Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2013

Þorbergur Steinn Leifsson

Mynd 3   Forsendubreytingar miðað við lántökudag (rauð lína) og leiðrétting með 20% afskrift eftirstöðva (græn lína)

 skrifar góða grein http://www.visir.is/hver-er--forsendubresturinn--/article/2013130619437 um misgengi launa og verðtryggðra lána. Margt annað kemur inn í umræður um forsendubresti sem er ekki tengt lánsupphæðum svo sem tímabundið verðfall á fasteignum. Því miður birtist myndin ekki öll hér á blogginu en línuritið sýnir forsendubrest þann sem ríkisstjórnin ætlar sér að fást við.

Eitt er athyglisvert að Seðlabankinn og Þorbergur eru sammála um að þeir fái mest af eliðréttingum sem síst þurfa þess með ef svo ætti að færa fram að leiðrétta öll verðtryggð lán. En það sem stendur skýrt í stjórnarsáttmálanum er eftirfarandi:

"„Grunnviðmiðið er að ná fram leiðréttingu vegna verðbólguskots áranna 2007–2010 en í því augnamiði má beita bæði beinni niðurfærslu höfuðstóls og skattalegum aðgerðum. Um verður að ræða almenna aðgerð óháð lántökutíma með áherslu á jafnræði.“.

Það þarf því ekki að eyða tíma í deilur um lántökutíma, hann er skilgreindur  2007-2010.

Greinarhöfundur fellur í þá freistni að slá politískar keilur  í niðurlagi greinar sinnar í stað þess að leyfa okkur að horfa hlutlægt á niðurstöðurnar sem eru góð málsvörn fyrir verðtrygginguna almennt. Sem aðferð er hún í fullu gildi en hefur verið rægð út úr öllu samhengi.  Greinarhöfundur bendir á kjarna málsins sem er að verðtryggðir vextir eru og hafa verið alltof háir en það orsakast af 3.5 % ávöxtunarskilyrðinu sem lífeyrissjóðunum var sett í árdaga.

TARP aðferðin í gegnum Seðlabankann er hugsanlega sú aðferðafræði sem skoða má áður en annað er gert í sambandi við forsendubrestinn 2007-2010.

 Þorbergur á þakkir skildar fyrir sitt framlag en á hvorki að útvíkka fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar út fyrir það sem hún ætlar sér né gera stjórnarandstöðuþingmenn að meisturum.

 


Er ekki leiðréttingasjóður lausnin?

hvað varðar skuldavanda heimilanna? 

TARP kerfið er að virka í Bandaríkjunum og endurgreiðslur eru mun meiri en nokkurn óraði fyrir. ("As of December 31, 2012, the Treasury had received over $405 billion in total cash back on TARP investments, equaling nearly 97 percent of the $418 billion disbursed under the program."stendur á Wikipedia)

Seðlabankinn hefur uplýst  að allsherjar niðurfærsla muni gagnast þeim mest sem hennar þurfa ekki með. Sérstakur leiðréttingarsjóður í Seðlabanka eins og þeir hjá hægri grænum töluðu um fyrir kosningar myndi geta aðgreint vandanna mun betur er flöt leiðrétting ef menn eru sammála um að hjálpa þeim mest sem minnst mega sín. 

Þarf ekki að leysa leiðréttingarnar  hið allra fyrsta? 


"Beint lýðræði"

verður Jóni Magnússyni að yrkisefni:

Hann segir m.a.:

..."Beint lýðræði í formi aðgengileika að þjóðaratkvæðagreiðslum hefur gefist vel í Sviss en miður í Kaliforníu. Í Sviss hafa menn haft aðgengi að þessu formi beins lýðræðis í meir en 100 ár og það hefur gefist mjög vel og segja má að jafnan þegar þing og þjóð eru ósammála þá hafi þjóðin haft rétt fyrir sér með sama hætti og í Icesave málunum hjá okkur.

Vandamál Kaliforníu er ekki síst vegna þess að þar er verið að greiða þjóðaratkvæði um skattlagningu og það virðist ekki ganga vel og Kalifornía iðulega verið á barmi gjaldþrots.

Margir telja af þeim sökum að nauðsynlegt sé að skattamál séu undanþegin þjóðaratkvæðagreiðslum.  Sjálfur mundi ég gjarnan vilja sjá alla ósanngjarna skatta falla brott eða lækka eins og virðisaukaskatt, tekjuskatt sem og tryggingagjald. Ef til vill er það íhaldssemi að vilja ekki láta þjóðina greiða atkvæði um slíka hluti.

Með sama hætti er það með veiðigjaldið og hvað það á að vera hátt. Þar er einnig um grein af sama meiði að ræða þ.e. skattlagning. Spurning er hvort það henti að greidd séu þjóðaratkvæði um að lögð séu sérstök gjöld af hálfu ríkisins á suma og hversu hátt það skuli vera. 

Hér er vakið máls á þessu vegna þess að það skiptir máli að koma sem fyrst á virkara lýðræði í landinu með beinni aðkomu kjósenda, en spurning er hvar takmarkanirnar skuli vera til að borgurum landsins verði ekki mismunað og eðlileg starfsemi stjórnvalda geti haldið áfram."

Hér tekur Jón á því máli sem eru forsenda þess að þjóðir búi við fulltrúalýðræði í stað þjóðstefnu eins og var hjá Forn-Grikkjum.

Það er útilokað að láta mann greiða atkvæði um hversu mikið hann eigi að borga fyrir þetta eða hitt. Slíkt geta aðeins kjörnir fulltrúar ákvarðað. Þessvegna er algerlega fáránlegt að láta fólk greiða atkvæði um hversu mikið útgerðarmenn eigi að borga.  Fólk flest hefur ekki kynnt sér ágallana við álagningu veiðigjalds að hætti Steingríms J. Sigfússonar. Það getur ekki annað en sagt: "Látið bara helvítin borga sem mest" Það yrði dómur þjóðarinnar í svona máli. Af hveju ekki að ákvarða bensíngjaldið með sama hætti um leið? Það myndi falla niður á þann hátt. Eða virðisaukaskattsprósentuna? Hún færi niður í 5 % í þjóðaratkvæði.

Icesave atkvæðagreiðslan var af öðrum toga. Í sambandi við veiðilgjaldi' er þetta beina lýðræðistal Latte-liðsins ekki að duga fyrir þjóð eins og Íslendinga.


Latte-lepjandi liðið

er komið á fullt í fjölmiðlum sínum að heimta sinn Baldur úr helju. Nú í myndbirtingu Snowdens nokkurs. Sem í þjónustu lands síns stal gögnum sem honum var trúað fyrir og seldi fyrir eigin hagnað. Stingur af með peninginn og heldur sig ríkmannlega hjá Kínverjum og telur að honum verði betur borgið sem hælisleitandi á Íslandi.

Fátt gætu Íslendingar gert sem væri eins ódiplomatískt rangt eins og  að bjóða þessum ótínda glæpamanni pólitískt hæli svo hann þurfi ekki að svara til saka í eigin föðurlandi. Sem eins og kunnugt er eru grimmilegt einræðis- og fasistaríki í orðabókum Latte-liðsins og engir vinir né bandamenn Íslands.  Reyna að nota njósnir um einhverja tvo Íslendinga sem eru í vinfengi við annan glæpamann Assange sem heldur til í sendiráði Ekvadors í London, sem rök fyrir vitleysunni. Vilja þeir ekki láta Birgittu koma með Assange hingað líka og taka kannski með sér einhverja valda danska múslíma sem eru að koma heim eftir vináttuheimsókn til Sýrlands?

Við erum kannski ekki merkilegir Íslendingar í augum heimins. En við getum hinsvegar gert asnastrik sem tekið yrði eftir ef við látum Latte-lepjandi liðið um að stjórna traffíkinni til landsins. 

 


Kyle Bass

er hrægammur eins og þeir gerast bestir. Kaldur, yfirvegaður og óhugnanlega klár.

Menn ættu að kynna sér það sem hann hefur látið frá sér fara sem er ekki lítið. Og það er ekki heldur nein tæpitunga sem hann notar. Maðurinn er hafsjór af þekkingu um efnahagsmál heimsins og hefur allar stærðir á hraðbergi.

Mig brestur andlegt atgervi og mikla þekkingu til að skilja allt sem hann færir fram sem rök fyrir sínum ályktunum. En hann hefur greinilega víðari skilning á fjármálum heldur en sá Mr. Sigfússon sem hann heimsótti 2011.

Margt af því sem Bass segir um þróun mála í Japan á næstu árum hlýtur að vekja upp margar spurningar varðandi viðskiptaáform Íslendinga í austurveg. Við þurfum að vita hvort við séum of bláeygðir gagnvart Kínverjum til dæmis, sem hér eru komnir með 500 manna sendiráð í Reykjavík. Okkur varðar að vita hvað þeir eru að gera hér og sjálfir verðum við að finna út hvað þeir ætla sér með okkur og það land sem við nú köllum okkar. 

Ég held að okkar ríkisstjórn gerði gott í því að fá Bass til viðræðu við okkur um málefni ríkisins og þjóðarinnar og þær leiðir sem við getum fetað upp úr kreppudalnum sem hann er ósammála um að við séum að leysa.. En það er betra að vera vel lesinn ætli maður að eiga orðastað við þennan kall, svo hættulega greindur sem hann er.

Ég held að raunsæi Bass og framtíðarspár um þróun efnahagsmála í heiminum og hver sé raunveruleg staða okkar lands og framtíðarhorfur væru gott veganesti. En það þýðir ekki að bjóða hverjum  sem er af þeim íslensku stjórnmálamönnum sem venjulega hefja sig hæst í sjálfsáliti til þeirra viðræðna. Þar yrði að vanda valið ef nýta á tímann.

Kyle Bass er maður sem vert er að skoða. 

 


... neina svona þvælu við mig.

Á Vísi er frétt um ráðstefnu fjárfesta í Californiu. Það er stórfróðlegt að skoða myndbandið sem vísað er til á mínútu 44. Bæði er gaman að sjá raunverulegan hrægamm og líka til að birta manni þá erfiðu stöðu sem Ísland er í. Svo segir í fréttinni:

"Kyle Bass gerði mikið grín að Steingrími J. Sigfússyni fyrrverandi fjármálaráðherra á sviðinu á ráðstefnu fjárfesta í Kaliforníu í seinasta mánuði. Hann sagði að Steingrímur hafi kynnt fyrir sér villandi upplýsingar til að fá sig til að fjárfesta á Íslandi.

Bass var með erindi á ráðstefnunni Strategic Investment Conference í maí síðastliðnum þar sem hann sagði frá fundi sínum við Steingrím sem þeir áttu árið 2011. Tilgangur fundarins var að fá Bass til að fjárfesta á Íslandi en Bass stýrir vogunarsjóðnum Hayman Capital.

Bass segir um Steingrím: „Hann sýndi mér þetta blað og sagði að skuldir sem hlutfall af landsframleiðslu væru 80% og yrði 40% eftir fjögur ár. Við erum besti staðurinn til að fjárfesta á."

Bass segist svo hafa svarað Steingrími: „Ég er með gögn frá Moody's hérna sem segja að skuldahlutfallið sé 150% hjá ykkur, það er mikill munur á þessu."

Hann segir Steingrím hafa svarað þessu til: „Æ, lánin frá Norðurlöndunum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum runnu til Seðlabankans en ekki til íslenska ríkisins þannig að við teljum það ekki með í skuldahlutfallinu." Þá mun Bass hafa spurt Steingrím hver það væri sem gæfi út tékkann fyrir afborgunum á láninu. „Það er ég," hefur Bass eftir Steingrími, en Steingrímur var á þeim tíma fjármálaráðherra.

„Ég skil," svaraði Bass. „Þá rann upp fyrir honum að hann gæti ekki verið með neina svona þvælu við mig og við skiptum þá fljótt um umræðuefni."

 

Þegar maður horfir á þetta úr fjarlægð Bass þá rennur upp fyrir manni að það verður erfitt fyrir Íslendinga að öðlast traust og tiltrú í fjármálaheiminum aftur. Þrátt fyrir það hversu góða talsmenn eins 

við eigum. Gjaldeyrishöftin og skuldahreinsunin munu varla gleymast svona köllum eins og Bass á næstunni.

 

Þeir láta ekki þvæla við sig endalaust eða hvað?


Opinber innkaup

eða sala á eignum ríkisins er manni sagt að eigi að fara fram í útboðum sem meginreglu um ráðstöfun opinbers fjár. Hvernig skýrir forstjóri Innkaupastofnunar Ríkisins þessi viðskipti Össurar? Er ekki Össur þekktur kaupahéðinn og ber þar af leiðandi að fara með gát í viðskiptum við hann? 

Þarna er upplýst að Össur kaupir bílinn  sem hann er búinn að nota sem ráðherra á tilteknu verði. Var nokkuð kannað hvað aðrir vildu borga fyrir bílinn? Er ekki venjulega  talað um að útboð eigi að ákvarða verð sem vörur og þjónusta eru keypt fyrir?  Veit einhver hvort einhver annar hefði boðið betur en Össur í þessu tilviki? Ég hefði kannski viljað fá að gera tilboð?

Ég hef séð að Vegagerðin til dæmis auglýsir eftir tilboðum í gamla bíla frá sér. Venjulega eru árgerðirnar og mikil notkunin ekki mjög spennandi svo ég veit ekki um þáttökuna. En þetta er opinberlega auglýst.   Fá hæstbjóðendur að kaupa bílana eða eru þeir seldir tilteknum starfsmönnum eftir svona verðkönnun?

Hvernig skyldi þessu vera varið í USA? Fá ráðherrar þar að ákveða hvaða sort þeir vilja kaupa? Ræður einfaldur smekkur ráðherra þar eins og hér? Eða skyldu einhverjir aðrir taka ákvarðanir um opinber innkaup eftir einhverjum mælistikum?

Eru þessi bílaviðskipti ríkisins við Össur hafin yfir alla gagnrýni í stjórnsýslunni?  Eða er þetta bara venjulegur pólitískur umgangur um opinbert fé sem kratarnir í Samfylkingunni sætta sig við?

Af hverju pantaði Jóhanna nýjan bíl fyrir forsætisráðuneytið? Hver tók ákvörðunina um sortina? Af hverju á ráðherra yfirleitt að ákveða hvernig bíl hann vill keyra á? Eru nokkrar stjórnsýslureglur um ráðningarkjör ráðherra?

Eru þetta ekki opinber viðskipti ?

 


"Alikratar"

var hugtak sem fólk notaði í mínu ungdæmi. Þeir áttu öðrum mönnum betur að kunna að halda sig að jötunni og lifa lúxuslífi á kostnað almennings. Auðvitað eru nú komnir aðrir tímar og fólk hætt að tala svona. En samt er varla enn kominn sá tími að menn gæti meðalhófs í opinberu lífi. Eða þannig finnst mér að minnsta kosti.

Nú pantaði Jóhanna Sigurðardóttir nýjan bíl fyrir embætti forsætisráðherra þó hún ætti bara vikur eftir ólifaðar á ráðherrastóli. Vildi hún endilega hafa vit fyrir eftirmanninum og velja handa honum bíl eða hélt hún hugsanlega að hún yrði endurkosin því að tíminn væri ekki kominn? Hversvegna tók hún þessa ákvörðun um opinbert fé?

Svo segir í fréttum:

 "Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur keypt ráðherrabíl sinn fyrir 2,7 milljónir króna. Samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu svara söluverðið til þess sem bílaumboð hefði greitt fyrir bíllinn væri hann settur upp í nýja bifreið (uppítökuverð).

Bíllinn er af gerðinni BMW X5, árgerð 2006 og hefur hann verið ráðherrabíll Össurar frá alþingiskosningum 2007 þegar hann varð iðnaðarráðherra í ríkisstjórn Geirs H. Haarde.

Gunnar Bragi Sveinsson, sem tók við af Össuri í utanríkisráðuneytinu, ekur hins vegar um á Volvo XC90 sem var ráðherrabíll Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra áður. "

Þess meiri alþýðuvinir svonefndir stórkratar eru,  þeim mun betur sést í þetta gamla "alikrataeðli" sem fólkið talaði um í gamla daga. Sem þýddi víst að viðkomandi vildi éta úr opinberum lúkum meðan hægt væri. Jafnaðarmennskan var talin þá vera helst fólgin í því að skera ofan af hágresinu og éta sjálfur sögðu gömlu íhaldsmennirnir. 

Burtséð frá öllu  þessu  þá er ráðherrabíll í mínum huga aðeins myndbirting á einhverskonar flottræfilshætti sem fylgir ekki tíðarandanum.  Er ráðherrabílstjóri til þess að afstýra að ráðherra keyri  fullur? Getur ráðherra ekki verið edrú í vinnunni eins og Steingrímur Hermannsson sagðist alltaf vera?

 Vonandi stilla mínir menn sig betur en til siðs hefur verið og nýta hlutina betur. Er ekki  kominn tími til að menn læri að skammast sín fyrir flottræfilshátt í opinberu lífi.

 

 


Ræður Yoko eða ég?

Svo segir Moggi:

"Listakonan og mannréttindafrömuðurinn Yoko Ono hvetur Íslendinga til að veita bandaríska uppljóstraranum Edward Snowden hæli.

„Ég elska og virði Ísland og fólkið sem þar býr. Ég vona að þið réttið þessum hugrakka manni hjálparhönd og veitið honum hæli,“ skrifar Ono á Facebook-síðu sína.

Snowden heldur til í Kína en hefur sagst geta hugsað sér að reyna að fá hæli hér á landi."

Ég hef lýst þeirri skoðun minni að ég vilji ekki sjá Snowden hingað. Hann er glæpamaður í mínum augum.

Nú bíð ég spenntur hvort ræður hér meiru, Yoko eða ég? 


Á að láta síldina drepast?

aftur í Kolgrafarfirði með útför á kostnað ríkisins? Eða senda skip til að veiða hana? Er síld bara orðin verðlaus eða bara kvótalaus? 

Á hún bara að drepast þarna aftur? 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband