Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2013

Bjartsýni, kjarkur, þor

voru áherslurnar í kraftmikilli ræðu forsætisráðherrans okkar unga. Ræðan gaf manni vissulega nýja von eftir alla depurðina sem fylgdi málflutningi stjórnarsinna á síðasta þingi.

Forsætisráðherra  boðaði marga áherslupunkta sem mér sýnast vera til framfara fallin.Fjármálaráðherra tók vel undir stjórnarstefnuna og lagði áherslu á, eins og raunar forsætisráðherra líka, að koma að málunum saman og reyna að vinna landinu gagn. Fram kom í máli forsætisráðherra að þingmenn stjórnarandstöðunnar hefðu  fengið góðan og betri aðgang að nefndum þingsins í þessu skyni.

Ekki náði stílaupplestur nýju þingmannanna úr litlu flokkunum  sérstaklega til mín sem áheyranda. Hvaða erindi Pirataflokkurinn á inn á AlÞingi skil ég ekki því mér fannst þeir bæði leiðinlegir og lítt spennandi. Sömuleiðs var ræða Ögmundar, sem oft er þó ekki sá alvitlausasti, heldur forneskjuleg og boða gamaldags taxtabaráttu.  

Skelfilegt er að enn skuli koma fram stjórnarskrárfrumvarp sem mér skilst að verði að eyða tíma í. Enn sjá flutningsmenn ekki annað sniðugra en að stýra fortíðinni með þessum hætti og reyna að eyðileggja dýrmætan tíma þingsins með ónýtum tillögum sem enginn nennir að stagla meira yfir. Sömuleiðis þvæla sumir þingmenn enn um nauðsyn áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið og upptöku evru svo furðulegt sem það nú er.

Rætnasta ræðan og illyrmilegasta var auðvitað frá Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur. Slíkt svartagall er beinlínis óhuggulegt að hlusta á þegar menn eru að reyna að tala um vandamál líðandi stundar.Enda á þingmaðurinn sorglegan feril að baki í mörgum málum og ekki mun af henni stafa mikið hjálpræði til gagns fyrir þjóð í vanda. 

Vonandi einhendir stjórnin  sér í fyrirliggjandi verkefni og aðgerðaáætlunina fyrir heimilin í 10 liðum sem hún boðar. En umfram allt óska ég þess að eitthvað verði gert til að efla atvinnu sérstaklega hér á suðvesturhorninu, þar sem enn ríkir djúp kreppa.

Til þess þarf sannarlega bjartsýni, kjark og þor.


ASÍ og ESB

virðast vera orðin óaðskiljanleg öfl í íslenskri kjarabaráttu.

Hvenær gerðist sú breyting að umræður um taxta íslensks verkalýðs eru orðnar háðar niðurstöðu aðildarviðræðna við ESB eða þjóðaratkvæði eða ekki um þær?

Alveg KrASÍ. 


Pex

er að aukast í umræðunni. Það er leitað að orðalagi hvenær sem einhver ráðamaður opnar ginið og fjölmiðlar liggja í því  hvernig eigi að túlka þetta eða hitt öðruvísi en orðanna hljóðan. Og hundstungurnar lepja upp setningafræði sem auðvitað þarf ekki endilega að vera nákvæm í töluðu máli ráðherra frekar en annrs fólks. Hvaða fjandans  máli skiptir það þó Ólafur Ragnar segi þetta eða hitt eða hvernig Sigmundur túlkar það.

Það var illa til fundið hjá Sigurjóni M. Egilssyni að leiða fram Guðbjart Hannesson sem er afdankaður ráðherra til að þvæla við Sigurð Inga  sem er nýtekinn hreingerningum  eftir þanna sama á Sprengisandi. Þetta er ekki mönnum bjóðandi sem hafa áhuga á því sem á að fara að gera en vita flestir hvað sá gamli gerði vitlaust.

Vonandi fara ráðherrar ekki að eyða tíma í að svara brigslum frá Steingrími J. og slíku fólki á þessu stutta sumarþingi. Láta hann og þá  heldur blása að vild en svara ekki ónauðsynlegum spurningum um keisarans skegg.

Burt með pexið! Það er Aksjón sem vantar í skilanefndir sem annað! 


Af hverju virkar ekkert

eins og það á að virka í Evrópusambandinu? Af hverju nær það ekki því markmiði sínu að halda til jafns við Bandarikin?

Það liggur nokkuð í augum uppi. Evrópusambandið er ekki þjóð heldur 27 þjóðir. Gerólíkar í sjálfum sér með sértungumál sem eru öll jafnrétthá og allt verður að þýða á milli þeirra sem sýnir strax flækjustigið.  Að nokkrum skyldi detta í hug að þessare þjóðir gætu búið við eina mynt þegar þær geta ekki búið við eina stjórn embættismanna sem enginn getur fullyrt að hafa sjálfur kosið.

Chris Grayling, dómsmálaráðherra Bretlands gengur svo langt að kalla stefnumörkun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vitirrta ógnun við hagvöxt.  Grayling segir að Brusselmenn lifi ekki í heimi veruleikans. Grayling segir að framkvæmdastjórnin setji fram stöðugt flóknari tillögur sem valdi því að fyrirtæki í Bretlandi og í Evrópu verði ekki samkeppnishæf. Lausn allra mála finnist Brusselmönnum að sé meira regluverk.

Það er einmitt þetta regluverk sem vekur andúð Íslendinga í vaxandi mæli. Þeir sjá ekki tilganginn í þröngum fyrirmælum um alla skapaða hluti.  Nigel Farage hefur hlotið verðskuldaða athygli hérlendis fyrir einbeitta gagnrýni á ólýðræðislega stjórnun ESB sem frægt varð þegar hann var sektaður fyrir að segja sannleikann um van Rompuoy sem hann líkti við gamlan bankagjaldkera og gólfklút sem enginn hefði kosið .

Bandaríkin eru ein þjóð þó sundurleit sé með öll sín risavöxnu vandamál.  Þeir hafa einn fána, einn forseta og gríðarlega þjóðerniskennd. Þeir hafa sterk lög og segja hiklaust að glæpamenn eigi að vera í fangelsum. Þeir eru hreyfanlegir innan sín stóra lands. Atvinnuleysingi í Grikklandi fer hinsvegar ekki til Þýskalands að vinna því hann skilur ekki málið og þar að auki eru Þjóðverjar litlir veifiskatar gegn suðurlendingum  yfirleitt þó ekki megi ræða slíkt upphátt.

Það eru margar samverkandi ástæður fyrir því að í ESB virkar ekkert sem virkar í Bandaríkjunum. 

 


Sprengisandur

skemmtiþáttur Sigurjóns M. Egilssonar á Bylgjunni fór fram að vanda. Spurningin er hvort ráðherrar eigi að láta tíma sinn af hendi til að pexa við fyrrverandi ráðherra eins og gerðist með Sigurð Inga og Guðbjart Hannesson. Það breytir engu  að mér fannst Sigurður rasskella Guðbjart  í umræðunn hvar sem að var komið. 

 Út fyrir tók þegar stjórnandinn fór að þvæla Sigurði til að að fara að ræða við Guðbjart um ESB. Þar hirti hann ráðherrann fyrrverandi  svo gersamlega með frásögn sinni af viðræðum sinum við utanríkisnefnd þýska þingsins að Gubjartur átti sér ekki viðreisnar von þó hann reyndi að blaðra innihaldslausar setningar og vera með háreysti.  Sigurður kom því hinsvegar afgerandi á framfæri að lítill áhugi væri á því af hendi viðsemjandanna, og það nú alveg án milligöngu og túlkunar Össurar að halda áfram tilgangslausum viðræðum við þjóð sem vildi ekki ganga í ESB og virtist því að viðræðum verða nokkuð sjálfhætt. 

Eftir þetta áreiti á Sigurð Inga sem Guðbjartur var,  þá kom Bjarni Benediktsson í yfirheyrslu hjá Sigurjóni.  Hann fór yfir málin í víðu samhengi og skýrði sjónarmið ríkissjórnarflokkanna af mikilli einurð og rökvísi. Einkum vakti athygli mína hvernig hann lýsti því sem framundan væri sem byrjun á ferðalagi sem þjóðin væri að leggja upp í. Hún þyrfti öll að taka á málunum til að koma sér upp þeim aga sem okkur skortir svo sárlega sem þjóð. Hann benti á hvernig verðbólgan hefði leikið krónuna okkar þar sem allar kauphækkanir síðasta áratugar hefðu horfið í hennar hít.

Hann bað okkur að líta til Þýskalands sem stóð frammi fyrir miklum erfiðleikum. Þeir sættu sig við engar kauphækkanir í 10 ár og árangurinn væri nú kominn í ljós í verulegum velsældarauka. Þetta hafi ekki verið sjálfgefið heldur hefðu þeir markvisst unnið sig út úr erfiðleikunum. Hann kvaðst vona að Íslendingar vildu stefna í þessa átt og sagðist skynja að slík viðhorf ættu vaxandi fylgi að fagna meðal samtaka þjóðarinnar. Í stuttu máli fannst mér Bjarni Benediktsson flytja mál sitt mjög skýrt og vel undirbyggt og var hvergi glufu að finna þó Sigurjón gerði sitt allra versta, þó samt frekar málefnalega, til að þvæla honum í allskyns pólitískum fortíðarlummum sem nú skipta ekki máli.   

Ég er þeirrar skoðunar að ráðherrar eigi ekki að taka í mál að fara í svona skemmtiþætti til að tala við fyrrum ráðherra þar sem slíkt er gersamleg tímasóun eins og sannaðist á blaðrinu í Guðbjarti. Allt sem hann sagði kom ekki framtíðinni hið minnsta við og upplýsti ekki neitt. Það er gersamlega tilgangslaust að vera að karpa við það fólk sem þjóðin er nýbúin að hafna afgerandi í kosningum.

Ráðherrarnir Sigurður og Bjarni stóðu sig með mikilli prýði og maður vonar að þeirra störf muni ganga fram í samræmi við frábæra frammistöðu þeirra beggja í þessum skemmtiþætti Sigurjóns M.


Fríverzlun USA og ESB

er eitt það furðulegasta sem mauður hefur í raun heyrt. ESB er er að því ég hélt tollabandalag gegn Bandaríkjunum og berst gegn þeim við flest tækifæri. Íslendingum birtist ófreskjan þegar íslensk yfirvöld reyna að gera honum Sullenberger ómögulegt að færa okkur bandaríska vöru í Kosti með hverskyns ofsóknum og þröngtúlkunum á paragröffum þýskra grillufángara sem Kiljan varaði okkur við fyrir löngu. Ekki þetta og ekki hitt, merkja allt upp á nýtt. Blablabla.

Áþreifanlegt skaðræði  eru áhrif Evrópusambandsins á íslensk flugmál og raunar evrópskra líka. Bandaríkin eru vagga flugsins og þeirra reglur eru alveg nægilega harðar til að þeir kvarti sáran. En þær eru ekki bara vitleysa eins og sumar reglur Evrópu. Jarinn sem við erum búið er að láta okkur gleypa er afturför á alla kanta.. Nú má bandarískur flugmaður ekki lengur fljúga blindflug í Evrópu hversu mikla reynslu hann hefur. Ekki heldur Breti sem hefur lært að bjarga lífi sínu með IMC gráðu. Allt afskaffað.  Íslendingur sem ætlar að læra blindflug núna á Íslandi verður skilst mér að mæta allskyns nýjum kröfum  sem flestar stefna út og suður frá því sem tilgangur blindflugs er, sem er að bjarga mannslífum. Afleiðingin verður að flugkunnáttu almennra Íslendinga mun hraka frá því sem áður var með því brjálæði sem búið er að leggja á eigendur einkaflugvéla sem afleiðing af Evrópubullinu.

Annað er það þegar við skiljum að dreifingu og framleiðslu raforku með tvöföldun kostnaðar. Gersamlega óþarfum hlut fyrir okkur eyjaskeggja. Svo er okkur skylt að reikna allar byggingar eftir Evrópustöðlum sem ég get ekki annað séð en séu grannt skoðað mest aukið flækjustig af bandarískum stöðlum.  En jarðskjálftaverkfræði er auðvitað ættuð þaðan og byggingalist alvöru mannvirkja  hefur lengst af verið langt á undan evrópskri. Af hverju megum við ekki velja okkur viðurkenndan staðal og hanna eftir honum. Af hverju bara einhvern uppsoðinn Evrópustaðal?

Það er ótalmargt sem við erum að apa upp að óþörfu sem afleiðingu af kratadaðrinu við Evrópusambandið. EES hefur orðið til þess að við höfum látið viðskiptaveldi okkar í fiski í Bandaríkjunum blása upp í vindum og eyðast. Búnir að selja vörumerkið Icelandic til Kína. Svo er Schengen kerfið að eyða allri stjórn sem við höfðum á flæði óþjóðalýðs til landsins. Flest er því orððið ömurlegt við þennan EES samning sem okkur væri hollast að endurskoða frá grunni.
 
En fríverslun USA og ESB sýnir okkur  ótta þessara ríkja við Asíuveldin. Við íslendingar eigum að nýta það besta frá báðum þessum nágrönnum en samt ekki að gleypa lævísi Asíumanna hráa.

Forsetinn Ólafur Ragnar

náði sannarlega eyrum þjóðarinnar við þingsetningu í gær. Hann lýsti skoðunum sínum á aðlögunarviðræðunum við Evrópusambandið á þann veg sem eftir var tekið.

Forsetinn Ólafur Ragnar Grímsson  hefur tvívegis bjargað kjósendum frá fyrirætlunum löglega kjörinna fulltrúa sem henni ekki þóknuðust. Enginn Forseti hefur gert neitt þvílíkt fyrr. Þetta gerðist með þvi að nægilega margir kjósendur sendu Forsetanum áskorun um að skjóta þeim málum til þjóðarinnar.

Nú horfir öðruvísi við. Ekkert lagafrumvarp liggur fyrir í málinu heldur einfaldlega skipulagsmál löglega kjörinnar Borgarstjórnar í Reykjavík. Sem er lögformlega innsveitarmál Reykvíkinga einna.

Samt er þessu máli þannig varið að það snertir hagsmuni allrar þjóðarinnar beinlínis, Svo er þetta mál líka þannig vaxið að ólíklegt er að afstaða kjósenda til þess fari eftir flokkslínum. Hér er ég að tala um Reykjavíkurflugvöll og þá lífshættu sem hann er nú í kominn. Framlagt Aðalskipulag Reykjavíkur tekur af öll tvímæli um að núverandi Borgaryfirvöld stefni að því að loka vellinum, Ekki í fjarlægri framtíð heldur núna.

 

Rökstuddur grunur er fyrir því að þessi áform eru í andstöðu við vilja kjósenda utan höfuðborgar svæðisins. Ennfremur bendir margt til þess að kjósendur í Reykjavík séu ekki þeirrar skoðunar að flytja  eigi innanlandsflugið frá Reykjavík. En þeir séu ekki svo viðkvæmir fyrir þessu daglega að dugi til að fá þá til að koma skoðunum sínum á framfæri með nægilegum athugasemdum um teikningar af Aðalskipulagi sem hanga einhversstaðar uppi.

Reykjavíkurflugvöllur er því í  bráðri  lífshættu. Það er því úr vöndu að ráða ef menn vilja grípa til varna. Ekkert lagafrumvarp liggur fyrir né virðist neinn vita hvernig á að taka á þessu vandasama  máli.Stjórnskipulega er varla hægt að skora á Forsetann að láta málið til sin taka þegar mál er svona vaxið. Löglega kjörin yfirvöld standa að óvinsælum aðgerðum sem kjósendur myndu líklega láta sig varða ef þeir fengju tækifæri til.

 

 Nú velti ég því fyrir mér hvort hægt sé að koma því þannig fyrir að þjóðin sé spurð um málið? Hvort hún sé beint í andstöðu við reykvíska kjósendur? Til hvaða niðurstöðu myndi slíkt leiða? Það er talað um nauðsyn þess að þjóðin greiði um það atkvæði hvort halda eigi aðlögunarviðræðum við Evrópusambandið áfram.

Þó þetta mál sé öðruvísi vaxið þá er spurning hvort væri hægt að spyrja um hug manna til Reykjavíkurflugvöll við sama tækifæri? Myndi hugur Borgarstjórnar eitthvað breytast við ótvíræða afstöðu kjósenda?

Reykjavíkurflugvöllur og innanlandsflug í núverandi mynd eiga litla framtíð fyrir sér þessa daga ef ekkert gerist. 

Þingsályktunartillaga um málefni Reykjavíkurflugvallar gæti skipt máli. Vilji ríkisstjórnarinnar er nokkuð skýr.

Geta áskoranir á  Forsetann Ólaf Ragnar eitthvað hreyft við þessu bráða máli?


Hvað fékkst fyrir atkvæðið?

sem 8,2 % kjósenda greiddi Bjartri Framtíð?

Í bæklingi sem þier sendu mér fyrir kosningarnar stóð m.a.:

"Klárum aðildarviðræðurnar

Ekki fleiri álver.Betri hagstjórn

Betri Pólitík"

Hvað þýðir betri hagstjórn og betri pólitík? Er einhver sem getur skýrt þetta út? Hver er mælikvarðinn? Kílógrömm, hestöfl, skaplyndi? Hvað er betri pólitík? Hvernig er Guðmundur Steingrímsson endilega dómbær á hvað sé vond pólitík?

"Við vinnum of mikið fyrir of lítið. Bætum nýtinguna á hæfileikum,tíma og fé;í skólum,íheilbrigðiskerfinu og út um allt.Nýtum auðlindir okkar hóflega en vel, svo þær skili arði, og umfram allt: Verum græn í gegn."

Hefur ekki verið sýnt fram á litla framleiðni í íslenskum störfum? Við vinnum of mikið fyrir of lítinn árangur. Fylgjast þá ekki að laun og afköst?

Er kvótinn of lítill eða of stór? Á að vera kvótakerfi? Hverjar voru skoðanir Bjartra framtíðar? Var það ekki hulið þoku?

Hvað er það að vera grænn í gegn? Er það meira grænn en Vinstri grænir? Þetta fellur allavega að engum fleiri álverum. Þar er þó ákveðin stefna. Og að ganga í ESB er líka stefna.

Ef vextir væru eins og í Danmörku myndi það spara tugþúsndir í heimilsbókhaldinu. Við þurfum stöðugleika svo verðbólga fari niður,lífskjör batni,vextir fari niður og vöruverð lækki.  

Húsnæðislán í Danmörku eru í erlendri mynt og þessvegna bera þau lægri vexti alveg eins og Íslendingar vissu fyrir hrun. Hvernig getur fólk sem vill láta taka sig alvarlega sett svona barnaskap fram.

Það væri fyrirgefanlegra ef þetta væri vísvitandi blekking til að plata auðtrúa kjósendur. Sem þeir hljóta að vera þegar 8.2 % þjóðarinnar kjósa eins og þeir kjósa útá loforð eins og talin voru upp hér að framan.Guðmundur Steingrímsson fær sjálfur milljónir af almannafé til að spila með út á þessi atkvæði. Svo hver er klárastur?

Hvað fékk þetta fólk fyrir atkvæðið sitt? Ef það fékk Bjarta framtíð verða það ekki aðrir en það kaus sem útvega hana?


Nokkuð búinn að gleyma?

Frosti Sigurjónsson hvernig þú skrifaðir í byrjun ársins?

"Rót vandans

En hver er raunveruleg rót vandans? Hvernig mætti draga úr verðbólgu og fyrirbyggja annað efnahagshrun? Hér sem annars staðar hafa bankar fengið að auka peningamagn mun hraðar en hagkerfið vex. Afleiðingin er sú að sífellt fleiri krónur eltast við sömu framleiðsluna, sem leiðir til verðhækkana og verðbólgu. Fái peningamagn að fimmfaldast á fimm árum, eins og hér gerðist á árunum 2003-2008 þá leiðir það óhjákvæmilega til hruns.

 

Taumlaus peningamyndun

 

Peningaþensla er afleiðing þess að viðskiptabönkum er leyft að auka peningamagn að vild. Ekkert hefur verið gert til að koma böndum á peningamyndun banka eða fyrirbyggja annað hrun af þeirra völdum í framtíðinni. Viðskiptabankar græða enn á verðbólgu og fá vexti af þeim peningum sem þeir skapa. Þetta fyrirkomulag er beinlínis hættulegt.

 

Örugg lausn

Lausnin er að setja lög sem koma í veg fyrir að bankar geti aukið peningamagn. Hlutverk banka verði að miðla sparnaði til lántakenda, en ekki að búa til nýja peninga eins og nú er. Peningamyndun verði alfarið í höndum Seðlabanka með þarfir hagkerfisins og verðstöðugleika að leiðarljósi. Ágóði af nýmyndun peninga rennur þá óskiptur til almannahagsmuna en ekki til eigenda bankanna.

Þessi breyting myndi draga úr peningaþenslu og verðbólgu af hennar völdum. Auk þess myndi vaxtabyrði í samfélaginu og skuldir fara minnkandi eins og lýst er nánar ....."

Hvað er þingmaðurinn Frosti Sigurjónsson að hugsa þessa dagana undir nýjustu fréttum af bankamálum og skilanefndum? 

Hann er örugglega ekki búinn að gleyma þessu hann Frosti.  


Skrautsýningar

finnast sumum vera nokkuð áberandi í fari núverandi ríkisstjórnar.

Sumir bíða eftir fréttum af snöfurleika í afgreiðslu mála. En í stað þess eru fréttir af ferðalögum og uppákomum ráðherra það sem athygli fjölmiðla vekur mesta. Hvað þjóðmálin varðar sér ekki RÚV um það reglulega að leita álits Steingríms J. Sigfússonar á helstu dægurmálum auk þess sem hann fær að skrifa söguna upp á nýtt að eigin smekk?

Fréttir af launatöku skilanefnda virðast varla vekja nein viðbrögð. Þetta er allt í besta lagi og á sínar eðilegu orsakir svo sem lítill tími fyrir sumarleyfi og annað því tengt.Fólk spyr sig hvort allt sé ekki bara að fara í gamla góða sérgæsku -og sjálftökufarið aftur? Lét ekki jafnvel "vaxtaflónið" Finnur Ingólfsson sig muna um að reka mann fyrir ósvífni sællar minningar? Nú er bara allt eðlilegt.

Bíða menn ekki eftir öðru en skrautsýningum? 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 3419713

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband