Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2013

Ólafur F. Magnússon

læknir og fyrrverandi borgarastjóri skrifar góða grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann varar við auknum áhrifum Islam á Íslandi með stuðningi Samfylkingarflokkanna sem hann nefnir svo.

Það hvarflar að manni þegar maður virðir fyrir sér þjóðarviljann birtast jafnt og þétt á www.lending.is hvort það sé vilji Reykvíkinga að moska rísi í Sogamýrinni? Hvort Reykvíkingar vilji svo stóraukin áhrif Íslamista á líf sitt? 

Framtak undirkskriftasafnaranna til stuðning Reykjavíkurflugvelli sýnir til hvers netið er megnugt. Er ekki ráð að kanna hug kjósenda í Reykjavík til hugmynda Gísla Marteins og Gnarrsins á góðum Degi með slíkum hætti?

Ólafur F. á mína þökk fyrir skynsamlega og vel gerða grein. 

 


37.320

undirskriftir voru komnar í morgun til stuðning Reykjavíkurflugvelli á www.lending.is

Þegar búið að slá út  undirskriftasöfnunina um Icesave.En þetta er rétt að byrja.

Nú þarf að herða sóknina og sýna borgarstjórninni samstöðu sem tekið verður eftir. Svo skulum við fara í prófkjörin á eftir og skilja sauina frá höfrunum.

37.320 er bara byrjunin. 


31.588 hafa skrifað undir

á www.lending.is kl.18.29 í kvöld,0g fjölgar um 1 á hverjum 5 sekúndum(ég hef ekki við að breyta tölunum)

Betur má ef duga skal. Áfram vallarvinir. Nú má enginn skorast úr leik.

31.588 er bara byrjunin. 

 


26 000 hafa skrifað undir

á www.lending.is af þeim hundrað þúsund sem ég vona að muni geri það.

Ekkert nema órofa samstaða getur unnið bug á hjólríðandi skipulagsfræðingunum árDags í ljóma í Reykjavík,þim Gnarrinum og Gísla Marteini.

Höldum upp á hundrað ára afmæli Reykjavíkurflugvallar sem bæjarstjórn Reykjavíkur ákvað að skyldi vera þar sem hann er, með glæsibrag.

Áfram með smérið. Skrifum undir á www.lending.is. Eða sendum stuðningsyfirlýsingar í pósti. 


Ragnheiður Ríkharðsdóttir

ropar sem rjúpan við staurinn um  það að ályktanir Landsfundar Sjálfstæðisflokksins lofi þjóðinni atkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna Íslendinga við Evrópusambandið, sem það samband  hefur ákveðið fyrir sína parta að leggja niður.

Ályktunin er svohljóðandi:

" »Landsfundur telur að hagsmunum Íslands sé betur borgið með því að standa fyrir utan Evrópusambandið. Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.« "

Í túlkun þingflokksformanns er þetta loforð um þjóaratkvæðagreiðslu.

Í tölvuheimum er talað um Trójuhesta. En þeir hafa þá náttúru að poppa upp óboðnir við öll tækifæri og boða mönnum tiltekin sannindi eins og græna kortið til Ameríku. Það er næsta erfitt að losna við þessa óværu eins og margir þekkja.

Í þjóðmálaumræðunnni er þetta Evrópusamband stöðugt að poppa upp eins og það sé ekki búið að afgreiða málið í málefnasaningi rikisstjórnarinnar. Þar stendur þetta skýrum stöfum.

Er ekki rétt að Ragnheiður Ríkharðsdóttir lesi málefnasamninginn.Er ekki óþarfi að ropa um eitthvað annað?


Kunnugleg stef

hljóma nú um þjóð´felagið frá þeim sem mest hafa.

Frétt í Mbl. segir.

"...Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar, sambands iðnfélaga, segir kröfu verða gerða um aukinn kaupmátt félagsmanna í kjarasamningunum í haust en alls eru á sjöunda þúsund manns skráðir í Samiðn.

 

»Við verðum með kjaramálaráðstefnu í síðari hluta september. Þangað til munu aðildarfélögin vinna að sínum málum. Afstaða okkar er ekki fullmótuð. Við undirbúning kjaraviðræðna í vor var miðað við óvissuástand í efnahagslífinu og að gera frekar stuttan kjarasamning en langan. Við höfum alltaf verið harðir á því að við leitum eftir kaupmáttaraukningu en ekki endilega háum prósentum við hækkun launa. Við miðum einnig við að okkar hlutur sé ekki rýrari en annarra.« ...

Guðmundur Ragnarsson, formaður VM - Félags vélstjóra og málmtæknimanna, segir að undanfarið ár hafi hópar á vegum félagsins unnið að undirbúningi kjaraviðræðna, en um 3.700 félagsmenn eru í VM.

 

»Það verður farið yfir niðurstöðuna og síðan verður tekin afstaða til þess hvort við ætlum að fara inn í samræmda launastefnu með aðilum vinnumarkaðarins eða hvort við förum sjálfir fram með kröfur varðandi launaliðinn. Okkar afstaða mun ekki liggja fyrir fyrr en laugardaginn 5. október,« segir Guðmundur."

 


 

"»Það vantar fólk í málm- og véltæknigreinar en samt eru nemendur í þessum fögum alltof fáir. Við teljum að kjörin í þessum greinum séu ekki samkeppnishæf. Það er ekki hægt að bíða lengur, heldur verður að bæta kjörin þannig að það verði hægt að snúa þróuninni við.

 

Launahækkanir verða að minnsta kosti að halda í við verðbólgu, jafnframt því sem ráðast þarf í leiðréttingar á ákveðnum töxtum. Þolinmæði okkar félagsmanna er brostin og menn sjá ekki tilganginn í því að ætla enn einu sinni að axla ábyrgð með of hógværum kröfum og uppskera fyrir vikið ekki neitt.« "

Tónninn var sleginn þegar ríkisstjórnin brást í því hlutverki að taka af skarið þegar kjararáð tilkynnti sína niðurstöðu samkvæmt sínu umboði. Í stað þjóðarsáttar sem vel gæti hafa verið möguleg þá, er boðuð 50 % verðbólga á næsta ári með tilheyrandi stýrivaxthækkunum og afnámi verðtryggingar á neytendalánum('ibúðalánasjóðs?).

Allt tal um afnám hafta, aðhald í ríkissrekstri, jafnvægi a fjárlögum, útrýmingu atvinnuleysis osfrv. er meiningarlaust bull ef að það fer fram sem þessir bubbar boða. 

Allt eru þetta kunnugleg stef  í þeirra eyrum  sem muna lengra en til gærdagsins. 


Hvar er landsbyggðin?

Af hverju eru ekki komnir fleiri en 21.000 undirskriftir með flugvellinum?   Ég held að það séu bara við þessir nánustu vallarvinir hér í kring.

Vantar ekki fólkið sem á mest undir því að völlurinn blífi? Landsbyggðina eins og hún leggur sig?

Hvernig eiga þeir að greiða atkvæði sveitamennirnir sem eiga ekki tölvu? Verða stjórnendurnir  söfnunarinnar ekki að ná til þessa fólks líka?

Reykjavíkurflugvöllur verður bráðum hundrað ára á sínum stað á Skildinganesmelum þó að endinn á honum nái út í Vatnsmýri þar sem gullið er geymt. Hann skal verða hér lengi enn þegar þeir Gísli Marteinn og Gnarrinn eru löngu  gleymdir.

Landsbyggðin láti ekki sitt eftir liggja að lýsa stuðningi við Reykjavíkurflugvöll. Nú ríður á að skynsamt fólk taki höndum saman og stöðvi eyðingaröflin sem að honum steðja. Gerum framtíð hans glæsta. 

www.lending.is 


Reykjavíkurflugvöllur er frá 1919

þar sem hann er enn í dag.

Reykjavíkurflugvöllur er ekkert fyrirbrigði sem Bretar dengdu yfir okkur nauðuga. Heldur er hann skipulagslega ákveðinn löngu fyrir þann tíma.

Þaðan fór fyrsta atvinnuflugið fram árið 1919:

"Í frétt á forsíðu Mbl þann 4. sept 1919 stendur:

 

 "En um kl 5 í gær gerðist óvæntur atburður suður á Flugvelli"  

Þar er verið að segja frá fyrsta flugtaki flugvélar af  íslenskri grund.  Avro504 flugvél Flugfélags Íslands (nr1)

flaug með farþega gegn gjaldi og var flug á þess vegum því auðvitað atvinnuflug.   

 

Sami flugvöllur, en endurbættur, var t.d notaður af Hollendingum sem stunduðu þaðan veðurrannsóknir árin 1932-3

http://www.aerofile.info/fokkerd7/d7html/polaryr.htm     "

 

Í Morgunblaðinu 13.janúar 1940  er fyrirsögn:

" Flugvöllurinn verður við Skerjafjörð

Lengi hefur verið bollalagt hvar flugvöllur Reykjavíkur ætti að vera í framtíðinni. Ýmsir hafa haft augastað á Vatnsmýrinni....

Efti því sem valgeir Björnsson bæjarverkfræðingur skýrði blaðinu frá í gær, er nú fundinn mjög álitlegur staður fyrir flugvöll suður við Skerjafjörð. Svæði vestur af hinu fyrirhugaða íþrótasvæði vestan við Öskjuhlíðina. Þar eru mýrar sem sljetta má fyrir flugvöll Tilvalinn staður. Þó ekki of nálægt.." 

Í Vísir 11.mars 1940(áður en Bretar komu) stendur á forsíðu Vísis sem var fyrstur með fréttirnar að vanda :


Á síðasta fundi sínum samþykti bæjarráð tillögu Skipulagsnefndar um flugvallarstæði, fyrir sunnan Vatnsmýrina, að
Skerjafirði. Er þá ólíklegt annað en að bæjarráð samþykki tillöguna einnig.
Skipulagsnefndin hefir látið fara frani rannsókn á mörgum stöðum i nágrenni Reykjavikur með tilliti til flugvallagerðar og varð Vatnsmýrin fyrir valinu.Hefir hún m. a. þann kost, að liggja að Skerjafirðinum, þar em talin er ágæt lendingarstöð yrir sjóflugvélar.Er haganlegt að geta sameinað lendingarstöðvar land- og sjóflugvéla. Heildarstærð lands þess, sem tlað er undir flugvöllinn, er 6.8 ha., þar af 40.2 ha. í einkaeign, en 8.6 ha. af landi þvi, sem bærinn á, er í erfðafestu. Á  þessu landsvæði er nægt landrými fyrir flugvöll, þar em allstórar millilandaflugvélar geta lent....

Merkilegt að því skuli vera haldið að okkur í dag að þessi flugvöllur hefi verið settur niður af Bretum í óþökk allra sannra Reykvíkinga. Þessvegna fari okkar nýmóðins skipulagsfræðingar okkar í dag fram þeim hætti sem þeir gera.

Flugvöllur í Vatnsmýrinni er það sem allir sannir Reykvíkingar  hafa stefnt að allt frá 1919.

En nú er oss fæddur frelsarinn Gísli Marteinn sem kunnugt er. Er því ef til vill við hæfi að miða hið nýja tímatal við þanna atburð. f.Gísla eða e. Gísla.

Enda nokkuð langt síðan að árið 1919 leið og vísir menn fjölluðu um málefni Reykjavíkur.


Rugludallar

þjóðfélagsins virðast allir á sjó dregnir til að þvæla um það að ríkisstjórnin sé að svíkja þjóðina um þjóðaratkvæði.

Það segir skýrum stöfum í málefnasamningi  rikisstjórnarinnar að hlé skuli gert á aðildarviðræðum og þær skuli ekki hafnar að nýju fyrr en að undagenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

 

Hvernig í veröldinni fá Þorsteinn Pálsson og allir aðrir ESB sinnar út þá niðurstöðu að ríkisstjórnin sé að svíkja það að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu?

Segir eitthvað um það í þessum tilvitnuðu línum?

Sannast sagna liggur ekkert á þjóðaratkvæði meðan þessi ríkisstjórn situr. Hún mun ekki hefja viðræður aftur án þjóðaratkvæðis eftir að hafa gert hlé á þeim nú þegar.

Svo einfalt og kýrskýrt er þetta. Samt berja þessir aðilar lóminn og þvæla og þvæla og hver étur upp eftir öðrum.

Þetta er klár  rugludallaháttur eftir mínum skilningi. 


www.lending.is

er síða sem ég hvet alla til að heimsækja.

Það er mikil nauðsyn á því að fá Borgaryfirvöld Reykjavíkur til að átta sig á því, að þau eru að taka afstöðu gegn hagsmunum landsins alls, Reykjavíkurborgar meðtaldrar, með því að taka þá stefnu sem sett er í drögum að aðalskipulagi Reykjavíkur til ársins 2030.

Að loka norður- suður braut Reykjavíkurflugvallar árið 2016 er sama og að leggja niður innanlandsflug frá Reykjavík frá sama tíma.

Enginn annar flugvöllur mun verða byggður í nágrenni Reykjavíkur fyrir þennan tíma. 2016 er nánast á morgun!. Kostnaður við nýjan flugvöll myndi ekki nema minna en 30 milljörðum króna, og þá án pí-faktorsins sem kemur oft inn í opinberar framkvæmdir.

Það er því einsýnt að flest flug mun flytjast til Keflavíkur með þessum atburðum árið 2016. Þau þúsund störf sem nú tengjast Reykjavíkurflugvelli munu flytjast með fluginu. Reykjavík hefur þá afsalað sér höfuðborgarhlutverki sínu að umtalsverðu leyti og falið það öðrum.Vilja Reykvíkingar þetta í raun og veru?

Það er illt til þessarar þróunar að vita, því allir Íslendingar eiga þessa höfuðborg með þeim sem hana byggja. Allt Ísland er efnahagsleg heild sem þarf á skilvirkum samgöngum að halda. Greikkun samgangna fremur en hindrun þeirra eða götuþrengingar. Það á að greiða fyrir viðskiptum og þar með samskiptum manna á öllu Íslandi. Öll viðleitni sem miðar gegn þessu grundvallaratrið er óþjóðholl og röng. 

Reykjavíkurflugvöllur hefur þjónað  þjóðinni í nær sjö áratugi. Um völlinn fara hundriðir þúsunda farþega árlega. Reykvíkingar geta ekki sagt við þetta fólk að það skipti þá ekki máli.

Þessvegna þarf að taka til varna og hindra frekari skerðingar á umhverfi Reykjavíkurflugvallar en þegar eru orðnar. Landsmenn eiga heimtingu á því að byggð séu nauðsynleg og löngu tímabær mannvirki við völlinn til að hann geti sem best þjónað hlutverki sínu. Það þarf að efla Reykjavíkurflugvöll en ekki rýra.

Til þess að sýna samstöðu landsmanna um samgönguhagsmuni skora ég á alla hugsandi borgara þessa lands  að skrifa undir áskorunina á vefsíðunni. Við verðum að beita fjöldanum gegn þeim skammsýnu öflum sem ætla að eyðileggja eina af grunnstoðum samfélagsins, Reykjavíkurflugvöll.

Skrifum undir á www.lending.is

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband