Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011
27.2.2011 | 17:52
Alhygð ?
sósíalista er sérkenni þeira á öllum tímum. Kommarnir sögðu við mig í gamla daga: "Það þarf enga stjórnarandstöðu í sósíalistaríkjunum af því að stefnan er rétt."
Nú er búið að vinna kúrs til að sigla Islandi eftir til ársins 2020.
Skipstjórinn er Dagur B. Eggertsson og tveir hásetar hans úr stjórnarráðinu setja fram boðskapinn í Mbl. á laugardag.
Grípum niður í kræsingunum:
Grípum niður í greininni
"Ríkisstjórn Íslands samþykkti 21. desember 2010 stefnumörkunina Ísland 2020. Síðan þá hefur ýmislegt verið rætt og ritað um plaggið og hlutverk þess. Í umræðunni hefur sóknaráætlunarferlinu og stefnumarkandi skjalinu Íslandi 2020 verið blandað saman....
..... Með ferlinu var í fyrsta sinn unnið að heildstæðri áætlun fyrir Ísland.
Meginþættir sem vinna átti að voru viðamiklir og verklag og aðferðafræði krafðist þátttöku margra og mikils utanumhal.....
.....Þetta hefur að mörgu leyti tekist en mikil vinna er eftir. Eftirfylgnin og stefnumörkun stjórnvalda í kjölfar Íslands 2020 verður helsti prófsteinninn á það hvernig til hefur tekist. Kostir Íslands 2020 sem stefnumarkandi skjals eru m.a. að markmiðin eru mælanleg, grunnlína er dregin og 30 leiðir eru ákvarðaðar að markmiðunum. ....Það er svo ætlunin að setja markmiðin upp á aðgengilegan og myndrænan hátt til næstu níu ára svo allir geti fylgst með hvernig okkur gengur að vinna að þeim. Leiðunum hefur verið fundið ábyrgðarráðuneyti þar sem gerðar verða verkefnaáætlanir um það hvernig að þeim sé unnið og innan forsætisráðuneytis hefur verið skipaður tengiliður fyrir allar leiðirnar.
Af leiðunum eru nokkrar sem eru stærstar og krefjast víðtæks samráðs m.a. gerð sóknaráætlana fyrir landshluta sem ekki verða unnar nema í góðu samráði stjórnsýslunnar og aðila í héraði.
Sú hugmyndafræði að allar stefnur og aðgerðir ríkisins skuli í grunninn taka mið af einu stefnumarkandi skjali, Ísland 2020, er ný nálgun sem ekki hefur verið tíðkuð í stjórnsýslunni áður.
Vinnulagið að kalla eftir aukinni þátttöku almennings að stefnumörkun líkt og sóknaráætlunarferlið gerði og endurspeglast í Íslandi 2020 er framtíðarfyrirkomulag en því þarf að fylgja eftir með aukinni þátttöku almennings í verkefnum Íslands 2020. Það er því verkefni stjórnvalda er við göngum til úrvinnslu þeirra 30 leiða sem í upphafi eiga að marka vegferðina að markiðunum 20, að virkja almenning í gegnum t.d. sveitarstjórnir og frjáls félagasamtök til að vinna að þeim í sameiningu.
Ísland 2020 þarf tíma til að hafa áhrif á stefnumótun ráðuneyta, aðgerðaáætlanir og framtíðarsýn heildarinnar. Þegar kúrs skips er settur siglir fleyið ekki að áfangastað nema siglt sé eftir stefnunni. Stefnumarkandi skjalið Ísland 2020 er forskrift að langhlaupi.
Það var því viðleitni okkar við gerð þess að sjá það sem við sem Íslendingar eigum sameiginlegt áður en við einblínum á það sem skilur okkur að, og fyrir það stendur Ísland 2020. Sjá nánar: www.forsaetisraduneyti.is/2020...."
Þvílíkt allsherjar kommaplagg hefur líklega ekki litið dagsins ljós síðan í menningarbyltingu Maós. Vonandi verður stutt í það að slíkar delluhugmyndir framleiddar á kostnað almenning heyri sögunni til þegar stungið verður út úr stjórnarráðinu eftir næstu kosningar.
Hvernig dettur fólki í hug að það geti séð tíu ár fram í tímanna fyrir alla þjóðina?
Slíka Alhygð gefum við lítið fyrir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.2.2011 | 14:00
Textun á skjánum
Hér í Florida er kominn textun á flestar sjónvarpsrásir. Maður getur lesið hvað fólk er að segja á skjánum jafnharðan. Þarmeð er engin túlkun á táknmál nauðsynleg lengur.
Windows 7 er komið með þann hæfileika að maður talar í tölvuna og hún skrifar prófarkalesinn texta eftir þér. En bara á ensku.
Ég held að það sé mikil nauðsyn á lagt verði stórfé í að þróa svona tækni fyrir íslensku. Hugsið ykkur hvílík ósköp þetta getur sparað í manntímum. Ófingrafimir geta framleitt tölvutækan texta eftir hugsun sinni. Rithöfunndur getur ná margföldum afköstum. Alþingisskrifarar óþarfir og allskyns fundarritarar.
Sem sagt, þetta er hægt. Drífum í þessu. Háskólasamfélagið ætti að fara að sinna þessu fremur en að vera sífellt að darka í því helsta sem þeir geta síst,-að þvælast í pólitík
25.2.2011 | 08:30
Hverjir stjórna?
bönkunum?
Vigdís Hauksdóttir skrifar athyglisverða grein í Mbl. í dag. Hún tekur á þeim brennandi spurningum sem á almenningi hafa legið án þess að nokkur ráðamaður hafi svarað nema út í hött. Af hverju? Auðvitað af þeir hafa beinan hag af því sjálfir. Eru ekki 365 miðlar og Samfylkingin tengd órofa tryggðarböndum? Hvað fleira hangir á spýtunni? Hvar eru persónutengslin?
Vigdís segir m.a.:
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.2.2011 | 00:19
Sláum þetta stjórnlagaþing af
það liggur á öðru meira en að fikta í einhverri stjórnarskrá. Nei !, ekki af því endilega að ég féll í kosningunni heldur af því að það er Alþingi sem samþykkir eða fellir allar tillögur um lýðræði í landinu. Það er sama hvaða speki Þorvaldur Gylfason kemur með, það er þingið sem ræður. Það vill ekki lýðræði í kjördæmaskipun af því að landsbyggparfantarnir láta ekki völd sem þeir hafa ranglega. Hvaða valdafauti gerir það svo sem? Sýnist einhverjum hann Kaddafí vera samningsfús og lýðræðisfullur? Kvótakallarnir okkar vilja engar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu hvað sem stendur í stjórnarskrá um einhverja þjóðareign á margveðsettum fiskinum í sjónum.
Einbeitum okkur að Icesave, orkunni og atvinnumálunum og afnámi gjaldeyrishaftanna. Fyrr verðum við ekki frjáls aftur. Það er alltaf hægt að búa til einhhverja stjórnarskrá ef hana vantar. Ólafur Forseti passar að þingið rústi ekki þjóðinni ef allt um þrýtur. Til þess dugar sú gamla alveg. Reynum að hafa kosningar sem fyrst og reynum að fá eitthvað skárra lið en þetta endemis dót sem nú situr sem fastast.
Vilji er allt sem þarf sagði Gunnar Thoroddsen. Honum tókst ekki að klára stjórnarskrármálið á heilli ævi. Ómari og Þorvaldi tekst það ekki á tveimur mánuðum. Sláum þetta stjórnlagaþingi af.
24.2.2011 | 07:48
Sómi Íslands
sverð og skjöldur var Jón Sigurðsson kallaður. Hann var maður sem reyndi að verja þjóða sína við öll tækifæri. Slíkir menn eru kallaðir föðurlandsvinir.
Þórólfur Matthíasson kallaður prófessor hefur vakið á sér athygli hvað eftir annað með yfirlýsingum um allan heim um það hvílíkar skepnur Íslendingar séu og hversvegna þeir verði að samþykkja Icesave og ganga í Evrópusambandið.
Eftirfarandi frétt er hann að dreifa í Noregi:
Vi har tjent på boblen og bankenes kollaps»
Økonomiprofessor Thorolfur Matthiasson ved Islands universitet.
Mér er raun að því að vita að ég er að borga þessum manni kaup fyrir þá alþjóðlegu ófrægingarstarfsemi sína, sem frá honum streymir um víða veröld. Það er nóg að fá vitleysuna frá honum við öll tækifæri hér innanlands sem álitsgjafa RÚV og Egils Helgasonar þegar hann útmálar það helvíti sem bíði Íslendinga ef þeir láti ekki að hans vilja.
Hvaða fræjum sáir svona maður í ungar sálir í Háskólanum? Hvaða kenningar skyldu streyma frá honum í fyrirlestrasölum skólans? Jafnvel upplýsingafulltrúi Vegagerðar Ríkisins sýnist varla hafa meiri ályktunarhæfileika þegar Icesave er annars vegar.
Væri ekki ráði að flytja Þórólf Matthíasson yfir í guðfræðideildina? Þar gæti innblástur hans til prédikana frekar notið sín og til minni alþjóðlegs skaða fyrir land og þjóð.
Slíkir menn verða seint kallaðir föðurlandsvinir, sem reyna sífellt að rakka niður landið og stöðu þess og álit útá við og telja það betur komið undir erlendum kóngum.
23.2.2011 | 19:57
Hræðsluáróður Icesave
dynur á okkur dag og nátt. Ef við ekki skrifum undir förum við sjálfkrafa dómstólaleiðina segja Baugstíðindi. Ekkert annað er í boði. Engir frekari samningar.
En hvaða dómstólar ?
Okkur er sagt að dómur EFTA-eða Evrópudómstólanna muni ekki verða aðfararhæfir hérlendis. Eina dómstólaleiðin sem getur skilað aðfararhæfum árangri fyrir Breta og Hollendinga er íslenskur dómur eins og Héraðsdómur Reykjavíkjur á Lækjartorgi og svo Hæstiréttur. Erum við sannfærðir um að tapa þar? Trúum við ekki á okkar málstað ?
Eða geta Bretar hugsanlega stefnt okkur fyrir breskan dómstól eins og Jón Ólafsson gerði við Hannes Hólmstein? Gert síðan lögtak í sendiráðinu eða öðrum eignum ríkisisns íslenska á Bretlandi? Gefið út handtökuskipanir á íslenska menn eða tekið togara ? Sett löndunarbann? Gert innrás í Landhelgina og kvótann ?
Víða njótum við Íslendingar vaxandi samúðar í Icesave málinu. Fólk er farið að skilja um hvað málið snýst. En hvað með okkar skaða? Singer og Friedlander og Heritable bankana sem Bretar eyðilögðu fyrir okkur? Allt tjónið sem við urðum fyrir vegna hryðjuverkalaga Gordons Brown? Eigum við ekki að stefna honum fyrir einhvern Landsdóm eins og Geir Haarde?
Eru Íslendingar bara þolendur í málinu? Gerði enginn okkur neitt ? Trúum við hræðsluáróðri Evrópusinnanna ?
23.2.2011 | 08:07
Þrjár þjóðir?
var ég að skrifa um hér áðan. Svo kemur frétt á Eyjunni:
"Formaður skilanefndar Glitnis, Árni Tómasson, neitar að upplýsa um launahækkun þá er bæði slitastjórn og skilanefnd Glitnis eru sögð hafa skammtað sér nýlega samkvæmt upplýsingum DV. Sömu heimildir segja útselda klukkustund nú kosta 35 þúsund krónur."
Svo halda menn að þessar nefndir muni hætta störfum sjálfviljugar? Þetta er "hin Nýja Stétt" Þriðja þjóðin.
23.2.2011 | 08:01
Evran í 220?
fyrir ágústlok ef meiningin er að aflétta gjaldeyrishöftunum þá. Aflandsmarkaðurinn er sagður vera með 250 kall þegar evran er skráð á 160 kall hjá Mávi. Ekki þarf mikinn spámann til að sjá hvað til þarf eigi þessi dæmi að ganga upp.
Ekki hef ég hugmynd um hversu margir versla á aflandsmarkaðnum þar sem evran kostar 250 kall eða svo. Þó finnst mér ólíklegt að alþjóðleg sjávarútvegsfyrirtæki séu að skila meiri gjaldeyri en þeir þurfa á 160 krónu gengi Seðlabankans ef hægt er að gera millilendingu á aflandsmarkaðnum. Svo er sagt að ýmsir útvaldir hafi getað komið sér upp arðbærum hringekjum með góðum árangri. En það kemur ekki á dagskrá fyrr en löngu síðar.
Svo tala menn um "kjarasamninga" hér innanlands. Valdar stéttir munu auðvitað geta tryggt sér evrulaun við þessar aðstæður. Það verða því væntanlega tvær eða þrjár þjóðir í landinu um áramót þar sem ein hefur það fínt, önnur stelur frá þeirri fyrstu og hefur það líka fínt og svo sú þriðja sem er varnarlaus, kölluð aldraðir og öryrkjar við hátíðleg tækifæri. Stóraukinn útflutningur vinnufærs fólks mun verða til þess að forsætisráðherrann geti státað af minnkandi atvinnuleysi í áramótaávarpi sínu. Og Forsetinn muni mæla hlý orð til þjóðarsinnar frá Bessastöðum og biðja hana að örvænta ekki og svo framvegis.
Hvert verður ástandið í þjóðfélaginu þar sem allt verð lífsnauðsynja hefur hækkað um helming við núverandi tekjustig? Skyldi vöruskiptajöfnuðurinn ekki ná nýjum hæðum? Nægur gjaldeyrisforði við minni eftirspurn? Aukin áhersla ráðamanna á þróunaraðstoð? Aukinn straumur flóttamanna til landsins? Hvaða áhrif mun gjaldeyrisfrelsi hafa við þær aðstæður? Nýir tímar virðast vera lengra úti en margir sjá.
Var það ekki Napóleon Bonaparte sem reið á hesti sínum inn í franska þinghúsið og barði þingmennina út með flötu sverði sínu þegar þeir höfðu sýnt sig ónýta til allra verka?
22.2.2011 | 23:25
Breytum stjórnarskránni !
segir Stjórnlaga-Steingrímur. Nú þarf ekkert sérstakt stjórnlagaþing né Þorvald Gylfason til þess að taka þessi málskotsréttindi af Forsetanum, það geti Alþingi gert eitt og sér.
Steingrímur gaf líka Hæstarétti forskrift um það hvernig ætti að reikna vexti af ólögmætum gengislánum ef svo bæri undir. Ekki varð annað séð en að Hæstiréttur færi samviskusamlega eftir þessu. Þeirri i skoðun hefur þó verið haldið á lofti á vinstri vængnum að ekki sem íhaldið hefði skipað flesta dómarana í Hæstarétti og því væri ekki vitað hvort pólitískir ráðherrar í ríkisstjórn Alþýðulýðveldisins gætu notast við úrskurði hans, til dæmis í umhverfismálum.
Það er auðvitað engu ráði ráðið í þessu landi nema Steingrímur Jóhann komi til og hans menn sem sífelld áhöld eru þó um hversu margir séu. Allavega er Már í Seðlabankanum og gjaldeyrishöftin verða hér áfram nema við samþykkjum að taka á okkur Icesave-skuldirnar. Þá er okkur sagt að við fáum meira alþjóðlegt lánstraust og lánshæfismat landsins lagist.
Sumir velta því fyrir sér hvort "Steingrímskan" kunni að verða viðurkennd hagfræðikenning. En hún virðist vera sú að opinberir starfsmenn geti haldið uppi norrænu velferðarkerfi með auknum sköttum af hærri launum.
Væri það ekki með ólíkindum ef íslenska þjóðin, sem á svo glæstan feril að baki allan sinn lýðveldistíma, tapaði nú áttum í stjórnarskrárbreytingarumræðu og teldi sér trú um að þær væru það sem helst vantar til lausnar viðblasandi vanda í efnahagsmálum ?
22.2.2011 | 08:15
Taka af honum prófið!
er það sem fréttamönnum dettur fyrst í hug þegar ökumanni á Akureyri fatast aksturinn með því að stíga samtímis á bremsuna og bensínið.
Ég lenti í því sama sjálfur langt fyrir sjötugt og er varla kominn yfir sjokkið ennþá. Ég hætti nú ekki að keyra fyrir því. Sumar bíltegundir eru með ABS kerfi sem lætur bremsuna víkja fyrir vélaraflinu. Bremsupedalinn er alltof nálægt bensíngjöfinni og maður getur ekki stoppað bílinn meðan maður skilur ekki hvað er að gerast. Maður paníkkerar og maður þarf að lenda í þessu sálfur til að skilja hvað þetta er skelfilegt. Fólk hefur keyrt inní búðir, farið í sjóinn og drukknað og svo framvegis vegna þessa.
Að aka bíl er nauðsyn sem flestir geta leyst af hendi án þess að teljandi hætta stafi af fyrir aðra. Það stafar hinsvegar ófyrirséð hætta af mörgu misþroska fólki í umferðinni sem er ekki tæknilegs eðlis heldur sálarleg. Það er furðuleg ályktun fréttamanna að gegn þessu eigi bara að taka prófið af eldri ökumönnum.
Hvernig væri að skoða hvaða bíltegundir lenda í þessu oftar en aðrar? Áður en rokið er til að taka prófið af viðkomandi vegna aldurs.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko