Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2014
6.4.2014 | 13:01
Nýr flokkur
Benedikts Jóhannessonar ætlar að sækja fylgi til Bjartrar Framtíðar samkvæmt könnunum. Margir efast um að það hafi mikil áhrif á fylgi Sjálfstæðisflokksins sem enginn efast um hvar stendur í þessari Evrópusíbylju.
Fyrir mitt leyti fagna ég stofnun þessa flokks. Kosningar myndu þá skera úr um stærð þessa Evrópuarms sem fylgismenn gjarnan undir forystu Benedikts og Sveins Andra og hugsanlega Þorsteins Pálssonar hafa verið að blása upp.
Merkilegast er það þegar flokkaflakkari eins og Guðmundur Steingrímsson talar um frjálsyndi og framfarir undir sinni stjórn í Bjartri Framtíð. Hver er munurinn á boðskap Evrópusinnanana í Samfylkingu og Bjartri Framtíð og væntanlegs flokks Benedikts um að Evran færi Íslendingum stöðugleika og allskyns hvata í efnahagslífinu? Krónan falli stöðugt með tilheyrandi leiðindum fyrir landsmenn og það muni þessir aðilar laga. Hver trúir þessu virkilega?
Má ekki spyrja til dæmis Guðmund Steingrímsson hvernig hann myndi leysa verkfallastudd launamálin ef hér væri Evra sem gjaldmiðill? Hvernig verða sífelldar kauphækkanir framkvæmdar í Evrulandinu Íslandi? Eins og í Þýskalandi til dæmis?
Hvernig er þá hægt cið þessar aðstæður að semja öðruvísi en nú er gert með því að gefa eftir fyrir kröfunum í hverju tilviki eins og nú er gert í trausti þess að síðan verði krónan látin leysa málið með gengisfellingu?
Er það fleirum en mér spurning um hvort Ísland getii búið við annað en eigin gjaldmiðil sem hægt er að fella og fella hvenær sem launþegaflokkarnir hafa ráðist gegn samfélaginu með verkfallsvopnum og gíslatöku?
Að hugsa sér að heill stjórnmálaflokkar skuli lúta leiðsögn slíkra draumóra að við getum gert langrímaáætlanir um upptöku evru og inngöngu í ESB? Flestir telja að krónan verði okkar gjaldmiðill um fyrirsjáanlega framtíð. Guðmundur Steingrímsson talar um það á Sprengisandi að hann vill langtímaáætlun þjóðarinnar um sínar hugmyndir til upptöku Evru og síðan ganga í ESB.
Það er gott að vita að báðar Samfylkingarnar eru sammála um þessa björtu framtíðarstefnu.En er það þetta sem þjóðin vill? ég er ekki svo viss.
Allt þetta kemur í framhaldi af þeim sannleiksorðum Bjarna Benediktssonar á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins að krónan hafi forðað Íslendingum frá atvinnuleysi sem allstaðar í ESB verið miklu meira en hér. Þá kemur Guðmundur Steingrímsson með þá fullyrðingu að Evran eigi enga sök á atvinnuleysi á Spáni. Þar sé bara eðlilegt langtímatvinnuleysi.
Staðreyndin er hinsvegar sú að hér er kannski 5 % atvinnuleysi á móti 12 % að meðaltali í öllum ESB ríkjunum. Nei, þeta kemur Evrunni ekkert við segir Guðmundur.
Hanna Birna spyr á Sprengisandi hvort nýtt hægri framboð sé endilega bara klofningur úr Sjálfstæðisflokknum þegar á að stofna hægri flokkur um inngöngu í ESB. Innganga þangað sé ekki stefna Sjálfstæðisflokksins og þetta geti haft alveg eins áhrif á Bjarta Framtíð. Nú ber svo til að Guðmundur Steingrímssona viðurkennir að svo geti farið enda hníga kannanir að því. En þá skýrist líka hversvegna Benedikt Jóhannessyni og hans félögum er orðið illsætt í Sjáflstæðisflokknum. Þeir eiga þar ekki heima lengur og eru því til lítils gagns fyrir þann flokk.Og mér er líka farið að standa nokkur furða af málflutningi Þorsteins Pálssonar sem mér finnst vera talsvert á öðrum nótum en annarra flokksmanna.
Ég held að stofnun nýs flokks Benedikts Jóhannessonar sem hann boðar við fögnuð viðstaddra á fundi Samfylkingarinnar á Austurvelli sé mér bara líka fagnaðarefni þó kannski af öðrum ástæðum sé..
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
5.4.2014 | 21:59
You aint seen nothing yet
sagði Steingrímur Jóhann þegar hann kynnti byrjun á skattahækkunarferli sínu og vinstristjórnarinnar.
Nú notaði Bjarni Benediktsson formaður Sjáflstæðsflokksins þessa klissíu Steingríms til að boða breytingar sínar í hina áttina.
Merkilegt ef þjóðin sér engan mun á þessum tveimur stjórnmálamönnum. Annarsvegar stefna Steingríms Jóhanns og um leið vinstrimanna um allan heim: Tax and spend!
Á hinn bógin er stefna íhaldsmanna að treysta fólkinu betur en ríkinu ril að ráða málum fólksins. Fyrirheit formannsins um afnám vörugjalda og tolla voru eins regn í eyðímörk síhækkandi gjalda og áþjánar.
Vonandi fær fólkið að sjá margt til viðbótar áður en gullfiskaminnið tekur völdin.
Þessi ríkisstjórn er bara að byrja.
You aint seen nothing yet!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.4.2014 kl. 09:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2014 | 19:32
Arkandi aflar atkvæða
við Geysir hann Ögmundur Jónasson. Hann segist eiga Geysissvæðið og heimtar að fá ókeypis aðgang. Einn landeigendi reynir að taka í ermar á valnastakki Ögmundar en hann hristir það af sér og arkar bara áfram inn á eignir sínar.
Maður tekur eftir því að Ögmundur gengur á steinlögðum stígum. Hver lagði þessa stíga? Ég held að íslenska ríkið hafi kostað allar þær framkvæmdir sem þó hafa verið gerðar þarna á Geysissvæðinu, sem Sigurður Jónasson gaf íslensku þjóðinni. En hann hafði keypt löglega það sem Craig hafði keypt af réttum eigendum en það voru " hverirna Geysi, Strokk, Blesa og Litla Geysi, ásamt umhverfis liggjandi landi".
Er ekki Ömmi að arka á okkar sameiginlega landi?.Okkar stéttum og ganga inn um okkar hlið? Ef svo er þá er hann að slá margar pólitískar keilur eftir Grímstaðaginninguna hans Nubo á fyrri tíð.
Er Ögmundur að arka inn atkvæði eftir ömurlega valdatíð sína og Steingríms Jóhanns ?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.4.2014 | 21:30
Afturför á ÍNN
á föstudögum kl. 20:00. Maður býst við fjöri þegar Heimastjórnin mætir fullskipuð. Þess í stað kemur Ingvi Hrafn yfir netið og líkist helst Kermit froski þegar maður sér hann á skjánum. Þó hefur myndin batnað þar sem bakgrunnurin er orðinn betri.
Jafet Ólafsson stóð sig með mikilli prýði í kvöld og það er alltaf gott og gagnlegt að hlusta á hann Jaffa. Hann á bara að vera í föstum þætti þar sem maður getur gengið að honum. Hann sér efnahagsmálin í skýru ljósi og er einkar lagið að skýra þau út.
En Heimastjórnin á að vera á föstudögum klukkan átta vesgú Ingvi Hrafn og hana nú. Það kemur ekkert í staðinn fyrir hana og þær skoðanir og það fjör sem þar kemur fram.
En Ingvi Hrafn er sjálfsagt orðinn heimaríkur hundur og segir eins og útrásarvíkingarnir, jé á etta,jé má etta. En hann á ekki vísvitandi að ergja okkur áhorfendurna með því að svíkja okkur um það sem við viljum heyra því ÍNN er löngu orðin þjóðareign og hann ber ábyrgð á stöðinni sem slíkur og hefur skyldur við okkur sem fylgjum henni.
Ég geri kröfur til þess að Ingvi og Heimastjórnin sé alltaf á sínum stað. Þetta er sá þáttur sem fólki er hollastur því þar er sannleikurinn sagður umbúðalaust.
Enga afturför á ÍNN Ingvi Hrafn.
4.4.2014 | 13:27
Enn einu sinni
er verkfall leyst með því að fórna stöðugleikanum. Þegar spyrst um miklar kauphækkanir kennara er fíllinn laus í glervörubúðinni.
Ef stjórnvöld hefðu gripið inn í með því að fresta verkfallinu eins og á Herjólfi, hefði verið von um lendingu. Það gerðu þau ekki og féllu í áliti hjá mér fyrir. Nú óttast ég að friðurinn sé úti og borin von um þjóðarsátt.
Enn einn hringurinn á verðbólguhringekjunni.
Enn einu sinni.
4.4.2014 | 08:49
Hvernig getur þjóðin
haldið við það að hún vilji þjóðaratkvæði um að halda áfram aðildarviðræðum sem hingað til hafa ekki snúist um grundvallaratriðin sjávarútveg og landbúnað?
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar góða greinu um þetta mál í dag í Mbl:
"Það ætti að vera öllum ljóst að í raun má segja að aðildarviðræðunum hafi lokið þegar í ljós kom að himinn og haf var á milli íslensku samningsviðmiðanna í sjávarútvegi og landbúnaði og rýniskýrslu ESB um sömu málaflokka.
Flestallar hugmyndir manna að sérlausnum í þessum köflum eru þess eðlis að hvergi er hægt að finna þess stað í regluverki ESB að þær gangi upp. En meginforsenda þess að kröfur umsókarríkis í aðildarferli gangi upp er að hægt sé að finna þess stað í regluverki ESB að hægt sé að verða við kröfunum.
Vilji menn halda áfram aðildarviðræðum verða menn að svara því, hvort þeir telji líkur á því að sá fordæmalausi viðburður eigi sér stað í sögu ESB að sambandið breyti regluverki sínu til að þóknast kröfum umsóknarríkis, ásamt því að koma með haldbær rök fyrir þeirri skoðun sinni. Eða þá bara segja það hreint út að þeir vilji breyta samningsviðmiðum Íslands, sem samþykkt voru á sínum tíma af Alþingi, á þann hátt að þau samrýmist regluverki ESB. Draumkenndar og jafnvel skáldlegar hugmyndir manna um eitthvað sem ekki er að finna í regluverki ESB eru vita gagnslausar í umræðunni. Enda snýst, eins og öllum ætti að vera ljóst, aðildarferli að ESB um það og ekkert annað en það að umsóknarríki gangist undir regluverk ESB og eiginlegar viðræður ganga út á það að ákveðið er hverju umsóknarríki þarf að breyta í sinni stjórnsýslu og landslögum og hvenær þær breytingar eigi sér stað.
Spurningin er aldrei hvort umsóknarríki aðlagist regluverki ESB eða ekki, ljúki aðildarviðræðum með samningi. Heldur er spurningin eingöngu hvenær það verður.
Það er alveg ljóst að íslenskur þjóðarvilji breytir ekki með nokkru móti stöðu mála varðandi sjávarútveg og landbúnað í aðildarferlinu. Til að staðan breytist þarf annaðhvort regluverk ESB að breytast eða samningsviðmið Íslands.
Það er líka alveg ljóst að það er tæknilega mögulegt að knýja fram með þjóðarvilja áframhaldandi aðildarviðræður við ESB. En þjóðarviljinn opnar ekki eða lokar samningsköflum í aðildarferlinu. Heldur opnast kaflar þegar umsóknarríkið hefur áætlun um það með hvaða hætti það ætlar að laga sitt samningsviðmið að regluverki ESB. Þegar hægt er að staðfesta að þeirri aðlögun sé lokið og/eða samið um hvenær slíkri aðlögun ljúki að fullu er kaflanum lokað.
Það er því alveg hægt að hefja viðræður aftur. En hníga að því einhver skynsemisrök að hefja viðræður þegar ljóst er að þeim muni í rauninni að öllu óbreyttu ljúka á sama stað og þeim lauk síðast?
Svari nú hver fyrir sig."
Hvernig í veröldinni á að halda áfram viðræðum um sjávarútveg sem ESB vildi ekki hefja árið 2011?
Eða er ástæðan fyrir þessu máli einfaldlega sú að þjóðinni þyki svona gaman af þjóðaratkvæðagreiðslum per se?
Það var vissulega gaman að atkvæðagreiðslunum um Icesave þar sem þjóðin beygði bjánana á Austurvelli. Kannski er það stjórnarformið sem byggist á þjóðaratkvæðagreiðslum svipað og í Sviss sem heillar okkur?
Ef svo er þá er ég alveg til í að greiða þjóðaratkvæði um meðferð hælisleitenda, Schengen og byggingu mosku á Íslandi.
Þá getur þjóðin kannski gert eitthvað af viti.
3.4.2014 | 21:47
En ein sönnun
þess að EES aðildin hefur fært okkur fleiri flækjur en friðsæld er vandræðagangurinn með Póstinn.
Munið þið eftir tímunum þegar maður gat treyst Póstinum til allra verka. Dreifa innrituðum blöðum í hvert hús, senda pakka á milli landshorna, senda ábyrgðarbréf, fjölpóst, jólapóst, pakka til útlanda.
Alveg eins og þegar Rarik var skipt upp í tvennt vegna einhverrar dellu frá ESB. Töföldun flækjustigsins, tvöföldun kostnaðar í innheimtu.
Sama vitleysan er að endurtaka sig fyrir augunum á okkur með Póstinn. Nú á að hleypa hverjum sem er í að meðhöndla mesta trúnaðarmál borgarans: Bréfleyndarmálið. Má kannski segja að friðhelgi einkalífsins sé löngu orðinn brandari á Islandi eftir að Skattinum leyfiðist að beintengja sig við alla innlánsreikninga í íslenskum bönkum. Maður brosir þegar hreinir reyfarar neita að svara spurningum dómara á grundvelli bankaleyndar. Hún er í raun ekki til í lýðveldinu Íslandi. Og þegar sá þykir mestur sem mestu getur lekið af ríkisleyndarmálum Íslands þá skín kratasólin í hádegi að mínu mati.
Borgarinn er hvergi lengur óhultur. Tölvupóstum er stolið og þjófunum leyfist að græða á verknaðinum. Nú á að eyðileggja Póstinn sem öruggan miðil. Búið er að eyðileggja Símann með því að selja hann í hendur nýrra aðila meðan fyrri kaupendur eiga að dúsa í tugthúsum. Ég veit ekki hver á koparnetið í dag sem hann afi minn tók þátt í að byrja byggingu á í byrjun síðustu aldar. hann hefði aldrei getað ímyndað sér hvernig kratisminn myndi fara með Póst og Síma og selja í ræningjahendur.
Póstur og Sími eins og Vegagerð, Lögregla, Her, Landhelgisgæsla, Yfirstjórn menntamála og heilbrigðismála eiga að vera undir pólitískri stjórn og heyra undir ríkið. Það á auðvitað að bjóða út eintaka þætti undir eftirliti eftir því sem hægt er. En að lepja upp allt Evrópubullið gagnrýnislaust hefur ekki fært okkur annað en aukinn kostnað og flækjustig.
Það er til skammar hvernig þingmenn hafa látið teyma sig á asanaeyrunum til að samþykkja hvað sem frá EES og ESB kemur þegar þeir viðurkenna að þeir séu of vitlausir til að skiljai hvað þeir eru að samþykkja.
Tökum okkur heldur Bandaríkin til fyrirmyndar um flesta hluti og rekum öfluga póst- og grunnsímaþjónustu. Við getum haldið því sem þegar er á komið úr þessu EES en það er komið gott. Segjum samningnum upp og þökkum fyrir okkur. Okkur má vera alveg sama þótt einhver síldarflök fá aukna tolla, það er bara verst fyrir ESB sjálft sem þá fær dýrari vöru.
það er löngu tímabært að hætta að apa allt upp sem frá Evrópu kemur. Sönnum að viið séum sjálfstæð þjóð sem tekur eigin ákvarðanir.
3.4.2014 | 12:31
Klass í Kópavogi
er mikið hjá sundlaugargestum þegar tilkynnt er um að stórhækka eigi aðgangskort að líkamræktarstöðum í sundlaugunum sem Nautilus hefur rekið í áratugi og taka endurreist og aflúsað fyrirtækið World Class í staðinn.
Nautilus hefur veitt góða þjónustu þarna lengi og kostar árskortið rúm fjörtíuþúsund. Hjá World Class verður það tæp áttatíuþúsund. Spekin á bak við þetta er mér ókunn. En víst er að allt er brjálað í bænum og undirskriftum gegn þessu er safnað í gríð og erg og hótanir um útstrikanir á bæjarstjóranum í kosningunum dynja á manni sem íhaldsmanni.
Venjan er við útboð að kanna skil á opinberum gjöldum. Skyldi það hafa verið gert í þessu tilviki aftur í tímann?
Það er klass í Kópavogi þegar World Class ræðst til inngöngu í sundlaugarnar og ekki til vinsælda fallið sem innlegg í kosningabaráttuna sem er að hefjast.
3.4.2014 | 08:51
Ef ég hefði, ef ég myndi
hafa gert þetta í síðustu rfíkisstjórn þá hefði...
Þetta er eiginlega meginstef í málflutningi Samfylkingarinnr og VG. Maður þarf aðeins að renna yfir pistilinn á Eyjunni til að skilja að þetta vinstra lið okkar er orðið pikkfast í fortíðinni. Það hefur enga framtíðarsýn hvað þá tengsli við nútíðina. RÚV og Fréttablaðið sjá svo um að flétta þessu öllu saman þannig að huga almennings er dreift frá vandamálum líðandi stundar.
Hversu allt hefði verið betra ef þeir hefðu gert það sem þá langaði til suma meðan þeir höfðu völdin en gerðu ekki af ýmsum ástæðum. Helgi Hjörvar vildi að sögn gera eitthvað í skuldamálum heimilanna en fékk ekki að gert fyrir Jóhönnu og Steingrími. Björn Valur vildi gjarnan hafa gert margt öðruvísi en varð. Síbyljan um að stýra fortíðinni ætlar hér allt að drepa.
Af hverju er ekki talað um hvað þarf að gera? Lækka tekjuskattinn og hvenær? Afnema sykurskattinn hvenær? Lækka tryggingagjaldið, hversu mikið og og hvenær? Fækka ríkisstarfsmönnum og hvenær? Hætta að tala um afnám verðtryggingar hjá þjóð sem hækkar laun um 60 % umfram verðbólgu? Hætt að tala um að halda áfram aðildarviðræðum við ESB sem hafa ekki verið í gangi síðan 2011 ?
Ef ég hefði og ef ég myndi...
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.4.2014 | 14:35
Jón Bjarnason
ætti manna best að vita hvað fram fór milli Íslands og ESB og hvað var rætt í ríkisstjórninni þegar svikin voru framin sem voru auðvitað mest í því fólgin að sækja um aðild að ESB án þess að spyrja þjóðina.
Það eru svikin sem fólk ætti að vera að mótmæla á Austurvelli á laugardögum. Það er bara af því að fólk veit að siferðisstig VG og Steingríms J. er með þeim hætti að það gerir enginn kröfu til neins af þessu fólki. Það hefur aldrei skeytt neinu um skömm né heiður og fer varla að taka upp á því núna þegar stjórnin er farin og fnykurinn einn eftir. Hinsvegar ætti þetta lið að hætta að gera gys að greindarstigi almennings með því að klifa á lygunum aftiur og aftur. Fólkið er hætt að hlusta. Það bíður hinsvegar eftir að núverandi ríkisstjórn taki sig meira saman í andlitinu og fari að taka til baka allar skattahækkanirnar og mætti gjarnan byrja á þeirri vitlausustu sem var sykurskatturinn.
Jón Bjarnason var rekinn úr ríkisstjórninni fyrir að þora að standa á rétti Íslands og láta ekki landsöluliðið beygja sig. Hann skrifar svo á blogg sitt:
"
Það er í sjálfu sér sorglegt að til séu þeir íslenskir stjórnmálamenn í dag sem eru reiðubúnir að framselja fullveldið og forræði þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni. Samningaferlið við ESB er stopp, varð það strax árið 2011 þegar Evrópusambandið neitaði að opna á samningaviðræður um sjávarútvegsmál og lagði fram harðar og óaðgengilegar kröfur fyrir viðræðum um landbúnað. Alþingi hafð sett mjög ákveðin skilyrði, sem fylgdu umsókninni, þröskulda sem ekki mætti stíga yfir. ESB neitaði í raun að halda samningaviðræðum áfram nema að Íslendingar féllu frá þeim fyrirvörum sem Alþingi hafði sett. Þetta þekkti ég mjög vel sem ráðherra þessara mála á þeim tíma.
Fyrirvarar Alþingis skýrir
Þá verði forræði þjóðarinnar tryggt yfir sjávarauðlindinni og þannig búið um hnútana að framlag sjávarútvegsins til efnahagslífsins haldist óbreytt".
Og áfram segir í lok greinargerðar Alþingis frá 2009:
" Á hinn bóginn leggur meiri hlutinn áherslu á að ríkisstjórnin fylgi þeim leiðbeiningum sem gefnar eru með áliti þessu um þá grundvallarhagsmuni sem um er að ræða. Að mati meiri hlutans verður ekki vikið frá þeim hagsmunum án undanfarandi umræðu á vettvangi Alþingis og leggur meiri hlutinn til að orðalagi þingsályktunartillögunnar verði breytt með hliðsjón af þessu".
Svar ESB hefur alltaf verið ljóst
Ríki geta ekki staðið fyrir utan sameiginlega sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins gangi þau í sambandið sagði Thomas Hagleitner fulltrúi stækkunardeildar Evrópusambandsins á þingmannfundi í Hörpunni nýlega. Og það er ekki í fyrsta sinni sem fulltrúar ESB árétta þá kröfu sína.
Þannig er staðan. Þetta ætti samninganefndarmaðurinn Þorsteinn Pálsson sem nú hefur hvað hæst af ESB sinnum að vita manna best. Eða hversvegna lagði ESB aldrei fram rýniskýrslu sína um sjávarútveg sem var forsenda frekari viðræðna? Þorsteinn Pálsson hefur sjálfur ítrekað sagt að ríkisstjórn sem er andvíg inngöngu í sambandið geti ekki leitt innlimunarferlið í samningum.
Undirskriftir á fölskum forsendum
Þeir sem nú kalla eftir áframhaldandi samningum og heimta um það þjóðaratkvæðagreiðslu eiga að hafa kjark til að segja beint: við erum reiðbúnir að fórna forræði okkar á auðlindunum, við viljum bara fá ganga í Evrópusambandið og undir það ertu beðinn að skrifa. Vinsældir eða óvinsældir ríkisstjórnarinnar í öðrum málum eiga ekki að blandast þar inn í.
Það er mjög ódrengilegt og óheiðarlegt að kalla fólk til liðs við sig á fölskum forsendum og heimta þjóðaratkvæðagreiðslu um eitthvað sem ekki er fyrir hendi. Alþingi setti fyrirvara og þá verður þingið fyrst að afturkalla ef halda á áfram.
Þessi ríkisstjórn sem nú situr og meirihlutinn sem hún styðst við var kosin til að hætta aðildarviðræðunum og að Alþingi afturkalli umsóknina. Við það ber henni að standa. "
Svo stendur Þorsteinn Pálsson á torgum og hrópar um stærstu svik sögunnar að vilja hætta þessari vitleysu. Sem Landsfundur ályktaði að gera. Hvað er maðurinn að fara eiginlega? Eða þeir aftaníossarnir hans sem gala bakraddirnar og tala núna um að stofna nýjan flokk?
Jón Bjarnaon vissi mætavel hvað klukkan sló í þessum aðlögunarviðræðum þó að samráðherrarnir hans lygju að þjóðinni hver um annan þveran og þá Össur fremstur meðal jafningja.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko