Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2011

Leynd og lygar

einkenna fréttir af kaupum Íslandsbanka á BYR. Fjölmiðlar bjóða okkur gagnrýnilaust uppá að hér sé um frjáls viðskipti á markaði án aðkomu ríkisins.

Hver skipaði skilanefndina sem selur? Hver skipaði stjórnina sem sem réði Arctica? Hver á BYR? Hver á öll hlutabréfin í Íslandsbanka?

Allstaðar leynd og lygi í kringum hókuspókusa Steingríms og leyndarhyggju ríkisstjórnarinnar. Almenningur og fyrri þolendur misgerða bankaræningjanna er eiginlega sagt að troða því. Minni spámenn sýkna svo sjálfa sig í Héraðsdómi. Þorvaldur Gylfason hefur lausnina um að kjósa dómara eftir kappræður eins og í Kenía og efla vald forsetans.

Er bankakerfið að að vinna í þágu þjóðarinnar? Er það ekki harðlæst, lokað og leyndardómsfullt og upptekið við þá iðju að valda heimilum og fyrirtækjum landsmanna sem mestum skaða? Rukka inn gamlar verðtryggðar syndir og leggja blóðpeningana inn í Seðlabankann til ávöxtunar?

"Stál og hnífur er meeerki mitt" söng Bubbi. Í leynd og lygi er lausn að fá, lokum þig inni í skuldum, látum þig aldrei sólu sjá, sauður á vegi duldum. Svo gæti ókindin kveðið í bankanum sínum.


Vandi Evrópusambandsins

held ég að sé núna að það er orðið of stórt. Ríkin sem það mynda eru allt of ólík til að þetta gangi. Menn verða að gera sér grein fyrir því að múhameðsþjóð eins og Tyrkir eiga ekkert erindi í Evrópusambandið frekar en Rúmenar og Búlgarar. Þetta eru þjóðfélög sem eru svo miklu aftar í þróuninni en Þýskaland til dæmis, að þetta gengur ekki upp. Þau verða alltaf paríar og mæta fyrirlitningu og hroka þeirra sem betur mega sín.  

 

Við Íslendingar hefðum getað hugsanlega farið í evrópubandalag  með Þýskalandi,Frakklandi,Ítalíu,Bretlandi, Dönum, Finnum, Norðmönnum  og Svíum. En með tekjulágu ríkjunum úr Evrópu alls ekki. Og ég held að Þjóðverjar séu svipaðrar skoðunar þó forystumenn þeirra tali annað mál.

 

Ég var sjálfur næstum  Evrópusinni í gamla daga þegar Uffe Elleman var ungur og glæsilegur og kom hingað að halda fund. Svo gerólíkur var hann íslenskum sveita-og framsóknarmönnum fannst mér þá. Mér fannst okkur þá stórlega vanta betri gerð fólks í stjórnmálin og valdastofnanir. Því riði á að hleypa inn ferskum vindum í samfélagið.  Samt sannfærðist ég aldrei alveg um það innst inni sem þá ungur maður, að það væri ekki betra að vera frjáls og eiga viðskipti við alla og stjórna okkar málum sjálfir. Mér fannst eftir EFTA aðildina að við hefðum náð öllu sem máli skiptir fram og við þyrftum ekki frekari samninga. Svo kom EES og þá varð þetta yfrið nóg.

 

Mér finnst allt í lagi og sjálfsagt að sníða okkar regluverk, lög og staðla  að Evrópusambandinu og held að það sé gagnlegt. En við hefðum átt að hafa vit fyrir okkur og ekki láta embættismennina stjórna ferðinni þannig að allt sé étið upp í blindni, sem við gætum komist upp með að haga öðruvísi þegar óhagræðið blasir við. Ég tek dæmi um skiptingu orkufyrirtækjanna í sölu og framleiðendur. Það er engin samkeppni í framleiðslu rafmagns önnur en samkeppni í mælskulist og skiptingin hefur engu skilað nema aukinni óhagræðingu og margföldum kostnaði.  Eins er þetta með reglur í flugmálum. FAA reglurnar voru miklu einfaldari og allur rekstur auðveldari en JARinn og við hefðum aldrei átt að taka þær upp, draga lappirnar okkur til hagsbóta. Í staðinn erum við að útrýma einkaflugi og eyðileggja grasrótina okkar með álögum og áþján. Enginn maður með glóru mun skrá einkavél framar á Íslandi ef hann getur verið með hana á bandarískri skrá.

 

Nú ríkir drungi í okkar þjóðfélagi. Dimmur skuggi kommúnismans hvílir yfir þjóðlífinu og dökkt er í álinn atvinnulega séð.  Hér er ekkert brúklegt  bankakerfi sem gagnast þjóðinni heldur helfrosin túndra. Bankar eru aðeins innheimtustofnanir sem liggja í hernaði gegn heimilunum. Kerfið greiðir enga vexti á innlán meðan það ávaxtar mest allt sitt fé á kostnað skattgreiðenda í Seðlabanka en lánar ekkert út til nneins gagns. Hrósar sér svo af góðri afkomu útá þessa starfsemi og þjóðarfjansamlegu stefnu.  Allir sem einn, engin samkeppni enda allir á samráðsframfæri ríkisins nema kannski MP-banki,  sem getur ekkert heldur.

 

 Við þessar aðstæður ríður okkur á að hefta innflæðið af fólki hingað til þess að við verðum ekki ofurliði bornir í eigin landi. Við verðum að takmarka innflæði fólks verulega bæði vegna atvinnuástandsins og öryggissjónarmiða.. Við erum sjálfir í gjaldeyrisfjötrum, læstir inni með allt okkar í Alþýðulýðveldinu Íslandi. Það er nauðsynlegt að hægja aðeins á straumnum til landsins í sjálfsvarnarskyni. Og nota þessi höft til að hamla sérstaklega gegn innflutningi fólks af ólíkum kynstofnum og menningarupplagi. Ekki af einhverjum fordómum gegn þessu fólki heldur sjálfs þess vegna.  Það lendir bara í óhamingju hérna þar sem það samlagast ekki fólkinu sem er hér fyrir né menningu þess. Það er betur komið heima hjá sér heldur en að búa í ghettóum hér.  Það hjálpar ekkert að kalla mig eða aðra  rasista, þetta blasir við þeim sem reyna að skoða málið. 

 

Vandamál Evrópusambandsins blasa við og eru ærin.  Eigum við ÍSlendingar ekki að bíða með aðildina þar til við sjáum hverju fram vindur?


Stattu þig Ögmundur!

því það er ekki allt alvont i Fréttablaðinu. Afbragðs grein er eftir Ögmund ráðherra um nauðsyn flugvallar í Vatnsmýrinni. Hann vekur athygli á því að meirihluti hans standa á ríkislandi sem borgin á ekki neitt í.

Er ekki rétt að reyna að koma honum öllum á ríkisland svo þessu þrasi geti lokið? Ég fullyrði og styðst við skoðankönnun mína sem nú hefur gengið nokkur ár hér á síðunni, að 80 % fólks vill hafa flugvöllinn kyrran í Vatnsmýri. Svipað hlutfall og vill ekki fara í Evrópusambandið.Allt annað er óraunhæft fimulfamb óábyrgs fólks,sem hugsar ekki málið til enda.

Það er skandall hvernig búið er að Reykjavíkurflugvelli með banni á öllum framkvæmdum, flugstöðvarviðbyggingu hjá Flugfélaginu og fleira og fleira.Það er skandall að líða Reykjavíkurborg að sækja að vellinum á allar hliðar með sífelldum skipulagsbreytingum sem rýra gildi hans. Við verðum að verja landamærin Ögmundur! Settu niður nýjar víglínur sem stöðva eyðingaröflin.

Áfram Ögmundur! Þú hressir upp á gengi þitt og jafnvel þeirrar ömurlegu ríkisstjórnar sem þú ert í, með því að sýna af þér snerpu og snöfurmennsku í flugvallarmálinu. það getur orðið til þess að einhverjir muni eftir þér ekki að illu einu þótt síðar verði.

Stattu þig Ögmundur!


Mogginn hættur að koma

í fríáskriftinni og Fréttablaðið eitt í kassanum. Þetta var því ömurlegri morgun en í gær.

Á innsíðu Frétablaðsins hrósar það sér af auknum lestri. Blaðið hefur rétt fyrir sér í dag hvað mig varðar. Í leiðindunum legg ég það á mig að lesa leiðarann eftir Ólaf ritsjóra upphátt fyrir konuna. Hann stendur fyllilega undir væntingum. Endemis steypa um ágæti þess að ganga í EU og leyfa erlendar fjárfestingar í sjávarútvegi. Það sé hættuaust ef kvótinn sé skilgreindur sem afnotaréttur. Íslendingar muni hinsvegar kaupa upp sjávarútveg í EU af því að íslenskur sjávarútvegur sé svo öflugur og öflugri en í EU.

Ólafur hefur greinilega ekki hugmynd um að í útlöndum er miklu meira fjármagn til en mann órar fyrir hér á skerinu. Íslensk fyrirtæki eru hreinir dvergar þegar það er skoðað. Kínverjar geta keypt allt Ísland ef þeim býður svo við að horfa. Þeir eru þegar búnir að kaupa hér útgerðir með kvóta og öllu saman.Ólafur ætti að kanna það nánar.

Það er rétt að við getum gert breytingar á kvótakerfinu og verðum að gera það. En við verðum að gera það með Sjálfstæðisflokknum en ekki í andstöðu við hann. Annars gengur það aldrei í þjóðina. En það er líka rétt að að þýðir ekki fyrir landsölumennina að halda því fram að það skipti engu máli fyrir þjóðina hverjir fara með yfirstjórnina í þessu landi og auðlindum hennar.
Alveg sama hversu mörg fríblöð Baugur gefur út og treður í kassana, þá breytist sú staðreynd ekki, að 80 % af þjóðinni ætlar ekki í Evrópusambandið.

Og 34 % þjóðarinnar trúa fremur Davíð Oddssyni en 11% sem trúa Jóhönnu. Þannig er þetta og meiri steypa Jóhönnu í samtölum við Merkel um að stuðningur við EU aðild fari vaxandi er enn ekki orðinn að veruleika. Maður getur blekkt suma stundum en aldrei alla alltaf. Til þess eru skipulögð skemmdarverk ríkisstjórnarinnar á efnahag þjóðarinnar ekki enn orðin nógu mikil að þjóðin gefist upp og samþykki aðild. Þjóðin er enn ekki úrkula vonar um að hér geti aftur dagað og þjóðin nái vopnum sínum með nýjum ráðamönnum.

Ég ætla að hringja á eftir og panta áskrift af Mogganum. Það er gersamlega óþolandi lengur að sitja bara undir þessum einhliða áróðri peningaveldis Baugsliðsins og Samfylkingarinnar. "Gef mér loft, gef mér loft, því ég lifi ekki í kalkaðri gröf" sagði séra Matthías.

Moggi minn, hættu við að hætta að koma og komdu aftur!Kannski geturðu lækkað áskriftargjöldin með fleiri áskrifendum!


Hvar er Steingrímur?

fjármálaráðherra. Það heyrist bara ekki múkk í honum.

Kannski bara best?

Það er líklega ekki heiglum hent að vera flokksforingi í VG um þessar mundir. Miðað við muninn á stjórnarathöfnunum og stefnuskránni.

Er nokkuð annað loforð eftir ósvikið annað en að allir skattar skulu hækka?

Kannski er Steingrímur bara heima að hugsa upp nýja skatta? Þýða ekki hærri skattar líka aukið fylgi almennings við inngöngu í Evrópusambandið?

Það sem að helst hann varast vann, varð þó að koma yfir hann.


Hvenær fellur evran?

hlýtur að vera tímaspursmál. Dollarinn húrrar niður og Bandaríkin verða stöðugt smakeppnishæfari. Þeir viðurkenna að þeir bjargi sér á prentvélunum. Það gerðu líka frönsku byltingarmennirnir með Assignatinum. Það fór eins og það fór. Og svo íslenska krónan.

Það er útilokað að evran haldist í þessu fáránlega gengi lengi enn. Það verður að prenta meira.

Evran fellur. Spurning um bara hvenær og hvað mikið.


Jóhanna tók sig vel út

á myndunum með Merkel. Þær stilltu sér upp fyrir framan púlt með míkrófónum eins og Obama gerir. Angela talaði mikinn í sinn míkrófón um hvað Íslendingar væru klárir í jarðhita og gjaldeyrismálum. Við biðum eftir því að heyra hvaða boðskap Jóhanna myndi flytja Þjóðverjum en RÚV klippti fréttina ekki þannig. Kannski hefur hún bara ekki komist að fyrir Merkel? Þær voru báðar fínar og flottar, álíka stórar og þriflegar.

Við hljótum að fá frásagnir af því um hvað var rætt. En heyrst hefur að Jóhanna hafi flutt Angelu þau vondu tíðindi að Íslendingar væru ekkert upprifnir af því að ganga í evrubandalagið. Higsanlega hafa þeir rætt fjórfrelsið og örlög þess hjá Dönum og Íslendingum.

Eða á Hrannar B. að sjá um að skammta okkur fréttirnar af þessu eins og öðru?


Danir grípa til varna!


Danir eru nú að taka upp tollgæslu á sínum landamærum. Þetta þykir ekki gott mál hjá Evrópusambandinu þar sem fjórfrelsið tekur til frjálsa för fjármagns og för fólks.Þetta höfum við uppfyllt í mörg ár þangað til ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tók við og Alþýðulýðveldið Ísland tók á sig mynd með heftingu borgaralegs frelsis eins og það var í Austur Þýskalandi fyrir örstuttu síðan.

Danir virðast ekki í teljandi vandræðum með það að réttlæta frestun á þessu grundvallaratriði í sáttmála sambandsins, þannig að gjaldeyrishöftin á Íslandi og átthagafjötrar á Íslendinga ríma bara ágætlega við aðgerðir Dana Enginn yrði hissa þó við tækum upp vegabréfaskyldu þó að einstöku evrópusinnar myndu sjálfsagt reka upp ramakvein. En þjóðin sættir sig ekki við að ana áfram í blindni til að búa hér til sömu vandamál og Danir eru að berjast við. Og á eftir Dönum munu Svíarnir koma með svipaðar aðgerðir því ekki er ástandið betra hjá þeim í Múslímamálum.

Það virðist því ekki vera tiltökumál að taka upp vegabréfaeftirlit hérlendis, til að sporna við innflutningi glæpagengja frá Eystrasaltslöndunum og Austur Evrópu, sem er löngu orðið tímabært. Hversvegna hafa Bretar aldrei afnumið vegabréfaskylduna ? Liggur það ekki í augum upp hvert hagræðð er af því að búa á eyju? En Arabavandamálið hjá Bretum er orðið svo skelfilegt að margir sjá fyrir sér að England verði íslamskt ríki á næstu öld. Mér er til efa að nokkrir Íslendingar vilji stefna að slíku í þessu landi þjóðkirkjunnar.

Við Íslendingar erum ekki í tollabandalagi við EU. Við þurfum ekkert að vera með látalæti eins og Danir sem verða að beita tollvörðum sínum fyrir sig til að blöffa félagana í EU þegar alir vita að aðgerðirnar beinast að því að stöðva aðstreymi óþjóða á danskan sósíal. Við Íslendingar getum gert það sem okkur sýnist og hefðum betur gert það fyrr eins og með dýru blekkinguna í rafmagnsmálunum með aðskilnað sölu og framleiðslu þegar allir vita að það er engin samkeppni í raun frekar en í bankamálum.

Fjöldi erlendra stúdenta frá fátæku nýlöndunum í A-Evrópu við danska háskóla hefur fjórfaldast á örfáum árum, úr hálfu öðru þúsundi í sexþúsund,svo að Danir komast ekki lengur að sjálfir. En danskir skattgreiðendur verða að borga reikninginn í skólagjaldalausum skólum. Þeta mun koma niður á Íslendingum fyrr en síðar ef Dönum tekst ekki að stöðva þessa þróun og vera kann að Danir verði að taka upp himinhá skólagjöld í varnarskyni, sem mun hitta okkar fólk illilega.

Allir vita sem vilja, að fjölmenningarsamfélagð hefur ekki gengið upp í Danmörku. Múslímarnir hópast saman í Gettóum og hata Danmörku og allt sem danskt er.Og svo er raunar niðurstaðan allstaðar á Vesturlöndum þar sem þeim hefur verið hleypt inn. Lögreglan hættir sér helst ekki inn í þessi hverfi Múslíma og engum innfæddum dettur í hug að reyna að blanda geði við þetta lið.Sama sagan allstaðar á Vesturlöndum. Múhameðsliðið er til vandræða og samlagast ekki. Fyrr eða síðar rís innfæddur almenningur upp með ófyrirséðum afleiðingum. Það er því löngu tímabært að hægja verulega á innflutningi þess til landsins okkar áður en þeir fara að heimta að stofna nýlendur í Breiðholtinu með Sharíalögum eins og þeir nú heimta í Bretlandi.

Íslendingar hanga hinsvegar á Schengen samningnum eins og hundar á roði. Eins og um sé að ræða einhverja Magna Carta sem við verðum að verja með því að hafa landið galopið fyrir hverjum sem er. Við erum oft kaþólskari en Páfinn þegar kemur að kreddufestunni.

Mér leikur forvitni á því að vita hvort þær Angela og Jóhanna hafi rætt upptöku Dana á tollgæslu á sínum landamærum. Þetta þykir ekki gott mál hjá Evrópusambandinu þar sem fjórfrelsið tekur til frjálsa för fjármagns og för fólks.Þetta höfum við uppfyllt í mörg ár þangað til ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tók við og Alþýðulýðveldið Ísland tók á sig mynd.

Danir virðast því ekki í vandræðum með það að réttlæta frestun á þessu grundvallaratriði í sáttmála sambandsins. Þannig að gjaldeyrishöftin á Íslandi og átthagafjötrar á Íslendinga ríma bara ágætlega við aðgerðir Dana og enginn yrði hissa þó við tækum upp vegabréfaskyldu. Þjóðin sættir sig ekki við að ana áfram í blindni til að búa hér til sömu vandamál og Danir eru að berjast við. Og á eftir þeim munu Svíarnir koma með sömu höft því ekki er ástandið betra hjá þeim.

Það virðist því ekki vera tiltökumál að taka upp vegabréfaeftirlit hérlendis, til að sporna við innflutningi glæpagengja sem er löngu orðið tímabært. Hversvegna hafa Bretar aldrei afnumið vegabréfaskylduna ? Liggur það ekki í augum upp hvert hagræðð er af því að búa á eyju? En Arabavandamálið hjá Bretum er orðið svo skelfilegt að margir sjá fyrir sér að England verði íslamskt ríki á næstu öld.

Við erum við ekki í neinu tollabandalagi við EU. Við þurfum ekkert að vera með látalæti eins og Danir sem verða að beita tollvörðum sínum fyrir sig til að blöffa félagana í EU þegar alir vita að aðgerðirnar beinast að því að stöðva aðstreymi óþjóða á danskan sósíal.

Fjöldi erlendra stúdenta frá fátæku nýlöndunum í A-Evrópu við danska háskóla hefur sexfaldast á örfáum árum, úr þúsund í sexþúsund,svo að Danir komast ekki lengur að sjálfir en verða að borga reikninginn. Þeta mun koma niður á Íslendingum fyrr en síðar ef Dönum tekst ekki að stöðva þessa þróun og vera kann að Danir verði að taka upp himinhá skólagjöld í varnarskyni.

Allir vita sem vilja, að fjölmenningarsamfélagð hefur ekki gengið upp í Danmörku. Múslímarnir hópast saman í Gettóum og hata Danmörku og allt sem danskt er. Lögreglan hættir sér helst ekki inn í þessi hverfi og engum Dana dettur í hug að reyna þetta. Sama sagan er allstaðar á Vesturlöndum. Múhameðsliðið er til vandræða og samlagast ekki. Það er því löngu tímabært að hægja verulega á innflutningi til landsins áur en þeir fara að heimta að stofna nýlendur í gettóunum með Sharíalögum eins og þeir nú heimta í Bretlandi.

Íslendingar hanga hinsvegar á Schengen samningnum eins og hundar á roði. Eins og um sé að ræða einhverja Magna Carta sem við verðum að verja með því að hafa landið galopið fyrir hverjum sem er. Við erum oft kaþólskari en Páfinn þegar kemur að kreddufestunni.

Við verðum að styðja Dani í varnarviðsleitni sinni, enda munu þeirra ráðastafanir beina auknum straumi af þessu liði til okkar stranda. Við verðum að grípa til varna líka.


Útrás til Akrópólis

Kaupum Akrópólis !

Reisum þar styttur af Agli Helgasyni, Jóni Ásgeiri og Pálma Haraldssyni og seljum inn.

 Nýja útrás! Tökum Grikkland yfir!


Heiladautt samfélag?

kemur mér í hug þegar maður veltir fyrir sér fréttaflutningi af síðustu transaksjónum þeirra Pálma og Jóhannesar í Fons. Hirða þrjá milljarða bara si sona og afskrifa útúr búi Fons. Aurinn bara gufar upp í Panama. Hvað sagði Eva Joly? Pálmi er hérna allavega en fréttmenn virðast ekki einu sinni nenna að hringja í hann til að fá útskýringar. 

Engum bloggara finnst þetta þess virði að velta þessu fyrir sér. Er þetta bara allt í lagi? Ísberg dómari búinn að stimpla svona gerninga sem venjuleg viðskipti? Sigrún Davíðsdóttir skrifar um Exeter málin í bresk blöð og það vekur athygli þar. Ekki hér. Bara ósköp hversdagleg viðskipti eins og var í Baugsmálinu.

Ég held að íslenskt samfélag sé heiladautt þegar afskriftatalan fer yfir milljarð. Kerfið okkar ræður ekki við nema innbrot í sjoppu og tuttugu hassplöntur.

Ég held að við verðskuldum núverandi ríkisstjórn. Okkur er ekki við bjargandi. Þessvegna kýs fólkið að ganga í Evrópusambandið. Þetta er heiladautt lið í þessu landi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband