Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2012
31.8.2012 | 23:43
Hvernig í veröldinni?
gat þeim Steingrími og Jóhönnu það í hug að þau gætu sparað peninga með því að eyða hundruðum milljóna í skipulagsbreytingar á Stjórnarráði Íslands, sem atvinnumenn hafa rekið í áratugi.
Svona algerlega án samráðs við Humpfrey sjálfan hefði jafnvel Yes-Minister ekki dottið í hug og steig hann nú ekki í vitið blesaður. Sameina helling af ráðuneytum án þess að segja upp fólki. Setja svo Steingrím yfir sex ráðuneyti og halda það að þessi maður, sem aldrei hefur kynnst stærra atvinnufyrirtæki en einum vörubíl í eigu bróður sem hann fékk að keyra í vegavinnu á Gunnarsstöðum, geti reki svona apparat eins og þarna varð til?
Þessi maður hefur ekki gert neitt í áratugi nema halda ræður um allt og ekki neitt sem fæstir nenntu að hlusta á í alvöru. Og þegar hann svo komst til valda þurfti tvær þjóðaratkvæðagreiðslur til að stoppa delluna í honum.
Og ekki er afrekaskrá Jóhönnu merkilegri. Eftir hana liggur ekki neitt nema vandræði og vesen. Duttlungadrottning sem aðeins valdir menn eins og helst Davíð gátu sansað þegar hún fékk verstu köstin. Hennar flokksmenn voru magnþrota gegn æðisköstum hennar.
Þetta fólk er ósnotrara en flest annað sem menn hafa áður séð í valdastólum. Þvílíkir Guðs-volaðir afglapar. Og halda líka að það hafi vit á því að búa til nýja stjórnarskrá handa afgangnum af þjóðinni? Kjósa um eitthvað bull í ráðgefandi þjóaratkvæðagreiðslu? Vonandi sér fólk sóma sinn í því að spara fyrir ríkissjóð með því að mæta ekki á kjörstað.
Hvernig í veröldinni er það hægt að kjósa svona menntunarsnautt fólk með litlar klíkur sérvitringa á bak við sig eins og maður sá á Hólum til að stjórna heilli þjóð? Og horfa upp á það rústa þjófélaginu og stofnunum þess án þess að nokkur áætlun liggi fyrir? Er svona nokkursstaðar til á Vesturlöndum?
Hvernig í veröldinni getum við losnað við þau sem fyrst.
31.8.2012 | 08:34
Norðfjarðargöng
skulu grafin. Ktistján Möller er himinlifandi eins og ég.
Það er aðeins eitt sem veltist fyrir mér en ekki Möller. Kristján barðist hetjulega fyrir Vaðlaheiðargöngum. Þau eiga líka að borga fyrir sig sjálf með veggjöldum hversu langan tíma sem það tekur. En það á að vera fríkeypis í Norðfjarðargöng. Að eilífu; AMEN.
Hvar býr sá Guðjón bak við tjöldin sem ákveður þetta? Getur Kristján Möller svarað okkur því? Hversvegna er frítt í sum jarðgöng en ekki önnur? Hver er munurinn á Vaðlaheiðargöngum, Hvalfjarðargöngum og Norðfjarðargöngum eða Héðinsfjarðargöngum? Já og Vestfjarðagöngum og Almannaskarðsgöngum?
Norðfjarðargöng eru auðvitað mikil nauðsyn þó það kosti að grafa þau. En af hverju kostar ekkert að nota þau göng?
30.8.2012 | 21:21
trausti Trausti
Eiríksson var í viðtali við Ingva Hrafn.
Þessi hógværi maður býr á Lækjarkoti í Borgarfirði og framleiðir hátæknifiskvinnsluvélar fyrir allan heiminn.Er með flotta vélsmiðju í nýju húsi sem smíðar úr ryðfríu stáli(sem er ekki einfalt efni að hantéra)ótrúlegar vélar með innbyggð mörg framsóknarvit eins og Stephan Stephensen lýsti gáfnafari hestsins síns honum Roy heitnum. Enda eru honum allar dyr íslenskra sjóða lokaðar. Líklega skilja þeir ekki að hann vill bara fá að vera í friði með sína vinnu, vill ekki stækka eða spila Matador í Kauphöllinni. Flytur út fyrir 25 miljónir á mánuði og hefur 10-20 manns úr sveitunum í vinnu. Byggði gestahús til að þeir geti gist. Er ánægður að fá að lifa og starfa.
Nærri 100 % fer í útflutning um allan heim. Hann er að hanna verksmiðju í rússneskan hörpuskelsbát hinu megin á hnettinum. Trausti á 19 einkaleyfi sem Íslendingar stela að vild því það er svo erfitt að verja sig fyrir lögfræðingaherjunum. Við horfuðm á þann her í Baugsmálinu.
Fróðlegt var að heyra Trausta lýsa viðskiptum sínum við Bankann sinn í hruninu.Hvernig hann tapaði öllu lauslegu í bankann sem hirti af honum aleiguna.Og situr svo líklega upppi með húsið verkefnalaust.
Hann Trausti hafði svo sem upplifað þetta allt áður hversu bankinn er mikill vinur manns þegar gamla og fyrsta Traust lenti í hremmingum vegna svika Norðmanna. Trausti lét ekki deigann síga heldur hélt áfram á eigin spýtur. Síðast fór hann upp í Borgarfjörð eftir blíðuhót bankanna og byrjaði bara að smíða það sem hann kunni, finna upp nýtt aftur og selja Norðmönnum og öllum öðrum meiri vélar. Hann er einn í söludeildinni á sjötugsaldrinum, yfirsmiður og hönnuður allra hluta.
Mikil er aðdáun mín á svona manni sem ekki lét bugast. Bankafíflin vita ekki neitt hvað maðurinn sem þeir eru að flá hefur í hausnum. Þeir geta hirt af manninum allt lauslegt alveg eins og í meistarar Gúlagsins gerðu við Soljschenitsin. En hausinn geta þeir ekki tekið. Það voru mistök þeirra að láta Trausta fara með hausinn með sér af því að þeir skilja ekki hvað í honum bjó.
Megi Trausti vera laus við bankana sem allra mest og halda áfram að lifa á hausnum á sér sem er troðfullur af reynslu og hugmyndum sem venjulegir bankabjánar geta aldrei skilið.
Hann er Trausti trausti í mínum augum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.8.2012 | 11:51
Af hverju valsa hælisleitendur frjálsir um?
Hælisleitendur sem við söfnum hérlendis eins og um mikil verðmæti sé að ræða og mokum í fé og fríðindum fá að fara frjálsir ferða sinna. Svo er ekki í öðrum Evrópuríkjum. Við höfum fullar heimildir til að girða þetta fólk af.
Þetta fólk til viðbótar margt að nota Ísland sem stökkpall vestur um haf. Sumir þeirra gera ítrekaðar atrennur að millilandaskipum.
Svo segir Gylfi Sigfússon forstjóri Eimskips:
"Slíkt myndi kosta Eimskip háar fjársektir, hættu á handtöku skipstjóra og möguleika á að skip félagsins yrði kyrrsett með tilheyrandi kostnaði," skrifar Gylfi og bætir við að að beinum siglingum milli Íslands og Norður-Ameríku sé ógnað: "Yfirvöld í Ameríku fylgjast grannt með og gætu mögulega ályktað sem svo að siglingaleiðin sé ótrygg og gætu gert kröfu
til þess að vörur milli Íslands og Norður-Ameríku yrðu fluttar í gegnum hafnir á meginlandi Evrópu," útskýrir forstjóri Eimskips sem kveður þessar siglingar þá til dæmis geta orðið um Rotterdam. Þetta hefði mikinn kostnað í för með sér fyrir útflytjendur.
Þá bendir Gylfi á að sumir hælisleitendanna hafi ítrekað verið handteknir á athafnasvæði Eimskips eða um borð í skipum þess. Þeir hafi gert sjö "atlögur" að því að lauma sér með skipum félagsins úr landi.
"Það er eins og þessir aðilar séu eftirlitslausir og að engin lög taki á ítrekuðum brotum þeirra sem valda tjóni á mannvirkjum og síðast en ekki síst viljum við ekki hugsa þá hugsun til enda ef til
handalögmála kæmi við öryggisverði eða sjómenn," segir forstjórinn í bréfinu þar sem fram kemur að reyndar hafi legið við átökum.
"Í síðustu tveimur tilraunum sýndu aðilar tilburði til að ráðast á öryggisverði félagsins."
Af hverju þarf þetta að vera svona? Hvaða Guðjón bak við tjöldin stjórnar þessu?
30.8.2012 | 11:39
Atgerfisskattur eða auðlegðarskattur
Guðmundur Franklín sem ætlar að bjóða sig fram undir merkjum hægri grænna skrifar góða grein í í Mogga. Grípum aðeins niður í henni:
Nóbelsverðlaunahafinn og hagfræðingurinn Milton Friedman sagði að fátt væri varanlegra en tímabundin stjórnvaldsákvörðun. Þetta á vel við um auðlegðarskatt vinstristjórnarinnar sem átti einungis að vera til þriggja ára en virðist því miður kominn til þess að vera. Skatturinn átti að ná til þeirra sem höfðu hagnast á eignabólunni fyrir hrun. Nú hefur skatturinn verið hækkaður, hann framlengdur og þau eignamörk sem miðað er við lækkuð. Skatthlutfallið við álagningu 2012 er 1,5% af hreinni eign á bilinu 75-150 milljónir hjá einhleypum og 100-200 milljónir hjá hjónum en 2,0% af eign umfram þessi mörk.....
....Það þarf nú ekki mikinn vísindamann til þess að skilja það að ef ósanngjarn skattur er settur á og lítið mál er að komast hjá því að greiða hann, þá velja menn síðari kostinn. Þetta sannast á því að í ár greiða 8.000 færri fjármagnstekjuskatt heldur en í fyrra. Margir hafa flúið land undan skattaálögum stjórnvalda og smærri fyrirtæki halda að sér höndum vegna arðgreiðslna. Aðrir komast hjá því að borga skattinn með því að taka peningana sína úr bankanum, eyða þeim eða stinga þeim undir koddann. Negatífir vextir eru í landinu þegar verðbólga er reiknuð inn í dæmið og er engu líkara en að stjórnvöld séu hvetja til fólk skattsvika....
.....37% skattgreiðenda eru 65 ára og eldri. 22% skattgreiðenda eru 75 ára og eldri. Yfir 66% skattgreiðenda eru með undir 5 milljónir króna í árslaun. Margir geta ekki greitt skattinn nema selja eignir
Eldri borgarar eiga erfiðara um að flýja skattpíningu vinstri stjórnarinnar, en skattinum var ætlað að auka tekjur ríkisins af vaxtagefandi eignum einstaklinga, en stór hluti eigna eldri borgara er bundinn í húsnæði sem engar tekjur eru af. Auðlegðarskatturinn er sérstaklega ósanngjarn skattur og hefur bitnað verst á tekjulágum einstaklingum sem margir hafa þurft að ganga á eignir sínar til að greiða skattinn....
Eldri hjón sem höfðu ekki tekjur til að standa skil á auðlegðarskattinum þurftu að grípa til þess ráðs að selja húsið sitt til þess að geta borgað skattinn. Hjónin höfðu búið sómaheimili í áratugi, borgað skatta, tryggingar, fasteignagjöld og aðrar opinberar álögur. Hlutabréfaeign hjónanna gufaði upp í hruninu og aðrar eignir voru af skornum skammti fyrir utan skartgripi, bíl og nokkur málverk. Fyrstu 2 árin gengu þau á bankabókina, seldu skartgripi konunnar, málverkin og bílinn. Þau trúðu vinstristjórninni að þetta væri tímabundinn skattur og treystu orðum forystumanna ríkisstjórnarinnar, en þegar í ljós kom að auðlegðarskatturinn var kominn til þess að vera urðu þau að selja húsið, öðruvísi var skatturinn ekki borgaður.
.....Kona missti manninn sinn árið 2007 og eftir að dánarbúið var gert upp átti ekkjan skuldlaust hús, bíl og 19 milljóna króna sparnað á bankabók sem hún ætlaði að lifa á plús ellistyrknum, en þau hjónin höfðu ekki borgað í lífeyrissjóð. Engar tekjur voru af fasteignunum og hún treysti á að fjármagnstekjurnar bættu sér upp takmarkaðar greiðslur frá Tryggingarstofnun. Á þeim tíma sem skatturinn hefur verið í gildi hafa eignir hennar dregist saman um sömu upphæð og hún hefur greitt í auðlegðar- og fjármagnstekjuskatt....
....Þetta er afar ósanngjarn skattur og má tala um eignaupptöku eldri borgara í því samhengi. Á síðasta ári greiddu mörg hundruð eldri borgarar meira en helming tekna sinna í auðlegðarskatt og jafnframt fjórfaldaðist fjöldi þeirra sem greiddu auðlegðarskatt sem var hærri en tekjur þeirra.
Auðlegðarskatturinn átti að falla úr gildi um síðustu áramót en ákveðið var að framlengja honum og voru eignarmörk sem hann miðast við einnig lækkuð. Þegar öllu er á botninn hvolft er hér um atgervisskatt að ræða, því þeir sterkustu geta auðveldlega komist hjá því að greiða skattinn. Nýja stjórnmálahreyfingin Hægri grænir, flokkur fólksins, ætlar að láta það vera eitt af sínum fyrstu verkum að afnema auðlegðarskattinn."
Þá vitum við hvað hægri grænir ætlaað gera. Eru einhverjir sem eru svona afdráttarlausir? Hvað ætla blágrænir að gera?
Fara ekki að skýrast línur í því hvað flokkarnir ætla að gera í skattamálum.
Í Fréttablaðinu í daga kemur svo Jóhanna Sigurðardóttir með sinn boðskap:
"....En á móti fullyrði ég að sú stefna sem ríkisstjórnin og þingmeirihluti Samfylkingar og VG hefur fylgt, hefur einmitt miðað að því að færa byrðar hrunsins á herðar hinna ríkari og um leið hlífa þeim sem lakar standa eftir megni. Aðgerðir hafa miðað að því að draga úr ójöfnuði og verja velferðarkerfið. Vísbendingar og talnagögn um að dregið hafi úr ójöfnuði þeim sem hægrimenn ýttu undir fyrir hrun tala sínu máli. Við höfum náð eftirtektarverðum árangri við að verja velferðarkerfið og lífskjör þeirra sem veikast stóðu þegar hrunið skall á. Fólkið sem aldrei tók þátt í gróðabralli bóluhagkerfisins en hefði án nokkurs vafa orðið harðast úti í afleiðingum hrunsins, ef hægrimenn hefðu verið við völd.
Það hefur verið sérstakt markmið ríkisstjórnarinnar að draga úr ójöfnuði með því að beita skattkerfinu og bótakerfinu og draga úr byrðum þeirra sem síst geta borið þær. Það hefur borið ríkulegan árangur. Árið 2010 vorum við loks í hópi þeirra 10 þjóða sem búa við minnstan ójöfnuð í heiminum en á árunum fyrir hrun stefndi Ísland hraðbyri í að verða eitt af mestu ójafnaðarlöndum okkar heimshluta. Fátt sýnir með áþreifanlegri hætti muninn á stjórnarstefnu velferðarríkisstjórnar Samfylkingar og VG og þeirra hægristjórna hér sem hafa starfað undir leiðsögn Sjálfstæðisflokksins.
Hægrimönnum er í mun að láta aukna skatta á hina tekjuhæstu líta út sem almenna vaxandi skattpíningu. Það er auðvitað fjarstæða. Reyndin er auk þess sú, að eftir því sem úr ójöfnuði dregur batnar líðan fólks og ekki aðeins það, því bætt lýðheilsa og minni tíðni glæpa virðist einnig haldast í hendur við minnkandi ójöfnuð. Við þetta staldra nú fræðimenn beggja vegna Atlantshafsins og Íslendingar finna í vaxandi mæli að þetta er rétta leiðin."
Skýrara getur það varla orðið. Jóhanna ætlar að nota skattkerfið til jöfnuðar. Það virkar að hluta til eins og Guðmundur Franklin lýsir því. Auðvitað var Jóhanna hrein mey í skattamálum þegar hún myndaði núverandi ríkisstjórn og bar enga ábyrgð á misgerðum Stóra Satans á fyrri tíð og fyrirætlunum hans í framtíðinni.
Eru aðrir með tillögur um atgerfisskatta ?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2012 | 08:36
Skúli og WOW-Air
eru greinilega lent í vandræðum.Í frétt í Mogga stendur að hlutafé WOW( kannski VOFF VOFF á íslensku ? )hafi verið aukið um 500 milljónir, forstjórinn Baldur hættir og Skúli tekur við.
Þetta er fyrir reynt fólk í hrunfræðum nokkuð auðlesið. Í Mogga er líka viðtal við Frosta Sigurjónsson sem vekur athygli á þeirri staðreynd að bankar búa yfir bankamargfaldaranum. En hann er fólginn í því að banki getur búið til peninga svona sexfalt við það sem hann á í eigin fé og innistæðum. Einn aðalhrunvaldurinn 2008.
Á öðrum stað í sama Mogga er svo frétt um aðalfund MP-banka. Þar er vakin athygli á því að stjórnarformaðurinn sé Þorstein Pálsson. En á bak við hann er aðaleigandinn Skúli Mogensen í WOW.
Nú getur einhverjum dottið í hug hvað flugfélgið WOW geti best gert við 500 nýju milljónirnar? Borga skuldir? Eða leggja þær fyrst inn hjá MP-banka og fá 3 milljarða inná hlaupareikninginn í nýjum rafkrónum sem Frosti lýsir. Hækka útlán bankans og hagnað.
Þó að Skúla þyki áreiðanlega vænt um bæði fyrirtækin sín þau WOW og MP þá er hver frekur til fjörs síns. Þorsteinn Pálsson á auðvitað að vera sú borg sem innistæðueigendur í bankanum eiga að byggja traust sitt á. Enginn dregur heiðarleika Þorsteins í efa. Heldur ekki Steingríms Hermannssonar sem þó var plataður á sinni tíð. Og svo er náttúrlega ríkisábyrgðin á innistæðunum sem Frosti vill burtu sem kemur í veg fyrir að menn geri eitthvað í þessu. Þetta reddast hvernig sem fer.
En þarf ekki stjórnarformaðurinn að gera grein fyrir því hvaða tengsli eru á milli WOW-Skúla-MP-banka? Við munum nefnilega ágætlega Jón Ásgeir, Glitni, FL-Group,Pálma og Sterling,þagnir og minnisleysi,Stím osfrv. Þarf ekki Skúli að gera okkur grein fyrir því hvað sé að gerast hjá WOW og MP-banka.
Það er liðin tíð að við sættum okkur við Moggafréttir um að MP hafi hagnast um 119 milljónirá fyrrihluta ársins og útlán hafi aukist um 50 %, innlán hafi aukist um 39 % að MEÐTÖLDUM PENINGAMARKAÐSBRÉFUM.
Fyrirgefðu Skúli, en við eru mörg illa brennd eftir fyrri bankaævintýri. Við viðskiptavinirnir berum hag MP banka fyrir brjósti. Hann er eina einkarekni bankinn sem eftir er. Hann má ekki klikka því þá er úti um leifarnar af trú á athafnamenn í þessu landi um langan tíma.
Því segji ég VOff Voff áður en ég kaupi mér flugmiða. Moggafréttir dagsins af WOW og MP eru því miður ekki traustvekjandi fyrir gamla hunda.
29.8.2012 | 20:29
Lausnin komin
til að stuðla að áframhaldi vinstri stjórnarinnar. Fá ESB til að slíta aðildarviðræðunum við Íslendinga á grundvelli makríldeilunnar og Icesave.Hvorugur stjórnarflokkurinn ábyrgur!
Páll Vilhjálmsson bloggar: "Steingrímur J. eygir von: að Evrópusambandið taki einhliða ákvörðun um að gera hlé á aðlögunarviðræðum við Ísland. Vinstri grænir þurfa þá ekki að beita sér fyrir viðræðuslitum og þar með er Samfylkingin ekki með ástæðu fyrir stjórnarslitum."
Brilljant hugmynd hjá Páli. Vonandi er Jóhanna ekki að fatta þetta.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2012 | 20:18
Gísli Marteinn er ekki alvitlaus
eins og ég hélt. Það var fyrir það hversu alvitlaus hann er í málefnum Reykjavíkurflugvallar.Í því máli er hann ónæmur fyrir rökum og stendur fast á þeirri firru sinni að Kvosin sé einhver Miðbær þar sem allir vinni og verði því að búa í nágrenninu. Skilur ekki að fólkið og fyrirtækin eru löngu farin annað.
Fyrir þversummennsku og mælsku Gísla Marteins fyrst og fremst og svo afstöðuleysi fleiri bæjarfulltrúa er Reykjavíkurflugvöllur í herkví og engar nauðsynlegar framkvæmdir eru leyfðar. Engin lausn á flugstöð, engar lóðir fyrir fleiri flugskýli, engar breutarlengingar.EKKERT!
Við Gísla Martein er ekki hægt að tala orð af viti um flugmál eða flugvöll og því var ég ákveðinn í að kjósa hann ekkki(ég bý í Kópavogi sem betur fer.) Þó er Gísli íhald eins og ég.
En í kvöld var ég sammála Gísla. Nú steig hann fram og mótmælti Landspítalavitleysunni kröftuglega. Þar á að fara að byggja þvílíkt magn að nemur mörgum IKEA búðum og er hún þó stór.
Á sama tíma sem við ekki getum rekið gamla spítalann og nýtt það pláss sem þar er fyrir.Tækin að verða ónýt, læknanemar fara beint til útlanda þegar við erum búin að kosta námið þeirra og byggja fleiri kjallaralausa stúdentagarða og háskólabyggingar sem þenja sig út með bílastæðum yfir marga fótboltavelli. Sérstaklega þar sem eru margir metrar niður á fast og því upplagt að byggja kjallara undir með flutningalestum og lestargöngum í allar aðrar byggingar háskólans.
Gísli Marteinn var ómyrkur í máli þegar hann hakkaði byggingabrjálæðið í sig þar sem ekki einu sinni er haft fyrir því að gera kostnaðaráætlun fyrir þá sem eiga að borga, skattgreiðendurna. Alger fyrirlitning er af hálfu þessa byggingaderringsliðs sem lætur eins og við séum skíturinn á skónum þeirra.
Það er eins og ekkert yfirvald sé í landinu sem getur kallað þetta lið fyrir sig og spurt það spurninga á mannamáli. Það bara þegir og heldur áfram án þess að virða Gísla Martein hvað þá mig vesalinginn og aðra viðlits. Það er einhver Guðjón bak við tjöldin sem virðist öllu ráða.
Kannski er hægt að skýra flugvallarmálið fyrir honum Gísla Marteini með tíð og tíma. Til dæmis hvað það myndi kosta Flugleiði að geta ekki planað á Reykjavík sem varaflugvöll.Það eru mörg bæjarfulltrúalaun má hann vita.
Það var allavega gleiðleg upplifun fyrir mig að sjá að Gísli Marteinn er ekki alvitlaus.
29.8.2012 | 08:42
Steingrímur er snillingur
það sá ég eftir flokkstjórnarfund VVG á Hólum. Ekkert get ég ímyndað mér nema gargandi snilld í Icesave stíl þurfi til að fara á fund flokksbræðra sinna með málefnapakka eins og Steingrímur ber á bakinu og fá þá alla til að rétta upp hendur eins og sprellikalla sem togað er í.
Slétt sama þó fyrrum ráðherrar mættu ekki á fundinn sem var vel falinn á útnára í lok sumarleyfa, það kom nóg fólk á 5 borð sem hægt var að mynda og setja í RÚV. Sama hvaða svívirðingar sem tíndar hafa verið til á formanninn. Ekkert hreif: Hallelúja! Áfram vinstri stjórn eftir kosningar.
Urðu ekki fleiri en ég andvaka af áhyggjum yfir framtíðinni? Getur það verið að við bara sjáum ekki snilldina sem hann sér?
Er hann kannski raunverulegur snillingur?
29.8.2012 | 08:35
Hvað sagði Helle?
Thorning-Schmidt eiginlega? Til hvers var hún eiginleg að koma hingað?
Ég heyrði ekkert eftir henni haft nema að hún styddi aðildarviðræður Íslendinga í ESB? Sagði hún eitthvað um stefnuna sem hún er búin að gefa út í formennsku Dana hjá ESB vegna makrílkvótans sem við hunskum? Ekki heyrði ég það.
Voru þær Jóhanna að ræða mál sem engin mátti heyra á Þingvöllum?
Það er eitt af því sem mér hefur fundist hvað undarlegast við leiðtogastíl Jóhönnu Sigurðardóttur að hún talar helst aldrei neitt nema til að henda skít í íhaldið. Annað segir hún bara helst aldrei.
Þarf leiðtogi aldrei að ræða framtíðina? Jú, það gerði hún reyndar þegar hún boðaði áframhald ríkisstjórnar sinnar eftir kosningar. Ég lá andvaka eftir þá framtíðarsýn sem auðvitað Steingrímur tók hressilega undir.
Er hún Jóhanna búin að negla Framsókn bak við tjöldin? Kannski að þjóðgarðsvörðurinn Haraldur á Þingvöllum hafi verið með umboð. Var Helle að leggja á ráðin með þeim?
Hvað Helle sagði er ekki sagt upphátt.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko