Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011
23.8.2011 | 14:55
Á kjósandinn engan rétt?
þegar þingmaður sem hann kaus sem flokksframbjóðanda síns flokks fer með umboð sitt eins og honum sýnist?
Það er að skilja á fjölmiðlum, að þeir sem kusu Guðmund Steingrímsson og ámóta kóna á þing með því að kjósa flokkslista, sem þeir höfðu fengið flokksmenn til að setja sig á, geti bara étið það sem úti frýs, þegar stórmenninu passar að hlaupa eftir eigin duttlungum en ekki fylgja flokknum sem kaus hann á þing.
Svona strumpur eins og Guðmundur Steingrímsson vanvirðir flokkinn sinn þegar hann yfirgefur hann á miðju kjörtímabili. Án Framsóknarflokksins hefði hann ekki orðið þingmaður. Hann svíkur samning sinn við kjósendur með því að ganga í lið andstæðinga flokksins. Nú þykist þetta peð vera orðinn örlagavaldur þjóðarinnar með umboð frá Guði almáttugum. Botnlausa skömm á svona maður skilið fyrir svona framferði. Ég vona að þingflokkur Sjálfstæðisflokkinn hafi vit til þess að afþakka samstarf við svona menn.
Svona lítilmenni, sem svíkja flokka sinna og þykjast vera svona sérstakir, eru hinsvegar bara fyrirlitlegir blesar, sem sem eiga að eiga skömm allra heiðvirðara flokksmanna. Þetta eru flokkssvikarar og þar með undirförul þý, sem heiðarlegir menn eiga að hafa andstyggð á og forðast allt samneyti við. Og þetta á við alla sem þetta gera, ekki bara þennan ræfilsaumingja Guðmund Steingrímsson.
Þeir menn sem hafa verið settir í framboð af stjórnmálaflokki eiga að undirrita afsagnarbréf þegar þeir setjast á þing, sem flokkurinn geymir niður í skúffu. Segi þingmaðurinn sig úr lögum við flokkinn sem kaus hann, segir hann umsvifalaust af sér þingmennsku og varamaður hans tekur við. Þannig tryggir þingmaðurinn kjósanda sínum að hann haldi samkomulagið af sinni hálfu sem stofnað var með framboðinu.
Stjórnmál eru ábyrgðarstarf. Í þeim er ekki pláss fyrir svona ómerkinga sem svíkja kjósendur sína á jafn lúalegan hátt og Guðmundur Steingrímsson og allir aðrir flokkahlauparar hafa gert og komist upp með.
Út með þessa menn. Það er hneyksli að búa við þingmennsku þeirra og ógild umboð. Burt með þá af Alþingi.
Það er kjósandinn sem á þingsætið en ekki svikarinn.
23.8.2011 | 08:02
Þá kemur Þór!
bráðum fánum skrýddur frá Chile.Allir ráðamenn mæta upppuntaðir niður að höfn og ráðherra flytur ræðu um Íslands hrafnistumenn.Svo verður drukkið "skúmpe" að sænskum sið.
Við höfum vissulega lagt okkar skerf af mörkum í þróunarstarfi neð því að skaffa fátæku fólki vinnu við að smíða fyrir okkur varðskip í annarri heimsálfu. Okkar járnsmiðir eru á atvinnuleysisbótum hérna heima. Við erum búnir að halda uppá það að stálskipasmíði er langt til útdauð verkkunnátta á Íslandi. Okkur dettur ekki í hug að reyna að halda atvinnunni hér heima þegar einhverjum dettur í hug að smíða eitthvað og reiknum dæmin aldrei út frá nema strípuðu kostnaðarverði án tillits til skatta og margfeldisáhrifa af því að nota innlendar hendur. Ef við viljum byggja virkjun þá flytjum við inn 1000 Kínverja en okkar fólk gengur með hendur í vösum eða reiknar á excel uppi í banka.
Skömmu eftir húrrahrópin mun hagræðingarráðherra vor líklega finna skipinu tejuskapandi vinnu við að bjarga flóttamönnum á Miðjarðarhafi eða þvílíkt.Við höfum hvort eð er ekki ráð á landhelgisgæslu frekar en heilbrigðisþjónustu né heldur munum við þurfa hennar við þegar Brüssel tekur við stjórn fiskveiðilögsögunnar.
Þegar við þurftum að smíða glerhjúpinn utan um Hörpu, sem mér finnst alltaf furðuleg hugmynd, að byggja flókið glerhús eftir Ólaf Elíasson fyrir aukalega 5 milljarða utanum annað rokdýrt hús, þá flytjum við inn 100 Kínverja til að sjóða ryðgað gervigalvaniséraða stálvirkið saman. En Örnólfur Hall arkitekt hefur rannsakað stálvirkið og telur það eitt fúsk frá upphafi og efnisvalið vitlaust.Og vissulega eru myndir hans af skemmdunum hrollvekjandi.En áfram skal haldið að brenna verðmætum og gapa gagnrýnislaust uppí snobbið þó að almenningur sem borgar hafi púað á listaverkið á menningarnótt.Enda ljósmagnið eins og fjósakolur sem varla sáust uppá Arnarhól. Samt skal ég nú viðurkenna að þetta er ekkert ljótt og jafnvel fjandi flott.
Vonandi púar fólkið ekki líka á Þór þegar hann kemur meða alla sína klámsmíða- og slysasögu á bakinu. Glæsilegur möguleiki til friðargæslu Íslendinga um allan heim. Því þjóð sem ekki getur haldið úti björgunarþyrlum hefur ekkert að gera með svona dýrt varðskip utanum kvótakerfið íslenska.
Það verður þó allavega gaman að fá að sjá Þór við heimkomuna og vita hvað þarf að endurbæta til þess að hann standist allar kröfur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2011 | 19:27
Má venjast því?
að þingmenn skipti um flokka reglulega?
Fyrst var Guðmundi Steingrímssyni ekki lengur vært í Samfylkingunni sem ég hefði skilið mætavel. Svo býður hann sig fram fyrir flokk föður síns og afa er og kjósendur flokksins setja traust sitt á þennan erfðaprins og stórættaðan manninn.
En nú gefur Guðmundur frat í fólkið sem tók við honum úr ræningjahöndum kratana. Er verið að gera honum tilboð sem hann getur ekki hafnað? Hefur það eitthvað að gera með það að Jóhönnu vanti mann til að gelda Þráinn Bertelsson? Og ef Siv myndi nú fylgja á eftir ef verðið væri rétt, þá fer nú að vænkast hagur Strympu. Og svo er hann Ásmundur Daði þarna einhversstaðar. Þannig bjargast norræna velferðarstjórnin fram hjá einu skerinu enn.
En hvað finnst kjósendum úr báðum þessum flokkum um það fyrirkomulag að hefja sig stöðugt upp úr flokssviðjunum? Skiptir það máli lengur hvaða lista menn kjósa ef frambjóðendurnir hafa sífellt hestaskipti eftir kosningarnar?
Ég veit ekki hvernig mér gengi sjálfum að standa í því að þingmaður minn skipti reglulega um pólitíska skoðun og flokk? En hugsanlega má öllu venjast?
22.8.2011 | 17:39
Góð helgi
var hjá mér þessa helgina.
Við hjónin vorum í sumarbústaðnum í Biskupstungunum og nutum góða veðursins.
Það er búið að leggja nýja veginn milli Biskupstungnabrautar og Flúða. Þetta er yfirmáta falleg framkvæmd finnst mér. Vegurinn flæðir frá einbreiðri Tungufljótsbrúnni yfir hjá Bræðratungunni yfir stórglæsilega tvíbreiða nýju brúna á Hvíta. Þaðan rennur hann áfram í fallegum sveig í gegnum eitt fjall sem var í vegstæðinu en var bara mokað skarð í það og svo lendir nýja brautin í hringtorgi við Flúðir. Þetta er þvílík samgöngubót að utansveitarfólk áttar sig varla á því hvað þetta breytir miklu fyrir allt mannlíf á svæðinu.
Flúðir er einstaklega falleg byggð og skógi vaxin. Þar er golfvöllur, flugvöllur, hjólhýsabyggð, garðyrkjustöðvar og brennivínsbúð. Það hefur einhvernveginn verið alltaf verið svolítið sérstakur myndarbragur yfir Flúðum og fólkinu þar. Þeir settu á stofn Límtrésverksmiðju fyrir margt löngu. Ekki spáðu nú margir fyrir þeirri velgengni sem þeirri framleiðslu hefur fylgt svo rækilega hefur verksmiðjunni tekist að komast á markaðinn. En Flúðamenn eru margir bjartsýnir og brattgengir og einhvernveginn stundum hressari en Tungnamenn finnst mér þó það geti auðvitað verið áhrif frá gömlu þulunni ..."Grímsnesið góða, Gull-Hreppar og Sultartungur..." Flúðasveppir eru landsþekkt fyrirtæki og margur fleiri myndarskapur er þarna á Flúðum án þess að ég þekki það. En ég hef verið meira í Tungunum allt frá barnsaldri þegar ég var mikið á Geysissvæðinu og Flúðir voru nærri því útlönd, svo langt var þangað að fara og vegir vondir.
En nú er öldin önnur. Það eru bara 10 km. á milli Reykholts og Flúða. Við fórum í sund á Flúðum á sunnudeginum en í Reykholti á laugardeginum. Pottarnir eru betri á Flúðum en búningsaðstaðan verri. Fólk vill hafa næga potta með nuddi eða án. Flúðir hafa vinninginn í pottunum en Reykholt gæti auðveldlega toppað þetta með því að bæta við nuddpotti og meira vatnsrennsli í Aragjá. Meiri metnaður þarf að koma á þessa sundstaði, þá vantar útiskýli, gufuböð, pundara í búningsklefana fyrir ístrubelgina eins og mig osfrv. En byggðirnar hljóta núna að verða að taka sig á þegar samgöngurnar skapa samanburð og samkeppni um ferðafólkið.
Bjarnabúð í Reykholti er vinsæl verslun og gamalagróin og miðpunktur hverfisins. Þar er bílaþvottaaðstaða sem ég fann enga á Flúðum. Það er vaxandi aðsókn ferðamanna til Reykholts á tjaldstæðin. Svæðið þar er allt skógi vaxið og þarna eru mikil gróðurhús. Þarna er Kaffi Klettur sem er ágætis veitingahús og nýbyggt annað kaffihús og prjónaverslun er þar líka og afgreiðsla Riverjet bátsins sem spíttar á Hvítá hvort sem laxinum í ánni er sama eða ekki. Reykholt er skólasetur og landrými býður uppá mikla möguleika til aukinna athafna.
Reykholt-Flúðir liggja nægilega langt frá Geysis-Gullfosssvæðinu til að eiga sjálfstæða tilveru. Mikill fjöldi ferðamanna fer um svæðið og mikilvægt fyrir heimamenn á svæðinu að sinna þeim af bestu getu. Þarna er komin samkeppni um hylli þeirra sem heimamenn verða að sinna.
það hefur verið mikið um góðviðri í sumar og jafnvel pólitíkin líður fyrir. Menn eru latari við að æsa sig í blíðunni. Enda er alveg óhætt að horfa á hversu landið okkar er fagurt í góðviðrinu, fjallasýnin stórkostleg og fannhvítir jökklanna tindar. Það er glatt yfir fólkinu á slíkum góðum helgum.
22.8.2011 | 08:21
Að dómi færustu sérfræðinga
er viðkvæðið þegar kommúnistar þurfa að dulklæða og þvinga stefnumál sín fram í andstöðu við þjóðina.Stjórnarskrá Tékkóslóvakíu var sögð afbragðsgóð og rúmaði einræðisstjórn kommúnista ágætlega í áratugi.
Þannig starfar einnig ríkisstjórn Íslands í hverju málinu af öðru.Hún reyndi í þrígang að neyða Icesave samningunum upp á þjóðina en var gerð afturreka.
Hún ákvað að reyna að þvinga í gegn breytingar á stjórnarskrá Íslands sem geta auðveldað henni afnám mannréttinda við hentugar aðstæður og framsal fullveldis landsins til valinna erlendra aðila. Til þess lamdi hún saman hentugt stjórnlagaráð til þess að búa slíkar tillögur til og síðan hefst venjubundinn áróður um nauðsyn þess að keyra þessar tillögur í gegn með einhverjum hætti. Þeim megi helst ekki breyta, þar sem þær séu vandlega hugsaðar af færustu sérfræðingum eins og Þorvaldi Gylfasyni og Illuga Jökulssyni svo einhverjir séu nefndir.
Þegar sértrúarsöfnuðir um náttúruvernd innan vinstri grænna vilja reyna að gera skemmdarverk sín á atvinnumöguleikum þjóðarinnar gildandi til lengri tíma gildandi þá hóa þeir saman hópum sér þóknanlegra sérfræðinga til að gera tillögur um útilokun sem flestra virkjanakosta landsmanna. Ætlunin er svo að reyna að keyra þetta í gegn um Alþingi til þess að gefa þessari áætlun lagagildi langt inn í framtíðina. Allt sem lið í áætlunin græna cinstraframboðsins um að berjast gegn virkjunum og stóriðju hverju nafni sem nefnist.
Kommafýluna leggur af þessu hvorutveggja langar leiðir.Það er ömurlegt ef hægrimenn í landinu ætla að leyfa þessum öflum að lauma þessum áætlunum í gegn án þessa að taka upp kröftuga viðspyrnu.
Að mati færustu sérfræðinga í hagvaxtarmælingum er efnahagsstefna þessarar ríkisstjórnar heldur ekki að færa landsmönnum þann hagvöxt sem vænst hefur verið og það þarf því að kjósa aftur sem fyrst.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2011 | 12:54
Ætlaði að hefna BinLadens með eitri
stendur í fréttinni í Mbl.
Fram kemur að vefsíður eru í gagni þar sem liðsmenn AlQueda skipast á upplýsingum og áætlunum um hryðjuverk.
Nú líður að lokum hernaðarins í Afganistans.Þar skilst manni að staðan sé þannig að Talibanar muni umsvifalaust taka völdin þar að nýju. Hernaðurinn hefur þá engu áorkað þar þó upphafstilgangur hans hafi verið að þeir færu frá völdum.
McArthur sagði eftir að Trumann sparkaði honum út úr Kóreu, að hann hefði ekki áttað sig á því að til væri annar valkostur í styrjöld en sigur. Eftir Vietnam og Afghanistan virðist þetta nokkuð skýrt. Markmiðin eru ekki endilega að drepa óvininn heldur að kenna honum um kosti lýðræðis og efla stjórnarandstæðinga hans. Menn hafa atvinnuheri sem hafa bara gaman og gott af að fara í smástríð hingað og þangað í nafni democrazyunnar.
ESB er nú í samskonar máli í Lýbíu. Það ákvað að fá sér annan harðstjóra í Lýbíu heldur en Gaddafi. En það gengur ekki betur hjá Evrópusambandinu heldur en sést.Gaddafi er enn í fullu fjöri og aurarnir eru búnir. Það verður hugsanlega betra þegar við Íslendingar erum komnir í herráðið þar með ráðum og dáð.
En hálfstríð virðast ekki vænleg til sigurs í Irak, Afghanistan eða Libýu frekar en í Kóreu. En í Kóreu er upphaflega vandamálið enn við líði sextíu árum síðar þó McArthur sé löngu búinn að draga sig í hlé.
Nú búum við Vesturlandamenn undir stöðugri ógn múslímanna, sem hóta að drepa okkur af einni ástæðu eða annarri, eitra vatnsbólin okkar eða á hvern þann snjalla hátt sem þeim dettur í hug. Við eigum ekki peninga né vilja til að verjast. Enginn er óhultur nema helst játa öllu sem þeir krefjast og leggjast flatir fyrir þeim svipað og Chamberlain í Munchen. Við fáum í staðinn nóg af heróíni frá Afghanistan til að okkar vestrænu vonleysishendur geti huggað sig við.
Og þegar upp er staðið, hefði ekki verið betra að láta Saddam um það að stjórna sínu liði? Þeir sem halda því fram að hann hafi verið alvondur sjá fljótt að hann var frelsari fólksins síns svipað og Castro á Kúbu.Hann hefði kannski verið betur verið látinn í friði? En hvað þá með yjatollana í Iran sem eiga allar skilvindurnar sem Saddam átti aldrei? Eru þeir ekki vondir? Ekki getum við látið þá fá atómsprengjur?
Hverju eigum við að trúa? Hver mun hefna vesalings míns ?
Ætlaði að hefna bin Ladens með eitri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.8.2011 | 08:55
Nómenklatúran reisir nýja múra
utan um nýtingarmöguleika á orkulindum.
Svanfríður Jónasdóttir og Svandís Svavarsdóttir kynna sigri hrósandi áform sín um að reisa múra utan um nýtingarmöguleika á orkulindum landsins.Þar skiptir einhver óskilgreindur hópur, væntanlega visindamenn af vinstri vængnum, landinu upp í reiti á Reykjanessrifunni með tilliti til þess hvað þessum aðilum passar og passar ekki að þjóðin skuli virkja og nýta. Ekki bara í dag heldur um ókomin ár annarra kynslóða.
Það er verið að klæða þetta í langtímaáætlunarbúning til þess freista þess að gera áhrifin varanlegri og lengri heldur en það sem eftir lifir af valdatíma kommanna í núverandi ríkisstjórn landsins. Þá eiga framtíðarkynslóðir að vera bundnar af þessum sjónleik til langs tíma.Enda stendur ekki á hallelújasöng hinna háværustu andvirkjunarsinna landsins.En flestir hinir þegja allir sem einn og Mogginn birtir þetta á mörgum litföróttum síðum.
Allt orkar tvímælis þá gert er. Mér sálfum hugnast ekki að einhverjir vinstri sértrúarsöfnuður hlaupi saman til að binda hendur komandi kynslóða til lífs í landinu með því að setja þeim svona leiðarhnoðu inn í framtíðina. Flestir Íslendingar munu ekki sætta sig við svona múlbindingar bak við nýja múra vinstri intelleksíunnar og nómenklatúru.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2011 | 07:41
Furðuskrif Fréttablaðsins
birtast á aðalsíðu þess í dag.
Að venju eyði ég ekki miklum tíma í leiðaraskrif Ólafs Stephensen. Hann er að vanda úti í mýri með sínar hugleiðingar um upptöku evru sem lausn Íslendinga til skemmri tíma með samhliða afnámi verðtryggingar.
Það eru hugleiðingar Þorsteins Pálssonar sem ég staldra við. Og þá ein furðuleg setning sem er svo grunnur að fframhaldi hugleiðinga um næstu ríkisstjórn. Hún minnir um margt á skólaspekina, sem gekk útfrá óumbreytanlegri grundvallarstaðreynd um tilvist Himnaríkis og spann svo út frá því.
Þorsteinn skrifar:
...."Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur lýst þeirri einörðu afstöðu að slíta eigi aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið tafarlaust. Morgunblaðið hefur skýrt ummælin svo að Sjálfstæðisflokkurinn hafi með þessu útilokað hvers kyns samstarf við aðra flokka sem ekki eru sama sinnis. Sé það rétt hafa ummælin afgerandi pólitísk áhrif.
Í fyrsta lagi þrengir þetta stöðu Sjálfstæðisflokksins til stjórnarmyndunar. Að því gefnu að Samfylkingin breyti ekki um afstöðu í Evrópumálum á Sjálfstæðisflokkurinn út frá málefnalegum sjónarmiðum aðeins raunhæfan möguleika á að mynda stjórn með VG. Endurtekning á tveggja flokka stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks er afar fjarlægur möguleiki við ríkjandi aðstæður.
Í öðru lagi opnar þetta þá lykilstöðu fyrir VG að ríkisstjórn verður ekki mynduð án þátttöku þess. Það styrkir málefnaleg tök VG í núverandi samstarfi og gæfi því viðspyrnu til að ná málefnalegum undirtökum í hugsanlegum samningum við Sjálfstæðisflokkinn eftir að hann hefur útilokað aðra möguleika...."
Hvaðan skyldi Þorsteinn hafa það að ,"tveggja flokka stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks er afar fjarlægur möguleiki við ríkjandi aðstæður....? Man hann ekki eftir því að hann hefur varla sést á vettvangi Sjálfstæðisflokksins um langan aldur og áhrif hans þar í hlutfalli við það. Samfylkingin og Baugstíðindi gera því jafnan skóna að Þorsteinn fari fyrir einhverri breiðfylkingu Davíðsóvina og Evrópusinna í Sjálfstæðisflokknum. Mér finnst nú fremur líklegt, og byggi það á ísköldu mati, að sá hópur kæmist fyrir á einu af smærri kaffihúsum bæjarins og er ég þá alls ekki að gera lítið úr Þorsteini Pálssyni hvern ég studdi með ráðum og dáð þegar það átti við fyrir margt löngu.
Framhald greinar Þorsteins er öll byggð á þessari undirstöðusetningu og þarf því varla frekari skoðunar.
Hvernig ætti Sjálfstæðisflokkurinn að mynda ríkisstjórn með VG sem hefði það hlutverk að þakka fyrir ánægjulega fundi í Brüssel. Með þá Steingrím J. sem utanríkisráðherra?
Þeir sem fylgst hafa með málflutningi Sigmundar Davíðs sjá greinilega að hans Framsóknarflokkur er síður en svo fyrirfram útilokaður frá stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Á sama hátt má bera saman málflutng VG og Samfylkingarinnar til að sjá hversu mikið ber á milli þessara flokka til að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokki eða Framsóknarflokki.
Mér finnt merkilegt að Þorsteinn Pálsson talar um stjórnmálaflokka sem einhverjar óumbreytanlegar stofnanir. Hann virðist ganga út frá því að nýtt samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sé samstofna við það að Halldór og Davíð séu að mynda stjórn á ný.Hann gæti alveg eins sagt að hann sjalfur væri með því að fara að mynda stjórn með Jóni Baldvin.
Flokkar eru fólkið sem er í þeim í núinu. Ekki þeir sem voru í þeim í gær.Þeir sem stunda hatursáróðurinn gegn Sjálfstæðisflokknum dag og nótt minnast ekki á þessa staðreynd. Það hentar þeim auðvitað ekki að sjá það að Bjarni Benediktsson er hann sjálfur, ungur maður með aðrar hugmyndir, en ekki einhver leikbrúðu-Konni sem búktalaranir Davíð og Þorsteinn stýra.Sigmunndur Davíð er ekki Halldór Ásgrímsson og flokkur hans annar en hann var í hans tíð.Hann er heldur enginn Konni með handfang í bakinu.
Furðuskrif í Fréttablaðinu leysa ekki núverandi stjórnmálavanda Íslendinga.
19.8.2011 | 21:15
Hannes Hólmsteinn
Gizurarson skrifar athyglisverðan pistil um eftirminnilegan kvöldverð á vefsíðu sína. Hann lýsir heimsókn vina sinna til landsins og viðræðum þeirra um frelsi og ánauð.
Greinin endar með eftirfarandi hætti:
..."Einnig sagði ég hinum ungverska gesti, að ég hefði iðulega á fyrri tíð, þegar ég háði kappræður við þá Halldór Guðmundsson, Má Guðmundsson og aðra kommúnista í skólum landsins, lokið ræðum mínum á vísuorðum ungverska þjóðskáldsins Petöfis, sem Steingrímur Thorsteinsson þýddi:
Upp nú, lýður, land þitt verðu!
Loks þér tvíkost boðinn sérðu:
Þjóðar frelsi, þrældóms helsi.
Þú sérð muninn, kjóstu frelsi!
Þá táraðist ungverska konan, sem flúið hafði frá landi sínu tíu ára, og fór með ljóðið á ungversku. Þetta var eftirminnileg stund..."
Það er ástæða til þess að hvetja bloggara til að lesa þessa færslu Hannesar. Menn mega minnast þess hvernig hann, þá kornungur strákur gekk á hólm við kommúnistana sem í gamla daga gengu með uppbrett nef svo rigndi upp í þau, af vorkunnsemi við okkur bjálfana sem nenntum ekki að lesa Marx og Engels og kunnum ekkert í díalektik.
Hannes Hólmsteinn las allt móverkið og klumskjaftaði þá Má Guðmundsson seðlabankastjóra, þá CheGuevara kommúnista, og Svavar Gestsson rótarkomma og síðar sendiherra á einvigisfundum.Og raunar hvern þann þjóðkunnan kommúnista sem reyndi að gera sig breiðan og þeir tefldu fram. Það kom nefnilega í ljós að þeir kommar sem háværastir voru höfðu næsta lítið lesið af fræðunum og auðvitað enn minna skilið. Þeir gátu ekkert á móti stráknum Hannesi sem hafði virkilega lesið allt bullið og skítbakaði þá hvar sem hann kom.Þessu gleymi ég aldrei og er þeirrar skoðunar að fátt annað hafi bitið eins á þáverandi kommúnistaplágu eins og þessi strákur úr Kópavoginum.
Ég þakka Hannesi Hólmsteini fyrir allt gamalt og gott og megi hann lengi flytja mál svo einarðlega og rökfast sem hans er háttur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
19.8.2011 | 20:46
Sorglegt
er að vita að umhverfisfasistar, sem eiga hugsjónagrundvöll sinn í rómantískri eyðimerkurstefnu og andúð má öllum gróðri sem ekki hefur verið í landinu í 1000 ár, skuli nú vaða uppu sem aldrei fyrr. Þeir tala um ósnortin víðerni eins og þau séu dásemd í sjálfu sér. Alveg án tillits til þess hvort þau eru manngerð í tíð Íslandsbyggðar af ofbeit eða uppblæstri eða gerð af eldfjöllunum.
Það er eins og þetta lið geri greinarmun á því hvort plönturnar séu af austrænum uppruna eða vestrænum. Þannig er Síberíulerki ekki fyrir þessu fólki né Beringspuntur, en Lúpínan, Ameríkufurur, Alaska-ösp og Sitka-greni er gróður sem er illa séður af þessu fólki sem lætur rífa þetta upp með sérstakri alúð til dæmis á Þingvöllum. Gróðursmekkur þess gæti þannig alveg eins virtst vera undir áhrifum af pólitískum uppruna fólksins frekar en af náttúrufræðilegum toga, svo greinilega flokkast niðurrifsfólkið til vinstri í stjórnmálum. Enda er núna pólitískt landslag með því móti að eyðimerkurstefnan og niðurrifsöflin eiga hægara um vik en oft áður.
Mér hefur fundist þetta eldra niðurrifs-og gróðureyðingarfólk flest vera ættað úr Aþýðubandalaginu gamla, sem kunnugt var af því að hnýflast útí allt sem af vestrænum toga var.Ég hef ekki enn hitt neinn sjálfstæðismann sem stendur í því að rífa upp lúpínu. Flestu venjulegu fólki finnast holtin í krngum Reykjavík hafa fríkkað við að klæðast lúpínubreiðum sem hefur breytt þeim úr örreytismelum og kargagrjóti sem var svo í mínu ungdæmi.
Þessar grænu breiður sanna fyrir öllum sem vilja sjá, að lúpínan ryður brautina fyrir annan gróður en kæfir hann ekki eins og liðið heldur fram. Sjálfsáin birkitré spretta uppúr breiðunum allt í kring um Reykjavík og víðikjörr líka.Samt æða vargarnir yfir og heimta að rífa upp lúpínuna.
Og nú er tekin upp ný tækni. Það á að forpesta náttúruna með því að dreifa innfluttum eiturpöddum um allt í þeirri von um að þær eyðileggi lúpínuna til viðbótar við yfirstandandi eiturhernað!
Þessu er lýst svo af þessu eyðimerkurliði:
"Gerðar eru samanburðarrannsóknir. Í fyrsta lagi er reynt að halda lúpínu niðri með skordýraeitri. Í öðru lagi með því að dreifa ertuyglulirfum í reiti og í þriðja lagi með því að líkja eftir beit með klippingum. Þessar tilraunir eru bornar saman við óbreytt ástand þar sem ekkert er hróflað við vistkerfinu..." Ein manneskja af vinstri vængnum fær að skrifa doktorsritgerð um árangurs þessarar starfsemi.Ja þvílíkt!
Það er hörmulegt að vita að skattfé sé eytt á þennan hátt í stað þess að gjalda landinu fósturskuldirnar sem forfeðurnir stofnuðu til með rányrkju sinni.
Okkur var kennt það, að landið hafi verið viði vaxið milli fjalls og fjöru við landnám. Er búið að endurskoða þetta díalektíkst þannig að sannað sé Ari hafi bara logið þessu?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 3419710
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko