Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2013
6.1.2013 | 12:52
Atgerfisflóttinn
er líklega alvarlegasta afleiðing þeirrar helstefnu í efnhagsmálum sem rekin hefur verið í tíð þessarar ríkisstjórnar.
Kerfisbundin mótstaða gegn atvinnuuppbygginu í landinu öll hennar ár blasir við. Stóriðjustoppið, málþóf og beinar athafnir umhverfisráðherrans gegn flestu sem til framfara horfir hefur valdið því að dugmesta fólkið hefur farið að leita sér viðurværis í ööðrum löndum. Menn segja mér unnvörpum að þó auglýst sé eftir fólki með margvíslega kunnáttu komi enginn hæfur. Það er ekkert fólk á markaði með þekkingu og reynslu lengur á markaði hérlendis.
Verkfræðistofur eru flestar með meirihluta verkefna sinna erlendis. Þetta fólk er ekki á heimleið því það er búið að kynnast annarri veröld. Þetta mun gera leiðina upp úr kreppuforinni brattari og grýttari fyrir landið okkar. Eigi að ráðast í einhverjar framkvæmdir sem heitir á þessu landi verða fluttir inn útlendingar til að vinna verkin.Maður spyr sig hvort stjórnarskipti muni duga til þess að ná Íslandi af stað aftur? Atgerfisflóttinn sé ekki afturkræfur og vandamálin svo gífurleg.
Yfir þjóðinni vofir snjóhengjan sem skilanefndir bankanna ætla að láta borga í gjaldeyri eftir nauðasamningum sem þær eru að gera. Hinir vökulu þingmenn Guðlaugur Þór og Pétur Blöndal hafa krafist þess að haldinn verði tafarlaus fundur í efnhags-og viðskiptanefnd til þess að reyna að ná böndum utan um þessa skelfingu sem ríkisstjórnin er að keyra yfir landsmenn í bankaheimsku sinni. Margt bendir til þess að einkennilegir hlutir hafi gerst við yfirfærslur krafna gömlu bankanna til þeirra nýju, jafnvel skuldabréf finnist ekki að baki yfirstandandi innheimtukrafna og fleira í þeim dúr eins og fram kemur á vefnum Svipunni.
Það er vandséð hvernig við komumst hjá því að gera gömlu bankana gjaldþrota og láta kné fylgja kviði gagnvart öllum kröfuhöfum, hvað svo sem það kostar. Þetta uppgjörsmál getur leitt til enn meiri atgerfisflótta frá landinu ef svo heldur áfram sem nú horfir.
5.1.2013 | 17:44
Nú stend ég með Birni Vali
þegar fólk er að ráðast á hann fyrir að nota niðrandi orð um forsetann. Ekki hneykslar þessi kjaftur á sjóaranum Birni Vali mig. Þvert á móti stend ég með honum þó að mér kannski finnist ekki borga sig að nota svona kjaft yfirleitt.
"Þingmaður VG: "Forsetabjáninn" nýtur stuðnings og aðdáunar Sjálfstæðisflokksins."
Þessu er slegið upp á Pressunni sem einhverju hræðilegu. "Mæjestetsfornærmelse" eins og langafi Jón Ólafsson var flæmdur úr landi fyrir á þarliðinni öld?
Óli Forseti hegðar sér rammpólitískt með skoðanir á öllu mögulegu þegar honum passar. Þá má hann sannarlega fá á snúðinn eins og aðrir. Það er innifalið í ráðningarskilmála Bandaríkjaforseta að þegnarnir mega segja hvað eina um hann án þess að hann megi bera hönd fyrir höfuð sér."Goes with the job" segja Kanar. Manni getur blöskrað hvernig pakkið getur talað stundum um forsetann sinn.
Er Óli Forseti eitthvað heilagur nema kannski skynheilagur? Er hann eitthvað merkilegri en Bjössi? Þó að ég sé ekki allur Sjálfstæðisflokkurinn, styð ég ekki bara Björn Val í þessu máli þó aðdáunin liggi milli hluta?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
5.1.2013 | 16:33
Homo politico islandus erectus !
er sérstök tegund lífvera sem virðist ekki fæðast í Noregi til dæmis.
Hérlendis er uppáhaldsúrræði stjórnmálamanna, sérdeilis úr hópi nýfrjálshyggjuandstæðinga, að tala um aðkomu lífeyrissjóðanna okkar að þessu máli eða hinu. Flest vandamál má leysa af því sem stendur í flokksþingsályktunum sem hljóða einhvernveginn þannig: "Efla ber, styrkja ber...veita skal fjármagni, leggja skal áherslu á" Það má alltaf seilast í Lífeyrissjóðina þegar eitthvað stórkostlegt er á dagsskrá. Lífeyrissjóðina á enginn hvort sem er nema kannski forstjórarnir sem ráða þeim. Þeir eru þannig að vissu leyti fé án hirðis sem getur auðveldlega tapast í hundrað milljarða vís án þess að nokkur geri sér rellu yfir því.Það er bara lækkaður lífeyririnn. Og hverju er ekki sama um lífeyrisþega?
Í Fréttablaðinu er skrifaður leiðari um norska olíusjóðinn og hans aðskiljanlegu náttúrur.Hvernig Norðmenn hafi vit á því að geyma hann fyrir utan hagkerfið fyrir komandi kynslóðir. Grípum niður í þessum hugleiðingum ritstjórans og hugsum dæmið nær okkkur:
"Það er yfirlýst markmið íslenzkra stjórnvalda að draga stórlega úr notkun jarðefnaeldsneytis og ákveðin þversögn í því fólgin að hefja þá vinnslu á því í stórum stíl. Á móti kemur það sjónarmið að olían mun áfram sjá heimsbyggðinni fyrir hluta orkuþarfar sinnar um langa framtíð og það væri ekki skynsamlegt að láta gríðarleg verðmæti á íslenzku yfirráðasvæði liggja ónýtt.
Vítin eru líka til að varast þau hvað varðar áhrif olíuarðsins á hagkerfið. Olíuauðurinn olli á sínum tíma ofþenslu og sveiflum í Noregi. Norðmenn tóku hins vegar þá skynsamlegu ákvörðun að læra af þeirri reynslu og stofna margfrægan olíusjóð sinn. Það blasir við að hér verði strax farin sama leið, ekki sízt í ljósi þess að olían er ekki endurnýjanleg auðlind og finna þarf leiðir til að komandi kynslóðir eignist einnig hlutdeild í arðinum af henni, en honum verði ekki sólundað jafnóðum.
Það er heldur að mörgu leyti ekki hollt fyrir íslenzkt hagkerfi að verða enn háðara náttúruauðlindum en það er í dag. Lönd sem eru rík af auðlindum vanrækja oft mannauð, menntun og þekkingargreinar sem geta stuðlað að sjálfbærum langtímahagvexti. Við þurfum að átta okkur fyrirfram á að sú hætta getur enn aukizt og vinna á móti henni.
Nokkur ár munu líða þangað til fyrir liggur hvort hægt er að hefja olíuboranir á Drekasvæðinu. Þann tíma þarf að nýta til að móta heildstæða stefnu um þessi mál."
Það munu líða nokkur ár þangað til að okkar steingrímar geta farið að nota íslenskar olíutekjur til að gera með langþráð góðverk á landi og lýð. Vegna sérstöðu okkar verður aldrei hægt að fara norsku leiðina með olíupeninga.Hvaðan kemur ritstjóranum sú viska að við munum gera eitthvað svipað og Norðmenn? Að okkur varði eitthvað um komandi kynslóðir? Sýnist mönnum til dæmis að prinsarnir í Saudi-Arabíu hugsi þannig? Eða Rockefellerarnir? Væri það ekki helst hann Hugo Chavez?
En sjáið þið þetta gerast á Íslandi Steingríms J. Sigfússsonar eða hans nóta? Eða þeirra sem koma á eftir honum?
Mun ekki tegundin Homo Politco Islandus Erectus sjá fyrir öllu þessu framtíðarvandamáli?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.1.2013 | 13:18
Nú var ég sammála Þorsteini Pálssyni
í Fréttablaðinu sem ég les annrs allajafna ekki.
Þorsteinn segir m.a.:
"Forsetinn greindi þau álitaefni sem þarfnast frekari skoðunar nokkuð ítarlega. Það eru ekki síst atriði sem lúta að stjórnskipulaginu sjálfu og þeim leikreglum sem gilda eiga í óhjákvæmilegu samspili löggjafarvaldsins og framkvæmdavaldsins.
Hver einstök grein í stjórnarskrá kallar á jafn mikla rannsókn og jafn ítarlegar umræður eins og heill lagabálkur í almennri löggjöf. Forsetinn hefur einfaldlega bent á að þessi vinna er að stórum hluta eftir.
Athugasemdir forsetans við þá hugmynd að leggja ríkisráðið niður er athyglisverð í ljósi þess að hann hafði engan annan stjórnskipulegan vettvang til að grípa inn í þetta mál. Þó að slíkar athafnir forseta eigi að takmarkast við yfirvofandi stjórnskipuleg stórslys má af þessu ráða að hyggilegt getur verið að viðhalda þessari stofnun æðstu handhafa framkvæmdavaldsins."
Það er morgunljóst að við getum ekki verið án Ríkisráðsins sem sameiginlegs vettvangs Þings og þjóðar.
Nú var ég sammála Þorsteini Pálssyni.
4.1.2013 | 19:08
Kanntu ekki annan Steingrímur?
heldur en það sem þú skrifar í nýjárskveðju til hersveita þinna. Allra 199 góðu dátanna og kannski fleirum líka.
Fyrir þá sem ekki eru á póstlistanum er ekki úr vegi að renna yfir aðalatriði textans:
......"Tvö undangengin ár, árin 2011 og 2012, hafa skilað Íslandi vel á veg efnahagslegrar endurreisnar, aukins stöðugleika og batnandi þjóðarhags....
.....Reynt er að halda því fram að bara með því að lækka skatta og þá væntanlega fyrst og fremst þeirra sem lagt hafa meira af mörkum að undanförnu, þá verði hér allt gott. Sem sagt, með því að lækka tekjur ríkissjóðs um segjum tvo-þrjá tugi milljarða í þágu hinna tekjuhærri og ríkustu, þá muni hér allt leika í lyndi....
.... Hvað er hér á ferðinni? Jú ekkert annað en nýfrjálshyggjan og hagfræðikenningar hennar afturgengnar í lítt duldum búningi.....
...Eru landsmenn tilbúnir í stórum stíl til að gleypa við þessum kenningum á nýjan leik, þeim hinum sömu og hér réðu ferðinni fram að hruni með skelfilegum afleiðingum? Því verður ekki trúað að óreyndu og um það ekki síst munu næstu kosningar snúast. VG er höfuð andstæðingur þessara kenninga í íslenskum stjórnmálum. Við erum eini flokkurinn, þó nýju framboðin séu talin með, sem boðar róttæka vinstri stefnu og fyrir henni höfum við staðið og af ábyrgð og festu undanfarin fjögur ár. Umbylting skattkerfisins í átt til stóraukinnar tekjujöfnunar og grænna áherslna eru til marks um það....
Valkostum á miðju íslenskra stjórnmála er greinilega að fjölga, en höfuðandstæðurnar eru hinar sömu - Vinstrihreyfingin grænt framboð til vinstri og Sjálfstæðisflokkurinn til hægri. Höfum þetta hugfast.....
Hvaðan komum við?
Nú við áramót 2012/2013 er ekki úr vegi að rifja upp ástandið á Íslandi fyrir fjórum árum, hvernig horfur voru og hvaða viðfangsefni blöstu við. Það hvernig ríkisstjórninni hefur tekist til við að leysa þau verkefni nú þegar styttist í fjögurra ára afmæli hennar er sanngjarn mælikvarði........ Rifjum upp áramótin 2008/2009:
-85% af fjármálakerfinu er fallið, hið nýja bankakerfi er ófjámagnað og gríðar flókið en um leið afdrifaríkt verkefni bíður; að ná niðurstöðu í uppgjör milli gömlu og nýju bankanna. Án starfhæfs og fjármagnaðs bankakerfis verður engin efnahagsleg endurreisn.
-Um 50% af lánum allra fyrirtækja eru í vanskilum. Heimilin eru tugþúsundum saman með sín fjármál í uppnámi.
-Gengi krónunnar er fallið um 40-50% og vextir og verðbólga nálægt 20%.
-Áhættuálagið á Ísland er 1.000-1.200 punktar.
-Í gildi er frysting íslenskra eigna í Bretlandi á grundvelli hryðjuverkalaga.
-Ísland er ofarlega á lista yfir þau tíu lönd sem líklegust eru talin til að lenda í greiðslufalli eða gjaldþroti.
-Seðlabankinn er nýorðinn gjaldþrota með um 200 milljarða kostnaði fyrir ríkissjóð.
-Ísland er komið í samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, alþjóðlegir fjármálamarkaðir eru landinu harðlokaðir og fjármagnshöft komin á.
-Halli er orðinn á rekstri ríkissjóðs af stærðargráðunni 150-200 milljarðar króna, 10-14% af vergri landsframleiðslu.
-Atvinnuleysi er talið stefna í tveggja stafa tölu.
-Önnur lönd í Evrópu þar sem vandi steðjar að keppast við að fullvissa umheiminn um að þau séu ekki eins illa stödd og Ísland.
-Ríkisstjórn, Alþingi, Seðlabanki, Fjármálaeftirlit og bankakerfi eru trausti rúin, orðspor landsins á alþjóðavettvangi hrunið og samfélagið á barmi upplausnar.
Verk að vinna!
Það var því verk að vinna þegar við Vinstri græn tókum þá djörfu ákvörðun að setjast í ríkisstjórn við þessar ógnarlegu aðstæður 1. febrúar 2009. Við völdum að axla ábyrgð þegar skyldan kallaði vitandi vel að framundan voru erfiðustu verkefni sem nokkur ríkisstjórn í sögu Lýðveldisins Íslands hafði staðið frammi fyrir. Í hnotskurn snerist verkefnið um að afstýra þjóðargjaldþroti og endurheimta efnahagslegt sjálfstæði landsins. Til þess þurfti að gera margt í senn; verja raunhagkerfið sem eftir stóð, verjast hættunni á keðjuverkandi fjöldagjaldþrotum, tugprósenta atvinnuleysi og stórfelldum landflótta, en ekki síst að verja velferðarkerfið og tryggja eins og kostur var stöðu hinna lakast settu í samfélaginu.
Í júníbyrjun 2011 gaf Ísland út ríksskuldabréf á alþjóðlegum fjármálamarkaði fyrir 1 milljarð Bandaríkjadala á ásættanlegum kjörum og var talsverð umframeftirspurn eftir bréfunum. Þetta var svo endurtekið í ár. Í ágúst 2011 lauk samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn með mjög jákvæðum umsögnum.
Meira en helmingur gjaldeyrislánanna sem tengdust samstarfsáætluninni hefur þegar verið endurgreiddur. Landsmönnum fjölgar nú þriðja árið í röð eftir lítilsháttar fækkun 2009, m.ö.o. hættunni á stórfelldum landflótta hefur verið bægt frá. Rekstur ríkissjóðs er því sem næst í jafnvægi samkvæmt fjárlögum næsta árs (hallinn 0,2% af VLF) og opinberar skuldir fara nú lækkandi á nýjan leik sem hlutfall af VLF. Atvinnuleysi er orðið minna en það var um miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Hagvöxtur er um 2,5% tvö ár í röð og horfur um svipaðan eða meiri hagvöxt á næstu árum. Atvinnuvegafjárfesting stefnir upp fyrir sögulegt meðaltal strax á næsta ári.
Meginverkefnið hefur tekist !
Niðurstaðan af þessum stutta samanburði er skýr. Meginverkefnið hefur tekist, Ísland er á réttri leið. Það er a.m.k. mat umheimsins, þeirra sem fjalla almennt um efnahagsmál, alþjóðastofnana, greiningaraðila og markaðarins. ....
En áfram þarf af ábyrgð og festu að treysta batann í sessi. Afnám fjármagnshaftanna er vandasamt verkefni. Skuldum vafin heimili, einkum yngri kynslóðarinnar, munu áfram þurfa mikinn stuðning. Áfram þarf að hlúa að álitlegum vaxtargreinum atvinnulífsins, örva nýfjárfestingu og hvers kyns nýsköpun og þar skipta þær áherslur og þeir auknu fjámunir sem fylgja fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar miklu.
Við þurfum að halda vel utanum þann árangur sem hefur náðst, ekki síst á sviði ríkisfjármála. Það má ekki gerast að óábyrg öfl glutri niður þeim árangri þannig að allar þær fórnir sem það hefur kostað að komast þangað sem við erum komin verði til lítils eða einskis. Hugmyndir um að skerða tekjur ríkissjóðs með tugmilljarða skattalækkunum í þágu hinna tekjuhæstu og efnuðustu bera vott um tryllingslegt ábyrgðarleysi. Það síðasta sem landið þarf á að halda er ábyrgðarlaus kosningabarátta með yfirboðum og loforðum um að nú sé hægt að gera allt fyrir alla.
Óumflýjanlegt er að endurmeta nú stöðu viðræðna við Evrópusambandið í ljósi breyttra forsendna og búa um það mál með ábyrgum hætti. Þar verður vilji þjóðarinnar sjálfrar að varða veginn úr því ljóst er orðið að ekki reyndist unnt að leggja málið í hennar dóm á kjörtímabilinu í formi atkvæðagreiðslu um samning eða efnislega niðurstöðu eins og til stóð. Að ákveða hvernig verður búið um málið til næstu mánuða og missera og hvenær og hvernig verður leitað leiðsagnar frá þjóðinni í þeim efnum er verkefni næstu vikna.
Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hefur þegar leyst úr eða lokið yfirgnæfandi hluta þeirra verkefna sem hennar biðu á kjörtímabilinu, þar með talið það stærsta, að endurheimta efnahagslegt sjálfstæði landsins. Með afgreiðslu fjárlaga og tengdra frumvarpa fyrir jól hefur ríkisstjórnin og sá kjarkmikli hópur þingmanna sem henni hefur fylgt að málum allt til enda t.d. lokið verkefnum þessa kjörtímabils á sviði ríkisfjármála. Þá má ekki gleyma þeim mikla árangri sem náðst hefur á fjölmörgum sviðum á kjörtímabilinu til hliðar við glímuna við afleiðingar hrunsins. Umbætur á sviði mannréttindamála, menningar- og menntmála, umhverfismála, mótun nýrrar atvinnustefnu sem byggir á fjölbreytni og nýsköpun og þar sem hinum skapandi greinum er gert hátt undir höfði, sóknaráætlanir landshlutanna o.s.frv. o.sfrv.
Vissulega eru nokkur stór mál enn til umfjöllunar á vettvangi Alþingis og ríkisstjórnar, en það breytir ekki því að nú undir lok kjörtímabilsins er hægt að líta yfir farinn veg og gleðjast yfir því að ótrúlega miklu hefur verið áorkað. Tvær síðustu ríkisstjórnir sem gefist hafa upp og hrökklast frá völdum innan kjörtímabils á Íslandi voru leiddar af Sjálfstæðisflokknum, ríkisstjórnir Þorsteins Pálssonar og Geirs H. Haarde. Við erum hér enn eftir einhvern ævintýralegasta og erfiðasta tíma sem íslensk sjórnmálasaga geymir og erum hvergi nærri hætt.
Tilboð mitt um áframhaldandi endurhæfingu Sjálfstæðisflokksins í stjórnarandstöðu stendur.
Ég óska ykkur gleðilegs nýs árs og gæfu og gengis.
Steingrímur J. Sigfússon "
Hvað finnst fólki um þessa veruleikafyrringu? Maður sem er kominn með yfir 400 milljarða ríkissjóðshalla það sem af er kjörtímabilinu og sannar það með línuritunum sem fylgja bréfinu til flokkmannanna talar um að hann reki ríkissjóð hallalaust? Vita menn ekki hvað vantar augsýnilega í nýsamþykkt fjárlagafrumvarpið? Er það aðalárangurinn af hafa geta slegið 2 milljarða dollar í nýjum lánum á markaði? Geta þannig sléttað upp uppsafnaðan rekstrarhallann sinn? Og sitja enn við völd löngu eftir að ljóst er að ríkisstjórnin er patt og getur engu máli komið fram nema að kaupa stuðning af Þór Saari og hans nótum,
Og finnast það að hann verðskuldi endurkjör? Trúir maðurinn þessu sjálfur?
Mér dettur bara eitt í hug við að lesa bréfið:
Kanntu ekki annan Steingrímur?
4.1.2013 | 10:39
Illfygli
er orð sem ég heyrði stundum notað í gamla daga um þá sem illir voru viðskiptis og gátu illa á sárshöfði setið.
Ég heyrði þingfrúna fríðu Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur skattyrðast við biskupina. En biskupan sem vildi safna fé meðal almennings til að styrkja Landspítalann. Vandséð að sjá í því verri tilgang en almenna vorkunnsemi. Þá stofnun þessi sama Sigríður hefur gengið hart fram með samherja sínum Steingrími J. að veikja þannig að til auðnar horfir vegna tækjaleysis. Á sama tíma sem hún styður hugmyndir um stórkostleg steypukaup til handa sömu stofnun á flugvvellinum sem hún afleggja.
Minna má á refsigleði hennar gegn Geir H. Haarde í landsdómsmálinu. Hún má þó eiga það að vilja ákæra fleiri ráðherra enda hugsanlega meira í samræmi við hennar skaplyndi sem nú birtist.
Sigríður orðar skoðun sína svo:
"Og þá veltir maður fyrir sér, er það eðlilegt að opinber stofnun eins og þjóðkirkjan sem telur sig vera í svo miklum fjárskorti að hún þurfi viðbótarfjárveitingu milli umræðna í fjárlögum, fari í slíka söfnun þegar hún er að þiggja fé frá ríkinu sem hefði annars getað farið í tækjakaup eða niðurgreiðslu skulda.”
Ég hef heyrt fólk segja að það fari ekki að styrkja verkefni sem ríkið eigi að greiða. Það er sjónarmið útaf fyrir sig. En hvað má kirkjan og hvað má hún ekki vegna eigin fátæktar? Hefur nokkurn tímann verið gert upp við kirkjuna eftir 1550 þegar allar eigur hennar svo sem mörgu jarðirnar voru hirtar af henni? Menn geta auðvitað deilt um það hvernig hún fór að því að eignast þær frá dögum Staða-Árna. En var ekki spurt hvað er sannleikur ?
En er það ekki hálfgerður illfyglisháttur að amast við fjársöfnun á frjálsum grunni til góðgerðamála hvort sem það er til blámanna í Afríku eða vegna Íslendinga?
3.1.2013 | 10:07
Eina ályktunin?
sem finnst á heimasíðu BF eða Bjartrar Framtíðar er skráð þann 8 september, 2012 .
" Ályktun stjórnar Bjartrar framtíðar nr. 1 var samþykkt á stjórnarfundi Bjartrar framtíðar, sem fór fram í nýjum húsakynnum flokksins á horni Hverfisgötu og Barónsstígs á fimmtudagskvöld. Á þriðja tug stjórnarmanna mætti á fundinn sem var líflegur og skemmtilegur.
Björt framtíð vill beita sér fyrir því að hér á landi ríki efnahagslegt jafnvægi og að húsnæðislán verði á svipuðum kjörum og víðast í Evrópu. Hún leggur ríka áherslu á mannréttindamál og umhverfismál og að fjölbreytni ríki á öllum sviðum mannlífsins. Björt framtíð vill að nýting auðlinda sé ávallt í jafnvægi og skili mun meiri arði í sameiginlega sjóði en nú er og að meira frelsi ríki í viðskiptum.
Þá vill Björt framtíð klára aðildarviðræður við Evrópusambandið og freista þess að ná sem bestum samningi sem þjóðin getur tekið afstöðu til eftir upplýsta umræðu. Björt framtíð vill að þjóðin standi sig betur í endurvinnslu og vistvænum lífsháttum og að þjóðin setji sér nýja, frumsamda og skýrari stjórnarskrá, líkt og Stjórnlagaráð hefur lagt til.
Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýsamþykktri ályktun stjórnar Bjartrar framtíðar, sem ber einfaldlega heitið Ályktun stjórnar Bjartrar framtíðar nr. 1. Ályktunin er grunnstefna flokksins og tilgreinir fjölmörg markmið sem Björt framtíð telur fýsileg. Ályktunin hefur verið birt hér.
Nánara málefnastarf, og útfærslu á leiðum, mun síðan fara fram mestmegnis á netinu. En innan skamms mun Björt framtíð opna síðuna heimasidan.is, sem er í raun málefnafundur, þar sem fólk getur skráð sig inn."
Ég gat ekki fundið aðra ályktun eða stefnu en þessa sem 30 félagsmenn afgreiddu í september síðastliðnum. Flokkurinn vill hitt og þetta í þessu og hinu. Ég kem ekki auga á neitt sérstakt annað sem grunnstef í stefnu flokksins annað en ESB inngöngu og nýja stjórnarskrá. Ef ég man rétt þá er víst annar flokkur með sama grunnstef.
Þetta dugar flokknum hinsvegar til að verða álíka stór og Framsóknarflokkurinn meðal almennra kjósenda í skoðanakönnun sem RÚV skýrði frá í gær. Mér finnst það vel af sér vikið.
En fyrir Sjálfstæðisflokkinn felst vart önnur viðvörun í þessu annað en að varasamt geti verið að setja fram stefnuskrá fyrir kosningar. Kjósendur vilji bara láta segja sér í almennum orðum eiithvað kliðmjúkt og áferðarfallegt. Var það ekki einmitt Jón Gnarr sem setti fram sína stefnuskrá með þeim hætti að það mætti þá alltaf svíkja öll bestu kosningaloforðin eins og þetta með ísbjörninn og frí handklæði í sund?
Greinilegt er að Sjálfstæðisflokkurinn er fastur í 36.5 % og gengur hvorki afturábak né áfram. Þetta dugar Birni Birgissyni í Grindavík til að spá í spegli sínum 23 þingmönnum fyrir sjalla.
Verða Sjálfstæðismenn ekki að reyna að komast að því hvað það er sem er svona hræðilegt við flokkinn að enginn vilji kjósa hann þrátt fyrir góða stefnuskrá og glæsilegt mannval? Myndi ganga betur að fá Jón Gnarr sem formann? Er ekki hægt að endurforrita manninn í því skyni að hann valdi hlutverkinu? Hætta að hafa áhyggjur af framtíð lands og þjóðar en skerpa sýn á skemmtiefni og almenna kátínu þjóðarinnar? Er Sjálfstæðisflokkurinn húmorslausari en hinir?Ekki nógu líflegur og skemmtilegur?
Bíðum við ekki spennt eftir næsta útspili á ársfjórðungsgamalli heimasíðu BF sem lofar fjörugum samskiptum og skoðanmyndun. Gaman verður að sjá Gallup eftir að fleiri ályktanir en þessi eina birtast.
2.1.2013 | 11:21
Það er sögð SKÁK!
á Sjálfstæðisflokkinn samkvæmt heimasíðu nýja flokksins DÖGUNAR. Samkvæmt heimasíðu flokksins koma meðal annars fram eftirarandi atriði:
" 1) Að fullt jafnræði verði í aðgengi að veiðiheimildum.
2) Að greitt verði auðlindagjald fyrir afnotin sem renni til ríkis og sveitarfélaga.
3) Að framsal, framleiga og veðsetning veiðiheimilda verði óheimil.
4) Að aflahlutur sjávarbyggða sé tryggður og hluti veiðileyfa svæðisbundinn.
5) Að öllum nýtanlegum afla sé landað og enginn hvati verði til brottkasts m.a. með því að kvótasettum fisktegundum verði fækkað.
6) Að fjárhags- og rekstrarlegur aðskilnaður sé tryggður milli veiða og fiskvinnslu, allur afli fari á markað og verðmyndun sé 100% bundin fiskmörkuðum.
7) Að veiðiráðgjöf verði endurskoðuð og fleiri aðilar komi að ráðgjöfinni.
8 ) Að handfæraveiðar verði frjálsar.
9) Að settar verði framfylgjanlegar reglur um umgengni við auðlindina og hafsbotninn til að stuðla að endurnýjun, sjálfbærni og notkun umhverfisvænni veiðarfæra og aðferða við veiðar.
10) Að boðað verði til þjóðfundar sem fjalli um framtíðarkerfi fiskveiðistjórnunar og ráðstöfun arðs af auðlindum og tilnefni fulltrúa í nefnd til útfærslu á stefnunni."
Dögun vill ennfremur:
"Afnema verðtryggingu á neytendalánum
Leiðrétta húsnæðislán
Fjölga valkostum í nýju lánakerfi
Setja þak á vexti
Afnema stimpil- og uppgreiðslugjöld
Tryggja að veð takmarkist við veðandlag
.....Dögun lítur svo á að við hrunið og í aðdraganda þess hafi orðið forsendubrestur fyrir endurgreiðslu húsnæðislána heimilanna. Fyrir þeim forsendubresti beri að leiðrétta með almennum hætti. Þegar kemur að því að leggja mat á forsendubrestinn er eðlilegt að miða við áfallnar verðbætur umfram verðbólgumarkmið Seðlabankans frá 1. janúar 2008. Leiði niðurstaða dómsmála til hagstæðari niðurstöðu fyrir lántakendur gildi hún. Þá verði leitað leiða til að útfæra slíka niðurstöðu eins og fordæmisgefandi dómur hafi fallið um öll húsnæðislán sem tekin voru fyrir 1. janúar 2008.
Í staðinn ákváðu stjórnvöld að tefla fram 110% leiðinni til viðbótar við sértæka nálgun þar sem greiðslugeta hvers og eins lántakanda er látin ráða för í greiðsluaðlögun hjá Umboðsmanni skuldara, að því gefnu að samningar við kröfuhafa takist. Með þessu móti er virði krafna hámarkað en skuldurum gert að taka á sig þá höfuðstólshækkun sem orðið hefur upp að 110% virði eigna. 110% leiðin og verðtryggingin er eitraður kokteill. Því eftir að búið að færa skuld niður í 110% af verðmæti eignar heldur verðtrygginig áfram að skrúfa upp höfuðstólinn. Smátt og smátt verða 110% að 120%, 120% að 130% og svo koll af kolli...
...Banna skal verðtryggingu á neytenda-og húsnæðislán með lögum svo að enginn vafi leiki á til framtíðar. Lánakjör skulu vera svipuð og í nágrannalöndum okkar. Lögfest verði 5 – 6% þak á óverðtryggða vexti húsnæðislána....
— .....Endurskoða söluverð á rafmagni til stóriðju.
— Tobin skatt á fjármagnsflutninga.
— Hvalrekaskatt.
— Leggja niður brotaforðakerfið við framleiðslu peninga og flytja peningamyndun frá einkabönkum til Seðlabankans.
Gjaldmiðill
— Það er augljóst að hagstjórn á Íslandi þarf að batna verulega og án tillits til þess hvort Ísland gengur í ESB eða ekki. Góð hagstjórn er forsenda fyrir því að gjaldmiðill Íslands sé trúverðugur og algjör forsenda fyrir upptöku evru ef þjóðin velur þá leið í gjaldmiðlamálum landsins.
—
Við munum búa við íslenska krónu um óákveðinn tíma og þess vegna mun verkefnið vera að nýta sér kosti hennar.....
...— Hverfa þarf frá hugmyndum um að hagur banka eða annarra lánastofnana sé þungamiðja tilverunnar.....
....Dögun vill að vel sé tekið á móti flóttafólki og að Ísland virði flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna í hvívetna. Við leggjum áherslu á að þær stofnanir sem hafa með málefni flóttamanna að gera séu í stakk búnar til að afgreiða þau mál skjótt og örugglega. .....
......Flóttamenn eiga að hafa tækifæri til að sækja atvinnu á meðan mál þeirra eru til afgreiðslu í kerfinu, án þess að það skerði önnur félagsleg réttindi þeirra.
Dögun er fjölmenningarlega sinnað stjórnmálaafl sem vill vinna gegn fordómum. Við viljum að þeir sem vilja búa á Íslandi, koma hingað í heiðvirðum tilgangi og geta framfleytt sér, verði gert kleift að setjast hér að og taka þátt í íslensku samfélagi. Við viljum að öllum sé tryggður aðgangur að íslenskukennslu og stutt sé við erlenda foreldra sem vilja viðhalda móðurmáli barna sinna. Öllum á að vera kleift að rækta menningu sína og deila henni með landsmönnum.
Við teljum að tilkoma fólks af erlendu bergi brotið í íslensku samfélagi leiði til víðsýni meðal þjóðarinnar og auki samkeppnishæfni hennar á alþjóðavettvangi.
Tryggja ber að innflytjendur njóti félagslegs jafnréttis og geti tekið fullan þátt í samfélaginu, öllum til hagsbóta....
Við viljum að flóttamönnum sem bíða þess að mál þeirra séu afgreidd verði gert kleift að dvelja þar sem þeir kjósa meðan á því ferli stendur. Tryggja þarf gagnsæja stjórnsýslu, aukna upplýsingamiðlun og jafnræði í málsmeðferð.....
....Landspítali verði þannig áfram miðstöð lækninga á Íslandi og kennslusjúkrahús en hætt verði við byggingu nýs Landspítala að sinni.
Þess í stað verði bætt kjör heilbrigðis- og umönnunarstétta sem sinna grunnþjónustu um land allt....
— ....Dögun vill afnema gjaldeyrishöftin ef það skaðar ekki almenning.
— Verðum að hafa gjaldeyrishöft áfram á skaðlegum gjaldeyrisflutningum en ekki venjulegri verslun.
— Ber okkur að greiða allar þessar skuldir-Skuldaendurskoðun?
— Upptaka nýkrónu-skiptigengisleiðin, þ.e. að leiðrétta óréttlæti með misgengi....
....Við leggjum áherslu á opið og lýðræðislegt ferli, óháða upplýsingagjöf og fræðslu og treystum þjóðinni til að ráða niðurstöðunni. Ef aðildarviðræðum verður ekki lokið fyrir samþykkt nýrrar stjórnarskrár og þjóðin ákveður að hætta aðildarviðræðum í samræmi við 66. grein frumvarps Stjórnlagaráðs, munum við styðja þá niðurstöðu. Að öðrum kosti verði aðildarviðræður við Evrópusambandið kláraðar og niðurstaðan borin undir þjóðaratkvæði...."
Sá sem hefur hlustað á raddir almennings eins og þær berast með blænum þarf ekki að fara í grafgötur með það að margt sem þarna heyrist á greiða leið að hjörtum fólks.
Hér er sögð SKÁK á taflborði stjórnmálanna!
Fyrir Sjálfstæðisflokkinn er þarna verkefni til að svara. Hvernig mun sjávarútvegsstefna flokksins frá Landsfundi í febrúar líta út? Ekki er líklegt til árangurs gegn þessari stefnu Dögunar að spila áfram sömu plötuna og gert hefur verið landsfund eftir landsfund. Verða menn ekki líka að hlusta?
Hvaða stefnu boðar flokkurinn í fjármálum heimilanna? Hvað ætlar flokkurinn að gera gagnvart stökkbreyttu húsnæðislánunum? Með hvorum stendur hann, bönkunum og sjóðunum eða fólkinu?
Hverju svarar Sjálfstæðisflokkurinn hann hugmyndum um nýkrónur(ríkisdal hægri grænna)? (Og meðfylgjandi eignakönnun?)
Hverju svarar hann beinni spurningu um brotaforðakerfið sem gefur bönkunum alræðisvald yfir peningamagninu?
Hvað stefnu ætlar flokkurinn að hafa í innflytjendamálum?
Það verða liðnir þeir tímar í vor að stjórnmálaflokkar geti gengið til kosninga undir gunnfánum almennra slagorða um að efla beri og styrkja beri þetta og hitt.
Fólkið mun krefjast skýrt orðaðra svara.
Það er komin meiri málefnaleg samkeppni í stjórnmálin sem forystumenn stóru flokkanna geta ekki leitt hjá sér. Það verður létt verk að eiga við ríkisstjórnarflokkanna. Þeir eru fastir í eigin svikavef. En nýju flokkarnir eru áskorun fyrir Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk.
Sjávarútvegsstefna Dögunar er djarft útspil sem krefst svara frá Sjálfstæðisflokknum.
Það er sögð SKÁK!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.1.2013 | 22:37
Jóhanna kveður
okkur með sjónvarpsávarpi á áramótunum.
Mér finnst ástæða til að undrast sumt sem kemur úr hennar hugarheimi við þetta tækifæri.
Jóhanna segir m.a.:
"...... enda hefur það almennt verið upplifun okkar Íslendinga að allt frá hruni hafi samfélagið einkennst af hörðum átökum og heift.
Sannarlega er sú upplifun á rökum reist og ekki síst á vettvangi stjórnmálanna hefur verið tekist harðar á með orð að vopni en ég hef áður kynnst á mínum langa stjórnmálaferli. Hið sama má segja um suma fjölmiðla, jafnt netmiðla sem aðra....
...Umræður hafa verið harkalegar, óvægnar og stormasamar á köflum, en það sýnir ótrúlegan styrk og yfirvegun þjóðarinnar, að við höfum þrátt fyrir allt mætt þeim áföllum sem rekja má til hrunsins af æðruleysi...."
Bragð er að þá barnið finnur. En hver hefur staðið fyrir öllum þessum átökum? Hver er það sem hefur ráðist gegn nær öllu sem til atvinnuframfara mátti telja? Efnt til linnulausra átaka um stjórnarskrána? Efnt til átaka um fyrirkomulag fiskveiða? Staðið fyrir gjaldeyrishöftum? Sett sig gegn vænlegustu vatnsvirkjanakostum með eigin rammáætlun þvert á álit sérfræðinga? Látið tefja uppbyggingu Norðuráls með öllum ráðum? Keyrt aðildarviðræður við ESB áfram á móti vilja þjóðarinnar? Skákað burt mögulega blómlegum atvinnufyrirtækjum á Austurlandií tengslum við áliðnaðinn?
Jóhanna er í mínum augum mesti ófriðarsinni og "Machtpolitiker" sem Ísland hefur lengi séð. Hún hefur nærst á ófriði innan ríkisstjórnarflokkanna og svælt einingu þeirra í burtu. Hún hefur getað setið því aðeins að hún keypti sannfæringardauft tætingslið til að styðja við sig með því að minna þá á atvinnumissi og tilheyrandi eftirlaunaskerðingu ella. Var ekki einhvern tímann kóngur sem var kallaður Jóhann grimmi?
Í hennar stjórnartíð hefur mesti landflótti Íslandssögunnar síðan á nítjándu öld átt sér stað. Hún hikar ekki við að telja þetta sér til tekna sem baráttu við atvinnuleysið og að atvinnuleysi hafi lækkað undir hennar stjórn.
Svo spyr á sínum mjúkustu nótum: "En muna menn hvernig staðan var í upphafi kjörtímabilsins, kæru landsmenn?
Þjóðargjaldþrot virtist blasa við og mikil ólga, reiði og óvissa ríkti í samfélaginu. Fjármálaleg samskipti við útlönd voru í algeru frosti, fjármálakerfið var hrunið, halli ríkissjóðs var 216 milljarðar, spáð var 10-15% atvinnuleysi, verðbólgan var 18,6%, gengið hafði fallið um 50%.
Stór hluti fyrirtækja og heimila landsins var tæknilega gjaldþrota vegna stökkbreyttra lána og fordæmalauss tekjutaps.
Nú, fjórum árum síðar, hillir undir sjálfbæran ríkisrekstur, lok einhverrar umfangsmestu skuldaaðlögunar heimila og fyrirtækja sem sögur fara af og stöðugur hagvöxtur hefur mælst í rúm tvö ár....
....Góðir landsmenn.Vegna þrautseigju, æðruleysis og vinnusemi þjóðarinnar hefur okkur auðnast ótrúlega vel að vinna okkur út úr erfiðleikunum. Við höfum alla burði til að verða í fremstu röð þjóða heims hvað lífskjör, umhverfisgæði og mannréttindi varðar.
Það veltur mest á okkur sjálfum hvernig til tekst. En við verðum að vita hvert við viljum stefna – hvernig samfélag við viljum byggja upp á okkar gjöfula landi.
Þar höfum við einnig lagt mikið af mörkum á liðnu kjörtímabili og mér er til efs að eins ítarlega hafi verið unnið í framtíðarstefnumótun fyrir land og þjóð og gert hefur verið á liðnu kjörtímabili.
Ég nefni stefnumörkun um stórauknar erlendar fjárfestingar, í auðlindamálum, um vernd og nýtingu náttúrusvæða, um græna hagkerfið, um málefni Norðurslóða, um aðgerðir í loftslagsmálum og um langtímamarkmið í ríkisfjármálum og efnahagsmálum.
Síðast en ekki síst nefni ég fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2015 sem markar nýja sýn stjórnvalda í atvinnumálum. Þar er á fimmta tug milljarða varið í stórfellda uppbyggingu á innviðum samfélagsins og vaxtarbrodda atvinnulífsins.
Í nýsamþykktum fjárlögum eru stigin fyrstu skrefin á þeirri vegferð með tvöföldun framlaga til rannsókna og nýsköpunar, stórefldum framlögum til grænnar atvinnusköpunar, sóknaráætlana landshluta, skapandi greina, kvikmyndaiðnaðar og ferðaþjónustu.
Þessi mikilvægu skref er m.a. mögulegt að stíga nú með tilkomu veiðigjalds sem nýtist í þágu þjóðarinnar allrar. Kappkosta þarf að ná fram enn frekari breytingum á stjórn fiskveiða til þess að tryggja betur sameiginlega hagsmuni þjóðarinnar......
......Góðir Íslendingar.Á liðnu hausti gafst okkur, kjósendum í þessu landi, á ný tækifæri til beinnar aðkomu að mótun nýrra grundvallarreglna fyrir landið okkar, þegar tillögur Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá og tengd álitaefni voru borin upp í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Niðurstöður voru afgerandi. Þjóðin kallar eftir breytingum á grunnreglum samfélagsins. Málið er nú í höndum Alþingis og ábyrgð þess gagnvart almenningi er mikil....."
Úrslitin og þáttakan í stjórnlagakosningunni voru mjög ósannfærandi. Hún nefnir hvergi að húna var ráðherra í hrunstjórninni og hennar flokkur fór með bankamálin og fjármálaeftirlitið. Hún nefnir ekki að fjárlög hennar hafa aldrei staðist og uppsafnaður skuldahali fjárlag hennar nemur um 400 milljörðum. Fyrirsjáanlegur er enn mikill halli ofan á þetta. Samt talar hún um sjálfbær fjárlög.
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur mun ég minnast sem ríkisstjórn átaka og ágreinings um flesta hluti. Ríkisstjórn sem ætlaði að selja þjóðina í ævilangt skuldafangelsi með Svavars-og Steingrímssamningnum Icesave I.Rikisstjórn sem ætlaði að keyra þjóðina inn um bakdyr ESB. Ríkisstjórn sem gaf hrægammasjóðum tvo banka og er nú langt komin með að kaffæra landið undir snjóhengju gjaldeyrisútflæðis af þessum sökum. Ríkissstjórn sem rústaði sparisjóðakerfið endanlega með tugmilljarðakostnaði.Fleygði tugmilljörðum í VBS og Sögu Capital, Sjóvá og ríkisvæddi ótal fyrirtæki. Ríkisstjórn sem ætlaði að keyra stjórnarskrá eftir sínu höfði ofan í helming þjóðarinnar. Jafnvel Forseti Íslands gat ekki látið hjá líða að hafa orð á vanhugsuðu og friðspillandi stjórnarskrárbrölti hennar nú um áramótin og hefur hann þó ekki þótt vandur að meðölum sjálfur.
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er að syngja sitt síðasta við þessi áramót. Það verður ekki bjart yfir minningu hennar í minni minningu. En sem betur fer er ég fljótur að gleyma. Nú er það framtíðin ein sem skiptir máli þó Jóhanna kveðji.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.1.2013 | 18:21
Verðtrygging
er nauðsynlegt úrræði til að menn geti geymt fjármagn sitt í skjóli fyrir eignaupptöku fjármagnsskatta, auðlegðarskatta eða hversyns klækja sem stjórnmálamenn upphugsa til að ná eignum af fólki. Hún er líka forsenda þess að einhver vilji lána fjármagn til lengri tíma. Fjármagn eru þær krónur sem maður fær borgaðar eftir að hafa unnið fyrir þeim. Með vinnu eða misjafnlega arðbærum viðskiptum. Fíkniefni eru í háu verði af því að viðskiptaáhættan er mikil. Fasteignaviðskipti eru annars eðlis.
Menn eiga að geta samið um lánskjör á markaði. Það er enginn markaður til að semja við lífeyrissjóði eða íbúðalánasjóð um lán til húsbygginga því það er enginn annar lánsfjármarkaður til. Fjármálastofnanir hafa greinilegt samráð sín á milli um kjör og byggja ofaná ávöxtunarkröfu lífeyrissjóða upp á 3.5 %. Og umfram eftirspurn eftir peningum þurkkar upp alla hvata til að gera eitthvað sérstakt fyrir lántakanda. En lántakandi verðskuldar auðvitað ekki heitið viðskiptavinur eins og stendur í bankauglýsingunum heldur er hann bara ræfill með óuppfyltar þarfir sem getur ekkert annað farið en í geitarhúsin að leita ullar.
Vextir ofan á verðtryggingu ættu að geta verið lágir, jafnvel sem næst núlli í eðilegu árferði. Óverðtryggðir vextir verða skiljanlega háir í verðbólgu sem er líka eðlilegt árferði þar sem hagkerfið gengur í stöðugum óviðráðanlegum bylgjum. Hvað er eðlilegt er búið til af trúboðum stjórnmálanna. Og alltaf gleymist sú staðreynd að verðtrygging er auðvitað núll í núll verðbólgu.
Hverjir búa svo til þessa verðbólgu? Það eru samtök launafólks fyrst og fremst sem miða byssum á meðborgara sína og ræna. Nauðga lögmáli framboðs og eftirspurnar í skjóli gengjamyndunar. Svo koma verðhækkanir sem eiga hnattrænar orsakir og ekki verður við ráðið innanlands. Þær magna upp sveiflurnar í gengi krónunnar.
Það er alger miskilningur að krónan sé endilega tengd vinnuframlagi eða menn eigi að fá ákveðið magn vöru fyrir vinnutímann. Samt halda margir þessu fram og hafa þetta líklega allar götur frá Karli Marx.
Verð á vinnu getur hækkað og lækkað af mörgum ástæðum. Ef það er á markaði eins og annað þá hækkar það í eftirspurn og þenslu en á bara að lækka í kreppu. Ef ég fæ ekki teiknivinnu fyrir fimmþúsundkall á tímann í dag þá verð ég að lækka taxtann til að jafna boð þess sem er að bjóða á móti mér. Nú lengi hafa svona teiknarar eins og ég verið að teikna fyrir lægri verð en þeir settu upp fyrir hrun. Eftirspurnin hefur fallið svo hrikalega. Enginn vorkennir þeim né heldur er talað um að ríkisvaldið verði að rétta hlut þeirra. Þeirra vinna er ekki verðtryggð.
Lögfræðingar hafa á sama tíma margfaldað taxta sína vegna einokunar á starfi í skilanefndum sem stjórnvöld útveguðu þeim í hruninu. Í tilvikum taka þeir fimm til tífalt það verkfræðingakaup sem fæst nú á markaði. Allt tal um að krónan tengist verði á vinnu er því út í hött. Nema hjá einokunarstéttum. Það er hægt að flytja inn kínverska sérfræðinga í nærri hverju sem er, lækna,ljósmæður, verkfræðinga og þeir sætta sig við mun lægra kaup en Íslendingar. Tilkoma þeirra myndi lækka verð og kostnað. En annað yrði líklega verra og gæti unnið muninn upp.
Allt tal eða lagasetningar um að menn megi ekki semja um verðviðmiðanir af þessari eða hinni gerðinni er auðvitað út í hött. Slíkt á ekki við nema við markaðsbrest. Gengistryggðu lánin gömlu eru stundum dæmd ólögleg í Hæstarétti og stundum ekki, allt eftir textanum á lánsskjalinu að manni sýnist. Algert öngþveiti hefur ríkt í landinu varðandi þetta atriði og gerir enn. En flestum finnst ósanngjarnt að venjuleg heimili í landinu eigi að sitja upp með stökkbreytt lán vegna hruns og gjaldeyrishafta og horfa samtímis á gríðarlegan gróða kvótakallanna. Það er hinsvegar sorglegt að þessi markaðsbrestur skuli vera vatn á myllu stjórnlyndisins sem réttlætir aukna skattheimtu til eigin ráðstöfunar af þessum sökum. Hversu óendanlega hefði ekki verið betra að almenningur hefði fengið þennan gegnismun í formi lægra vöruverðs án þess að sagan um apann og ostbitann þurfi að endurtaka sig eins og nú.
Hysterían og slagorðin um að leggja niður verðtrygginuna af því að það hafi orðið annmarkar á framkvæmd hennar erú mjög ógrunduð. Það má sjálfsagt finna betri grunn og sanngjarnari en vísitölur þær sem notaðar hafa verið og taka tillit til force-majeure eins og Steingríms J. Sigfússonar og ráðgjafa hans.
Samningsfrelsi er það sem öllum kemur best. Nauðgun er alger andstæða frjálsra samninga í til dæmis hinum og þessum samskiptum. Svo er einnig um verðtryggingu og lánskjör á ríkjandi fákeppnismarkaði.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko