Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, maí 2011

Lýkur kreppunni?

í bráđ?

Ég held ađ svo sé ekki. Viđ göngum núna á flötum botni ţar sem ekkert sést framundan. Ráđleysiđ magnast dag frá degi viđ norđur-kóreskt ástand í  efnahagsmálum. Bréf Seđlabankans til Samherja vegna smáúttektar af gjaldeyrisreikningi sannfćrđi mig um ađ okkur er ekki viđbjargandi um langa hríđ enn.

Ég er sannfćrđur um ađ kreppunni léttir ekki fyrr en fjármagnsflutningar verđa aftur frjálsir. Ţađ er fyrsta skrefiđ ađ aflétta gjaldeyrishöftunum í einu vettvangi. Gengiđ hrynur ofan í aflandsgengi á stundinni og vextir verđa ađ hćkka. Gjaldeyrissjóđurinn ćtti ađ ţola ţetta. Ţegar kippurinn er liđinn hjá og verđbólguskotiđ sem kemur gengur til baka, er fyrst hćgt ađ fara ađ líta til lofts. Hinsvegar endurheimta Íslendingar ekki nćrri strax traust umheimsins. Vestrćn ţjóđ sem getur kosiđ sér kommúnistastjórn í efnahags-og skattamálum er ekki fýsilegur bandamáđur eđa traust langtímahöfn fyrir erlent fé. Myndi einhver ykkar vilja koma sínu sparifé fyrir á Kúbu eđa í Norđur-Kóreu?

Hver dagur sem líđur í ţessu limbói er bara framlenging á ţjáningunni. Hér gerist ekkert. Skattarnir hćkka, atvinnan minnkar, fjárfesting hverfur, landflóttinn eykst.  Í stađ ţess ađ auglýsa eftir nýlćknanemum ćtti Háskólinn frekar ađ loka lćknadeildinni tímabundiđ. Er einhver ţörf fyrir ţjóđ sem getur ekki rekiđ spítala ađ mennta lćkna sem eiga engan annan kost en ađ fara erlendis til ađ fá mannsćmandi vinnu?  Og sama gildir um fleiri deildir. Háskólar eru um ţessar mundir bara dulbúningur utan um atvinnuleysi og ţví ţörf á ađ draga starfsemina saman frekar en hitt.

Nú hótar ASÍ allsherjarverkfalli og er ţađ vissulega gleđiefni. Vonandi tekst ađ koma ţví á og megi ţađ ţá vara lengi ţannig ađ ţjóđin noti nú tćkifćriđ og lćri eitthvađ um alvöru lífsins. Ef hún ţá getur eitthvađ lćrt. Verđa ţiggjendur atvinnuleysisbóta ţá skyndilega hátekjumenn og međ ţeim best settu í verkfallinu?

Kreppunni er ekki ađ ljúka heldur er hún ađ dýpka hjá öllum almenningi. Hinar nýju stéttir skilanefnda og sjálftökuliđs hafa ţađ ágćtt og geta mćlst sem hagvöxtur.  En hinir atvinnulausu og  landflóttafólkiđ segja ađra sögu. Ríkisstjórnin er búin ađ tryggja sér slímsetu út ţetta ár og framhald sovéthagfrćđinnar. 

Vonandi verđur samt veđriđ sćmilegt í sumar svo fólk geti gleymt sér af og til frá kreppunni sem ţví miđur er ekki á förum.  

 


1.maí

er haldinn hátíđlegur um víđa veröld í dag.Dagurinn á rćtur sínar ađ rekja til baráttu verkamanna fyrir takmörkun taumlauss vinnutíma í Chicago á níunda áratug nítjándu aldar. Barátta sem kostađi miklar blóđsúthellingar og skapađi dýrlinga sem enn eru heiđri haldnir.

Einn ţeirra var Joe Hill. Svíi sem var í forystusveitum verkamanna á ţessum tíma. Var trúbadúr sem söng sig inn í hjörtu félagsmanna sinna. Hann var tekinn höndum 1914 í tengslum viđ skotbardaga. Fundinn sekur um víg og tekinn af lífi 1914.

Erfđaskrá sína eftir dauđadóminn setti hann í ljóđ svofellt:

"My will is easy to decide,
For there is nothing to divide.
My kin don't need to fuss and moan,
"Moss does not cling to a rolling stone."

My body? Oh, if I could choose
I would to ashes it reduce,
And let the merry breezes blow,
My dust to where some flowers grow.

Perhaps some fading flower then
Would come to life and bloom again.
This is my Last and final Will.
Good Luck to All of you,
Joe Hill"

Minning brautryđjenda er í hávegum höfđ og Joe Hill öđlađist sinn sess í sögunni og margir telja hann píslarvott.

Vökulögin íslensku gengu út á sömu ráđstafanir og menn voru ađ krefjast á Haymarket í Chicago ţar sem uppruni dagsins er. Sem betur fer hefur mikiđ áunnist í ţví ađ efla virđingu fólks fyrir verkafólki og ađbúnađi ţess. Hér á Íslandi ţekki ég mig ekki á vinnustöđum nútímans og vinnustöđum ţeim sem mađur ţekkti í ćsku. Og voru ţeir ţó hátíđ hjá ţví sem var á tímum stóru kreppunnar, ţegar menn voru klćđlitlir ađ grafa skurđi í vetrarveđri í atvinnubótavinnu austur í Flóa. Sem betur fer er slík villimennska ekki í bođi lengur ţó mörgum finnist öfgarnar í hina áttina séu ćrnar orđnar.

En hvađ er ađ gerast í dag? Ţetta er kröfudagur um framfarir og bćtt lífskjör. Í Chicago stóđ auđvaldiđ gagnvart fátćkum verkamönnum.Sovétríkin komu og fóru án ţess ađ fćra ţađ sem menn ţráđu. Í dag er mannvirđing komin á hćrri stig ţó stutt sé allstađar niđur á villimennskuna.

Opinberum starfsmönnum hefur stórfjölgađ hjá okkur og kjör ţeirra orđin meira en sambćrileg viđ ţađ besta annarsstađar. Svo hverja eru krefjendur ađ krefja? Verđum viđ ekki ađ líta svo á ađ fólkiđ sé fyrst og fremst ađ gera kröfur til sjálfs síns? Taka sameiginlega á til ađ allir búi viđ betri ađbúnađ í framtíđinni?

Tímar feitra auđjöfra sem beita öllum brögđum til ađ trađka á verkafólki er löngu liđinn. Kjör alls almennings hafa batnađ ótrúlega síđan á kreppuárunum og ţar fyrir. En baráttuandanum er haldiđ lifandi. Nú er öskrađ á Austurvelli gegn auđvaldinu sem er búiđ ađ ganga fram af ţolinmćđi rćđumanns. Hótađ er styrjöld í ţjóđfélaginu ef ekki verđi látiđ undan. Einskonar minning um baráttu í blóđbađinu á Haymarket í Chicago.

Allir óska ţess ađ hagur allra megi batna í framtíđinni. En bođađ allsherjarverkfall af Austurvelli mun engin áhrif hafa í ţá átt. Ţađ er ađeins vinnan sem getur gert ţađ.

Bardagar búa yfirleitt til fátt annađ en dauđar hetjur eđa dýrlinga eins og Joe Hill.Gleđilegan 1.maí!


« Fyrri síđa

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband