Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2012
16.8.2012 | 08:38
Þagmælsk
þegar Kaupþing þarf á að halda. Því getur maður treyst þegar Ragnhildur Geirsadóttir sem áður stjórnaði Flugleiðum fyrir þá Hannes Smárason og Jón Ásgeir sest í rukkarasæti erlendra vogunarsjóða sem Steingrímur J. hefur veitt skotleysi á íslenk heimili með því að gefa þeim kröfurnar í Kaupþingi og Aríon banka.
Það verður ekki fréttamannaskarinn á eftir henni í von um að hún tali af sér.
16.8.2012 | 08:30
Bíð enn
eftir þjónustunni frá bönkunum sem ég nefndi á dögunum.
Ekki kemur kortið enn.
16.8.2012 | 08:29
Hvar er Agnes?
spyrja margir Moggafíklar. Var Mogginn ekki nógu stór fyrir bæði eins og þeir sögðu í kábojmyndunum ?
Mér finnst vanta sagnfræðirit yfir afrek Steingríms J. Sigfússonar í ráðherratíð hans. Uppflettirit sem fólk getur notað til að verja sig gegn sannfæringarkrafti VG í komandi kosningum. Svo getur orðið not fyrir það síðar í Þjóðmenningarhúsinu á góðum degi sem uppsláttarit..
Ég hefði treyst Agnesi Braga vel til að semja það.
16.8.2012 | 08:22
Kosningaskjálfti
er greinilega í loftinu. Maður sér að gáfumannaskrifum þeirra sem hyggja á framboð er að fjölga í Mogga og fara að þrengja að minningargreinunum. En Mogginn flýtur jú mikið á þeim og aðsóknin er óháð veðri og vindum.
Sumir segjast lesa Moggann þrátt fyrir skrif ritsjórans bara vegna minningargreinanna aðrir, þeir yngri náttúrlega, bara vegna skrifa ritstjórans og svo fauskar eins og ég sem geta án hvorugs verið og verða að fá "línuna" til þess að geta farið út.
Það er eitthvað í loftinu þessa síðsumarsdaga. Einhver fyrirheit sem erfitt er að skýra. Kannski er það kosningaskjálfti?
14.8.2012 | 12:18
Þjónusta Landsbankans
er líklega alveg eins og ég man hana í gamladaga. Þá hafði blankur maður á tilfinningunni að bankar litu niður til viðskiptavina sinna sem biðu niðurlútir eftir afgreiðslu sumir í von von um náðarvíxil. Svo komu Björgólfarnir og þá átti allt að vera svo þjónustvænt, bankinn var orðinn vinur þinn sem bara hugsaði um að þjónusta þig og þú gast allt í einu fengið lán meira að segja.
Nú er bankinn aftur orðinn ríkisbanki og fyrir utan bíður horaður almúginn eins og sagði í kvæðinu hans Ladda um Austurstræti.
Ég stakk debetkortinu mínu í hraðbanka Lsndsbankans á Dalvegi á föstudagskvöldi því ég átti ekki neinn pening í buddunni.(Hm, þessi banki er í ríkinu) Kassinn gleypti kortið og fór ssvo að spila fyrir mig myndasýningu á skjánum um ágæti Landsbankans.
Ég hamaðist á tökkunum en allt kom fyrir ekki, Ekki fékk ég kortið til baka. Gefið var upp neyðarnúmer til að hringja í. Ég var svo sljór að ég stóð við kassann og hringdi. Fólkið í röðinni fór að ókyrrast og spyrja mig hvort ég væri ekki að verða búinnn. Einn spurði hvort kassinn væri bilaður aftur. Ég sagði svo vera. Röðin hvarf en innan skamms kom starfsmaður frá ÁTVR og setti skilti með límbandi á kassann sem stóð á "bilaður-broken" og gat ég þá farið af vettvangi með góða samvisku.
Í neyðarnúmerinu var mér tjáð að það yrði litið á kassann eftir helgina og þeir myndu senda kortið í viðskiptabankann. Það væri engin neyðarvakt eða soleiðis. Það kæmi einn hópur manna að gera við kassann og annar hópur að taka kortið og skila því.
Ég sparaði öll útgjöld um helgina og hringdi í neyðarnúmerið á mánudaginn og fékk uppástungu frá elskulegri stúlku um að hringja í viðskiptabankann. Þeir myndu senda kortið með símanúmerinu mínu þangað. Enginn hringdi á mánudaginn. Á þriðjudaginn hringdi ég um hádegið í stúlkuna til að spyrja frétta og þá sagði stúlkan skyldi spyrjast fyrir um þetta. Eftir langa bið komu þær fréttir að kortið yrði sent til viðskiptabankans í dag með pósti og ég gæti spurt um það þar á morgun eða svo. Takk, frábær þjónusta sagði ég og stúlkan sagði takk fyrir það og var mjög ánægð að heyra.
Ég hef séð að í lyftum eru gefin upp neyðarnúmer til að hringja í ef lyftan bilar. Skyldi vera sama biðin í að fá svörun? Maður geti búist við að verða hleypt út á næsta virkum degi? Skyldu þeir segja sorrí Stína við mann þegar maður kæmi út?
Er þetta ásættanlegt að bankar fái að hafa svona þjónustutæki sem geta auðvitað bilað og étið kortin þín án þess að nokkuð sé hægt að gera nema labba burtu? Ekkki veit ég, en auðvitað raskar þetta í engu áliti mínu á hinu íslensku ímynd Landsbankans að hann sé vinur minn og til þjónustu reiðubúinn.
Kannski fæ ég hringingu frá útgáfubankanum Íslandsbanka við Gullinbrú á morgun um að ég megi sækja kortið. Ég skal láta ykkur vita um framhald málsins og frekari þjónustu Landsbankans ef ég verð fyrir henni.
14.8.2012 | 08:50
Gleymum við þeim?
öllum fljótt? Munum við nokkuð fyrir hvað þeir stóðu? Hvað þeir gerðu? Hverjar upphæðirnar voru? Hvar eru þeir núna?
Jóhannes Jónsson í Bónus, Jón Ásgeir Jóhannesson í Baugi, Ólafur Ólafsson í Kjalari og Samskipum, Pálmi Haraldsson,Jóhannes Kristjánsson í Fons, Express, Sterling og og Flugleiðum, Bakkavararbræður í Exista og Kaupthingi, Milestonebræður í Sjóvá, Þorsteinn Már í Glitni, Geirmundur í SpKef, Birgir Ómar Haraldsson í Byr,Hannes Smárason í FL Group, Sigurður Einarsson, Hreiðar Már Guðjónsson í Kaupthingsbanka,Björgólfarnir í Landsbankanum og Straumi, og hvað þeir nú hétu allir saman þessir athafnamenn? Maður er að hætta að muna þetta.
Hvar er Tortóla? Hverjir eru erlendir kröfuhafar sem núna eiga bankana Íslandsbanka og Aríon? Alþingi hafði lista en nú er engar upplýsingar að fá lengur. Allt lokað og læst. Ekki veit Steingrímur neitt?
Það fennir óðum í sporin og hver man nú eftir yfirlýsingum Evu Joly?.Þeir unnu, þú tapaðir.
Eigum við ekki bara að gleyma þeim ?
11.8.2012 | 15:14
"Ísland í alþjóðasamfélaginu"
er frasi sem ESB sinnar nota mikið til að slá um sig. Íslendingar eru ekki með í samfélagi þjóðanna ef þeir eru í ekki í hópi hinna 27 þjóða í ESB. Eru ekki meira en 90 önnur þjóðríki til?
Þorsteinn Pálsson sem er einn hættulegasti áróðursmaðurinn fyrir aðild Íslands að ESB skrifar svona í Fréttablaðið í dag:
"Til að bæta úr þessu þarf Sjálfstæðisflokkurinn að sýna skýrari áætlun um hvernig ná á Íslandi út úr pólitískri blindgötu stjórnarflokkanna í efnahagsmálum og trúverðugri hugmyndir um stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu til lengri tíma."
"Til lengri tíma erum við öll dauð" sagði Keynes.
Eitt af því sem hefur hrjáð ESB sina lengi er að þeir halda að heimurinn sé óumbreytanlegur. Slíkt gengur aldrei lengi í pólitík og það sá Sjálfstæðisflokkurinn sjálfsagt og kaus hann frá formennskunni á sínum tíma. Á móti mínu atkvæði skal tekið fram.
Nú sendir Þorsteinn vikulega frá sér skeyti þar sem hann spáir í spilin og talar stundum eins og hann tali enn fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Sem hann gerir alls ekki frekar en ég. Sem tilvitnuð setning hans talar hinsvegar nokkuð skýru máli um.
Þorsteinn hefur ekki komið lengi á landsfundi Sjálfstæðisflokksins svo ég hafi séð. Ef hann hefði verið á þar liðnum fundi þá hefði hann hugsanlega ekki skrifað þessa setningu á þennan hátt. Flokkurinn hefur nefnilega alveg skýra sýn á stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Flokkurinn vill frjálst og sjálfstætt Ísland sem talar á jafnréttisgrundvelli við aðrar sjálfstæðar þjóðir. Hann er búinn að móta afstöðuna í gegnum miklar umræður þar sem þau sjónarmið urður ofaná með gríðarlega afgerandi hætti.
ESB er hernaðarbandalag eftir að Vestur-Evrópusambandið rann inn í það 2006. Það er alveg kýrskýrt að þjóðirnar 27 eru í því bandalagi og engin getur skorist úr sameiginlegum ákvörðunum. Sr. Þórir Stephensen þrætir fyrir þetta ennþá við mig í Sundlaugunum og svo er um marga hjartahreina Evrópusinna hérlendis. En þeir hafa bara ekki lesið textana nægilega vel. Enda eru textarnir lipurlega orðaðir en samt skýrir og ákveðnir.
ESB er tollabandalag gegn restinni af umheiminum. Það er heldur ekki umdeilanlegt ef textarnir eru lesnir. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki verið á þeirri skoðun að Ísland eigi að ganga þarna inn vegna sértöðu landsins í ríkidæmi. Sama hvað Þorsteinn Pálsson og aðrir skeleggir menn reyna að ýja að því að til séu einhverjir Evrópu-armar í flokknum.Þeir eru þá í hæstalagi fálmarar eða bifhár, svo litlir eru þeir.
Þorsteinn heldur svo áfram að sá í framtíðina.Líklega hefur hann rétt fyrir sér þegar hann veltir Framsóknarflokknum fyrir sér:
"...að Framsóknarflokkurinn hafi verið í harðri stjórnarandstöðu er ólíklegt að hann vilji láta kosningarnar snúast um það hvort stjórnarandstaðan eigi að leysa ríkisstjórnina af hólmi. Hann mun því halda hinum kostinum jafn opnum að ganga til liðs við ríkisstjórnina. Það þýðir aftur að enginn veit fyrir hvað flokkurinn stendur. Hann á því litla möguleika á berja í bresti trúverðugleikans.
Vandi Sjálfstæðisflokksins er sá að hann getur ekki bent á Framsóknarflokkinn sem öruggan samstarfsflokk. Þá mun Morgunblaðið ekki fallast á samstarf við Samfylkinguna jafnvel þó að svo ólíklega færi að hægri armur hennar næði undirtökunum. Málefnalega er síðan erfitt að benda á VG sem eftirsóknarverðan kost til að vinna með.
Að þessu virtu virðist Sjálfstæðisflokkurinn eiga meiri möguleika en aðrir til að koma ár sinni betur fyrir borð fái hann meiri tíma. Ekki er þó víst að honum takist að nýta hann til þess eða hafi hug á því. En eini öruggi krókur stjórnarflokkanna á móti slíku bragði er að efna til kosninga í haust. Herkænska af því tagi er þó heldur ólíkleg."
Um margt er ég sammála Þorsteini þarna. Það eru margir að velta þessum málum fyrir sér um þessar mundir. Hvað sé eiginlega Sjálfstæðisflokkurinn og hvað hann sé að hugsa. Og vissulega eru margir Sjálfstæðisflokksmenn í óvissu um núverandi getu flokksins til að takast á við vandamálin eða hvort hann nái vopnum sínum saman ef hann þyrfti að mynda stjórn núna strax. Því er til að svara, að núverandi þingflokkur er ekki sá sami og mun standa frammi fyrir stjórnarmyndunarviðræðum að þessu Alþingi gengnu. Það gerist ekkert nema með nýjum kosningum. Vötn eru ekki öll fallin til sjávar í Dýrafirði hvað þetta varðar sem betur fer fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur. Tíminn er ekki kominn en hann kemur.
ESB sinnar eiga óvíða vísan stuðning innan flokksins sem stendur og mér segir svo hugur um að það atriði muni vega þungt í prófkjörum flokksins. Þorsteinn Pálsson getur ekki frekar en ég dæmt um skoðanir Sjálfstæðisflokksins á stöðu Íslands í þessu svonefnda "alþjóðasamfélagi" til skamms tíma fyrr en liðsveitin liggur fyrir. En við skulum vera skýr á því að það eru til þjóðir utan Evrópusambandsins og ekki alhæfa eins og þeir ESB sinnar gera svo oft.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.8.2012 | 16:22
Kosningabarátta
Jóhönnu og Steingríms eru hafin. Mávi í Seðlabankanum er sagt að styrkja gengi krónunnar og lækka evruna. Stöku vara lækkar í verði og neytendur eru himinlifandi. Að þeim slæðist grunur um að kannski séu Jóhanna og Steingrímur ekki svo slæmir leiðtogar eftir allt. Gengið styrkist, atvinnuleysið minnar af hverju sem það stafar, sólin hefur skinið á hverjum degi. Er eitthvað að spyrja þau?
Ríkisskuldirnar vaxa að vísu ósjálfbært um 16 % á áru og nálgast bráðum 2000 milljarða. Hverjum er ekki sama um svoleiðis tölur á blaði. Það er bara hvað er í dag sem skiptir okkur máli? Það eru kosningar framundan og þá er ekki rétti tíminn til að spara. Nú er um að gera að fjölmiðlamenn og þekkt andlit fari í framboð og lýðurinn trúi að allt byggist á einstaka þingmanni en ekki samvinnu margra.
Jóhanna veit kannski ekki ennþá að hún er komin á niðurtal . Hennar tími kemur í vetur og þá kemur gamall kommi í formannstól Samfylkingarinnar. Hún ræður ekki hvort er á undan Árni Páll eða Össur. Öðrum er vart ekki til að dreifa þar sem Dagur er kominn að kveldi af samneytinu við Jón Gnarr og Ingibjörg komin til Afganistan.
Enda kannski eina pólitíska vitið í stöðunni. VG er í þvílíkri rúst undir formanninum sínum að það er vonlaust fyrr hana að reyna að fara fram með einhver kosningaloforð. Og hvað getur flokkur sem er ástatt um? Á hann annan kost vænni en að sameinast Samfylkingunni. Og það er áreiðanlega huggulegra fyrir þá að gleypa ef þar er gamall kommi í fyrirsvari heldur en einhver gamall eðalkrati ef þeir eru þá til lengur.
Fari Steingrímur fram aftur þá bíða hans varla annað en hæðnislátrar. Því stráknum sem sífellt hrópaði úlfur- úlfur eða lýgur öllu sem hann segir og svíkur allt sem hann lofaði heitast það endar með því að jafnvel íslenskur kjósandi hættir að trúa og eru þeir þó langreyndir í kokgleypingum eins og sannast á Steingrími og kjósendum hans.
Litlu sérvitringaflokkarnir ætla að vera andvana fæddir. Þeirra tími leið eiginlega áður en hann kom. Það eru bara hægri grænir sem virðast til einhvers líklegir. Það er skaði því þeir höggva skörð í raðir okkar Sjálfstæðismanna. Sem er slæmt því okkur hefði ekki veitt af þeirra fólki á næsta landsfund til rétta okkar sósíalista-segulskekkju, að hamla gegn kvótakerfinu og öðrum sósíalisma andskotans sem þangað slæðist. En það mun ríða á fyrir þjóðina að henni sé gefin einhver trúverðug framtíðarsýn á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem einn flokka er bundinn af slíkum samþykktum.
Ef svo fer sem venja er þá koma þessir venjulega 100 menn frá LÍÚ og kvótagreifum undir hljómsveitarstjórn Einar K. og slíkra kappa og einoka sjávarútvegsnefndina og ályktunin um sjávarútvegsmál verður venjulegt hósíanna um kerfið góða sem aldrei má breyta. Áframhaldandi einstrengingur í þessu máli mun valda flokknum tjóni áfram og mylja undir flokk eins og hægri græna ef ekki kemur neitt annað fram. Þeir eiga auðveldari leik því enginn sem raunverulega trúir á frelsið og einstaklingsframtakið og sjálfstæðisstefnuna getur verið sammála heimspeki þessa kommakerfis og einsleitra bankahagsmuna.
Það verður því sorglegt ef þetta gengur allt eftir og skaði fyrir þjóðina ef fylgi hægri manna splundrast í áhrifalaus brot.Einn hægri grænn getur lítið en einn sjálfstæðisþingmaður til viðbótar getur skipt sköpum.
Ólíklegt er að átök verði um ESB málin, þar eru línur nokkuð skýrar. Orkumál verða heitt mál og afnám hafta. Og svo auðvitað stóru málin sem undir krauma og sjóða. En það bíður síns tíma því vika er langur tími í pólitík.
Það eru áhugaverðir tímar framundan í pólitík þegar lognværa sumarsins líður og kosningabaráttan hefst.
10.8.2012 | 08:44
Hvað að baki býr
Vigdís Hauksdóttir greinir hismið frá kjarnanum hvað slímsetu Jóhönnu Sigurðardóttur varðar. Hún segir enn í sömu grein í Magga:
"Langt er síðan flestum varð ljóst að aðlögunarferlið að ESB og Icesave tengdust sterkum böndum. Því hefur verið haldið fram að ESB hafi haft í hótunum gagnvart Íslendingum - í fyrsta lagi að taka ekki við umsókninni, í öðru lagi að hleypa ekki aðlögunarferlinu af stað og í þriðja lagi að af inngöngu yrði ekki - nema klyfjarnar yrðu settar á íslenska skattgreiðendur.
Mitt kalda mat er því þetta:
Ríkisstjórn sem hefur lagt allt undir í ESB-aðlögunarferlinu verður á einhvern hátt að sýna fram á skýran vilja til að gangast við kröfunni gangvart ESB. Hagsmunir okkar landsmanna - að vinna málið fara ekki saman við hagsmuni ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur um - að tapa málinu fyrir EFTA-dómstólnum."
Sjá ekki allir hvað að baki býr? Það þurfti aðeins að fá til liðs við sig viljalaust verkfæri eins og Steingrím J. Sigffússon og flokkinn hans sem er reiðubúinn að selja alla sannfæringu hafi hún einhverntíman verið til staðar, öll prinsíp, öll vináttutengsli við gamla flokksmenn og allt þjóðarstolt fyrir völd og peninga. Og það tókst með ágætum.
Eina málið skal í höfn og þjóðin skal í ESB og taka up evruna með illu ef ekki góðu. Það er það sem að baki býr.
10.8.2012 | 08:33
Ólögleg Alþingi
situr að völdum í landinu. Því ber að fara frá tafarlaust vegna 11.gr. stjórnarskrárinnar.
Vigdís Hauksdóttir segir enn í greininni Mogga:
"Það er með eindæmum að ríkisstjórnin skuli sitja enn og halda á málinu fyrir hönd Íslands. Steingrímur J. sagði að Icesave I væri »glæsileg niðurstaða« og Jóhanna spáði »köldum frostavetri« gengust Íslendingar ekki að kröfum Breta og Hollendinga.
Forseti Íslands vísaði Icesave í tvígang í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu sbr. 26. gr. stjórnarskráinnar - og höfðu landsmenn betur í bæði skiptin - mót meirihluta alþingismanna. Það er því dæmalaust að ríkisstjórnin skyldi ekki hafa sagt af sér og boðað til þingkosninga - strax eftir fyrri þjóðaratkvæðagreiðsluna.
Ef skoðað er sambærilegt ákvæði í stjórnarskránni um bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu í 3. og 4. mgr. 11. gr. hennar sem fjallar um forseta Íslands þá kemur þar fram:
"Forseti verður leystur frá embætti, áður en kjörtíma hans er lokið, ef það er samþykkt með meirihluta atkvæða við þjóðaratkvæðagreiðslu, sem til er stofnað að kröfu Alþingis, enda hafi hún hlotið fylgi 3/4 hluta þingmanna. Nú hlýtur krafa Alþingis eigi samþykki við þjóðaratkvæðagreiðsluna, og skal þá Alþingi þegar í stað rofið og efnt til nýrra kosninga."
Þarna kemur skýrt fram að sé þjóð og þing ekki samstiga þá beri þinginu að víkja. Hví var ekki sótt fordæmi til þessarar lagagreinar þegar ríkisstjórnin tapaði málinu með 98% greiddra atkvæða?"
Svo undrast menn það að virðing Alþingis sé komin niður fyrir rauðvínsstyrkleika í hugum almennings?
Alþingi sem nú situr með stjórnarskrábroti er kolólögt og á að fara frá tafarlaust.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko