Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2013
11.7.2013 | 22:44
Klára aðildarviðræðurnar?
segja ESB sinnar að sé vilji þjóðarinnar. Klára hvað?
Höfum við verið í einhverjum aðildarviðræðum, þar sem kaupslagað er með yfirráð yfir makríl eða síld, rafstreng til Evrópu eða losunarkvóta á CO2? Vorum við í viðræðum um tímabundna afslætti frá hinu og þessu og undanþágur frá regluverkinu?
Eða vorum við í aðildarviðræðum þar sem við áttum að leggja fram áætlunum hversu hratt við gætum aðlagað Ísland að Lissabon sáttmálanum og öllu því sem nefnist Aquis?. Lissabonsáttmálinn er stjórnarskrá Evrópusambandsins og við yrðum að taka upp að fullu þegar við gengjum inn í sambandið. Getum við kallast fulllvalda ríki eftir það? Hefði það verið samþykkt á Lögbergi 1944?
Það er enn haldið áfram ruglandinni um að við séum svo spes og höfum svo mikla sérstöðu að Evrópusambandið sé í raun að ganga í okkur með okkar sérþarfir en við ekki í Evrópusmbandið. Við munum í raun stjórna sjávarútvegsmálum smbandsins vegna þess hversu merkilegir við erum?
Hvað með skoskan sjávarútveg? Hvernig reiddi honum af með ESB? Er reynsla annarra einskis virði?
Óskandi væri að fólk vildi fara að horfast í augum við veruleikann og ESB áður en það svarar þessum spurningum um að klára aðildarviðræðurnar. Það er ekkert áhlaupaverk fyrir Össur og þessa Evrókrata að láta mig og fleiri samþykkja að gefa upp fullveldi Íslands og klára aðildarviðræðurnar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.7.2013 | 08:54
Fullveldismál
verða kollega Lofti Altice Þorsteinssyni að yrkisefni í góðri grein í Mbl. í dag.
Loftur fer yfir tilurð þess sem við nefnum ESB í dag. Þá sjá menn hvaða heimspeki í raun og veru lá að baki sameiningu auðvaldsins í Þýskalandi og Frakklandi um að ganga í kola og stálbandalagið Þar stefndu menn aldrei að lýðræði eðli málsins samkvæmt.
Loftur segir m.a.:
"... Í Schuman-yfirlýsingunni er ekki að finna eitt orð um lýðræði, hvað þá um fyrirætlanir um að koma á stjórnarformi lýðveldis. Hins vegar kemur í ljós að nýlendudraumar Evrópumanna voru ekki útkulnaðir, því að sagt er: »Með aðgangi að þessum auknu auðlindum (kol og stál), mun Evrópa verða fær um að sinna einu af mikilvægustu verkefnum sínum, það er að segja uppbyggingu meginlands Afríku.
Fljótlega gengu þjóðlausir menningarvitar og aðalsmenn til liðs við vopnaframleiðendur. Þessir liðsmenn sambandsríkis Evrópu réðust gegn öllu sem talist gat þjóðlegt. Furðulegt má heita að nafnið Þýskaland hefur fengið að vera í friði fyrir þessum öfgamönnum, því að Þýskaland merkir auðvitað »land þjóðarinnar«. Aðalsmenn ESB fullyrða, að besta aðferðin til að efla lýðræði sé að leggja það niður og fela yfirþjóðlegum valdamönnum stjórnina.
Þeir fullyrða að jafnaðarmenn eins og þeir sjálfir séu best fallnir til stjórnar og að þjóðaratkvæði sé hrein flónska."
Menn kannast við tóninn hjá ESB sinnum okkar sem telja betra fyrir Ísland að aðrir komi betur að stjórnun þess en okkar fákænu stjórnmálamenn.
Loftur segir enn:
"Rúmlega 60 ára saga ESB sýnir, að ólýðræðislegt sambandsríki er ekki á vetur setjandi. Smáríki, sem oft eru nefnd jaðarríki, eru í sérstaklega erfiðri stöðu innan Evrópusambandsins. Frjáls viðskipti með vörur innan tollabandalagsins hindrar jaðarríkin í að ná hagstæðum viðskiptum við ríki utan ESB. Afleiðingin er ofríki stórfyrirtækja í Frakklandi og Þýskalandi.
Framleiðsla verður einhæf í jaðarríkjunum og atvinnustarfsemi í þeim verður aðallega fólgin í ferðaþjónustu og útvegun hráefna fyrir stórveldin. Kröfur stórveldanna um fjármálalegt forræði þeirra og valdbeiting sem aðferð í samskiptum við jaðarríkin, gerir ESB allt annað en heimilislegt nábýli. Hugmyndin um sambandsríki Evrópu er úrelt hugmynd frá tíma kalda stríðsins."
Ég átti tal við fullorðinn Þjóðverja á tröppum Hótel Geysis. Hann var ekki myrkur í máli hversu Þjóðverjar væru blóðmjólkaðir af ESB. Allt sem þeir strituðu fyrir án þess að hafa fengið kauphækkanir árum saman væri hirt til Sambandsins og dreift til vanþróuðu ríkjanna. Hann var í rauninni bálvondur þegar hann ræddi ástandið í Þýskalandi. Þeir fengju bara ekki að greiða atkvæði um það sem máli skipti. Það ríkti alger skoðanakúgun í landinu olg öll andstaða væri barin niður. Ég spurði hvort þeir myndu taka upp D-Markið ef þeir væru spurðir. Hann taldi svo ekki vera því menn myndu óttast samskonar svindl og eignauptöku og varð við skiptin í Euro þegar allt var skorið í tvennt af launum og peningaeignum. Þeir væru orðnir vanir Euroinum. En hann taldi að aðrar þjóðir yrðu að fara úr myntbandalaginu. Þjóðverjar sættu sig ekki lengur við það rán sem framið væri á þjóðinni á hverjum degi. Evrópumálin væru að komast á suðupunkt hjá þýskum almenningi.
Ég varð hugsi eftir þetta samtal við þennan mann. Lýðræðishallinn er að aukast í Evrópu eins og varð á fjórða áratugnum og þjóðum sem finnst á sig hallað fagna sterkum leiðtogum sem lofa því að rétta hlut litla mannsins.
Með orðum Lofts Altice:
..." Hugtakið »fullveldi« er stjórnarfarslegt grundvallaratriði, sem ekki má afskræma.Fullveldi merkir »fullt vald« og vísar til endanlegs og ótakmarkaðs valds um stjórnkerfi landsins.Endanlegt er fullveldið, vegna þess að ákvörðunum fullveldishafans verður ekki vísað til annars aðila.Ótakmarkað er fullveldið, vegna þess að það tekur til allra þátta stjórnarforms og stjórnarfars.Í lýðveldum fer almenningur með fullveldið."
10.7.2013 | 18:36
Á að friða Skjálfandaflóa?
dettur manni í hug eftir ótrúlega neikvæðni í allri umræðu um olíu-og gasvinnslu Íslendinga.
27 júni sagði svo bresku blaði:
"Eru Bretar að verða Saudi Arabía heimsins í gasvinnslu?"
Þannig spurði The Spectator eftir að British Geological Survey tilkynnti að þeir áætluðu að magn setlagagass í Englandi nemi um 1330 trilljón rúmfetum (38 trilljón rúmmetrar). "
Bjarni Richter jarðfræðingur og hans félagar á Orkuransóknum hafa fundið gasútstreymi við Húsavík sem er ekki mýrargas. Ekki hefur þetta verið rannsakað mikið frekar mér vitanlega, þar sem yfirleitt aldrei eru til peningar í neitt sem vit er í.
En af hverju viljum við endilega gera ekki neitt? Munum við kannski friðlýsa Skjálfandaflóa?
10.7.2013 | 08:48
Móðursýki
stjórnar fréttaflutningi landsmanna að verulegu leyti.
Myndir frá því hvernig fordrukkin og illa til hafður kvenkyns áfengissjúklingur ræðst gegn valdstjórninni ítrekað, sparkar í bíl þeirra og kórónar verkið með því að hrækja í auga lögreglumanns sem neyðist þá til að handtaka hana. Beitir viðurkenndum aðferðum við það.
Hrákinn sést ekki á mynd og því búa fjölmiðlar til óþarft lögregluofbeldi og móðursýki til úr atvikinu.
Verulega hættuleg aðför sjúkrar manneskju að lögreglumanni, sem fær svo sýkingu í augað sem óvíst getur verið hverrar gerðar er og hversu alvarleg, endar með því að lögregulmaðurinn er rekinn. Sjálfsagt er gerandinn kominn á götuna aftur jafnsjúkur og jafnvel tvíefldur til átaka.
Til hvers erum við með lögreglu? Er það ágæt leið til að fá lögreglumenn rekna úr starfi að hrækja í auga þeirra og fara í slag við þá? Finnst fólki þessar aðfarir gegn lögreglunni okkar í lagi?
Fjölmíðlar ættu ekki að spila á móðursýki almennings með þeim hætti sem þeir gerðu í þessu máli.
9.7.2013 | 18:20
Við viljum verðtryggingu!
segir fólkið sem er búið að hlusta á sönginn í Jóni Magnússyni og hirðmönnum hans sem erum búnir að þruma stöðugt um nauðsyn afnáms verðtryggingarinnar. Það tekur einfaldlega verðtryggðu lánin umfram þau óverðtryggðu svo sem nýjustu fréttir herma.
Getur það verið af þvi að það telur að Framsóknarmenn til dæmis muni gera leiðréttingar á höfuðstólnum með reglulegu millibili eins og nú á að fara að gera á haustmánuðum? Þá á að lækka alla höfuðstóla fyrir útvalda árganga verðtryggðra lána og nota til þess almannafé. Svo verður það búið og lífið gengur sinn gang. Ein kynslóð hefur fengið happdrættisvinning og enginn tapað persónulega. Þangað til að næst kemur hrun og kosningar. Þá verður hægt að endurtaka leikinn.
Þessi fimbulfambumræða er búinn að dynja á manni sýknt og heilagt. Afnám verðtryggingar er allra meina bót segja menn. En hverjir? Bara skuldararnir? Ekki sparendurnir ð minnsta kosti. Það er eins og menn skilji ekki að í verðbólgulandi verða menn að finna einhverja aðferð til að vernda fjármagnið sitt. Enginn af prédikurunum hefur viljað svara mér því á hvaða vöxtum þeir sjálfir vilji lána mér sína peninga til tuttugu ára til dæmis. Þá tala þeir bara um nauðsyn lágra vaxta og þar fram eftir götunum og út í móa.
Það er megingalli á verðtryggðu lánunum að vextir af þeim hafa verið keyrðir upp fyrir velsæmismörk. Því valda lífeyrisssjóðirnir sem hafa sett sér kröfur um 3.5 % ávöxtun sem lágmark. Til þeirra voru líka gerðar kröfur að fara vel með peninga fólksins og tapa þeim ekki í vitleysu og flotterí. Það hafa þeir haft að engu og því verður að hafa enn hærri vexti á verðtryggðum útlánum til þeirra sem borga af sínum lánum því þeir verða auðvitað að borga fyrir þá sem ekki borga.Það er algerlega óútskýrt hversvegna bankar vilja ekki lána verðtryggt til skamms tíma. Hversvegna getur maður ekki lagt inn á verðtryggða bók í 3 mánuði með núll vöxtum en bara í þjú ár með einhverjum smávöxtum? Og borga svo fjármagnstekjuskatt af verðbólgunni sem er algerlega fáránlegt.
Svo hafa þeir sömu prédikararar heldur aldrei svarað því hvernig við eigum að fá fólk til að spara peninga og geyma? Sem er þó talið bæði dyggð og þjóðhagkvæmt? Það er eins og sá þáttur sé ekki til í þeirra höfði? Allt talið snýst um lántakendur sem fá lánaða einhverja prentaða peninga sem bankar búa til? Eða svo segja Framsóknarmenn. Fólki er sagt að innlán séu ekki í neinu samhengi við útlán banka og það er rétt ef bankamargfaldarinn fær að leika eftirlitslausum hala eins og var fyrir hrun.
Og þannig er það líka í praxis. Það er ekkert gert til að örva sparnað en allt gert til að auka eyðslu og lántökur. Þannig er hinn íslenski fjármálaveruleiki. Sjónhverfingar og pappírstungl, bréfarugl og bankakreppur og svo afskriftir til útvaldra. Enginn á að fara vel með peninga. Öllum peningum skal líka stolið skipulega ef öllum sem þá vilja eða verða að eiga í bönkum. Neikvæðir vextir eru í öllum bönkum og þeir eru bara fífl sem eru ekki til að gíra sig í botn og skuldsetja og græða á því.
En fólkið hefur valið verðtrygginguna til langs tíma núna hvað sem sagt hefur verið um hennar vonsku. Verðtryggðu lánin eru nú valkvætt val fólksins umfram óverðtryggðu lánin. Spurningunni minni um óverðtryggðu vaxtaprósentuna hefur verið svarað af þeim sem eru að lána.Það bjóðast bara endurskoðaðir vextir eftir skamman tíma sem enginn þorir að taka. Verðtryggingin er hlutlaus með föstum vöxtum, Hún er réttlát nema bara að því að vextirnir eru of háir vegna lífeyrissjóðanna.
Það er ekki allt sem sýnist og sagt hefur verið um verðtrygginguna. Hún var myndbirting skynseminnar á erfiðum tímum sem Íslendinga áður skorti. Hún getur verið okkur til bjargar sem þjóð ef við beitum almennri skynsemi. Ólafslög voru studd af öllum stjórnmálaflokkum. Það er búið að rægja þau svo mikið að til vandræða er. Fólkið sýnir það nú í verki að það kann að meta þau.
Við viljum verðtrygginu!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
8.7.2013 | 08:40
Gleypugangur
er hugtak sem velta má fyrir sér þegar málefni ferðaþjónustunnar eru til umræðu. Þór Magnússon fyrrum þjóðminjavörður veltir þessu fyrir sér í grein í Mbl. Þór segir m.a.:
"Það vantar ekki að við hugsum hátt, hótel hér og hótel þar, öll fyrir útlendinga.
Við búum ekki lengur í þessu landi fyrir okkur sjálf, heldur fyrir útlendinga. Allt virðist miðast við þá, en samt er talað um að ferðamannastraumurinn sé meiri en landið þoli.
Við Íslendingar virðumst oft yfirkomnir af minnimáttarkennd á mörgum sviðum. Allt skal helzt vera hér meira og stórkostlegra en annars staðar, að minnsta kosti »miðað við fólksfjölda«."
Þegar við bætist að stór hluti þjóðarinnar á sér ekki aðra hugsjón en að selja fullveldið í hendur útlendinga, þá er ástæða til að staldra. við.
Samstarfið við ESB hefur þegar leitt okkur til meiri vandamála í hælisleitendamálum en margir læra sig um. Hingað streymir fólk frá vanþróuðum löndum til að leggjast á heilbrigðiskerfið okkar sem það lætur framkvæma fyrir sig dýrar rannsóknir sem það fær ekki heima hjá sér. Sagnir um íslenska sveitamennsku sem hægt sé að notfæra sér fljúga um heiminn og auka þrýstinginn á landamærin, þar sem fregnir um gullnámu í þægilegs og þurftalítils lífs á íslenskum sósíal eru á rökum reistar. Hér eru að myndast Ghettó þar sem enginn nema börnin skilja íslensku þó þau flaggi íslensku vegabréfum án þess að geta lesið eða skilið orðið VEGABRÉF. Það ríkir sóðaskapur í veitingu ríkisborgararéttar þar sem meira að segja íþróttafélög eru áhrifavaldar.
Brýn þörf er á að Íslendingar endurmeti kosti og galla óbreytts EES samstarfs Mörgum ofbýður sú þjónkun við heimskuna sem það hefur lagt á okkur. Við erum kominn að þeim punkti fyrir löngu að við þurfum að staldra við og hætta að éta allt upp gagnrýnislaust sem þaðan kemur. Við þurfum að ráða okkar málum sjálf með lýðræði en hvorki láta erlenda kaupahéðna né íslenska agenta þeirra ráða hér allri för.
Gleypugangur er ekki gott veganesti.
8.7.2013 | 08:18
Sumarþingið
gaf landsmönnum ekki mikið tilefni til bjartsýni um betri tíð á Alþingi Íslendinga.
Tillögugerð Pirata um að bjóða glæpamanni ríkisborgararétt var þó afgreidd út af borðinu af hinum vitrari mönnum slíkur fíflskapur sem þar var á ferð.
Belgingur stjórnarandstöðunnar í flestum málum skilaði auðvitað engu nema leiðindum þeirra sem hlýða máttu og gátu ekki skrúfað fyrir eins og við hin.
Steingrímur J. er í sumra eyrum eins og gömul grammifónsplata sem hjakkar í sama farinu þegar hann gargar um að ríkisstjórnin hefði mátt vita það að allt var lygi um það góða ástand ríkisfjármála sem hann hafði áður kynnt.
Morgunblaðið líkir þessu þingi við einskonar Gaggó Vest þar sem fólk með vaknandi náttúru þeytir púkablístrur sínar. Svo vitnað sé í skrif Mogga:
Hafa ber þó í huga að starfsaldur þingmanna beggja megin borðsins er ekki mjög hár og að gelgjuskeiðið er jafnframt þroskaskeið. Hugsanlega munu störf þingsins verða betri eftir því sem líður á kjörtímabilið og meira jafnvægi fæst í þjóðmálaumfjöllun hérlendis.
Í rauniini er þetta ekki góð forspá fyrir komandi haustþing ef þetta sama lið á að fá að blaðra óheft og eyða tíma þingsins um svona hluti sem Íslendingum koma ekki hið minnsta við.
Leiðari Morgunblaðsins bætir svo við:
Ríkisstjórnin tók við slíku búi að ekki var raunsætt að gera ráð fyrir að hægt yrði að ljúka öllu á einu sumarþingi. Tíminn vinnur hins vegar ekki með þessari ríkisstjórn frekar en öðrum og eigi árangur að nást er mikilvægt að sem flest af stærstu verkunum verði unnin sem fyrst.
Ábyrgðin á þingstörfunum er bæði stjórnar og stjórnarandstöðu. Ríkisstjórnin þarf að vera vel skipulögð og koma snemma fram með mál, ólíkt síðustu ríkisstjórn sem reyndi ítrekað að þröngva stórum málum á skömmum tíma í gegnum þingið."
Þarna er skrifað af raunsæi og reynslu. Vonandi verður haustþingið til þess að endurreisnaráform ríkisstjórnarinnar komi fram og síðan til þeirra framkvæmda sem þjóðin bíður eftir.
Sumarþingið gerði fátt sem tímamót markaði og var vonandi aðeins upphitun fyrir aðalbardagann framundan .
6.7.2013 | 17:44
Vanþróað pissuland
er Ísland þega kemur að þjónustu og móttöku við erlenda ferðamenn. Og almenning líka eftir að núllinu var lokað
Maður horfir ítrekað á að ferðaskrifstofurnar demba fjölda af stórum rútum fullum af ferðalöngum af stóru skemmtiferðaskipunum inn á staði þar sem eru örfá klósett. Of stendur svo á að það er klukkutími síðan síðast var stoppað. Það myndast starx biðraðir sésaklega við kvennaklósettin. Það er eiginlega makalaust að þeir sem staðina reka skuli ekki sjá að þetta biðraðafólk verslar ekki á meðan það hímir í spreng í röð.
Ferðaskrifstofurnar telja þetta ekki í sínum verkahring. En þetta er samt ferðaþjónustunni til minnkunar að hafa þetta svona og þjóðinni til skammar. Þessi hugsunarháttur eru leifar af gamla tímanum þega allt var nógu gott í kjaftinn á útlendingnum.
Það þarf aukasalerni á ferðamannastöðunum yfir sumartímann. Það á a vera sérstakur rekstur um þetta og selja hiklaust inn á svona hraðafgeiðslustofnanir því manneskja í spreng borgar með glöðu geði hátt verð fyrir hjálp. Þarna er upplagt sprotafyrirtæki fyrir ráðherrur að styðja.
Færanlegar klósettmiðsöðvar strax sem bjóða þjónustu sína á háannatímum í þessu vanþróaða pissulandi.
r
5.7.2013 | 08:53
Salami
aðferðin er kennd við Jósef Djúgasvíli eða Stalín öðru nafni. Hún felst í því að halda uppi stöðugu áreiti við andstæðinga sína og reyna að skaða þá stöðugt en ákveðið með lítilli eða jafnvel örþunnri sneið í einu.
Borgarstjórn Reykjavíkur beitir þessari aðferð gegn flugvellinum. Hún hófst með örvæntingarárás Ingibjargar Sólrúnar sem setti niður Háskólann í Reykjavík niður á flugvallarsvæðið. Síðan halda þeir Gísli Marteinn, Dagur B. og Jón Gnarr áfram með því að beita skipulagsmálum í þá vera að þrengja að flugvellinum á allar hliðar. Lítið skref hverju sinni. Ekki er langt síðan að byggja á blokkir inná brautina sem hét einu sinni 07/25.
Næsta uppfinnng þessa fólks er að teikna inná kort nýjan reit fyrir flugstjórnarmiðstöðina og krefjast þess að hún verði flutt frá núverandi stað rétt við austu-vestur flugbrautina á þennan nýskipulagða reit. Kostnaður áætlaður um 15 milljarðar fyrir starfsemi sem veltir 3 í gjaldeyri með íslensku vinnuafli. Isavia, sem er einhver afspringur af gömlu Flugmálastjórn með auknu skrifræði, bendir einfaldlega á að þetta muni leiða til þess að starfsemin flytjist annað.
Auðvitað hlusta þessir Borgarfulltrúar og fylgismenn ekki á neitt nema sjálfa sig og því fer sem fer. Ekkert getur bjargað Reykjavíkurflugvelli lengur nema það að þetta fólk verði kosið frá afgerandi í næstu Borgarstjórnarkosningum vorið 2014. Líklegra er hitt að því muni samt takast að eyðilegja svo margt í umhverfi flugvallarins að til óbóta sé og að hann muni verða að leggjast niður.
Það er ekki í augsýn nein leið um framtíð Reykjavíkurflugvallar önnur en að honum verði lokað. Þessar deilur eru búnar að standa alla mína daga og hafa aldrei verið vitlausari en nú. Það fæðist líklega ekki sá meirihluti á Alþingi að hann stígi þau skref sem þarf til að tryggja völlinn í sessi. Það verður stöðugur ófriður um völlinn þar sem hann er. Hávær minnihluti, líklega um 18 % þjóðarinnar, getur ekki á sárs höfði setið.Þetta hávaðafólk beitir Salami-aðferðinni gegn Reykjavíkurflugvelli með sínum hætti sem leiðir tlil þess að völlurinn verður að loka fyrr eða síðar.
Gísli Marteinn, Dagur B. og Jón Gnarr bera sama pólitíska ættarnafnið í mínum þegar kemur að því að við vallarvinir hafi stjórnmálaleg áhrif:
SALAMI !
4.7.2013 | 23:03
Ruglað í ríminu
er okkar alþingisfólk sem leggur fram tillögu um að gera Snowden að íslenskum ríkisborgara!
Helgi Hrafn Gunnarsson sem og aðrir þingmenn Pírata, Birgitta Jónsdóttir og Jón Þór Ólafsson ásamt Ögmundi Jónassyni, þingmanni Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, Helga Hjörvar, þingmanni Samfylkingarinnar, og Páli Val Björnssyni, þingmann Bjartrar framtíðar leggja þetta til í alvöru.
Snowden er að mínu viti og margra annarra glæpamaður á flótta undan réttvísinni í því föðurlandi sem hann sveik. Ótíndur þjófur sem seldi óvinum þýfi sitt. Svik Snowdens skaða öll Vesturlönd og við erum í bandalagi frjálsra þjóða í þeim heimshluta.
Síðan hvenær er svona fyrirbrigði æskilegur nýr ríkisborgari á Íslandi ?
Mér finnst þetta fólk okkar á Alþingi vera gersamlega ruglað í ríminu að leggja fram svona tillögu.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 3419711
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko