Bloggfærslur mánaðarins, júní 2011
24.6.2011 | 06:59
William H.(Bill) Gross
er athyglisverður spekúkant sem ég er að kynnast í gegnum bloggsíðu Gunnars Rögnvaldssonar.http://www.pimco.com/EN/Insights/Pages/School-Daze-School-Daze-Good-Old-Golden-Rule-Days.aspx
Gross hefur efasemdir um að allt sé sem sýnist í menntakerfi Bandaríkjanna. 25 milljónir stúdenta séu hreint ekki allir að undirbúa sig undir arðbær störf fyrir sig og sína.Þjóðfélagið sé búið að gefa frá sér öll svið sem gerðu Bandaríkin stór. Nú spyrja baunateljarar aðeins hverjir séu tilbúnir að vinna fyrir minna en bandarísk laun. Þangað fari störfin. Atvinnuleysið breiðist því út í Bandaríkjunum og er í raun miklu verra en það sýnist vegna þess að menntakerfið felur vandann. Þeir eru að mennta mikið af fólki til þess að sinna óarðbærum störfum. Ekki framleiðslu heldur félagsvísindum sem bara eyði peningum. Bandaríkin stritist við að hafa áhyggjur af fjárlagahallanum eins og að útþurrkun hans muni skapa störf.
Fjarri lagi segir Gross. Þetta sé rangt því að án forystu ríkisins muni ekki verða vatnaskil.Við verðum að fara að hugsa uppá nýtt eftir ný-Keyneslegum leiðum.Gross minnir á CCC, sem Franklin D. Roosewelt kom á, Civilian Conservation Group, sem tók við langtíma atvinnulausum ungmennum frá 1933-1942 og útvegaði þeim handavinnu. Alls 2.5 milljón ungmenna 18-25 ára sem fengu 30 $ í mánaðrkaup og voru 25 af þeim send heim til foreldra þeirra.Þeir plöntuðu til dæmis 3 billjónum trjáa m.a. byggðu 800 nýja þjóðgarða og gerðu við aðra, lögðu vegi, byggðu hús og unnu að margskonar náttúrvernd. Hann vitnar í David Rosenberg sem segir um langtíma unga atvinnuleysingja, að hann vildi sjá þá með skóflu í höndunum fyrir hádegi en vera að læra algebru, eðlisfræði og rúmfræði eftir hádegi.Atvinnubótavinnan okkar fyrir stríð var af svipuðum meiði nema auðvitað verr útfærð.
Þjóðfélagið hafi ekki lengur efni á að læra annað en raungreinar ef við eigum að komast útúr kreppunni. Við höfum ekki ráð á öðru en að gera þjóðina vinnufæra aftur og hætta að flytja störf úr landi og fara að vinna með höndunum aftur. Það þýði ekki að vera alltaf að þvæla um kenningar demókrata og repúblikana um afskipti eða afskiptaleysi ríkisins, ríkið verði að ráðast að vandanum og taka til höndunum í orðsins fyllstu merkingu.
Hafi Bandaríkjamenn vandamál, þá hafa Íslendingar þau líka, svo mikið vitum við.Við verðum að komast uppúr þeim pytti hafta og ofstjórnar sem við erum að festast í í fortíðarhyggjunni og bölsýninni í alþýðulýðveldinu Íslandi.
Ég hvet fólk til að kynna sér hvað Willam H. Gross er að segja.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.6.2011 | 11:35
Frumherji
er glæsilegt fyrirtæki með afbragðs þjónustu. Verksviðið það sem að almenningi snýr er að skoða bíla og kerrur. Ég versla við það mér til ánægju.
Það skoðar líka skip. Ég á ekki lengur skip. Það hefur líka einkaleyfi á öllum orkusölumælum landsins. Einu sinni seldi ég orkusölumæla,ekki lengur. Ég kaupi orku. Mér er sagt að orkukerfið hafi verið tvöfaldað vegna einhverra ESB fyrirmæla, sem ekki þurfti að taka hátíðlega en hentaði réttum aðilum að gera. Nú eru tvö fyrirtæki að gera það sem eitt gerði áður. Með tvöföldum kostnaði. Hvar er Frumherji í því dæmi?
Frumherji rekur löggildingarsvið. Ég teiknaði raflagnir stundum, fyrir hrun. Frumherji rekur rafskoðunarsvið og það fer núna yfir allar teikningar að mér skilst. Ég ét enn of mikið. Frumherji rekur matvælasvið. Hvar er Frumherji í fæðukeðjunni? Barnabörnin eru að taka bílpróf. Frumherji rekur ökuprófasvið. Nýliðar eru kannski ekki þeir bestu á bíla. Þá rekur Tryggur bílaverkstæði.
Grunnurinn að Frumherja var að ríkið hætti að skoða bíla og leyfði einkaframkvæmd á því sviði. Svo einhvern veginn eru allir orkusölumælar landsins komnir í hendur þessa fyrirtækis. Og það er sjálft sagt komið í hendurnar á einum milljarðamæringi sem Sverrir Hermannsson hefur í það minnsta sagt landsmönnum þrim sinnum hvernig náði þeim fjármunum til sín.
Frumherji er á samkeppnismarkaði hvað varðar bílaskoðanir. Tryggur er áreiðanlega líka á samkeppnismarkaði. Hvernig er Orkusvið Frumherja á samkeppnismarkaði? Eða hin sviðin?
Er Frumherji almenningshlutafélag ? Hver er markaðshlutdeildin svona með tilliti til þeirra rosabauga, sem hafa risið yfir landinu?
Frá vöggu til grafar og kynslóð til kynslóðar, er þá einn stjórnmálaflokkur bestur til brautargengis?Bestur fyrir frumherja á öllum sviðum? Allt um það er Frumherji flottara félag en víða gengur og gerist á óheftum samkeppnismarkaði.
22.6.2011 | 08:25
Persónunjósnir
Mávs Guðmundssonar í Seðlabanka Íslands hefur Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður ákvðið að láta sér ekki lynda. Hann segir að Mávi komi ekki við hvað hann sé að bauka í útlöndum. Væntanlega horfir hann á 71.gr. stjórnarskrárinnar um friðhelgi einkalífsins fyrir hnýsni.
Ekki dreg ég í efa að Jón fari með rétt mál. En er ekki grunnur meinsins orðinn miklu dýpri? Valdníðsla réðherra og ríkisstjórna er löngu orðin óþolandi. 40. og 41 grein grein stjórnarskrárinnar kveða á um ráðstöfun skattfjár og lántökur. Steingrímur J.Sigfússon hefur margbrotið þessa grein með heimildarlausri fjármögnun fallíttfyrirtækja og lántökur og öllum finnst hann bara æðislegur.
Öll skattframtöl eru nú tengd við alla bankareikninga landsmanna. Þessu hafa ofstjórnarmenn og embættismenn fengið framgengt í skjóli nætur undir yfirskyni hagræðingar. Þetta eru auðvitað ekkert annað en persónunjósnir. Það eru 3 gerðir af leyndarmálum meðal siðaðra þjóða. Ríkisleynadarmál, bankaleyndarmál og bréfaleyndarmál. Ekkert af þessu er gilt hér á þessu skeri hvað sem 71. gr. í stjórnarskránni líður
75.grein sjórnarskrárinnar kveður á um að öllum, líka gamlingjum, sé heimilt að stunda atvinnu. Þetta er þverbrotið þar sem eldri borgarar eru útilokaðir frá störfum, t.d. leigubílstjórar og flugmenn umfram rútukalla og skipstjóra á hinn svívirðilegasta hátt.
Það sem að er í þessu "hamletska" ríki Íslandi, er gersamleg fyrirlitning valds-og embættismanna á almenningi. Einstaklingurinn er smáður og réttlaus gagnvart dreissugum herrum sínum. Hugsanlega innbrennt allar götur síðan í einokuninni. Horfum á bankana hundsa dóma um gengistryggð lán. Þeir ætla í Hæstarétt með hvert einstakt mál, gersamlega blindir, skilningslausir og óályktunarfærir þegar kemur að einstökum málum viðskiptavina. Og bönkunum stjórnar Steingrímur J. að mestu leyti.
Jón hafi heila þökk fyrir að ganga fram fyrir skjöldu á þennan hátt. Auðvitað mun kerfið reyna að hefna sín á honum á allan hátt og reyna að sniðganga hann og mál hans. Hann er samt maður að meiri að ráðast á vindmyllurnar. Persónunjósnir í Alþýðulýðveldinu Íslandi eru orðnar hér reglan en ekki undantekning eins og var í A-Þýskalandi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.6.2011 | 15:18
Vegagerðarvizka?
einhver yfirskilvitleg hlýtur að vera á bak við þau ósköp sem við búum þessa dagana í Bláskógabyggð.
Þar er búið að rífa upp og eyðileggja marga kílómetra af ágætis vegum sem þarna lágu. Í staðinn er búið að keyra ósköp af fyllingarefni ofan í vegastæðing og mold á kanta . Breiddin dugar orðið fyrir 4 akreina Autobahn. Á þessu höfum við bögglast í rykinu nú í allt vor. Þetta gengur ekkert hjá verktökunum og engin bráðalausn frá þessum ömurleika í sjónmáli.
Gamli antik-vegurinn sem liggur frá gömlu Tungufljótsbrú til Bræðratungu og nú vegamóta Flúðavegarins, er jafn vondur og hann hefur alltaf verið. Rykmökkinn frá honum leggur yfir Tungufljótið og kæfir hjólhýsabyggðina sem þar er við Faxa um hverja helgi. Sama ástandið er á nýja veginum til Flúða. Þar gengur ekki r.... að klára þetta glæsilega mannvirki sem verður, vegurinn er alger hryllingur og færir mann til baka til fortíðar því allar þessar framkvæmdir skila jafnvondum vegarspottum og allur vegurinn austur var þegar hann var verstur í gamla daga. Maður man ekki eftir svona langvarandi sleifaravinnubrögðum í vegagerð frá því í gamla daga.Maður skilur ekki svona verklag. Af hverju er ekki hægt að taka styttri búta og klára þá? Af hverju er ekki hægt að rykbinda vegina fram hjá ferðamannastöðum? Hverslags ráðslag er þetta eiginlega? Hvar er verksvitið sem vegaverkstjórarnir höfðu í gamla daga?
Hugsar Vegagerðin ekkert lengur um vegfarendur? Teiknar bara strik á blöð í einhverri nýrri vegagerðarvizku?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2011 | 12:37
Lýðveldisbörn á Þingvöllum
áttu ógleymanlega stund í Almannagjá á 17.júní. Mikill fjöldi fólks, lýðveldisbörnin, sem fætt er fyrir stofndag lýðveldisins 1944 og hafði sjálft verið viðstatt í rigningunni á Þingvöllum á stofndaginn, lagði leið sína til Þingvalla. Á Hakinu tók þjóðgarðsvörðurinn þjóðkunni Haraldur pólfari á móti fólkinu og kynnti dagskrána. Hljómskálaquintettinn og söngmenn úr Karlakór Kjalnesinga sáu um tónlist og söng. Síðan var gengið með skartklæddan og vasklegan fánabera úr Karlakórnum og blásarana í fararbroddi niður í Almannagjá.
Kórinn stillti sér síðan upp undir há hamraveggnum, hljómbotni hins forna Lögbergs, en blásararnir neðar í brekkunni. Nú er vitað að í brekkunni er aðflutt fylling og mun þingheimur hafa setið þar í brekkunni til forna en lögsögumenn og málflytjendur hafa staðið við lægri barminn. Á þann hátt mun boðskapurinn hafa náð eyrum þeirra sem hlýddu samkvæmt grunnreglum hljóðfræðinnar. Varla nokkrum hefði dottið í hug að standa sunnan megin við lægri barminn og gala upp í suðaustanvindinn án þess að hafa öfluga hátalara.
Þarn í gjánni var logn í skjólinu og hið hlýjasta veður. Kórsöngurinn barst til fólksins og tóku margirk undir í ættjarðarlögum með ótrúlega hljómfagran undirleik hornaflokksins. Þetta var áhrifamikil stund og mér fannst ég finna fyrir einhverkonar ættjarðarást og þjóðarstolti, annaðhvort innra með mér eða eins og að hún umlykti mig vegna kraftmikillar nærveru alls þessa fríða hóps fólks. Ég hugsaði með mér að þetta fólk væri varla komið hingað til að hlusta á ræður um nauðsyn þess að ganga í Evrópusambandið eða það bráðvantaði stjórnarskrá?
Glímumenn á þjóðbúningum sýndu glímu þarna í brekkunni og var ég með öndina í hálsinum þegar þeir ráku hvorn annan niður stór föll rétt við klettanibbu sem stóð uppúr grasinu. En þetta voru greinilega þrautþjálfaðir menn og fjaðurmagnaðir. Þeir héldu svo áfram sýningum í lok dagskrár og fylgdist fjöldi með þessum gæsilegu íþróttamönnum.
Dr.Þór Jakobsson veðurfræðingur tók svo til máls við syðri vegginn og hafði sér til styrktar hátalarakerfi. Hann flutti stórgóða ræðu um aðdraganda og stofnun lýðveldis á Íslandi sem lét engann ósnortinn af samhug þjóðarinnar sem þarna hafði verið á ferðinni við að stofna lýðveldið eftir þjóðartkvæðagreiðslu, samþykkja stjórnarskrá þá sem við höfum haft að meginstofni síðan í nærri sjö áratugi og kjósa fyrsta forsetann. Þór viðraði þá hugmynd að lýðveldisbörnin myndi setja niður minningar sínar um lýðveldisdaginn á blað og þessu yrði safnað saman í bók. Vonandi auðnast Þór að virkja fólk til þessa starfs því áreiðanlega mun þar ýmislegt skemmtilegt koma upp.
Ég vil þakka gömlum skólafélaga mínum úr Grænuborg og líka frænda, Þór Jakobssyni, kærlega fyrir þetta einstaka framtak. Fyrir þessu lýðveldisbarni að minnsta kosti verður þetta einn því ógleymanlegasti 17.júní frá 1944.
16.6.2011 | 16:08
Þorvaldur með lausnina !
á hruninu. Hann segir að bæði Stjórnlagaráð og stjórnlaganefnd (hver er munurinn?)hafi kynnt tillögur um að færa valdið til að skipa dómara og ríkissaksóknara til forseta Íslands. Þetta mun greinilega duga til að hindra að ríkisstjórn ( sem Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur væru í) geti farið fram án nægilegs aðhalds og eftirlits eins og hann segir í væntanlega velborgaðri fimmtudagsgreininni.
Þorvaldur virðist sannfærður um að hrunið hafi verið ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins að kenna sem óð uppi vegna veikleika í stjórnarskránni" án nægs aðhalds og eftirlits af hálfu Alþingis og dómstóla". Hann virðist líka vera farinn að sjá í hyllingum, að verði til dæmis hann í embætti Forseta Íslands, þá verði honum betur treystandi en Aþingi að skipa flest embætti þjóðarinnar.
Það kemur ekki fram í greininni hvernig þessi alvísi forseti á að vera kjörinn. Á hann að vera venjulegur minnihlutaforseti, sem er kosinn í einhverri vinsældakosningu kjörtímabil eftir kjörtímabil án mótframboðs, þar sem eiginkonan og útlitið vigtar jafn mikið eða meira en stjórnmálahæfileikar og fundvísi á góða kandídata í æðstu embætti? Eða á hann að vera þekktur röskleikamaður í pólitík og heimshornasirkill sem er allstaðar inni á gafli að selja lambakjöt, bankastarfsemi og aðrar sérhannaðar íslenskar vörur?
Satt að segja eru hugmyndir Þorvaldar sem hann kynnir í langri grein í Baugstíðindum í dag, þess eðlis að ég kæri mig persónulega ekki um eina einustu þeirra ef ég á að bera þær saman við núverandi tilhögun mála. Í mínum huga er Alþingi æðsta stofnun þjóðarinnar sem Þorvaldur ræðst gegn með þessum líka ákafa og virðist þar með hvorki skilja sitt hlutverk né annarra stoða þjóðfélagsins.
Alþingi er að vísu ólýðræðislega kosið um þessar mundir og ég hefði auðvitað viljað fá jafnan atkvæðisrétt. Ekki kom Þorvaldur með neinar tillögur í þá veru í dag. Núverandi Alþingi er líka skipað fólki sem hefur að mínu viti skerta dómgreind, og má þá miða við þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslum sínum. Þess vegna fyndist mér best að þetta Alþingi fari heim til sín sem fyrst og önnur tilraun verði gerð til að kjósa þangað fólk með meira viti.
Þorvaldur virðist gersamlega ónæmur fyrir þeirri staðreynd að það stendur ekki til að breyta stjórnarskránni nema Alþingi hafi til þess vilja. Það stendur svo í núgildandi stjórnarskrá. Landsmenn eru löngu búnir að sjá absúrdismann sem felst í störfum þessarar umboðslausu stjórnlaganefndar sem Þorvaldur virðist halda að sé einhver tímamótasamkunda mannkynsfrelsara. Margir ekki minni menn eru búnir að strita við endurbætur á stjórnarskrá í áratugi en hægt hefur miðað. Öllu þessu brambolti Þorvaldar var auðvitað komið af stað af reyksprengjuríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur án vitræns undirbúnings. En sú ríkisstjórn hangir nú blessunarlega á bláþræðinum einum í mynd Þráins Bertelssonar.
Það skaðar kannski ekki neinn þó að þessi sandkassaleikur skili einhverjum ábendingum um breytingar á stjórnarskrá til batnaðar. En það er fráleitt að ég ætli að sætta mig við Þorvaldur Gylfason færi mér einhverja Magna Carta sem hann ætlar að kokkeyra ofan í Alþingi og ég á að hafa í veganesti í ferðina með honum til Brüssel.
Stjórnarskráin á engan þátt í þeirri vitleysu í "kjarasamningum" sem nú fer fram í þjóðfélaginu án atbeina Alþingis eða þá nýrri gjafakvótahringferð ríkisstjórnarinnar. Það er samsetning Alþingis nú um stundir sem við súpum seyðið af, því hún er með allra lélegasta móti í lýðveldissögunni. Hefði það ekki verið fyrir atbeina forseta vors, værum íslendingar nú í enn meiri vanda fyrir atbeina þessa Alþingis.
Eftir næstu kosningar verða allt önnur mál uppi en Þorvaldur Gylfason heldur núna að séu aðalatriði. Þjóðinni er að margra mati að blæða út vegna forystuleysis Alþingis, sem getur varla afgreitt nokkurn skapaðan hlut nema jú að stofna prófessorsstöðu Jóns Sigurðssonar, frá Hrafnseyri við ónefndan fjörð, -væntanlega í hagræðingarskyni.
Já og svo að hjálpa Bandaríkjamönnum að eyða billjón dollurum í að æfa sprengjukast í Libýu af því að Gaddafi er svo vondur. En getur ekki verið er að bæði hann og Saddam Hússein séu samt þeirrar gerðar stjórnarherrar sem menntunarsnauðum múslímaþjóðum þeirra hæfa best ? Bendir ekki margt til þess að lífskjör almennings í löndum þessum hafi bara hrapað eftir að við Íslendingar fórum að skipta okkur af þeirra málefnum? En Þorvaldur vill sem kunnugt er að Bandaríkjamenn leggi skatta á bensínnotkun sína til að lagfæra lýðræðishallann gagnvart olíuríkjunum eins og Lybíu og Írak.
Mér finnst að prófessor doktor Þorvaldur ætti frekar að stunda sínar fræðigreinar í hagstjórn sem liggja greinilega ekki á þessu stjórnlagasviði. Þar gætu fundist lausnir sem mér finnst okkur vanta meira en stjórnarskrá. Til dæmis koma með tillögur um það, hvernig hagstjórn getur farið saman með þessum stöðuga ofbeldisframgangi verkalýðsfélaganna í landinu? Væri ekki hægt að læra eitthvað af Maggie Thatcher og ensku veikinni? Getur prófessorinn ekki komið með lausnir?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.6.2011 | 23:03
Mátulegt á okkur
fyrir að hafa samið eins og fífl um innistæðulausar "kjarabætur" við bófaflokkanna sem hótuðu styrjöld annars. Nú fá þeir kjarabættu verðbólgudrauginn að glíma við og hækkandi stýrivexti hjá Mávi sem verða ekkert öðruvísi en þeir voru hjá Dabba og Dóra.
Og leikskólakennarar ætla í verkfall í eina viku eða svo til að fá fram leiðréttingar. Og svo hver hópurinn á eftir öðrum. Nema skilanefndarfólkið, það hækkar bara taxtann hjá sér og tekur það svo inn á kommissijóninni þegar þeir selja innan fjöldskyldunnar eins og boðað er í BYR.
BYR er gjaldþrota og á auðvitað ekki að fara neitt nema beint í slitameðferð hjá fógeta eins og SPRON. Og Landsbankinn líka, SPKEF og SJÓVÁ. Það eru alltof margir bankar í landinu þegar bankastarfsmenn eru hér þrisvar sinnum fleiri á íbúa en í USA. Hjá fógeta lýkur slitameðferð á stuttum tíma en varir ekki svona árum saman með endalausum kostnaði eins og þegar pólitíkusarnir eru að halda dauðvona fyrirtækjum öndunarvélum á kostnað skattgreiðenda.
Og þarf svo öll runan af þessum ónýtu ríkisfyrirtækjum á framfæri Steingríms að fara á hausinn. Fyrr hreinsar kerfið sig ekki. Og þjóðfélagið hreinsast mun seinna af Steingrími og Mávi. Sem eru langt komnir með að koma yfir okkur Alþýðulýðveldinu Íslandi, þar sem allt er bannað nema fyrir Nomenklatúruna.
En þetta er allt mátulegt á okkur fyrir að kjósa Steingrím í fyrsta lagi og svo að semja um veikingu krónunnar eins og gert var í "kjarasamningunum". Kauplækkun á línuna var það sem þjóðfélagið hefði haft mun betra af. Þá hefðum vð núna verið að fá raunverulegar kjarabætur í formi lækkandi vöruverðs.
Nú versnar þetta bara.
15.6.2011 | 22:31
Þegar úrsagnir dynja yfir
hvað er kirkjan þá að hugsa þegar hún horfir uppá að kúnnarnir streyma frá henni vegna þess að fólki líkar ekki lengur við forstjórann? Var úr svo háum söðli að detta kenningarlega að það muni ekki meira um hvern brotthlaupinn?
Ef þetta væri söluturn sem hefði verið staðinn að vörusvikum, klámdreifingu eða landasölu, hefði þá ekki umsvifalaust verið skipt um nafn og kennitölu og forstjórinn rekinni? Hvað getur núverandi biskup gert í biskupsstörfum og biflíutúlkun sem ekki einhver annar prestur getur gert í hans stað? Hvort sem er kominn hérumbil á 95 ára-regluna?
Skiptir ekki friðurinn um kirkjuna mestu máli í sívaxandi vinsældakeppninni við múslímana? Hefur hún ráð á fleiri úrsögnum vegna gamalla kynferðismála og sífelldum ýfingum vegna þeirra? Er líka ekki búið að tala nógu illa og nógu lengi um látinn mann og varla alvondan? Þarf virkilega að halda þessu áfram?
Er ekki allt betra en að horfa á kúnnana hverfa svona?
15.6.2011 | 13:27
Fordómar
úr röðum kommúnista vantar ekki þegar rætt er um kynningu Norðmanna í íslenskum skólum á námsbrautum á vegum norska hersins. Þessir talsmenn atvinnuleysis og athafnaleysis ásamt innbyggðri meinbægni gagnvart öllum sem öðruvísi hugsa, sem birtist til dæmis á aðförinni að Geir H. Haarde, er ekki lengi að skila sér í gegnum RÚV. Álitsgjafinn vill banna þetta umsvifalaust.
Þetta sama lið styður hernað NATO í Lýbíu af því að Gaddafí er ekki kommúnisti. En það má ekki blaka við Hugo Chavez af því hann hefur leyfi til illverka á grunni díalektískrar efnishyggju. Forverar þessa fólks töldu áður sjálfsagt að skjóta hér án allrar miskunnar ef það bara kæmi Rússum að gagni. Sálufélagar rithöfundarins sem hlakkaði yfir aftöku Stalíns á Búkarin og hans nótum og aðdáendur fjöldamorðingjanna Che Guevara og Castros.
Samt er her opinber stofnun og hermenn eru eiðsvarnir embættismenn ríkisivaldsins svipað og lögreglan. Verksviðið er annað og oft bæði erfitt og vanþakklátt. En enginn dregur nauðsynina í efa sem því miður sýnir sig víða um heim.
Agaleysi er útbreitt mein í okkar samfélagi og óabyrg hegðun. Margir fá annað uppeldi sitt í her og koma betri menn til baka. Þarna eru góð tækifæri í boði hjá frændþjóð okkar sem engan skaða. Látum ekki fordóma kommúnistahræsnara trufla kynningu atvinnu-og menntaleiða fyrir íslenskum ungmennum.
15.6.2011 | 08:21
Hverra hagsmunir?
eru í húfi þegar maður les um þá ógnvekjandi sprengingu í HIV og Lifrarbólgu C útbreiðslu meðal sprautufíkla? Er það hagsmunir meðferðaraðila sem vilja fá meiri peninga í sín hæli? Eru það hagsmunir hinna ósýktu sem eru að stinga sig á sýktum nálum á almannafæri? Hagsmunir lækna sem ávísa rítalíninu í bílförmum í lækningaskyni sem svo enda í sprautunum?
Mér sýnist enginn telja sig geta ráðið við sprautufíkn fíklanna. Þeir eigi sinn rétt til allrar umönnunar til jafns við aðra sjúklinga. Eiga þeir sem eru í lífshættu vegna framferðis fíklanna hinsvegar engann rétt? Á sá heilbrigði ekki kröfu á vernd þjóðfélagsins gegn hættunni sem af undirheimunum stafar?
Af hverju er ekki ráðist að rótum vandans? Opna stöð fyrir fíkla,sem má skilgreina sem manneskju sem stýrir ekki fíkn sinni. Þar sprautar ríkisvaldið fíklana eins oft og þeir vilja. Eina skilyrðið er að þeir sprauti sig ekki utan dagskrár sjálfir. Sem er nokkuð aðlaðandi skilyrði þar sem þetta útrýmir fjárhagsáhyggjum þeirra. Þetta tekur pressuna af læknunum sem geta þá einbeitt sér að því að lækna þá sem hægt er að lækna. Meðferðarúrræðum fækkar ekkert við þetta fyrir þá sem það vilja og sjá að sér. Þarna er líka hægt að ná betur tl þeirra með kærleika og hlýju.Gefa þeim mat og vítamín. Drægi þetta ekki tennurnar úr dópsölunum sem græða á fíkn vesalinganna? Afvopnum við ekki dópsalana og fækkum glæpunum með því að vera raunsæ og viðurkenna að enginn sigrast á fíkn nema fíkillinn vilji það sjálfur? Læknar hungrið eftir eitrinu fíknina eftir því?
Þeir fíklar sem ógna öðrum með hótunum séu hinsvegar settir nauðugir í búðir til nægilega langrar vistar til vísindalegrar afvötnunar.
Hverra hagsmunir eru meiri en fíklanna sjálfra?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko