Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2012
10.8.2012 | 08:24
Voila !
Vigdís Hauksdóttir sem einhver sagði við mig á dögunum að væri hugsanlega skeleggasti þingmaður Framsóknarflokksins í ellefuhundruð ára sögu hans segir svo í Mogga:
„ Í 9. kafla sem fjallar um fjármálaþjónustu í samningsafstöðu Íslands í því aðlögunarferli sem nú stendur yfir gagnvart ESB sem birtur var 11. júní sl. á netslóðinni vidraedur.is koma fram afar einkennilegar upplýsingar. Þar stendur: "[Dóms]málinu mun væntanlega ljúka á næstu mánuðum og Ísland væntir þess að allir hlutaðeigandi aðilar munu virða niðurstöðu EFTA-dómstólsins varðandi þetta mál.
Það er engu líkara en ríkisstjórnin vilji tapa málinu og játa sig sigraða fyrirfram með þessu loforði. Ef grunnurinn að þessari yfirlýsingu er skoðaður virðast hagsmunir ríkisstjórnarinnar vera aðrir en hagsmunir íslenskra skattgreiðenda - því ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar lagði allt undir til að koma þessum birgðum yfir á landsmenn. Því fara hagsmunirnir ekki saman - sér í lagi þegar komið er fordæmi fyrir því að Landsdómur hefur verið virkjaður."
Þetta kemur mér nokkuð á óvart því ég hélt að þjóðaratkvæðagreiðslur, hvað þá tvær í röð um Icesave málið, hefðu eitthvað gildi hjá fóki sem talar hástöfum á hverjum degi um gildi beins lýðræðis og gegnsæis og nauðsyn stjórnarskrárbreytinga í því sambandi. Það á sem sagt að semja um málið við kröfuhafana.
Verður það afgreitt með lagafrumvarpi frá Alþingi sem Ólafur þarf að samþykkja eða Már bara látinn látinn ganga frá greiðslunni?
Voila! Þannig stjórnar Steingrímur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2012 | 21:30
Lífeyrisjóðahneykslið
heldur áfram.
Páll Vilhjálmsson geriri kerfinu góð skil á sínu bloggi.Hann segir meðal annars:
"Lífeyrissjóðir á Íslandi eru reknir af græðgisvæddum bjánum sem í ofanálag eru fullkomlega ábyrgðalausir. Bjánarnir sólunduðu almannafé í skýjaborgir auðmanna og fengu í staðinn umbun eins og að sitja í lúxusstúku á Anfield...
Starfsemi lífeyrissjóða er svo einföld að hún sankar að sér getulausu fólki, hrunið sýndi að siðleysingjar hafa líka tekið sér bólfestu þar. Kerfið er ónýtt og þarf að leggja af.
Lífeyrissjóðir starfa í skjóli laga sem tryggir innflæði fjármagns. Útgreiðslur eru aldurs- og örorkutengdar og skýrar reglur þar um. Launþegar greiða til lífeyrissjóða samkvæmt kjarasamningum. Allt er bundið og skýrt og engin samkeppni er á milli sjóðanna.
Spurningin er aðeins hvort sameina eigi alla lífeyrisjsóði landsins í einn sjóð undir ríkisforsjá eða hvort ætti að fara þá leið að hafa enga lífeyrissjóði heldur lífeyrisreikninga í fjármálastofnunum (bankar, tryggingafélög og þess háttar).
Blönduð leið fæli í sér að samtryggingarþátturinn færi til ríkislífeyrissjóðsins en lífeyrissparnaðurinn á lífeyrisreikninga í fjármálastofnunum sem væru undir eftirliti..."
Þjóðin skptist í tvennt. Opinbera starfsmenn sem halda nærri öllum launum sínum verðtryggðum þegar þeir hætta störfum á kostnað hinna sem búa við stöðugar skerðingar vegan afglapalýðsin sem var settur í sjóðina og sagt að ávaxta þá með 3.5 %. Þeir gátu það ekki heldur bara töpuðu og því bætast niðurgreiðslur fólksins sem tapaði á þeim til þess að opinberir geti haldið sínu við eymd þeirra sem lífeyriskerfinu var logið inná í upphafi.
Og enn er sjóðafurstunum trúað fyrir að gambla með skattfé ríkisins því að staðgreiðslan er tekin við útgreiðslur lífeyris sem hefur þá stórrýrnað vegna tapsins. Vandi ríkissjóðs myndi snarlagast ef hann hirti skattgreiðslurnar strax við inngreiðslur í sjóðina en léti ekki fósana sem jhann Páll er að lýsa um að valsa með þær.
Ég vil að hver maður fái verðtryggða reikninga með 0 % ávöxtun í Seðlabankanum á sinu nafni þangað sem skyldugreiðslurnar fara. Hann fær þær út þaðan þegar hann vill fara á eftirlaun. Lokum öllum vindlakössunum og rekum alla þorgeirana og lundana um leið og við leggjum kerfið niður.
6.8.2012 | 19:29
Til hamingju Ameríka
enn hefur þú sannað að landneminn lifir. Loginn lifandi sem býr í bandarísku þjóðinni þrátt fyrir allt sem á henni dynur.
Hvar eru afrek Evrópusambandsins í geimvísindum? Hvað gat sósíalisminn?
Good morning America! Long live America!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.8.2012 | 12:08
Framtíðarsýn
er það sem mörgum finnst mest hrjá suma íslenska stjórnmálamenn um þessar mundir. Til þess að breiða yfir það að þeir skilji hvorki upp né niður í vandamálum dagsins þá grípa þeir oftar en ekki til þess að bulla um framtíðina sem þeir vita áreiðanlega jafnlítið um og næsti maður.
Davíð Oddsson skilgreinir þetta svo í Reykjavíkurbréfi þegar hann veltir fyrir sér formannsmálum í Samfylkingunni:
"Árni (Páll) hafði varla lokið við að orða sína stórsnjöllu og frumlegu hugmynd er Sigríður Ingibjörg Ingadóttir bauð sig fram til formans. Sigríður mun vera einn af þingmönnum Samfylkingar og tók fram að hún hefði »framtíðarsýn,« sem er sjálfsagt að óska henni til hamingju með. Það hafði hvergi vottað fyrir því áður.
Framtíðarsýn« er nýyrði stjórnmálamanna um það sem áður var kallað stefna, en er samt um leið einhvers konar óbein afsökun þess að hafa enga stefnu sem hægt sé að festa hönd á. Um áttatíu prósent af ræðum þess háttar stjórnmálamanna hljóða þannig
"að nauðsynlegt sé að hafa skýrt markaða framtíðarsýn um þá vegferð sem eigi að vera uppi á því borði, sem allir eigi að koma að, þar sem hægt sé að marka framsæknar framtíðarlausnir, en þó eingöngu eftir skýrum faglegum leikreglum, sem sérfræðingar komi að, en ekki spilltir stjórnmálamenn og kallist á við þær nýju siðareglur um upplýsta umræðu og gagnsæja ákvarðanatöku sem séu í andstöðu við það foringjaræði og kúgun framkvæmdavaldsins á lýðræðislegri þátttöku, sem allir flokkar eigi að koma að, án ágreinings en fylgja markaðri vegferð að því borði sem hin skýra framtíðarsýn faglegrar umræðu hljóti að leiða menn til, með hliðsjón af hagsmunamálum heimilanna."" Þetta síðasta vísar til heimila frambjóðendanna, en annað þarfnast ekki skýringa."
Þegar haft er í huga að þessi frambjóðandi varð til þess að Geir Haarde var dreginn fyrir Landsdóm þá er þessi kaldhæðni beitt sem besta rakblað getur orðið. Mér finnst þetta vera lifandi lýsing á málflutningi margra þeirra sem vilja vera þingmenn en hafa ekki getuna eins og Jósef orðaði það við Söru, sem hafa prýtt sali hins háa Alþingis síðan í búsáhaldabyltingunni. Ræðumenn fullir af "sound and fury" í anda Shakespeare, sem fara mikinn en hafa í rauninni ekkert að segja.
Kannski var þjóðinni mátulegt að fá þetta Alþingi og ríkisstjórn yfir sig og dregur einhvern lærdóm af. En mín framtíðarsýn er sú að það verði kosið nýtt Alþingi sem fyrst. Getur það nokkuð versnað?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.8.2012 | 18:43
Hvaða rétt eigum við?
til að selja landið? Hvort kemur á undan, við núlifandi eða landið Ísland? Ekki bara í 17.júni bulli heldur í alvöru.
Óli Björn Kárason skrifaði athyglisverða gein á dögunum. Hann vekur athygli á þeirri miklu þenslu sem hefur verið í opinberum rekstri síðustu áratugi. Þetta skeður hægt og hljótt og við tökum ekki eftir því. Við erum að veðsetja landið og börnin okkar. Okkar viðbjóðslega græðgiskynslóð sem skilur ekki upp né niður í ungmennafélagsandanum gamla.
Ég man eftir því að Borgaraflokkurinn komst í stjórn einu sinni. Þá vantaði ráðherrastöðu fyrir hann og þá var búið til Umhverfisráðuneyti til bráðabirgða. Allir reiknuðu með að sá óþarfi myndi hverfa eftir kjörtímabilið. Ekki aldeilis. Nú er þetta orðið að skrímsli.
En grípum niður í Óla Björn:
"Frá árinu 1980 hafa útgjöld hins opinbera nær þrefaldast að raunvirði (mælt á verðvísitölu landsframleiðslu samkvæmt útreikningi Hagstofunnar). Fyrir 32 árum námu útgjöld ríkis og sveitarfélaga um 258 milljörðum króna á verðlagi ársins 2011. Á síðasta ári voru útgjöldin um 751 milljarður króna, þrátt fyrir nokkurn niðurskurð. Árið 1981 var meðalfjöldi Íslendinga rétt liðlega 228 þúsund en á síðasta ári 319 þúsund. Útgjöld á hvern Íslending voru því 1,1 milljón árið 1980 en tæpar 2,4 milljónir króna 2011. Þannig tvöfölduðust útgjöldin að raungildi á hvert einasta mannsbarn."
Leið okkur ekki bara vel árið 1981? Líður okkur eitthvað betur núna með fæðingarorlof og endalaust fleiri stúdenta? Og kvótakerfið? Hvað hefur brest?
Óli Björn segir enn:
"Meginreglan hefur verið sú að útgjöld hins opinbera hafi verið hærri en tekjur eða í 22 ár af 32 frá árinu 1980. Samtals nemur hallinn rúmlega 525 milljörðum króna. Þennan halla verða skattgreiðendur framtíðarinnar að greiða með einum eða öðrum hætti. Í raun er hallinn enn meiri því með skipulegum hætti hafa ýmsar skuldbindingar verið faldar og það sem er verra; skatttekjur framtíðarinnar verið færðar til að standa undir rekstri samtímans líkt og gert var þegar samið var við álfyrirtækin um fyrirframgreiðslu skatta. Þannig er verið að svindla á komandi kynslóðum.
Draga verður í efa að réttlætanlegt sé að greiða liðlega 400 milljónir í laun til listamanna, sem flestir eru fullfrískir, á sama tíma og menntastofnanir líða skort og nemendur þurfa að taka afleiðingunum. Sú spurning vaknar hvort ekki sé hægt að reka velferðarráðuneytið fyrir lægri fjárhæð en 920 milljónir á sama tíma og heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni þurfa að sæta stórkostlegum niðurskurði. Varla munu himinn og jörð farast þótt tekið sé til hendinni í umhverfisráðuneytinu sem kostar í heild 8,5 milljarða og þar af 327 milljónir vegna rekstrar aðalskrifstofu. Getur verið að eitthvað sé að í forgangsröðun þegar ekki er hægt að endurnýja lífsnauðsynleg tæki á sjúkrahúsum en talið er rétt að reka Umhverfisstofnun fyrir 922 milljónir króna?"
Mér hefur oft dottið í hug hvort núlifandi Íslendingar hafi rétt til að selja land sitt til erlendra kónga. Hvort komandi kynslóðir hafi ekkert að segja um það?. Ef ég á Grímsstaði á Fjöllum þá get ég selt þá til Kína? Engan varðar um það að dómi Samfylkingarinnar? Getur ólýðræðislega kjörið Alþingi ráðstafað Íslandi án samráðs við íbúana?
Óli segir enn:" Þjóð sem telur sig neydda til að skera niður í löggæslu hefur ekki efni á því að reka forsætisráðuneyti sem kostar 1,2 milljarða króna á ári"
Er eignarhald á jörð eitthvað sem ekki kemur öðrum við? Tilheyrir bújörð ekki Íslandi? Tilheyrir kvótinn á miðunum Íslandi? Getum við selt miðin? Skuldum við Íslandi ekkert fyrir að hafa fæðst hérna og komistí álnir sum hver?Er landið minna en við sem nú lifum? Höfum við engar grundvallarskyldur við landið?
Óli Björn er nefnilega að benda á það að okkar kynslóð er að selja landið og veðsetja í útlöndum. Hversu langt nær okkar umboð gagnvart landinu umfram þeirra sem lifðu á því í gamla daga og gáfu það ekki? Það þurft þá Einar Þveræing til að koma í veg fyrir það. Metur það einhver einhvers lengur? Er réttur peningaveskisins alger á þessu landi?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.8.2012 | 10:18
Flugmálastjórn Íslands
er stofnun sem virðist vera gríðarlega ánægð með sjálfa sig.
Á vefsíðu stofnunarinnar er m.a. viðhorfskönnun frá 2010 þar sem stofnunin er í fjórða sæti í samanburði við aðrar stofnanir á eftir Landhelgisgæslunni sem mælist með 5,8 stig, lögreglunni sem mælist með 5,4 stig og Háskóla Íslands sem mælist með 5,2 stig. Tæp 72% ber mikið traust til Flugmálastjórnar Íslands en 5,7% bera lítið traust til stofnunarinnar. Viðhorfskönnunin var framkvæmd 15. -22.. febrúar 2010 með netkönnun og var úrtakið 1393 manns 18 ára og eldri af öllu landinu, handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Capacent Gallup. Svarhlutfall var 62%
Hvert skldi hlutfallið vera ef svona könnnn væri gerð meðal flugfólks en ekki slembiúrtaki úr þjóðskrá? Tiltölulega lítið brot þjóðarinnar lætur sog flugmál varða. Mér býður í grun að stofnunin myndi ekki koma svona út þá.Margir þeir sem almannaflug stunda er ekki beinlínis jákvæðir í garð þessarar eftirlitsstofnunar sem sýnir slíku flugi fátt annað en síþyngjandi regluverk sem er því fjötur um fót.
Hafi einhver viðleitni birst hjá stofnuninn til að lyfta undir almannaflug síðustu ár þá hefur það farið fram hjá mér. Það er þá helst að stofnunin hefur frestað framkvæmdum á einhverjum evróputilskipunum en þó aðeins frestað. Hún ver engann fyrir vitleysunni sem er að ganga að GA dauðri í Evrópu vegna síaukins kostnaðar og gjalda. Sama þróun er hérlendis. Sportið er að þróast yfir í ríkra manna sport. Venjulegt fólk getur reynt fisflug og dreka sem er heldur reglugerðarlega auðveldara þó slíkt sé útlægt af flugvöllum. Við sem munum flugmálastjórana Agnar Kofoed Hansen og Pétur Einarsson höfum samanburð á grasrótarfólki og bírókrötum þegar kemur að almannaflugi.
Nýjast afrekið stofnunarinnar er að kyrrsetja gamla þristinn vegna þess að það þekkir enginn alla viðhaldssögu þessarar öldnu flugvélar. Af skiljanlegum ástæðum kannski þar sem hún var smíðuð í seinni heimstyrjöld. Hvernig skyldi vera ástatt almennt um flugvélar frá þessum tíma í Bandaríkjunum? En þau eru líklega eina nágrannalandið þar sem frelsisandinn sem felst í flugi fær enn að dafna? Þó Bandaríkjamenn tali um FAA stundum með takmarkaðri virðingu þá er ég hræddur um að Flugmálastjórn Íslands skipi ekki sama sess í hgum flugfólks á Íslandi.
Enda segir heimsókn á vefsíðu okkar stofnunar sína sögu. Þar eru kynntar reglugerðir og álögur og hvaða snillingar leggi þær á og líti eftir. Ekkert sem er jákvætt fyrir neinn flugáhugamann.
Nú er haldin árleg flughátíð í Múlakoti. Skyldi æðstu menn flugmála koma þangað? Kannski mæta eftirlitsmenn Flugmálastjórnar til að fylgjast með reglunum? Það er allavega búið að tryggja að þristurinn fljúgi þar ekki eins og hann hefur gert um árabil. En þar verður nóg af mörgu öðru og er öllum hátíðargestum óskað til hamingju með þessa daga í grasrótinni.
3.8.2012 | 00:01
Sólin léttir lundina
hjá fleirum en Páli ÓLafssyni. Ég sá tvær steyhpudælur í einu í dag og það hef ég ekki séð lengi. Síðustu ár hefur það verið eins og í gamla daga að maður æpir Steypubíll, steypubíll ef svoleiðis apparat sést á götu, en við Norðurmýrarbísarnir æptum öskubíllinn, öskubillinn þegar hann sást. Í síðustu viku sá ég þrjá steypubíla held ég.
Þetta kemur strax fram í pólitíkini:
"Fylgi ríkisstjórnarflokkanna eykst frá fyrra mánuði samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Fram kom í kvöldfréttum RÚV að Sjálfstæðisflokkurinn sé þó enn með meira fylgi en flokkarnir tveir til samans.
Þá kemur fram að Samstaða, flokkur Lilju Mósesdóttur, hafi tapað ríflega átta prósenta fylgi frá því að framboðið var fyrst kynnt.
Samkvæmt Gallup mælist Samfylkingin nú með 21 prósents fylgi. Vinstri grænir mælist með rétt rúmlega 12 prósenta fylgi.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins er svipað og það hefur mælst síðustu mánuði en flokkurinn fær nú tæplega 37 prósenta fylgi. Þá mælist Framsóknarflokkurinn með 12,4%.
Loks segir að nýju framboðin fjögur, Björt framtíð, Dögun, Hægri grænir og Samstaða, mælist með töluvert minna fylgi en fjórflokkarnir.
Björt framtíð sé eina framboðið sem næði manni inn á þing en framboðið rjúfi fimm prósenta múrinn í könnuninni og mælist með 5,2 prósent.
Hafi hinum flokkunum hafi Samstaða dalað mest, en flokkurinn mælist nú með tæplega þriggja prósenta fylgi. Hann fékk mest rúm 11%prósent þegar tilkynnt var um framboðið."
Enda er Sjálfstæðisflokkurinn dauðari en allt sem dautt er í sumarblíðuinni. Makalaust hvað hann og Framsókn eru samt uppi þó Jóhanna hafi hjarnað við í blíðunni. Enda gefaast engin færi á stjórnarliðinu sem bara græðir ef eitthvað hreyfist og gengið styrkist.
Ó blessuð vertu sumarsól
sem sveipar gull í dal og hól
og gangirðu undir gerist kalt
þá græðir Kol & Salt.
Þeim fækkar sem muna þá tíma og kolakranann, hitaveituskurðina og allt það. Hitaveitan fór alltaf af ef kom frost fyrstu árin og hitaveitustjórinn var kallaður "kuldaboli".
En njótum sólarinnar.
2.8.2012 | 23:41
Jón Jónsson
frá Gilsbakka f.1890 sem var bóndi í Ardal í Andakílshreppi 1932-1960 fóstraði mig frá 8 ára aldri til 12 vetra á sumrin. Hann var lærður eldsmiður og hafði smiðju með Bacho-blásara handsnúnum sem ég fékk að snúa ef ég bað vel. Mér þótti gaman að vera hjá honum í smiðjunni. Hann smíðaði skeifur úr teini sem hann glóðhitaði og barði á steðjanum. Svo sló hann göt í glóandi járnið . Svo pottaði hann skeifuna en þá setti hann hvítt duft og pottmola á skeifuna framanverða og rauðhitaði. Þá bráðnaði potturinn og flaut um skeifuna og þá slitnaði hún miklu minna. Svo var skeifunni hent í vatn þar sem hún harðnaði enn frekar líklega.
Í Árdal var 18 kúa mjólkurbú og mikið streð í kringum heyskapinn. Drottinn minn hvað hann var erfiður í vætunni með bara hrífur, gaffla og hestavélar og öngva súgþurrkun. Þrælapuð sem núna er leikur einn hjá bóndum og nútíma tækni. Þetta var ómanneskjulegt strit hjá fólkinu í Árdal og ég sé núna að óþurrkur gat gert það gjaldþrota.Það átti allt sitt bókstaflega undir sól og regni. Súrheyið, sem var held ég nýtt þá, bjargaði miklu en fyrsta árið var varla engin gryfja.
Stundum fór Jón bóndi með orf klukkan 5 á morgnana og hjakkaði þúfur. Kannski hefur hann þá verið að yrkja. Hér eru nokkrar vísur eftir hann:
þetta var í stríðinu:
Gekk úr ranni guða trú
gleymt var þrenningunni.
Má með sanni segja nú
svik í menningunni
Um prest:
Lítils meztu loforð þrátt
lævíst berstu sinni
fullvel gastu á hreinni hátt
hempu kastað þinni
Um tímann:
Tímans hraði ei var ör
er ég smár var drengur.
En núna með hans fleygiför
fylgist ég ekki lengur.
Þúfnavísa?
Töfra andann ylkrík kvöld,
eyða vanda og kvíða.
Hverfur grand ef vordags völd
vonalandið prýða.
Landlægur háttur:
Það er galli ýmsum á
að það er spjallað fleira
en sem kalla meinlaust má
og mega allir heyra.
Þessi á samt við svo margt þó hún hafi upphaflega verið um nýskáldin okkar, atómljóðahöfunda osfrv.:
Hér á landi lyginnar
lýðir standa hissa,
þegar andans aumingjar
annarra hlandi pissa.
Jón bóndi hafði verið í Ameríku sem ungur maður en hvarf þaðan. Hann var í brúarvinnu mörg sumur og kynntist konu sinni, Halldóru Hjartardóttur,f.1900, sem var líka skáldmælt og var gift öðrum þegar Jón náði í hana við Hvitárbrúna held ég. En þar voru þeir saman pabbi sálugi og Jón og eitt leiddi af öðru.
Það má geta þess hér svo það sé á skrá, að pabbi var hraustur strákur og lék það sér til svölunar í hitum að stinga sér af uppslættinum í Hvítá. Hann fór eins og steinn til botns og með þukli tókst honum að endurheimta nokkur amboð sem smiðirnir misstur í ána og kom svo upp úr miklu neðar. Verkstjórinn var ánægður og sagði honum að halda áfram. Sem hanm gerði en fékk svo köldu mikla af öllu saman og skalf í sólarhring og neitaði frekari verkfæraleit eftir það.
Ég lenti svo í sveit hjá þeim Árdalshjónum 1945 og lærði margt gagnlegt.Bróðir minn Ólafur fylgdi á eftir 12 árum seinna. Eftir því sem ég eldist þá hugsa ég oftar til þessa tíma og man eftir meiru.
Jón var maður meðalhár eða í lægri kanti. Með mikinn dökkan hárlubba og firnamiklar augabrúnir og stórar hendur eins og flestir sveitamenn í þá daga. Hann fleygði sér alltaf í overollnum (vinnugallanum sem við gengum allir í) eftir hádegismatinn í 20 minútur á dívan og sofnaði. Við gátum oft hlustað á útvarpsfréttirnar á batteríiunum sem vindmyllan hlóð. En heldur var það nú stopult þar til að rafið kom.
Svo kom síminn, hann var á þurrbatteríum held ég árið eftir og svo rafmagnið í framhaldi af því liklega 1947.Ein stutt og tvær langar. Maður hlustaði og allir hlustuðu. Strákar hjá okkur voru kærðir fyrir að klæmast í prívatsamtali.
Það var Snorrahátíð í Reykholti 1947 og rigndi allt sumarið, þá lá við að allt væri búið með heyið hjá Jóni, það hitnaði svo að hann hélt að það myndi kveikna í. Hann gróf geilar í heyið í ægilegu ryki, hann var með heymæði og þoldi þeta illa en það var að duga eða drepast og ég held að hann hafi verið hálfdauður af þessu. En ekki bað hann neinn að hjálpa sér við þetta ægilega verkn nærri sextugur kall.
Sigríður Bendiktsson, ekkja Más í Brynju , var í sumarbústað yfir ofan tún með börnum sínum. Það var víst gamli bærinn í Árdal sem Mar endursmíðaði. Allt þetta fólk varð mér kært og var mér gott í áratugi eftir þetta. Einkanlega Svala sem ég hitt löngu síðar í þýskalandi.
Þegar hann Jón Jónsson brá búi held ég að hann hafi farið að vinna hjá Héðni sem smiður. Svo dó hann Jón Jónsson frá Gilsbakka held ég 1963 og Halldóra einhverjum árum síðar.
Í túninu í Árdal, þar sem hét Faxahaugur, eru heygð þau hesturinn Faxi, veðhlaupahestur Más Bendiktsson, kýrin Flóra sem mjólkaði 28 merkur í mál og hundurinn Kátur.Svo sagði okkur Óla Jón stórbóndi á Innri Skeljabrekku sem keypti Árdalinn og við hittum sitjandi á traktor í túninu á Árdal árið sem hann dó.
Sic transit Gloria Mundi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.8.2012 | 08:57
Ástkæra ylhýra
málið....
Þetta datt mér í hug þegar ég leit yfir vísnaþátt Blöndals í morgun í Mogga.Þar er þssi vísa eftir einhvern Árna Eyjafjarðarskáld sem ég veit ekki haus né sporð á:
"Öslaði gnoðin, beljaði boðinn
bungaði voðin, Kári söng.
Stýrið gelti, aldan elti
inn sér hellti á borðin löng."
Verður maður ekki uppnuminn og heyrir Onedin-lagið í eyrunum og sér sjóinn rjúka. báruskvetturnar, finnur vindinn í andlitinu og saltbragðið á vörunum?
Skyldu þeir yrkja betur hjá ESB?
Svo er skrifaður prósi eftir Ómar skipstjóra sem vakti athygli mína fyrir skýra málnotkun:
"Steingrímur J. Sigfússon formaður vinstri grænna, kom nýlega út úr skápnum. Hann sendi örvæntingarfullt bréf til þeirra örfáu félagsmanna vinstri grænna sem ekki hafa enn yfirgefið flokkinn vegna svika formannsins við stefnu flokksins. Hingað til hefur hann ekkert kannast við að vilja ganga í Evrópusambandið, en í bréfinu fræga kemur fram ótvíræður vilji hans til þess að ganga alla leið, eins og fleiri forystumenn VG og nægir þar að nefna Árna Þór Sigurðsson. Augljóst er að vinstri grænir eru komnir í glatkistuna. Það þarf að vera heilaþveginn maður að kjósa flokk sem hefur ekki staðið við eitt einasta af kosningaloforðum sínum.
Þá er vaxandi krafa fólks að Steingrímur J. Sigfússon verði dreginn fyrir landsdóm, vegna ráðherraábyrgðar og stórfelldrar vanrækslu í starfi. Má þar nefna Icesave, Sparisjóð Keflavíkur, Árbótarmálið, og fleiri vinargreiða. Steingrímur ætlar nú ofan í allt saman að hunsa það að auglýsa eftir starfsmanni í eitt valdamesta embætti landsins, eins og lög gera ráð fyrir. Hann ætlar að handvelja þann sem verður leiðitamastur varðandi ESB.
Ég tel að Steingrímur sé algjörlega ómarktækur maður, vinstri höndin veit ekki hvað sú hægri gerir, og hann er meir en tilbúinn til að fórna hagsmunum Íslands fyrir völd, og veskið sitt sem honum þykir mjög vænt um. Það sýnir sagan okkur. Ég tel að Steingrímur J. Sigfússon sé stórhættulegur íslenskum hagsmunum, t.d. í ESB-viðræðunum þar sem alls ekki er hægt að treysta honum hvað varðar sjávarútvegsmálin. Augljóst er að hann er strax farinn að kikna í hnjánum gagnvart ESB í makríldeilunni.
Stjórnvöld benda gjarnan á að málið fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er blekking, Steingrímur J. og Jóhanna sáu til þess að sú þjóðaratkvæðagreiðsla er ekki bindandi. Af hverju lögðu þau svona mikla áherslu á að hún yrði ekki bindandi? Af því þau ætla ekkert að gera með hana ef þeim líkar ekki niðurstaðan. Við sem þjóð getum ekki liðið svona vinnubrögð, málin hafa þróast þannig að hrunið var barnaleikur hjá framtaksleysi þessarar verstu ríkisstjórnar Íslandssögunar.
Ómar Sigurðsson,
skipstjóri."
Faðir minn sálugi kenndi mér þessa vísu eftir einhvern sem ég man ekki hver var:
Ferskeytlan er Frónbúans
fyrsta barnaglingur.
En verður oft í höndum hans
hvöss sem byssustingur.
Hann rifjaði gjarnan upp líka hversu mikilvægt tungumálið væri. Hann var að læra í Darmstadt rétt fyrir Hitlerstímann(hann sá kallinn á fundi útí í skógi og sagði að það hefði nú verið aldeilis skrautsýning við kyndlalog og langa skugga og mikinn hávaða.(Ekki ólíkur sumum)) og var ekki sleipur í þýskunni. Prófessorinn stöðvaði hann og sagði í miklu uppnámi: "Þér verðið að læra málið og tala. Munið að "die Sprache ist eine Waffe."" Pabbi gleymdi þessu aldrei þegar hann var að brýna mig í náminu. "Málið er vopn" sagði prófessorinn. Íslendingar tala líka um að beita orðsins brandi.
Napóleon sagði sjálfur að það væru tvö vopn í heiminum. Annað væri sverðið og hitt væri penninn. Og af þessum tveimur þá væri penninn hinu miklu máttugri.Hann var sískrifandi nætur og daga.
Það er von að Ómar hafi áhyggjur að meðförum Steingríms J. Sigfússonar á þessu mikla vopni. Hann hefur í marggang sýnt það að hann kann ekki með það að fara fyrir hönd þjóðarinnar eins og fram kemur í grein skipsstjórans.
Steingrímur J. notar ástkæra ylhýra málið yfirleitt til að reyna að kjafta sig útúr vandræðum. Útskýra hversvegna nauðsynlegt var að svíkja þetta og líka hitt. VG virðist falla fyrir því í hvert einasta sinn. En ekki þjóðin öll alltaf og ótakmarkað.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.8.2012 | 00:23
Friedmann 100 ára
Ég datt inn á 28 gamlan samtalsþátt Boga, Ólafs Ragnars, Birgir Björns, Stefán ‚Ólafssonar og Miltons Friedmans frá 1984.
Þar reyndu þessir 3 vinstri menn allir að skjóta á Friedmann. Margt af því sem þeir týndu til var hinsvegar grundvallað á miskilningi á því sem Friedmann hefur haldið fram. Mikið líka af því að Friedmann dregur skýrar línur á milli hagfræðingsins í sér og svo stjórnmálaskýrandans. Ég hafði jafn gaman af þessari umræðu núna og þá og hef spilað þetta nokkrum sinnum á þessum árum.
Friedmnn var geysilega vígfimur maður og auðvitað svo þaullesinn í hagfræði að hvergi gátu þeir fundið á honum snöggan blett þó þeir týndu til vinstrimenn úr skúmaskotum á Bretlandi til að afsanna kenningar kallsins um peningamagnið og verðbólguna. En kenning Miltons var að maður gæti ekki aukið hvorutveggja í einu. Ef verðbólga væri stöðugt vaxandi þá væri ekki hægt að auka peningamagnið stöðugt líka án víxlverkana sem leiddi til ófarnaðar. Há verðbólga gæti alveg verið þolanleg meðan vaxandi verðbólga væri erfið.
Annað sem Friedmann kom inná fannst mér eiga vel við í dag. Það var þegar hann ræddi gengismál þjóðanna. Maður gæti ekki haft fast gengi gjaldmiðla. Ef einhversstaðar væri mikil verðbólga þá væru efnahagsaðstæður aðrar í öðru landi sem hefði stöðugleika og verðbólguskilyrði því ólík. Mér fannst sem væri verið að lýsa evrusamstarfinu . Þetta smellpassaði við það ástand sem við erum að horfa á í dag. Við sjáum að það er útilokað fyrir þjóðir sem standa á öðru framleiðnistigi en þýskaland að hafa sama gjaldmiðil og það. Myndin hlýtur að skekkjast.
Það er auðvelt að sjá að félagslegir stormar í einu landi sem eru ekki í öðru leiða til þess ójafnvægis sem við horfum uppá. Því er aðeind tímaspursmál hvenær grípa verður til aðgerða sem duga.
Bandaríkin eru svo gerólík Evrópusambandinu því þau eru eitt ríki. Það eru mimunandi aðstæður á einum stað en öðrum en hlutirnir jafnast út. Fólkið flytur sig til innan Bandaríkjanna og eltir atvinnuna meða Evrópumenn fara ekki neitt því þeir skilja ekki einu sinni málið í næsta ríki. Fyrirlíta hvern annan og dekra sína hundaþúfu.
Þjóðverjar fara ekki í stríð fyrir Serba eða Bosníumenn. Til þess verður að kalla á Kanann. Þesvegna verður Evrópusambandið seint á pari við Bandaríkin. Þó að Merkel næði að beygja alla undir Þýskaland þá eru múrar á milli þjóðanna sem ekki er hægt að berja niður. Þau eru 27 ríki sem verða aldrei eitt fremur en Bosnía og Serbía, Sví.þjóð og Ítalía.
Evrópusambandið er gagnlegt fyrir margra hluta sakir. En evran gengur aldrei upp. Og hreinn mínus væri það fyrir okkar ríku þjóð að fara að deila makríl og öðrum merg með magastrengdum Grikkjum og Sikileyingum
Fyrir mér er það ljóst og enn betur eftir að hlusta á Friedmann tala aftan úr forneskjunni. Að eigin mynt er nauðsynleg öllum ríkjum ef hægt á að vera að stjórna hagkerfunum. Allt sem hann sagði þá er rétt í dag. Gjaldmiðlar þurfa að fljóta og timar fastgengis komu aldrei eins og Friedmann greindi fyrir okkur þarna fyrir 28 árum. Hann benti okkur líka á að ókeypis menntun fyrir alla væri ekki ókeypis því hún væri alltaf niðurborguð af þeim sem ekki nytu hennar.
Þess vegna á að kosta inn á alla hluti eins og í skólana. Ríkið á að greiða aðgöngumiðana fyrir öll börnin en það á ekki að reka skólana. Þeir eiga að bjóða þjónustu sína í samkeppni og foreldrar eiga að senda börnin þangað sem þeim líst best á. Ríkjum gengur alltaf betur ef umsvif ríkisins eru sem minnst. Of mikil velferð dregur úr sjálfsbjargarviðleitnininni.
Velferðin og skattlagningin getur kæft aflið tll annarra verka með hrikalegum afleiðingum fyrir alla framþróun. Við sjáum hvað langtímaatvinnuleysið er að gera okkur hér á Íslandi. Við sjáum líka hvað okkur hefur miðað í baráttunni við eiturlyfin sem hann talar um sem vandamál á þessum tíma. Hann sagði þá að lögleiðing þeirra myndi útrýma glæpunum alveg eins og vínbannið jók glæpina á tíma AlCapone.
Það er vel varið kvöldstund í það að hlusta á þennan þátt á hundrað ára ártíð Friedmanns. Það sem hann sagði fyrir 28 árum hefur sýnt sig að vera meira rétt heldur en allt sem andmælendur hans hafa síðan sagt. Nema ef vera kynni Ólafur Ragnar sem hefur síðan áttað sig talsvert á hagræðilegum staðreyndum meðan Stefáni Ólafssyni hefur hrakað verulega.
Bogi er orðinn hvíthærður en er jafn góður og hann var þá.Yfirvegaður og eldklár eins og Friedmann.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko