Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2013

Af hverju Þorsteinn Pálsson?

ertu sífellt að reyna að reka fleyg í stjórnarsamstarfið?

Nú síðast segirðu að Sjálfstæðisflokkurinn sé að svíkja loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðlögunarviðræðnanna við ESB.

Það er kannski skiljanlegt ef þú missir einhvern spón úr aski við stöðvun viðræðnanna.  En hitt er sýnu verra að mér finnst þú afvegaleiða umræðuna.

Ég skildi stefnu flokksins þannig að aðildarviðræðum yrði ekki áfram haldið án þjóðaratkvæðagreiðslu. Vegna þess að þjóðin vill ekki ganga í Evrópusambandið.

Er þetta endilega sama og loforð um að láta þessa atkvæðagreiðslu fara fram núna strax ? Er einhver sérstök þörf á að vera að vesenast í þessu núna? Hversvegna má ekki geyma þetta þangað til einhver ástæða er til.  Er það ekki alveg klárt að þjóðin er ekki að ganga þarna inn?  Hvervegna þá að vera að vera að harpa á þessu?

Það er ljóst að þú ert ekki að gera gamla flokknum þínu greiða með þessum skrifum. Ef svo er þá ertu núna  að gera fyrri ríkisstjórnarflokkum meiri greiða en ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Enda er Fréttablaðið heldur ekki sérstakur stuðningsaðili núverandi ríkisstjórnarinnar.

Af hverju Þorsteinn Pálsson? 


Vallarvinir loksins!

er gert eitthvað raunhæft í málum okkar. 

Undirskriftasöfnun er hafin á netinu til stuðnings Reykjavíkurflugvelli.

Við vorum í eymd okkar niður á Reykjavíkurflugvelli fyrir nokkrum dögum  að bera saman ráð okkar í tilefni auglýsingar á nýju aðalskipulagi Reykjavíkur. Við vorrum að gera því skóna að fara að lesa tillöguna og skrifa einhver mótmæli.

Við byrjuðum á því verki . En við komumst fljótt að því að slíkt er tilgangslaust. Tillagan er svo yfirgripsmikil og studd svo mikilli aðkeyptum fræðilegum athugunum og skýrslum að venjulegur maður kemst ekki neitt með múður. Það er svo mikið afl á bak við tillögur þessa fólks að þar kemst engin umræða að. Glæsilegur búningur og mikil þekking. Dýr og vönduð grafík og málskrúð mikið. Það er valtað yfir grundvallarspurningar eins og tilvist flugvallarins að enginn fær rönd við reist. Við nefndum því að undirskriftasöfnun á landsvísu væri það eina afl sem gæti komið til á móti Gnarristunum, Degi B. og Gílsa Marteini. Án þess að vita hvernig við gætum komið þessu af stað.

En nú er málið leyst án okkar tilstuðlan. Einhverjir framtaksamir menn eru búnir að setja af stað undirskriftasöfnun á vefnum

 www.lending.is.

Þar geta menn skrifað undir rafrænt.

Ég hvet alla þá sem vilja stuðla að áframhaldi flugs í Vatnsmýri að taka þátt. Aðeins tugþúsundir undirskrifta geta haft áhrif á forherðingu áðurnefndra afla í þeirri viðleitni þeirra að eyðileggja Reykjavíkurflugvöll með einum eða öðrum hætti. Alveg sama þótt í andstöðu sé við 82 % fólks ef marka má skoðanakönnun mína sem hefur verið á þessari síðu nú um árabil. Aðalskipulagið vísar í íbúakosningu sem fór fram fyrir nokkrum árum þar sem mikill minnihluti tók þátt og atkvæði féllu hérumbil jöfn. Þetta túlka þeir  sem vilja fólksins. 

Svo minni ég á að það eru sveitarstjórnarkosningar eftir minna en ár. Þá hafa kjósendur tækifæri á að velja sér fólk. Þá er mikilvægt að vallarvinir minnist afstöðu frambjóðenda til flugvallarins áður en þeir greiða atkvæði.

Vallarvinir,  nú loksins fáum við tækifæri ! 

 


Hversvegna má Landsbankinn skulda núna

en ekki þegar ég átti hann með fleiri borgurum þessa lands?

Nú er allt í lagi þó hann vanti 50 milljarða í erlendum gjaldeyri. Samkvæmt forordningu Steingríms J. Sigfússonar. En spilað er á þau spil í fjármálum landsins sem hann lagði. Hann er Múhameð fjármálakerfis landsmanna. Allt frá gjaldeyrishöftum til Seðlabanka Más Guðmundssonar. Akbar Steingrímur.

Af hverju getur enginn sagt mér hver sé munurinn á Landsbanknum núna og þegar hann var settur á hausinn af því hann fékk ekki 50 milljarða lán? 

Af hverju er Landsbankinn ekki settur í gjaldþrot núna ?  Hversvegna er allt í lagi þó Landsbankinn skuldi núna 50 milljarða og geti ekki borgað fyrr en eftir 12 ár? 


Alveg varð ég bit

hversu  fólki tókst að æsa sig upp yfir einni bloggfærslu hjá mér um hommana. Algert aðsóknarmet varð á síðuna sem mér dettur sjaldnast í hug að margir lesi nema einhverjir sérvitringar. Viðtökurnar voru stórkostlegar og voru menn bæði með og á móti eins og gengur.En ekki virðist allt búið enn.

Nú kemur kemur ritsjtóri Fréttablaðisns, hann Ólafur Stephensen, og tileinkar okkur Gylfa Ægissyni leiðarann í dag. Sem hefði farið framhjá mér þar sem ég les ekki blaðið reglulega af því mér finnst það oftar en ekki leiðinlegt.En ritstjórinn segir svo:

"Skrif tveggja þekktra manna um gleðigönguna í Reykjavík síðastliðinn laugardag hafa vakið athygli.

Halldór Jónsson, verkfræðingur í Kópavogi, skrifaði bloggpistil um að í göngunni fælist "ofbeldi samkynhneigðra" sem hefði gengið alltof langt. Halldór sagðist styðja jafnréttisbaráttu samkynhneigðra (eins og er orðið í tízku hjá þeim sem ekki hafa losnað við fordómana gagnvart samkynhneigð) en skilgreindi "ofbeldið" þannig að ætlazt væri til að "venjulegir karlmenn" þyldu að horfa á karlmenn í sleik á almannafæri. "Þeir virðast heimta að við segjum að okkur finnist þetta flott og allt í lagi. Okkur streiturum finnst þetta hins vegar viðbjóðslegt og viljum ekki horfa á þetta. Okkur er auðvitað sama þótt þeir geri þetta en látið augu okkar í friði. Almennt velsæmi er ekki úrelt," skrifar Halldór.

Undir þetta tók Gylfi Ægisson tónlistarmaður í athugasemd á vef DV og sagði meðal annars: "Börn sem horfa á og alast upp við að þetta sé allt eðlilegt finnst þetta kannski spennandi og skemmast við að sjá þetta seinna meir. Ef svo að þjóðin öll verður orðin öfug eftir nokkur ár, þarf að flytja inn börn frá Rússlandi." Auðvitað þykir Gylfa líka "vænt um" samkynhneigða eins og hann tók fram í útvarpsviðtali þar sem hann ítrekaði fordómana.

Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakanna ´78, sagði í Facebook-færslu í gær að hún væri "þreytt á að hatursorðræða gegn hinsegin fólki teljist vera "skoðun" sem gott sé að sé opinberlega rökrædd". Það er rétt hjá henni. Taut af þessu tagi á ekkert skylt við heilbrigð skoðanaskipti, heldur flokkast undir hatursfulla fordóma. Í hegningarlögunum er það skilgreint sem afbrot; refsa má fólki sem "með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna", meðal annars vegna kynhneigðar viðkomandi.

Það er algengt að klæða fordóma gagnvart því að samkynhneigðir sýni ást sína opinberlega í búning umhyggju fyrir "almennu velsæmi". En ætli Halldóri Jónssyni finnist líka viðbjóðslegt að strákur og stelpa fari í sleik á almannafæri? Og sér Gylfi Ægisson ekki gargandi kaldhæðnina í því að höfundur Sjúddirarírei hafi áhyggjur af því að kossar á almannafæri eða borgarstjóri á upphlut skemmi barnssálir?

Auðvitað geta menn sagt sem svo að kallagreyin séu nú ekki að hvetja til að neitt verði gert á hlut samkynhneigðra. Nei, ekki nema að reka þá aftur í felur sem annars flokks borgara sem mega ekki sýna tilfinningar sínar opinberlega eins og aðrir. Gleymum heldur ekki að áróður um "viðbjóðslega" hegðun sem gæti endað með að "öll þjóðin verði öfug" er víða notaður til að réttlæta gróft ofbeldi gegn samkynhneigðum - stundum lögbundið, ríkisrekið ofbeldi eins og í Rússlandi.

Sem betur fer átta flestir sig á því að samkynhneigðir eru venjulegt fólk, sem lætur eðlilegar kenndir og tilfinningar í ljósi við þá sem það elskar. En það að svona galnir fordómar skuli enn vera til sýnir rækilega fram á að það er langt frá því að gleðigangan sé orðin úrelt eða ónauðsynleg og sigur unninn í mannréttindabaráttu samkynhneigðra. "

Það gengur nú frekar fram af mér ef pistillinn minn er túlkaður sem dulklæddur hatursáróður gegn samkynhneigðum. Ég þykist bara styðja jafnrétti samkynhneigðra en hatist við  það á laun?

Mér finnst nú þessi ritstjóri seilast full langt að gera mér upp skoðanir sem ég hef alls ekki. Ég tel mig ekki hafa sagt annað en meiningu mína um samkynkneigða eða öfugugga og hegðun þeirra á almannafæri. Auk þess hvaða erindi pólitík um Snowden og Manning hefði átt í gleðigönguna?

Þetta öfuga fólk sem ég þekki margt er eins indælt og nokkrir aðrir og ég faðma það að mér af því mér þykir vænt um það fyrir mannkosti þess en ekki til þess að leika eitthvað hlutverk fyrir Fréttablaðsritstjórann  eða tauta eitthvað annað fyrir Önnu Pálu. Ég er bara ég og það er eins og það er. Ég sagði líka og endurtek að kynhegðun fólks kæmi mér ekkert við og stend við það. En almennt velsæmi er ekki fólgið í því að ögra fólki á almannafæri eins og Steinunn Ólína lýsir í fyndinni grein sinni í sama blaði.

Mér þótti miður að sjá fólk hella sér yfir hann Gylfa Ægisson vin minn og skotfélaga,  fyrir að taka í sama streng.  

Gylfi orti sig frá hremmingunum svohljóðandi:

                                            Æfitímar ei lengdir,

                                            okkur ekki í hag.
                                            Við Halldór verðum hengdir,
                                           í hádeginu í dag.

Takk fyrir liðveisluna Gylfi. 

                                           Nú göngum við Gylfi báðir

                                           til Golgatakrossins trés

                                           og heitum á himneskar náðir 

                                           til hommanna alveg spes.   

 


Skuggaleg áform

eru þau að eyða lausafjárvandanum úr hagkerfinu með verðbólgu.

Þetta var til umfjöllunar í erindi Dr. Ásgeirs Jónssonar (Bjarnasonar fv.ráðherra) í Valhöll í gær. Ásgeir lýsti því hvernig ofgnótt lausafjár í hagkerfinu um þessar mundir væri svo mikil að enginn farvegur væri fyrir hana í gjaldeyriskrepptu landi. Bankarnir yrðu að eyða henni með verðbólgu.

Það á sem sagt að byrja að stela af öllum almenningi með neikvæðum vöxtum. Það er samspil Seðlabankans með peningaprentun og bankanna sem hafa framleitt rafkrónur nokkuð stjórnlaust síðan 2003 sem hefur komið okkur í þessa stöðu.

Ásgeir lýsti framtíðinni sem þvílíkum vandamálum erlends skuldavanda, gjaldeyrisskorti og þrýstingi erlends fjár sem vill halda burt, að það fór verulega að fara um undirritaðan sem velti því fyrir sér hvort greinin í Forbes sé kannski sannleikurinn í hnotskurn?  Það hafi í raun ekkert gerst síðan í hruni? Okkur hafi ekkert miðað? Ráð Seðlabankans hafa ekki dugað? Atvinnuleysið er óleyst? Erlendar fjárfestingar koma ekki? Það er bara annað hrun fyrir stafni eins og maðurinn í tímaritinu sagði.

Gömul vísa langafbróður fór um hugann: 

"Að heyra útmálun helvítis

 hroll að Páli setur.

Ég er á nálum öldungis

um mitt sálartetur."

Nú beinast augun að ríkisstjórn landsins.  Allavega er tilvitnað meint samsæri bankanna og Seðlabankans skuggalegt áform gagnvart allri alþýðu þessa lands. 


Ærandi þögn

ríkisstjórnarinnar er farin að segja til sín meðal fólks.

Hvað er að gerast? Hvað á að gera? Brjálæði að lækka skatta, brjálæði að lækka veiðigjaldið, brjálæði hitt..Þannig gengur dælan hjá stjórnarandstöðunni á öllum rásum þar sem þeir geta komið sér að. Í okkar fólki heyrist varla.

Hundrað dagarnir líða óðfluga. Úrskurður kjararáðs um furstalegar launahækkanir til handa þeim hæstlaunuðu grefur um sig í sálum fólksins. Fáir trúa orðið á að ríkisstjórninni takist að koma á þjóðarsátt. Þeim fækkar sem trúa því að ríkisstjórninni takist yfirleitt  að standa undir væntingum sem við hana voru bundnar. Fréttir af frækilegri framgöngu á erlendri grund eru ekki það sem beðið er eftir.

Þögnin er orðin ærandi. 


Varið ykkur vallarvinir

ógn steðjar að.

 Samkvæmt fréttum:

"Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er tilbúinn til að leiða lista flokksins í næstu borgarstjórn ef málin sem hann stendur fyrir fá brautargengi. Hann sagði í viðtali á Rás 2 í morgun ætla að halda áfram í borgarstjórn á næsta kjörtímabili. Gísli Marteinn er nú í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í borginni.

Hanna Birna Kristjánsdóttir var í 1. sæti flokksins í borginni. Júlíus Vífill Ingvarsson tók við stöðu Hönnu Birnu í maí þegar hún varð innanríkisráðherra. " 

Gísli þessi er alkunnur andstæðingur Reykjavíkurflugvallar. Hann styður nýtt aðalskipulag Gnarristanna.

Allir vinir Reykjavíkurflugvallar verða að berjast gegn þessum manni og auknum áhrifum hans,

Vallarvinir varið ykkur á Gísla Marteini. 


Lítil lukka af Landsneti

fyrir landsmenn felst í þessari frétt:

">Hagnaður Landsnets hf. samkvæmt rekstrarreikningi nam 1.488 mkr. fyrstu 6 mánuði ársins 2013 samanborið við hagnað að fjárhæð 236 mkr. fyrir sama tíma...
Hagnaður Landsnets hf. samkvæmt rekstrarreikningi nam 1.488 mkr. fyrstu 6 mánuði ársins 2013 samanborið við hagnað að fjárhæð 236 mkr. fyrir sama tímabil árið 2012.

 

Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) nam 4.850 mkr. samanborið við 4.178mkr. á sama tímabili fyrra árs. Hrein fjármagnsgjöld nema samtals 1.762 mkr. á tímabilinu en voru 2.647 mkr. á sama tímabili ársins 2012., samkvæmt tilkynningu til Kauphallar.

 

Eiginfjárhlutfall í lok júní var 19,4%. Eigið fé í lok tímabilsins nam 14.751 mkr. samanborið við 13.263 í lok árs 2012. Heildareignir félagsins í lok júní námu 76.116 mkr. samanborið við 74.873 mkr. í lok árs 2012. Heildarskuldir námu 61.365 mkr. samanborið við 61.610 mkr. í lok árs 2012. "

Þetta lánlausa fyrirtæki var sett upp 2003 til að þóknast Evrópusambandinu samkvæmt einhverjum reglum sem fáir fara eftir þar á bæ. Við gátum alveg látið þetta fram hjá okkur fara. Ný stofnun. nýr forstjóri, nýir jeppar, ný fótboltalið að styðja.

Í stað þess er þetta battarí sett upp sem engin þörf var á. Aðeins til að sjúga fé af íslenskum notendum rafmagns. Eða frá hverjum halda menn að þessi gróði komi allur?

Það er eitt að því sem þessi nýja ríkisstjórn gæti gert er að loka þessari óþörfu sjoppu og færa hlutina í sitt fyrra horf.

Það er lítil lukka af Landsneti í  þessari frétt. 

 


Kjördæmasubbuskapur

Steingríms J. Sigfússonar vegna sértækra stuðningslaga við framkvæmdir á Bakka, sem hann kom í gegn á síðustu metrum ríkisstjórnar sinnar, ætla að draga dilka á eftir sér.

Í máli Ragnheiðar Elínar Árnadóttur ráðherru á Sprengisandi núna kemur í ljós að þessi lög eru alvarleg hindrun í viðræðum við alla mögulega erlenda fjárfestingaaðila sem hingað vilja koma. Og þeir eru sem betur fer þó nokkrir þrátt fyrir allt. Svo er einnig spurning hvort þessi lög standast skoðun ESA og yrði það ein háðungin enn fyrir fyrrverandi AlÞingi ef þau yrðu dæmd af en hugsanlega happ fyrir þjóðina.

Það ber allt að sama brunni. Þegar búið er að ræða almenn skilyrði, þá fara menn að krefjast sérstyrkja og ívilnana eins og Steingrímur J. kom á í sambandi við framkvæmdir á Bakka.

Það er sama hvar borið er niður. Slóðinn eftir Steingrím Jóhann er hvarvetna til óþurftar. Nú síðast eru það bankamálin sem eru að verða óleysanleg vegna ráðstafana þessa manns. Málin flókna í stað þess að greiðast og nú sér eiginlega hvergi til lands. Enda var maðurinn að eigin sögn svo úrvinda af vinnuálagi að ekki er að búast við öðru en svona niðurstöðu.

Kjördæmasubbuskapuri Steingríms Jóhanns í sambandi við Bakka er enn einn steinninn í hauginn yfir  vinstri stjórnina sem er núna eins og vond martröð í minningu þjóðar. 


Ofbeldi samkynhneigðra

finnst mér orðið meira en góðu hófi gegnir. Mér finnst það skemma jafnréttisboðskapinn sem ég styð heilshugar. 

Samkynhneigðir eru búnir að fá flest þau réttindi sem þjóðfélagið getur af hendi látið. En virðist það þeim nóg?

Við venjulegir karlmenn eigum að þola að horfa á karlmenn í sleik á almannafæri. Þeir virðast heimta að við segjum a okkur finnist þetta flott og allt í lagi. Okkur streiturum finnst þetta hinsvegar viðbjóðslegt og viljum ekki horfa á þetta. Okkur er auðvitað sama þó þeir geri þetta en látið augu okkar í friði. Almennt velsæmi er ekki úrelt.

Við látum allt þetta öfuguggashow yfir okkur ganga. Við getum alveg horft  á borgarstjóra Reykjavíkur  í sínum  fíflabúningi vera með sínar fettur og brettur. Gott og vel. En það eru takmörk.

Af hverju er þetta  þessu liði ekki nóg?  Af hverju vill það eitthvað meira. Af hverju vill það  stjórna hugsunum okkar líka?

Heil hersing fólks í gay-pride-göngunni  heimtar að við elskum Bradley Manning og Snowden. Hvað hefur það að gera með réttindi samkynhneigðra?  Var málstaðnum greiði gerður með þessu? Mitt svar er nei.

Eigum við ekki að halda okkur við málefnið? Virða og elska hvert annað án þess að þröngva okkur upp á hitt sem er öðruvísi?  Kynhegðun  er einkamál sem hefur akkúrat ekkert að gera með manngildi og karakter. Manneskjan er allt annað en einhver kynsérviska. Ýmsir bestu karaktérar sem ég hef kynnst eru hinsegin eins og það er kallað.  Mig varðar bara ekkert um það.   

En ofbeldi samknhneigðra er ekki til þess fallið að skapa samúð okkar hinna.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband