Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2013
14.1.2013 | 23:07
Ragnar Reykás
gerði það aldeilis flott í Kastljósinu hjá Sigmari í kvöld. Að vísi reyndi hann að dulbúa sig og blikka augunum ótt og títt þegar hann vildi vera sérstaklega sannfærandi og var húfulaus. En þó förðunarmeistarar RÚV hafi gert sitt besta þarna eins og alltaf tókst þeim ekki að fela blessaðan ljúflinginn og ástmögur þjóðarinnar, sverð hennar og skjöld, hinn eina sanna Ragnar Reykás.
Ragnar var spurður að því hver stefna hans og hans fjölskyldu yrði eftir kosningar í Evrópusambandsmálinu? Það stóð sko ekki aldeilis á svarinu hjá honum. Hann og hans fjölskylda myndi afgreiða þetta á fjölskyldufundi fyrir þann tíma. Þá yrði kominn málefnagrundvöllur sem hann myndi byggja sína bjargföstu skoðun á.
Elsku kallinn minn!, það verða sko ekki vandræðin með stefnuna í kosningunum. Fjölskyldan hefur ávall staðið sem einn maður í svona málum og haft alveg á kláru hvernig afstaðan yrði. Elsku kallinn minn Sigmar, þetta kemur allt í ljós og þú átt ekkert að vera að spyrja að þessu núna, þetta á allt eftir að ræða og samþykkkja. Við bjóðum þeim sem eru óánægðir bara tvær nefndir svo þeir séu ekki óánægðir meira. Elsku kallinn minn, við leysum þetta allt þó ég geti ekki verið að segja þér það núna hvað við munum samþykkja í fjölskyldunni sem er svo samhent að hún hefur aldrei kvikað frá stefnunni sem er sko í lagi elsku kallinn minn um það máttu sko vera alveg viss elsku kallinn minn.
Þjóðin stóð upp frá Kastljósinu með sigurvissu í hjarta. Hann Ragnar bregst ekki þjóð sinni á ögurstundu. Hannn mun afgreiða þetta Evrópusamband eins og því hæfir best svo öll þjóðin verði ánægð.Aðalatriðið er að hann mun ekki yfirgefa okkur og láta vonda íhaldinu eftir að gleypa okkur. Nei Ragnar Reykás stendur við sitt.
Elsku kallinn minn, við munum sýna þér fljótlega hvað kemur upp úr kössunum í þessum kosningum og það verður nú eitthvað öðru vísi en þessar kannanir sem ekkert er að marka nokkurn einasta hlut. Hin fyrsta hreina vinstristjórn mun sitja og sitja þangað til að að hún sest bara aftur í kjöltuna á einhverjum sem verður metinn hæfur til að sjá um þetta vantraustsrövl í honum Bjarna Ben og Sigmundi Davíð. Þeim er nær að þegja og hlusta á hvað við erum búin að gera fyrir þá.
Elsku kallinn minn!.....
14.1.2013 | 17:52
"Þú ert bara dóni Össur"
sagði einn hreinskilinn maður við Össur Skarphéðinsson í Kryddsíldarumræðum fyrir margt löngu. Og Össur varð bæði klumsa og gliðsa því að staðreyndirnar blösti við þá eins og núna.
Nú hefur þessi sami herra Össur Skarphéðinsson einhliða tilkynnt Evrópusambandinu að hægt verði á aðildarviðræðum við ESB. En þær virðast manni núna einna helst snúast um inngöngu sambandsins í eitthvað óskilgreint lýðveldi Ísland, sem er statt einhversstaðar á milli stjórnarskráa. Ástæðan er sú að Össur ætlar að fara að vinna kosningar og vill hafa þögn um Evrópusambandið svo það trufli ekki kosningaloforðin.
Áður hafði kumpán Össurar, Steingrímur J. Sigfússon frá Gunnarsstöðum á Langanesi, tilkynnt þeim samsteypum sem leitaraleyfi hafa sótt á Drekasvæðinu með ærnum kostnaði að þeir geti ekki búist við að fá að bora eftir olíu þó að þeir finni hana. Skyldi hann halda að útboððið hafi verið eitthvað þorrablótsgrín?
Hvað hefur þessi þjóð eiginlega gert til að verðskulda það að hafa svona strumpa í æðstu stöðum? Það er greinilega enginn staðall til um lágmarks þekkingu í mannasiðum sem skuli gilda um þingmenn. Skömmin er auðvitað alfarið þjóðarinnar sem kaus þá. Henni var nær að senda svona afglapa á þing eða í stjórnarráðið.
Það er hart að vita til þess að æðstu fulltrúar þjóðarinnar eru bara ótíndir dónar sem ekki geta umgengist erlenda fyrirmenn vegna lubbaháttar síns og skorts á mannasiðum. Hvað á svona framkoma að þýða? Er ESB eitthvað dragspil sem lukkutröllið Össur getur bara þanið út eða pressað saman eftir því hvaða lag hann vill sjálfur spila? Á hvaða forsendum var Steingrímur að auglýsa rannsóknarleyfi á Drekasvæði Íslendinga? Er þetta bara allt í plati? Bara grín úr gömlum myndum?
"Þú ert bara dóni Össur" sagði maðurinn. Og greinilega ekki sá eini gæti einhverjum dottið í hug.
14.1.2013 | 01:06
Stjórnmálamaður
sérstæðrar gerðar er Guðbjartur Hannesson ef silfurviðtal Egils er rétt lýsing á honum.
Hér varð hrun segir hann. Við björguðum Íslandi. Sjálfstæðisflokkurinn lætur sem ekkert hafi gerst. Við getum ekki farið í stjórn með honum með málamiðlanir í ESB málinu. Það verður að keyra til enda og leggja í þjóðaratkvæði. Við erum stærsti flokkurinn. Nokkur gullkorn sem hrjóta frá honum.
Maður hélt að stjórnmál væru list hins mögulega. Fólk man það sumt að minnsta kosti að Samfylkingin var helmingsaðili að því sem hún kallar nú hrunstjórnina þó hún hafi aðeins keyrt Geir Haarde fyrir landsdóm. Þar sem að Samfylkingarforystuna skipa að mestu sömu aðilar og þá réðu ríkjum, þá getur varla önnur skýring komið til en að öll vatnaskil hafi orðið við að VG kom í stjórnina í stað Sjálfstæðisflokksins. Guðbjartur er með þessu að viðurkenna sérstök áhrif Steingríms Jóhanns sem þá hljóti að hafa gert það að verkum að fjárlög séu að verða sjálfbær eins og hann segir.(Veruleikinn er víst samt að uppsafnaður rekstrarhalli ríkissjóðs á kjörtímabilinu sem stefnir á 4- 500 milljarða og að ríkissjóður var nær skuldlaus fyrir hrunið.)
Guðbjartur sat í bankaráði Landsbankans og Heritable banka á tímum útrásarinnar til 2003. Tók MS próf 2005. Að öðru leyti virðist hann ekki hampa fyrri stjórnmálaafskiptum sínum mjög. Hafa ýmsir tengt hann við Alþýðubandalagið gamla frá fyrri dögum.
Guðbjartur kemur vel fyrir og er virðulegur í framgöngu. Hann er hinsvegar svo fastur í skoðunum og svo yfirlýsingaglaður að manni finnst það ekki spá góðu fyrir framtíð flokksins hans á næstunni. Enda erfitt að sjá fyrir um framtíðargengi flokksins við allt sem undir liggur.Enda stefnir hann fyrr á áframhald stjórnarinnar eftir kosningar en að hann sé að spá í breytta tíma.
Ef til vill er Guðbjartur Hannesson akkúrat sá stjórnmálamaður sem andstæðingar Samfylkingarinnar þarfnast mest.
13.1.2013 | 11:38
Hvað knýr menn
til að skrifa svona um þjóðfána Íslendinga?
Í Konan við þúsund gráður lætur höfundurinn Herbjörgu Björnsson m.a. lýsa íslenska fánanum svo (bls. 318):
" Og þannig er vor fáni enn í dag, sem við flöggum framan í aðrar þjóðir af berrassaðri bíræfni, hreint út sagt ein krossriðin sáðsullandi blóðkunta umkringd fjórum bláum marblettum; dönskum, enskum og amerískum."
Ég hreinlega kveinka mér við að setja þessi orð á bloggið svo viðurstyggileg sem þessi marglofuðu skrif þessa höfundar eru mér. Og ég skil tilfinningar dóttur Georgíu Björnsson sem Hallgrímur notar óboðinn sem fyrirmynd þeirrar persónu sem hann lætur fara með þess þulu en skrif hennar á fésbók vöktu athygli mína á þessum ástsæla höfundi Íslands.
Það er að vonum að Hallgrímur Helgason styðji Evrópusamabandsaðild sem hefur öðruvísi fána og líklega honum geðslegri (og kannski líkari klósettsetu ??) en okkar íslenski fáni sem er þó fáni þess ríkis sem er að senda honum sjálfum framfærslueyri.
Mætti ekki gera eitthvað annað við þá peninga en að knýja menn til að lesa slíka samsuðu?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.1.2013 | 11:11
Sjálfstæðismenn verða að vara sig
á þeirri atlögu Evrópusinna í flokknum sem hafin er í undirbúningi landsfundar.
Þeir vinna skipulega að því að reyna að breiða sig út og láta líta út fyrir að þeir séu armur innan flokksins fremur en það brot sem þeir reyndust á hringborðalandsfundinum. En á þeim fundi reyndu þeir að sveigja umræðuna til samninga um aðlögunarviðræður að ESB. En þá snérist um 95 % landsfundar gegn aðild sem kunnugt er og hefur ekki verið frá því kvikað síðan.
Bjarni Benediktsson og Hanna Birna voru á stórum fundum í vikunni sem leið. Þau voru bæði afdráttarlaus um að fylgja þeirri stefnu landsfundar að telja hagsmunum Íslands betur borgið utan ESB.
Bjarni taldi á laugardaginn að aðrir flokkar en Samfylkingin kynnu að standa Sjálfstðisflokknum nær sem samstarfsaðili í nýrri ríkisstjórn en núverandi ríkisstjórnarflokkar. Aðspurður hvort hann teldi að flokkurinn væri tilbúinn að semja um stöðu sína í ESB málinu taldi hann að svo væri ekki.
Styrmir Gunnarsson lætur hinsvegar ekki deigann síga í langri viðleitni sinni til að fá Sjálfstæðisflokkinn, sem hann trúir augljóslega að hann beri mikla ábyrgð á, að sveigja til samstarfs á vinstra vænginn. Menn muna skrifin um sögulegar sættir og allt það samvinnutal frá fyrri tíð. Hann reynir talsvert til að láta svo líta út að innan flokksins séu miklar fylkingar aðildarsinna undir forystu sterkra talsmanna sem Þorsteins Pálssonar og Benedikts Jóhannessonar.
Með allri virðingu fyrir þessum mönnum öllum þá hafa engir þeirra sett mikinn svið á umræður á mörgum síðustu landsfundum né komið sjónarmiðum aðildar til mikillar fylgdar á fundunum. Áhrif þeirra í þessa veru er tæpast þau sem Styrmir lætur í skína. Það er því hæpið að Samfylkingarinnar bíði ný veiðilönd fyrir sitt eina mál hjá Sjálfstæðisflokknum. Varla mun Samfylkingin sætta sig við að fara í ríkisstjórn með þetta mál í 180 gráðu stefnubreytingu svipað og VG reyndi að sætta sig við á þessu kjörtímabili.
Það er því mikið í húfi fyrir Samfylkinguna að koma inn Trójuhestum á landsfund Sjálfstæðisflokksins til að undirbúa jarðveginn fyrir tilslakanir. Flokksfélög verða því að vera vel á verði að láta ekki slík öfl bora sér til fulltrúakjörs í félögunum. Vera hreinlega á verði gegn glænýjum félögum sem kunna að birtast og krefjast kjörs á landsfund án mikillar kynningar á sjálfum sér.
En hernaðaraðferð talsmanna ESB aðildar er sú að dreifa talsmönnum sem víðast og reyna að bora göt í samstöðu fólks með gagnstæðum málflutningi á sem flestum samkomum flokksins. Reyna að fá fólk til að hlusta á gyllingu aðildar með ýmsum hætti. Þannig virðist fjöldi talsmanna aðildar mun meiri en hann í raun og veru er og sér í lagi þegar innan þeirra raða eru málsnjöllustu og ritfærustu menn landsins.
Mikilvægt er því að að venjulegt fólk og verðandi landsfundarfulltrúar myndi sér skoðun á kostum og göllum aðildar og gæti að sér að sléttmálgir málaflutningsmenn nái ekki að undiroka afstöðu fundarmanna hvar sem er.
Sjálfstæðismenn verða núna hreinlega að vara sig.
10.1.2013 | 23:09
Hver er munurinn
á kyndferðisglæpamanni og öðrum glæpamönnum?
Kynferðisglæpamaður er leiddur milli tveggja fílefldra löggumanna í járnum og fær ekki að vera með lambhúshettu eða hylja andlit sitt. Meintir morðingjar koma í úlpum inn í réttarsalinn eða með hettur eða blett fyrir andlitinu og enginn fær að sjá þá. Bankareyfarar mega ganga hnarreistir fram fyrir sjónvarpsvélarnar og geta í raun vinkað börnum sínum: "alló,alló hér er pabbi í sjónvarpinu, sjáðu mig ég er í sjónvarpinu.Er ég ekki sætur?"
Hver er munurinn á glæpamönnum?
8.1.2013 | 23:55
Með réttu ráði?
er spurning sem kemur í hugann þegar maður les það sem eftir Steingrími J. Sigfússyni er haft.
Hann segir í Viðskiptablaðinu í árslok: " Og hvað tók ég nú að mér umfram alla aðra menn á Íslandi? Jú, að koma í veg fyrir að Ísland yrði gjaldþrota."
Er maður sem svona talar með öllum mjalla? Til dæmis í ljósi Icesave I?
Maður sem var áður búinn að segja að hann hefði komið til álita að taka að sér stjórnina í Grikklandi vegna framúrskarandi hæfni sinnar? Sem er búinn að flæma helming þingflokks síns í burtu? Sem þeir segja að taki völd fram yfir stefnu flokksins?
Útá hvað gekk stóra bomban á sinni tíð? Höfðu fagmenn þá ekki áhyggjur af heilsu æðsta manns þjóðarinnar?
Ég er sjálfur líklega ekki lengur með réttu ráði í samanburði við ALLA AÐRA MENN Á ÍSLANDI að detta svona vitleysa í hug?
Í
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.1.2013 | 15:44
Stemningin í lok Sturlungaaldar
hefur hugsanlega verið orðin svipuð og hjá þeim Íslendingum sem eru búnir að fá nóg af getuleysi stjórnmálamanna,Öllum þeim svikum, undirferli, yfirgangi og lygum sem vaða uppi í þjóðfélagi okkar.
Það er ef til vill skiljanlegt að hluti okkar sé búinn að fá yfir sig nóg af vitleysunni og telji að það geti ekki versnað við að fela ESB forræði mála landsins. Fiskveiðiauðlind skipti vemjulegt þurrabúðarfólk engu, það sé búið að stela henni af öllum almenningi hvað svo sé kjaftað um einhverja þjóðareign eða stjórnarskrá. Sama sé um orku fallvatnanna og hveranna, hún snerti okkur almenning ekki neitt.
Var það eina sem gerðist við hrunið að eignir voru hreinsaðar af þeim sem eitthvað áttu en bankagreifar og útrásarvíkingar halda mestu af sínu þýfi? Sjá menn eitthvað annað? Almenningur er rukkaður að fullu, bankarnir gefa ekkert eftir en afskrifað er á gæðingana? Snýst ekki allt um fjármagnseigendur en ekki hinn breiða massa eða millistétt? Er F..you all orðin afstaða almennings til stjórmálamanna? Sami grautur í sömu skál allir saman? Allir bara eiginhagsmunaplógar?
Hinn venjulegi maður var orðinn sárt leikinn í lok Sturlungaaldar. hann var orðinn hundleiður að elta goðana í bardaga og tapa lífinu fyrir þá andskota sem stálu svo öllu steini léttara hvenær sem þeim þóknaðist. Önundarbrenna, Víðinesbardagi, Bæjarbardagi,Örlygsstaðabardagi,Flóabardagi, Haugsnesbardagi,Þverárbardagi, Skálholtsbardagi og svo áfram allt á einni mannsævi. Bara endalaust hrun?
Ekkert af þessu brölti höfðingjanna gagnaðist neinum venjulegum búandkarli. Allt fyrir einhverja uppdiktaða hagsmuni goðans sem var foringinn sem hann laug í búkarlana. Var það nokkur furða að menn segðu F..y við nýjum goðum um 1260 og segðu að verra gæti það ekki orðið undir Hákoni gamla og Gissuri. Voru þeir ekki ESB þeirra tíma sem lofaði friði og siglingum?
Það var svo önnur saga að Staða- Árni hélt bara áfram ránsförinni með krossinn fyrir sér í stað sverðsins áður? Almenningur fékk bara sama skít úr hnefa kirkjunnar í stað goðans áður.
Síðan eru 800 ár liðin. Við erum búin að búa í agalausu þjóðfélagi í hundrað ár og það er búið að stela Íslandi aftur af okkur af nýjum ribböldum. Hver höndin er uppi á móti annarri. Þessi höfðingi á þetta, næsti hitt.Allsstaðar sérleyfi, kvótar, hringamyndanir, bandalög og ættarveldi.
F...y all segir margt fólk uppgefið og vill ganga í ESB. Og maður skilur þá afstöðu að hluta til ef maður verður vonlaus um að nokkuð geti lagast. Hverju á líka fólk að trúa? Steingrími þegar hann segist ekki vilja fara í ESB?
Er eitthvað að breytast? Eru heimilin að fá nokkuð nema kjafthátt? Kjafthátt, kjafthátt og aftur kjafthátt frá svo til hverjum sem er. Rukkarararnir einir eru ánægðir. Í þeirra stétt er eina launaskriðið í þjóðfélaginu eftir því sem formaður Verslunarmanna upplýsir.Uppboð, uppboð. Íbúðalánasjóður á hundruðir íbúða sem standa tómar meðan fólk er á götunni. Hverslags horngrýtis ráðslag og þjóðfélag er þetta annars orðið? Er vona að menn spyrji? Hversvegna flytur fólkið brott?
Skyldi mörgum manninum ekki hafa verið svipað innanbrjósts og mörgum okkar lok Sturlungaaldar?
8.1.2013 | 08:28
Ofurþing
hlýtur það að vera sem getur afgreitt 272 mál á 28 þingfundardögum. Sérstaklega þegar meðal þeirra eru smáræði eins og stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland og rammáætlun um nýtingu orkuauðlinda sama lands. Ef ekki væri fyrir þingljónið Þór Saari myndi maður fyllast svartsýni á að ríkisstjórninni takist að klára þetta allt saman. Auðvitað mætti til sanns vegar færa að allt væri þetta auðveldara ef við værum komnir í Evrópusambandið sem gæti unnið þetta fyrir okkur. En svo er víst ekki alveg enn þá.
Nú veltur mikið á stjórnarandstöðunni að vera ekkki með múður og málþóf sem truflar andlega leiðtoga vora eins og téðan Þór og svo þann sem kemur í skýjunum, Guðmund Steingrímsson. Þeir verða líka að fá tíma með þessu öllu til að útlista fagnaðaboðskap sinn fyrir okkur þar sem sagt er að það eigi að kjósa um eittthvað í vor.
En kannski má bara sleppa því og láta ofurþingið sitja áfram?
7.1.2013 | 13:32
Er þetta rétt?
sem fram kemur á Svipunni og eftirfarandi kafla úr færslu Marínós Njálssonar baráttumanns:
"Hvort sem þessi frétt Svipunnar er rétt eða ekki, þá er þetta greinilega möguleiki. Upprunalegur kröfuhafi (og þeir sem á eftir koma) getur hvenær sem er selt kröfuna einhverjum andlitslausum aðila en samt haldið áfram að innheimta reglulegar greiðslur af henni, þó viðkomandi hafi engan rétt til þess, í þeirri trú að hinn nýi kröfuhafi sé fyrst og fremst að kaupa kröfuna til að nýta til afskrifta í skattalegu hagræði.
Málið er að þetta er svo auðvelt í framkvæmd. Íslenski svikarinn þarf bara að koma sér í samband við erlendan svikahrapp sem er til í að taka þátt í leiknum. Lánasafn er að nafninu til selt hinum erlenda aðila á fáránlegu undirverði sem strax afskrifar safnið til að nýta sér skattareglur í viðkomandi landi.
Íslenski svikarinn fær í sinn hlut 10-15% af andvirði lánasafnsins og getur haldið áfram að innheimta það upp í topp, meðan erlendi svikahrappurinn gefur upp í sínu heimalandi, að lánasafnið sé óinnheimtanlegt, færir heildarupphæð safnsins til gjalda hjá sér og nýtur skattalækkunar sem nemur 20-30% (ef ekki meira) af heildarupphæðinni. Báðir svikararnir fá eitthvað í sinn vasa. Íslenski skuldarinn er hvorki að græða né tapa, en það gera íslenskir skattgreiðendur og skattgreiðendur í heimalandi erlenda svikarans. (Svo er náttúrulega spurningin hvort greiðslur skuldarans af láninu renni inn á reikning fjármálafyrirtækisins eða einhvers annars.)...
....Staðfest afrit skuldabréfa hafa hingað til þótt fullnægjandi sönnun fyrir eignarhaldi þess sem leggur afritið fram á kröfunni. Sýslumenn og dómstólar hafa raunar ítrekað látið duga að fjármálafyrirtæki leggi fram slík staðfest afrit. Miðað við frétt Svipunnar, þá eru þau ekki jafnörugg sönnun og ætla þætti.
Minnsta mál er að falsa slík skjöl. Einfaldlega er tekið afrit af skuldabréfi, sem hefur verið selt samverkamanni í svikunum og það geymt í skjalahirslu fjármálafyrirtækisins í staðfrumritsins. Slíkt afrit getur verið ótrúlega nákvæm eftirgerð frumritsins, t.d. ef frumritið hefur verið skannað inn og síðan prentað út. Þegar óskað er eftir staðfestu afriti, er tekið ljósrit af afritinu og á það skráðar upplýsingar um að um staðfest afrit sé að ræða. Jafnvel fyrir fagmann er erfitt að greina hvort ljósrit af skjali sé af frumriti skjalsins eða hvort útprentun innskannaðs skjals hafi verið ljósritað.
Er því raunar með ólíkindum, að sýslumenn og dómstólar skuli láta duga að leggja fram staðfest afrit nema að fulltrúi sýslumannsins eða dómstólsins hafi verið viðstaddur þegar hið staðfesta afrit var útbúið og geti vottuð um að um ósvikið skjal sé að ræða. Hér á landi virðist það aftur í verkahring skuldarans að afsanna að skjal sé ósvikið fremur en kröfuhafans að sannað að svo sé.
Sé frétt Svipunnar rétt, þá er kominn upp ótvíræður vafi um hvort staðfest afrit af frumriti staðfesti nokkurn skapaðan hlut. Eins og fram kemur í fréttinni, þá sýndi bankinn lántakanum "allskonar pappíra stimplaða og undirritaða sem staðfest afrit af skuldabréfinu". Þetta reyndist allt vera ómerkilegt skjalafals eða löngu úrelt gögn. Spurningin sem þarf að svara er: Hversu algengt er þetta?..."
Ber ekki skuldar ótvíræður réttur til að fá frumrit skuldabréfs síns í hendur?
Eða geta fjármálafyrirtæki haft sína hentisemi með það eins og fleira?
Þar ekki að upplýsa hvort þetta sé rétt frá greint?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko