega skilið. Hann kenndi mér líka að vinna og líta ekki á klukkuna og vera ekki alltaf að spekúlera að eyða peningum heldur skapa árangur.Hlusta ekki á skít frá skítum. Nú vill maður gjarnan skapa eitthvað en það er hvergi viðspyrna í ónýtu samfélagi skítakommúnista. Það er allt skítadautt og maður er líka orðinn skítagamall paríah, sem enginn vill tala við, svo maður haldi áfram á orðfærinu okkar gömlu strákanna.
Það er nefnilega svo að enginn getur byggt hamingju sína á láni. Hamingjan er nefnilega "Lánlaus". Skuldugur maður er þræll eins og Einar ríki segir í bók sinni. Það versta sem hendir eina fjölskyldu er að reisa sér hurðarás um öxl fjárhagslega. "Kröfuhörð kona hefur orðið mörgum manninum að falli " sagði vinur minn Sveinn eitt sinn og hann vissi það eins og annað. "Samhent hjón" geta unnið stórvirki sagði hann líka, "Án skulda er hamingja í húsi." "Sígandi lukka er best", "Betri er húsbruni en hvalreki á fyrsta ári búskapar" sagði hann líka."
Það er nefnilega ennþá svo að það er Markið sem skiptir máli.Markið sem þú átt sem skiptir máli þegar upp er staðið en ekki Markið sem þú ert búinn að fleygja frá þér í hita augnabliksins.
Og nú þegar Þjóðverjar sjá það "skítaklárt" eins og vinur minn myndi orða það, og það ekki í fyrsta sinn, að aðrar þjóðir í Evrópusambandinu eiga ekki samleið með þeim í þeirra bóndahugsun og vinnusemi um nauðsyn þess að heyja og eiga fyrningar, þá virðist komið að vatnaskilum. Því spraðibassar bandalagsríkjanna verða einfaldlega að aðlaga sinn lífstíl nýrri hugsun eins og ég var að reyna að gera fyrir margt löngu. Líklega munu Þjóðverjar innan skamms taka upp markið sitt gamla aftur og setja evruna til hliðar. Allir munu vilja skipta sínum evrum í mörk og evran hrynur niður á þann stall sem henni er ætlaður.
Evrusýningunni er lokið, allstaðar nema hjá Samfylkingunni íslensku og Evrusinnum. Tjaldið fellur.
Auf die Mark kommt es an!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.12.2011 kl. 14:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.12.2011 | 22:44
Viðtalið við Ingva Hrafn
sem þeir Guðni Ágústsson og Jón Baldvin Hannibalsson áttu á Hrafnaþingi í kvöld var eiginlega ekki sá besti. Ingvi Hrafn talaði núna svo mikið að þeir komust varla að með spurningar til hans.
Þó var málflutningur Guðna Ágústssonar með ágætum þá sjaldan hann fékk orðið. Hann fór rétt með allar staðreyndir um hvað vantar í þjóðfélagið og hversvegna ríkisstjórnin getur ekkert gert í málunum annað en að halda þessum aðildarviðræðum við ESB áfram sem væri alrangt og ætti að stöðva. Mikið var ég hissa þegar Ingvi Hrafn lýsi eindregnum vilja sínum til að kíkja í pakkann, halda áfram og kjósa svo. Helst var að skilja á Ingva að eitthvað stórkostlega óvænt gæti komið upp sem gerði það að verkum að hann og Íslendingar samþykktu þetta kannski.
Framlag Jóns Baldvins var sérstætt að vanda. Hann þrástagaðist á nauðsyn þess að útgerðin greiddi auðlindarentu. Það myndi gerbreyta öllu úr því að við gætum ekki veitt meiri fisk.Hann gaf ekkert fyrir störf sáttanefndarinnar hvað þá Jón Bjarnason sem væri fyrir í ríkisstjórninni sem myndi sitja áfram. Hann sagði ekkert um það hvort það væri landinu til meiri heilla en vinstri mönnum sjálfum.
Ég velti því fyrir mér undir ræðum Jóns, hvernig þetta kæmi út. Setjum svo að ein útgerð veiði fasta tonnatölu í kvóta og selji þetta á 200 milljónir fyrir hrun. Kostnaðurinn fyrir hrun segjum við að hafi verið 180 milljónir og 20 milljónir séu gróðinn. Tekjuskattur fyrir hrun sé 18 % af þessu eða 3.6 milljónir. Svo kemur hrun og sölutekjurnar af sama magni eru 400 milljónir. Kostnaður er kannski kominn í 300 milljónir, hagnaður 100 milljónir ef allt er rétt fram talið. Skattur er nú 20 % eða 20 milljónir. Nettó Hagnaður er 80 milljónir. Hver er munurinn á þessum greiðslum og auðlindarentu? Segjum svo að ný auðlindarenta, gæti verið viðbótarskattur uppá 20%, (þó mig gruni að Jón Baldvin og aðrir kratar hafi miklu stærri tölur í huga). Fyrir hrun er afkoman mínus hálf. Eftir hrun er nettóhagnaður 60 milljónir. Þetta finnst mér vera auðlindarenta hvor leiðin sem er farin. En Jóni finnst það greinilega ekki því auðlindarenta á greinilega að greiðast óháð afkomu og mynda tap fyrir hrun þegar gengið var helmingi lægra.
Ef yrði aflabrestur og verðfall á mörkuðum þá færi útgerðin auðvitað bara á hausinn. Ætli Jón Baldvin myndi búa yfir því pólitíska þreki að standast freistinguna að grípa til gengisfellingar til að koma bátunum á sjó eða ef evran væri komin að grípa til ríkisstyrkja? Ég verð að viðurkenna að ég botna ekkert í þessari auðlindarentuþráhyggju þeirra kratanna og varð engu nær af útskýringum Jóns Baldvins.
Er ekki nokkuð ljóst að það er gengið sem Seðlabankinn ákveður skiptir öllu máli? Jón viðurkenndi að allar ríkisstjórnir og líklega hann meðtalinn hefðu bara fellt gengið þegar kostnaður hefði orðið of hár hjá útgerðinni með launhækkunum, olíuhækkunum og þess háttar. Guðni benti á að þetta væri auðveldara pólitískt heldur en launalækkun sem gengisfelling auðvitað væri.
Svo kom Jón Baldvin og lýsti sinni framtíðarsýn á því hvað ætti að gera núna. Vandi Íslendinga væri alls ekki álver hér og álver þar. Þetta væri kerfisvandi.Það vantaði auðlindarentuna til að leysa allan vanda ríkissjóðs Í fyrsta lagi taka á skuldavanda heimilanna og afskrifa toxic-lán. Það næsta væri að keyra áfram viðræðurnar við ESB og binda krónuna við evruna eins og Danir gera ásamt með auðlindarentu á útgerðina.
Eftir þetta innlegg Jóns Baldvins sortnaði mér svo fyrir augum að ég gat varla fylgst með frekara viðtali þeirra við Ingva Hrafn. Þó gjörði ég bæn mína í þakklæti fyrir það að Jón Baldvin er ekki ráðherra enda lýsti Guðni áhyggjum af því að hann væri að verða kommúnisti aftur. En þann Jón Hannibalsson man ég ágætlega úr Menntaskóla.
En þó heyrði ég Guðna lýsa því í þættinum að taka á skuldavanda heimilanna og áhyggjum sinum yfir hvernig bankarnir brygðust hlutverki sínu með því að vera rukkunarstofur fyrir erlenda vogunarsjóði en ekki viðskiptabankar.Það þyrfti að koma framkvæmdum af stað til að skapa atvinnu. það væri mál málanna til að taka á atvinnuleysinu og stöðva landflóttann. Það vildi enginn fjárfesta þar sem ekkert væri að gera.Hann virtist telja að álver hér og kísill þar væri kannski ekki svo alvitlaust eftir að við slægjum aðildarviðræðunum á frest.
Báðir viðurkenndu að neyðarlögin hefðu verið það besta sem fyrri stjórn hefði gert og Guðni minntist á að Geir Haarde sætti nú Landsdómi fyrir þá björgun. Jón sagði að Icsave hefði aldrei verið neitt vandamál, það þurfti bara að bíða eftir að eignir Landsbankans hækkuðu í verði.Ég fór aftur í blakkát.
Mér fannst Guðni standa sig mun betur í þessu viðtali þar sem hann leyfði Ingva Hrafni að tala og tók ekki frammí fyrir honum eins og Jón Baldvin gerði iðullega. Maður er mun fróðari um þær efnahagsráðstafanir sem Ingvi vill grípa til fyrir land og þjóð. Eitt af því er að halda áfram viðræðunum vð ESB eins og Jón Baldvin vill líka. Svo lofsöng Jón Baldvin með Ingva framgöngu Steingríms í ríkisfjármálum meðan Guðni minntist á Gordon Brown sem hefði eyðilagt mikið fyrir okkur.
Í heildina var þeeta kannski upplýsandi þáttur og gaf okkur innsýn í hinn víða hugsanaheim Ingva Hrafns sem á þessa sjónvarpsstöð ÍNN og má því hafa hana eins og honum passar.Og hún er oftar en ekki skemmtilegri en aðrar þegar Ingvi Hrafn fer á kostum sem hann gerir iðullega.Og takk fyrir það Ingvi Hrafn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 3419716
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko