Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2015
3.1.2015 | 09:26
Er í lagi með Hæstarétt?
Fyrrverandi dómari við Hæstarétt skrifar grein í Mbl. í dag og áréttar lýsingar sínar á aðförum dómsforseta Hæstaréttar gegn sér þegar höfundur sótti um dómarastarf við réttinn. Þar segir svo:(bloggari feitletrar að vild.)
Hinn 8. desember 1989 var kveðinn upp dómur í Hæstarétti Íslands, þar sem forseta Hæstaréttar var vikið úr embætti dómara við réttinn. Ástæðan var sú að hann taldist hafa nýtt í óhófi heimild, sem ágreiningslaust var að hann hefði haft, til að kaupa sér áfengi á »kostnaðarverði« í ÁTVR. Heimild hans hafði verið til staðar þann tíma sem hann hafði í forföllum forseta Íslands gegnt starfi sem einn af þremur handhöfum forsetavalds. Þótti hann hafa keypt meira áfengi en góðu hófi gegndi. Enginn efaðist um að hann hefði haft heimild til kaupanna og hann hefði engar lagareglur brotið. Samt varð hann að gjalda fyrir með embætti sínu.
Haustið 2014 er þjóðin upplýst um að á árinu 2004 hafi sá maður, sem gegndi embætti forseta Hæstaréttar Íslands þá, og gegnir því reyndar einnig nú, brotið af ásetningi gegn embættisskyldum sínum samkvæmt lögum. Þá stóð svo á að auglýst hafði verið laust til umsóknar embætti dómara við Hæstarétt. Út spurðist að maður, sem forsetanum líkaði ekki við, hygðist sækja um embættið og var sá talinn líklegur til að hljóta það. Á þessum tíma var í lögum kveðið svo á að rétturinn skyldi gefa álit á hæfni umsækjenda til að gegna dómaraembætti.
Forsetinn núverandi og einhverjir starfsbræðra hans gengu þá til eftirtalinna verka: 1. Einn þeirra var látinn tala við umsækjandann og hóta honum því að meirihluti réttarins myndi gefa hlutdræga umsögn og skaða hann ef hann héldi fast við ákvörðun sína um að sækja um embættið. Umsækjandinn lét sér ekki segjast. 2. Þá var tekið til við að leita að öðrum umsækjendum sem talið var hugsanlegt að skákað gætu hinum óæskilega umsækjanda. Líklegt er að þeim hafi verið lofað hagstæðri umsögn. 3. Hótunin um misbeitingu umsagnarinnar var svo framkvæmd. Það var reyndar svo klaufalega gert að erindreksturinn blasti við hverjum manni.
Þessari atburðarás er lýst í 14. kafla bókarinnar »Í krafti sannfæringar« sem kom út nú í haust.Í þessu síðara tilviki er hafið yfir allan vafa að dómarinn sem nefndur var braut vísvitandi gegn embættisskyldum sínum þannig að fór gegn settum lögum. Brot hans var miklu alvarlegra en brot forseta réttarins í fyrrnefnda tilvikinu sem leiddi þá til brottvikningar úr starfi. Núverandi forsetinn gaf raunar með hátterni sínu jafngildi beinnar yfirlýsingar um að hann væri tilbúinn til að misfara með vald sitt sem hæstaréttardómari ef hann persónulega teldi tiltekna niðurstöðu æskilega. Þó að refsisök hans sé nú fyrnd lifa áfram líkurnar á misbeitingu dómsvalds þess manns sem einu sinni hefur hagað sér með þessum hætti. Þetta er maður sem meðal annars fer með vald til að dæma aðra menn til fangelsisvistar.En hann situr óáreittur áfram.
Ekki hefur einu sinni komið fram opinberlega að helstu fjölmiðlar landsins hafi óskað eftir viðbrögðum hans við þessari frásögn. Væri það gert bæri honum skýlaus skylda til að svara, þar sem hér ræðir um stjórnsýsluverk en ekki dómaraverk.
Ríkið getur ekki komið sér undan aðhaldi að stjórnsýslu með því að fela dómurum stjórnsýsluverkefni og segja svo á eftir að þeir þurfi ekki að skýra verk sín sé skýringa þörf af því þeir séu dómarar. Hvergi í hinum vestræna heimi yrði það látið eftir manni sem gegnir æðsta dómaraembætti viðkomandi ríkis að þegja svona ásakanir í hel. Nema á Íslandi. Allir helstu fjölmiðlar landsins þegja með honum. Þar má telja fréttastofur RÚV, Stöðvar 2, Bylgjunnar og dagblöðin Morgunblaðið og Fréttablaðið.
Eini fjölmiðillinn sem skýrt hefur frá því að maðurinn hafi verið inntur eftir viðbrögðum er DV. Þar kom í ljós að hann vildi ekki svara. Allir aðrir fjölmiðlar í landinu þegja með honum. Hann þarf að þeirra mati ekki einu sinni að svara því hvort hann hafi eitthvað við frásögnina að athuga að efni til.
Þeir hafa heldur ekki spurt hann um ástæður þess að rétturinn vildi ekki fá þennan mann í hópinn á sínum tíma.Ef allt væri með felldu bæri íslenska ríkinu að höfða mál gegn forseta Hæstaréttar til embættismissis.
En hann er látinn í friði. Hann er ekki einu sinni inntur svara svo almenningur fái fram afstöðu hans til málsins og skýringar ef einhverjar eru. Af hverju ætli það sé? Telur þjóðin í lagi að dómarar við æðsta dómstól þjóðarinnar brjóti af ásetningi gegn lögum við embættissýslan sína öðrum til skaða fyrst ekkert áfengi er í spilinu? Spyr sá sem ekki veit."
Raunar veit öll þjóðin það með greinarhöfundi af hverju farið var fram gegn honum með þessum hætti.
Svarið er vinstri pólitík.
Meintur vinskapur við vinsælasata og óvinsælasta mann þjóðarinnar og ákveðinn stjórnmálaflokk dugar vinstri elítunni til að efna til galdrabrennu og skal einkis svifist.
Það gremst fleirum en greinarhöfundi hvernig skoðanbræður hans láta kújónera sig með þessum hætti. Enginn þorir að styggja æðsta ráðið með því að taka upp hanskann með Jóni Steinari.
Við erum lyddur.
Að mínu viti er ekki í lagi með Hæstarétt meðan þessi áminnsti dómari er ekki tekinn á beinið.
3.1.2015 | 09:01
Laun í verkfalli?
Svo stendur í Morgunblaðinu:(Björn er Björn Sveinbjörnsson formaður Einingar-Iðju)
"»Nei, við erum ekki sátt og teljum að ríkisstjórnin hafi ekki staðið við gefin fyrirheit og samninga á ýmsum sviðum. Ég nefni til dæmis fjárframlög til VIRK starfsendurhæfingar, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu virðist ríkið ætla að svíkja greiðslur til sjóðsins, sem um var búið að semja áður. Þetta þýðir væntanlega að erfiðara verður að stuðla að endurhæfingu fólks, til að komast á nýjan leik út á vinnumarkaðinn. Ríkið hefur borgað í sjóði sem styrkja sérstaklega öryrkja í okkar röðum. Framlög í þessa sjóði verða skert, sem bitnar harkalega á mörgum. Síðast en ekki síst nefni ég til sögunnar að ráðgert er að stytta tímann til atvinnuleysisbóta. Sú ákvörðun hefur mætt harðri andstöðu innan verkalýðshreyfingarinnar, sveitarfélögin og fleiri eru á sama máli og við. Þessi atriði og fleiri, koma ekki til með að auðvelda komandi kjaraviðræður, síður en svo.«
Björn segir að verkalýðshreyfingin ljúki væntanlega við að móta kröfugerðina til fulls í upphafi nýs árs. »Starfsgreinasambandið gengur líklega frá kröfugerðinni fyrir 20. janúar og ég geri mér vonir um að viðræður um nýjan kjarasamning hefjist fyrir alvöru við okkar viðsemjendur sem fyrst. Auðvitað vona ég að skrifað verði undir nýja kjarasamninga fyrir 1. mars, en það verður mjög líklega á brattann að sækja í þeim efnum. Mars og apríl geta þess vegna hæglega orðið mánuðir verkfallsaðgerða af okkar hálfu. Ég sé því fram á kaldan vetur, því miður. Þetta er engu að síður staða mála í dag, það er sannarlega þungt hljóð í verkalýðshreyfingunni um þessar mundir. Sjálfur er ég í góðum tengslum við mitt fólk og þar er afstaðan sú sama.«
Björn segir að Starfsgreinasambandið fari fram fram á krónutöluhækkanir en ekki prósentukröfuhækkanir. »Já, þetta verður skýlaus krafa, við höfum reyndar alltaf sett fram kröfur um hækkanir í krónutölu, sem er alltaf best fyrir þá sem eru með lægstu launin. Í kjaraviðræðunum kemur ekki til greina að semja við ríkið um það sem áður var búið að semja um, en svíkja svo. Fljótlega á nýju ári kemur til með að reyna á samstöðu félaganna og ég er nokkuð viss um að öll félög innan Starfsgreinasambandsins munu þjappa sér vel saman.«
»Satt best að segja er ég lítið farinn að spá í árið 2015, en fyrstu mánuðirnir verða erfiðir og annasamir, svo mikið er víst. Annars er ég bjartsýnn að eðlisfari, en ég veit með vissu að ferðirnar suður til Reykjavíkur verða margar og sömuleiðis fundirnir. Okkar hlutverk er að rétta hlut félagsmanna og fá réttmæta leiðréttingu á launum þeirra,« segir Björn."
Það sem mig langar mest að vita, er það hvort þeir sem verkfallið beinist að muni líka greiða kostnaðinn af því? Verkfallsmenn missi einskis í launum verkfallsdagana? Svo þar á eftir í hverju réttmæti kröfugerðarinnar felst? Hvað forsendur breyttust við lækkun verðlags?
Væri ekki fróðlegt að vita hvort þetta fyrsta atriði verði eitt af kröfuliðunum? Hvort sé orðið regla að öllum verkföllum ljúki á þann hátt?
En líklega má ekki spyrja um hvort laun séu almennt greidd í verkfalli?
1.1.2015 | 18:58
Vigdís Hauksdóttir
vakti athygli mína á Útvarpi Sögu um áramótin.
Vigdís hefur óvenju skýra sýn á vandamálin sem við blasa í sífelldri útþenslu báknsins. Hún nefndi sláandi dæmi um að á vegum opinberra stofnana ríkisins eru starfandi tveir tugir upplýsingafulltrúa. Til hver er þetta spyr Vigdís?
Fyrir mér er þetta að verja forstöðumennina fyrir hnýsni fjölmiðla og almennings og þjónar einungis því að halda upplýsingum frá almenningi. Annars gætu forstöðumennirnir svarað beint. Þessir starfsmenn eru greinilega gersamlega óþarfir og á að segja upp strax. Fyrir utan að þeir hafa gengið fram af almenningi á stundum með hreinum dónaskap og hroka þó þar séu einstakir menn sem skara fram úr öðrum.
Vigdís nefnir ráðningabann hjá ríkinu sem augljósa leið út úr ógöngunum. Þannig myndi báknið minnka af sjálfu sér á sársaukalausan hátt ef aðeins nýjir forstöðumenn væru ráðnir í stað þeirra sem hætta. Engir aðrir.
Vigdís nefnir þá óþolandi mismunun sem ríkir í lífeyrissmálum opinberra starfsmann. Ég og meðeigendur mínir í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna verðum að greiða skatta til þess að Steingrímur J. Sigfússon fái sinn margfalda lífeyri greiddan að fullu verðtryggðan meðan við sætum lækkun á lífeyri okkar vegna feilspelúleringa sjóðafurstanna? Er þetta ástand sem ég á að sætta mig við?. Hver ætlar að tala máli mínu?
Vigdís bendir á það ásamt varaformanni fjárlaganefndar Guðlaugi Þór, en þau hafa unnið mikið saman að góðu starfi, að kerfið hreinlega ver sig og veitir mótpyrnu til þess að hindra að hagræðingartillögur kjörinna fulltrúa nái fram að ganga. Vigdís spyr hvernig í veröldinni sé hægt að setja lög um að sameiningar í ríkisrekstri skuli ganga fyrir sig án þess að nokkrum starfsmanni sé sagt upp.Allt á meðan almenni vinnumarkaðurinn varð að sjá á eftir sautjánþúsund störfum í hruninu.
Dæmin eru allstaðar hvernig kerfið ver sig gegn vilja kjörinna fulltrúa. Þeir ákveða að flytja Fiskistofu norður í land. Þetta apparat sem var ekki til áður en Þorsteinn Pálsson varð ráðherra, neitar. Það bara fer ekki neitt. Af hverju er ekki svarað með þvi að leggja það niður?
Vigdís Hauksdóttir hefur áunnið sér taust langt út fyrir flokksraðir sem þó virðast hvað minnstir stuðningsmenn hennar.
1.1.2015 | 16:18
365 miðlar
eru tæknilega gjaldþrota félag.
Svo segir í Morgunblaðinu:
"Endurskoðendur ársreikningsins benda á að gangi áætlanir stjórnenda ekki eftir gæti ríkt vafi á rekstrarhæfi félagsins. Þá segja þeir að upplausnarvirði eigna samstæðunnar geti verið verulega lægra en bókfært virði þeirra yrði starfsemin lögð af. Þetta þýðir með öðrum orðum að miðað við eignir félagsins í dag eru líkur á því að þær dugi ekki upp í skuldir og aðrar kröfur komi til upplausnar félagsins.
Rekstrarkostnaður félagsins minnkaði lítillega milli ára og nam 2.107 milljónum, en rekstrarhagnaður hækkaði um rúmlega 200 milljónir milli ára og var 736 milljónir. Eignir félagsins eru samtals 9.856 milljónir, en þar af nema óefnislegar eignir 5.880 milljónum. Af óefnislegum eignum eru 5.572 milljónir vegna viðskiptavildar."
4 milljarðar af einhverskonar óefnislegum eignum standa á móti 8 milljarða skuldum félagsins. Í þetta eru Lífeyrissjóðir landsmanna byrjaðir að dæla fé í dularklæðum samkvæmt upplýsingum í vefritinu Kjarnanum.
Áreiðanlega er hægt að gera 365 að góðu félagi með álíka fjárframlögum og Ríkisútvarpið fær á þessu ári. Eigendur lífeyrissjóðanna geta glaðst yfir því að verða eigendur að þessu "óháða" fjölmiðlafyrirtæki gamla Baugsveldisins og þeim dygga málsvara Samfylkingarinnar sem 365 miðlar eru oftar en ekki.
1.1.2015 | 12:54
Feiknstafir svignuðu
í brosi forsætisráðherra vors þegar hann ræddi um framtíð slitabúa föllnu bankanna. Þeirra biði óuggert tjón sem þau hefðu valdið íslenskum almenningi.
Það var uppörfandi að heyra loksins beina yfirlýsingu um þetta mál sem svifið hefur yfir þjóðinni í aðgerðarleysi um öll þessi ár.
Og sem fyrr vil ég árétta, að það geta ekki verið fyrirtækin sem tjóninu valda eða sjóðirnir sem þeim tilheyra. Það eru þeir sem gefa fyrirskipanirnar sem eru sekir. Aðeins þeir eru gerendurnir. Getur fyrirtæki eitthvað gert að eigin frumkvæði? Þó að okkur sé tilkynnt með reglulegu millibili að þessari eða hinni sektargreiðslu fyrirtækis hafi verið úthlutað, hlýtur ekki að verða spurt eftir þeim sem fyrirskipunina gaf? Fyrirtækin greiða sektirnar. En eiga ekki stjórnendurnir að gjalda fyrir refsiverða háttsemi sína?
Er það ekki ítrekaður og einbeittur brotavilji forsvarsmanns fjármálafyrirtækis, sem veldur fjártjóni annarra? Af hverju er svona langur vegur að því að þetta skiljist? Verði um skaðabótagreiðslur að ræða þarf ekki að spyrja að því hverjir gáfu fyrirskipanirnar um skaðann?
Skulu þeim ekki líka svigna feiknstafir?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko