Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2013
4.7.2013 | 10:49
Menntakerfið
er til athugunar þessa dagana. Það þykir dýrara og óskilvirkara en í "þeim löndum sem við berum okkur helst saman við".Helst þykir þá ráð að stytta menntaskólann og fækka háskólum. Það er merkilegt að heyra það núna að við eyddum þá tímanum mest til einskis í MR á sínum tíma.
Á sama tíma hefur kostnaðurinn við grunnskólann hækkað úr öllu valdi og að sama skapi hefur framleiðslunni hrakað. Ég hef engann 12 ára hitt síðustu ár sem hann litlu margföldunartöfluna afturábak og áfram. Hvað þá stóru töfluna. Slíkt ástand hentar alls ekki til að fara að byrja á stærðfræðinámi eða hvaða tækninámi sem er. Auðvitað eiga allir vasatölvu í dag sem við áttum ekki í 12 ára B. En það kemur ekki málinu við.
Á minni tíð í grunnskóla kunnum við litlu töfluna utanað, afturá bak og áfram án þess að draga andann. Við vorum um 30 í bekk. Í bekkina var raðað eftir námsgetu.
Nú er mér sagt að í bekkjunum séu helst ekki mikið yfir 20. Og öllum blandað saman, tossum og greindum, útlendingum með tungumálavamdamál og íslenskumælandi. Afleiðingin er að þeim greindari leiðist að bíða eftir þeim tregari og þeim tregari leiðist hvort sem er. Kennarar eru flestir kvenkyns og í mínu ungdæmi voru þær yfirleitt ekki látnar kenna reikning. Af hverju vil ég ekki svara.
Er ekki athugandi að snúa sér að grunnskólanum og skoða rætur vandans. Þar er lagður grundvöllurinn að brottfallinu í framhaldsskólanum vegna þess að menn byggja ekki hús án þess að gera sökkul og botnplötu fyrst. Skýjaborgir hinsvegar eru oft lítt byggilegar.
Menntakerfið þarf að vera í sífelldri endurskoðun segja þeir. En er menntakerfið ekki bara frosið fast?
4.7.2013 | 08:35
Aflakrati
er Árni Páll Árnason. Hann fékk 39 milljónir fyrir ráðgjöf sína til Íbúðalánasjóðs á árunum 2004-2008 eða 56 % alls lögfræðikostnaðar sjóðsins á þessum tíma.
Á sama tíma og þessi vinna Árna Páls stendur yfir er hann auk þess:
1.Í ráðgjafanefnd um opinberar eftirlitsreglur
2, Í yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis norður
3, Lögmaður með eigin rekstur
4, Starfsmaður ráðherraskipaðra nefnda, m.a. nefndar um endurskipulagningu utanríkisþjónustunnar og nefndar um fjármál stjórnmálaflokkanna,
5, Stundakennari í Evrópurétti við háskólanna í Reykjavík
6. Í stjórn Evrópuréttarstofnunar Hákólans í Reykjavík
7. Formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs
8. Í heilbrigðis og trygginganefnd Alþingis
9. Alþingismaður
Hann tekur við embætti Félags og tryggingamálaráðherra í norrænu velferðarstjórninni 2009-2010
Sem sagt er Árni Páll mikill vinnu-og aflahestur og stendur fé hans víða fótum. Alikratar voru sagðir í mínu ungdæmi alast fyrirhafnarlítið á opinberu fé. En Árni Páll er harðduglegur einkaframtaksmaður og því ný kynslóð krata sem nefna mætti aflakrata.
En það leiðir hugann að því hvort helmingaskiptaflokkunum sem Steingrímur J. hrópaði yfir í gær, beri alfarið ábyrgð á ástandinu hjá Íbúðalánasjóði? Var eitthvað sem brást í ráðgjöf sjóðsins á þeim árum sem verst lét?
Eru aflakratar alveg fyrir utan það að bera ábyrgð?
.
3.7.2013 | 08:23
Ráðherra og sprellikarl
eru reglulega í skemmtidagskrá fjölmiðla. Í stað þess að ráðherra hringi í þáttastjórnanda ef hann hefur eitthvað brýnt að segja, þá boða þáttastjórnendur ráðherra til sín í skemmtiþætti sína.
Hversvegna eru ráðherrar í ríkisstjórn að eyða tíma sínum í allskyns viðtöl hjá allskyns umræðustjórum í fjölmiðlum? Nú á Bylgjunni er viðtal sem Sigurjón tekur við Ragnheiði Elínu ráðherru sem er að lýsa þvi hversu henni fannst gaman að heimsækja sprotafyrirtæki. Ótrúlega finnst henni gaman að tala við þessi fyrirtæki. Hún vill laga það sem er bilað en efla það sem er í lagi. Er það hennar hlutverk sem ráðherra að laga eða efla? Hvaða afl hefur hún til þess þegar það eina sem fyrirtæki getur vantað eru peningar? Allt annað hafa þau öll, snilli og atgerfi, mannauð og hugmyndir. Bara ekki peninga. Þessvegna kalla þau á ráðherru.
Erum við ekki greinilega sem þjóð föst í því að hin opinbera hönd í gerfi ráherra eigi að útdeila fé til fólksins í stað þess að skapa hagstæð silyrði fyrir atvinnurekstur og minnka höftin? Gegnsýrð af ríkiskapitalisma? Sósíalisma andskotands öðru nafni? Skilur Ragnheiður ráðherra það að rétt að verðmætasköpun er undirstaða framfara og velferðar almennings? Skilur ráðherran mörkin milli útdeilingar náðarbrauða til fyrirtækja og því að draga úr íþyngjandi gjaldttöku eins og tryggingagjaldi, auðlegðarskatti, lækkun virðisaukakatts og fækkun skattþrepa? Að almenn hagstæð rekstrarskilyrði kalla á fleiri sprotafyrirtæki? Þó hún sé upptendruð af af sprotafyrirtækjum sem þurfa peninga, þá má hún ekki missa fókusinn á þessu hlutverki stjórnmálamanns úr Sjálfstæðisflokknum.
Er það stefna að lána þeim sem gengur vel en síður hinum biluðu? Sprotafyrirtæki leita eftir fjármögnun verða að fara út í heim eftir peningum segir ráðherran. Hvað skyldi ráðherran eiga að gera í þessu? Útvega peninga hjá því opinbera? Frumkvöðlaeðli, er það ekki að hafa trú á sjálfum sér og halda áfram að basla þó á hausinn sé komið? Kálið sé ekki í ausuna komið?
Nú er búið að birta skýrslu um Íbúðalánasjóð það sem pólitísk stjórnun á opinberum sjóðum er búin að kosta milljarðatugi á milljarðatugi ofan. Hvaða ráðherrar komust að þeirri niðurstöðu að sjóðurinn þyrfti að fara í samkeppni við bankana með að lána 90 % í stað 65 %? Leiddi það ekki til að bankarnir lánuðu 100 % eða meira að hætti bandarískra undirmálslána? Sem aftur leiddi til að sjóðurinn fór að lána bönkunum uppgreiðslufé sitt sem enginn vildi fá lánað hjá honum? Sem enn leiddi til þess að einkabankarnir gátu þá lánað meira út og minnkað eftirspurnina enn meira hjá ÍLS?
Hvaða eftirlit átti að fylgjast með þessu? FME? Vantar ekki nýja eftirlitsstofnun ríkisins til að fylgjast með ÍLS?
Greinilegt er að Ibúðalánasjóður er gersamlega óhæf stofnun í núverandi mynd. Hann á að leggjast niður sem slíkur og leggjast inn í Seðlabankann sem ein skúffa og veita íbúðalán á þeim kjörum sem Alþingi ákveður einu sinni á ári og þeim reglum sem það setur. Venjulegir kontóristar eru trúlega hæfari til að framkvæma eftir forskrift það sem gera skal heldur en brúkaðir pólitíkusar.
Ráðherrar eiga að eyða tíma sínum í að gera það sem ríkisstjórnin ætlar sér að gera en ekki að vera skemmtikraftar hjá þáttastjórnendum. Ráðherra getur beðið um að fá að koma og tilkynna eitthvað sem hann þarf. En eiga þáttastjórnendur, sem eru einskonar sprellikarlar, hvað þá einstöku hagsmunahópar, að geta kvatt ráðherra eða ráðherrur á sinn fund? Og umfram allt eiga sitjandi ráðherrar ekki að mæta í rifrildisþætti sprellikarlanna við fyrrrum ráðherra sem þjóðin er búin að hafna. Nógur er slíkur farsi niður á Alþingi.
Ragnheiður Elín á að hringja sjálf næst en ekki sprellikarlinn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.7.2013 | 09:00
Snowden
er líklega kominn í öruggt skjól hjá Pútín forseta Rússlands.
Merkilegt skilyrði fylgdi samt frá Pútín. Það var að Snowden hætti að leka trúnaðarmálum föðurlands síns Bandaríkjanna. Pútín skilur auðvitað mikilvægi þessa þar sem keisarar verða að hugsa geópólitískt en ekki af tilfinningum.
Ég hef hugsað talsvert um örlög þessa Snowdens og hvað hann hafi verið að hugsa þegar hann tók sín skref. Það er ekki lítið ferðalag sem maðurinn leggur upp í. Látum vera þó hann hafi fallið fyrir peningum sem þessari frægð fylgja. Það hefur orðið mörgum að falli. En verðum við ekki að ætla að hann hafi átt fjölskyldu og vini? Alist upp í landi sínu sem venjulegur bandarískur unglingur, átt skólakærustur, íþróttafélaga og þar fram eftir götunum?Hann hlýtur að hafa hugsað um hvaða líf hann væri að kveðja með gerðum sínum? Eða er hann sjúkur maður á sál eða líkama?
Líf útlaga eins og til dæmis Ronnie Biggs var víst engin sæld þó peiningana skorti ekki? Líf Assange er líklega heldur ekki dans á rósum? Var Fischer alsæll sem flóttamaður á Íslandi? Breyttu Guy og Burgess, Mata Hari, Rosenberghjónin, Klaus Fuchs, einhverju afgerandi fyrir heiminn sem var þess virði að fórna sjálfum sér fyrir?
Munu gerðir Snowdens skipta einhverju máli eftir 5 ár? Ætli margir sem núna hæst láta muni minnast hans þá? Stundum er frægðin dýrkeypt. Múslímar muna svo vel eftir Salmon Ruhsdie að hann getur hvergi verið.John Lennon?
Dagar koma og dagar koma yfir heimsveldin. Keisarar fara og keisarar koma. En vilja margir skipta við Snowden?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.7.2013 | 16:17
The ugly American
skýtur upp kollinum í huga Hollande Frakklandsforseta. Hann vill hætta fríverslunarviðræðum við þessa skúrka sem njósna um allt og alla í umboði Obama Bandaríkjaforseta og handhafa friðarverðlauna Nóbels. Vonandi verður Hússein ekki gripinn í sænsku akademíunni við hleranir. Bretaskammirnar eru víst ekki hótinu betri og njósna um alla allsstaðar. Auðvitað fer Bundesnachrichtendienst Angelu Merkel sem erfði Stasi-staflana og Gestapo-gögnin ekki að spæja um nokkuð sem henni ekki kemur við eða hvað? Enda Þjóðverjar stútfullir af vandlætingu yfir athæfi Kanans án þess að vera spurðir neins um eigin hegðun.
Heimspólitíkin og stórveldastefnan byggir auðvitað algerlega á upplýsingaöflun. Það væri til lítils að segjast ætla að reyna að afstýra hryðjuverkum ef ekki má fylgjast með múslímunum sem eru yfirleitt gerendurnir. Allt sem maður veit skaðar mann ekki en það sem maður ekki veit kemur á óvart.
Mér finnst sjálfsagt að reyna að afla þeirra upplýsinga sem menn komast upp með að ná, hvort sem menn kalla það njósnir, persónunjósnir eða eitthvað annað. Eða hvað skyldi 500 manna kínverskt sendiráð hérna í Reykjavík vera að gera hérna? Spila maríjas? Ef það er bannað að hlera þá er það lögbrot að hlera. En menn reyna oft að komast upp með allan fjárann þó þeir viti að það sé bannað. Það er bara svoleiðis.
Mest af hlerunum og njósnavinnu er auðvitað til einskis en eitt og eitt lykilatriði getur dottið inn sem getur skipt sköpum. Hugsið ykkur ef maður sem njósnari þyrfti að hlusta á allt sem Össur eða Jón Baldvin segðu á hverjum degi. Þeir sem ekkert hafa fela þurfa ekkert að óttast. Þeir sem hafa grámað mél í pokahorninu þurfa að gæta sín. En umræðan snýst öll um þessa minnihlutaaðila eins og Birgittu og Pirata á sömu forsendum að það má ekki selja Parkódín af því að rónarnir misnota það.
Þetta njósnatal fellur saman við þegar Íslendingar eiga að hætta að nota bandaríska barnastóla í bílana sína. Evrópusambandið er búið að skrifa lýsingu á barnastól sem bandarískir stólar uppfylla ekki frekar en litarefnin í Cocoa-Puffs frá Bandaríkjunum.
Ætla Íslendingar ekki að sjá það, að EES samningurinn færir okkur yfirleitt bara íþyngjandi kvaðir sem stefnt er gegn Bandaríkjunum til að að útiloka þau frá viðskiptum. Þessvegna gekk mörgum illa að skilja tilganginn með umræðum um fríversluna á milli ESB og USA. Maður hélt að ESB hefði verið beinlínis stofnað gegn USA. Þessvegna eigum við ekki að hlaupa eftir allskyns vitleysu sem þessi samningur treður upp á okkur heldur bara þegja og þumbast við því sem okkur ekki passar. Það gera nefnalega mótaðilarnir þegar þeim passar meðan okkar embættismenn eru kaþólskari en páfinn að keyra alla delluna ofan í okkur. Það sem er í lagi getum við tekið upp.
Íslendingum er best borgið að standa fyrir utan útlenskar sérviskur í beygjum á agúrkum, orkusölu,flugmálum, barnastólum eða litarefnum. Velja sjálfir hvað þeir vilja nota sem sjálfstætt og upplýst fólk en láta ekki kratana troða fullveldisafsali og fordómum upp á okkur.
Staðreyndin er að The ugly American er ekkert ljótari en hinir sem læðast í hörðum heimi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.7.2013 | 10:15
Í minningu Landsdóms
mættu menn minnast þeirra þingmanna sem greiddu málshöfðuninni gegn Geir H. Haarde atkvæði sitt. Manninun sem bjargaði því sem bjargað varð með Neyðarlögunum.
Auðvitað nennir fólk ekki að leggja þessi nöfn á minnið til langframa. En einhver nöfn munast lengur en önnur, sérstaklega fyrir þau krókódílstár sem viðkomandi felldu með sorg í hjarta.
Þarf ekki Alþingi að veita Geir Hilmari Haarde opinberlega uppreisn æru og biðja þjóðina um skilning í minningu Landsdómsins?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko