Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011

Huang Nubo

Á vefsíðu Vilhjálms Arnar Vilhjálmssonar eru fróðlegar upplýsingar um kínverska kallinn sem ætlar að laupa 0.3 % af Íslandi fyrir einn milljarð og er með 20 til viðbótar sem dugar þá til að geta keypt 6 % af Íslandi.

Hver er maðurinn ?

Að öllum líkindum háttsettur leyniþjónustumaður með ríkispeninga til fjárfestingar í heimsvaldastefnu Kínverska Kommúnistaflokksins.

Svo segir um hann á vefsíðu Vilhjálms:

"Many of China's most famous tourist sites are managed by politically-connected business like Beijing Zhongdian Investment Corp, which earned by more than $600 million in 2006 running sites such as Hongchun in Anhui Province and Zhongdian near Tibet in Yunnan. The company is notorious for cheating villagers whose land is developed for tourism and giving them very little of the hefty admission fees they charge tourists. The sites themselves are often developing in a way that is ugly and not culturally sensitive. Beijing Zhondian is controlled by Huang Nubo, a former Communist Party Propaganda department section chief.

Þessi maður er í vináttusambandi við fjölskyldu fyrrum leiðtoga Samfylkingarinnar Ingibjargar Sólrúnar. Enda líst Össuri og Jóhönnu vel á piltinn þó Ögmundur vilji athuga málið.

Er ekki rétt að rifja upp hvernig Sitting Bull hugsaði til landsins síns?


Íbúar Þingholta fá áfall !

segir Magnús Skúlason arkitekt vegna byggingaráforma Landspítalans.

En eru það bara þeir sem eru í sjokki?

"Fyrsti áfangi í byggingu nýs spítala gerir ráð fyrir 95 þúsund fermetrum í nýbyggingum á lóðinni sem markast af Hringbraut, Barónsstíg, Eiríksgötu, Snorrabraut og Bústaðavegi. Byggingarnar sem fyrir eru eru ríflega 76 þúsund fermetrar. Árið 2017, þegar fyrsta áfanga á að vera lokið, verða byggingarnar samtals 170 þúsund fermetrar eða nærri því þrjár Smáralindir..."

Magnús Skúlason segist ekki hrifinn af fyrirhugðum byggingum. „Byggingarnar þarna eiga ekkert skylt við þetta byggðamynstur þarna í kring, þetta er miklu stórkarlalegri byggingar, þetta er alltof stórt og mikið innan um þessa tiltölulega fíngerðu byggð.“

Magnús segist ekki sjá að samgöngukerfið eigi eftir að þola svo stóran vinnustað, það sé sprungið nú þegar. „Þrátt fyrir þessa nýju Hringbraut er umferðin öll komin í vitleysu upp úr klukkan þrjú eða svona um hálf fjögurleytið.“

Og Magnús telur að spítalinn muni falla í grýttan jarðveg hjá íbúum í næsta nágrenni. „Ég hugsa að þeir eigi eftir að fá að minnsta kosti létt sjokk ef ekki meira og við hérna í íbúasamtökunum höfum lagt áherslu á það að byggðamynstrið innan Hringbrautar og Snorrabrautar sé haldið svona nokkurn vegin í þessum dúr sem það er.“

Ég held að Magnús arkitekt ofsegi ekkert.Ég er fyrir mig prívat svo gersamlega krossbit og kexaður á þetta allt saman, að ég veit ekki mitt rjúkandi ráð. Hvernig getur þjóð sem ekki getur rekið gamla spítalann vegna niðurskurðar að fara að margfalda spítalarýmið? Hvar eru læknarnir og sjúklingarnir? Hvar eru peningarnir til að reka Battaríið? Eiga þeir að koma af rekstrarhagnaði Hörpu? Og um leið á að byggja tukthús sem ekki eru til peningar fyrir.

Það er eitt einkenni á vinstri elítunni að hún skilur ekki peninga. Ef hana vantar aura þá kann hún bara að hækka skatta.Hún segist ætla að skera niður velferðina en eykur hana jafnharðan með nýjum ráðstöfunum.Það eer ekki til peningar fyrir kennarakaupinu í skólunum, svo það verður að stytta skólaárið og kenna minna.

Allir landsmenn atvinnulausir eiga helst að föndra í leður og stofna sprotafyrirtæki. En stóriðja og virkjanir eru eitur í hennar beinum. Hún er gersamlega úr sambandi við veruleikann og lifir í einhverjum draumaheimi þar sem allt íhaldið er í skammarkróknum.

Og það á raunveerulega að fara að grafa fyrir þessum ókunnu Revit-kössum í vor. Almenninngi kemur ekkert við hvað þessir arkitektar sem sitja að krásinni eru að teikna í boði Steingríms og Jóhönnu fyrir alveg óþekktar upphæðir.

HerreGud, hvað getur orðið þessari þjóð til bjargar? Ég held að hún þurfi að fá almennilegt áfall til þess að fara að hugsa.


Sitting Bull

hafði merkilega skoðun á landinu sem hann og fólkið hans gekk á. Hann taldi sig ekki eiga landið það heldur ætti það hann.

Afbragðs góð grein Leifs Sveinssonar gamals vinar míns í Morgunblaðinu í dag rifjar upp það, hvernig Indíánar undir forystu framangetins höfðingja síns brugðust við tilboði hvíta mannsins um að greiða þeim gull og whisky fyrir land þeirra.

Ég hugsaði: Get ég og mín núlifandi fjölskylda selt okkar hlut í Íslandi nútímans, með öllu því sem því fylgir, Kárahnjúkavirkjun, Búrfellsvirkjun, Vatnajökli og öðrum víðernum landsins, laxám, fiskimiðunum osfrv. Við finnum okkur bara Kínverja sem vill kaupa okkar hlut? Þegar 150.000 manns, eða kannski 40.000 fjölskyldur hafa selt, hvað eiga hinir þá eftir?

Minnihlura í sameign Kínverja og Íslands þar sem Íslendingum verður skylt að sæta innlausn hluta sinna að hætti íslenskra hlutafélaga eins og þeir máttu þola í tilfelli Olíufélagsins, nú N1? Og ótalmörg önnur tilvik þar sem víkingarnir Jón Ásgeir, Pálmi Haralds,Ólafur Ólafs og hvað þeir heita nú allir þessir d..........(d=dánumenn?)beittu alla aðra hluthafa ofbeldi og tóku af þeim bréfin þeirra í félögunum sem þeir voru búnir að kaupa "kjölfestuhluti" í?

Hvað með þær kynslóðir sem koma á eftir okkur í formi afkomenda okkar sölufólksins og svo hinna innleystu ? Hvernig líta kratar og alþjóðahyggja þeirra á þessi mál? (Frjálshyggjan hefði hrein svör við þessu að minnsta kosti.)

Eða getum við ekki selt af því að landið á okkur en ekki við það?


Albert Jensen

hef ég lesið í morg ár mér til upplyftingar. Margt hefur hann glöggt séð og vakið á athygli.Manninn hef ég aldrei hitt og þekki ekki til hans af öðru en skrifum hans.

Hinsvegar varð ég dolfallinn að lesa það sem hann skrifar í Mbl.í dag. Ég gerði mér enga grein fyrir við hvaða aðstæður þessi maður býr líkamlega, þgar andinn svífur svo hátt sem hann gerir í dægurmálaumræðunni.En Albert er lamaður eftir slys fyrir tveimur áratugum.

Manni sundlar við það, að hugsa það til enda að verða fyrir einskonar ofbeldi, líkamlegu sem andlegu, og geta enga björg sér veitt, eins og Albert lýsir í grein sinni.

Ég hef lengi dáðst að því fólki sem ég hef kynnst í ummönnunarstéttunum sem eru að sinna því fólki sem ég hef heimsótt á stofnanir. Ég hef oft sagt við sjálfan mig, að þetta fólk séu englar í mannsmynd ef slíkir séu til, mér svo miklu fremri að innri gerð. Svo óendanlega sjálfslaust og kærleiksríkt miðað við mig, þennan frekjustrump og tillitsleysingja.

Grein Alberts vekur mann til umhugsunar, að staðallinn sé að lækka í þessum störfum, lægri lífverur fáist fyrir lægra gjald, í pólitík sem öðru.

Í þjóðfélagi sem allt er miðað við lágmörkun, þar sem ekkert megi kosta sitt verð, allt eigi að skera við nögl, hljóta lífsgæðin að verða skorin við nögl líka. Lélegra fólk með lélegra innræti kemur að málunum. Gæðakröfur daglegs lífs hljóta að lækka þar sem öll viðmiðun lækkar.Hugsum okkur öfugan skóla, þar sem nemendur sem læra væru felldir og yrðu reknir úr landi en gatistarnir og tossarnir útskrifaðir til æðstu metorða? Er Ísland á þeirri leið?

Albert Jensen, ég er sammála þér um að gæði stjórnmálanna hafi fallið og að þau skipti máli. Baráttukveðjur!


Féflettar

er nýtt safnyrði sem Ragnar Önundarson notar í grein sinni í Mbl. í dag. Orðið lýsir þeirri stétt manna sem líka sem ýmist voru kallaðir útrásarvíkingar eða kjölfestufjárfestar. Þeir gátu notað tengsl sín við menn í bönkunum til að komast í skuldsettar yfirtökur á grónum fyrirtækjum, sem höfðu verið byggð upp með ævistarfi kynslóðanna. Þeir síðan sópuðu öllu lauslegu úr þeim um leið og þeir skuldsettu félögin upp fyrir rjáfur og hirtu sjálfir peningana sem arð.

Þjóðin horfði á Pálma Haraldsson kaupa hvert félagið af öðru, selja þau með risahagnaði og jafnvel kaupa þau svo aftur og aftur.Græddi milljarða í hvert sinn en fór svo á hausinn með pompi og pragt. En það beit ekki á víkinginn og núna flýgur Iceland Expresss á silfurvængjum til sólarlanda. Og öllum er sama nema líklega Vilhjálmi Bjarnasyni sem vildi ekki ferðast einu sinni frítt með því félagi vegna eigandans. Það eru til menn með prínsíp ennþá þótt þeim fari fækkandi.

Árni Hauksson vann í Húsasmiðjunni og enginn vissi að hann ætti mikið annað en eina fegurstu konu landsins og mörg börn. Vinur hans og skólabróðir Hallbjörn Karlsson,sem á líka fræga og fallega konu, vann hinsvegar í Kaupthingbanka. Skyndilega kaupir Árni Húsasmiðjuna og sameinar hana skelfyrirtæki sínu, sem nú hefur fengið risalán til skuldsettrar yfirtöku. Allar eignir Húsasmiðjunnar eru seldar fyrir yfirverð, sem ratar svo úr félaginu á einhvern hátt til Árna og Hallbjörns sem báðir vinna nú í æðstu stjórn í Húsasmiðjunni. Árni og Hallbjörn selja svo Baugi og Pálma Húsasmiðjuna með miklum hagnaði sem Landsbankinn lánar fyrir á svipaðan hátt og í fyrra dæminu. Húsasmiðjan sligast af nýju skuldunum, Landsbankinn, eign þjóðarinnar núna, fær Húsasmiðjuna í fangið og verður að afskrifa öll lánin vegna yfirtökunnar.Allir græða nema aumingja bankinn.Maður spyr sig hvort meðal bankastjóra finnist aldrei neinir bísnessmenn? þeir eru alltaf plataðir af öðrum og bara afskrifa útlánin sem töpuð.Reyna ekki einu sinni að innheimta nema hjá smáfiskunum hagsmunasamtökum heimilanna.

Næst er það Árni Hauksson kjölfestufjárfestir sem er að kaupa Haga af Aríonbanka með Hallbirni Karlssyni. Með í förinni eru helstu lífeyrissjóðir landsins sem sjá núna hagnaðarvon í því að reka lágvöruverðsverlanir með Árna og Hallbirni. Aldeilis munur að þurfa nú ekki að versla við þá Baugsfeðga lengur en geta nú verslað við Árna og Hallbjörn í staðinn. Allt annað líf fyrir almenning. Þjóðargersimin, Landbankinn, má bara eiga sviðann eftir tapið á fyrirgreiðslunni vegna Húsasmiðjunnar.Auðugir menn að kaupa fákeppnisfélagið Haga á frábæru verði. Hverjir töpuðu því sem þeir græddu?

Um þetta getur maður lesið um í grein Ragnars.Og allt er þetta í fína lagi og enginn segir neitt. "Það er vont en það venst" sagði í vísunni. Kannski flýgur Vilhjálmur með Pálma í fyllingu tímans. Allir versla í Bónus og enginn fær gert við því

Féflettarnir hafa náð sínu fram. Vextirnir hækka hjá Mávi Seðla vegna verðbólgunnar og að því kemur líklega að Jöklabréfin fara að leita hingað aftur þar sem enga ávöxtun verður að hafa annarstaðar en í boði bankamálaráðherra Íslands, Steingríms J. Sigfússoanr, sem ólmur vill borga Icesave og ganga í ESB.

Minnið er stundum stopult hjá öðrum en þeim féflettu. Þeir sem vilja hugsa sitt eiga þó annars Kostar völ.


Bréf til Árna

Gunnarssonar bloggvinar míns.

 Hann skrifar mér svona á þessum sunnudegi:

"Seðlabankinn hefur tapað áður og miklu meiri fjámunum en þetta. Nú er ég búinn að steingleyma hvað þeir hétu kommadindlarnir sem sátu þar 2008.

Man nokkur hvaða kommúnistar sátu í ríkisstjórn í aðdragandanum og settu stefnuna sem olli hruninu?

Það er greinilega þörf á að varast þessa helv. kommúnista sem vilja græða á daginn og grilla á kvöldin.

Árni Gunnarsson, 28.8.2011 kl. 12:53

 

Árni minn góður, mikið er gaman að heyra í þér aftur. Ekki hefur þér batnað mikið í hrunskýringunum. Helvítin þeir Dóri og Dabbi, sem hrintu heiminum útí þetta hrun, með falli Lehmansbræðra, óráðsíuna í Grikkjum, Ítölum, Portúgölum, Írum, Spánverjum, þeir spranga um galvaskir og þykjast hvergi hafa nærri komið.   Og fóru svo í stríð í Írak í þokkabót. Settu ESB í uppnám með því að vera á móti aðildarumsókn. Enda á  Evran  í mesta basli síðan.

Það er ekki furða þegar þú ert búinn að eyða þessum árum sem liðin eru frá hruninu í að finna skýringuna, hverjir voru ábyrgir hér á Íslandi að hleypa þessu af stað, að þú sért kominn að niðurstöðu núna. 

Uppáhaldið þitt hann  Steingrímur hélt nú til jafns við þá tvímenningana  með því að ráðast  á  Gaddafi og bomba hann út úr kortinu. Hóar síðan saman flokksráði VG, (varstu nokkuð þar sjálfur í þessum liðlega 50 manna hópi ?) til að rannsaka hvernig við Íslendingar fórum að þessu?  Svei mér þá ef Steingrímur er ekki mesti stjórnmálamaður allra tíma. Hvernig hann getur kallað flokksmennina saman æ oní æ og fengið þá til að sjá það að 180 gráðu beygjur frá áður samþykktri stefni VG séu í fyllsta máta eðlig framþróun mála og allt sé í fína lagi. Norræna velferðrastjórnin sé það sem skipti VG meginmáli, allt annað sé í rauninni bara hégómi auk þess sem stöðugt bætist í eftirlaunasjóð Steingríms sjálfs.Já snjall var að klína því máli á Dabbann sem fékk verðskuldað á kassann fyrir.  

Stundum veit ég ekki hvorir settu kúrsinn meira fyrir okkur í hrunmálunum , þeir Sigurður Einarssn, Óli í Samskip, AlThani, Jón Ásgeir,Finnur Ingólfsson, Pálmi Haraldsson, Hannes Smárason, Björgólfarnir  eða fyrrnefndu helvítis beinin þeir Dabbi og Dóri?  Það er gott að þú sért svona klár á þessu Árni minn, þú sér í gegnum hismið að kjarnanum. Þú lætur ekki plata þig.

Raunar áttu marga sálufélaga á Íslandi Árni minn. Hlustaðu bara á á þá sem hringja inn að tala við han Pétur Gunnlaugsson á Útvarpi Sögu. Þeir eru alveg klárir á því að helvítis fjórflokkurinn eigi alla sök á óförum Íslendinga. Það sé eiginlega nauðsynlegt að stofna nýjan flokk eða flokka undir forystu Stjórnlagaráðs til að hrista uppí þessu. Varla nokkur af hringjurunum. hvað þá Pétur sjálfur, hefur nokkurn tímann komið á landsfund Sjálfstæðisflokksins til dæmis. En vita samt uppá á hár, að þar er bara æpt hallelúja í tvöþúsund manna kór þegar flokkseigendurnir hafa gefið línuna. Svo samstillta sauðahjörð hefur Pétur aldrei séð á sinni lífsfæddri ævi. Og ekki er það skárra hjá hinum flokkunum þremur. Af hverju eru þeir ekki sameinaðir í einn flokk úr því að Pétur sér svona glöggt að það sé alvega sama hvað menn kjósi, þeir endi alltaf uppi með þennan fjórflokk. Þrátt fyrir Gnarr og Atta Kitta Gauju, Þór Saari og Þráinn Bertelsson. 

Nýjir flokkar sem rífa þessa gömlu spillingarflokka upp með rótum og koma með sannleikann kristaltæran, verða að koma fram og frelsa fólkið.  Er ekki Guðmundur Steingrímsson einmitt að setja saman svona flokk sem leiðir okkur útúr myrkrinu? Eigum við ekki bara að ganga í hann Árni minn til að tryggja það að Brüssel hafi framvegis vit fyrir okkar næstu hrunadönsurum íslensks stjórnmálalífs? Eða hvað?

Vertu ávallt blessaður Árni minn, og líði þér sem best.


Seðlabankinn tapar

11 milljörðum af gjaldeyrisforðanum.

Svo segjir í fréttum:

"Gjaldeyrisvaraforði Seðlabanka Íslands minnkaði um tæpa ellefu milljarða króna við útboð sem bankinn efndi til í síðustu viku. Útboðið misheppnaðist að mati greiningardeildar Arion banka. Það taki Seðlabankann um tíu mánuði að vinna upp tapið sem varð af útboðinu.

Í síðustu viku lauk Seðlabankinn við gjaldeyrisútboð sem miðaði að því að endurheimta þann gjaldeyri sem nýttur var til að losa um aðþrengda fjárfesta í júlí. Þá hafði Seðlabankinn keypt tæpa 15 milljarða af aflandskrónum í skiptum fyrir 69 milljónir evra sem teknar voru af gjaldeyrisvaraforðanum.

Fjárfestar sýndu útboðinu hins vegar lítinn áhuga. Seðlabankinn fékk einungis 3,4 milljónir evra til baka og því minnkaði forðinn um 65,6 milljónir evra eða sem nemur 10,7 milljörðum króna á einu bretti.

Þorbjörn Atli Sveinsson, hjá greiningardeild Arion banka segir að það hafi verið eitthvað sem ekki hafi gengið upp hjá Seðlabankanum. Glatast hafi 10 milljarðar af dýrmætum gjaldeyrisforða, sem Seðlabankinn hafi gert ráð fyrir að endurheimta. Þetta gefi til kynna að lifeyrissjóðirnir séu ekki tilbúnir til að koma inn með sína fjármuni, hvort sem menn líti á það með jákvæðum eða neikvæðum augum.

Þorbjörn segir að miðað við hvernig Seðlabankinn hafi hagað kaupum á gjaldeyrismarkaði muni það taka bankann tæpt ár að vinna upp tap síðustu viku."

Tilraunir Seðlabankans til að létta á snjóhengjunni sem hangir yfir okkur vegna aflandskrónanna gengu ekki upp í heildina. Síðasta útboð fór með ávinninginn af því fyrra. Menn vilja ekki selja Evruna sína fyrir 210 kr.

En er þetta svona svart? Kemur ekki líka til að Lífeyrissjóðirnir okkar undir stjórn mannanna sem enginn kaus, vildu ekki viðurkenna gríðarlegt tap sitt vegna lækkunar erlendis á gengi hlutabréfa? Tíminn fyrir síðasta útboðið var
bara ekki réttur. Gengið er ekki bara fallið svona mikið.

Hitt er staðreynd að margt virðist orka tvímælis hjá Mávi. Þöggunin í Sjóvár-málinu fyrst og svo þetta spil með með gjaldeyrisforðann frá AGS. Það var ekki að heyra að þeir hefðu neitt við þetta að athuga sem betur fer.

Þetta sannar bara eitt,að þessi gjaldeyrishaftastefna er ekki annað en sjálfspynding ug sjálfslygi á hæsta stigi. Það verður bara að gefa gengið frjálst og láta það stilla sig af. Það verður vont um stund, en það lagast aftur. Aðeins með enduheimt gjaldeyrisfrelsins getum við farið að búast við efnahagsbata.

Miðstýring kommúnista á efnhagslífi gengur hvorki upp á Kúbu, Norður-Kóreu né á Íslandi.


Flokksvikarar.

Ég hef verið skammaður fyrir að taka of hressilega uppí mig þegar ég fjallaði um Guðmund Steingrímsson hér á dögunum. Satt að segja hafði ég nokkurn móral af þessu því að ég reyni að forðast að láta slíkt eftir mér á prenti þó kjafturinn sjóði iðullega á manni. En í þetta sinn vildi ég vera hreinskilinn.

Það getur því vel verið að mörgum finnist ég hafi notað of sterk orð í þetta sinn. En þau lýsa mínum tilfinningum í garð flokkahlaupara og athæfis þeirra. Ég vildi vekja fólk til að líta þetta mál öðrum augum en þeirri léttúð sem málin fá í fjölmiðlum.

Enda að vonum að fólk hugleiði þetta ekki nægilega vel eins og fjölmiðlar leyfa sér að níða niður stjórnmálaflokka. Þeir tala dag eftir dag af fyrirlitningu um fjórflokkinn sem tröllríði öllu en horfa svo uppá Jóns Gnarflokkinn núna og alla aðra klofningsflokka sem boðið hefur verið uppá. Og svo hafa þessir fjölmiðlungar aldrei komið nálægt pólitísku starfi.Þeir eru eins og götustrákar sem sitja á girðingunni heima hjá sér og henda skít í fólk sem fer framhjá.Hlaupa svo inn ef einhver ætlar í þá.

Samt hafa þeir lifað langan aldur í þjóðfélagi þar sem fjórir flokkar hafa getað rúmað allt sem menn þurfa í stjórnmálum og geta síðan borið árangurinn hérna saman við þjóðfélög þar sem úir og grúir að litlum sérvitringaflokkum.

Ég hef þær bjargföstu skoðanir sem þarna birtast um skyldur frambjóðanda flokks við þann framboðslista sem hann skipar.Ég er búínn að uppplifa ýmislegt í löngu pólitíaku lífi mínu og þessvegna sagði samviskan mér að spara hvergi fúkyrðin í þetta sinn. Og það má Guðmundur vita, ef hann hefur orðið eitthvað fúll, að þessi orð eru eru ekki bara til hans sögð heldur allra sem gera eins og hann. Því miður er þetta æ algengara að verða og verður því að fara að taka á þessu.

Þetta er svona í mínum huga að næsti maður á lista er einfaldlega varamaður þess fyrir ofan. Geti sá maður sannfæringar sinnar vegna ekki haldið áfram fer hann af listanum og útaf og varamaður kemur inná. Menn fara inná leikvöllinn sem lið. Ef leikmaður Arsenal vill ekki spila lengur fyrir Arsenal á vellinum, þá fer hann ekki yfir miðlínuna í miðjum leik og fer bara að spila með Manchester á móti Arsenal sem eru þá orðnir einum færri en Manchester einum fleiri. Einhverjum þætti slíkt heldur snautlegt fyrir Arsenal.

Þetta finnst mér svo morgunljóst að það sé beinlínis tilræði við lýðræðið að hegða sér á þann hátt sem flokkahlauparar gera á hinum pólitíska leikvelli.Og sé lýðræðið í hættu þá tel ég mig í fullum rétti að verja það ákveðið. Ég gat ekki annað en tjáð mig með afgerandi hætti í þetta sinn.

Flokksvikari treður á kjósendum sínum.Hann treður á lýðræðinu. Honum ber að segja af sér umboði sínu. Flokksvikari á skilyrðislaust að skammast sín og segja af sér


Undirtegundir krata?

virðast vera til utan Samfylkingarinnar.

Það eru tíðindi frá Svíþjóð að sænskir kratar eru minna hrifnir af Evrunni en íslenska afbrigðið. Sem hugsanlega  túlka sem einhverkonar stökkbreytingu, þar sem kratategundarinnar varð fyrst vart í Svíþjóð og náði hún fljótt útbreiðslu þar og mun hafa breiðst þaðan til Íslands með venjulega 10 ára mismun boðskaparins.

Má minna á sem hliðstæðu upptöku mengisins í stað reiknings í skólum landsins okkar nokkrum árum seinna en Svíar hættu við það. Og fleiri 10 ára gamlir straumar hafa oft borist hingað frá Svíþjóð. Má sumt skýra út frá samanlögðum tíma námsferils í Svíþjóð og áhrifastöðu nemandans á Íslandi.

Það eru þá nú þegar orðnar verulegar breytingar á háttum tegundarinnar,  þegar fréttist af afstöðu sænsku tegundarinnar til Evrunnar.  Eftir 10 ár getum við þá búist við að áhrifa þessa gæti á Íslandi.

Undirtegundir virðast geta verið talsvert frábrugðnar fyrri ætt í náttúrunni. Líklega er svo líka með ætt krata.


mbl.is Sænskir jafnaðarmenn vilja ekki evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju Hólmsheiði?

fyrir fangelsi?

"Allt á sama stað" var kjörorð Egils Vilhjálmssonar athafnamanns á bifreiðasviði.Við sem rákum iðnfyrirtæki lengi sáum fljótt að það skipti máli að vera með allt á staðnum en ekki dreift um allar grundir.Útþynning stúdentsmenntunarinnar hófst með því að fjölga menntaskólum úr öllu hófi. Sama hefur skeð með svokallað háskólastig þegar hverskyns gjörningar eru þangað komnir sem hluti af einhverskonar kjarabaráttu.

Litla Hraun hefur þjónað sem fangelsi með miklum ágætum um mannsaldra. Þar er yfirdrifið landrými. Fangelsið er svo flott að aðbúnaður fanga er margfalt betri en aldraðra og brasíliskur reyfari sem þar gisti sagði það vera eins og 5 stjörnu hótel miðað við þau fangelsi sem hann þekkti.

Þarna er geymdur mikill vinnukraftur af nautsterkum mönnum, smíðalærlingum sem öðru hæfu fólki. Af hverju hefði ekki verið hægt að nýta þssa krafta til að smíða nýtt hótel sem viðbyggingu á lóðinni? Er ekki byggingakostnaður að hugsanlega þriðjungi laun? Vantar ekki peninga? Hefði ekki verið gott að nota fyrirliggjandi afl og virkja fangana sjálfa til að byggja yfir sig?

Það gat varla farið öðruvísi en að ríkisstjórnin okkar, sem var búin að rembast mánuðum saman í ákvarðanatöku eins og bústin kona í barnsnauð, kæmist að annarri en vitlausri niðurstöðu og þeirri dýrustu.

Þess vegna Hólmsheiði.


Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband