Bloggfærslur mánaðarins, desember 2013
31.12.2013 | 16:10
Ömurleg kryddsíld
var í boði auglýsenda á Stöð2.
Frammíköll, hróp og handpat var það sem helst í boði var. Það er eins og hæstvirt stjórnarandstaðan, hvað þá spyrjendurnir hafi aldrei fengið lágmarkstilsögn í mannasiðum. Slíkt er virðingarleysið við þann sem orðið hefur. Minnti helst á gamlan gargstíl Ingibjargar Sólrúnar í samtalsþáttum þegar enginn fékk að klára neitt fyrir öskrunum í henni.
Í framhaldi af þeim kratastíl Ingingibjargar þá gat Árni Páll aldrei haldið sér saman meðan Sigmundur Davíð var að reyna að gera grein fyrir afstöðu ríkisstjórnar sinnar til viðræðna við Evrópusambandið. Hann fékk aldrei að klára neitt fyrir frammítökum og hávaða Árna Páls.
Og stjórnendurnir báðir tóku upp þessa aðferð Árna og leyfðu hvorki Bjarna né Sigmundi að klára sínar ræður vegna eigin hávaða og útskýringa. Þau minntu eignlega á Ingva Hrafn þegar hann er sem verstur á Hrafnaþingum í sínu sjónvarpi. Það er eiginlega ekki hægt fyrir kúltíveraða menn að mæta til viðræðna við slíkum forsendum með stjórnendum sem ekki ráða við málið.
Bjarni Benediktsson komst lengst með það að útskýra muninn á þessari ríkisstjórn og hinni gömlu með því að segja að vinstri menn teldu ríkið eiga allt erfiði þegnanna og það skammtaði þeim síðan lífsbrauðið til baka. Hægri menn teldu fólkið eiga afrakstur erfiðis síns og ríkið tæki til sín nauðsynlega hluta af því sem skatt. Þess betur gengi sem sá hluti væri minni.
Bjarni minnti á að ríkisstjórnin væri ekki að svíkja neitt þó hún framkvæmdi ekki útgjaldaáform síðustu ríkisstjórnar sem engin innistæða hefði verið fyrir. Meðal annars var aukið framlag til kvikmyndasjóðs ekki samþykkt vegna óska fyrri ráðamanna heldur fjárkúgun af hálfu Þráins Bertelssonar sem hótaði vantrausti ella. Núverandi ríkissjórn getur tæpast verið skuldbundin af skíkum gerningum.
Sigmundur Davíð fór rólega yfir Evrópusambandsmálið. Sagði hvernig hann hefði spurt forsvarsmenn þar á bæ hvernig þeim myndi þykja að ræða við ríkisstjórn eins og sína í aðildarviðræðum sem ekki vildi ganga í sambandið. Hann sagði þá hafa skilið vandamálið. Bjarni minnti á vandmál Evrópusambandsins sjálfs með Evrusvæðið og sagði verða að taka tillit til þess ástands þegar rætt væri um aðild.
Guðmundur Steingrímsson og Birgitta Jónsdóttir voru menningar-og máefnaleg að mestu en skiljanlega fór ekki mikið fyrir formanni VG þegar þessi mál komu á dagskrá enda framganga þess flokks með slíkum endemum að annað eins hefur ekki sést á byggðu bóli.
Hvorki Sigmundur né Bjarni fengu að komast að með útskýringar á því hversvegna ríkisstjórnin væri ekki að svíkja neinn um þjóðaratkvæði þar sem ítrekað hafði verið lýst yfir að viðræðum yrði ekki haldið áfram án þjóðaratkvæðis. Sem er auðvitað ekki loforð um slíkt. Sem stjórnandstaðan hugsanlega veit þó.
Það voru annars ágætar auglýsingar í þættinum sem hægt var að horfa á án þess að truflast á geði yfir ömurlegri kryddsíldinni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
30.12.2013 | 21:53
25 ástæður til þess að læra kínversku
1. Þegar þú leggur saman inn-og útflutning þá er Kína í fyrsta sæti viðskiptaþjóða
.
2.Viðskiptahalli Bandaríkjanna við Kína á síðasta áratug sem kemur að fleiri en
2.300.000.000.000 dollara.
3.Kína á meiri gjaldeyrisforða en nokkur önnur þjóð
.
4.Kína er nú stærsti markaður fyrir nýja bíla í öllum heiminum.
5. Kína framleiðir nú meira en helmingi fleiri bíla en Bandaríkin. Eftir að hafa verið bjargað af bandarískum skattgreiðendum er GM aðeins í 11 sæti bílaframleiðenda þegar Kína er talið með.
6. Kína er stærsti gullframleiðandi í heiminum.
7. Einkennisbúningar fyrir bandaríska Olýmpíuliðið voru saumaðir í K'ina
8. 85% af öllum gervijólatjám um allan heim eru gerð í Kína.
9 Í nýja New World Trade Center turninum í New York er gler flutt inn frá Kína.
10.Kína notar nú meiri orku en Bandaríkin gera
.
11. Kína er nú stærsti framleiðandi allarar vöru í öllum heiminum.
12. Kíina notar meira sement en öll veröldin samanlagt.
13. Kína er nú í fyrsta sæti allra framleiðenda af vind- og sólarorku í öllum heiminum.
14. Kína framleiðir 3 sinnum meira af kolum og 11 sinnum meira stál en Bandaríkin gera
.
15. Kína framleiðir meira en 90 prósent af heimsframboðinu á sjaldgæfum frumefnum jarðar.
16.Kína framleiðir mest af öllum af íhlutum til allra landvarna kerfi sem fyrirfinnast í heiminum.
17. Kína verður skjótlega fremst Í birtingu vísindagreina allra þjóða.
18. Kínverjar reka þegar og eiga kolanámur í Bandaríkjunum
19. Kína er stærsti svínakjötsframleiðandi í Bandaríkjunum sjálfum.
20. Kínverjar kaupa nú íbúðir í Bandaríkjunum í stórum stíl
21 Kínverjar kaupa lönd og byggja kínverska bæi í gömlu Sovétríkjunum
22.Kínverjar vilja kaupa Grímsstaði á Fjöllum
23 Kínverjar geta keypt Ísland hvenær sem þeir vilja og Kratarnir okkar vilja selja
24.Kínverjar eiga Píreus í Grikklandi.
25.Kínverjar vernda ógnarstjórnina í N-Kóreu. Við þorum ekkert að gera í því.
Ætlum við að leyfa Kínverjum að kaupa Landsvirkjun, Grímsstaði eða hvað sem er? Vantar ekki einhverja löggjöf hérlendis?
Þurfum við ekki að fara að læra kínversku?
(PS Hvað myndi gerast ef Bandaríkin myndu skipta um mynt eins og Íslendingar gerðu í eignakönnuninni sálugu? )
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.12.2013 | 22:02
Hví erut þér svá lathentir?
spurði Gizur Þprvaldsson vígamenn sína er honum þótti eigi nógu skjótt unnið á Kolbeini grön á Espihóli og brá sjálfur sverðinu Brynjubít sem hann hefur tekið af Sturlu dauðum á Örlygsstöðum.
Fylgdarmennirnir tóku þá til höndum og hjó Prest-Jóan fyrsta höggið í höfuð Kolbeini sem var á grænum kyrtli. Kolbeinn féll eigi við það og tók til mannanna drjúgum og kippti fast , er maðurinn var öflugur.. Svo koma að Kolbeinn grön lét þar líf sitt vopnlaus fyrir mörgum mönnum og varð all hraustlega við sitt líflát. Þeir neituðu honum áður um prestfund því þeim þótti fangs von að frekum úlfi ef nokkuð undanbragð yrði sem segir sína sögu um manninn.
En Kolbeinn hafði tekið þátt í að myrða alla fjölskyldu Gizurar í eldinum á Flugumýri. Þykir okkur Haukdælum enda að Kolbeinn grön hafi hlotið sæmandi endurgjöld þarna í snjónum á Espihóli. En vissulega hljótum við að virða mjög hans miklu hreysti þarna og áður. Og hafa ákveðna samúð með honum því vissulega höfðu Sturlungar á beisku bitið af hálfu Gizurar.
Gizur kvað eftir brennuna:
"Enn mank böl þats brunnu
bauga Hlín ok mínir,
skaði kennir mér minni
minn, þrír synir inni.
Glaður munat Göndlar röðla
gnýskerðandi verða,
brjótr lifir sjá við sútir
sverðs, nema hefndir verði."
Það hafa verið dimmar nætur hjá Gizuri veturinn þann. Og vissulega svigna feiknstafir í vísunni sem urðu að veruleika þennan dag á Espihóli. Honum þótti hafa verið lítill slægur í þeim fimm sem hann hafði látið daginn áður drepa á undan Kolbeini í sama leiðangri í norðlenskum hávetri og kulda.Og sjálfsagt þótti honum lítið til þess koma að láta drepa Þorvald Sveinsson þarna í túninu rétt á eftir vígi Kolbeins.
En því rifjast þetta orðatiltæki Gizurar upp að margur maðurinn er óþolinmóður þessa dagana um að ríkisstjórnin taki til höndum. Mönnum finnst hægar ganga undan henni en menn vildu.
Menn tala um að þeim finnist stjórnin lathent við að sópa út allskyns vinstraliði sem síðasta ríkisstjórn tróð í hin og þessi embætti svona að því virðist til þess eins að storka viðtakandi stjórn. Lathent við að drífa í allskyns málum sem eru löngu tímabær. Formaður Sjálfstæðisflokksins situr til dæmis uppi með lykilstarfsmann í ráðuneyti sínu sem er varaþingmaður eins stjórnarandstöðuflokksins. Í alls kyns stjórnum ríkisins situr mishæft og sumt beinlínis skaðlegt fólk sem núverandi ríkisstjórn getur engan veginn ekki treyst til heilinda og standa í vegi fyrir nauðsynlegum endurbótum.
Af hverju er ríkisstjórnin svo lathent við að bregða sínum Brynjubít, reka svona fólk út og setja þar inn fólk sem hún og almenningur getur treyst?
28.12.2013 | 12:14
Lífeyrissjóðirnir skili skattfé
er fyrisögn á grein sem bloggari laumaði í Mogga í dag. Fyrir þá sem ekki lesa það blað er greinin svona:
"kið hefur ekki tekið staðgreiðslu af neinu því fé sem greitt hefur verið inn í lífeyrissjóðina frá upphafi. Þess í stað eru útgreiðslur lífeyris skattlagðar. Þetta var gert í upphafi lífeyrissjóðakerfisins til þess að sjóðirnir yrðu fljótari að vaxa og dafna.
Það var gert ráð fyrir því í árdaga kerfisins að lífeyrissjóðir skyldu að lágmarki ávaxtast með 3,5% auk verðtryggingar. Þessi tala hefur síðan lagt grunninn að mun hærra vaxtastigi á Íslandi en í öðrum löndum. Verður þetta atriði mörgum ástæða til að krefjast inngöngu í Evrópusambandið og gjaldmiðilsskipta, þar sem húsnæðislán eru þar ódýrari en hér tíðkast.
Sjaldan er minnst á þá staðreynd að lán til atvinnurekstrar bera iðulega mun hærri vexti erlendis en hér tíðkast og þar eru vextir ekki lagðir við höfuðstól lána heldur staðgreiddir í hverjum mánuði.
Við blasir því við að ríkið er réttur eigandi að nærri helmingi alls fjár sem í lífeyrissjóðunum er. Eftir því sem næst verður komist nemur fjárhæðin sú meira en 1000 milljörðum.
Ríkið er að sligast undir vaxtabyrði af lánum sínum sem sögð er nema jafnvel 90 milljörðum árlega. Vandamál heilbrigðiskerfisins eru á móti alþekkt og eru talsvert minni en þessi upphæð. Hér skortir hjúkrunarrými fyrir aldraða og svo mætti lengi telja. Alls staðar vantar ekkert nema peninga.
Fengi ríkið þessa peninga núna til ráðstöfunar eru þeir til sem segja að það mundi skammt líða áður en ríkissjóður væri sokkinn í sömu skuldastöðu aftur. Kjörnum fulltrúum sé ekki hægt að treysta til annars en skuldasöfnunar og gjafgerninga fyrir lánsfé þar sem skattfé sleppir.
Auðvitað getur löggjafinn komið í veg fyrir slíkt og sett í stjórnarskrá.
Svo eru aðrir sem telja að búið sé að ofgreiða í lífeyrissjóðina við núverandi aðstæður. Gjaldeyrishöftin knýi nú sjóðina til óæskilegra fjárfestinga innanlands. Hér séu að myndast eignabólur og stjórnunarvöld séu að færast óeðlilega til ókjörins fólks í stjórnum lífeyrissjóðanna. Tímabundið megi því breyta iðgjöldum til sjóðanna. Enn aðrir benda á þær óæskilegu breytingar í þjóðfélagsskipun sem sjóðaveldið er að mynda.
Er engin millileið til í þessum málum sem menn gætu sætt sig við? Létta undir með ríkissjóði okkar sem er í vanda staddur? Kjósa svo fulltrúa framvegis af ábyrgð en ekki af kæruleysi? Velja ráðdeildarfólk fremur en ráðleysingja?
Má ekki ræða það að lífeyrissjóðirnir skili einhverju af því skattfé sem þeir eru með innanborðs, í ljósi erfiðra aðstæðna ríkissjóðs? "
Þá hafa menn það. Vonandi taka einhverjir málsmetandi menn undir þetta. Meira getur vesæll bloggari ekki gert.
28.12.2013 | 11:51
Ölvuð völva við tölvu
er fyrirsögn Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins í dag.
Bréfritari leggur útaf því hversu erfitt sé að spá um framtíðina þegar mönnum veitsist svo erfitt að spá um nýliðna atburði. En tveir úr þeirr verstu ríkisstjórn sem dunið hefur yfir þessa þrautum prýddu þjóð hafa nú gefi út bækur þar sem þeir reyna að skrifa söguna upp á nýtt sér í hag. Og makalaust ef þeir ætlast til að einhhverjir lesi og trúi.
En skoðum bréfið :
Nýtt ár er innan seilingar. Þessa dagana lesa menn sér til um, hvers konar ár 2013 hafi verið, annarsvegar horft frá íslenska bæjarhólnum og hinsvegar yfir veröldina sunnan og svo austan og vestan við þann miðpunkt heimsins.
Af hverju þarf að leita frétta hjá öðrum um það, hvers konar ár þetta liðna hafi verið? Voru ekki allir sjónarvottar og vitni að því sjálfir? Vissulega. En það þarf að vinsa úr fyrir menn. Og það þarf að úrskurða hvað hafi verið mikilvægt fyrir heildina. Hvert og eitt okkar er svo auðvitað með sérskrá, sem ekki er endilega færð til bókar, um það sem merkilegast var á árinu 2013. Og þótt það vekti ekki mikla eftirtekt utan þrengsta hóps ættingja og vina er flestallt þó mun þýðingarmeira en þeir hápunktar ársins sem fjölmiðlar gera skil um áramót. En það er bara annað mál.
En sagan sýnir að stundum þarf lengri tíma en bláendann á ári sem kveður, til þess að leggja mat sem stenst á það sem gerðist. Hagspekingar eru ekki búnir að jafna sig eftir fjármálakreppuna sem sýndi alvarleg sjúkdómseinkenni um mitt árið 2007 og lagðist loks með hitasóttarskjálftum yfir heimsbyggðina snemma hausts 2008. Hagspekingar voru að meðaltali seinastir allra stétta til að átta sig á hvaða ósköp lágu í lofti. En þeir hafa vissulega bætt það upp í þúsundatali með hundrað þúsund greinum, ritrýndum af kollegunum, þeim sömu og greinarhöfundarnir sjá um að ritrýna, þar sem útskýrt er, hvers vegna svona fór.
Hinn góði fyrirvari
Ágætur íslenskur fræðimaður svaraði eitt sinn um áramót spurningu um þjóðarhag með því að taka fram að það væri mjög erfitt að spá um efnahagsþróun á nýliðnum tíma. Þetta þótti virðingarverð varfærni, en sumir gátu sér þess til að þetta væri hugsanlega gætileg gamansemi. En einhverjir úr hópi hlustenda bentu á, að svarið væri ekki síst athyglisvert vegna þess að fræðimaðurinn hafði framfæri sitt af því, um þær mundir, að spá um efnahagslega framvindu á ókomnum tíma. Með því að benda á augljósa erfiðleika við að spá um það sem þegar var orðið mátti öllum vera ljóst að grettistak var að spá um efnhagslega þróun út í tóm hins ókomna.
Þetta gildir auðvitað um fleira en efnahagsmál. Glöggur bókalesari benti nýlega á dæmi af handahófi úr nýlegri bók Össurar Skarphéðinssonar um hann sjálfan og stjórnmálaþróun ársins 2012, að svo miklu leyti sem hann væri þar miðdepillinn. Bókin er með dagbókarsniði og mun Össur hafa sagst hafa einkum fært hana í letur eftir miðnætti hvers dags. Eitt dæmið, sem hinn glöggi lesari tók, var um að Össur hefði náð að spá í dagbókarfærslu sinni rétt um úrslit frönsku kosninganna. Gott hjá honum. En lesandinn taldi að það gæti hafa hjálpað Össuri að hitta þann naglann á höfuðið að samkvæmt dagsetningum færslnanna var spáin gerð nokkrum vikum eftir að úrslit kosninganna lágu fyrir. Nokkrar vikur sýna aðeins að um nýliðna atburði var að ræða og dregur því ekki endilega úr spádómsgáfunni.
Ár stórasóps
En þrátt fyrir fyrirvara af slíku tagi, þá liggur fyrir með óyggjandi hætti, að árið 2013 var ekki atburðasnautt. Ný ríkisstjórn tók við völdum. Það var þó ekki vegna þess að fráfarandi ríkisstjórn missti meirihluta sinn á Alþingi í kosningum þá um vorið. Sá var löngu farinn. Ríkisstjórnin hafði hangið, án fullnægjandi umboðs, í nærri tvö ár, verklítil og skaðleg. Vegna þessa ástands dróst að koma Íslandi á lappirnar aftur eftir bankaáfallið, sem varð fyrir fimm árum.
Á meðan stjórnin hafði meirihluta nýtti hún hann ekki bara illa heldur undarlega. Allir vita hvernig gömul forstokkun í skattalegum efnum fékk nú að njóta sín. En að þeim slepptum einbeitti hún sér ekki síst að 4-6 aðalverkefnum, eftir því hvernig talið er.
1) Að koma Íslandi í Evrópusambandið án þess að slík ákvörðun hefði verið samþykkt af þjóðinni.
2) Að gera atlögu að íslensku stjórnarskránni, án boðlegrar réttlætingar og með ruglingslegum málatilbúnaði og tilburðum sem ekki var sæmandi að viðhafa um svo mikilvægt mál.
3) Að hengja á Ísland óbærilegar klyfjar vegna »Icesave-skuldbindinga,« en Icesave má telja sem þrjú mál, þar sem þrjár atlögur voru gerðar.
4) Að gefa ótilgreindum erlendum kröfuhöfum tvo af þremur bönkum Íslands, án þess að heimildir stæðu til og með ógagnsæju og stórundarlegu ferli.
Svo mikilvæg voru þessi verkefni í hennar augum að það sem ríkisstjórnin sagðist í upphafi standa fyrir fauk furðuskjótt ógert út í veður og vind. Hún sveikst um að rétta skuldugum heimilum hjálparhönd, eins og hún hafði lofað og innifalið var með öðrum loforðum í »skjaldborginni«, sem varð svo illa úti.
Hún sveik, án þess að biðjast nokkurn tíma afsökunar á því, margvísleg loforð sem gefin voru í tengslum við gerð kjarasamninga.
Hún sveik loforð um gagnsæi og heiðarleika í stjórnmálum og kórónaði þau ósköp öll með því að sitja umboðslaus og stuðningslaus hjá þjóð og á þingi, en þó óhult fyrir vantrausti þar, því nokkrir þingmenn, sem vissu að þeir ættu aldrei afturkvæmt þangað, vildu framlengja sína setu og sín laun. Og á því hneykslinu hékk hin lánlausa ríkisstjórn á síðustu metrunum.
En svo kom blessaða árið 2013 og þá varð ekki mikið lengur hangið. Og kjósendur sýndu um vorið að þeir höfðu skömm á framferði ríkisstjórnarinnar og hafa flokkar ekki í annan tíma fengið aðra eins útreið og hennar flokkar fengu .( leturbreytingar eru bloggarans)
Lengra er bréfið þar sem höfundur fjallar um heimsmálin og daprar horfur í því að bjartara sé framundundan á heimsvísu árið 2014 en gerðist 2013. Skammsýni og dómgreindarleysi virðist því miður áberandi meðal valdamanna heimsins.
Vesturlönd eru ekki reiðubúin að fást við hugmyndafræði múslíma þegar kemur að baráttu og fórnum.Menn verða víst að trúa á sjö óspilltar meyjar á hverjum degi bíði manns hinu megin grafar til að vilja sprengja sig í tætlur í baráttunni fyrir réttrúuðum heimi alræðis og kúgunar einnar þúsund ára gamallar grundvallarbókar.
Gegn slíku fólki er erfitt að berjast með aðferðum sem við trúum á sem mannsæmandi. Því miður eru lausnir ekki í sjónmáli.
Ölvuð völva við tölu getur sem best skrifað spádóma um nýliðna viðburði sem menn hengja sig á til skemmri tíma.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.12.2013 | 23:41
82% vilja hafa Reykjavíkurflugvöll
af 8530 sem hafa tekið þátt í könnun á þesari síðu.
Að mati Dags B. og Gnarrsins er þetta með öllu ómarktækt og ekki svara vert þegar Aðalskipulag Reykjavíkur er á dagskrá.Reykjavíkurflugvöllur skal burt og helst slasaður til ólífis fyrir kosningar 2014.
Mér fannst skemmtilegt þegar ég loks fattaði spurningu afgreiðslumannsins þegar ég kom að kaupa mér 10 raðir í Víkingalottóinu (manni langar enn til að vinna stórt!! En til hvers annars?) þegar afgreiðslumaðurinn spurði þurrlega: "Viltu borgarstjóra með"?
Auðvitað á minnihlutinn að ráða öllu þegar kemur að því að loka Reykjavíkurflugvelli.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
26.12.2013 | 12:57
ESB-tuðið
um Sjálfstæðisflokkinn er orðið býsna hvimleitt. Það er pirandi þegar frammámenn í flokknum eins og til dæmis Þorgerður Katrín og Ragnheiður Ríkharðsdóttir halda áfram að tala eins og að Sjálfstæðisflokkurinn sé eitthvað klofinn í málinu. Frá því er langur vegur.
Ég horfði á það á landsfundi flokksins í mars 2009 að aðildarsinnar urðu undir með svona á að giska 90 % við afgreiðslu málsins.Það er óvinafagnaður að ala svona á klofningstali um Sjálfstæðisflokkinn. Þetta er ekki klofningur heldur einföld afgreiðsla eins máls.
"Sjálfstæðismenn hafa rætt ESB-málið í þaula og meirihluti landsfundarfulltrúa samþykkt stefnu Sjálfstæðisflokksins á lýðræðislegan hátt. Þessi meirihluti vill ekki aðild að ESB og hann vill heldur að rætt verði meira um aðild við ESB án samþykkis þjóðarinnar" segir Björn Bjarnason á Evrópuvaktinni.Kristján Þór Júlíusson reið um öll héruð landsins og hélt fundi með Sjálfstæðismönnum og skilaði hann skýrslu um málið í janúar 2009. Á landsfundi í mars 2009 segir Björn: ",,,samþykkti flokkurinn að endurnýjað hagsmunamat leiddi ekki til grundvallarbreytinga á þeirri afstöðu flokksins að aðild að ESB þjónaði ekki hagsmunum íslensku þjóðarinnar. Taldi landsfundurinn að þjóðin ætti að skera úr um svo stórt og umdeilt mál. Í ályktuninni frá mars 2009 segir:
Komist Alþingi eða ríkisstjórn að þeirri niðurstöðu að sækja beri um aðild að Evrópusambandinu er það skoðun Sjálfstæðisflokksins að fara skuli fram þjóðaratkvæðagreiðsla um þá ákvörðun á grundvelli skilgreindra markmiða og samningskrafna.
Þetta sjónarmið flokksins varð undir í atkvæðagreiðslu á alþingi 16. júlí 2009. Á landsfundum sem efnt hefur verið til eftir fundinn í mars 2009 hefur andstaða flokksins við ESB-aðild orðið skarpari. Sú skoðun hefur jafnframt verið áréttuð að hætta beri ESB-viðræðunum og vilji einhverjir hefja þær að nýju gerist það ekki án heimildar þjóðarinnar í atkvæðagreislu.
Ekkert af þessu hefur verið samþykkt umræðulaust á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Það stenst því ekki að Sjálfstæðisflokkurinn sé nú hræddur við að taka samtalið um alþjóða samstarf eins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir orðar það.
Sjálfstæðismenn hafa rætt ESB-málið í þaula og meirihluti landsfundarfulltrúa samþykkt stefnu Sjálfstæðisflokksins á lýðræðislegan hátt. Þessi meirihluti vill ekki aðild að ESB og hann vill heldur að rætt verði meira um aðild við ESB án samþykkis þjóðarinnar..."
Það liggur alveg hreint fyrir hvernig Sjálfstæðisflokkurinn kemur að umsókn um inngöngu í ESB. Það verður ekki nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Allt tal um ríkisstjórnin eigi að klára aðildarviðræðurnar er tuð út í loftið sem er tæknilega óframkvæmanlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
23.12.2013 | 23:04
Tónlistarveisla frá Akureyri
er núna í sýningu á N4 útvarpsstöðinni. Ég er bókstaflega kjaftstopp.
Þarna hefur þvílíkur fjöldi listamanna þjóðarinar komið fram í þvílíkri sviðsmynd í Hofi með mörgum kórum og sínfóníuhljómsveit að ég er bara ringlaður. Allir okkar fremstu sönglistamenn koma fram. Hvar sér maður annað eins?
Er þetta virkilega hægt án ríkisstyrks? Er N4 einkarekin stöð eða ríkisrekin? Hvernig er þetta hægt?
Ég vildi vita meira um þetta allt. Kostun,uppsetningu, hljómsveit, kóra. Þetta er á heimsmælikvarða. Allt!
Þvílík tónlistarveisla fra Akureyri.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.12.2013 | 09:24
2.8%, fyrsta annað og...
gæti uppboðshaldari verið að segja.
Kjarasamningarnir eru fyrsta útspilið í aukningu á þeirri verðbólgu sem fyrir er í landinu. Gylfi og Þorsteinn búnir að réttlæta kaupið sitt og allir glaðir. Nema auðvitað PISA-kennararnir og aumingja opinberu starfsmennirnir með verðtryggða lífeyririnn sem vilja meiri leiðréttingar eins og það heitir.
Ef samið hefði verið um 0 % eða helst -2.8 % og hækkun skattleysismarka þá hefði verið um kjarabætur hinna lægst launuðu að ræða.Raunveruleikinn er hinsvegar afkáraleikhús þar sem enginn skemmtir sér, hvorki leikendur né áhorfendur.
Þannig er þetta bara 2.8 %!, fyrsta, annað og..., já þarna er hendi á lofti!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.12.2013 | 09:13
Nátttröllið
er ÁTVR sem fær umfjöllun í grein Arnars Sigurðssonar í Mbl.í dag.
" Salisbury lávarður, fyrsti forsætisráðherra Breta á 20. öldinni, var beðinn af Viktoríu drottningu að íhuga umbótatillögur var svarið: »Breytingar? En yðar hátign, eru hlutirnir ekki nógu slæmir fyrir eins og þeir eru?«
Þegar nýlegt frumvarp fjármálaráðherra um breytingar á sölureglum ÁTVR kom fram, þótti undirrituðum einsýnt að eina breytingin sem gæti samrýmst hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins um viðskiptafrelsi, yrði að leggja einokunarstofnunina niður. Varla getur verið til verra verslunarfyrirkomulag heldur en ríkisstofnun sem byggir á einokun eða hvað? Hinsvegar virðist sem lengi geti vont versnað því hér á að herða einokunarlög og það sérstaklega gegn innlendum framleiðendum bjórs sem og innlendum fjölmiðlum á þeim forsendum að þeir fyrrnefndu framleiði óáfengan pilsner í umbúðum sem eru »keimlíkar« þeim sem notaðar eru undir áfengan bjór.
Þrískipting ríkisvaldsins virðist frumvarpshöfundum ámóta fjarlægt fyrirbæri og tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar því óhikað á að fela ÁTVR að refsa þeim sem gerst hafa brotlegir um s.k. keimlíkindaglæpi og mun það vera nýlunda að refsivaldi sé útvistað til verslana.
Ef lög um ÁTVR eru lesin kemur í ljós að stofnunin er í raun nokkurs konar kleifhugi sem á að takmarka aðgengi að áfengi en jafnframt að veita góða þjónustu til að laða að viðskiptavini. Svo virðist sem stjórnendur félagsins hafi ekki hnotið um 4. greinina í lögum um stofnunina þar sem skýrt er kveðið á um hvert sé nafn hennar og hafa endurnefnt verslanirnar »Vínbúðin« og það í eintölu, þó eru verslanirnar nú orðnar 48, sem líklega er til að uppfylla markmiðin um »takmarkað aðgengi«. Eitthvað hefur svo löggjafinn ruglast á lýðheilsusjónarmiðunum því að álagning er ákveðin 18% á léttvíni en einungis 12% á hin enn hættulegri sterku vín!
Þó að markmið og skýringar í umræddum lögum séu um margt grátbrosleg lesning er þó líklega enn furðulegra það sem ekki kemur fram. Þar má nefna skort á rökstuðningi fyrir því að ríkisvaldið telur einkaaðilum ekki treystandi til að sjá um heildsölu tóbaks. Svo undarlega vill hinsvegar til að smásölu á hinu hættulega fíkniefni er aftur hvergi betur borgið heldur en í almennum verslunum. Dæmið snýst svo við þegar kemur að smásölu áfengis þar sem löggjafinn treystir einkaaðilum fyrir heildsölunni en einungis félagsmenn í BSRB fá að taka við greiðslukortum í verslunum.
Stofnunin hefur svo sett sér þau háleitu markmið að einungis einn af hverjum 10 undir lögaldri fái afgreiðslu. Þetta er það sem kallað er í lögunum »heildstæð stefna«.
Þó svo að ÁTVR flytji inn ámóta mikið af söluvörum og Þjóðminjasafnið í meðalári, þurfa starfsmennirnir mikið að ferðast til útlanda starfs síns vegna og fer starfsmaður í flugferð tæplega einu sinni í viku árið um kring. Reisurnar eru þó ávallt í göfugum tilgangi í nafni samfélagslegrar ábyrgðar. Undir liðnum »Sjálfbærnistjórnun« í ársskýrslu fyrirtækisins er »Loftslag í flugi innanlands og erlendis« talið þjóna hagsmunum samfélagsins eins og það nú heitir, en bréfritari skilur því miður ekki.
Nú hljóta flestir, þ.m.t. viðkomandi fagráðherra, að geta séð að hér sé um hreinræktaða sjálftöku á almannafé að ræða. En til að bæta gráu ofan á svart er svo spillingunni kolefnisjafnað skv. kolefnisbókhaldi með tilheyrandi aukakostnaði!
Staðreyndin er að meginhluti rekstrarkostnaðar ÁTVR er til kominn vegna sölu áfengis en lunginn úr s.k. hagnaði fyrirtækisins kemur hinsvegar frá heildsöludreifingu tóbaks sem er ámóta rökrétt fyrirbæri og einokunarverslun með eldspýtur sem stofnunin hafði með höndum áður fyrr."
Það er lögnu vitað að uppröðun vörutegunda í vínbúðunum 48 hefur áhrif á sölu einstakra tegunda. Eftir hvaða lögmálum skyldi vera farið í þeim efnum?
Nú er í landinu stjórn sem menn voru að vona að myndi hafa snerpu til að breyta því sem þarf að breyta. Hjá okkur á svona forneskja eins og blasir við hjá ÁTVR fremur heima í þjóðsögunum en ekki meðal okkar nútíma manna.
Blasir ekki við að ÁTVR er einskonar náttröll frá nítjándu öld sem jafnvel Salisbury hefði ekki látið afskiptalaust.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko