Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2012

Hvað mynduð þið segja ?

ef ykkur væri falið núna að semja kosningastefnuskrá fyrir Vinstri Græna? Alveg sama hvar þið væruð í pólitík, verkefnið væri hlutlægt um það hvernig gæti svona stefnuskrá hljómað? Og hver væri vonin með að fólkið myndi trúa því sem sett væri fram.

Hjörleifur segir í blaðagrein að það sé að verða síðasti sjans að setja þetta plagg saman ef kjósendur eigi áð trúa einhverju. Smuir myndu nú segja að varan væri komin fram yfir síðasta söludag. En Hjörleifur er enginn meðalmaður þegar kemur að hjartansmálinu hans, útbreiðslu gerska fagnaðarerindisins. Verður ekki Steingrímur spurður að því, hverju lofar þú næst? Kanntu annan?

Mér myndi vefjast tunga um tönn þegar litið er yfir orð og efndir síðasta kjörtímabils. Hvað um ykkur? Hvað mynduð þið segja?


Stóriðjustoppið

sem er helsta baráttu mál VG og Steingríms J. Sigfússonar fékk stuðning í dag frá liðsmanninum í Landsvirkjun. Nú skal skoðað og sett í forgang að leggja sæstreng til Evrópusambandsins þar sem fá megi hærra verð fyrir rafmagnið en Ísal borgar. Allir fír og flammi að hópast í nefndir til að skoða og skoða.

Ekki einn einast spurði hversu margir vinna á hvert kílówatt sem fer til stóriðju? Hversu margir munu vinna við hvert kílówatt þegar sæstrengurinn er kominn. Verður ekki að meta heildina en ekki bara kassann hjá Landsvirkjun?

Eðlilega fögnuður hjá Vinstri Grænum. Stóriðjustoppið er yfirlýsti óskadraumurinn.


Páskahelgi

í Biskupstungum var það sem við tók eftir Orlando dvölina.

Það var hrein veðurblíða sem heilsaði okkur þar alveg til í dag, að það var hálf kalt og blástur þó nokkur. Auðvitað er veðrið hér allt öðruvísi en var í Flórídu. En viti menn, eftir þessar vikur í sólinni og hitanum vorum við bara búin að fá nóg og þótti þetta íslenska veður gott og hressandi. Auðvitað er það átak að yfirgefa þetta góða land Flórídu þar sem vískíflaskan kostar þúsundkall og bensínið rúman dollara lítrinn. Bensínið var að hækka meðan við stóðum við, fór úr 3.77 dollar á gallónið í heila 3.97. Viskíið hækkaði ekki neitt þessa daga og hafði heldur ekki hækkað síðan fyrir ári. Mér fannst samt matur hafa hækkað eitthvað en miðað við verðlagið hérlendis þá drottinn minn, hvílíkt haf og himinn er þarna á milli í verðlaginu hér og þar. Smér, ket, bílar, heimilistæki, hús. Pí-lögmálið mitt er í gildi ennþá í þessari okurbúllu sem Ísland er orðið, norræn velferðarstjórn eða ekki.

En á svona helgi í Tungunum þá fer maður skiljanlega í sund. Þarna eru margar sundlaugar sem hvergi eru fleiri og betri í útlöndum. Það er hinsvegar margt sem þarf að bæta. Búningsaðstaðan á Flúðum er hundléleg, bara snagar og engir skápar og húsið lélegt. Sturturnar sæmilegar en vatnslitlar þegar margt er.Hægt er að stilla hitastigið frá köldu í heitt. Laugin á Flúðum er þokkaleg 25 metra laug þó auðvitað vanti 1.metra dýfingabretti til að framleiða íþróttamenn af ungu kynslóðinni, þar sem vatnsdýpið í lauginni býður upppá það. Þar var lokað á föstudaginn langa en þá var opið í Reykholti. Þetta lið sem rekur þessar laugar þarf að skilja það að laugar verða að vera opnar sem lengst til að fólk sæki þær. Margir vilja synda fyrir vinnu og gefa ekkert fyrir opnanir kl 14.00.

Í Reykholti er þokkaleg 25 metra grunn laug plastklædd eins og á Flúðum. Hún er yfirleitt hrein og sandlítil í botninum þar sem þeir eiga vélmenni sem hreinsar þegar hann er settur í, sem er kannski of sjaldan.Stundum er hún köld og stundum er hún frekar heit. En plastið er orðið frekar snjáð og virkar óhrjálegt eins og raunar líka á Flúðum þar sem það er heldur verra ef nokkuð er. Í Reykholti eru búningsklefar góðir með frekar fáum skápum og klefum sem eru því of fljótir að fyllast og snagar verða eina úrræðið eins og er á Flúðum. Sturturnar í Reykholti eru óstillanlegar, sami hiti eða kuldi fyrir alla. Þetta er kannski í lagi þegar hitastigið er bærilegt en almennt vilja menn fá að stilla sína sturtu sjálfir. Sturtuklefinn er þrifalegur og flottur. Þarna var sett ein köld sturta eftir mikla baráttu.

En heldur fer í verra þegar út er komið í Reykholti. Þar er einn pottur stór og rómgóður og er yfirleitt þéttsetinn. Heitir Aragjá. Potturinn annar alls ekki mannfjöldanum sem í hann kemst, þar sem innrennslið er mjög dauft og er til viðbótar á sama stað og útrennslið. Það myndast því fljótlega brák af fitu og hárum í pottinum þegar margir koma og úr verður ógeðslegt svínarí. Til viðbótar var svo plastið rifið núna þannig að opið er inn í myrkviði og Guð veit hvaða ógeð þar fyrir innan er. Algerlega súbstandard þessa helgi og eiginlega aldrei í lagi nema þegar enginn kemur.

Á báða staðina vantar útiþurrkaðstöðu sem þeir ættu báðir að geta lagað.

Í Reykholti er góð rennibraut sem krakkarnir eru vitlausir í. Engin rennibraut er á Flúðum en þar eru á móti góðir pottar og annar með vatnsnuddi.Þetta ættu Reykhyltingar að setja upp hjá sér þar sem nóg er plássið.

Þessi pottur Aragjá er búinn að vera lengi svona til vandræða þarna í Reykholti. Hann þolir hreinlega ekki aðsókn. Og það er miklu alvarlegra en heimamenn virðast gera sér grein fyrir. Með tilkomu nýja vegarins yfir á Flúðir velja menn sér verslunarstað mikið eftir ástandi sundlauganna. Ef hlutirnir eru ekki í lagi í sundlauginni í Reykholti, þá fara menn annað að kaupa sér pylsur og ís eftir sundferð. Ég vildi biðja vini mína í Tungunum að velta þessu vel fyrir sér og hafa einhvern metnað fyrir sína heimabyggð. Þeir eru í samkeppni við Flúðir og Minniborg.

Minniborgarlaugin er lengra í burtu en hún er glæsileg og ný og góð. Þar er manni bannað að dýfa sér af palli. En rennibrautin er fín og vinsæl. Þó getur verið hált í sturtuklefunum og veit ég um fólk sem hefur farið þar illilega á hausinn án þess að heimamenn hafi gert neitt til að laga þetta.

Sund er almenningsíþrótt Íslendinga. Við eigum að leggja metnað okkar í að aðstaðan hjá okkur sé sú fínasta í heimi. Ekki bara á Páskum heldur alltaf


Ráð-og rökleysur

verða fólki ljósar við lestur greinar Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í Morgunblaðinu í dag. Þar fjallar hann um áform ríkisstjórnarinnar um að trufla Forsetakosningarnar með spurningavagni um 115 greinar stórnlagaráðsritgerðarinnar, sem er mikill doðrantur, líklega 10 sinnum meira lesmál en núverandi stjórnarskrá og 100 sinnum lengri en stjórnarskrá Bandaríkjanna. Skiljanlega því óunninn að flestu leyti og því gersamalega óhæfur til notkunar sem stjórnarskrá í nokkru landi.

Grípum niður í grein Guðlaugs:

"...Við gerð spurninga í skoðanakönnunum og þá sérstaklega í þjóðaratkvæðagreiðslum er alger forsenda að þær séu skýrar og að allir sem koma til með að svara skilji þær á sama veg. Ef það er ekki gert er hætta á að niðurstaðan verði marklaus.

Þetta er þverbrotið í öllum spurningum ríkisstjórnarinar, að undanskilinni spurningu 5. Á sama hátt má ekki gefa sér - líkt og þarna virðist gert - að allir sem svari hafi sömu þekkingu á því sem spurt er um. Spurningarnar eru allt of víðar, óskýrar og hugtakanotkun er óljós og fyrir marga mun hún hljóða flókin.

Spurningar ríkisstjórnarinnar
1. spurning
Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?
Já, ég vil að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá.
Nei, ég vil ekki að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá.
Þess má geta að tillögur stjórnlagaráðs eru í 115 greinum.
Augljóst er að skilgreina þarf viðfangsefnin mun betur; hvað er átt við með að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar? Óbreyttar? Í heild? Að hluta og þá að hve miklu leyti? Hvaða tillögur? Er það skýrt í hugum fólks sem mætir á kjörstað hvaða tillögur er verið að tala um, hvað þær innihalda og þýða?
Og svo á að svara já eða nei... Segjum sem svo að kjósandi þekki 115 tillögur stjórnlagaráðs og telji sig tilbúinn til að svara; hvað ef kjósandanum finnst tillögurnar misgóðar; gæti alveg hugsað sér að tillögur x, y og z væru lagðar til grundvallar? Hvort ætti kjósandinn þá að segja já eða nei?
En það veit enginn hvað er átt við með því að tillögurnar verði »lagðar til grundvallar«. Þýðir það að ný stjórnarskrá mun taka mið af öllum tillögum stjórnlagaráðs, að öllu leyti, eða bara hluti þeirra, og þá að sumu leyti en ekki öðru... og að hvaða leyti þá?

2. spurning
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?

Já eða nei.

Hvað átt er við með »náttúruauðlind«, er það hafið? Fiskurinn? Jarðvarmi? Fallvötnin? Fallegir staðir sem nýta má í þágu ferðamanna?

Og hvað er »þjóðareign«? Skúli Magnússon, dósent við lagadeild HÍ, hefur t.d. bent á að: ,,Í ákvæði stjórnlaganefndar felst að »þjóðareign« vísar ekki til eignarréttar í lagalegum skilningi - hvorki ríkiseignar né sérstaks (nýs) eignarforms. Þvert á móti vísar hugtakið til þeirrar hugmyndar að náttúruauðlindir Íslands séu gæði sem þjóðin öll hefur ríka hagsmuni af (ekki ósvipað því að við, þjóðin, »eigum« tungu, bókmenntir, landslið í handbolta, o.s.frv.). Af þessu leiðir að auðlindir í þjóðareign geta lagalega verið háðar eignarrétti einkaaðila, eign ríkisins eða verið eigendalausar.«

Og sama og í spurningu 1: Já eða nei.

Hvað ef kjósandi hefur mismunandi afstöðu til fiskveiða og jarðvarma? Hvað um fólk sem hefur ólíkan skilning og mismunandi afstöðu til »þjóðareignar«?

3. spurning

Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?

Já eða nei.

Þjóðkirkja hvað? Hvernig ákvæði? Er verið að vísa til skilgreiningar á þjóðkirkju líkt og hún hefur verið skilgreind fram til þessa? Hvernig hefur hún verið skilgreind fram til þessa? Er það skýrt í hugum fólks? Hafa allir sama skilning á því?

4. spurning
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?

Já eða nei.

»Persónukjör« - hvað þýðir það? ...heimilað í meira mæli en nú«? í hve miklum mæli og hvernig væri því háttað? Þetta þarf að skýra. Hér er um að ræða óskýra hugtakanotkun og ekki fyrirfram gefið að allir skilji á sama veg.

5. spurning

Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?

Já eða nei.
Þetta er óvenju skýrt.

6. spurning
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?

Já eða nei.

»Tiltekið hlutfall« - hve hátt hlutfall geti krafist þess að »mál« - hvernig mál? - Öll mál? Fari í »þjóðaratkvæðagreiðslu«? Hvernig verður því háttað?
Sitjandi ríkisstjórn hefur í kringum sig hjörð fræðimanna sem um leið eru álitsgjafar, þetta fólk hefur greiðan aðgang að fjölmiðlum þar sem þeir tjá sig gjarnan um hin ýmsu mál. Þeim hefur til að mynda orðið tíðrætt um vinnulag í kringum stjórnarskrána. Þessir aðilar ýmist kenna aðferðafræði eða hafa góðan aðgang að slíku fólki. Það vekur því furðu að enginn úr þessum hópi hafi bent á hið augljósa: að spurningar í kosningum og skoðanakönnunum þurfa að standast aðferðafræðilegar kröfur. Það gera spurningarnar í fyrirhugaðri þjóðaratkvæðagreiðslu ekki. Það eru því yfirgnæfandi líkur á að jafnvel þótt hún færi fram yrðu niðurstöður hennar markleysa."

Þarna er sýnt fram á með skýrum hætti að útilokað er að svara margræðum spurningum með já eða nei.Aðeins 5. spurning er til þess hæf.

Þessi áform ríkisstjórnarinnar um truflun þýðingarmikillar stjórnarskrárbundinnar athafnar sem er um kjör Forseta Íslands, er bæði illyrmisleg ef ekki ólögleg og stjórnarskrárbrot og svo afspyrnu órökvís hvað varðar uppsetningu spurninganna, að aðeins væri við að búast af slíku liði sem nú situr stjórnarráðið.

Guðlaugur Þór á þakkir skildar fyrir að vekja athygl á þessu með svo skýrum hætti.


Leiðari Morgunblaðsins 4.apríl 2012

er eitthvað sem ég vona að sem flestir lesi.Það er því ástæða til þess að hvetja þá sem ekki sjá það blað að renna yfir þetta skrif.Til þess að létta þeim ómakið birti ég leiðarann hér;

"Hinar nöturlegu niðurstöður skoðanakannana hafa sett stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar út af laginu. Aðeins einu sinni áður hefur fyrirlitning þjóðar á fyrirmennum sínum mælst önnur eins í sögu skoðanakannana. Og það gerðist við þær einstöku aðstæður, þegar barsmíðabyltingin stóð sem hæst. Eggjum, tómötum og grjóti rigndi yfir ríkisstjórn sem þegar var löskuð vegna innanmeins, Samfylkingar sem misst hafði kjark og fóta og var því á síðasta snúningi.

Mótmælin voru ekki aðeins úr ríki náttúrunnar. Hreinum óþverra var sturtað yfir þjóðþingið og sama eðlis voru stóryrðin sem glumdu um allan miðbæinn úr rándýru hátalarakerfi, sem »einhver« borgaði fyrir, kvöld eftir kvöld, helgi eftir helgi. Og helstu öryggisstofnun þjóðarinnar þóttu þessi ósköp ekki nægja. Hún útvarpaði hvaða sívirðingum sem hentaði yfir nafngreinda einstaklinga, sem komu engum vörnum við. Hún kom á framfæri skilaboðum frá »skipuleggjendum« um að fólk hefði með sér potta og pönnur að heiman svo gera mætti lífið nær óbærilegt fyrir þjóðkjörna fulltrúa að störfum og stefna öryggi, heill og heilsu fámenns lögregluliðs í mikla hættu. Og hún útvarpaði jafnvel tilkynningum »skipuleggjenda« um hvar embættislegir óbótamenn ættu heimilisfesti!?

Á meðan öll þess ógnarbylgja gekk yfir náði Gallup í eitt skipti að fá fram lakari mælingu en sú er sem nú er til vitnis um álitshnekki ríkisstjórnar, sem enn þá lífvana lafir í landinu. Sú ríkisstjórn kallaði sig í upphafi »forystusveit fólksins«, »norræna velferðarstjórn« og útnefndi sjálfa sig sem aflið sem slá myndi »skjaldborg um heimilin.«

Slík stjórn átti auðvitað upphafsreit í himnaríkisparadísarsælu skoðanakannana. En með ævintýralegum hætti tókst henni að slá hraðamet Adams, en eins og heimurinn veit var Adam ekki lengi í Paradís.
Og nú gefa forkólfar ríkisstjórnarinnar skýringar, eða öllu heldur skýringu, á því að útkoman sé orðin svo afleit. Einum rómi rymja þeir að í rauninni sé þetta næsta eðlileg niðurstaða. Ríkisstjórnin hafi staðið í erfiðum endurreisnarverkum og slíkt sé aldrei til vinsælda fallið.

Hvaða verkum? Ríkisstjórnin eyddi miklum tíma og fjármunum í fyrsta Icesavesamninginn. Um það mikla mál var fjallað í pukri og átti að keyra í gegn umræðulítið. Það var stöðvað og 98 prósent kjósenda sem að málinu komu höfnuðu því og komu í veg fyrir að endurreisnin færi ofan í niðurfallið. Ríkisstjórnin var komin upp á kant við 98 prósent kjósenda í öruggu úrtaki, þúsund sinnum stærra en nokkur skoðanakönnun.

Þó hafði Ríkisútvarpið og ósjálfstæður seðlabanki og hópur heiðurskonsúla Kúbu norðursins básúnað slíkan hræðsluáróður að annar eins hafði ekki heyrst. En ekkert dugði. Samt var reynt aftur! Og enn var ríkisstjórn rassskellt af fólkinu í landinu. Allt stjórnkerfið var í aðlögunarvinnu fyrir ESB-aðild, með miklum kostnaði, gegn vilja þjóðarinnar og með einstæðustu svikum íslenskrar stjórnmálasögu.

Næst var ráðist að sjálfri stjórnarskránni. Þátttaka í allsherjarkosningu um málið var svo slök að augljóst var að ríkisstjórnin væri ekki samferða þjóðinni í því fremur en öðru. Undirbúningur kosninganna var í skötulíki. Hæstiréttur Íslands neyddist til að ógilda kosninguna. Kostnaður við þessa atlögu að stjórnarskránni slagar þegar upp í einn milljarð króna. En samt var ekki hætt, heldur var hæstarétti landsins gefið langt nef rétt eins og Ísland væri siðlaust bananalýðveldi.

Aðalgrein íslensks efnahagslífs, sjávarútvegurinn, hefur legið undir samfelldum árásum frá forystumönnum ríkisstjórnarinnar, með ómældum skaða fyrir hann og þjóðarbúið.

Og hvað um heimilin og skjaldborgina? Hörmungarsaga um samfelld svik. Það eina sem dugað hefur fólki eitthvað eru ákvarðanir Hæstaréttar. En hverri lagasetningu stjórnarmeirihlutans af annarri hefur á hinn bóginn verið hafnað af dómstólunum.

Þegar alþingismaðurinn Sigurður Kári Kristjánsson lagði til vorið 2009 að samþykkt yrðu lög um flýtimeðferð mála sem snertu hagsmuni viðskiptavina bankakerfisins sem voru í uppnámi eftir hrun bankakerfisins, þá var sú tillaga svæfð. Nú, þremur árum síðar, ræða stjórnarliðar um nauðsyn þess að samþykkja slík lagafyrirmæli!

Þessi örfáu dæmi af ótal mörgum sýna að það er ekki bjargvættur heldur bölgróin ríkisstjórn sem var að fá sína einkunn. Og þau sýna einnig að síst er hún ósanngjörn."

Það er hollt að lesa þessa samantekt um stöðu mála eftir 3 ára slímsetu ríkisstjórnar sem er ekki hissa á óvinsældum sínum og telur þær stafa af því að hún hafi staðið í svo óvinsælum tiltketarmálum eftir íhaldið. Þó að maður reyndi til þrautar að finna þessu stað þá er mér að minnsta kosti það um megn.

Hinsvegar leiðir það hugann að því að það stefnir í það að þjóðin þurfi að þola aðgerðaleysi í atvinnumálum og vatnsaflsvirkjunum í heilt ár til viðbótar.nærri 400 daga án þess að minnsta viðleitni sé í gangi til að stöðva landflóttann og efla atvinnulíf í landinu, auka sókn í sjávarútvegi og efla stóriðju til landsins. Menn gætu rétt ímyndað sér hvernig ástandið væri hér án þeirra stóriðjuframkvæmda sem okkur þó lánaðist aðkoma á fót á síðustu hálfu öld eða svo mestan tíman í harðri andstöðu við þau öfl sem nú ráða för.

Í því ljósi sér maður hversu dýrmætir 400 glataðir dagar eru í raun og veru.

Leiðari Morgunblaðsins í dag er holl áminning fyrir þjóðina að tíminn er dýrmætur og það er ábyrgðargluti að fara illa með ævidaga.


Hvað er fyndið?

Það má legni deila um hvað er fyndið. Þennan brandara fékk ég sendan og fannst hann fyndinn. Það er ekki víst að öðrum finnist hann fyndinn, kannski rasískur.

An Arab student sends an e-mail to his dad, saying:

Dear Dad

Berlin is wonderful, people are nice and I really
Like it here, but Dad, I am a bit ashamed to arrive
At my college with my pure-gold Ferrari 599GTB
When all my teachers and many fellow students
Travel by train.

Your son, Nasser

The next day, Nasser gets a reply to his e-mail
From his dad:

My dear loving son

Twenty million US Dollar has just been transferred
To your account. Please stop embarrassing us.
Go and get yourself a train too.

Love, your Dad

é man eftir því að ég hitti íslenskan kaupsýslumann í árdaga kanaríferða og vasareiknivéla. Hann sýndi mér eina reikninvél sem hann hafi keypt í ferðinni. Þessi kostaði hundrað sagði hann hróðugur því þetta voru gersimar sem voru ekki á allar færi að eignast.

Svo voru líka vélar með sin og cos og kostuðu 200 sagði hann svo. Kannski hefði ég átt að kaupa þær heldur? Hvað er annars þetta sin og cos?

Oftar eru brandarar á einhvers kostnað en ekki alltaf.


ACTUAL AUSTRALIAN COURT DOCKET 12659 ---
A lady about 8 months pregnant got on a bus.
She noticed the man opposite her was smiling at her..
She immediately moved to another seat.
This time the smile turned into a grin, so she moved again.
The man seemed more amused.
When on the fourth move, the man burst out laughing,
She complained to the driver and he had the man arrested.

The case came up in court.

The judge asked the man (about 20 years old)
What he had to say for himself.

The man replied,
'Well your Honour, it was like this:
When the lady got on the bus,
I couldn't help but notice her condition.
She sat down under a sign that said,
'The Double Mint Twins are coming' and I grinned.
Then she moved and sat under a sign that said,
'Logan's Liniment will reduce the swelling,' and I had to smile.
Then she placed herself under a deodorant sign that said,
'William's Big Stick Did the Trick,' and I could hardly contain myself.
But, Your Honour, when she moved the fourth time
And sat under a sign that said,
'Goodyear Rubber could have prevented this Accident!'
... I just lost it.'


'CASE DISMISSED!!'

Þetta er í rauninni fyndið nemaeinhverjum þyki á minnihlutahópa hallað eða femínísma. Spurning er þá hvað er fyndið?


Darling Google!

Í fyrsta sinn er ég ekki sammála Gunnari Rögnvaldssyni þeirri miklu mannvitsbrekku og bloggvini mínum.

Gunnar segir svo:

"Vandamálið með Google

er það að fyrirtæðið kann ekki að hafa viðskiptavini. Og kann ekki að umgangast þá. Fyrirtækið er ekki með eiginlega viðskiptavini og hefur aldrei haft eiginlega viðskiptavini, bara notendur og auglýsendur. Google er eins konar ókeypis þetta og hitt. Flest, ef ekki allt, sem þeir gera er gallað og heldur áfram að vera gallað, endalaust. Hlutabréf fyrirtækisins hafa varla haggast í 5 ár. Það segir sitt og sérstaklega á þeim tímum sem við lifum nú.

Leitarvélin þeirra er ekki lengur góð. Reyndar er ekkert af því sem Google gerir first class. Það er bara gert. Bara gert og gert þangað til peningarnir eru búnir.

Þetta fyrirtæki mun sennilega aldrei geta orðið stolt af þeim hlutum sem það aldrei gerði. Aldrei stolt af því sem það lét ekki leiðast út í.

Fyrirtækið er þess eðlis að það mun aldrei læra að hafa viðskiptavini. Og þeir sem vinna hjá fyrirtækinu eru því eftir því. Ótengdir og lost in space.

Darling Google er að fölna. Þeir stigu útaf stígnum."

Allt er rétt sem Gunnar segir nema síðasta setningin. Þó svo að Google setji einhverja krækju inn á mann sem skammar Íslendinga fyrir hvalveiðar, þá megum við ekki halda að það sæe dauðasök að setja útá Íslendinga.

Google er alltaf að batna. Google er dásamlegasta fyrirtæki í heimi. Það sem það er búið að gera fyrir mannkynið er ómetanlegt hvernig sem á það er litið. Og þér og mér og öllu mannkyninu er fært þetta allt ókeypis. Hvað yrði það lengi ef íslenskir lágvöruverðskaupmenn kæmust þar til valda?

Google á að fá friðarverðlaun Nóbels, bókmenntaverðlaun Nóbels, eðlisfræðiverðlaun Nóbels og helst allar þær orður sem til eru, innifalinn Fálkakrossinnaf sverustu gerð áður en Óli lætur af embætti.

Guðisélof fyrir GOOGLE!


« Fyrri síða

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband