Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011
5.4.2011 | 08:33
Búðarhálsvirkjun eða JÁ
er fyrsti valkostur sem við stöndum frammi fyrir 9.apríl. Upphæðin sem á að borga strax ef við segjum já við Icesave er 26.5 milljarður. Sama upphæð og Búðarhálsvirkjun kostar eða nærri allur rekstur Landspítalans eftir niðurskurðinn.
Og kostnaðurinn af JÁ getur orðið miklu meira en 10 Búðarhálsvirkjanir.
Segjum að 10 sinnum NEI á laugardaginn !
5.4.2011 | 08:17
Ísland kann að vera dæmt fyrir brot á EES !
stendur í áróðursplaggi ríkisstjórnrinnar sem dreift er á kostnað landsmanna í morgun. Það er ein röksemd Steingríms J. og Jóhönnu gegn því að segja NEI við Icesave.
En hvernig er það gjaldeyrishöftin? Eru þau nokkuð brot á EES ? Var ekki eitthvað um frelsi fjármagns í þeim samningi ?
Ísland kann að vera dæmt fyrir brot á EES ef við segjum NEI!
Þá vitum við það
4.4.2011 | 19:06
Áróðurinn virkar
fyrir JÁ við Icesave heyrði ég í Sundlaugunum í morgun. Gott og grandvart fólk telur rétt að ljúka málinu þar sem svo margir málsmetandi menn segja svo. Fólið sagðist ekki skilja málið en taldi samt rétt að ljúka því með JÁ. Það spurði hvar getum við fræðst um staðreyndir? Við skiljum ekki af hverju er ekki hægt að upplýsa öll atriðin? 20 ráðherrar segja JÁ. Líka Bjarni Ben. Líka Steingrímur J. og Katrín Jakobs.
Ég reyndi af veikum mætti að tæpa á nokkrum atriðum sem ég hafði séð vel samandregin, m.a. af Friðriki Hansen.
1. Með JÁ í Icesave 3 samningnum þá er ríkið, þ.e. Alþingi, að veita ríkisábyrgð á lágmarksinnistæðum, 20.887 evrum per Icesave reikning. Það kostar 674 ma. að greiða öllum innistæðueigendum þessar 20.887 evrur.
2. Bretar og Hollendingar segjast hafa lagt út 500 ma. til að tryggja innistæður umfram þetta lágmark, 20.887 evrur per reikning.Þeir heimta að við borgum þetta líka.
3. 51 % af áætluðu þrotabúi Landsbankans duga ekki til að greiða 674 milljarða. Þar vantar 47ma. (þessi 51 % er tala úr samningunum sem ég veit ekki hversvegna er þessi né heldur hversvegna talað er um að B+H fái svo 48 %úr búinu).
4. Bretar og Hollendingar hafa sótt það stíft að fá ríkisábyrgð á þennan Icesave samning. Þeir treysta greinilega ekki á innheimturnar né það að neyðarlögin haldi. Við eigum að bera áhættuna einir.
5. Málaferli eru í gangi um að hnekkja neyðarlögunum.Sumir hafa líka líkt þeim við sjórán í eðli sínu, svo ósanngjörn þau voru í garð kröfuhafa. Verði neyðarlögunum hnekkt þá er ekki hægt að ráðstafa eigum Landsbankans einhliða til Icesave. Þá koma allir skuldheimtumenn að nýju borði. Ekki bara um Landsbankann heldur líka vegna hinna bankanna. Getur einhver sagt fyrir hvort Ísland geti lifað slíkt af ? Innistæður okkar allra verða í uppnámi. Skiljanlega bætir þá ríkisábyrgð 9.apríl stöðuna fyrir Breta og Hollendinga umfram aðra kröfuhafa. En hvernig fer fyrir gjaldþrota Íslandi í þeirri stöðu? Er NEI ekki áhættuminna fyrir okkur?
6. Með því að samþykkja Icesave 3 samninginn þá er íslenska ríkið að ábyrgjast það að greiða Bretum og Hollendingum þessa 674 ma. á kostnað annarra kröfuhafa,hvort sem neyðarlögin halda eða ekki. Með því að samþykkja Icesave 3 þá erum við að skuldsetja þjóðina um 674 ma. Með því að segja NEI er enginn kröfuhafa með ríkisábyrgð umfram aðra falli neyðarlögin.
7. Talið er nú að í þrotabúi Landsbankans séu um 1.174 ma. Þar af um 700 ma. í peningalegum eignum ,m.a. skuldabréfs frá Nýja Landsbankanum okkar uppá 380 ma.. Ef við segjum nei og neyðarlögin halda þá eru þessir 1.174 ma. til ráðstöfunar upp í þær kröfur sem verið er að gera vegna innistæðna í gamla Landsbankanum. Það er, þessar 674 ma., með 47 ma. frá okkur, sem það kostar að tryggja lágmarksinnistæður og 500 ma. sem Bretar og Hollendingar segjast hafa greitt vegna innistæðna umfram þetta lágmark. Svo eru allir vextirnir eftir.
8.Ef við segjum NEI í þjóðaratkvæðagreiðslunni og neyðarlögin halda þá gerist tvennt. Bretar og Hollendingar fá ekki þessa ríkisábyrgð og þeir fá ekki þessa 47 ma. sem eigi að koma úr ríkissjóði vegna þessa máls þaraf 30 á næstu dögum.
9. Með því að segja NEI fríum við okkur frá allri ríkisábyrgð vegna Icesave. Getur einhver áfellst þjóð sem er reiðubúin að láta allt sem útúr Landsbankanum kemur, innifalið 380 ma. skuldabréf frá okkur uppí kröfurnar? Greiða milli 90-100 % af öllu málinu á þann hátt ? Ef við segjum JÁ þá er ríkisábyrgð á allri áhættu af Icesave, gegnisfalli krónunnar og hækkun pundsins. Ef við segjum NEI borgum við bara á rólegan hátt ef okkur sýnist.
10. Íslendingar viðurkenna alls ekki að þeim hafi borið lagaskylda til að greiða skuldir einkafyrirtækja. Íslendingar báðu Breta og Hollendinga ekki um að greiða 500 milljarða til þegna sinna umfram innistæðutrygginguna uppá 674 milljarða. Hví skyldum við vera ábyrgir fyrir því?
Minnsta áhættan er að segja NEI við samningnum. Það getur enginn sótt okkur til greiðslu öðruvísi en fyrir íslenskum dómstóli. Þar verður engin gengisáhætta eins og í Icesave 3 samningnum.
Látum ekki peningaflóðið í áróðursmiðlunum villa okkur sýn. Athugum hverjir standa á bak við fjárausturinn.
Ekki veit ég hvort fólk hlustaði.Ég hefði viljað bæta við:
Gjör rétt, þol ei órétt !, sögðu Sjálfstæðismenn í gamla daga.
"Er frður svo dýr að selja megi hann fyrir hlekki og þrældóm ? Ég veit ekki um ykkur en fyrir mig segi ég, gef mér frelsið eða dauðann." Í þessa veru talaði Patrick Henry 23. mars 1775.
Ríkisábyrgð er þrælahelsi sem við leggjum á börnin okkar og börnin þeirra
NEI VIÐ ICESAVE !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.4.2011 | 22:58
VG í sókninni
við að koma á Íslendinga aktygjum Breta og Hollendinga. Stórkostgleg staðfesta flokksforystunnar í því að svíkja öll loforð sín og undirstöðu. Hlustum á boðskapinn frá Steingrími J.Sigfússyni og Katrínu Jakobsdóttur þegar þau hvetja kjósendur VG til dáða:
Kosningarnar snúast um það hvort ásættanlegt sé að ljúka nú loks þessu máli með hagstæðum samningum eða að öllum líkindum missa forræði á því til dómstóla og bíða niðurstöðu með tilheyrandi töfum, óvissu og áhættu.
Það er sannfæring okkar að með því að kjósa JÁ þann 9. apríl séum við að lágmarka skaðann í þessu sorglega máli eins og kostur er. Með því að kjósa NEI verður óvissan framlengd og mikil áhætta tekin. Í því ástandi sem við búum enn við og í ljósi þess hversu endurreisnin er brýn, ekki síst til að við getum einbeitt okkar að því að ná niður atvinnuleysinu, er JÁ mun skynsamlegri kostur."
Lægra getur ein flokksforysta ekki lagst. Flokksforysta sem lofaði andstöðu við Icesave og Evróusambandið í kosningabaráttunni en sveik svo allt saman fyrir ráðherrastóla og von í þeim góðum eftirlaunum sem formaðurinn hafði lengi eftir sótt sjálfum sér til handa.
3.4.2011 | 22:29
Þöggun Péturs
H.Blöndal lýsir sér í viðbrögðum hans við ásökunum fólks um að hann hafi legið á skoðunum sínum um Icesave. Pétur segir:
"Halló Halló. Ef þið hefðuð hlustað á eitthverjar af ótal ræðum minna á Alþingi um Icesave þá munduð þið aldrei segja að ég sé að rjúfa einhverja þögn. Ég get ekki gert að því að fréttamat fjölmiðla sé slíkt að það komist ekki áleiðis til ykkar.
Ég ætla nú ekki að telja upp öll rökin sem ég hef flutt gegn Icesave, sérstaklag Icesave I og Icesave II í morg hundruð ræðum á Alþingi. Það liggur þar allt fyrir ef einhver vill leita sannleikans. Megin rökin eru þau að við eigum ekki og áttum aldrei að greiða Icesave. Og ég fellst ekki á að óleyst Icesave sé að tefja efnahagslegan bata. Það sér ríkisstjórnin alveg um ein.
Pétur H. Blöndal (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 00:45."
Þetta sýnir offorsið í sókninni fyrir JÁ við Icesave. Það er þaggað niður í þeim sem segja NEI en hinum hossað. Bæði í Baugsmiðlunum og RÚV, útvarpi allra landsmanna.
Skoðanir Péturs og NEI-manna sæta skipulegri þöggun auðvaldsins.
3.4.2011 | 15:11
Hvaðan kemur fjármagnið
sem kostar risavaxna auglýsingaherferð JÁ hópsins fyrir Icesave?
Heilsíðu auglýsingar dag eftir dag . Fyrst er hryllingsmynd þar sem hákarlinn rís úr djúpinu til að hremma vesalings Ísland ef það dirfist að segja NEI. Síðan koma myndir af 20 ráðherrum sem hóta okkur öllu illu ef við segjum ekki já. Svo hafa áður birst myndir af Tryggva Þór Herbertssyni með æluna í hálsinum. Og svo auðvitað fallegar myndir af Bjarna Benediktssyni hinum glæsilega formanni Sjálfstæðisflokksins. Allt til að hvetja okkur sauðina til að segja JÁ.
Að vísu voru þessar myndir af 20 ráðherrum að minni hluta ráðherrar úr Sjálfstæðisflokknum, þannig að meirihluti liðsins hefur verið til lítillar nytsemdar fyrir þessa þjóð að mínu mati. Sérstaklega vekur athygli myndin af Jóni Sigurðssyni krataráðherra sem mann mest mærði "gargandi snilldina" í Icesave. Einnig var hann forstjóri Fjármáleftirlitsins sem átti að passa bankana svo þeir gerðu ekki skammir af sér. Aldeilis sem við eigum honum mikið hrun að þakka.
Marga þessara ráðherra vil ég helst ekki muna að hafi verið hér ráðherrar, svo lítil tilþrif sem þeir sýndu í mínum augum sinn ráðherraferil. Þeirra ráð fundust mér illa gefast þá og hef ekki séð ástæðu til að ætla að hafi þau batnað við makræði eftirlaunanna.
Þessi herferð er studd á yfirþyrmandi hátt af RÚV, útvarpi allra landsmanna. En´Útvarpið og Sjónvarpið hagræða allri umfjöllun þannig að JÁ-ið er ávallt í forgrunninum en mögulegt NEI kemur aftar. Þetta borgum við þú oig ég auðvitað með nefskattinum.
En auglýsingahroðinn í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu er yfirþyrmandi. Og svo áróðusrgreinarnar í Fréttblaðinu sem hvetja til JÁ eru mjög umfangsmiklar. Og Fréttablaðið er víðlesnasta blað landsins segir það sjálft. Allt slíkt er ekki ókeypis. Þarna hljóta að liggja miklir hagsmunir að baki.
Svo koma yfirvegaðar röksemdir Péturs Blöndal svona inn á milli en fá lítið pláss sem von er. Samt finnst mér ástæða til að benda fólki á þær hafi það ekki þegar gert það. Þetta verður í mínum auigum sýnikennsla í því, hvernig maður snýr fávísum almúganum með auglýsingaskrumi ef sú verður niðustaðan að þjóðin segi JÁ. Ef svarið verður samt sem áður NEI, þá þurfa einhverjir að éta hattinn sinn.
En hvaðan kemur allt fjármagnið sem kostar þessa herferð JÁ-manna?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.4.2011 | 01:40
Aumingja Orkuveitan!
segir forstjórinn Bjarni í Morgunblaðinu.
"...afborganir af lánum OR, nema um 107 milljörðum króna til ársloka 2016. Þar af eru 17 milljarðar króna á gjalddaga á þessu ári, 13 á næsta ári og 29 milljarðar árið 2013. Þá eru vaxtagreiðslurnar ótaldar...."
Þessvegna á að hækka orkuna um þriðjung eða svo. Jafnvel þó að Seltjarnarnes geti við núverandi aðstæður selt sítt hitaveituvatn a helmingi lægra gjaldi en OR.
Hversvegna er allt í klessu hjá OR? Duttu þessar skuldir af himnum ofan herra forstjóri?
Má rifja upp fyrir mönnum að 1994 var fyribæri að stjórna borginni sem hét R-listinn. Hann hélt völdum með því að gera Alfreð Þorsteinsson af stjórnarformanni OR. Margir muna eftir lúxusnum í kringum stjórnartíð Alfreðs og allr góðu hugmyndirnar hans sem þá var hrint í veruleika. Eitt var ljósleiðari á Seltjarnarnesið, annað gagnaveitan LínaNet,svo Rafmagnslína,TetraLína, Risarækja og Guð veit hvað hann Alfreð var uppátektasamur. Móttóið var allt nema að skaffa ódýrt vatn og rafmagn. Allar smáhitaveitur keyptar upp í sveitir til viðbótar þessu.
Forsprakki R-listans var auðvitað stórstirni feminísta, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Í mínum huga einhver ósvífnasti og frekasti pólitíkus allra tíma. Sagði hvítt svart og svart hvítt blákalt í mörgum beinum útsendingum. Og vinstri pressan sá til þess að húna var aldrei krafin reikningsskila á staðreyndaumsnúningi. Þessi Ingibjörg tvöfaldaði svokallað afgjald af Orkuveitunni í borgarsjóð og byrjaði held ég með 1.5 milljarð sem afgjald þarna sem svo auðvitað hækkaði ár frá ári.Ég man ekki allar þessar tölur og nenni ekki að fletta þeim upp. En þær eru svona í laginu.
Svo átti bærinn hlut í Landsvirkjun. Hann seldi hún á 28 milljarða held ég sem var talið vera gjöf en ekki gjald. Allt þetta var keyrt í félagsmálin í borgarsjóðnum á góðverkareikning ISG. Engin ný hverfi voru brotin til bygginga, engar götur lagðar. Engar lóðir voru í boði hjá Reykjavíkurborg árum saman. Á þessu fitnuðu auðvitað Kópavgur og Hafnarfjörður og þúsundir pólitískra flóttamanna í þeim skilningi streymdu þangað eins og raunar ég sjálfur áratugum fyrr undan íhaldinu þá.
Á þeim tíma sem liðinn er síðan þetta var hafa að minnsta kosti 50 milljarðar runnið út út OR og í félagsmálakassann hjá Borgarsjóði.
Finnst mönnum sjálfsagt að allir skuli núna, ekki bara Reykvíkingar, heldur líka Kópavogur, Hafnarfjörður, Akranes, Grímsnes, Mosfellsbær og fleiri eigi að borga þrjátíuprósent hækkun á heitavatnið og rafmagnið þar sem það á við eins og á Seltjarnarnesi og sfrv. Allt til þess að endurgreiða 50 milljarða sukkið hjá Alfreð og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.
Já aumingja Orkuveitan Bjarni minn. Það erum í rauninni ekki við sem eigum að borga heldur hann Jón Gnarr. Í stað þess ætlar hann að skrifa sögu Orkuveitunnar. Vonandi kemur þá sannleikurinn í ljós.
1.4.2011 | 23:16
24.000 EVRUSKULD
er búið að leggja á hvern Íra vegna bankanna eftir því sem mér heyrðist í BBC í morgun.
Ef við gerum ráð fyrir að álíka fífl stjórni bönkum á Írlandi eins og stjórnuðu okkar bönkum inní hrunið,og hafi stundað álíka starfsemi í vinargreiðum og vitleysu og okkar bankastrákar, þá sjá allir að bankastarfsemi er sú hættulegasta starfsemi í heimi. Að leggja ábyrgð á fjárglæfrum fífla og fanta á herðar ómálga og ófæddra barna með ríkisábyrgð á bönkum er algerlega út úr kortinu.
Munið þið eftir honum Nick Leeson eða eitthvað svoleiðis, sem setti Barings-Banka á hausinn með einföldum tölvufærslum? Ég man ekki tölurnar en þær voru ævintýralegar. Einn gaur hjá okkur setti Sparisjóðabankann á hausinn með einhverri heimildarlausri ábyrgðaryfirlýsingu. Bjargaði ekki gjaldþrot bankans honum frá ábyrgðinni í því tilviki? Einstakir starfsmenn geta greinilega valdið svo stóru tjóni hjá banka, að óbætanlegt sé. Að lýsa yfir bakábyrgð skattgreiðenda í öllum slíkum tilvikum finnst mér því vera út í Hróa. Getur nokkur samþykkt slík vinnubrögð?
Það er engin von að Írar muni nokkru sinni borga þær skuldir sem einhverjir þingmenn samþykktu að leggja á þjóðina. Fékk þjóðin nokkuð um það að segja eins og við gerum núna með IcesavelV? Ættu Írar ekki að greiða um það þjóðaratkvæði hér og nú hvort þeir ætli að láta stjónmálamenn sína komast upp með annað eins og þetta?
24.000 EVRUR á mann á Írlandi ofan á hæstu húsnæðisskuldir í heimi? Sömu vitleysur og hérna voru gerðar.Nema við gátum fellt krónuna og bankana. Úrvinnslan í höndum Steingríms er svo sú versta sem hægt er að hugsa sér og hefur valdi gríðarlegu tjóni þá þegar og stefnir í verra. Fyrr en hann verðu hrakinn frá og skipt um ríkisstjórn og stjórn í Seðlabankanum, verður hér dýpkandi kreppa.
24.000 Evruskuld ofan á allt annað er eitthvað sem okkur vantar ekki.
NEI við Icesave, hvað sem RUV og Fréttablaðið segja.!
1.4.2011 | 08:11
Auðlindirnar
eiga að vera í íslenskri eigu ! Það er sá grunntónn sem flestir Íslendingar vilja byggja á. Þetta tyggja stjórnmálamenn upp sem sérstaka ást sína og áhugamál og sönnun fyrir gæsku sinni.
En peningar þekkja engin landamæri sem kunnugt eer og enginn borgarmúr er svo hár að asninn hans Fillipusar með gullklyfjarnar komist ekki yfir hann.
Hversu mikið af kvótanum er enn í íslenskri eigu? Veit það einhver? Á sínum tíma var sagt að enginn þorskur synti í sjónum umhverfis Íslands án veðmiða frá Landsbankanum uppá fjórfalt verðmæti sitt. Afleiðusamningar, vafningar, skuldabréf og allur þessi djass ?
Hver á veðin sem Landsbankinn átti? Erlendir kröfuhafar?
Hver á kvótann sem Kínverjar eru að kaupa?
Hver raunverulega á þá fiskinn? Hver á auðlindirnar?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko