Bloggfærslur mánaðarins, júní 2013
19.6.2013 | 08:22
Sjálftökuliðið
hefur það fínt í þjóðfélaginu. Hvort heldur eru skilanefndir bankanna eða lífeyrissjóðakóngarnir, sem kosnir eru á sjálfstýringu. Engin merki sjást um það, að ríkisstjórnin ætli að taka á skilanefndunum og líklega þá heldur ekki á stjórnarfyrirkomulagi lífeyrissjóða.
Lífyerissjóðurinn minn, verslunarmanna, hækkar laun stjórnarmanns um 51 % frá árinu 2011 til 2013. Hækkuðu greiðslur til mín sem lífeyrisþega í hlutfalli?
Er svona miklu meiri vandi að stýra sjóðunum eftir hrun en var? Eða er þtta bara ekki rán um bjartan dag? Þarna er á ferðinni sjálftökulið sem ég veit ekki einu sinni hvað heitir, hef aldrei séð og aldrei kosið.
18.6.2013 | 20:24
Snowden nei takk
ég að minnsta kosti kæri mig ekki um svona svikahrapp sem nýjan Íslending.
Þessi Snowden er í mínum augum Quislingur sem svíkur þjóð sína og myndi svíkja okkur líka fá hann færi á því.
Vonandi kemur hann sem fyrst fyrir dómara í Bandaríkjunum sem og Assange þar sem þeir eiga að svara fyrir gerðir sínar eins og aðrir þegnar. Bandaríkin eru réttarríki sem er alveg treystandi til að fara hæfilega með Snowden.
18.6.2013 | 20:12
Uncle Sam og Talibaninn
eru sagðir ætla að setjast að samningaborði.
Er Talibaninn trúverðugur samningsaðili fyrir Uncle Sam? Stutt er síðan að eini góði Talibaninn var dauður Talibani.
Stefna Talibana í þjóðfélagsmálum er vel þekkt. Þetta er andsetið lið sem kúgar og kvelur konur börn og drepur hvern þann í nafni Islam sem dirfist að mótmæla. Steinaldarfólk með byssur sem berjast á móti öllu sem við teljum til mannréttinda. Hvað er Sámur frændi að gera? Er Ingibjörg Sólrún á bak við þetta?
Mikið má Uncle Sam vera klárari en maður heldur ef hann getur samið við Talibanann svo haldi.
18.6.2013 | 20:05
Af hverju ekki að veiða búrhval?
myndi mig langa að vita. Af hverju er þessi samkeppnisaðili okkar fiskveiða ekki drepinn eitthvað niður. Honum hefur fjölgað gríðarlega á undanförnum árum og étur miklu meira en það sem Hafró og bankarnir skammta okkur í þorskafla.
Kristján, af hverju veiðirðu ekki búrhval?
18.6.2013 | 07:58
Til hamingju Kristján
Loftsson með fyrstu langreyðina. Ég stóla á að þú veiðir mikið af þeim.
Og svo mættirðu líka veiða hundrað stykki af búrhval. Það er aðdáunarvert hvað þú hefur verið seigur að halda hvalveiðiútgerðinni á lífi í gegn um öll þessi mögur og dimmu ára pólitískrar forstokkunar og hótana umhverfisfasistanna. Við verðum að veiða hval vegna okkar sjálfra því þeir aféta okkar útgerð.
Þessir stóru hvalir éta að meira úr sjónum en við veiðum sjálfir. Við eigum að veiða þá hvali sem éta bolfiskinn okkar. Guðmundur Geirdal og félagar hafa endurheimt merki úr þorski sem þeir merktu hér sem einn af tíu í flóanum og var svo étinn af hval. 10 % af þessu úrtaki félaganna endaði í sem sagt hvalsmaga. Enginn veiddist af skipi.
Til hamingju Kristján Loftsson, þú ert í rauninni landvættur!
18.6.2013 | 07:47
Hvernig eru lungun?
í Hvergerðingum?
Þetta dettur manni í hug að spyrja um þegar maður sér útlitið á háspennumöstrunum í Kömbunum. Þau eru galvaniséruð og úr stáli. Lungu manna eru úr lifandi vefjum. Er einhver tilbúinn að byggja sér hús við hliðina á þessum möstrum og láta forstjóra OR fullvissa sig um að allt sé undir mörkum?
Svo birtir Moggi gagnrýnislaust viðtal við Orkuveituna um það hvernig allt verði í lagi þegar þeir byggja gasskiljustöð svo þeir geta farið að dæla drullunni niður í grunnvatnið okkar svo við getum fari að drekka það í stað þess að anda því að okkur þegar þeir eru búnir að hrista kokkteilinn með manngerðum jarðskjálftum.
Er ekki sú leið til, að hreinlega þétta þetta gas niður í bernnisteinssýru og selja hana svo úr landi sem verðmætt efni. Þó við þyrftum að niðurgreiða það í orkuverði þá er mér spurn hvort það væri ekki skárra fyrir lungun?.
Má ekki spyrja Pálma Stefánsson um það?
17.6.2013 | 23:33
Ekki gátu þeir stillt sig
hjá RÚV í kvöldfréttunum að sækja túlkinn Guðna sagnfræðing til að skýra það út fyrir áheyrendum að í raun hefði Sigmundur Davíð farið með harla vafasamar fullyrðingar þar sem fyrri stjórn hefði gangsett allt þetta AGS- ferli með löglegum hætti sem lögleg stjórnvöld og aðildarviðræðurnar við ESB líka.
Af hverju þurfti að sækja akkúrat þennan sagnfræðing til að gefa út álit á ræðunni sem áheyrendur voru að meðtaka milliliðalaust? Af hverju voru ekki Stefán Ólafsson og Baldur Þórhallsson líka sóttir og því ekki bara Steingrímur J. Sigfússon til viðbótar til að tryggja að áhorfendur RÚV færu nú ekki út af sporinu ef þeir yrðu að hlusta einir og óstuddir?
Er þeim ekki lengur sjálfrátt þarna á RÚV með geta ekki stillt sig um að snúa út úr öllu sem nýja ríkistjórnin lætur frá sér fara af því sú gamla hafi eiginlega verið betri?
17.6.2013 | 12:07
Góð ræða hjá Sigmundi Davíð
á Austurvelli í morgun.
Vera kann að einhverjum hafi sviðið undan hreinskilni forsætisráðherrans unga. En þeir sem vilja verja fullveldi Íslands gagnvart hverjum sem er var án efa skemmt.
Fleiri orð þarf ekki að hafa um þetta frábæra dæmi um ræðumennsku stjórnmálaleiðtoga. Öðruvísi manni áður brá. Einkum voru orð hans um hvað á skortir að Evrópusambandið sanni sig gagnvart Íslendingum og líka eigin þegnum athyglisverð. Ríkisútvarpið verður líklega ekki lengi að leita að og kynna álit Össurar eða Steingríms J. á orðum núverandi forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð flutti frábæra ræðu við þetta tækifæri sem náði ótrúlega vel til þeirra málaflokka sem ríkisstjórnin hefur sett í öndvegi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.6.2013 | 21:32
Takk Óli
verður maður að segja eftir að horfa á þennan stórkostlega leik Íslendinga við Rúmena.
Þvílíkur íþróttamaður hefur Ólafur Stefánsson verið og fyrirmynd manna frá æskudögum. Hann á fáa sína jafningja nokkursstaðar.
Takk Óli!
16.6.2013 | 19:56
Jafnrétti
er í reynd komið á í Noregi. Svo segir i fréttum:
"Norska þingið samþykkti í fyrradag, föstudag, að konur skuli gegna herskyldu ekki síður en karlar og eru fyrsta ríkið í Evrópu og fyrsta aðildarríki Atlantshafsbandalagsins, sem tekur upp herskyldu kvenna að sögn Reuters-fréttastofunnar. Réttindi og skyldur eiga að vera hin sömu fyrir alla, sagði Laila Gustavsen, stuðningsmaður frumvarpsins..."
Leiðir það ekki hugann að þjóðernisvitund sem hérlendis er mest afflutt og fyrirlitin enda fellur ekki að alþjóðahyggju kratismans. Kratar vilja framselja óhikað fullveldi Íslands til Brüssel þrátt fyrir sjö alda baráttu fyrir að endurheimta það úr Gamla Sáttmála. Evrópuherinn á að verja okkur gegn öllu illu úr því að Kaninn nennir því ekki. Sjálfir ætlum við að vera stikkfrí í öllum varnarmálum eins og venjulega.
Á hvaða braut eru Íslendingar eigilega sem þjóð? Er þeim slétt sama um hvernig allt veltur bara ef þeir sjálfir höndla einhvern stundarávinning?
Er allt til sölu hugsunin efst á baugi sé verðið rétt? Jafnvel jafnréttið líka?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko