Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2014

Hælisleitendur

eru enn umræðuefni margra. 

Ekkert fréttist af fyrirætlun innnaríkisráðherru um að stytta afgreiðslutíma hælisleitenda. Er hún kannski búin að þessu öllu?

Á vef Innaríkisráðuneytisins er 39 atriði með fréttum af hælisleitendum. Langflest fjalla um störf ráðherra fyrri ríkisstjórnar að þessum málum. Einskis varð ég samt vísari af þeim lestri um að eitthvað raunhæft hefði gerst.

Af hverju spyr ekki neinn fjölmiðill um þessi mál sem almenningur hefur mikinn áhuga á að fylgjast með?  Ég fullyrði að mikill meirihluti þjóðarinnar vill að snöfurlega sé tekið á þessum málum með miklu fleiri tafarlausum endursendingum en tíðkast hefur.

Í sannleika sagt eru hælisleitendur engir aufúsugestir á Íslandi í augum þorra fólks. Fólk hefur miklar efasemdir um að nógu snarplega sé tekið á málefnum hælisleitenda. Enginn bað þá um að koma að minnsta kosti. Höfum við ekkert um málefni hælisleitenda að segja?


Sósíalismi Andskotans

er að gegnsýra alla íslensku þjóðina.

Hún horfir þegjandi á alsherjar lífeyrissjóðavæðingu á atvinnulífi landsmanna sem kaupa upp hvert fallíttið af öðru og selja svo sjálfum sér með gróða eftir að spillingin hefur fengið að grasséra hæfilega.

Men sjá ekkert lengur athugavert við fréttaflutning Morgunblaðsins af þessari hæglátu þjóðfélagsbyltingu: Þar segir:

"Þeir sem keyptu 7% hlut í Icelandair Group fyrir 6,6 milljarða af Framtakssjóði Íslands á mánudaginn eru lífeyrissjóðir og sjóðir á vegum Landsbankans sem enn fremur annaðist söluna, að sögn heimildarmanna sem starfa á verðbréfamarkaði. Í hópnum eru annars vegar lífeyrissjóðir sem eiga í Framtakssjóðnum og hins vegar lífeyrissjóðir sem ekki eiga í honum, herma heimildir Morgunblaðsins.“ 

Það er ríkið og Framtakssjóður sem er í eigu lífeyrissjóða sem keyptu Flugleiðabréfin. Þessu erslegið upp  athugsaemdalaust í Morgunblaðinu. lLífeyrissjóðirnir kaupa fyrst bréfin og kaupa þau svo aftur af sjálfum sér og stórgræða. Þessu má eiginlega helst jafna til Pálma í Fons þegar hann var aað kaupa og selja Sterling með svaka gróoða í hvert sinn. 

„Árið 2010 keypti Framtakssjóðurinn 30% hlut í félaginu fyrir 3,6 milljarða samhliða fjárhagslegri endurskipulagningu í kjölfar efnahagsáfalls og eldgoss í Eyjafjallajökli. Nú hefur sjóðurinn selt allan þann hlut í fjórum áföngum fyrir 15,2 milljarða króna og er gengishagnaðurinn 11,6 milljarðar króna. Ef horft er til þeirra fjárhæða nemur ávöxtunin 322%.  Á sama tímabili hafa bréf easyJet hækkað um 274%, Ryanair um 96% og Norwegian um 90%.“ 

Svo kemur það sem skilur þetta frá Pálma: „ Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður Framtakssjóðs Íslands, benti á í samtali við mbl.is að fjárhæðinni yrði skilað til eigenda sjóðsins. Þeir eru 16 lífeyrissjóðir, Landsbankinn sem er í eigu ríkisins á 28% hlut og VÍS á 0,6%.“ 

Enn segir í Mbl‘.

  „Forsvarsmenn sjóðsins hafa sagt að hann gegni mikilvægu hlutverki við endurreisn hlutabréfamarkaðarins.  Áður en sjóðurinn keypti í Icelandair átti Íslandsbanki(erlendir vogunarsjóðir) um helmings hlut í fyrirtækinu sem meðal annars mátti rekja til veðkalla. Fjármálaeftirlitið veitti bankanum tímabundna undanþágu til þess að fara með svo stóran hlut á sama tíma og félagið var skráð á hlutabréfamarkað. Ef hennar hefði ekki notið við hefði þurft að afskrá félagið.“ (Þvílk náð að eiga svona Fjármálaeftirlit!)

 Við kaup FSÍ var farið í hlutafjáraukningu hjá flugfélaginu, hlutur bankans fór í um 30% og því þurfti ekki lengur undanþáguna. Það má því segja að Framtakssjóðurinn hafi stuðlað að áframhaldandi skráningu Icelandair á hlutabréfamarkað með kaupum á stórum eignahlut í félaginu.

Í yfirlýsingu frá sjóðnum árið 2011 segir að aðkoma Framtakssjóðsins að Icelandair »hafi verið mikilvæg þegar mikil óvissa var um fjárhagslega stöðu félagsins og ekki sjálfgefið að einstaka lífeyrissjóðir eða fjárfestar« hefðu keypt í fyrirtækinu.“

 Og enn gengur dælan:

  „Enn fremur hefur sjóðurinn fleytt N1 og Vodafone á hlutabréfamarkað. Auk þess er talið líklegt að Advania og Promens fari á markað á næsta ári. Framtakssjóðurinn á 74% í Advania og 49,5% hlut í Promens. Sjóðurinn á jafnframt Icelandic Group að fullu og hann keypti í haust 38% hlut í Invent Farma.

Sjóðurinn hefur tekið þátt í þeirri þróun að færa eignarhald á hópi fyrirtækja frá bönkum til lífeyrissjóða. Samkeppniseftirlitið segir að það að bankar eigi minna í samkeppnisfyrirtækjum sé af hinu góða en að vaxandi eignarhlutur lífeyrissjóða, m.a. í gegnum framtakssjóði, kallar á umræðu um aðkomu þeirra að slíku eignarhaldi og með hvaða hætti nauðsynlegt sé að standa vörð um virka samkeppni við þær aðstæður.“

Finnst engum þetta athugavert? Lífeyrissjóðir sem eru í eign launþega stofna FSÍ án þess að eigendur hafi verið spurðir. FSÍ kaupir, undir stjórn einhvers manns sem fáir þekkja,  urmul af stærstu fyrirtækjum lanfsins og græðir stórfé á því að selja eigendum sínum þau aftur fyrir stórgróða? Ríkisstofnun er fengin til að blessa yfir gerningana. Amen eftir efninu.

Að hverjum  er verið að gera grín? Mér kannski? Af hverju gerði ríkið þetta bara ekki sjálft fyrir sína peninga sem það á í þessum sjóðum? Er ekki Sjálfstæðisflokkurinn í stjórn?

Á ég þá að hlæja og klappa fyrir þessari snilld?

Mest allt atvinnulíf er að færast á fárra hendur eins og fyrir hrun. Þá var það Baugur,  Jón Ásgeir og Pálmi Í Fons.  Nú eru það einhverjir fósar sem ég þekki ekki,  sem fara með eign mína í lífeyrissjóðunum. Þetta lið er er að hreiðra um sig með vinum sínum í öllu atvinnulífi landsmanna. Alveg eins og hjá Pútín í Rússlandi.

Ef þetta er ekki sósíalismi Andskotans þá þekki ég hann ekki. 

 


Verðtryggð neytendalán?

er í mínum skilningi eitthvað heimskulegasta hugtak sem fleytt hefur verið í ruglandinni um hvað þeir skuldugu eigi annað að gera en að borga. Ef þessi lán verði bara bönnuð þá sé málið leyst.

Hvað skyldi annars vera neytendalán? Hvað er ekki neytendalán?  Er ekki sá sem skuldar að neyta þess sem hann fékk fyrir lánsféið?  Ef hann hefði ekki fengið lánið væri hann þá ólánsamari en með láninu?  Eða er verið að tala um verðtryggð fasteignalán eins og íbúðalánasjóðslánin?

Auðvitað var það svakalegt þegar hrunið olli því að íbúðalánin hækkuðu umfram verðmæti þess sem skuldin var tryggð í. Að vísu gerðu bílalánin það líka. Það varð þá forsendubrestur fyrir að verðtryggja lán sem allt í einu var orðið miklu hærra en það sem keypt var fyrir lánið. Menn fóru unnvörpum á hausinn og bankarnir hirtu allt. Samt er hrunið núna orðið að aðeins smáhlykk á grafi yfir þróun verðlags. Og sléttast úr því með hverju ári sem líður. Bráðum verður hann horfinn.

 En það hefur ekkert að gera með það að það er ekki hægt í einu þjóðfélagi að lána út peninga vaxtalaust án verðtryggingar öðruvísi en einhver skaðist varanlega. Annað hvort sá sem lánar eða sá sem fær lánað. Án verðtryggingar getur enginn borgað af húusnæðisláni því vextirnir verða að innifela verðbólguþátt vaxta og höfuðstóllinn má ekki rýrna. Annars lánar enginnn neitt út.

það var svoleiðis í mínu ungdæmi að menn fengu húsnæðislán fyrir ca fjórðungi af íbúðarverðinu.  Það var nóg að borga fyrstu árin en svo létti verðbólgan undir og að síðustu var þetta orðið lítið þó snemma hafi farið að koma inn verðtrygging sem ég kynntist þá í fyrsta sinn.

Það sem var erfitt í þá daga var að finna peninga fyrir þremur fjórðu af íbúðinni. Það vildi helst enginn lána manni neitt.  Skiljanlega.  Smávíxlar, fjölskylduhjálp, endalaust strit og aukavinna var hlutskiptið meðan bestu árin liðu hjá eins og augnablik.  Allt í einu voru börnin að fara og maður hafði bæði gleymt að lifa eða sinna þeim betur.  Ævilangur mórall og eftirsjá tók við hjá mörgum.

Þá hefði maður ekki trúað því að einhverntíman yrði hægt að fá lán á Íslandi eins og hver vildi. Verðtryggingin færði fólki möguleika á að byrja búskap á mannsæmandi hátt.  Svo fóru menn að horfa á greiðsluseðlana og sáu að lánin bara hækkuðu og hækkuðu eftir því sem meira var borgað.  En hvað var til ráða? Voru ekki allir að byggja og taka lán? Maður gerði bara eins. Þá fóru menn að tala um ónýta krónu  og aðra gjaldmiðla sem ættu að lækna þetta allt. Bullið er endalaust.

Þa voru alltaf að koma fram pólitíkusar sem lofuðu manni kanínum úr höttum ef maður kysi bara þá. Þeir gátu auðvitað ekkert annað en logið því að okkur að kanínan væri rétt aðeins ókomin, hún hefði aðeins skroppið afsíðis. En hún kæmi bráðum ef við kysum þá aftur sem við auðvitað gerðum. 

Og enn í dag tekur almenningur verðtryggð lán vegna þess að vextirnir eru svo miklir eða breytilegir af óverðtryggðum lánum að lágir vextir ofan á  verðtrygginguna eru geðslegri og skuldadagarnir lengra úti.  

Þá heimta menn bann við verðtryggingu lána sem allt í einu heita neytendalán. Hvað eru ekki neytendalán? Smálán? VISA raðgreiðslur? Bílalán? Lán í erlendum gjaldeyri? Ætli húsnæðislán í Danmörku til 40 ára með 3 % vöxtum sé neytendalán?  Gleyma menn muninum á danskri krónu og íslenskri? Margir virðast halda að lán til sprotafyrirtækja séu fáanleg í Þýskalandi á svona kjörum. þeir ættu kannski að kynna sér það aðeins betur.  Enda sagði gamall vinur minn að vextir ættu ávallt að vera svo háir sem til væru fífl að borga. Þannig líta raunsæir menn yfirleitt á vexti. Peningar hafahinsvegar  verð eins og allir hlutir. Þeir geta verðlagt sig út af markaðnum þó ótrúlegt sé.Og orðið atvinnulausir líka.

Einu sinni var til hugtak sem hét sparnaður. Sparifé var eitthvað sem fífl geymdu í bönkum þar sem það brann upp í verðbólgunni. Þetta fé vildu aðrir menn fá lánað án þess að þurfa að borga það til baka. Þetta gekk ekki til lengdar og því settu hinir skynsamari menn þá eins og Ólafur Jóhannesson og Jóhanna nokkur Sigurðardóttir, (já hún og Steingrímur líka!) svo einhverjir séu nefndir lög um verðtryggingu lána og sparifjár. Svo heimtuðu bolsarnir líka verðtryggingu á launin en sem menn komust fljótt að að gat ekki farið saman með verkfallsréttinum.

Og alltaf var krónan okkar kramin og kreist. Nú formæla kratarnir henni og halda því fram að upptaka evrunnar muni bæta hér allt. Þó svo að við heyrum stundum fréttir frá Spáni þar sem helmingur ungmenna fær aldrei vinnu. 

Nú er farið að renna upp fyrir þó nokkrum að það er verðbólgan sem keyrir upp lánin. Án verðbólgi væri engin vísitala. Þá er bara spurt hver býr til verðbólguna. Og þá segir kötturinn ekki ég, ekki ég. Það er alveg furðulegt hvernig hálf þjóðin getur talað sig úpp í hástert yfir vísitölu sem mælir verðbólgu og komist að því að ráðið við henni sé að banna verðtryggingu á neytendalánum.  Suma er farið að gruna að jafnvel launalækkun væri besta kjarabótin.

Er ekki krónan í eðli sínu bara samningur? Milli mín og þín um að hún mæli okkar viðskipti? Ef ég svík þig, munt þú þá svíkja mig?  Eða erum við heiðursmenn sem vilja á hvorugu níðast sem okkur til er trúað eins og Kolskeggur. Án trausts er krónan hinsvegar bara marglit pappírssnudda þar sem á bak við hana er ekkert annað en traustið. En að skilja þetta allt er verkurinn.

Er okkur ólánsömu neytendunum yfirleitt viðbjargandi? Eru neitendalán ekki  það sem okkur helst vantar? Að sem flestir neiti sér um að taka lán en leggi hinsvegar fyrir. En kemur þá ekki kreppa?. Svo hvað er sannleikur spurði Pontius Pílatus og neitaði að sakfella lausnarann? 

Lausnari okkar er hinsvegar ekki verðtryggt neytendalán. 

 


Hver ræður á Íslandi?

hugsar maður þegar manni er tilkynnt að við almenningur eigum að snara út svo sem einum milljarði til að skipta snarlega út perum í götuljósunum að boði ESB. 25.000 staurar eða svo mega ekki vera með kvikasilfursperur. Alar burt. Neytendur bara borga. Þú og ég.

Af hverju má ekki skipta þessu út eftir því sem perurnar springa? Skella ekki bara milljarðs  rukkun á skattþegnana af því að einhver í Brussel er búinn að gefa út tilskipun? Henda perum í góðu lagi. Hvað liggur svona á?

Af hverju  ráða bara Svisslendingar landi sínu?

Hver ræður eiginlega á Íslandi?


Svissarar taka af skarið

og segjast vilja stjórna innflutningi fólks frá EES  til sín sjálfir.

Í þjóðaratkvæðagreiðslu um helgina segja þeir hingað og ekki lengra.  Við tökum ekki lengur við áttatíuþúsund  óflokkuðum innflytjendum árlega. Við látum þennan innflutning ekki grafa undan okkar  þjóðfélagsskipan og  starfsvenjum  landsmanna.  Við viljum stjórna okkur sjálfir en ekki láta skipa okkur fyrir í blindni.

Myndum við Íslendingar þora að leggja svona mál í dóm þjóðarinnar? Og hver skyldi afstaða hins þögla meirihluta íslensku þjóðarinnar vera til Schengen og allra  tilskipananna frá Brussel á Evrópska Efnahagssvæðinu sem hér verða jafnt og þétt að nýjum íslenskum lögum?  Alþingismenn okkar eru sagðir afgreiða lög frá ESB án þess að lesa þau eða skilja.

 Er enginn hugsi yfir sjálfstæði Íslands eftir það sem Svissarar hafa nú ákveðið hjá sér? 


Er það okkar vandamál?

þegar harðstjórar og uppreisnarmenn í einu landi berjast svo að konur,börn og andhetjur flýja? Af hverju er það okkar vandamál að leysa úr afleiðingum brjálæðisins sem einhverjir kölluðu arabiska vorið?

Við skárumst í leikinn í Libíu og óbeint drápum Gaddafi fyrir alveg jafnmiklar skepnur og hann var sjálfur. Við drápum Hússein í Irak og leiddum miklu meiri hörmungar yfir fólkið í landinu en hann nokkurn tímann gerði. Gleymum því ekki að hann Saddam verkfræðingur  fékk áður verðlaun Sameinuðu Þjóðanna fyrir afrek sín á sviði heilbrigðismála í landi sínu.  Báðir þessir fantar héldu frið innanlands með þeim meðölum sem þurftu. Þá var þetta ekkert vandamál sem við þurftum að spá í. Nú er Assad augnlæknir eð berjast við glæpamenn og erlenda flugumenn sem engu eira. Verður ekki annar að drepa hinn til þess að friður komist á?

Svo ryðst fólk óboðið yfir landmæri inn í önnur ríki og kallar sig flóttamenn sem þýðir að heimurinn eigi að framfæra það burtséð frá því hvaða fortíð það hefur.  Borgarastríð eru innanríkismál. En fyrrum innaríkisráðherra Íslands skrifar greinar í blöð og leggur málið upp eins og að við eigum að leysa þessi flóttamannamál.  Líklega með því að flytja flóttamennina hingað á okkar sósíal.

Tóku allar þjóðir almennt við flóttamönnum undan Hitler?  Hverra vandamál voru vandamálin þá?


Spillingin á fullu

og hvorki Sigurjón M. né aðrir virðast hafa neitt við hana að athuga á Sprengisandi rétt í þessu. Ragnheiður Ásta Jóhannesdóttir og Helgi Magnússon úr Lífeyrissjóði Verslunarmanna skýra frá því hvernig þau raði völdu fólki í stjórn atvinnulífsins. Og meira í vændum? Endalaust? Ætlar einhver að segja mér að þarna sé ekki pláss fyrir spillingu? 

Rétt áður er Herdís Þorgeirsdóttir búin að lýsa spillingunni hjá Pútín í Rússlandi,  Hvernig hann er orðinn einn ríkasti maður heims. Fyrirhafnarlaust. Hvernig skyldi vinum hans hafa gengið? Í hvaða stjórnum skyldu þeir sitja?

Það sem ég  hef við þetta að athuga, sem áhrifalaus eigandi að þessum lífeyrissjóði sem skammtar mér úr skertum hnefa  er það, að mér finnst alveg óþarfi að láta þetta lið vera að braska með ríkispeninga. Lífeyrissjóðurinn er að spekúlera með fjármuni sem eru sameign þjóðarinnar. Ég hef atkvæðisrétt í kosningum. Engan í Líifeyrissjóðnum.

Ríkið á skattfé af öllum útgreiðslum úr sjóðnum. Það fær mánaðarlega skatt af þessum litlu greiðslum til mín. Og skerðir svo grunnlífeyrinn á móti. Af hverju tekur það ekki þessa peninga til sín? Semur við sjóðinn um að fá það sem óútgrett er strax og síðan staðgreiðslu af öllu sem innborgað er hér eftir?

Engar ríkisskuldir, engar 90 milljarða vaxtagreiðslur ríkisins, engin vandamál í heilbrigðiskerfinu. Er það ekkert vandamál?

Eða bara spillingin á fullu áfram?


dr.Tryggvi Þór

Herbertsson átti orðastað við dr.Eirík Bergmann Evrufræðing í útvarpi í morgun.

Ég fylgdist miðlungi vel með enda nenni ég yfrleitt ekki að sperra eyrun ef ég heyri í Eiríki Bergmann sá erkievrusinni og einstefnumaður sem hann er nú.

En Tryggvi Þór komst á einum stað í gegn með því að fá hljóð til að lýsa því hvaða gagn  Íslendingar hefðu haft yfir þeirr krónu sem Bergmann formælti sem mest. Hann benti einfaldlega á að við hefðum getað mætt ytri áföllum með því að dreifa þeim yfir þjóðfélagið allt vegna krónunnar. Aðrar þjóðir með stóra gjaldmiðla gætu ekki gert þetta nema að taka slíkt út á launþegum beint í formi atvinnuleysis og innanlandskreppu.  Meira að segja dr. Bergmann varð flaumósa við og hafði engin svör við þesssari rólegu og yfirveguðu röksemdafærslu dr. Tryggva Þórs.

Ég þarf eiginlega að spila þennan þátt upp aftur fyrir mig. Þetta var þarft innlegg í þá ófrægingarherferð sem kratarnir stunda sýknt og heilagt gegn krónunni okkar og sjálfstæði landsins yfirleitt. Þetta landsölutuð þeirra er stórhættulegt í sjálfu sér ef einhver tæki mark á þeim.

Sem betur fer fer þeim fækkandi sem nenna að hlusta á Evruspekinga á borð við Eirík Bergmann. Þeim mun betur mættu fleiri hlusta á orð Tryggva Þórs Herbertssonar um krónunna og hvað hún hefur þó gert fyrir þessa þjóð.

 


Það er að vora

þótt enn sé þreyður þorrinn. Það eru ótrúlega miklar hræringar í efnahagslífinu án þess að margir taki ef til vill ekki eftir því?

Hver hefði trúað því að steypystyrktarstál af vissum flokkum sé uppurið? Að steypsala á höfuðborgarsvæðinu sé eins og hún var 2007? Að svo mörg verk bíði útboðs að fyrirsjánlegt sé að varla fáist verktakar til að  bjóða í vegna fækkunar í stéttinni? Byggingakostnaður kominn undir fasteignaverð? Hótelbyggingar að verða tískuvara? Atvinna eykst óðfluga?

Ætli launþegafélögin séu svona samningslipur um lágar prósentur því að þeir telji að launaskrið sé að hefjast? Það viti kennarar líka og því séu þeir svona harðir? Væri hér bara ekki að verða býsna bólgið og kunnuglegt  ástand ef ekki væru þessi gjaldeyrishöft? Sem snerta almenning eignlega ekki neitt því hann fær allt sem hann vill?  Enginn skortur á innfluttum varningi? Það eru  bara lífeyrissjóðirnir sem eru að kvarta um höft?  

Burtséð frá öldruðum og öryrkjum er greinilega að vora hjá þjóðinni hvað sem dagatalinu líður.  


Einstein var innflytjandi

segir innanríkisráðherra í grein í Fréttablaðinu í dag.

Hún notar þetta sem rök fyrir auknum straumi útlendinga til landsins okkar. Þar í geti líklega leynst einhverjir steinar sem sköpum geta skipt fyrir land og þjóð.

Einstein kom ekki til Bandaríkjanna í hópi einhverra tötrughypja sem nægt framboð var og er af. Hann var aufúsugetur Bandaríkjastjórnar sem var ekki alls varnað þá fremur en nú þegar reistar eru girðingar á landamærum til að halda óflokkuðum innflytjendum úti.

Ráðherran skrifar:

Við höfum alltaf litið á það sem kost þegar ungir Íslendingar fara utan til að mennta sig og koma síðan heim til að starfa við það sem numið var. Með sama hætti ættum við að líta á það sem kost þegar erlendir ríkisborgarar vilja koma hingað til lands til að stunda nám eða starfa..."

Hvað með útlendinga sem sannarlega eru ekki líklegir til annars en  að verða okkur byrði eða vandamál. Illa læst og ómenntað fólk í öðru en trúarbragðafræði er varla líklegt til afreka hjá söguþjóðinni. 8 börn úr slíkum fjölskyldum kalla á dýr úrræði í menntakerfinu. Má aldrei í upphafi endirinn skoða?

".....Það eru tækifæri fólgin í því að fjölga útlendingum hér á landi. Ég sótti nýlega ráðstefnu um innflytjendamál þar sem það var rifjað upp með eftirminnilegum hætti að Albert Einstein hefði verið innflytjandi - en tilgangurinn var augljóslega sá að benda okkur réttilega á að innflytjendum fylgja nýjar hugmyndir, ný tækifæri, nýjar lausnir og nýr heimur. Ég tel að við eigum að búa þannig í haginn fyrir land okkar og samfélag að við séum opin fyrir því að útlendingar setjist hér að. Umræðan um útlendinga á Íslandi snýr oftast að erlendum fjárfestingum í ákveðnum atvinnugreinum eða stöðu hælisleitenda. Við getum vandað til verka við hvort tveggja - og það ætlum við m.a. að gera með þeim breytingum sem nú eru í farvegi til að gera afgreiðslu hælismála skilvirkari og skýrari og eins með því að fá fram skýrari lagaramma um erlendar fjárfestingar hér á landi...."

Hér á ráðherran væntanlega við óflokkaða útlendinga. Þeir verði ekki valdir eftir ákveðnum stöðlum. Önnur orð hennar gefa þó góð fyrirheit um betri tíma.

".....En við skulum þó ekki gleyma stóru myndinni. Hér höfum við góð lífsskilyrði, öfluga skóla og síbatnandi hagkerfi. Við megum ekki missa af þeim tækifærum sem felast í því að fá hingað útlendinga. Þannig tengjum við Ísland enn betur við umheiminn - og um leið umheiminn við Ísland. ..."

"....Þetta er ekki mál sem snýst um hina hefðbundnu hægri-vinstri pólitík. Öll viljum við nýta þau tækifæri sem okkur gefast. Það að opna Ísland fyrir fjölbreyttari hópi Íslendinga er eitt af þeim tækifærum...."

Hvernig á að beita þessari frjálslyndu afstöðu til innflytjenda sem ráðherran lýsir með safnorði yfir alla slíka? Við völdum Bobby Fischer sem innflytjanda. Við hindruðum fjölda Gyðinga frá því að flýja hingað undan Hitler. Einstein var Gyðingur á flótta. Páfinn neitaði að greiða götu Gyðingaflóttamanna. Svo var um fleiri lönd á þessum tíma. Nú eigum við að leysa innanríkismál Sýrlands, Íraks, Sahara, Kólumbíu og Sómalíu með því að taka við fjölda af flóttamönnum þaðan.

Hvernig væri að fá sannar fréttir af ferli þegar hingað fluttra  flóttamanna? Hver er staða kólumbískra kvenna á Akranesi sem dæmi? Hversu margar eru í vinnu? Hversu margar eru giftar? Hversu mörg ættmenni þeirra hafa flutst hingað?

Var það ekki einmitt Hanna Birna sem ætlaði að gera eitthvað róttækt í málefnum sívaxandi straums hælisleitenda til  Íslands?. Hvernig er staða málsins þess?

Að Einstein hafi verið innflytjandi er ekki samasemmerki við opnum landamærum Íslands í Schengen eins kratarnir vilja. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband